Lögberg


Lögberg - 02.09.1937, Qupperneq 4

Lögberg - 02.09.1937, Qupperneq 4
4 LÖGBEJRG, FIMTUDAGINN 2. SEiPTEMBER, 1937 Högtierg GefiS út hvern íimtudag af THS COLXJMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. J _______ VerO »3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ) Avarpsorð flutt á Islendingadaginn að Hnausa 31. júli. 1937. af Joseph Wavrykow, þingmanni Gimlí kjörd. Herrar mínir og frúr! Eg er forgöngunefndinni innilega þakk- látur fyrir að liafa veitt mér kost á að vera hér viðstaddur í dag; þenna sögulega og mik- ilvæga þjóðminningardag yðar. Það er meira en algengt ánægjue'fni fyrir mig, að vera við- staddur á þessum hátíðisdegi, þar sem minst verður hinna mörgu og miklu sigra. er forfeð- ur yðar unnu í þágu frelsis og mannréttinda; þér eruð í dag að sýna minningu þeirra verð- skuldaða viðurkenningu; þjóðhetjanna, sem vöktu þjóðina af dtala og ruddu braut hennar að marki sjálfstjórnar og sjálfstæðis. Þessi minningarhátíð styðst við mikílvæg,söguleg verðmæti. Sagnfræðin og sagan hafa dregið það fram í dagsljósið, hve hamingja forfeðra yðar var öldungis óhugsanleg, nema því að- eins, að þeir nyti frelsis og fengi hrist af sér hverskonar kúgunarhlekki. Það liggur enda í augum upþi, að engin þjóð fái notið sín. nema hún búi við sjálfstjórn. Það er íhugunarvert, hve hörð og þrálát sú barátta var, er þér háðuð í heimalandi yð'ar unz yfir lauk; að fullveldinu fengnu, urðu framfarir risavaxnar og örar á flestum svið- um mannlegra athafna. 1 þessu landi engu síður en heima fyrir, hefir fróðleiksástin ein- kent öll yðar störf; ástin á ljóðum og fræði- mannlegum iðkunum. Þessi þjóðhátíð yðar hefir því meiri þýð- ingu, sem hinar og þessar sérstefnur skjóta víða upp kolli, er til f jörráða stofna við frelsi einstaklingsins. Enda má svo segja sem það sjálfsforræði, er forfeður yðar börðust fyrir, leiki nú á skjálfi vítt um heim. Þetta stafar einkum og sérílagi frá fjárhagslegum ástæð- um, bæði heima fyrir og út á við, er blásið hafa einræðisstefnunni byr í segl; undir hrammi slíkrar stefnu hverfur alt það, er á raunverulegt mannfrelsi minnir. Engin þjóð er með ölllu laus við þær ógnir, er frá einræð- isstefnunni s'tafa. Hér í Canada má glögt sjá fingraför hennar; einkum í vissum héruðum austanlands. Eigi oss að auðnast að bjarga við heims- menningunni, verðum vér fyrst og seinast að bjarga lýðræðinu í heiminum.— Eitt sérstaklega mikilvægt atriði í sam- bandi við stofnþjóð yðar og föðurland, ber á öllum tímum að taka til greina. Þó þjóð yðar sé sú fámennasta í Norðurálfunni, þá héfir menningartillag hennar í Vestur-Can- ada verið harla fjölþætt og mikilvægt. Enda stendur í rauninni heimurinn allur í þakkar- skuld við Island og íslenzku þjóðina, fyrir mikilsverðan menningarskerf, lagðan fram í þjónustu vísindalegrar sjálfstjórnar. Þér hafið lagt fram mörg og mikilvæg verðmæti til andlegrar og efnalegrar þróun- ar L þessu landi. Ýmsir af yður hafa vakið á sér athygli sakir framúrskarandi herdóms. Tveir synir þessa fylkis af íslenzkum stofni, hafa hlotið Rhodes námsstyrkinn. Á stjórn- málasviðinu hefir áhrifa yðar einnig mikil- lega gætt. Einn af ættbræðrum yðar gegndi hinu virðulega dómsmálaráðherraembætti í stjórn þessa fylkis. Þér hafið vakið á yður athygli og skarað fram úr í vísindum, ljóðum og landkönnun, eins og afrek Vilhjúlms Stef- ánssonar svo afdráttarlaust sanna. En þrátt fyrir annir og sigurvinningar yðar í þessu landi, hafði þér ekki gleymt sögu- legum uppruna yðar; heldur miklu fremur það gagnstæða. Það er fullrar íhugunar vert, að þrátt fyrir það þó Islendingar séu nú alment taldir meðal beztu borgara hinnar canadisku þjóðar, þá eru þeir engu síður stolt- ir af þjóðerni sínu og leggja mikið í sölurnar til þess að halda því við. Fyrir þetta njóta þeir að sjálfsögðu aukinnar virðingar innan þjóðfélagsins, því víst er um það, að canadiskt þjóðlíf verður fjölbreyttara og auðugra af andlegum verðmætum, ef hinir ýmsu og mis- munandi þjóðflokkar, eða þjóðflokkabrot, halda vörð um þjóðernisleg sérkenni sín, og leggja þau á borð með sér ef svo mætti að orði kveða. Það er dásamlegt og mikilvægt, að vera fæddur canadiskur maður, og þau af oss sem hér érum fædd, viðurkennum fúslega þau for- réttindi og þann heiður. En forréttindi ís- ■ lenzku frumherjanna voru ef til vill ennþá meiri; þeir voru fæddir á Islandi. en helguðu svo iþetta dásamlega land sér og niðjum sín- um; þessir menn og þessar konur áttu tvenna erfðasjóðu, sem þeir eru öfundsverðir af; að minsta kosti af öðrum; þeir búa að þjóðernis- legum söguminjum stofnþjóðar sinnar; hrika- dýrð náttúrunnar; blæbrigðum hinna hrjúfu fjalla og djúpu dala; fegurst af ölLu verður þó sagan sjálf; saga göfugrar fortíðar, sem geymst hefir öld af öld í þeim fræðiritum, sem vér öll unnum og Sögur nefnast; þessir menn eiga dýrmæta fjérsjóðti í heimalandi sínu; þeir eiga nú orðið jafnframt því verðmæt erfðagull eftir fimtíu til sextíu ára dvöl í hinu nýja kjörlandi sínu; þeir hafa upplifað margt og orðið sjónarvottar að risavöxnum framförum í hinu nýja umhverfi; þeir minn- ast landnámsbaráttunnar, og hinna margvís- legu ávaxta, sem þeir nú njóta; þeir hafa það á meðvitundinni, að þeir hafi átt sinn giftu- drjúga þátt í myndun og mótun hins cana- diska þjóðfélags; eigi aðeins stjórnarfarslega og siðferðislega, heldur og samfélagslega líka. Það er dásamlegt í eðli sínu og út af fyrir sig, að vera hluthafi í þeim tvennum erfðaverðmætum, sem eg hefi hér stuttlega vikið að. Hátíðahöldin í dag eru helguð minningu hins liðna; er það í alla staði viðeigandi. En jafnframt því sem vér heiðrum minningalönd- in, beinum vér sjónum vorum til framtíðar- innar. Oss er það Ijóst, að eins og sakir standa. er viðhorfið drungalegt og ógnandi. Oss er það jafnframt ljóst, að þér, synir og dætur frumherjanna íslenzku, munuð ganga til móts við komandi tíð djarflega og með fullu hugrekki. Ef þér hafið sama trúnaðar- traustið og feður yðar; sama heildarskilning- inn á tilgangi lífsins og þeir höfðu; sama heita hjartalagið, og sama göfuga hugarfarið, náið þér óumflýjanlega fullu haldi á blysi því, er lýsti þeim veg, og látið það lýsa leið yðar til yztu takmarka.— (Þýtt úr ensku). Áhyggjuefni Um hverja einustu helgi í -sumar hafa orðið fleiri og færri bílslys á þjóðvegum Manitobafylkis, sem haft hafa í för með sér dauða og meiðsl; og nú um síðustu helgina létu sex borgarar þessa fylkis líf sitt af fyr- greindum orsökum . Hlýtur þetta að verða hugsandi mönnum þungt áhyggjuefni, og er þess að vænta, að þessi óvinafagnaðnr leiði til frekari varúðar, en við hefir gengist að undanfömu. Bifreiðin er yndislegt samgöngutæki. En sé þannig með hana farið, að hún snúist upp í helreið, fer gamanið að sjálfisögðu að grána. Yafalaust koma fyrir slys á þjóðvegum þessa fylkis, sem og annarsstaðar, er eigi var unt að fyrirbyggja; þau eru þó að jafnaði til- tölulega fá; hin eru fleiri, sem af hreinu og beinu kæruleysi orsakast, glannaskap og þar fram eftir götunum. Út yfir alt tekur þó það, er slysin stafa frá áhrifum áfengra drykkja eða ölæði. Því miður virðist sú tegund bíl- slysa mjög vera að fara í vöxt. Sjálfskapar- vítin eru verst. Ölvaðir bílstjórar ættu að vera óalandi öllum bjargráðum. Almennings- álitið sættir sig ekki við það lengur, að sak- lausum þorgurum sé slátrað á kostnað nautna- sýkinnar dag eftir dag og viku eftir viku. ANDREW MELLON Fyrverandi sendiherra Bandaríkjarma í London. og fjármálaráðherra ú ráðuneytum þeirra Hardings, Coolidge og Hoovers, lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. David Bruce í Southampton. N.Y., á fimtudaginn þann 26. þ. m., tæpra áttatíu og fjögra ára að aldri; hann var ekki aðeins einn áf auðugustu mönn- um þjóðar sinnar, heldur meðal auðugustu manna í heimi. Mr. Mellon var um langt skeið einna mestur áhrifamaður innan vé- banda Republicana flokksins; var það um hann sagt, að þó hann ekki hefði jafnaðar- lega mikið um sig, þá hefði hann ráð undir rifi hverju, er til þess kom, að afla flokki sínum fyigis. Árið 1924 var gerð tilraun til þess að hrekja Mr. Mellon úr ráðherrasessi, er mis- tókst með öllu. 1 * BiðjiÖ matsalann um Clover Leaf Pink Salmon. Clover Leaf er úr- vals fæða, sem kostar tiltölulega mjög lítið. Gerið yður far um að framreiða Clover Leaf eins oft og þér getið. Ljúffengt með afbrigð- um. Tveir norskir vísinda- menn rannsaka hveri á lslandi Tveir norskir vísindamenn Tom F. W. Barth prófessor frá Osló og Odd Dahl verðfræðingur frá Björg- vin eru komnir ihingað fyrir nokkr- um dögum til þess að rannsaka hér hveri og hverasvæði. Kona Odds Dahl er með manni sínum. Þau hafa flutningabíl til ferðalaga og tjald- búnað. Blaðið hafði tal af vísindamönn- um þessum á mánudaginn. Þá voru þeir hér í bænum. Síðan fóru þeir norður í land. Tom F. W. Barth er prófessor i jarðfræði við háskólann í Osló, og er bergfræði sérgrein hans. En Odd Dahl er verkfræðingur við rann- sóknarstofu Chr. Michelsen í Björgvin. Er rannsóknarstofa þessi rekin af erfðafé hins fræga stjórn- málamanns. Fæst hún við læknis- fræðilegar, eðlisfræðilegar og stærð- fræðilegar rannsóknir. Hin ameríska Carnegie-stofnun kostar rannsóknaför þessa. Forráða- menn þeirrar stofnunar ákváðu fyr- ir þrem árum síðan, að láta fram fara vísindalegar rannsóknir á helztu hverasvæðum í heimi. En það eru: Yellowstone Park í Ameríku, á Nýja Sjálandi og hér á Islandi. (Þegar sú ákvörðun var tekin, voru þessir tveir norsku vísinda- menn starfandi á rannsóknarstofum stofnunarinnar í Washington. — Hverarannsóknir þessar byrjuðu fyrst í Ameríku og á Nýja-Sjálandi. Bárth prófessor kom hingað snögga ferð|til að athuga hveri sumarið 1934. En rannsóknir þær sem þeir félagar eiga að gera hér í sumar, eiga að vera í sambandi við rannsóknir þær, sem gerðar eru á hinum tveim- ur stöðunum. Hægt að finna hvar upptökin eru. —Hvað getið þér sagt í stuttu máli um þessar rannsóknir yðar, spyrjum vér Barth prófessor. Prófessorinn er sýnilega mjög orðvar maður. og vill ekki mikið um þær segja á þessu stigi tnálsins. Þetta er aðeins í byrjun, segir hann. Við ihöfum ekki farið nema um hverasvæði Hengilsins og Ölf- ussins, og fengið hið versta veður við athuganir okkar. Þó get eg nefnt eitt atriði í at- hugunum okkar, sem- getur haft mikla þýðingu fyrir rannsóknir á hverasvæðunum og upptökum jarð- hitans. Eg hefi veitt því eftirtekt að sýrustig hveravatnsins er æði mis- munandi. Sumt er allsúrt, aftur annað óvirkt og enn annað alkaliskt. Mér virðist þetta fara eftir þeirri reglu, að þeim mun nær, sem hverinn eða hinar heitu uppsprettur eru frá aðalupptökunum, þeim mun súrara er vatnið, en alkaliskt það, sám lengst er frá jarðhitaupptökunum. Hvort hér er um algilda reglu að ræða, get eg vitanlega ekki sagt. En ef svo reynist, þá verður auðveldara en áður að átta sigá upptökum jarð- hitans og jarðfræði hverasvæðanna. Hin jarðfræðilegu upptök jarð- hitans i Ölíusinu, tel eg vera í Henglinum. Þar eru jarð'hræringar tíðar, eins og við vitum. Þar er hveravatnið súrt. Eftir því sem lengra dregur austur eftir verður hveravatnið minna og minna súrt. Og austur í Hveragerði og við Reyki í Ölfusti er það orðið alkaliskt. Hugmynd mín er þessi: Eftir því sem hið upprunalega hveravatn fer lengri leið neðanjarðar áður en það kemst upp á yfirborðið, eftir því lækkar sýrustig þess. Hveravatn myndast í jörðinni —Er þá svo að skilja, að hvera- vatn sé yfirleitt upprunalegt vatn, myndað í jörðu, og hafi aldrei komið á yfirborðið? —Vísindamenn hafa þráttað um það, hvort svo væri eða ekki. Sumir hafa haldið þvi fram, að alt hvera- vatn væri nýtt, myndað í jörðu, þar sem frumefni vatnsefnis súrefni og vatnsefni hafi skilyrði til þess að sameinast í vatnsgufu, er síðar þétt- ist í vatn. er gufan kólnar. En aðr- ir hafa þvertekið fyrir að þetta gæti átt sér stað, og haldið því fram, að hveravatn væri ekkert nema yfir- borðsvatn, sem sigið hafi niður i heit jarðlög. Eg býst við, að í þessu efni, sem svo víðar, þegar vísindamenn deila sín á milli, sé sannleikurinn mitt á milli. Hveravatn sé yfirleitt sam- bland af hvorttveggja, nýmynduðu vatni og yfirborðsvatni. Hitasvœðin fylgja jarðsprungunum. Menn eru á þeirri skoðun hér, að innbyrðis afistaða hverasvæðanna sé háð aðalsprungustefnunum, þannig að hverasvæðin séu í röðum sem eru með sömu stefnu og sprungurstefn- urnar hér sunnanlands, frá norð- austri til suðvesturs, en norðanlands frá norðri til suðurs. Teljið þér að þetta sé á rökum bygt ? Mér sýnist enginn vafi leika á þvi. Hverasvæðið hérna í Mosfellssveit- inni er eftir þessari kenningu í sama sprungukerfi og Krýsuvíkurhver- irnir. Með því að rannsaka sýru- stig vatnsins í hverum þessa kerfis ætti, samkvæmt tilgátu minni að vera hægt að sjó hvar aðalupptökin eru. Annars tel eg, heldur Barth pró- fessor, að það gæti haft mjög mikla praktiska þýðingu fyrir ykkur Is- lendinga að láta fara fram nákvæma jarðfræðirannsókn á hverasvæðun- um, með það fyrir augum að fá söm gleggsta hugmynd um hvar eru mestar líkur til þess að ná sem mestum jarðhita upp á yfirborðið með sem minstri fyrirhöfn. Þegar menn byrja að bora eftir olíu í Almeríku, vissu menn lítið hvar mest væri olíuvon. En nú hafa jarð- fræðingar <fyrir löngu leyst þann vanda með rannsóknum sínum, svo menn geta séð fyrir hvar haganleg- ast er að bora. Vænta mætti svipaðs árangurs hér, viðvíkjandi jarðhita og hvera- vatni. Vafalaust heilsubœtandi efni. En hvað getið þér sagt mér um efnainnihald og ásigkoimulag hvera- vatnsins? Þið rannsakið það. Er ekki svo? Jú. Við tökum mikið af vatninu til efnagreiningar. En minst af því er hægt að efna greina fyr en siðar meir. Eitt mjög einkennilegt eðlisfræði- legt fyrirbrigði fundum við í hver austur í Ölfusi. En það er bezt að félagi minn Dahl segi frá því. Dahl verkfræðingur segir svo frá: Uppi í fjalli fyrir ofan Reykja- kot í Ölfusi er hver einn, sem heitir “Spýtir.” Hann gýs sífelt. En ein- um 100 metrum norðar er hver einn lygn, sem eg veit ekki nafn á. Þar fundum við fyrirbrigði sem eg tel alveg einstætt og óþekt. Yfir- 'hitað vatn uppi í yfirborði hvera skálarinnar. Skálin er um 2 metra að þvermáli, ekki nema 70 senti- metra djúp. En hér og þar í vatns- yfirborðinu er vatnið ioi° Celsius heitt. Hver þessi erum 100 metra yfir sjávarmál. Svo suðustigið er þar heldur neðan við ioo°. En af einhverjum ástæðum breytist vatnið þarna ekki strax í gufu, þó það sé yfir ioo°. Þetta alveg óeðlilega ástand vatns- ins er vitaskuld i óstöðugu jafn- vægi. Með því að hrófla við hinu yfirhitaða vatni, t. d. með því að snerta vatnsflötinn með spýtu, þá alt i einu breytist vatnið í gufu eins og við sprengingu. Talað er um, að hverirnir hljóti að geta orðið heilsubrunnar. Hver er skoðun yðar í því ? Það verður vitaskuld ekki okkar hlutverk að skera úr því. Það verða læknarnir að gera. En við rannsökum og efnagreinum vatn margra hvera. Eg fyrir mitt leyti get ekki séð annað, en allar líkur séu fyrir því að heilsubætandi efni séu í íslenzkum ihrveruim, eins og fullyrt er að þau séu t. d. í hveravolgrunum suður í Tékkóslóvakíu. Hvé lengi búist þið við að vera hér við rannsóknir að þessu sinni? Við förum með Lyru, segir Barth prófessor þ. 26. ágúst. Nú er ferð- inni heitið norður til Mývatns. Við ætlum að reyna að rannsaka hverina á svæðinu frá Námafjalli og alla leið ihelzt suður í Öskju. Ýfirleitt verð eg að segja það, heldur hann áfram, að eftir því sem eg sé meira af hverasvæðum ykkar, eftir þvi sannfærist eg betur og bet- ur um hve mikið og margvíslegt gagn þið getið af þekn haft. Hvernig líkar ykkur að aka á bíl- vegunum héma; Vegirnir eru ekki verri en við er að búast. Annars er Dahl vanur því sem verra er. Hann hefir farið í bíl eftir vegleysum um þvera og endilanga Persíu. Var það í vísindaerindum ? Að sumu leyti, segir Dahl, og að sumu leyti fór eg þá ferð að gamni mínu.—Morgunbl. 4. ágúst. Jóns Bjarnasonar skóli Hið 25. starfsár er nú í aðsigi. Síðastliðið ár var farsælt: nemendur 77, fjárhagur eftir vonum, og árang- ur í heild sæmilegur. Tvö bréf eru birt hér sem sýna hvernig þeir líta á skólann, sem hafa reynt hann. Hið fyrra frá móður námSmeyjar í 12. bekk, en hitt er frá annari námsmey í saima bekk. “B” Cambridge, Apts., Winnipeg, May 27-’37 Dear Mr. Marteinsson, The enclosed $5.00 completes the instalments towards Thorag’s fees, ADVÖRUN Til þeirra allra, sem hafa í hyggju, eða eru að brugga það, að flytja til Winnipeg og komast á atvinnuleysis styrk 1. Borgin hefir þegar mikinn fjölda atvinnu- lausra manna, er hér eiga lögheimili, og fúsir eru til hvaða vinnu sem er, ef fyrir hendi væri. 2. Enginn styrkur verður framvegis veittur f jöl- skyldum eða einstaklingum, sem nú eru í Win- nipeg, og ekki eiga þar lögheimili. 3. Enginn styrkur verður veittur fjölskyldum eða einstaklingum, sem til Winnipeg koma frá birtingu þessarar yfirlýsingar. Samkvæmt fyrirskipun, CITY OF WINNIPEG UNEMPLOYMENT RELIEF COMMITTEE 24. ágúst, 1937.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.