Lögberg - 16.09.1937, Síða 3

Lögberg - 16.09.1937, Síða 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBBB 1937 3 Business and Professionai Cards PHYSICIANS and SURGEONS Giftingafréttir frá Grænaríki HeiÖraÖi ritstjóri, Til þín flýgur hugur minn nú um stund og reyndar oft endranær, þvi aÖ mál þitt er hreimfagurt og ljóða- gerÖ J?ín landans lofi sæmd, Hitt er einnig mikils um vert, hve þú mátt margvis verða, þar sem fréttaritar- ar Lögbergs færa þér mikinn fróð- leik. Vil eg þó enn við bæta og senda þér nýjungar héðan frá Seattle/Wash. Veit eg, að þú veizt, en kannske ekki allir lesendur Lögbergs, að Washingtonríkið er af hérlendum mönnum kallað “The Evergreen State” og er þetta vegna þess; að bæði svörður og skógur er hér grænt árið um kring. Það er að segja vestan Cascade-fjalla. Þó er þýð- ing mín ekki laukrétt. En mér finst að Eiríkur rauði myndi hafa haft hana svona; hann, sem vildi verða allra manna fyrstur að gefa ömefni sem yrðu tmönnum hugljúf og minnisstæð. Hér segi eg nú frá Jóni Þorgeiri Jónssyni. Hann er ættaður af Isa- firði, en dvaldi í Borgarfirði áður en hann fluttist til Winnipeg — ekki fyrir löngu síðan — þar sem hann stundaði nám við Jóns Bjarna- sonar skóla. Hann kom hingað til Seattle fyrir nokkrum árum, og gerðist þá meðlimur lestrar*félagsins “Vestri” þar sem hann meðal ann- ars um eitt tímabil, veitti forstöðu islenzku kenslu. En nú er hann for- seti félagsins. Þá er Jón öflugur stuðningsmaður í hinni íslenzku frjálslyndu kirkju. Hann hefir stundað ýmsa atvinnu hér og í Alaska. En skólalærdóm- ur ihefir verið hans aðal áhugamál, enda hefir hann sótt fram alt á æðsta skóla Washingtonríkis. Um nokkur undanfarin ár hefir Jón stundað húsgagnasmíði. Hann er nú forseti húsgagnasmiðafélagsins í Seattle. Jón Þorgeir Jónsson er nú giftur frænku sinni sem heitir Thelma Geraldine. Með þeim hjónum er ákveðinn skyldleiki, sem kemur 'fram í þrítugasta og öðrum lið, og grein- ist til þeirrar kynslóðar, er uppi var í Noregi á landnámsöld íslands. Gifting þeirra hjóna fór opinberlega fram þann 12. júlí s.l. í Emmanuel Lutheran Church. Hjónavígslu framkvæmdi séra Irving Stub( Norð manna prestur, að viðstöddu fjöl- menni. Að lokinni vigslu var brúð- hjónunum haldið samsæti í sam- komusal hinnar ísl. kirkju. Þar voru framreiddir norskir, íslenzkir og amerískir réttir, fluttar ræður og heillaóskir til búðhjónanna, fram- reiddar brúðargjafir og loks stig- inn dans næturlangt. Giftingarat- höfn þessi var viðhafnarrík og samúðarandi gestanna áhrifamikill; fylgdu þar með ramíslenzkar árnað- aróskir, sem ætíð reynast hið trausta gæfumerki hverjum þeim er auðnast að varðveita. Þá sný eg máli mínu að hinni meiri gi'ftingarfregn, sem sé silfur- brúðkaupi þeirra heiðurshjóna Þor- steins Pálmasonar og Lilju, fædd Magnúsdóttir Smith. Þarf eg ekki að ættfæra þau bér, því bæði eru Vestur-íslendingum víðkunn. Þann 28. ágúst s.l. var þeim af Seattle íslendingum, boðið til he,ið- urssamkvæmis í hinni ísl. lútersku kirkju, í tilefni af því, að þá var tuttugasti og fiimiti giftingarafmælis- dagur þeirra hjóna. Samkvæmis- stjóri var þar Mr. Karl F. Frederick, forseti hins lúterska safnaðar. Setti hann hóf þetta og bauð silfurbrúð- hjón velkomin. Þá skýrði Hann fyrir aðkonnifólki að hinn eiginlegi tilgangur þessa mannfagnaðar væri sá, að veita maklega viðurkenning heiðursgestunum, fyrir góða sam- vinnu i ýmsum félagsmálum um liðna tíð. Þá bað hann hr. Gunn- ar Matthíasson að syngja sálminn “Hve gott og fagurt” o. s. frv. og tóku þar allir undir. Hófst svo 'hin reglulega skemti- skrá. Fyrir hönd lestrarfélagsins “Vestri” talaði Jón Magnússon og flutti þar kvæði. Fyrir hönd kven- félagsins “Eining” sem er óháð vel- gjörðafélag og samanstendur af nokkrum trúarflokkum níótmælenda flutti 'frú Jakobína Johnson hrífandi ræðu. Þessu næst kom fram hr. J. K. Steinberg. Hafði hann verið svara- maður Pálmasons hjóna og flutti þar efnisríka heimildaræðu um gift- inguna, söm séra J. A. Sigurðsson hafði framkvæmt. Þá söng hr. G. Matthíasson ein- söng, en dóttir hans, frú Elín Banta, var við hljóðfærið. Það er til marks um söng Gunnars, að þá.er deyfð yfir íslenzkum samkomum, ef hanti syngur þar ekki. Þessu næst talaði hr. Liscoln Jó- hannson; sneri hann máli sínu eink- um til yngra fólksins og benti á framtakssemi þess. Sást þá að börn silfurbrúðhjónanna höfðu öll nokk- uð til sins ágætis: Victor, sem er elztur, en þó tvíburi, er nú vel þekt- ur um öll B'andaríki sem framúr- skarandi hlaupagarpur. Victoria, einnig tvíburi, hefir tekið fullnaðar. próf í hljómlist við University of Washington, og er talin mjög hæf sem kennari. Edward viðurkendur söngvari, sem auk listar sinnar stundar læknisfræði. Loks eru þær Elín og Doris, sem báðar hafa náð æðri mentun. Við rækulok söng Edward ein- söng en Victoria og Victor léku undir á slaghörpu og fiðlu. Fyrir hönd hjns lúterska safnaðarkvenfé- lags og sunnudagaskóla, flutti frú Maria Fredrick ítarlega og smekk- lega þakklætisræðu til silfurbrúð- hjónanna og barna þeirra. Þær ung- frúrnar Elaine Fredrick og Lillian Christianson framreiddu þá gjafir fólksins, sem var silfurborðbúnað- ur, forkunnar fagur. Þá talaði hr. Sveinn Björnsson nokkur orð um viðkynningu sína og þeirra Pálma- sons hjóna. Loks þökkuðu bæði hjónin með velvöldum orðulm, fyrir auðsýnd vinarhót og heiðursgjafir. Að endaðri skemtiskrá voru fram- reiddar ljúffengar veitingar í sam- komusal kirkjunnar. Lauk svo þessu rausnarboði, sem tekinn var þáttur í af um hundrað og fimtiu manns og sem öllum hlutaðeigendum var mjög til ánægju og sæmdar. Hér við má bæta, að hr. Þorsteinn Pálmason er póstþjónn Bandaríkja. stjórnar; hann hefir stundað þessa atvinnu hér í Seattle, nú meir en þrjátíu ár. Kona hans, frú Lilja hefir unnið við skrifstofustörf á ráðhúsi Seattleborgar, bæði áður en þáu giftust og eins nú í seinni tíð. Til heimilis hjá þeim hjónum eru frú Halldóra Smith og systir henn- ar Guðlaug Þorláksson, ógift kona. Þæs systur eru ættaðar úr Skagafirði “þar sem viðsýnið skín” svo hríf- andi og ógleymanlegt, að það fylgir mönnum stöðugt örfandi, langt fram í ættir. /. M. SILFURBRÚÐKAUPS- KVÆÐI til Mr. og Mrs. Th. Páknason 28. ágúst, 1937 Eg Þorsteins sögu segja skal: Úr Svartár- kominn er hann -dal; Þar dvelur sumarsælan góð Um sólgylt fjöll og Vatnsskarðs- slóð ) Er heiðríkt loftið léttir hug Og lyftir mannsins anda á flug. Menn þrá að fljúga, hugsa hátt Og halda stefnu i rétta átt, Um úfið haf og ókunn lönd, Til Ameríku, á vesturströnd. Þar hefir sumum hepnast það Að hljóta góðan samastað. Hann Þorsteinn kom þá löngu leið-- Nú landinn veit hvað hér hans beið. En alt sem kendi Uncle Sam Á augabragði Þorsteinn nam; Sem beztu menn fékk brynju og skjöld Og borgaraleg málagjöld. Þá yngismeyjar upphefð sjá, Þær allar vilja í manninn ná; Og það fór eins í þetta sinn, En þó varð ein um sigurinn. Því syng eg Lilju sæmdarbrag Á silfurbrúðkaups heiðursdag. Eg bind í'kvæði brúðar hér, Hún betri þáttur manns síns er, Og ber til sigurs trausta trú, Af trúleik metin heiðursfrú. En tvinnuð ást er afar sterk, Og unnið getur kraftaverk. Þá kem eg þeirra í húsið 'heim, Við hljóðfæranna strengja seim Mér verður hlýtt um hjarta-rann Og hugsa um þá konu og mann, Sem alið hafa upp sín börn Svo ákveðin og 'mentagjorn. Þótt breytist alt sem áður var, Þið æfið þroskans hugarfar Hjá ungmennum. sem iðka list; En eldri kynslóðin er fyrst, Og því fá niðjar andans arf Að ávaxta við lífsins starf. Ágætu hjón með Islands trygð: Alúðarþakkir fyrir dygð, Samúð og vinsemd sifelt veitt Samtíðarfólki er óskar heitt Að heil þið dveljið hér í nánd Við heiðrikjuna um Puget Sound. Jón Magnússon. Brestur, uppeldisskort- ur eða hvað ? Minningar séra Matthíasar Joch- umssonar eru eins og við var að bú- ast, imjög skemtilegar til aflesturs. Þær bera líka yott um hinn göfug- asta mann, bæði að gáfum og mann- gæðum. Eitt hryggir mig þó og undrar, við lestur þeirra, en það er hneygð hans að unitara-trú. Hvernig maðurinn, sem orti: “Fyrir hálmstrá herrans jötu frá, hendi eg öllu, lofti, jörðu og sjá,” þýddi “Bjargið alda,” orti “Hallgrímur Petursson” og ótal margt fleira samskonar, gat helzt lent við borð hjá unitörum, er hann stríddi við efasemdir og erfiði, það er óráðin gáta a. m. k. fyrir mér. Það hefir hrygt marga íslenzka sál, að þetta ýturmenni gat ekki ver- ið heill á þessu sviði. Þess minnist eg, að árið 1893, eg var þá fyrir innan fermingu, kom sú fregn að séra Matthías Jochumsson væri launaður af unitörum. Alla setti hljóða er heyrðu og það mátti segja að húsið drypi, er fregnin kom. Það var ekki talað um þetta mikið, svo eg heyrði, en eg sá og heyrði á full- orðna fólkinu, að það hefði heyrt prestinn fyr kendan við únítara. Þetta var ástæðan fyrir því, að séra Matthías naut ekki nærri eins mikilla vinsælda á þeim árum sem skáld, eins og Kristján Jónsson Fjallaskáld til dæmis. Alþýða manna, í minni æsku og 'heimahögum, hélt miklu meira upp á Kristján Jónsson Fjalla. skáld, en séra Matthías Jochumsson. Kristján, sem var svanur í sárum, er hann söng flest af sínum ljóðum, svo stutt var líf hans; hann hafði aldrei unnið neina eiða að þvi að leiða menn. Hann var náttúrubam og söng sem slikur. Menn tóku hann eins og hann lagði sig og elskuðu hann af öllu hjarta. Matthíay vann eiðana og vakti þannig traustið. Þeg- ar mönnum fanst hann vera að bregðast þessu trausti á viðkvæm- asta strengnum, þá hneit þeim við hjarta. Það var eins og ástvinur hefði brugðist eða dáið og sárið væri of viðkvæmt til þess að koma nokk- uð við það. Þó maður geti ekki leyst þá gátu, af hverju hugur mannsins hneygðist svo mjög í þessa átt, spyr maður sjálfan sig, er maður les minning- arnar, hvort að nægilega mikil á- herzla hafi verið lögð á það við hann barn, að Jesús Kristur væri frelsari mannanna, persónulegur og alheims frelsari. Þar á hangir alt annað í trúarlegu tilliti. Hjartamál kristinnar trúar opin- berar manninum Guð, laúgt fram yfir það, sem nokkuð annað getur gert það. Náttúran og hennar lög- mál, svo dýrðlegt sem það þó er, er sem lokuð bók fyrir þeirri manns- sál, sem ekki hefir öðlast óbifandi þekkingu á því, að Guð elskaði manninn að fyrra bragði, sem ekki hefir kynst mannkynsfrelsaranum Jesú Kristi. Að þetta er satt, sjá- um vér af hinu hörmulega lífi heið- ingjanna, sem lifa í dýrðlegum löndum sínu ðýrslega og viðbjóðs- lega lífi. Svo, þó að drengurinn Matthías lærði að lesa bók náttúrunnar á svo göfugmannlegan hátt, sem frásögn hans ber vitni um, og þó hann heyrði húslestra og ótal 'margt annað gott, er ekki víst, að hugur hans hafi um- NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu líffæri yðar 'ömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öli líffærin. Alt lasburða fðlk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst I lyfjabfiðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta firvals hægðalyf. 50c. faðmað það atriði sérstaklega, eða nógu fastlega. Eða var skáldið i honum svo viðkvæmt fyrir þrautum þeirm er brjóta af sér náðina, að hann vildi ekki viðurkenna réttmæta né ómælda hegningu fyrir brotin ? Eitthvað er á þessu sviði öðru- visi en maður hefði óskað þess. Er það brestur í ýturmennisins sál eða uppeldisskortur, eða eitthvað, sem ekki er hægt að greina? Þessar línur eru engan veginn skrifaðar i þeirri meiningu að hnekkja minningu séra Matthíasar Jochumssonar, en það er sanngjarnt að á þessa hlið sé minst, úr því hún er til. Sannarlega hafa þeir, sem halda á lofti unitariskum trúarkenn. ingum, haldið sinni hlið fram í þessu máli. En þegar svo mkiill þorri is- lenzks fólks, virðist vera að snúa bakinu við Frelsaranum, og faðma allar kenningar, sem fjúka um eins og dauð blöð, þá er í álla staði sanngjarnt að benda á þetta. Tveir dálitlir gallar eru á bókinni “Sögukaflar af sjálfum mér.” Sá fyrri og smærri er það, að eg held það sé ekki greint frá, hvað móðir höfundar hét. Nú þó að íslenzkri samtíð hans og fleirum væri það i minni, þá hefði verið ánægjulegt að það hefði verið tilgreint þarna. Eg hefi litið eftir nafninu í upphafi bókarinnar, en finn það ekki, né síð- ar' , Hinn annar gallinn, er ein af smá- sögunum, er standa undir nafninu: “Gamlir náungar frá Breiðafirði.” Þegar maður lítur á þrent hjá höf- undi, fyrst: hve afar vandur að hann er að virðingu sinni, að eðlis- fari, hve stórt pund honum er lánað, og það að hann var vígður maður, þá er eg sannfærð um, að hann hefði við nánari athugun slept þessari sér- stöku sögu, ef honum hefði verið bent á það í tima, að hann tæki held- ur niður fyrir sig með henni. Og þess vildi eg óska, að ef synir hans eða aðrir eign eftir að gefa út “Sögukaflar af sjálfum mér” aftur, að þá verði hún ekki með. Náð og friður Guðs sé yfir minn- ‘ingu séra Matthíasar Jochumssonar. Megi hann, sem allar undir græðir, brúa brestinn þann hinn mannlega, sem ógræddur var í hversdagslífinu í sál þessa stórbrotna manns. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Hvaðan koma flest skip til Islands? Flest skip, sem sigla hingað til lands frá útlöndum (að íslenzkum skipum ekki undanteknum) eru norsk. Árið 1935 komu hingað 131 norsk skip frá útlöndum. (Þegar sama skipið fer fleiri ferðir en eina, er það talið í hvert sinn, sem það kem- ur frá útlöndum). Af 319 skipum, sem komu hingað frá útlöndum það ár voru 89 skip íslenzk, 55 dönsk, 26 brezk og miklu færri af öðru þjóðerni. En þegar á það er litið, frá hvaða landi skipin koma, kemur í ljós, að flest skip koma frá Bretlandi (87), Danmörku (60) Noregi (60), Þýzkalandi (33), Spáni (22), Svf- þjóð (19) og það^n af minna. Sé miðað við smálestatölu eru flutningar meiri frá Danmörku (50,496 lestir) en Nor egi (38,343). Lestastærð skipa sem komu frá Bretlandi var 72,311 lestir. Fleiri skip (miðað við fjölda og smálestatölu) komu hingað til lands á árunum 1 928—1930 heldur en 1931—1935. Þá var kreppa í utan- ríkisverzlun okkar. Undantekning er þó árið 1033: Þá komu hingað til lands 376 skip með 267 þús. lestir. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í eyrna, augna, nef og hálssjfikdfimum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 2 61 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögJrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 9 5 052 og 39 043 Akjósanlegur gististaöur Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbfið. Sanngjamt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um fit- farir Allur fitbfinaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisyarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar loekningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögjrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hfis. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL, 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests 1934 komu 315 skip með 230 þús. lestir og 1935 319 skip með 244 þús. lestir. 1930 komu hingað 398 skip með 286 þús. lestir. Smálestastærð skipa sem hingað hafa komið hefir aldrei verið meiri en það ár. Árið 1915 var hinsvegar skipatalan hæst 514, en lestatalan þó ekki nema 156 þús. Meðalstærð skipanna var þá að- eins 304 lestir, en 779 árið 1935. Það er fróðlegt að bera þessar töl- ur saman við viðskifti okkar við út- lönd á ýmsum tímum, og við einstök lönd, Flest skip koma frá Bretlandi, því að þaðan er innflutningurinn mestur. Eins hefir innflutningurinn hingað til lands aldrei verið meiri en 1930, er lestatala skipanna var hæst. Skemtiskip, herskip og önnur skip, sem ekki koma með vörur til landsins eru ekki talin hér með. (Skv. Hagt.)—Morgunbl. 8. ág. Jón Einarsson fæddur 15. marz 1861, dó n. febrú- ar 1936, á sjúkrahúsi í Detroit, Mich., í Bandaríkjunum; foreldr- ar Jóns voru þau merku hjón Einar Einarsson og Jarþrúður Hallsdóttir, sem lengi bjuggu á Hvannstóð í Börgarfirði eystra. Eitthvað af syskinum átti Jón, bæði alsystkini og hálfsystkini, þvi móðir hans var tví- gift, en þeim, sem þetta ritar, er ó- kunnugt um nöfn þeirra eða tölu, nema aðeins eins bróður Jóns, sem heitir Halldór og er búsettur í Hensel-bygð í Norður Dakota. Einar Einarsson, faðir Jóns, var albróðir Halls Einarssonar, sem lengi bjó á Rangá í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, eins hins mæt- asta og gjörfulegasta manns, bæði í sjón og raun og leiðtoga sinnar sveit- ar um langt skeið. Þeir voru því bræðrasynir Jón og hinn merki þing- maður, Björn Hallson, sem nú býr á Rangá. Margt fleira sæmdarfólk mætti telja upp í þeirra ætt, en í ör- stuttri grein verður því ekki við komið, enda nægir þetta, til að sýna að Jón var af góðu bergi brotinn, enda var hann skýrleiksmaður mik- ill og vel gefinn á margan hátt, og hefði hann í æsku getað gengið skólaveginn, sem hann þráði svo mjög og hans góðu hæfileikar feng- ið að njóta sín, þá hefði mikið og nytsamt æfistarf legið eftir hann. Þegar Jón var orðinn afhuga að geta notið nokkurrar skólagöngu, tók hann það eina ráð sem kostur var á; útvegaði hann sér til lesturs þær beztu bækur, sem hann gat fengið í þá daga og las þær með rannsóknar glöggleika á mönnum og málefnum og varð fróðleiksmaður mikill, sérstakar mætur hafði hann á læknisfræði og stundaði nuddlækn- ingar í mörg ár og hepnaðist það mjög vel. Jón var glaður og skemti- legur i viðræðum; hann ferðaðist víða um þetta land; var alt af einn síns liðs og ókvæntur. Eins og áður er sagt varð hans síðasti áfangastað- ur í Detroit, Mich. Gömlu íslendingunum er nú óðum að fækka, en hvenær sem maður nálgast í anda leiði þeirra, þá dettur manni í hug hendingarnar eftir Stefán G.: “og ættarlands böndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein.” Blessuð sé minning hans. Vinur. BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. BUSINESS CARDS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.