Lögberg - 16.09.1937, Blaðsíða 7
LÖtrBEÍRG, FIMTUDAGINK 16. SEPTEMBER 1937
7
Búmmkaát undan
Snartastaðanúp
Aflaskýrslur síldveiðiskipanna erv
meðal þeirra frétta, sem mesta at-
hygli vekja um þessar mundir. Þær
sýna árangurinn af striti síldveiSi-
mannanna. Þeir, sem ekki þekkja
annaÖ til síldveiÖanna, gera sér ekki
grein fyrir hve mikiÖ erfiði fer í
árangurslausa leit eftir síldinni, þó
i síldarárum sé, hve mikil vonbrigði
og áhyggjur einatt fylgja þessari
VeiÖi. Jafnvel hinir þrautreyndustu
og ötulustu sjómenn fara ekki var-
hluta af því.
í eftirfarandi grein lýsir Sigurður
Blenediktsson árangurslausu erfiði
og vonbrigðum síldveiðimanna, sem
enginn þeirra getur umflúið, í við-
ureigninni við hinar styggu sildar-
torfur.
A stjórnpalli síldveiðiskipsins
“Eldborg” stendur hár og þrekinn
miðaldra maður og heldur stórum
sjónauka fyrir augunum. Hann ber
á höfði gamla skygnishúfu og er í
svartri olíukápu, sem er svo þröng á
hann, að sumstaðar eru saumarnir
teknir að gliðna! Um mittið er hann
girtur snæri.
Þessi þreklegi maður er skip-
stjórinn á Eldborg — en hann er
jafnframt “nótabassi” eða fiski-
form(aður þess skips — og þess
vegna verður hann að hafa augun
hjá sér, hvar sem hann kemur og
hvert sem hann fer.
Miklu skiftir að nótabassi hvers
síldveiðiskips sé vel sínu starfi vax-
inn. Á því mun velta miklu meira
en menn gera sér alment ljóst — því
verkahringur þessa manns byrjar
með því, að hann kemur auga á
sildina, síðan er það hann sem á að
skipuleggja aðförina að þessum ó-
tölulega aragrúa, sem skvampar á-
fram í vatnsborðinu í svörturti,
iðandi torfum, og loks að hafa á
hendi framkvæmd þessa áhlaups og
koma herfanginu um borð í skipið.
•Strax og því er lokið fer hann að
svipast eftir nýrri síld — nýrri torfu
—og skipuleggja nýja árás áður en
torfan sú er sokkin í sæ, eða kornin
í hendur keppinautanna.
Síldveiðin er fyrst og fremst leit
eftir síldartorfum og siðan barátta
milli skipshafna um hinar “fundnu”
torfur. Nótabassarnir eru liðsfor-
ingjar í þeim sjóorustum og berjast
í fylkingarbrjósti. V
Eldborgin hafði legið næturlangt
við akkeri undan Snartastaðanúp við
austanverðan Axarfjörð, ásamt
f jölda annara veiðiskipa, í þvi veður-
farj, sem sjómenn nefna brælu — en
það er steytingsstormur og suddi eða
rigning.
En morguninn eftir var sizt væn-
legra til veiða og ákvað þá skip-
stjórinn að sigla til hafnar með fann
sinn, þó ekki væri fullhlaðið fleyið,
til þess að nota þetta óhagstæða
veiðiveður til löndunar og vera svo
aftur á Veiðistöðvunum með tæmt
skipið, þegar aftur kæmi veiðiveður.
En áður en Eldborgin hafði tekið
sig út úr hópi skipanna, er leitað
höfðu skjóls og legu undir Snarta-
staðanúp, sá maðurinn með sjón-
aukann “síld vaða” — og um leið
varð góðlegt andlit þessa hvatlega
manns orðið ímynd harðýðgis og
miskunnarleysis. Hann hóf nú upp
raust sina og hrópaði ákaft:
“Eíra bátunum!”
Hásetarnir voru sýnilega vanir að
hlýða þessari skipun. Þvílíkt við-
bragð, þvílíkur þytur sem fór um alt
skipið ! Eftir andartak var hver há-
seti kominn á sinn stað — nákvæm.
lega þann stað, sem vinnu hans var
þökr. — Eftir nokkur augnablik og
snerpuleg handtök sigu bátarnir nið-
ur með síðum skipsins unz þeir flutu
og s'lettust til á öldunum sem
skvettust og suðuðu ólundarlega við
skipið. Því næst stukku hásetarnir
í bátana — og bjuggu sig til brott-
ferðar Þeir iðuðu sýnilega í skinn-
inu, í veiðihug.
Sleppa! Hrópaði nótabassinn
gifurlega — og bátarnir höfðu ver-
ið hlekkjaðir saman, á skuti vog
stafni, hlið við hlið, skipaði hann að
hef ja róðurinn. Þrír ræðarar á ytra
borði hvers báts höfðu beðið nokk-
ur andartök eftir þessari skipun og
nú dýfðu þeir árablöðunum og ryktu
bátnum áfram í áttina til torfunnar.
Enginn mælti orð af vörum, en hver
hreyfing bátverjanna var þrungin
ofurkappi og metnaði þeirra manna,
sem fá vinnu sína goldna eftir því
hve arðbær hún reynist. Það er
hlutaráðning á “Eldborginni.”
Einhverjum álíka ófróðum “sjó-
manni” og mér þætti það ef til vill
undarleg verkhyggni að binda saman
tvo báta, hlið við hlið, og róa þeim
síðan aðeins á ytra borð. En áður
en við erum vissir um, að þessi sam-
róður sé einber amlóðaskapur, skul-
um við reyna að skýra fyrir okkur
hina beinu, þjóðfé'lagsþýðingu þess-
ara báta. — Úr þessum klunnalegu
bátum er baráttan við síldina háð,
baráttan, sem jafnframt því að vera
barátta einstaklinganna fyrir brauði,
er einnig barátta íslenzku þjóðarinn.
ar fyrir efnahagslegu sjálfstæði.
Þetta eru hinir svonefndu nóta-
bátar. í þeim er nótin flutt — sinn
lengdarhelmingur í hvorum bát.
Síldin “veður” á móti okkur og bát-
unuih er beint framan að síldinni.—
Hér hefst viðureignin.
Sundur með bátana. hvæsti nóta-
bassinn, með miklum fítonskrafti, og
um leið var líkast því, að eldingu
hefði lostið niður á milli bátanna, og
trylt þá, sem hér voru innanborðs.
Á einu andartaki voru bátarnir
leystir sundur og ýtt hvorum frá
öðrum með árum innri borðstokk-
anna, og farið að “gefa út” nótina
á þar til gerðri rimlavindu, sem fest
er við innri borðstokk hvors báts.
Meðan verið er að koma nótinni út,
er neytt þess vinnuhraða, sem við-
komandi menn geta mestan látið í
té. Er nú róið á bæði borð. Fyrst í
stað f jarlægjast bátarnir, meðan
verið er að komast fyrir útjaðra
torfunnar, eftir því sem lengd nótar-
innar leyfir, en venjuleg sildarnót er
um 200 faðma löng og 30 faðma
djúp. n síðan taka þeir að sveigja
áttina hvor að öðrum og mætast
loks til að “loka” nótinni, eins og
það er nefnt — en um leið er búið
að bregða nótinni í kringum síldar-
torfuna, sem með sjónaukans hjálp
var eygð frá stjórnpalli “Eldborgar”
fyrir litilli stundu.
Samt bregður svo kynlega við,
að engin einasta síld sézt svamla í
vatnsskorpunni innan takmarka
þessarar hringmynduðu korklínu.
Öll þessi mergð hinnar umluktu
sildar hafði álpast á þá einu skyn-
samlegu tilfiaun, til að losna úr
heljargreipum og að forða lífi sinu,
og stungið sér niður í rökkur og ró
djúpanna — en vonandi ekki nógu
langt, hugsuðu lafmóðir og kvás-
andi veiðimennirnir í bátunum, sem
keptust nú við að draga snyrpilín-
una, en það er linan sem herpir sam-
an neðri tein nótarinnar og lokar
henni að neðan.
Og nú er spurningin þessi: Verð-
ur sildin komin niður fyrir takmörk
þessara helmöskva áður en hinir
hraðhentu bátverjar eru búnir að
draga snyrpilínuna á enda og þar
með að loka nótinni. Beri slæg-
viska og dugnaður mannanna sigur
úr býtum í þessari viðureign, þýðir
það aukin verðmæti í veröld okkar
syndugra manna. Og alt snýst um
það.
Það er búið að snyrpa. — Nótin
er lokuð. Enn veit enginn hvort
síldartorfan er í nótinni eða ekki.
En hafi hún ekki þegar sloppið, þá
sleppur hún aldrei, svo mikið er vist.
Og í trausti þess, að ekkert handtak
í undangengnum hamförum hafi
yerið unnið til ónýtis, ganga bát-
verjar hvatlega til verka og byrja að
ínnbyrða nótina — spönn fyrir
spönn til baka yfir kastrúllurnar.
Það er seinlegt verk samanborið
við að kasta út nótinni. En eftir-
væntingin um mikinn afla léttir dá-
lítið þetta erfiði — þv? ekki verður
með fullu sagt, hvort nokuð hefir
hafst, eða ekki, fyr en langt er kom-
ið að innbyrða nótina — eða svo
var það í þetta sinn.
Sitt hvorum megin við miðja nót-
ina eru tveir belgir bundnir á flot-
teininn, og á milli þessara belgja er
nótin riðin úr sterkara garni og er
sá hluti nótarinnar nefndur poki.
Þangað flýr síldin ósjálfrátt, því
þar er nótin síðast dregin úr sjó.
“Ó, vesalings, vesalings fangar!”
Þegar tók að nálgast pokann voru
ýmsar raddir uppi um það, að þetta
væri greinilegt “búmmkast.” En aðr-
ir töldú margt benda til þess, að þetta
væri “sómakast” eða að minsta kosti
væri eitthvað af “henni.”
“Hún” þýðir æfinlega sild á sild-
arskipum!
En því lengur sem léið urðu þeir
fleiri og fleiri, sem studdu mál
þeirra, er töldu þetta vera “búmm-
kast,” en það þýðir, að engin einasta
branda sé í nótinni. Og loks þegar
það var augljóst mál, að ekkert kvik-
indi var í, sázt glytta í stóra torfu
nokkru norðar. Um leið beindist öll
athygli bátverjanna að þeirri síld.
En bátar, sem þutu út frá einum
togara, er séð hafði að Eldborgar-
menn höfðu orðið síldar varir, hröð-
uðu sér nú sem mest þeir máttu að
•þessari “nýju” torfu og köstuðu á
hana. Á næstu mínútum færðu
nokkur önnur skip sig fram úr land-
legunni og sendu út báta sína. Ilér
I THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING ||
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS =
BECA USE— |
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ||
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF ||
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER. =
| COLUMBIA PRESS LIMITED |
== 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 =
var síld og þar var síld — og allir
sáu nóga síld, þegar hingað var kom- j
ið. Hitt var annað mál, hvort mögu- .
legt væri að ná henni í þessari helv . I
brælu og straumi.
Eftir dálitla stund lágu nótabát-1
ar “Eldborgar” einmana og yfir-
gefnir, bundnir við skipshlið. Há-
setarnir hópuðust kringum mat-
sveinana í eldhúsið til að fá sér
káffi. — En einhvern veginn vai
þeim samt ekki rótt innanbrjósts, og
kaffið megnaði ekki að sefa þá. Þeir
gátu greinilega ekki gleymt þessu
bölvuðu búmmukasti og hinum
margháttuðu erfiðleikum þess. En
að þvi, er bezt varð skilið lá annað
dýpra til grundvallar gremjubland-
inni óeirð skipverja; það var þetta:
Þeir höfðu, á þessurn degi, orðið
fyrstir til að sjá sild og um leið til
þess að vísa öðrum á Vivar sild væri
að fá. Og meira. Þeir höfðu kast.
að manna fyrstir og ekkert fengið
— en togarinn, sem áðan snaraði sér
hingað út, fyrir forgöngu “Eldborg-
ar”-manna, var nú í óðaönn að háfa
upp úr sinni nót. Alt benti til þess,
að hann hefði fengið ágætis kast.
Þetta sveið “minum” mönnum sár-
ast. — Og var það ekki von! Síld
er sama og peningar — og hver vill
gefa öðrum mönnum peninga, sem
hann er að sækjast eftir á samri
stundu!
Skipstjórinn stóð í brúnni, hélt
sjónaukanum fyrir augunum og
skimaði látlaust út í þokuna og ygld-
an sjóinn. Hann vildi ekki kaffi!
En alt einu tekur hann snögt við-
bragð, fleygir sjónaukanum frá sér
og hrópar af öllum lífs og sálar
kröftum:
í bátana! ,
Þó eg hafi minst hér á búmmkast
Eldborgarmanna undan Snartastaða-
núp, ber ekki að skilja það á þann
veg, að skipsmenn þessa skips séu
neinir sérfræðingar í búmmköstum.
Þvert á móti eru þeir fengsælir síld-
veiðimenn, enda er Eldborgin meðal
aflahæstu skipa sildveiðiflotans á
þessu sumri.
Eldborgin hafði veitt 12,781. mál
þegar siðast fréttist.
En búmmkast er nú einu sinni
búmmkast,.og svo athyglisvert fyr
irbrigði í viðburðarás síldveiðanna
að vel má á það minnast. Fyrir
sama erfiði og fór í þetta eina einsk-
isverða kast hefði ef til vill græðsí
þúsundir króna.—Lesb. Mbl.
Erindi
flutt í samsæti fyrir Jóhann og
Ólöfu Magnússon, Árborg
Aðeins örfá orð frá mér til að
þakka þeim Jóhanni og Ólöfu Magn-
úrsson fyrir samveruna hér á liðn-
um árum og óska þeim ánægjulegra
stunda í ellinni. Eg get þakkað
þeim fyrir hönd bæjarins, þeirra
starf og einnig af hálfu skólaráðs-
ins, því Jóhann hefir unnið mikið
og samvizkusamlega um mörg und-
anfarin ár, bæði fyrir bæinn og skól-
ann. En það sem er mest um vert,
er að á þeim árum sem þau hafa
dvalið hér hafa þau, þó að ef til
vill stundum væri þröngt í búi, alið
upp í heiðarlegri fátækt, hjálpar-
laust, hóp af efnilegum dætrum, sem
nú eru orðnar starfandi meðlimir
okkar þjóðfélags og hvarvetna hafa
getið sér góðan orðstír fyrir dugnað
og ráðvendni samfara óvenjulegri
ræktarsemi við foreldra og skyld-
menni. En sú dygð — ræktarsem-
in — er nú, því miður, að leggjast
niður hér og hverfa inn i algleymi
nýs aldarfars þar sem hver er sjálf-
um sér næstur og sá aftasti verður
eftir skilinn. Ef að sú alda verður
ofan á hafa íslendingar ekki til
einskis komið. En sá þjóðarmetn-
aður sem landar hér hafa getið sér
beztan orðstír fyrir er trúmenskan
við það sem íslenzkt er um fram alt,
og þá áreiðanlegheit í viðskiftum
við aðra menn. Og með þessu
tvennu stendur og fellur flest annað
sem okkur kynni að vera til sóma.
Að vera um fram alt barn aldar-
innar og láta reka á reiðanum er
alls ekki í samræmi við eðli Islend-
inga þó að sú hugsun sé nú óðum
að ryðja sér til rúms með nýjum
kynslóðum sem fæðast og taka við
stýri af þeim gömlu. En það sem er
ekki samkvæmt okkar eðli ættum
við að rannsaka vel og rækilega áður
en við ákveðum nokkrar róttækar
breytingar á okkar röksemdum eða
líferni yfirleitt, jafnvel þó í nýju
landi sé. Það verða aldrei rétt rök
rakin frá vitlausum forsendum, né
heldur verðum við meiri menn með
því að reyna að sýnast alt annað en
við erum. Sannleikurinn er sá að
verðmæti hvers einstaklings eru í
réttum hlutföllum við það sem i
honum sjálfum býr, og ef hann
byggir rök lífs sins á því, er honum
bezt borgið og eins þjóðfélaginu í
heild sinni, sem hann er partur af.
En verðmæti íslendingsins, þegar
hann er i sínu rétta eðli, er að nokk-
ru leyti frábrugðið verðmæti annara
manna, og á það að miklu leyti rót
sína að rekja til uppeldis þjóðarinn-
ar á liðnum öldum, en stærsti þátt-
urinn i uppeldi þjóðarinnar var bar-
áttan við náttúruöflin bæði á sjó
og* landi. Þar með vil eg þó ekki
gera litið úr viðleitni kirkjunnar,
sem var á margan hátt mikilsverð,
þó að botninn væri suður i Borgar-
firði eins og Matthías Komst að
orði:
Eg tala ei hér um trú á andann
þó tífalt"betri þekking sé.
En þetta gutl um guð og f jandann
er gamalt, meinlaust sléturfé.
er haft eftir H. H. í orðaskiftum
við Matthías um íslenzku þjóðkirkj-
una. En að mínum dómi, þrátt fyr-
ir alt, hefir kirkjan valdið straum-
hvörfum i lífi þjóðarinnar og kent
henni að beita huganum inn á svið
hinnar æðri tilveru og trúin á and-
ann varð tífalt betri en þekkingin.
Aðeins gutlið um guð og fjandann
hlaut að hverfa, eins og alt annað,
sem ekki er í samræmi við skynsemi
manna, tilminning og eðli.
En margra alda barátta íslend-
jnga við óblíðu náttúrunnar, drep-
sóttir, hungur og fleira, hefir gert
þá að spartverskum hetjum í nútíma
sögu þjóðanna og menning þeirra að
fornu og nýju er nú hvarvetna í há-
vegum höfð.
Það er þá þetta, sem eg vildi
benda á hér að þessi hjón sem að
miklu leyti hafa lokið sínu dagsverki
hér á meðal okkar drógu að miklu
leyti sín uppeldismeðul úr íslenzkum
jarðvegi, frá reynslu þjóðarinnar,
auðlindum sögunnar frá fyrstu tíð,
og þroska hennar á sviði hins and-
lega lífs. Þau hafa sýnt trúmensku
í sínu starfi, og efnt loforð sin við
aðra menn. Þau hafa leitast við að
gera gott en engum orðið að meini
svo eg viti til. Er þá mikið sagt, en
ekki of mikið í þessu tilfelli. Heilla-
óskir fylgja þeim því úr þessu bygð-
arlagi og þakklæti fyrir samveruna.
Eftir þvi sem færslurnar fækka á
skákborði tilverunnar, verður frið-
urinn meiri og þá verður færra til
að skyggja á útsýnina og umhverf-
ið verður æ bjartara unz yfir lýkur.
S. E. Björnsson.
Þögull í 30 á¥.
Pólverjinn Frommer sagði ekki
orð í 30 ár. Þegar hann var ný-
kvæntur, reiddist hann skyndilega
við konu sína og fomiælti henni.
Rétt á eftir dó hún skyndilega,- og
áleit Frommer að hann ætti sök á
dauða hennar. Þetta fékk svo á
hann, að hann mælti ekki orð frá
vörum upp frá því og lifði þó í 30
ár eftir þetta.
8. SEPTEMBER 1937
Óðum hækka ára f jöld,
ellin tekið hefir völd;
fjórtán árum fátt úr öld
'falla mér að baki í kvöld.
B. S. Lindal.
+ Borgið LöGBERG \
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man.. ...........Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..........Arni Símonarson
Blaine, Wash. .............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man.......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.............O. Anderson
Dafoe, Sask................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota...........Jónas S. Bergmann
Gprald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man............ Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man...................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson
Hecla, Alan...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota........................John Norman
Husavick, Man.................F. O. Lyngdal
Hnausa. Man..................B. Marteinsson
Ivanhoe, Minn...........1..........B. Jones
Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson
Langruth, Man..........................John Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man...............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta............ .O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld
Oakview, Man............................Búi Thorlacius
Otto, Man...................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man................Árni Paulson
Riverton, Man...........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. ................J. J. Middal
Selkirk, Man............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson
Upham, N. Da.kota.......Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson
''
'v
I
i
{
I
1
't
X
t 1