Lögberg - 16.09.1937, Síða 4

Lögberg - 16.09.1937, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1937 Húgberg GefiC út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PRE88 L 1 M1TED 695 Sargent Avenue _ Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerO $3.00 um driO — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Col'imbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Milli fjalls og fjöru Þeirra fyrirbrigða hefir því miður órðið vart í félagslífi vor Islendinga vestan hafs, að því fyr sem vér hefðum fataskifti í þjóð- ernislegum skilningi, eða afklæddumst Is- lendingnum, þess greiðari yrði för vor á tor- sóttri þroskabraut í hérfendu þjóðlífi; að ís- lenzk tunga væri oss farartálmi; að til þess að verða í raun óg veru menn með mönnum, væri ekki um annað að gera en baða af sér íslenzk sérkenni sem allra fyrs’t og brjóta brýrnar að baki; þessar kenningar hafa vita- skuld sætt misjfönum dómum, og það eigi að ófvrirsynju; stundum hafa þær komið úr hörðustu átt, er flutningsmenn þeirra og for- mælendur voru ýmsir, er gert höfðu af ein- hverjum ástæðum eða ástæðuleysi, tilkall til forustu í félagsmálum vorum; sumir þessara manna hafa nú í seinni tíð komið auga á, að hér var um römmustu kórvillu að ræða, og góðu heilli horfið “frá villu síns vegar. ” Skal það með fögnuði metið áð makleikum.— “Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.” Þetta má að sjálfsögðu jafnframt heimfæra upp á óbundið mál, sem drengilegt er og hittir í mark.— Eíkki sýnist það úr vegi, að full íhygli sé veitt bréfinu frá séra Jóni Sveinssyni, rithöf- undinum víðfræga, því, er í Lögbergi birtist í vikunni sem leið, þar sem meðal annars er komist þannig að orði: “Þann 19. júní var mér boðið að koma á fyrirlestur í “The Imperial University” í Tokyo. Herra Sanki Chikawa er þar kennari í íslenzku! Eg varð forviða að heyra Japani lesa sögurnar okkar. Þeir voru að snúa “Þrymskviðu” (Hamarsheimt), og “Ferð Þórs til Útgarða-Lloka,” úr íslenzku á enksu.” Eitthvað ættum vér þó að geta lært af atburði sem þessum; fjarskyld og fjarlæg þjóð eins og Japanir, telur það fullkomlega ómaksins vert, að hnýsast inn í fornrit vor og auðga með því and^. sinn og menningu. Særi þet’ta ekki fram metnað af vorri hálfu, er “Something rotten in the State of Den- mark” eins og Shakespeare sagði, um sálar- ástand vort viðvíkjandi tungu vorri og menn- ingarverðmætum; eitthvað afkáralega bogið við lífsviðhorf vort og afstöðu vora til fram- tíðarinnar í þessu landi. Kaflinn úr bréfi séra Jóns ætti að verða oss knýjandi hvöt til þess, að flýta fyrir þeim degi, er marga mæta íslendinga vestan hafs hefir lengi dreymt um, er hin göfuga tunga vor verður leidd til önd- vegis við liáskóla Manitobafylkis.— # # # Að því var vikið hér í blaðinu í vor sem leið, að tilraun hefði verið til þess ger að af- loknu Þjóðræknisþingi í vetur, að stofna til æskulýðsdeildar í væntanlegu samstarfi við Þjóðræknisfélagið, með' það markmið fyrir augum, að efna til samtaka meðal íslenzkrar æsku um landið þvert og endilangt, til varð- veitslu tungu vorri, söguminjum og öðrum andlegum verðmætum; hugmynd þessari var af skiljanlegum ástæðum, ærið alment fagn- að, og er þess að vænta, að hér endi ekki alt við orðin tóm. Þessi nýju samtök verðskulda vitanlega óskifta samúð og fylztu nærgætni hinna eldri manna og kvenna, er láta sér í al- vöru hugarhaldið um framtíð hins íslenzka mannfélags á vestrænum slóðum. Viðfangs- efnið er svo mikilvægt, og svo óumræðilega fagurt, að það á heimtingu á skilningi og fórnarlund hvers einas’ta manns og hverrar einustu konu með íslenzkan blóðdropa í æð- um. Þeir, sem frumkvæði áttu að hugmynd- inni um stofnun áminstrar æskulýðsdeildar, verða nú að hefjast handa þegar í haust og hrinda málinu áleiðis til frekari framkvæmda og sigurs. * # # Þjóðræknisfélagið hefir í allmörg ár haldið uppi kenslu í íslenzku á hinum svo- nefnda Laugardagsskóla; verður svo enn gert í vetur, og vonandi um mörg ókomin ár. Þess- ari nytsömu kenslu er haldið uppi nemendum að ko^tnaðarlausu; hún hefir þegar borið all- verulegan árangur, og er þess að vænta að íslenzkir foreldrar fyrir hönd barna sinna, færi sér hana því meir í nyt, er tímar líða. Einungis þeir, sem kunna að kenna, kennarar af íslenzkum s'tofni við alþýðuskóla Winni- pegborgar, hafa með höndúm kenslu í Laug- ardagsskólanum.------ # # # “Eitt sinn skal hverr deyja,” stendur þar. Sérhverjum ]>eim, sem til fullvitundar fæðist, er það ljóst hve órjúfanlegt slíkt lögmál er; ]>að hamlar honum samt ekki frá því, að rækja skyldur sínar við lífið, heldur styrkir hann jafnframt miklu fremur í Hfsbaráttunni. “Enginn fær mig ofan í jörð áður en eg er dauður.” H\rer helzt, sem þau kunna að verða, þjóðernisörlögin, er bíða vor í þessu landi, þá skuldum vér það uppruna vorum og ætt, að berjast fyrir sögulegri og menningarlegri til- veru vorri, eins og sæmir ósýktum afkomend- um hins glæsilega, norræna kynstofns. 1 and- legri þinghelgi íslenzks hugsjónaHfs nýtur Islendinguripn sín bezt, hvar sem honum er í sveit komið. Nýju fötin keisarans, fara engan veginn ósennilega flestum betur, en landanum. — # # # Þegar tjaldið féll við lok nítjándu aldar og tuttugas'ta öldin var hringd inn, gerði mannkynið sér vonir um nýtt friðar og fram- fara tímabil. Sumar vonirnar rættust, en aðrar fuku út í veður og vind, eða breyttust í* blóðstorkna brjrndreka. Framfarirnar urðu margar og stórvægilegar, en á hinn bóginn var f jöldi þeirra tekinn í þjónustu manndrápa og herneskju í stað friðar og frelsishugsjóna. Tuttugasta öldin verður sjónarvottur að þeim ægilegasta hildarleik, sem sögur fara af, heimsstyrjöldinni frá 1914. Hún var líka sjónarvottur að hinum svonefndu friðarsamn- ingum, sem kendir voru við Versali, þar sem “Blindni og Ilatur héldu ráð,” og virtust ráða lofum og lögum, í stað viturlegrar for- sjár og dómgreindar. Tuttugasta öldin var líka sjónarvottur að stofnun Þjóðbandalags- ins, nytsamri fornstu þess um bríð í þágu friðarhugsjónanna, en nú upp á síðkastið al- gerðu úrræðaleysi þess, eins og glegst má ráða af illgirnislegri og óafsakanlegri árás Japana á Kínaveldi. Þá hafa lýðræðishug- sjónir mannkynsins heldur ekki átt upp á pallborðið hjá tuttugustu öldinni. Skamm- sýni þeirra manna, sumra hverra, er að Ver- salasamningunum stóðu, varð þess valdandi, að eitt stórveldið á fætur öðru hefir varpað þingbundnu lýðræði fyrir borð, en látið al- ræðismensku, þar sem einstaklingsfrelsið er afmáð, verða staðgengil þess.— Tuttugasta öldin, eða réttara sagt sá hluti hennar, sem genginn er um garð, hefir vissulega til alvárlegrar sakar að svara, því svo hefir verið ískyggilega á því tímabili stofnað til fjörráða við gervalt mannkyn á þessari jörðu. Til undantekninga má telja, eins og<nú horfir við, Bretland, Bandaríkin, Canada og Norðurlandaþjóðirnar, þar sem lýðræðishugsjónirnar enn eiga örugt grið- land. # # # Árum saman hafa tilraunir verið gerðar til þess að steypa saman járnbrautarfélögun- um í þessu landi, og gera þau að samstæðu fé- lagi eða hring, er einokun hefði á samgöngu- tækjum þjóðarinnar. Forseti C.P.R. félags- ins, Sir Edward Beatty, hefir látið sér næsta hugarhaldið um það, að samsteypa þessi fengi framgang, og nú svo að segja alveg nýverið, hélt hann þessu fram í ræðu, sem hann flutti í Vancouver. Er því haldið að almenningi, að með samsteypunni sparist þjóðinni svo og svo mikið fé. Engan veginn er það samt ólíklegt, að hér liggi einkennilegur fiskur undir steini. Einkum og sérílagi eru það þeir, sem ó- vinveittir eru þjóðbrautakerfinu, er hæzt mæla máli samsteypunnar; með henni á þjóð- in, að því er þeim segist frá, að komast fyrir- hafnarlítið á réttan fjárhagslegan kjöl. En hvernig væri þjóðin nú s'tödd, ef einkafélag hefði verið eitt um hituna viðvíkjandi far- þega og flutningsgjöldum. Slíkur taxti þykir sem stendur ærið hár; hærri mundi hann þó vera ef ekki væri fyrir þá samkepni, sem járnbrautarfélögin, hvort um sig, hafa skap- að. Frá samgöngulegu sjónarmiði séð, mega þjóðbrautirnar auðveldlega teljast lífæð hinn- ar canadisku þjóðar; hagur þeirra fer batn- andi jafnt og þétt, sem glegst má ráða af því, að á fyrri helmingi yfirstandandi árs, urðu tekjurnar $4,000,000 hærri en á tilsvarandi tímabili árið á undan. THE NEW BIRKDALE SHOES Are Waiting to Meet You on a Friendly Footing” If you buy for value, comfort and appearance combined, the Birkdale is an ideal choice! The styles are srnart. Special care has been taken to ensure the wearer’s comfort. And in leathers and workmanship, they attain a very high standard of quality. The new fall Birkdales are here — in a wide selection of models, leathers, sizes and widths. All in combination-fittings. Oxfords $7.00 Boots $7.50 —Men’s Shoe Section, The Hargrave Shops for Men, Main Fl. T. EATON C?, LIMITED Rœktun án jarðvegs . Eftir Ólaf Friðriksson Furðanlegar fréttir hafa á sí'Sast- liðnu ári borist utan úr heimi um ræktun jurta án jarðvegs—ræktun þeirra í vatni eingöngu. En hér er raunverulega um tvær ólíkar aðferðir að ræða. Annað er ræktun skepnufóðurs, í einskonar dragkistum, og er aðferð- in sú, að maís eða annari kornteg- und, er sáð i draghólf (eða skúff- ur), og látin vaxa þar i næringar- vökva, sem blandaður er við hæfi tegundarinnar, svo hún getur við- stöðulaust tekið við honum. Með því að hafa hitann jafnframt eftir þvi, sem bezt á við hverja tegund. vaxa ungu jurtirnar svo ört, að fengin er á fáum dögum margfalt fóðurmagn, miðað við kornið,*sem sáð var, og eru jurtirnar í heilu lagi (ræturnar líka), gefnar skepn- um. Má á þennan hátt, úr korni, framleiða ógryitni skepnufóðurs á skömmum tíma, og er sagt að fóður framleitt á þennan hátt sé ódýrt, þar sem korn er ódýrt og kol, (eða annar hitagjafi). Það er þýzkur vísindamaður, er hóf tilraunir þess- ar. Hin aðferðin, sem á rót sína að rekja til Bandaríkjanna, er fullkom- in ræktun, þ. e. jurtirnar eru látnar bera fræ eða ávöxt, eftir þvi til ^ hvers leikurinn er gerður, og má á þennan hátt rækta af jurtunum kyn- ; slóð fram af kynslóð, án þess að ! neinn jarðvegur sé notaður. Það var kennari einn, dr. W. F. j Gericke að nafni, við Ríkisháskóla ! Kaliforníu, í borginni Berkeley, sem | hóf þessar tilraunir fyrir tíu árum, en um þær hafa menn lítið vitað, fyr en nú upp á síðkastið. Jurtirnar eru látnar vaxa í kerum eða trogum, sem eru um það bil spannar djúp (15 cm.). Yfir þau er þanið vírnet, en ofan á það er látin gisin bast- flétta, og þar ofan á sag. En í það er svo fræjunum sáð, eða kartöflur látnar, ef þær á að rækta. En í kerunum er næringarlögur, sem nær til þess að gera sagið rakt, og er í degi þessum efni, sem jurtirnar venjulega fá úr jarðvegi þeim, er þær vaxa í. Jafnskjótt og jurtirnar fara að vaxa, koma ræturnar niður í nær- ingarvökvann, og ná þegar í stað svo mikilli næringu, að þær geta far- ið að vaxa upp á við, af miklum þrótti, og miklu hraðar en jurt, sem vex í mold, og þarf að mynda nokk- uð stórt rótarkerfi, til þess að hún nái í næga næringu úr jörðinni. Jurtir sem ræktaðar eru á þennan shátt, þurfa því ekki nema mjög litla rót, svo þær þurfa ekki að verja nema litlum hluta af lífsorku sinni í rótarmyndun, og geta varið þess meira í gróðurinn ofanjarðar. Tvent einkennir jurtir þær, er-ú þann hátt eru ræktaðar: Annað er það, að þær þurfa minna rúm til þess að vaxa áj eða ekki meira en það, að þær fái næga birtu, og er það mikilsvert atriði við alla gróðr- arhúsarækt, þar sem hver fermetri er dýrmætur. Hitt, og það sem enn meira er um vert, er að jurtirnar ná á þennan hátt langtum meiri þroska, verða stærri og veigameiri, og bera langtum meiri ávöxt. 1 gróðrar- húsum við háskólann í Berkeley, kom ávöxtur á svo að segja hvert blóm, er tómötu-jurtirnar báru, er gerð var tilraun með, voru 15 til 25 tómötur í hverjum klasa. Dr. Gericke hafði ker með tómötum 25 ferfet hvert, og fékk upp úr því kerinu, sem bezt var vaxið í 301 enskt pund, þ. e. yfir 58 kiló af fermetra. Af jarðeplum fengust 25 tunnur, af jafnstóru svæði og venjulega fengust af 2 til 4 tunnur, en í afbragðsárum 10 tn. Jarð- eplin voru ræktuð úti, því þó til- raunir þessar færu í fyrstu ein- göngu fram í gróðrarhúsum, hafa þær á siðari árum einnig farið fram undir beru lofti, og er talið að þær eigi mikla framtíð úti, í löndum, sem hafa hlýtt loftslag, án mikilla árstíðaskifta, en í svalari löndum auðvitað eingöngu í gróðrarhúsum. Dr. Gericke hefir gert tilraunir /neð fjölda jurta, síðan hann hóf rannsókn þessa árið 1927, og hefir gengið úr skugga um, að rækta má á ábatasaman hátt < margar nytja- jurtir, svo sem tómötur, jarðarber, lauka, káltegundir flestar og jarð- epli, og það á þann hátt, að ágætan arð gefi. Kostnaðurinn af næringar- vökvanum og umbúnaði hans, er ekki nema lítill hluti andvirðis uppskerunnar. Aftur á móti verður kornrækt of dýr á þennan hátt, og þá auðvitað grasrækt lika. Einkennilegt er, að þessar tilráun- ir dr. Gericke grundvallast á þekk- ingu, sem er nær áttatíu ára gömul. 1 hverri almennri jarðræktarfræði má lesa um, hvaða efni jurtirnar þurfi að geta náð til sín með rótun- um, til þess að geta vaxið. Þessu til sönnunar er svo skýrt frá, hvern- ig menn hafa komist að þessu: með því að rækta jurtirnar í vatni, og reyna sig áfram með hvaða efni væri nauðsynleg. Tilraunir þessar gerði Þjóðverjinn Justus von Liebig, einn af velgerðarmönnum mannkynsins. En þó þessi þekking væri búin að vera þannig öllum bóklesandi jarð- ræktarmönnum kunn á þriðja manns aldur, hafði engum dottið í hug, fyr en dr. Gericke hugkvæmdist það, að rækta mætti þannig jurtir á hagnýt- an hátt. Framtíðin mun vafalaust sýna, að margt fleira, sem mann- kyninu má til gagns verða, bíður rétt fyrir framan nefið á okkur, án þess að við sjáum það. Það er alt af skemtilegt að lesa um nýjungar á framfarabraut mann- kynsins. En skemtilegast er þó að lesa um það, sem getur orðið okkur, og voru eigin landi að gagni. En enginn vafi er á þvi, að þessi rækt- un án jarðvegs á sér framtíð í gróðrarhúsum hér á landi, því hún eykur geysilega afköst þeirra. En eg tel enga fjarstæðu að segja, að gróðrarhús hér á landi, eigi þegar við förum að nota hverasvæðin til ræktunar, eftir að þekja eins mikið svæði eins og ræktað land er hér nú. Norrœn garðyrkju- sýning Dagana 23. september til 3. októ- ber verður norræn garyrkjusýning haldin í Kaupmannahöfn. Slíkar sýningar hafa áður verið haldnar nokkrum sinnum, og þá ýmist í Stokkhólmi, Gautaborg, Osló eða Kaupmannahöfn. Á þessari sýningu verða sýndar ýmiskonar garðjurtir og ræktar- plöntur, auk þess sem verzlunar- hús og verksmiðjur, sem hafa á boð- stólum eða smíða garðyrkjuverk- færi, munu sýna þau í auglýsinga- skyni. ísland mun taka þátt í sýning- unni að þessu sinni og annast Hið íslenzka garðyrkjufélag hana af hálfu þess. Verður íslenzk nefnd manna á sýningunni og eru það þeir Niels Tyberg Reykjum, sem er for- maður sýningarnefndarinnar, Ingi- mar Sigurðsson í Fagrahvammi, form. Garðyrkjufélagsins, Sigurður Sveinsson, ritari Garðyrkjufélags- ins, Anna Gunnarsdóttir á Vífils- stöðum, Ragnar Ásgeirsson á Láug- arvatni, Lauritz Boeskov á Blóm- vangi, Ólafur Gunnlaugsson á Laugabóli og Bjarni Ásgeirsson á Reykjum. Verður lagt af stað héð- an 13. september. Héðan verða sendar á sýninguna ýmsar blómategundir, rósir, nellik- ur og fleira, agúrkur, tómatar, vín- ber, ýmsar káltegundir o. fl. Nýtur Garðyrkjufélagið nokkurs ríkis- styrks til þessa. Á sýningunni mun hver þjóð fá sérstakt svæði til umráða að reyna að líkja eftir íslenzku landslagi og gróðurfari og meðal annars að byggja eftirlíkingu hvers. Til þess að þetta megi takast sem bezt, hefir Garðyrkjufélagið ákvarðað, að senda flokk manna upp í óbygðir sunnudaginn 29. ágúst, til að safna plöntum og hraungrýti og öðru, sem —Fálkinn. ADVÖRUN Til þeirra allra, sem hafa í hyggju, eða eru að brugga það, að flytja til Winnipeg og komast á atvinnuleysis styrk 1. Borgin hefir þegar mikinn fjölda atvinnu- lausra manna, er hér eiga lögheimili, og fúsir eru til hvaða vinnu sem er, ef fyrir hendi væri. 2. Enginn styrkur verður framvegis veittur fjöl- skyldum eða einstaklingum, sem nú eru í Win- nipeg, 0g okki eiga þar lögheimili. 3. Enginn styrkur verður veittur fjöl'skyldum eða einstaklingum, sem til Winnipeg koma frá birtingu þessarar yfirlýsingar. Samkvæmt fyrirskipun, CITY OF WINNIPEG UNEMPLOYMENT - RELIEF COMMITTEE 24. ágúst, 1937.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.