Lögberg - 16.09.1937, Síða 6
s
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMRER, 1937
Munaðarlaus íósturfaðir
l
Reyndar sáust nú engn merki þess að upp
myndi stytta bráðlega; því úr kofanum sáum
við snjóinn falla jafnt og þétt hvert lagið yfir
annað, án þess nokkurt hlé yrði á.
Við sáum ekki til lofts og birtu lagði ekki
að ofan inn í kofann, heldur í gegn að neðan
frá snjóbreiðu, rét't hjá kofanum, sem bjarma
sló á.
Hundamir höfðu notað sér þetta, þessa
óumlýjanlegu dvöl í kofanum. Þeir lágu eða
sátu framan við eldinn, einn hringaður saman
annar sitjandi og sá þriÖji, Capi, sofandi með
trýnið í volgri öskunni.
Mér kom til hugar að réttast væri að
gera eins og þeir, leggjast niður við eldinn.
Eg hafði farið snemma á fætur, og það var
skemtilegra að ferðast dreymandi um landið,
en að stara á snjófalliÖ ægilega án þess að
geta að gert.
Eg veit ekki livað lengi eg svaf; en þegar
eg .vaknaði var hætt að snjóa og eg leit út. >
Fönnin úti fyrir hafði þyknað mikið. Ef við
færum nú af stað myndi snjórinn taka mér
vel í kné.
Hvað var framorÖið ?
AS því mátti eg ekki spyrja húsbónd
ann, því síðustu mánuðina höfðu tekjur verið
litlar og útgjöldin í sambandi við réttarhöld
og fangelsi höfðu verið mikil. Og svo hafði
hann að Dijon keypt mér smokkinn og ýmis-
legt fleira handa mér og sér, svo hann hafði
orðið að selja úrið sitt; þetta stóra silfurúr,
sem Capi hafði talið tímann á, þegar Yitalis
tók mig í leikflokkinn. Þennan dag gat eg
ekki spurt góða stóra úriÖ um hvað tímanum
liði. /
En úti var ekkert, sem gat gefið mér upp-
lýsingar í því efni, hvaða tími dags væri.
Ekki var heldur neitt heyranlegt í því
efni. Ðkkert sást og ekkert heyrðist. Það
var stafalogn.
Þar sem eg starði út í bláinn, heyrði eg
að kallað var til mín. Það var húsbóndinn
sem kallaði:
“Langar þig til að fara af stað!” spurði
hann.
^Eg veit ekki,” sagði eg. “Mig langar
ekkert sérstaklega til þess. Eg geri bara það,
sem þú vilt að við gerum.”
“ Jæja, mín hugmynd er, að vera hér kyr,
þar sem við höfum skjól og hita.”
“Mér gat ekki annað en dottið í hug að
við værum nálega vistalausir, en eg þagði.
“Eg býst helzt við-að það fari að snjóa
bráðlega aftur,” sagði Vitalis. “Það dugir
ekki að leggja sig í hættu á veginum án þess
að vita hvað langt maður er frá mannabygð-
um. Nóttin er óttaleg úti í þessari snjó-
dyngju. Það er betra að vera eina nóttina
enn hér. Að minsta kosti verðum við þá
þurrir í fætur. ’ ’
Ef maður slepti matarlystinni þá var
þessi hugmynd hreint ekki óaÖgengileg.
Maður varð að halda saman maganum,
binda saman magann, hér í kofanum, það var
alt.
Loks kom að því að Vitalis skifti milli
okkar miðdagsverðinum, hálfu brauði, í sex
staði.
Ó, hvað það var lítið, sem eftir var, og
hvað viðVorum fljótir að borða, þótt við
hefðum bitana smáa sem agnir, til að lengja
máltíðina!
Þar sem miðdagsverðurinn var svo lítill
og tíminn svo stuttur til að borða, þóttist eg
viss um að hundarnir myndu taka upp á því
sama og áður, biðja um meira; því það leyndi
sér ekki að þeir voru mjög svangir. En þeir
gerðu ekkert þvílíkt, að biðja um meira, og
bar það vott um vit þeirra.
Þegar húsbóndinn hafði látið hnífinn
aftur í buxnavasann, sem sýndi að við fengj-
um ekki meira, gaf Capi félögum sínum merki,
reis á fætur og þefaði af pokanum, sem mat-
urinn var ætíð í. A sama tíma þreifaÖi hann
með löppinni á pokanuna. Þessi tvöfalda
rannsókn sannfærði þá alla um að ekkert var
meira að hafa. Síðan fór hann á sinn stað við
eldinn og gaf hinum merki um að gjöra hið
sama, Lerbina og Dolce, og lögðust þeir nú
allir út af endilangir með ánægju stunum eða
öllu heldur undirgefni.
Það var ekkert meira til og því ekki til
neins að biðja. Hugmyndin kom jafn skýrt
fram eins 0g með orðum. Félagar Capi skildu
hans mál og höguðu sér því ens 0g hann, lögð-
ust niður stynjandi við eldinn, en þó sást það
glöggt að Lerbino var ekki rótt. Hann var
hinn mesti hákur og heimtufrekur í mesta
máta. Svo þetta var honum enn þyngri þraut
en hinum.
Það var byrjað að snjóa aftur fvrir
löngu, með sama ákafanum 0g áður. Klukku-
stund eftir klukkustund hafði hlaðið niður, og
nú var alt komið í kaf nema stofnar trjánna
niðurhögnu og bráðum myndu þeir fara sömu
leið, hverfa í þessu snjóhafi.
Nóttin féll yfir en snjófallið hélzt hið
sama. Snjódyngjan þyknaði stöðugt. Eins
og stórvaxin fiðrildi féllu korn skæðadrífunn-
ar án afláts.
Úr því við urðum að sofa þarna, var bezt
að sofna sem fyrst. Eg fylgdi því dæmi
hundanna, og eftir að hafa vafið mig í
smokknum góða, sem hafði þornað framan við
eldinn að deginum, lagðist eg flatur við eld-
inn, með stein undir höfðinu í kodda stað,
fastan stein.
“Farðu að sofa,” sagði Vitalis; “eg vek
þig þegar eg fer að sofa, því þó ekkert só að
hræðast frá manna eða villidýra völdum í
þessum -kofa, þá verðum við samt að vaka á
víxl til þess að halda eldinum lifandi. Við
verðum að vera viðbúnir ef hættir að snjóa,
ef kuldinn yrði þá ennþá bitrari en ella. ”
Bg lét ekki segja mér það tvisvaí-. Eg
sofnaði strax.
Þegar húsbóndinn vakti mig bjóst eg við
að allmjög væri liðið á nóttina. Eg ímyndaði
mér það. Það var liætt að snjóa 0g eldurinn
var lifandi.
“Nú þarft þú ekki annað,” sagði Vitalis
“en að lá’ta spýtur á eldinn smátt og smátt.
Þú sérð að eg hefi búið það þannig út.” Það
var orð og að sönnu. Rétt hjá mér við oln-
boga minn, var hlaði af smáspýtum. Hús-
bóndinn hafði gengið þannig frá vegna þess
að hann svaf lausara en eg og vildi ekki vakna
við að eg væri aÖ staulast eftir eldivið í hvert
sinn og útbrunnið var á eldinum. Þessvegna
hafði hann sjálfur borið svona mikið saman
af eldivið rétt hjá mér, sem eg gat náð í án
nokkurs liávaða.
Það var auðvitað viturlegt og varð til
þess sem hann hafði fyrirhugað, en fleira
fylgdi, því miður.
Þar sem hann sá mig, vakandi og reiÖu-
búinn að taka við af sér, kastaði hann sér nið-
ur við eldinn, vafði sig í voðum með Joli-
Coeur við brjóst sér, og sofnaði fljótlega. Það
lieyrðist á hinum jafna andardrætti og hrot-
unum, sem alt af jukust. Hann var sofnaður
fast.
Þá reis eg á fætur hægt 0g læddist á tán-
um að dyrunum, til þess að sjá hvað væri að
gerast úti.
Snjórinn hafði nú jafnað allar ójöfnur
og þakið alt; grasið, hrísinn, nýgræðings-
kvisti og trén. Svo langt sem augað eygði
var að sjá snjóbreiðuna, hrufótta en hvíta.
Loftið var þakið stjörnum, sem tindruðu; en
ef þær voru bjartar gáfu þær okkur ekki bláa
bjarmann, sem brá fyrir, heldur lagði þennan
föla bjarma frá nýfallinni mjöllinni um gjör-
valt umhverfið. Frostið var nú tekið við og
það var að kólna óðum. Það var auðsætt af
nístingskulda, sem lagði inn til okkar í kof-
anum. Það var jökulkuldi.
Við höfðum sannarlega verið hepnir að
komast í þennan kofa. Hvað hefði orðiÖ um
okkur úti á víðavangi í kafsnjó og slíkum
kulda!
Eg stóð þarna nokkur augnablik og
starði út á snjóbreiðuna. Svo fór eg til baka
að eldinum og lét þrjár eða fjórar spýtur,
hverja ofan á aðra, á eldinn; og hélt eg maðtti
setjast niður á steininn sem eg hafði haft
undir höfðinu, án nokkurrar hættu.
Húsbóndi minn svaf rólega. Hundarnir
og Joli-Coeur sváfu líka. Eldurinn hafði
glæðst við eldiviðinn og logann 0g neistana
lagði upp undir þak 0g snarkaði í. Það var
það eina, sem rauf þögnina.
Nokkuð lengi skemti eg mér með því að
horfa á neistana fljúga og sveima, en smátt
og smátt færðist yfir mig drungi, svo að eg
á endanum misti meðvitund og sofnaði.
Ef eg hefði þurft að sækja eldiviðinn
sjálfur, þá hefði eg orðið að rísa á fætur og
ganga í kring í kofanum, og það hefði haldið
mér vakandi, en þar sem eg sat þarna og
þurfti ekki annað en rétta út hendina hlaut
að færast yfir mig svefnhöfgi sætur, og svo
fór. Eg varð gagntekinn af drunga og þótt
eg þættist viss um að geta haldið mér vak-
andi, féll eg á endanum í fasta svefn.
Alt í einu vaknaði eg við grimmilegan
hávaða, ægilegt gól og gelt.
Enn var nótt, en eg hafði víst sofið lengi,
því eldurinn var útkulnaður. Að minsta kosti
gaf hann engan bjarma um kofann.
Geltið og hávaðinn hélzít. Það var Capi,
sem gelti og það einkennilega var, að félagar
hans, Lerbino 0g Dolce, svöruðu ekki. Þau
voru horfin alveg.
“ Jæja, hvað gengur á?” spurði Vitalis.
“Eg veit það ekki,” svaraði eg.
“Þú hefir sofið og eldurinn er kulnað-
ur, ” sagði hann.
Capi hafði kastað sér fyrir dyrnar, en út
fór hann ekki oð þarna gelti hann æðislega í
dyrunum. Sem svar við gelti Capi heyrði eg
eitt eða tvö bof.s í fjarlægð. — Það
var Dolce sem kallaði. Þessi svör úti fyrir
komu úr nokkurri fjarlægð í áttinni fyrir
aftan kofann. Eg ætlaði að fara af stað, en
húsbóndi minn stöðvaði mig. Hann lagÖi
höndina á öxl mér. Láttu fyrst spýtur á eld-
inn,” sagði hann. Og á meðan eg var að
sækja spýturnar tók hann hálfútbrunna spýtu
og skaraði í eldinum og lét kvikna á endanum.
Og í staðinn fyrir að láta þessa spýtu á eld-
inn aftur hélt hann á henni. Spýtan var rauð
af hita.
“Við skulum fara og litast um,” sagði
hann. “Þú skalt ganga á eftir mér á undan
Capi.”
Rétt þegar við vorum að leggja af stað,
heyrÖust óhljóð ægileg, gelt og skrækir. Capi,
dauðliræddur, kastaði sér á hæla mér.
“Það eru úlfar með Lerbino og Dolce,”
sagði Vitalis.
Eg gat engu svarað. Líklega höfðu þau
farið af stað meðan eg svaf.
Úlfarnir hafa tekið þau? — eða —- Mér
virtist hálfpartinn hrygðarkeimur í rödd hús-
bóndans og hræðsla.
“Taktu eldibrand og við skulum reyna
að lijálpa þeim,” sagði hann.
Eg hafði heyrt ýmsar ljótar sögur af úlf-
um, en hikaði ekki við að taka eldibrand og
fylgja húsbóndanum.
En þegar við komum út í rjóðrið sáum
við hvorki hunda né úlfa.
Við sáum aðeins traðk í snjónum eftir
hundana tvo. Við fylgdum svo förunum, sem
lágu að nokkru leyti í áttina að kofanum, en
svo kom ægilegt traðk, eins og áflog hefðu átt
sér Stað 0g förin voru mjög ógreinileg, og
svo hafði snjóað í viðbót. Það var eins og
skepnurnar hefðu velt sér þaðan. Við töp-
uðum slóðinni.
“Leitaðu, leitaðu, ” sagði Vitalis við
Capi og á sama tíma blístraði hann og kallaði
á Lerbino og Dolce. En ekkert gelt heyrðist
sem svar; ekkert hljóð af neinni tegund. Ó-
heillavænleg þögn grúfi yfir öllu í skóginum
og Capi, í staðinn fyrir að leita, eins 0g hon-
um var sagt, fór ekki frá fótum okkar, og
sýndi merki þess að vera meira en lítið skelk-
aður. Hann var þó vanalega hlýðinn og hug-
aður.
Bjarminn af snjónum gaf ekki nægilega
birtu til þess við gætum leitað að nóttunni til
og rakiÖ spor, sem hefði fent í. Við sáum ekki
greinilega, sema lítinn spöl frá okkur.
Enn á ný blístraði Vitalis og kallaði hátt
á Lerbino og Dolce.
Við hlustuðum. Þögnin grúfði yfir öllu.
Mér var heitt um hjartaræturnar. Vesalings
Lerbino! Vesalings Dolce!
Vitalis skildi livað eg var að liugsa um.
“Úlfarnir hafa tekið þau. Þú hefðir
aldrei átt að sleppa þeim út! ”
Já, hversvegna hafði eg látið þá sleppa
út! 1 raun og veru hafði eg ekkert við það að
gera. En eg sagði ekkert.
Það var hræðilegt að þurfa að skilja
þannig við hundana, vesalingana, félaga okk-
ar og vini. Sérstaklega var það sárt<*’fyrir
mig. Mér fanst eg bera ábyrgðina af þessum
mikla missi og þessu mikla tapi. Ef eg hefði
ekki sofnað, þá hefði alt farið vel. Þeir hefðu
aldrei farið út.
Húsbóndi minn fór á undan til kofans.
Eg gekk á eftir honum. Og við hvert spor
leit eg aftur 0g hlsutaði, en eg sá ekkert nema
snjóinn og heyrði ekkert nema marrið í snjón-
um.
1 kofanum beið okkar nýtt undur og ný
vandræði. Það hafði kviknað í eldiviðnum
og það logaði glatt, logann lagði hátt og brá
birtu út í yztu horn. En eg sá hvergi Joli-
Coeur. Við höfðum reifað hann í ýmsu hlýju
og reifið lág við eldinn, flatt. 1 því var eng-
inn Joli-Coeur. Eg kallaði 0g Vitalis kallaði.
Hann sást hvergi.
Hvert hafði hann farið!
Vitalis sagði að þegar hann hefði vaknað
um morguninn, hefði hann orði var við hann
þar sem hann lá. Hann hafði því farið út
seinna en við.
Hafði hann viljað fylgja okkur. Við tók-
um því branda, staura bindi sem logaði á, og
lýstum eftir snjónum álútir, að reyna að finna
för eða önnur merki um hvert Joli-Coeur
hefði farið.
Við fundum hann ekki. Auðvitað var
traðk þar sem hundarnir höfðu farið og svo
höfðum við traðkað á sama stað; en ekki svo
að við gætum ekki greint för eftir apann, ef
nokkur væru. Svo hann hafi þá aldrei farið
út.
Við fórum því inn aftur og leituðum, ef
ske kynni að hann húklti einhversstaðar á
kvisti utarlega.
Við leituÖum lengi, tíu sinnum, eða oftar,
á sömu stöðum úti í yztu horn. Eg klifraði
upp á axlir Vitalls til að sjá betur upp undir
þakið. Það reyndist alt árangurslaust. Af
og til stönzuðum við og kölluðum, en árang-
urslaust. Vitalis virtist svo sár og reiður,
að eg varð alveg utan við mig.
Vesalings Joli-Coeur!
Þegar eg spurði húsbónda minn hvort
liann héldi að úlfar hefðu tekið liann, svaraði
hann því, að það gæti ekki verið, því þeir
hefðu ekki þorað inn í kofann, þar sem eldur
var. Hann sagðis't trúa því að úlfar hefðu
tekið Lerbino og Dolce, sem hefðu verið kom-
in út, en þeir hefðu ekki farið inn. Hann
sagði ennfremur að Joli-Coeur hefði líklega
orðið hræddur og hefði því falið sig á meðan
við vorum í burtu og það gæfi sér áhyggjur,
því í svona köldu veðri yrði kvikindið gagn-
tekið af kulda og myndi það gera út af við
liann.
“Við skulum fara og leita betur,” sagði
hann.
“Við verðum að bíða eftir að það birti,”
sagði Vitalis.
‘ ‘ Hvert skyldi hann vera korninn ? ’ ’ hugs-
aði eg, og hvenær skyldi hann hafa farið ?
Líklega fyrir tveimur eða þremur klukku-
tímum, hugsaði eg.
Vitalis sa’t framan við eldinn með höfuð-
ið milli handa sér. Eg þorði ekki að yrða á
hann. Eg sat eins og hann og hreyfði mig
ekki nema til að bæta. við eldiviÖinn á bálið
okkar góða. Af og til stóð hann upp og gekk
fram að dyrunum, leit til veÖurs, var hugsi
og hlustaði, kom svo til baka og settist á sama
staÖ.
Mér sárleiddist þögnin; eg hefði heldur
viljað að hann hefði atyrt mig, en að sjá hann
svona steinþegjandi, sorgbitinn og niÖurbrot-
inn.
Þrjár klukkustundir liðu pínandi liæg-
fára. Mér virtist sem þær ætluðu aldrei að
líða.
Strax þegar hélan var farin af kvistum
og trjám svo þær höfðu sinn eðlilega lit, fór-
um við út. Vitalis var með kylfu í hendi og
eg líka.
Capi var nú ekki lengur hræddur, eins og
hann hafði veriÖ í myrkrinu. Hann beið þess
bara að honum væri sagt að fara á undan og
liorfði í augu lnísbóndans, reiðubúinn að
stökkva af stað, ef honum væri sagt það. Við
héldum nú áfram að lýsa og leita á jörðinni,
en þá fór Capi að gelta og horfði upp fyrir
sig, upp í trén. Þetta var bending um þaÖ,
að við yrðum að líta hærra, hætta við að lýsa
eftir jörÖinni.
Við tókum nú eftir því að snjórinn á þaki
kofans var bældur hér og þar, þangað sem
stórvaxin trjágrein hékk úr þakinu. Við
fylgdum svo þessari grein með augunum.
Rétt þar sem þessi grein hékk, stóð stórt eik-
artré, og á einni grein þessa trés, hátt uppi,
var einliver dökkleit hrúga.
Það var Joli-Ooeur, og þat5 var ekki
erfitt að skilja hvers vegna hann var þarna.
Hann hafði auðvitað orðið hræddur við ó-
hljóðin og geltið úti, og hafði stokkið á þak
kofans og þaðan í tréð. Þar þóttis't hann ó-
hultur og þar liafði hann svo verið síðan, en
var orÖiÖ kalt og leið illa, og tók því ekki und-
ir við okkur, líklega dofinn og vesæll.
Vesalings skepnan, lítið sterkari en
fluga; hann hlaut að vera að fram kominn af
kulda.
I
Húsbóndinfti kallajði til hans, en hann
hreyfði sig ekki fremur en liann væri dauður.
Úm nokkur augnablik hélt Vitalis áfram að
kalla, en Joli-Coeur gaf engin meíki þess, að
hann væri lifandi.
Eg þurfti að borga fyrir svikin á vakt-
inni, svo eg sagði við húsbóndann: “ Eg skal
ná honum ef þú vilt þiggja það.”
‘ ‘ Þú hálsbrýtur þig, ” sagði hann.
“Það er engin hætta á því,” svaraði eg.
Það var dálítið ýkt hjá mér, að engin
væri hættan. Þvert á móti var hættan tals-
verð og það var sérstaklega erfitt að klifra
þarna upp. Tréð var afarsvert og þakið
snjó, og stærri greinarnar voru líka þaktar
snjó. Hn til allrar lukku hafði eg snemma
lært að klifra og orðið mjög leikinn í því.
Nokkrar greinar stóðu út hér og þar, og not-
aði eg þær fyrir fótfestu upp eftir bol trésins,
og þó eg væri meira og minna blindaður af
snjónum, sem féll yfir mig, komst eg bráðlega
upp meðal aðalgreinanna, og eftir það gekk
mér greiðlega. Eg rendi mér grein af grein.
Þegar eg var kominn nærri Joli-Coeur talaði
eg við hann vinalega en hann hreyfði sig ekki.
Hann aðeins horfði á mig sínum skæru tindr-
andi augum. Þegar eg kom svo nærri að eg
gæti gripið hann, seildist eg til hans og ætlaði
að grípa hann, en hann stökk ])á í einni svipan
á næstu grein. Eg fór á eft-ir honum, en
menn eru fjarri því að vera eins liprir og
apar. Jafnvel flínkir strákar komast ekki
nærri öpum í trjá uppi.