Lögberg - 23.09.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.09.1937, Blaðsíða 4
4 Högberg Getið út hvern l'imtudag af r U E C O LLÍ M B I A Plt E S 8 L I M 1 T E D «95 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba ÍJtanáskrift ritstjórans: EDITOR I.ÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriO — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba • PHONE 86 32 7 Makleg viðurkenning Meðal þerra manna, er fremst hafa geng- ið í því að gera garð íslenzku þjóðarinnar frægan út á við, er Watson Kirkopnnell, pró- fessor við Wesley College hér í borginni; hefir hann með ljóðaþýðingum sínum og öðr- um ritsmíðum um íslenzk efni, stækkað svo landnám landans, að verulegri furðu gegnir; hann er enn maður tiltölulega á bezta aldri, og má þess því með fullum rétti vænta, endist honum lieilsa og líf, að enn eigi hann eftir að auka allverulega við þau þrekvirki, er hann þegar hefir unnið í þágu hinnar íslenzku þjóðar. Svo að segja alveg nýverið, barst pró- fessor Kirkconnell bréf úr liöfuðborg Islands, þess éfnis, að hann hefði verið kjörinn að heiðursfélaga í Bókmentafélagi Islands. Er skírteinið undirskrifað af Dr. Guðmundi h’innbogasyni sem forseta og herra Matthíasi Þórðársyni sem ritara þessa mikilvæga fræða- félagsskapar. Það gengur í raun og veru kraftaverki næst hverju prófessor Kirkconnell hefir kom- ið í verk þegar aðrir sváfu; jafnvel þeir ýmsir er frá þjóðræknislegu sjónarmiði vor fslend- inga, vakan stóð nær. Þessi yfirlætislausi vökumaður, hefir staðið svo dyggilega vörð um andlegar, íslenzkar erfðir, og hefir svo mikið á sig lagt til þess að glöggva skilning enskumælandi þjóða á sérkennum bókmenta vorra, að hann á því sviði verður að teljast einn í sinni röð, einn af fáum, eins og Þor- steinn Erlingsson komst að orði í minningar- ljóðum sínum um Ottó Wathne. Prófessor Kirkconnel er vinmargur með- al fslendinga, sem búsettir eru í þessari álfu, og heima á Fróni fer vinum hans einnig auð- sjáanlega fjölgandi jafnt og þétt; er oss vest- rænum vinum hans það hið mesta fagnaðar- efni að frétta um það, að frömuðir andlegrar menningar á íslandi skuli nú hafa talið hann “drápunnar verðan,” og veitt honum þá maklegu virðingu, sem hann flestum erlend- om mönnum fremur, þeirra er nú lifa, hafði fyrir löngu unnið til. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi kaus fyrir skömmu prófesso'r Kirkconnell að heiðursfélaga; var það vel og viturlega ráð- ið. Mörg bókmenta og fræðafélög víðsvegar um heim, hafa sæmt prófessor Kirkoonnell virðingarmerkjum fyrir bókmentastarfsemi hans; má þar tilnefna félög í Bandaríkjum, Englandi, Canada, Frakklandi, Póllandi og Ungverjalandi. Prófessor Kirkconnell er fá- tíður tungnmálagarphr, sem ráða mé bezt af því, að hann hefir snúið ljóðum úr freklega fimtíu tungumálum yfir á enska tungu. Frjáls verzlun og heimsfrið- urinn Á laugardaginn var fluttu ýmsir þjóð- höfðingjar útvarpsræður til eflingar heims- friði og frjálsari viðskiftum þjóða á milli, en fram að þessu hefir gengist við. Meðal þeirra var forsætisráðherra canadisku þjóðarinnar, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King; fórust hon- um meðal annars þannig orð: “Eins og nú horfir við, með alt það ó- skapa öldurót, sem brotist hefir fram í lífi þjóðanna og meðferð þeirra á opinberum mál- um, þar sem óttinn sýnist hafa tekið við af traustinu. verður ekki annað sagt en menn- ingin sé í raunverulegum háska stödd. Það er því sýnt, að mikilvæg spor í átt friðar og samkomulags }>urfa að vera stigin, ef ekki á alt að daga uppi og lenda í öngþveiti. Stjórn- ir og einstaklingar verða að temja sér þá list, að vinna saman eins og bræður í stað þess að tortryggja hver aðra. Fjárhagsleg samvinna verður að koma í stað þröngsýnnar einangr- unarstefnu á því sviði; slíkt er hvorki meira né minna en hyringarsteinn undir heimsfriðn- um.” 1 sama streng tók Cordell Hull utan- ríkisráðgjafi Bandaríkjanna, sem hvað ofan í annað hefir haldið því fram, að frjáls verzlun, eða frjálsari verzlun en nú á sér stað, væri óumflýjanlegt skilyrði fyrir bræðralagi og friðiá þessarijörð. Þeir sem útvarpsræður fluttu þennan á- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1937 minsta dag voru, auk þeirra tveggja, sem nú hafa nefndir verið, stjórnarformenn Frakk- lands, Belgíu, Austurríkis. forseti Columbia- ríkisins og utanríkisráðherra Breta, Mr. Eden. Fréttapiátlar frá Islandi Eftir Pétur Sigwðsson. 'Það hefir löngum • verið svo, að þegar | menn fá kveðju frá kunningjum sínum, senda j þeir þeim aftur kveðju. Þegar eg les ýmislegt I gott í Lögbergi, sem oft kemur fyrir, fæ eg i löngun til þess að senda því kveðju frá ís- | landi og mér. Eg var að enda við að lesa “Minni Is- J lands,” eftir Dr. B. J. Brandson, flutt að j Hnausum. Man. 31. júlí 1937. Það lesmál er jafnan, ekki aðeins fræðandi, heldur líka göfgandi, sem hin stóru og göfugu hjörtun standa á bak við. — Eg kunni líka vel að meta ræðuna, “Samkomulag safnaðanna,” eftir vin minn, séra Jakob Jónsson, í sama blaði. Það er höfuðdagur í dag, og hálft Island bíður með sárri eftirvæntingu eftir sól og þerri, eftir sex vikna samanhangandi óþurka- tíð. Ekki verður J)ó sagt, að í sumar hafi árað illa yfirleitt á Islandi. Um mánaðarmótin júní og júlí fór eg til Vestfjarða og dvaldi þar hálfsmánaðartíma. Fór því næst norður fyrir land og til Aust- fjarða. Þar ferðaðist eg, ásamt séra Helga Konráðssyni, presti á Sauðárkróki. um Suð- ur-Múlasýslu. Og nú er eg nýkominn heim austan úr Skaftafellssýslu. Eg hefi því feng- i tækifæri til þess, að fylgjast með því, í sum- ar, sem er að gerast víðsvegar á landinu. Þegar við komum til Vestfjarða til þess •að sitja stórstúkuþingið, sem háð var að þessu sinni á Isafirði fyrstu dagana í júlí, þá snjó- aði þar einn daginn niður í mið fjöll. En svo komu hlýir og góðir dagar. Heyskapur var þá nýbyrjaður á Vestfjörðum. Mikil síld veiddist um tíma og hafði ríkisverksmiðjan á Sólbakka varla undan að bræða það, sem þar barst á land. fsfirðingar tóku mjög rausnarlega á móti okkur stórstúkufulltrúunum. Héldu okkur, meðal annars, matarveizlu þar sem fram- reiddur var fjór-réttaður alíslenzkur matur. Undir borðum sátu á annað hundrað manns. Skemt var með ræðum og söng og fór alt hið bezta fram. Ýmsar ákvarðanir voru teknar á sjálfu þinginu, eips og á öllum þingum. Ein hin veiga mesta var sú, að vinna nú heilhuga að héraðabönnum aftur, og eru horfur fremur góðar í þeim efnum. Yfir Breiðdalsheiði milli Isafjarðar og Önundarfjarðar mun nú vera hæsti bílvegur á íslandi. Skátar og aðrir sjálfboðaliðar höfðu grafið þar mikil göng í gegnum skafl- inn vestan í heiðinni. sem kalda vorið hafði látið liggja þar eftir að þessu sinni. bæði djúpan og breiðan. Isveggurinn var fleiri mannhæðir á aðra hönd, er maður ók um þessi geigvænlegu göng. Manni datt þá ósjálfrátt í hug Faraó og hafið. Bílarnir, sem við köll- um hér, eru stöðugt að leggja undir sig meira og meira af landinu, og er því alment fagnað. Á Norðurlandi hafði eg litla viðdvöl, 'og hin merkilegasta nýjung, sem eg sá þar í þeirri för, var hin nýja síldarbræðsla Kveld- úlfs á Hjalteyri. Hún er hið mesta mann- virki, og reis þar upp á svo furðulega stuttum tíma, að menn hafa alment dáðst að þeim dugnaði. Þegar hún er fullger verður hún afkastamikil, og sem betur fer, þá hefir hún haft mikið að gera í sumar, eins og síldar- bræðslurnar yfirleitt, því veiði hefir verið framúrskarandi mikil, og er nú orðin yfir 20 miljónir króna virði á öllu landinu. Það var mikil blessun í hið fremur fátæka bú íslenzku þjóðarinnar. Mun nú margur koma heim í haust frá síldveiðistöðvunum betur undir vet- urinn búin, en sum undanfarin ár. Til Austfjarða kom eg 18. júlí og höfðu þá gengið þar langvarandi óþurkar og um alt norðausturland. Gerðust menn áhyggjufull- ir út af töðum sínum, sem teknar voru að hrekjast á túnunum, en þá breyttiat til batn- aðar, og náðu menn inn öllum heyjum sínum á Austurlandi, dagana þar á eftir. — Aust- firðir hafa nú þolað mörg afleit ár unaan- farið, en í sumar virðist hafa breyzt nokkuð batnaðar. Síldarbræðslurnar hafa haí íóg að starfa bæði á Norðfirði og Seyðisfirði Allar líkur eru til þess að síld fari nú aftur t,o veiöast á næstu arum fynr Austurlanoi. Þó fjöllin séu brött og há á Austfjörðum. eru bílarnir samt að leggja þau undit sig. Það er aðeins síðustu árin, að bílar haf^ rengið yfir Fjarðarheiði, milli Héraðs og Spyðisfjarðar, og fólkið fer hinar nýruddfl leiðir. Daginn sem við fórum frá Seyðisfirði, fór þaðan um 300 manns upp að Egilsstöðum, því þar var þá íþróttamót. Á Egilsstöðum er fallegt og skógurinn þar hefir aðdráttarafl, ]>ótt ekki sé hann eins hávaxinn og tíginn sem víða erlendis. Um þúsupd manns var samam ÁOmið á mótinu, víðsvegar að af Austurlandi ViÖ séra Helgi KonráÖsson fórum þarna austur eftir að tilhlutun kirkjunefndarinnar og Prestafélags Islands að heimsækja kirkjurnar og söfnuðina í Suður-Múlasýslu. Við höfðum guðsþjónustu á hverjum degi í kirkjunum, eina á hverjum stað. Séra Helgi messaði og eg flutti erindi. Fólkið var elskulegt, og við höfum mjög góðar endur- minningar um ferðalagið. Séra llelgi Konráðsson er hið mesta ljúf- menni, og var samstarf okkar hið j ákjósanlegasta. Landleiðin með bílunum austan | af Héraði, norður fyrir og til I Reykjavikur er löng og fremur I þreytandi. Þetta kemst maður þó á | þretnur dögum, þeg,ar vel gengur. Maður getur farið kl. 7 árdegis frá I Akureyri og verið í Reykjavík kl. : i t að kvöldi, og köllum við það hraðferðir. | Af Suðurlandi verður maður að segja söguna versta í ár. Það má j segja að hörmungar hafi herjað á | búanda-lýð þar nú upp á síðkastið. | Fyrst borgfirzka fjárpestin, sem j hefir strádrepið fé manna, og svo ó- ! þurkarnir í sumar. — Nýlega pré- í dikaði eg við messu austur undir | Eyjafjöllum, heyrði eg þá bónda 1 einn segja við kirkjuna, að þetta hefði hann séð það einna iskyggi- j legast hjá bændum þar eystra. Það I má heita, að í nærliggjandi sýslum í austur af Reykjavik, ha^i ekki kom- j ið einn einasti heill þurkdagur siðan !.i sláttarbyrjun. Menn eiga næstum i öll sín hey úti hrakin og ónýt. Eitt- ! hvað ofurlítið skárra hefir það verið I hér i nánustu grend við Reykjavk j og vestur undan, en útkoman þó ! allstaðar mjög slæm á Suðurlandi. j Bændur verða vafalaust að fá eitt- j hvað af síldinni, sem borist hefir á i land í hinum fjórðungum landsins. | Já, svona er nú jafnaðarmenska j veðurguðsins. Vestur í Canada I skrælna akrar í ofþurki, en hér ! heima er ekki hægt að flæsa úr heyi j vikum saman fyrir rigningum. Þegar eg kom austan úr Skafta- I fellssýslu nú fyrir nokkrum dögum, í lagði eg lykkju á leið mína og fór upp að Gullfossi. Þar hafa þau Sigurður Kristjánsson og Sveinlaug Halldórsdóttir komið upp veitingar- skála og selt veitingar síðastliðin sumur. Nokkuð á annað hundrað manns getur setið þar undir borðum í einu. Hægt er að sitja við glugg- ana og horfa á fossinn, og snæða um leið ljúffenga rétti, því frú Svein- laug býr til hinn bezta mat. Nú hafa menn fengið þarna bílveg norður að Hvítárvatni og alla leið norður á Hveravelli. Þykir mönn- um það hið mesta sport að fara þarna norðureftir. Víðsýnt er, og fagurt yfir landið að líta af hæstu tindum í Kerlingarfjöllum og fjöll- unum þar í kring. Sennilega verður nú ekki langt að bía þess, að bílveg- ur komist þessa leið, alla leið norð- ur i bygðir. Ekki vil eg ljúka svo við þetta fréttabréf, að ekki minnist eg á fund bindindismanna á Þingvöllum dag- ana 14. og 15. ágúst. Þetta var all- merkileg samkunda og mun hafa verið þar um þúsund manns. Biskup landsins söng messu að morgni á sunnudaginn þann 15., og sagðist honum ágætlega. Fjöldi fulltrúa var þarna frá ýmsum félögum, mikið flutt af ræðum, ef til vill fullmikið, og ákvarðanir teknar. Það er hug- mynd okkar, sem að fundinum stóð- um, að stofna landssamband bind- indis- og menningarfélaga á næsta fundi, ef unt er. Það landssamband allra félaganna á svo að standa að slkum Þingvallafundum framvegis, og vinna að bindindi og öðrum menningarmálum. Reglan á upp- tökin að þessu og verður sjálfsagt framvegis einn hinn veigamesti þátt- urinn í slíku sambandi. Á þennan hátt ættu bindindismenn að' geta tal- að einum rómi um alt land, með samþyktum og kröfum sliks sam- bands. Mundi þá þing og stjórn verða að taka tillit til vilja þeirra krafta. Horfurnar í bindindismálunum eru fremur góðar. Mönnum er farið að þykja það of mikið, að svo fá- menn þjóð, sem íslendingar, skuli fara með á 7. miljón króna á ári fyrir áfengi og tóbak. Það er alls ekki menningarvottur. Ef það tekst á næsta Alþingi að fá héraðabönn lögleidd á ný, eru allar líkur til þess, að þeir kaupstaðir utan Reykjavík- ur, sem hafa nú áfengissölu, mundu loka þeim. Eg held, að þetta sé vilj i almennings í landinu. Bakkus er ekki vel liðinn af þjóðinni þótt hann fái að halda velli um stundarsakir. — Annars er hér hjá oss heima fyrir, eins og sjálfsagt viðar í heiminum, hin mesta þörf fyrir göfugra skemt- analíf og aukna alþýðumentun — ekki fræðslu fyrst og fremst, en mentun. Eitthvað það, sem mannar menn og þroskar. — Við erurn bjartsýnir menn, trúum á gæfu lands og þjóðar, og þann “drottinn, sem veitti frægð og heill til forna,” á batnandi tíma og fullkomnari menn. ingu. Rœnda varðmanninum skilað Svavar Steindórsson, varðmaður- inn af gæslubátnum Gaut, sem brezki togtarinn Visenda rændi 8. þ. m., kom til Seyðisf jarðar á mánu- dagskvöld, og hafði hann þá verið 10 daga um borð í togaranum. Ekki kom þó togarinn sjálfur til hafnar með varðmanninn, heldur setti hann um borð í vélbátinn Val frá Seyðisfirði, sem var að veiðum út af Glettinganesi. Togarinn hefir allan timann verið að veiðum hér við land, en ráðgerðí að leggja af stað til Englands i gær og verða þar síðdegis á sunnudag. Morgunblaðið átti i gær tal við Svavar Steindórssön, sem þá var staddur á Seyðisfirði, og fékk hjá honum upplýsingar um ferðir tog- arans og veruna um borð. En áður en Svavar segir frá, þykir rétt að rifja upp í stórum dráttum atburðina frá 8. þessa mán- aðar. Það var sunnudagsmorguninn, 8. þ. m., að varðbáturnn Gautur hitti togarann Visenda að veiðum í land- helgi austan við Ingólfshöfða. Skipstjórinn á Gaut, Eiríkur Kristófersson fór um borð í togar- ann ásamt hásetanum Svavari Stein- dórssyni. Þegar þangað kom, hafði skipstjórinn. á togaranum, Martin Olsen, viðurkent brot sitt, en óskaði eftir að mæla stöðu baujarinnar. Varðbátsskipstjórinn leyfði þetta, og fór því næst sjálfur um borð í Gaut, en skildi Svavar eftir i togar- anum. En þegar togarinn var laus við skipstjórann á varðbátnum, urðu varðbátsmenn þess varir, að reykj- armökk mikinn leggur frá togaran- um og samtímis siglir togarinn fullri ferð til hafs með varðmann Gauts innanborðs. Og nú hefst frásögn Svavars. —Eg hafði ekki verið lengi um borð í togaranum, eftir að Eiríkur Kristófersson var farinn, að mér varð ljóst hvað til stóð, sagði Svav- ar. Svo sem 10 mínútum eftir fékk eg vitneskju um, að togarinn ætlaði að “stinga af” með mig; sögðu þeir mér þetta þá strax báðir, skipstjór- inn og stýrimaðurinn á togaranum. —Skipstjórinn á Gaut áleit, að hleypt muni hafa verið af reyk- bombu í togaranum, og að það hefði orsakað hinn mikla reykjarmökk. Hvað segið þér um þetta ? —Reykurinn stafaði ekki frá reykbombu, heldur frá kyndingu togarans sjálfs. Eg hefði áreiðan- lega orðið þess var, ef hleypt hefði verið af reykbombu. Strax eftir að togarinn fjarlægðist Gaut, gaf skip- stjórinn fyrirskipun um að rnoka vel á eldana og setja á fulla ferð. Kolin voru áreiðanlega ekki spöruð, enda gaus nú upp úr reykháfnum svartur og mikill reykjarmökkur að varla sást út fyrir borðstokkinn. Þegar eg heyrði frásögnina í útvarp- inu um reykbombuna, spurði eg skipstjórann um þetta, en hann neitaði að nokkuð slíkt hefði verið notað. Eg álít hann fari þar rétt með. Svavar heldur áfram: Fyrst var haldið vestur að Ing- ólfshöfða og þar farið að toga. Togarinn hafði aldeins verið 24 tíma hér við land, ^þegar Gautur hitti hann, og veitt 300 kassa. Togarinn var 3 daga að toga út af Ingólfshöfða og þar í nágrenninu, en síðan var haldið austur á Hval- bak og togað þar nokkra daga. Á mánudaginn var, var svo hald- ið að Glettinganesi, og þar haldið áfram að toga. Á miðvikudag sázt til vélbáts að veiðum skamt frá þeim stað, sem togarinn var, og þá haldið til báts- ins, sem reyndist vera vélbáturinn Valur frá Seyðisfirði, _ og var eg settur um borð í hann. Þegar eg skildi við togarann, hafði hann aflað 11—1200 kassa. Hann var i þann veginn að leggja af stað heimleiðis, ætlaði aðeins að koma við á Hvalbak og toga þar 3—4 tog áður en hann héldi til Eng- lands. En í Englandi ætlar hann sér að vera síðdegis á sunnudag. Ákveðið var að f’ara með mig til Englands, ef ekki hefði hizt svo á, að Seyðisfjarðarbáturinn kom í námunda við okkur. •—En hvað segið þér um líðan yðar um borð í togaranum? —Alt hið bezta. Mér leið ágæt- lega, og eg hefi yfir engu að kvarta hvað sjálfan mig snertir. Alt var gert til þess að mér gæti liðið vel um borð. Öll skipshöfnin sýndi mér fulla kurteisi og aðbúð mín var ágæt í alla staði. —Einu sinni fór eg fram á, segir Svavar, að senda skipstjóranum á Gaut skeyti. En mér var neitað um það. Hinsvegar var mér leyft að senda konu minni skeyti, sem eg og gerði. —Bar ekkert sérstakt til tíðinda um borð í togaranum, meðan þér voruð þar ? —Það væri þá helzt á afmælisdag skipstjórans. Það var á öðrum degi sem eg var um borð. Þá rigndi heillaskeytum yfir skipstjóra, og var hann allglaður þann dag. Eg fékk að sjá sum heillaskeytin og voru i þeim hnútur til okkar Is- lendinga. I einu skeytinu var skip- stjóra t. d. 'sérstaklegti óskað til hamingju með að hafa sloppið svo vel frá hinum “íslenzku blóðsug- um!” —Vissuð þér nokkuð um, hvað fór á milli skipstjóra og útgerðarfé- lagsins í Grimsby, í sambandi við atburð f>enna ? —Nei; eg fékk ekkert um það að vita. En þegar eg heyrði þess getið í útvarpið, að útgerðarfélagið hefði lagt fyrir skipstjóra að hverfa tafar- laust til íslenzkrar hafnar, átti eg tal við hann um þetta. En skipstjórinn aftók með öllu að fara til íslenzkrar hafnar. Hann kvaðst þekkja íslenzkt réttarfar og bar því ófagra söguna. Erlendir togaraskipstjórar væru réttlausir á íslandi. Varnir af þeirra hálfu væru ekki teknar til greina. Dómur og þungar f jársektir væri það eina, sem þeirra biði, og gott ef þeir slyppu við fangelsi. Skipstjórinn á Visenda, Martin Olsen er maður við -aldur, kominn yfir sextugt. Hann hefir einu sinni verið dæmd- ur hér fyrir landhelgisbrot og lík- lega tvisvar í Nöregi. Skip hans er nýtt, aðeins 4 mán- aða gamalt. Það er einkar vandað, útbúið öllum nýtizku tækjum, fer að jafnaði 12—13 mílur, en getur farið 14 mílur. —Morgunbl. 20. ág. NORÐMENN UNDIRBJÓÐA MA TJES-SILDARKERÐIÐ Síldarútvegsnefnd hefir fyrst um sinn bannað að matjessalta síld hér á landi, nema fyrir Ameríkumarkað. Gekk. bann þetta í gildi á miðnætti í nótt. Ástæðuna fyrir þessu banni segir nefndin vera þá, að Norðmenn eru farnir að bjóða matjessíld fyrir miklu lægra verð og þar að auki í umboðssölu. Af þessu leiðir, að ekki er hægt að fá fast verð fyrir matjessíld, nema sem er svo lágt, að ekki svarar tilkostnaði að selja. —Mbl. 24. ág.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.