Lögberg - 30.09.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.09.1937, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER, 1937. 3 Áróður og öfgar Það virðist oft skamt öfganna milli í nútiðarlífi. Þær stefna að manni hvatskeitlega úr gagnstæðum áttum. Tæpast hefir maður reynt að standa af sér hrynu úr íhaldsáttinni, áður en önnur dynur yfir mann úr viðhorfi róttækra breyt- inga. Þessi aðsúgur er að staðaldri með svo látlausum og oft ham-slausum áróðri að erfitt getur reynst i bili að fóta sig til skynsamlegrar yfirvegunar og nauðsynlegrar mót- spyrnu við það sem hvílir á ónógum rökum eða einhliða framsetningu. En það er einkenni alls áróðurs að halda fram með áfergju vissum atriðum án jafnvægis og að hafna því að líta á hvert mál með sanngirni í ljósi allra þeirra stað- reynda, er taka ætti til greina. Flestar öfgastefnur nútímans eiga bakhjarl sinn og öruggasta vígi í þessari aðferð. Hættan sem af þeim stafar max-gfaldast vegna þess að þær koma að mörgum góðum mönnurn óvörum og ná þeim á sitt band áður en þeir hafa orðið þess varir að þeir hafa látið ginnast á stað- hæfingum, sem ekki eru bygðar á rökurn. Ein öruggasta aðferðin til að festa menn í öfgum, er að fá þá til að gefa engu gaum nema þvi, sem samrýmist þeim hleypidómum, sein verið er að ala á. Á leið minni hefir orðið fólk, sem svo bundið er á klafa í þessu efni, að það leyfir sér ekki að lesa nokkur rit, sem ekki staðfesta sér- kreddur þeirra. Á þetta við um öfgastefnur í trúmálum eins og líka í veraldlegum efnum. Það virðist vera, að ekki sé unt að koma fram með svo fráleita stefnu að einhverjir ekki að- hyllist hana og byrgi sig svo, oftar en hitt, inni þannig, að engin leiðréttandi áhrif geti komist að. Eitt mest sláandi dæmi sem eg hefi orðið fyrir í þessa átt, er frá skólaárum mínum í Chicago. íslenzkur kvenmaður í fjarlægð þaðan hafði kynst og hneigst að trúflokki, er nefndist Kareshaniiy. Yissi hún að eg var við guðfræðinám í Chicago, en þar var aðal bækistöð þessa trúflokks. Skrifar hún mér því og biður mig um upplýsingar. Eg hafði aldrei heyrt þennan flokk nefndan, en fékk utanáskrift höfuðdeild- arinnar með fyrirspurninni. Skrifaði því þangað og fékk heilar byrðar af áróðursritum. Hefi eg aldrei fyr eða síðar orðið fyrir annari eins botnleysu af öfgum. Átti að heita að bygt væri á biblíunni, en sem dæmi þess hvilíkum fjarstæðum var haldið fram skal aðeins nefna eitt dæmi. Þannig var gerð grein fyrir jarðhnetti vorum — og það gert að trúar- atriði — að hann væri holur, að við lifðum innan á skelinni og að sól, tungl og stjörnur væri innan í jörðinni. Var þett> og þvíumlíkt sannað og útskýrt með flóði af orðum og mikilli áfergju. Varð eg fyrir því einnig að hitta lifandi persónur, sem við þessu höfðu gleypt, og hefi eg ávalt síðan áttað mig á kokvídd fjölda manna að gleypa fjarstæður. Annað dæmi, sem betur er kunnugt, áhrærir trúflokk þann, er hefir aðsetur sitt í Zion City í Ulinois ríki. Hét sá John Alexander Dawie er flokkinn stofnaði, en nú hefir mött- ull hans fallið á herðar Glen Voliva. Eins og kunnugt er, trúir þessi ílokkur þvi, að jörðin sé flöt og telur alt annað hina örgustu trúvillu. Hefir enginn skortur verið á flugrit- um þessu til skýringar og sönnunar. Tiltölulega saklaust mætti það teljast, ef einhliða áróður kæmi til greina einungis í sambandi við slíkar fráleitar öfgar. Þó það sé raunalegt að vita til þess, að nokkur glepjist á slíku og telji það máli skifta, þá er árangurinn þó ekki eins hættu- legur eins og þegar að því er stefnt að vekja tortrygni og grunsemdir innhyrðis í þjóðlífinu eða útávið þannig að alt logi í heift og dómgirni án þess verulega komi til greina að skilja rétt frá röngu. Þetta getur þeim mun fremur tekist vegna þess að ekki getur dulist að margt fer öfugt í heimin- um. Sársaukinn út af því, getur gert menn móttækilegri fyrir það, að aðhyllast einfaldar skýringar og ófullnægjandi á þvi hvað liggi til grundvallar. Það er gleðiefni hve margir eru að glíma við það af alvöru og einlægni að leysa úr vanda- máluin og öngþveiti nútímans, en það, hve hugur manna hneigist mjög að þessu, opnar einnig dyr fyrir margskonar óheppilegum og einhliða áróðri, sem ekkert skeytir um sann- leika eða heimildir, heldur einungis um það, að ná mönnum á sitt band. Stundum er þá blekkingin sprottin af blindu of- stæki en því miður einnig stundum af vísvitandi blekkingu. Fellur áróðursaðferðin þægilega inn í hvort sem er og er ósleitilega notuð. F'áir komast hjá því að verða henni að einhverju leyti að bráð. Fyrir nokkrum árum stóð Kiu Klux Klan hreyfingin sem hæst í Bandaríkjunum. ól hún mjög á hleypidómum gegn kaþólskum, blökkumönnum og Gyðingum. Átti öll heill mannfélagsins að vera undir því komin að standa á verði gegn yfirráðum og áhlaupum þessara mannflokka. Hinar fáránlegustu frásagnir komust á framfæri og var þeim trúað af ýmsum. Þaþólska kirkjan átti að vera að búa sig í það að ná yfirráðum með vopnum. Helzt í hverjum kirkjukjall- ara átti að vera vopnabúr og skotfæra, sem grípa átti til þegar stundin hebtuga rynni upp. Þá var einnig hampað hættunni að blökkumennirnir mundu verða hinum hvítu yfirsterkari. Vandamálið er snertir sambúð kynflokkanna notað til að æsa tilfinningar en ekki til þess að auka skilning og samúð. Þá var heldur ekki sparað að hnýta að Gyðingum og sýna fram á að alt sem aflaga fer i heiminum eigi rót sína að rekja til þeirra. Þeir áttu að hafa bundist samtökum um heim allan, í fleiri aldir, að ná öllum yfirráðum og kúga undir sín yfirráð alt mannkynið með hinum sviksamlegustu aðferðum og hinum óleyfilegustu meðulum. Þær veilur, sem kunnar eru á þessari mikilhæfu þjóð voru notaðar óspart til að gera framsetninguna sennilegri og ísmeygilegri. Grafnir áttu að hafa verið upp gamlir, eiðsvarnir samningar Gyðinga sín á milli, er nefndir voru protocols, þar sem öllu samsærinu væri ljóstað upp. Málsmetandi maður eins og Henry Ford lét auk heldur blekkjast, og lilað hans, sem þá var, Dearborn Inde- pendent, hélt um langt skeið uppi látlausum árásum á Gyð- inga. Er hann sannfærðist uin að hann hafði orðið fyrir blekkingu, átti hann manndóm til þess að kannast við ávirð- ingu sina opinberlega og láta árásina falla niður. En berg- mál þess er þannig hefir koniist á framfæri, fellur ekki sam- stundis niður. Ekkert af þessu hefir þó á seinni árum náð eins til fjöldans eins og áður var raun á. Hefir flestum þetta úr minni liðið öðruvísi en sem hjaðnað uppþot, sem átt hefir sinn dag. Þetta hefir vakist upp fyrir mér aftur á síðustu tveimur árum, vegna þess að á ferðuni mínum í bygðum íslendinga hefi eg rekist á að ýmsir góðir menn hafa enn á ný léð eyra áróðursblæstri þeim, sem vikið hefir verið að hér að framan, gegn Gyðingum. Röksemdirnar eru enn hinar söniu og enn er bygt á því að hinar svokölluðu protocols séu sannsögulegar. Uppspretta þessa eru áróðursmiðstöðvar í Bandaríkjunum, er gefa út steypiflóð af flugritum er kaffæra menn með stað- hæfingum, sem allur fjöldi fólks hefir engin gögn við hend- MINNIN GARORÐ Jón Sigfússon Thorlacius Fæddur 20. maí 1857 Látinn 13. ágúst 1937 Jón var fæddur i Núpufelli i Eyja- firði. Foreldrar hans voru: Sigfús Eimarsson prests að Saurbæ, Hall- grímssonar prests að Miklagarði og Rósa Danelsdóttir Pálssonar bónda á Skálpsstöðuni. Þegar á ungum aldri fór að bera á góðum gáfum, bókhneigð og lær- dómshæfileikum Tóns en efni voru J y þá engin til að koma honum í æðri skóla; góða undirstöðumentun fékk hann þó i heimahúsum, hjá föður sínum, í skrift, reikningi, sögu, landafræði og dönsku, fyrir utan kristindómsfræðslu. Um barnaskóla var þá ekki að ræða í Eyjafrði utan Akureyrar, en þegar Jón var 16 ára, tók hann að sér að vera umferðakennari í Saur- bæjarhrepp að vetrinum, en vann við ýmsa bændavinnu að suminu, og þannig starfaði hann þar til veturinn 1880 að hann fór á Möðruvallaskóla sem' þá tók til starfa. Á þessum skóla var hann veturinn 1880-81 og 81-82 og útskrifaðist þaðan með lof- samlegum vitnisburði. Á árunum 1881-2 ákvað sýslu- nefnd Eyjafjarðar að senda ungan efnilegan mann til Noregs til að nema þar búfræði og landmælingar til aðstoðar við vaínsáveitu í Eyja- f jarðarsýslu. I nefnd til að velja hæfan mann, voru þeir skipaðir séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá og prófastur Davið Guðmundsson auk oddvita nefndarinnar Júlíusi amtmanni Havsteen. Var ákveðið að ráðfæra sig við Jón Hjaltalín skólastjóra á Möðruvöllum^ hver hæfastur mundi af útskrifuðum nemendum, til að sendast til þessa náms og urðu ein- huga úrslit þau, að bjóða skyldi Jóm sál. að taka þetta að sér. Hann tók tilboðinu og fór sama haust, 1882, utan. Á búnaðarskól- anum í Noregi var Jón sál. í 2 ár, eða til haustsins 1884,, en þar sem seint var orðið árs og skipagöngur engar, dvaldist hann í Noregi þann vetur og vann ýmist við skólann eða hjá bændum, en kom heim um vorið 1885. Veturinn 1885-6 var hann settur skólastjóri á Hólum í Hjalta í stað Jósefs Björnssonar, sem þá fór til útlanda og veturinn 1886-7 var hann kennari við sama skóla. Haustið 1887, þann 8. október, giftist hann eftirlifand ekkju sinni Rósu Jóhannesdóttur Bjarnasonar frá Stóradal í Eyjafirði og Lilju Danielsdóttur; voru þær niæður Jóns sál. og Rósu hálfsystur. Sumarið 1887 og ’88 vann hann við vatnsveitur og ýmsa búnaðar- vinnu, en kenslu hafði hann með höndum að vetrinum til. Árið 1889 fluttu þau hjón, Jón og Rósa til Ameríku; settust þau að í Chirchbridge og vann Jón þar við verzlun hjá Jóh. Þorgeirssyni. Árið 1893 fluttu þau til Whitesand River STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NYJA HEILSU N U G A-T O N K styrkir taugarnar. skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætlr heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. J>að fæst I öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang. ur. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. og bjuggu þar um 5 ár. Þaðan fluttu þau til Yorkton og höfðu þar mjólkursölu auk þess sem Jón sál. hafði með höndum ýms ritstörf. , Á árunum eftir að þau fluftu til White- sand átti Jón sál. við mikil veikindi að striða. Lá hann hverja leguna eftir aðra og mátti sjaldnast á heil- um sér taka, en fyrir frábæran dugn- að og umhyggju konunnar, komust þau af, án þess að verða handbendi annara, þó þau eflaust hafi þurft fleiri ár til að rétta hag sinn eftir allan þann kostnað, sem veikindin höfðu í för með sér. Árið 1903 fluttu þau hjón í Foam Lake bygðina og tóku þar heimilis- réttarland. Þegar póstgöngur hóf- ust um þá bygð, 1904, var Jón sál. settur póstafgreiðslumaður og frið- dómari í bygðinni; gegndi hann báð- um þeim störfum um fjölda ára Heimili sitt nefndi hann Kristnes, eftir hinu fornfræga heimili Helga magra landnámsmanns Eyjafjarðar og bar pósthúsið sama nafn. Fleiri trúnaðarstörf hafði hann með hönd- um, og ekki þótti ráð ráðin, án þess að álits hans væri leitað, og fóru menn alla jafna til hans í vandræð- um sínum eða til bréfaskrifta, því þá var enginn í bygðinni betur pennafær á enska tungu en hann.— Tók þetta oft upp mikinn tima fyVir honum, en engum var synjað og aldrei vildi hann borgun þiggja fyrir hjálp sína. Jón sál. var maður mjög fríður, fullkomlega meðalmaður á hæð, beinvaxinn og karlmannlegur, stiltur og ljúfmannlegur í allri framkomu, og svo hreinn í öllum viðskiftum, að fá dæmi munu fremri. — Kátur og skemtilegur var hann í samræðum og fanst fljótt að hann gjörði sér góða grein fyrir almennum málefn- um, enda las hann mikið og keypti bæði canadisk og bandarísk blöð og timarit um stjórnmál og fræðandi efni. I stjórnmálum fylgdi Jón sál. Liberal stefnunni, en lagðist á sveif nreð “progressives” meðan þeirra gætti. Á síðustu árum lét hann stjórnmál afskiftalaust, því honum, sem máske fleirum, hefir fundist að þau væru nú tæplega þess virði að gefa þeim gaum. Um trúmál eða trúarbragðadeilur talaði Jón sál. aldrei að fyrra bragði, en væri á það minst við hann, fann maður fljótt að hann hélt fast við þá kenning, sem honum1 hafði verið innrætt í barndómi. Banamein Jóns mun hafa verið hjartasjúkdómur, sem Jiann hafði kent síðastl. ár, en dauðann bar ina til að hrekja, hvað fráleitar sem þær eru. Það er ein- kenni alls áróðurs að útbreiða vafasamar, einhliða eða ósann- ar staðhæfingar hraðara en unt er að bera þær til baka og hrekja þær. Á meðan eiga menn að finna sig knúða til að gefa áróðrinum undir fótinn. Það verður líka raunin á fyrir æði inörgum. Eg hefi ekki þau gögn við hendi sem eg þyrfti til að gera þessu full sk.il. Verð að láta það nægja að benda á að það hefir verið fullsannað og þrásannað af hlutlausri rannsókn að undirstaða hins blinda áróðurs gegn Gyðingum — hin alræmdu protocols — eru tilbúin og fölsuð af óhlutvöndum mönnum. Þeir, sem grípa því til þeirra sem sönnunargagns sýna því að þeim er ekki fyrst og fremst uinhugað um sann- leikann, heldur að halda fram ákveðinni niðurstöðu. Þá er hatur og ofstæki að verki, sem aldrei getur leitt til annars en þess sem óheppilegt er. Ber margt af þessu keim af því að vera sprottið af sama toga og Fascisminn þýzki, sem gerir Gyðingahatur að trúaratriði þjóðernisdrambsins. Til frekari áréttingar má benda á yfirlýsingu margra beztu manna i Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, er lýsa því yfir að þeir, eftir nákvæma rannsókn, hafi sannfærst um óréttmæti hinnar ófyrirleitnu árásar á Gyðinga og vilja bera bróðurorð á milli. v Engum ber að skilja orð mín þannig að eg sé blindur fyrir þvi að áberandi brestir séu í fari Gyðinga og að þeir eigi þátt í ýmsu, sem nútímanum stafar hætta af. En að tengja þetta við Gyðinga ^eina og við alla Gyðinga nær ekki nokkurri átt. Að fordæma heilan þjóðflokk án þess að meta manngildi fjölda einstaklinga, er mikið hafa til brunns að bera, er blind ofstæki er lifir á ósvifnum áróðri. Þar kemur fram hið sihættulega samband milli áróðurs og öfga. K. K. ó. —Sameiningin. Business and Professional Cards ■ PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson Sérfrœðingur 1 eyrna, augna, nef 206 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866 Viötalstfml — 11 til 1 og 2 til 6 SkrifstofU8Ími — 22 251 Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimili — 401 991 Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurölækningar og Viötalstfmi 3-5 e. h. almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. 218 SHERBURN ST. —Gegnt Eaton's— Sfmi 30 877 Winnipeg Sími 22 775 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. íslenzkur lögfrœOingur P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaöur Fyrir tslendingal DRS. H. R. & H. W. Vingjarnleg aðbúð. TWEED Sanngjarnt verð. TannUeknar Cornwall Hotel 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING MAIN & RUPERT Sfmi 94 742 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fúlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757— Heimas. 33 328 fljótara að handan en búist var við, þar sem hann virtist með betra móti frískur síðustu dagana. Hann andaðist sem fyr segir þann 13. ág., á heimili sínu, Kristnes, hjá syni sínum Sigfúsi og tengdadóttur, sem hann fyrir fáum' árum hafði afhent bú sitt og býli. Er hans sárt taknað af eftiríifandi ekkju og sonum tveim, Sigfúsi og Bjarna og skyldu- liði þeirra’, ásamt annara náskyldra og fjölda vina. Hann var jarðsettur þann 15. ág. í hinum forna grafreit bygðarinnar, að miklum fjölda manns viðstöddum, því ekki einasta fjölmentu Kristnes og Foam Lake búar þar, heldur ýmsir lengra að, bæði austan og vestan, til þess að sýna vinarhug og virðingu og mun öllum, sem kynni höfðu af hinum framliðna, koma saman um það, að þar er til moldar genginn einn merkasti maður bygðarinnar. Einn af vinum hins látna. Akureyrarblöðin eru vinsamlega beðin að flytja þessa andlátsfregn. Gleðimót “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Oft hafa þessar hending- ar reynst sannar og svo var það síð- astliðið þriðjudagskvöld þann 22. þ. m. í tilefni af heimsókn tveggja bræðra til móður sinnar, Mrs. Guð- bjargar Goodman, sem búið hefir í Selkirk síðastliðin 50 ár og er nú að verða 90 ára gömul. Bauð frú Jónína Christie til samsætis á St. Charles Hotel hér í bænum, myndar- legum hóp nánustu ættingja og vina þessarar heiðurskonu. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur búataOur < rrUObiki borgarinnar, Herbergi $2.00 og þar yfir; meC baöklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ouesta Alt fór fram með sérstökum hlý- hug. Margir töluðu og mintust gestrisni og glaðra stunda á heimili gömlu konunnar, sem er ein af þeim fáu sem lært hafa að lifa glöð og ánægð gegnum sorgir og mótlæti, sí- starfandi með bjargfasta trú á það ókomna. Þarna var hún með börnin sín f jögur sem eftir lifa af þrettán, en sem ekki höfðu öll mæst í meira en tuttugu ár. Þrjá syni, August, í Seattle, Wash., Halldór í St. Paul, Minn. og Frímann í Winnipeg, allir giftir hérlendum konum, og Margrét ógift heima hjá móður sinni. Þau töluðu öll hlýjum þakkarorðum til móðurinnar og allra sem henni hefðu verið vinveittir. Siðast stóð upp hin háaldraða kona og þakkaði með mjög vel völdum orðum alla hjálp og aðstoð sem sér hefði verið veitt bæði frá börnum sinum og öðrum. En sérstaklega þó sínum ágætu nágrönnum, þeim Mr. og Mrs. Hinrksson og frú Jónínu Christie og manni hennar, sem aldrei hefðu brugðist. Það er gleðilegt að sjá og vita að til er fólk, sem hefir ánægju og nautn af að gleðja gamalmenni og gjöra æfikvöldið bjart og unaðsríkt. Viðstödd. Achmed Hallech, kaupmaður i ■bænum Moras, varð bæði faðir og afi sama daginn. Tveir drengir fæddust. Annar var sonur dóttur hans af fyrsta hjónabandi, en hinn fyrsta barn hans af þriðja hjóna- bandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.