Lögberg - 30.09.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.09.1937, Blaðsíða 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGÍNN 30. SEPTEMBEK, 1937. 7 Heimilisguðrækni Konan, sem skrifar þessa grein hefir gert að einlcunnarorðum fyrir henni: “1 sálarþroska svanna, hýr sigur kynslóð- anna.” Líklega er ekkert viSfangsefni hér i heimi, eins erfitt og aÖ átta sig á samtíÖinni. Skynja straumhvörf hins hraðfleyga framhjáfarandi tíma. “Og kunna hn réttu ráÖ a'ð gefa.” Á stórfeldum tímamótum, eins og nú, þegar breytingar ver'ða svo örar, og ó'Öfluga, og sjálfsagt fremur en nokkru sinni áður. og snerta svo að segja öll svið þjóðlifsins; alt frá stjórn- og mentamálum, og atvinnu- lífi og inn í sjálft heimilislífið. Og þar mæta erfiðleikarnir og úrlausn- arefnin einkum kvenþjóðinni. Það fær ekki hugsandi mönnurn dulist, að þrátt fyrir alla ytri menn- ingu og framfarir, getur verið um sðferðislega hnignun og ábyrgðar- leysi að ræða. Ekki þarf að efa það, að margt af því. er nýi tíminn lætur oss í skaut falla, er gott og blessað. En hinu er ekki að neita að “göróttur er drykkurinn.” Og er það að vonum, því alstaðar liggja hinir breiðu og mjóu vegir samhliða, og sýnir það bezt, að oss er ætlað að vera á verði. Leita vits, og láta grön síga. Eitt af. því bezta, er nýi tíminn hefir fært oss, er óefað útvarpið, það stækkar sjóndeildarhringinn, og brúar fjarlægðir. Ennig fyrir kon- ur ætti útvarpið að geta verið góð hjálp, og sá vettvangur, þar sem þær geta náð saman, víðs vegar úr strjál- býlinu og rætt sín áhugamál. í vetur var, svo sem kunnugt er, tekinn á dagskrá útvarpsins einn tíimi á viku, fyrir húsmæður, þar sem þeim gæfist kostur á að ræða um hin margþættu, og vandasömu störf húsfreyjunnar. Þessir timar þyrftu að halda áfram. Margar þarfar og góðar leiðbeiningar koma í .tímum þessum. Sumar ruku í að opna glugga, aðrar að taka til í hér- bergjum. Hjúkrunarkonurnar fóru í hvíta sloppa og kendu að leggja bakstra. og mun það hafa komið sér vel í inflúenzunni. En “eitt er nauð- sytilegt.” Á það var ekki minst. ÞaÖ voru vonbrigði. Það gleymdist að minnast á grundvöllnn, er sann- farsælt heimili skal byggja á. Það hefði þó vissulega verið þess vert, og ástæða til, að verja svo sem ein- um tíma, til þess að tala um kristileg málefni. Það getur þó varla nokkrum dul- ist, og allra sízt mæðrunum, er hafa barnauppeldið á hendi, að kristi- legra áhrifa er þörf inn á heimilin. Annað eins reiptog og nú á sér stað með blessaða unglingana. Það er mikið talað um nú á tím- um, hvað mikið þurfi að gera fyrir börnin, einkum þeim til líkams- þroska. Það er gott það sem það nær. Það er aldrei of mikið gert fyrir þau. En þó að kennarar og uppeldisfræðingar leggi sinn skerf til, verða heimilin ekki, og eiga ekki að vera^ leyst frá skyldum sínum gagnvart börnum1 sínum. Eg held að hinn hreini þróttmikli kristindómur sé heillavænlegri fyrir æskuna, heldur en hið ímyndaða frelsi, og loforð um gull og græna skóga, er flokkshyggjan heldur svo mjög að unglingum nú, sem svo verður það sker vonbrigðanna, er menn brjóta óþyrmilegast bátinn sinn á. # * # Eg hefi oft óskað þess, að konur og kvenfélög vildu láta málefni kristindómsins riieira til sin taka, en þær gera. Þær geta á ýmsan hátt stutt safnaðarstarfið. Meðal ann- ars imeð því að láta sér ant um kirkjurnar, fegra þær og prýða, og umhverfi þeirra. Sækja vel helgar tíðir, og leitast við að hafa áhrif á aðra til krkjurækni. Taka upp fall- ið merki kristinnar trúar á heimil- unum. Heimilisguðræknin hefir verið lögð niður. Hvað hafa heim- ilin fengið í staðinn? Er oss ljóst hvað vér höfum mist? Eg sakna húslestranna, þessara hljóðu kyr- látu kvöldstunda, með huvekju söng og bæn. Það er sannfæring mín, að heim- ilisguðræknin má ekki leggjast nið- ur, ef krstin trú á að vera lifandi og starfandi. Þá ætti að fela prestun- um algerlega kristinfræðslu barna, ekki einungis undir fermingu, heldur þurfa þeir að vera leiðtogar æsku- lýðsins, fram á fullorðins ár. # * # í úrræðaleysi því, er heimurinn er nú staddur, hefir það verið viður- kent og játað, að kristindómurinn sé það eina. er hjálpað getur, ef hann fær það. En lifið og sagan sýnir oss í skuggsjá fortíðarinnar, að hin- ar göfugustu hugsjónir hafa tíðum átt erfitt uppdráttar í mannheimi. Það er leitast við að krossfesta hug- sjónirnar, ekki síður en boðbera þeirra. Og þannig er það með kristindóminn. Hann hefir of sjaldan fengið að vera mönnunum það sem honum er ætlað. Renni maður þuganuim aftur i tíma kristninnar hér á landi. einkum þess tíma, er biskupsstólarnir voru með mestum blóma, sézt að kristi- legt líf hefir verið hér áhrifaimeira, starfsamara og innilegra en nú. Og liggja þar til eðlilegar, alvarlegar ástæður. # # # 4 PUBLIC NOTICE Auction Sale of School Lands The following School Lands will be offered for sale, subject to a reserve Drice, by public auction at the Vil- lage of Arborg, in Manitoba, at 10 a.m. on Thursdaý, October 14, 1937:— S.E. 11-23-1 W.P.M. S.W. 11-22-2 E.P.M. N.E. 11-23-1 W.P.M. S.E. 11-23-2 E.P.M. t N.W. 11-23-1 W.P.M. N.E. 11-23-2 E.P.M. S.W. 11-23-1 W.P.M. N.W. 11-23-2 E.P.M. S.E. 29-23-1 W.P.M. S.W. 11-23-2 E.P.M. N.E. 29-23-1 W.P.M. N.E. 29-23-2 E.P.M. N.W. 29-23-1 W.P.M. S.E. 11-24-2 E.P.M. S.W. 29-23-1 W.P.M. N.E. 11-24-2 E.P.M. S.E. 29-24-1 W.P.M. N.W. 11-24-2 E.P.M. N.W. 29-24-1 W.P.M. S.W. 11-24-2 E.P.M S.W. 29-24-1 W.P.M. S.E. 29-22-3 E.P.M. S.E. 29 23-1 E.P.M. v S.E. 11-23-3 E.P.M. N.E. 29-23-1 E.P.M. N.E. 11-23-3 E.P.M. N.W. 29-23-1 E.P.M. N.W. 11-23-3 E.P.M S.W. 29-23-1 E.P.M. S.W. 11-23-3 E.P.M S.E. 11-24-1 E.P.M. S.E. 29-23-3 E.P.M N.W. 11-24-1 E.P.M. N.E. 29-23-3 E.P M S.W. 11-24-1 E.P.M. N.W. 29-23-3 E.P.M. S.E. 11-22-2 E.P.M. S.W. 29-23-3 E.P.M. N.E. 11-22-2 E.P.M. Reserve price, terms and conditions of sale may be secured on application to the Lands Branch, Department of Mines and Natural Resources, 318 Law Courts Build- ing, Winnipeg, Manitoba. DATED at Winnipeg, in Manitoba, this llth day of September, A.D. 1937. R. W. GYLES, Director of Lands. Meðan kirkja og skóli störfuðu saman, oft í höndum ágætis tnanna, hefir verið unnið mikið og gott verk í þágu kristni og menningar og því eðlilegt, að áhrifin bærust þaðan út um alt land. Það verður því ekki án sorgar hugsað til þeirra tíma^ er biskupsstólarnir á Hólum og Skál- holti háðu úrslitabaráttuna fyrir til- veru sinni, á einhverjum þeim erfið- ustu timum, er yfir landið hafa gengið. Og eins og vænta mátti urðu afleðingarnar þær, að kristilegt líf dapraðist. Kirkjugöngur og kirkjulegir helgisiðir, er áður þóttu sjálfsagðir, og jafnvel skylda, fóru smám saman þverrandi; en deyfð og tómlæti gagnvart öllu slíku hefir farið í vöxt. Og heimilisguðrækn- in, þessi hátíðlegi og sjálfsagði þátt- ur í heimilislífinu, lagður niður. Enda er nú svo komið, að sjálft löggjafarvaldið sér vænlegast, að stefna að því, að slökkva þenhan litt logandi hörkveik kristinnar trúar í landinu, með því að fækka svo prestum og kirkjum, að kirkjan verði óstarfhæf og áhrifalaus. Og heggur þar sá, er hlífa skyldi. # * # En andinn verður ekki slöktur. Vonandi renna nú bráðlega upp nýir og betri tímar í kristilegu safnaðar- starfi hér. Margt bendir til að nú roði fyrir nýrri vakningu i kirkju vorri. Fjársöfnun og gjafir til kirkna bera þess ljósan vott, að al- þýða ann kristindóminum af hjarta. Og þá er ekki síður fagnaðarefni, sá áhugi, sem vaknaður er fyrir þvi, að endurreisa forna merkisstaði, sem kirkjulegar minningar eru bundnar við. Þar er vissulega tilefni fyrir konur að leggja hönd á pláginn. Með því sýna menn ást á málefni kristindómsins og virðingu fyrir minningu hinna mætu fræðimanna, er þar hafa lifað og starfað. # # # Hóladýrðin er ekki horfin, þó að hinar dýrðlegu kaþólsku messugerð- ir og hátíðasöngur heyrist þaðan ekki framar. Og þó að aldraða fólk- ið eigi ekki framar elliheimili á þess- um fornheilaga stað, þar sem það getur fundið hvíld og hulið harma sína og fátækt í skjóli minninganna um hinn “blessaða biskup.” Eg vona að Norðlendingar elski Hólakirkju og bændamenninguna, er þar vex og þroskast á leiði fornra minninga,, og að þeir segi ávalt með ást og virðingu: “Heim að Hólum.” Eg veit, að hið fagra söguríka Skálholt verður aldrei framar bisk- upssetur. Timarnir eru breyttir. Eg veit, að sama rósin sprettur þar aldrei aftur, en önnur fegri getur ávalt vaxið á meiði kristinnar kirkju, ef vér viljum1. Skálholt ætti aftur að verða dýrðlegur staður, endurreistur með fagurri Vídalinskirkju. Máske býr hún þar enn, mentagyðjan, meðal Iandvætta og ljósálfa, og sé að bíða eftir, að setjast aftur í öndvegi. Og gera garðinn frægan. Þjóðin hefir efni á að byggja kirkjur, er samboðnar eru menning- arþjóð, og viðhalda kristindómi i landinu, en hún hefir ekki efni á að láta það ógert eða vanrækja það. Það er komið meir en mál, að fara að sýna kirkjum landsins þann sóma, hvað byggingarstíl og útlit snertir, að þær beri af gripahúsum staðar- ins. Þjóðin vill vera sjálfstæð og sterk, og hún á að vera það, en þá má hún heldur ekki byggja hús sitt á sandi, með því að vera kærulaus um þau æðstu og dýrustu verðmæti, er hún hefir eignast. Það er verið að tala um alþjóða- bandalag kvenna í þágu friðarins, og er það hin brýnasta þörf. Eg held að það sé ekki unt, að vinna á annan hátt betur að málefni friðar- ins, en með því að efla kristindóm- inn. Allar kristnar kvenþjóðir heimsins ættu nú að fylkja sér und- ir merki friðarhöfðingjans, Krists, og gefa gætur að hvað til friðarins heyrir, á þessum tímum. Þakklætisskuldin mikla, þörfin fyrir hjálp, og trún og traustið á sigurvissu málefni, ætti að knýja á hjörtu allra góðra, hugsandi kvenna, * * ♦ að ganga frarn’, til sóknar og varnar, i baráttunni fyrir kristilegum heims- frið, og byrja á sínum eigin heim- ilum. Vermireitur kristilegs lífs og starfs verður fyrst og fremst að vera heima. . Kona. Morgunbl. 22. ág. Er kristin trú að tapa eða vinna ? Iðulga hreyfirþessi spurning sér hjá mönnum og verður svarið ýmist neitandi eða játandi. í þessu sambandi virðist ekki úr vegi að minnast þeirra atburða,, seni nú gerast meðal þjóðanna, vik eg sérstaklega að orðum C. T. Wang. Hann er kínverskur að uppruna, og talinn ágætismaður og mentaður vel. Hann segir á þessa leið: Eg tel það hrósvert fyrir þjóð mína að hafa áunnið heilhuga hlut- tekt annara þjóða á hennar örðugu framsóknarbraut, en ágætara er þó það, að Kristur er að vinna sér fylgi í huga og hjörtum landa minna. Það er öhætt að trúa þvi sem raunveru- legum sannleik, að fótspor frelsar- ans eru á hverri stundu að verða skírari. Er þetta merkilegt vegna þess sérstaklega, að ótal trúarbrögð hafa átt sér formælendur löngu áð- ur en kristin kenning barst þjóðinni. Fransiscan munkar komu þar við land 1307 og Robert Morrison af hálfu mótmælenda 1807. Búddistar komu hingað 25 árum fyrir fæðingu Krists, og Lao-Tze nálega 600 árum fyr og Confucius um líkt leyti. Mencius boðaði trú sína 1600 árum fyrir komu Fransicana munkanna. Þegar kristin trú loksins barst til landsins, virtist lítill möguleiki á því að henni gæti orðið mikið ágengt. Iðulega var sagt við hina fyrstu kristnu trúboða: “Þið getið ekkert áunnið hér og getið ekki sigrast á þeim öflum, sem fyrir eru.” 9 Við bárum þennan fámenna hóp saman við miljónirnar mörgu, feng- um við naumast varist brosi, og sögðum við menn þessa: Enginn má við margnum. Vð ráðleggjum ykkur að halda heim hið bráðasta og hugsa ekkert til starfs hér.” Hinn fámenni hópur lét ekki telja sér hughvarf. Saga þeirra hér- lendis líkist ýkjufullri skáldsögu. Enginn heilsýnn maður getur neitað þeim vaxandi áhrifum, sem þessi Htli hópur hefir komið til leiðar. Ein- hver hin stórkostlegasta hreyfing, sem hefir átt sér stað á síðari tímum er farin að gerbreyta hugsunarhætti og lifnaðarháttum hinnar kinversku þjóðar. Hreyfing þessi gengur und- ir nafninu: “Hreyfing hins nýja lífs.” I þessu sambandi eru hin kristilegu áhrif mjög áberandi, enda varð ‘hreyfingu þessari hrundið af stað fyrir kristileg áhrif. Nokkrir kristnir menn eiga sæti í stjórn landsins og hafa þeir að hlutföllum afar mikil áhrif. Eftirtektarverð eru hin kristilegu áhrif á f jármálin. i Margskonar byrði hefir verið létt af lítilmagnan- um, bændur sem urðu að taka lánsfé guldu frá 30 til 100 af hundraði í rentu; nú er vanagjald 3—4 af sörnu upphæð hlutfallslega. Bændasam- tökin eru talandi vottur um áhrif kristinnar trúar. Hin heillavænlegu áhrif er sjáan- leg í trúarlegri fullvissu, í staðinn fyrir kenningar þær og hindurvitni, sem hin flóknu hjátrúarkerfi höfðu á boðstólum. Trúin á allskonar ó- vætti verður að rýma fyrir ljósi kristindómsins, og hindurvitni .mörg og almenn líða undir lok, eftir því sem kristin trú ryður sér til rúms, og áhrif hennar meir áberandi með ári hverju. Þá er vert að minnast hreyfingar- innar í Bandarikjunum, sem gengur undir nafninu: “The National Preaching Mission.” Áttatíu úrvals prédikarar úr Bandaríkjunum og víðar að skiftu með sér verkum á liðnu ári og heim- sóttu helztu staði. Sá, sem skýrir frá starfinu segir á þessa leið: “Ef þú heldur að kristindómurinn sé búinn að sjá sitt fegursta, og að guðsríki hafi fluzt í fjarlægð utan vébanda veraldarinnar, hefðir þú haft gott af því að vera staddur suður í Philadelphia einn sunnudag á síðastliðnu hausti. Þar hefðir þú litið tuttugu þúsund manns, sem kom * þar saman til bænafundar. Eða ef þú hefðir verið til staðins í New York, þegar starfsmenn þess- ir hófu starf sitt þar og sjá nítján þúsund manns samankomna. Slæpingja einurn varð að orði: “Hvaða stórtíðndi standa nú til? Eru menn að horfa á hnefaleikara eða eitthvað því um líkt?” “Nei,” svaraði einhver, “Guð er hér á ferð.” Það verður haldið uppteknum hætti á þessu ári, og með svipuðu fyrirkomulagi. Aldrei í sögu þessa lands hafa jafnmargar kirkjudeildir tekið þátt í hreyfingu þessari eins og nú. Allir voru fundirnir svo f jöl- sóttir, að menn komust iðulega ekki að til að fá sæti, og einlægur frjáls- leiki ríkti á öllum stöðum. Einn af þeim, sem tók mikinn þátt í starf inu lét svo um mælt: “Það eitt var augljóst hvar sem við komum, að menn hungrar og þyrstir and- Rga.” Ræðum þessara prédikara var út- varpað um land alt, og þrjú hundr- uð aukafundi varð að halda til þess að sinna þeim, sem ekki komust að á annan hátt, og víða talað undir beru lofti. Fundir tileinkaðir ungu fólki voru og víða haldnir, og fundir sem voru tileinkaðir ýmsum starfsmönn- um og skrifstofumönnum, var ávalt húsfyllir á öllum stöðum. Kostnaðurinn við starf og ferða- lög þessara manna varð um $60,000 og kom það fé alt inn með frjálsum samskotum. Ekki er hægt að svo komnu að bera mælivað á þau.áhrif, sem starf þetta kann að hafa; engum getur blandast hugur um það, að þau hljóta að verða rnikil og góð. Það að þessi hreyfing er svo öflug og víðtæk virðist þó benda til þess, að afl er nóg, ef á er tekið. Sýna það meðal annars smá atvik, sem komu fyrir á ferðalagi þessu. Maður nokkur kom til eins pré- dikarans og sagði: “Eg hlustaði á þig í gærkvöldi, reyndar ætlaði eg mér ekki að gera það, þvi eg hafði ásett mér að fara rakleiðis til að drekkja mér, en þegar eg hlustaði á ræðu þína, snerist mér hugur, og nú sé eg tilgang eigin lífs.” Tvær ungar stúlkur í Kansas City skrifuðu miða til Stanley Jones, sem var einn af ræðumönnunum, og heimsfrægur maður. “Hafir þú nokkur huggunarorð að flytja tveimur ungum stúlkum, sem ganga nú á háskóla, en sjá enga þýðngu fyrir lifi sínu og hafa ásett sér að stytta sér aldur, þá biðjum við þig að segja það.” Stanley Jones f lutti svo erindi sitt, hafandi í huga orð þessara stúlkna, sem ekki létu nafns síns getið. Komu þær svo seinna til hans og kváðust svo hafa skipast við ræðu hans, að þær ætluðu sér hér eftir að helga Kristi lif sitt og að feta í hans fótspor. I St. Louis kom það fyrir þegar prédikararnir fóru þaðan, að reynt var til þess að fá þá til að vera leng- ur. Borgarstjórinn í St. Louis hafði þau ummæli, að “ef þið gætuð verið hér eina viku enn, mundi eg ekki þurfa neina löggæslumenn, Lög- regluþjónarnir og dómárarnir gefa þær skýrslur, að glæpalifnaður hafi stórum minkað meðan þið voruð hér og öll regla um umferð um stræti borgarinnar miklu auðveldari þessa fjóra daga, sem þið eruð búnir að vera hjá okkur.” Það sem nú hefir verið tekið fram er aðeins sýnishorn af því, sem gerist um allan heim. Á íslandi er sterk hreyfing í garð kristirinar trúar. Stjórn Rússa er i öngþveiti út af því, að geta ekki út- rýmt kristindómi úr landinu. Hitler situr með sáran skallann af sömu á- stæðu og likar illa hvernig gengur að koma að hinni fornu ásatrú. N. Y. C. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man...............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man...............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man...............................O. Anderson Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. .........Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask. ...............S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask................S. Loptson Cyþress River, Man........................O. Anderson Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask........Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota...........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask......................C. Paulson Geysir, Man...............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.....................F. O. Lyngdai Glenboro, Man.............................O. Anderson Hallson, N. Dakota ....’þ.S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhannesson Hecla, Man................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.......................John Norman Husavick, Man..................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn.......................B. Jones Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson Langruth, Man...........................John Valdimarson Leslie, Sask.............................Jón Ólafsson Lundar, Man...............................Jón Halldórsson Markerville, Alta..........................O. Sigurdson Minneota, Minn......................B. Jones Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson Mozart, Sask.............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld Oakview, Man..................Búi Thorlacius Otto, Man................................Jón Halldórsson 'Point Roberts, Wash........... .S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.................O. Sigurdson Reykjavík, Man.................Árni Paulson Riverton, Man...........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. .................J. J. Middal Selkirl^, Man............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak.............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota.........Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man...............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man.............................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man......Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh.................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.