Lögberg - 28.10.1937, Side 2

Lögberg - 28.10.1937, Side 2
2 ■LÖOBMtG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBEE, 1937 Með Goðafossi eldra frá . New York—í Straumnes Eftir Jónas Þorbergsson. FerÖ min meÖ Goðafossi eldra frá New York og í Straumnes haustið 1916 er mér eftirminnilegasta för, sem eg hefi farið til þessa dags. Þó er það máske ekki förin sjálf, reynslan, sem hún veitti mér, þján- ingarnar sem hún hafði að bjóða, sem markar dýpst spor í vitund mína, heldur miklu fremur forsaga hennar. Förin var takmark og lausn sex ára gamallar heimþrár eins af þeim mörgu útlögum, sem Island hefir átt bak við úthöfin. Þessi sex ár vestan hafs veittu mér ýmislegt af reynslu frumbygð- arinnar þar á landi og fengu mér í hendur fjöJbreytileg við’fangsefni, alt frá þyngstu slitvinnu til skrif- stofustarfa. Dvöl mín var reyndar óslitin leit eftir viðfangsefni við mitt hæfi, — leit eftir rótfestu. Minningar mínar frá þessum árum eru glöggar og sterkar. En ljósust er mér endurminningin um árang- urslausa leit eftir því, sem gæti bægt frá mér þjáningum heimþrárinnar. En mér varð það ljósara, eftir því sem árin liðu, að eg var slitinn upp af rót og að það, sem mig vantaði, myndi eg aldrei finna vestan megin hafa. Eg varð langminnugur sárra stunda handan við þessar geigvæn- legu fjarlægðir. Eg minnist þess að eg sat oft í aftureldingu og gerði mér í hugarlund, að skýbólstrarnir í norð-austurátt — átt sólaruppkom- unnar við lengstan dag — væru borgir islenzkra fjalla. Andi há- lendisins og gneypra jökla fór töfr- um um sál mina og gerði mig sjá- andi um rúm og tíma saknaðarins. Eg sá morgunkyrtla sólarroðans steypast yfir fjöllin, nam þyt vind- anna, sem bera suðrænan hita inn í bygðir landsins. Við eyra mér dun- aði niður margra vatna, og eg heyrði lífið risa á fætur í grónum dal, en skuggi liðinnar nætur grúfði sig við rætur fjallanna, bliknaði við upprás sólar. Þessar sýnir fóru eins og kyrlátur tregi um vitundina, — hrifu mig til draumgleði í morgun- sárinu, en skildu mig eftir hryggan við bjartan dag. Ákvörðun mín um heimför, eftir sex ára fjarvist, markaði af þessum ástæðum eftirminnileg tímamót í lífi mínu. Árin að baki höfðu verið auðug af reynslu, sem um sumt hafði verið mér geðþekk, en í mörg- um efnum næsta ógeðþekk. Hitt orkaði þó mestu, að takmark mitt beið í framtíðinni, óljóst, heillandi eins og draumsýn, f jarlægt, ef til vill torfundið, en áreiðanlega einhvers- staðar i námunda við sjálf upptök lífs míns. Þessi viðburður, að snúa aftur heim til lands og þjóðar, ást- fólginna staða, frænda og vina eftir þessa leit að vistargleði, starfsgleði í óskyldu umhverfi varð mér, eins og hverjum öðrum, sem líkt stendur á um, því likastur sem að ganga úr hömrum út i bjart sólskin ættar- sveitarinnar. Þá jók það ekki lítið eftirvænt- ingu mína og okkar allra, nokkurra landa, sem urðum samferða heim, að förin var ákveðin með öðru af hinum nýju skipum Eimskipafélags íslands, sem þá voru tekin að sigla vestur um haf. Stofnun Eimskipa- félagsins vakti mikla gleði vestan hafs og gaf okkur, sem f jarri stóð- um, kost á því, að taka þátt i lang- þráðu átaki. Okkur samferðafólk- inu lék því mikil forvitni á að kynn- ast öðru þessu ástfóstri hins islenzka fórnarvilja og finna til þeirrar kend- ar, að danskar fleytur og danskur skipverjahroki var ekki án undan- tekningar úrslitakostur þess, að komast leiðar sinnar um hafið. Það er.ekki unt i þessu stutta máh að dvelja við frásögn um för okkar frá Winnipeg til New York né dvöl okkar þar, meðan við höfðum þar við stöðu. Á leiðinni kyntist eg nokkuð farháttum og farmenningu Bandaríkjamanna, sem mér þykir taka fram því, sem eg hefi kynst í Evrópu, bæði Um farkosti og fyrir- greiðslu. Fegurri bygð og björgu- legri hefi eg ekki séð heldur en þá, sem leið okkar lá um, þegar nálg- aðist New York. Járnbrautin lá á háum brútn yfir þvera smádali, sem teygðu sig í bugðum milli skógi klæddra hæða. Vegirnir lágu eins og þéttriðað net um landið, eftir dölunum, yfir dalina, kringum hæð- irnar, vegur undir vegur yfir, vegur á alla vegu. Goðfoss lá við bryggju i mesta verzlunarhverfi New York borgar, Manhattan, þar sem reist hafa verið hæstu hús á jörðinni og þar sem á- reiðanlega fara fram meiri verzlun- arviðskifti heldur en á nokkrum öðrum tilsvarandi stað i nokkru landi. Höfnin er hið furðulegasta náttúrusmíði. Fyrir innan þrönga innsiglingu opnast hringmyndaður flói, þar sem bryggjur og bólverk eru með öllum ströndum. Á litlu skeri frammi í höfninni stendur frelsisgyðjan með blýs í hendi og lýsir þeim, sem leita innsiglingar um hafnarmynnið. Myndastyttu þessa gáfu franskir borgarar Bandaríkja- þjóðinni árið 1876 á hundrað ára afmæli frelsisstríðs Bandaríkjanna. Hún er furðulega stórt og svipmikið mannvirki. Við dvöldum átta daga í New York meðan Goðafoss tók á móti farmi sínum. Við notuðum tímann til þess, að sjá okkur um í þessari tröllauknu borg. Var það reyndar ekki áhlaupsverk, og er ekki unt í þessu máli að greina frá því, sem bar fyrir augu og eyru. Minnis- stætt verður mér frá þessum dögum, að eg barst inn í manngrúa, þar sem komnir voru saman á víðáttumikl- um torgum og lystigörðum hundruð þúsunda manna, til þess að taka á móti fregnum um úrslit forsetakosn- inganna, er Wilso'n var kosinn öðru sinni. Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflvjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAE og UNGAE STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TOEONTO og SARGENT, WINNIPEG NUGA-TONE STYRKIK LIFFÆKiN Séu líffæri yðar liirnuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæi- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. Eftirvænting okkar óx því meir sem nær dró brottfarardegi. VerSur hér greint frá tveimur atvikum, sem gerðust áSur en látið var úr höfn og sem voru til þess fallin að spenna taugar minar. Viku áður en Goða- foss lagði af stað, grandaði þýzkur kafbátur sex skipum úti fyrir hafn- armynni New York borgar. Gerði báturinn engan mun þjóða við þessa iðju, en.skaut niður hvert skip, sem kom út úr hafnarmynninu. Kafbát þessum var reyndar stökt á brott, en varla gat heitið, að leiðin væri ör- ugg fremur en aðrar siglingaleiðir um norðanvert Atlantshaf á þéim árurn. Hitt atvikið var það, sem nú skal greina. Skipin, sem fóru vestur til þess að draga lífsbjörg að landinu, notuðu farmrúm sitt til þess ítrasta. Auk þess sem lestir voru fyltar, var tekin þilfarshleðsla. Daginn síðasta, er hleðslu var lokið, voru teknar tvær bifreiðar í kössum á þilfar, og voru þær bundnar hvor á aðra ofan á lestaropið aftan við framsiglu, en olíufötum var raðað um þilfarið, og var mjög rambyjajgilega búið um þe$sa hleðslu. Mjög varð sjómönn- unutn á hafnarbátnum, sem áttu leið framhjá, starsýnt á Goðafoss. Mun þeim hafa þótt skipið ekki stórt, allmjög hlaðið og óverulegt til svo langrar ferðar í vetrarstormum og náttmyrkri. Einn þessara manna gaf okkur, um leið og hann fór fram hjá, ótvíræða bendingu um það, að leið okkar mundi liggja nið- ur á hafsbotn. Mér þrútnaði skap við svo illmannlega hrakspá og gaf náunga þessum langt nef, meðan ha,nn sá til. Vissi eg þó reyndar ekki, hvort hann mat svar mitt eins og til var ætlast. Goðafoss lét úr höfn síðla dags, og var þá nálega fulldimt orðið. Ó- gleymanleg verður mér sýnin af höfninni inn til stórhýsanna í Man- hattan. Loft var mistrað og bland- ið reyk. Hæð húsanna í landi og stærð þeirra á alla vegu var svo ó- trúleg, að því líkast var sem okkur væri að dreyma. Helst er unt að gera sér slíkt í hugarlund, þegar ljóst verður, að þessi hús slaga mjög upp eftir meðal fjöllum hér á landi. 1 húmi kvöldsins og gegnum; blæju reykjarins var að sjá sem þarna stæði hamraborg reifuð í ljósadýrð. Hæstu turnar voru yfirheltir sam- feldu ljóshafi, því líkast sem þeir hefðu þegar skotið tindum sínum upp úr rökkri jarðarinnar. En í leynum þessara hamra glitruðu skrúðljósin yfir veislufagnaði álf- anna, meðan ljós hafnarinnar skutu eldfleygum langt inn í myrkur lands- ins. Eg stóð höggdofa, og mér flaug það'í hug, að þótt þessi för yrði 'máske mín síðasta, væri hún þó ekki til einskis farin, úr því að leið mín hefði legið gegnum þessi undur mannlegs hyggjuvits og hagleiks. Rétt innan við hafnarmynnið var Goðafoss stöðvaður af gæsluskipi, sem varpaði yfir okkur sterku ljósi. Stóð sú athugun skamma stund. Síð- an skreið Goðafoss út úr höfninni. Veður var hið blíðasta, þó komið væri nokkuð fram í nóvember. Eg gekk i^n gólf á þiljum uppi, og eg get trauðlega lýst fögnuði mínum þessi augnablik, er förinni var loks snúið í áttina til ættjarðar minnar, þangað, sem mér hafði orðið svo tiðreikað á leiðum saknaðarins und- anfarin ár. En því miður gerðist snöggur endir þessarar sæluvimu. Úti fyrir hafnarmynninu tók við stórsjór. Er skemst frá því að segja, að eg lá þegar i spýju minni og komst með naumindum ofan af há- þiljum, niður í rúm mitt á öðru far- rými. Get eg naumast hugsað mér hatramlegri þjáningar en þær, sem eg varð að líða slitalaust fyrstu sól- arhringana. Förin til Reykjavíkur varaði í 12 daga. Við hreptum eng- in stórviðri, en þráláta vinda og mikla sjávarólgu. Var alda lengst- um á utanverðan skut bakborða, og valt skipið ákaflega. Að liðnum fyrstu sólarhringunum færðist eg lítið eitt á kreik og komst upp í reyksalinn. Lá eg þar lengstum eft- ' ir það, enda var þar glatt á hjalla 1 hjá samferðafólkinu, sem þoldi sjó- ^ inn. Timum saman horfði eg úr ; bæli mínu út um salargluggann, út í dimmgrátt vetrarloftið, meðan skipið dýfði borðstokkunum í öld- urnar við hverja veltu. Þess háttar ferðir eru sjaldnast viðburðaríkar, tneðan ekki hlekkist á. Hver mínúta talin við þjáningar. Og eftir tólf sólarhringa veikinda og algerða sveltu glaðnar yfir mér snemma morguns, og eg ris upp með veik- um burðum, þegar hrópað er “land- sýn.’’ Sá eg þá Snæfellsjökul til Vinstri handar, en bláma fyrir Reykjanesi á hægri hönd. Nú færð- ist vindur til mótdrægrar áttar með kröppum sjóum, sem gengu yfir skipið. Var þá matreiðslumaðurinn á fyrsta farrými hætt kominn, er sjór tók hann út fyrir borðstokkinn, en fékk haldið sér og brölt inn yfir aftur. Var hann danskur maður og nokkuð við aldur og sjálfsagt van- ur misjöfnum sjóferðum. Var til þess tekið, hvað hann hefði bölvað hraustlega, þegar hann kom úr bað- inu. Ferðin sóttist hægt móti sjó og vindi, og í rökkurbyrjun komum við inn á Reykjavíkurhöfn. Eg mun ekki í þessari frásögn hirða um að greina frá viðdvöl minni í Reykjavik eða ferðalaginu að öðru leyti, þangað til Goðafoss létti akkerum á ísafirði um miðnætti 30. nóvember 1916. Veður hafði verið kyrt þennan dag og léttskýjað, en dimt til hafs- ins, en þótti uggvænlegt og var spáð norðanáhlaupi. Goðafoss hafði meðferðis matbjörg á hafnir á Húnaflóa, og mun skipið hafa haft stranga áætlun, svo mjög sem: þá var fátt um skipakost og örðugt um að- drætti á þessum miklu ógnartímum styrjaldarinnar. Skipstjómarmenn og forráðamenn skipsins munu því hafa lagt kapp á að ná fyrir Horn um nóttina og taka höfn við Húna- flóa næsta dg. Eg gekk til náða þegar skipið lét úr höfn og svaf, sem fyrri, uppi í reyksal annars farrýmis. Klukkan um 2jú um nóttina vaknaði eg snögglega af föstum svefni. Gnauð- aði þá stormkylja í skipinu, en sjór virtist næstum kyr, og flaug mér í hug, að skipið væri komið í höfn eða í hlé við land. Tók eg þá eftir því, að inn fenti um þakglugga salarins. Varð mér það fyrst fyrir að brölta á fætur og loka glugganum. Gekk síðan til rúms mins aftur. Ekki hafði eg legið þar nema örfá augna- blik, þegar skipsskrúfan stöðvaðist snögglega, og að nokkrum andartök- um liðnum hófust skrykkingar svo stórkostlegar, að eg tókst á loft í rúminu. Enda hafði eg þar skamma viðdvöl eftir það. Flaug mér i hug, hvort varpað hefði verið akkerum og væri skipið að hnykkjast til í keðjunum. En eg komst brátt að raun um það, að annað og meira var í efni. Hnykkjum þeim og gaura- gangi, sem nú taka við, verður ekki lýst með orðum. Færðust menn nú á flakk hver af öðrum, og urðum við þess vör, að skrúfa skipsins gekk fyrir fullu afli vélarinnar aftur á bak. Jókst þá hliðarsláttur skips- ins, og var því líkast sem það engd- ist af banvænum þjáningum. Varð nú fótum naumast fyrir sig komið, og hélt hver sér þar sem hann var kominn. Eftir að á þessu hafði gengið alllanga hríð, bilaði annar ketill skipsins, og gaus út orkan með miklum hávaða. Kyrðist þá um skipið með þeim ömurlegu umskift- um, að vélar skipsins stöðvuðust all- ar, Ijós dóu, og vetrarkuldinn tók til sinna ráða í hverjum afkyma skips- ins. Þegar hér var komið, var ve.ðri þannig háttað, að yfir var að dynja norðaustan foraðsbylur. Gekk þegar á með dimmum éljum. Þegar til rofaði, rétt í því að skipið strand- aði, þektu kunnugir skipverjar á öðru farrými, að við höfðum tekið land í Straumnesi vestan megin, skamt innan við nesoddann. Þess varð skjótlega vart, að gat var komið á botn skipsins og gerð- ist flóð og fjara í skipinu. Komu hásetar aftur á annað farrými til okkar og ráðlögðu okkur að bera farangur upp'i reyksalinn, með því að vænta mátti, að gólfin í svefn- klefunum spryngju upp, er meiri sjór félli í skipið. Tókum við þetta ráð. Enginn æðraðist á öðru far- rýimi við þennan atburð. Af fyrsta farrými höfðum við litlar spurnir, þó spurðist það, að einn farþeganna þar hefði ætlað að varpa sér fyrir borð, en verið hindraður með valdi. Á öðru farrými voru tvær stúlkur, sem höfðu komið alla leið vestan um haf. Þær þverneituðu að rísa úr rekkju og spurðu, til hvers væri að flasa, þegar ekkert væri aðhafst. . Þegar birti af degi, sást milli élja hversu umhverfis var. Hrikalegt fjall gekk í sjó fram og nálega eins bratt og standberg væri. Undir var stórgrýtisfjara. Utar gekk hauga- brim yfir nesoddann. Átt var norð- austanstæð með hvössum hríðarélj- utm’. En nesið yzta hlífði okkur við stórbrimi. Þó valt skipið og byltist í klungrinu. Þegar bjart var orðið af degi, réðst fyrsti stýrimaður í bát við f jórða mann að leita lands í Aðalvík. Gaf sig fram til fylgdar við hann Oddur Sigurðsson, sjómður úr Hrísey. Kvaðst hann vera kunnugur í Aðalvík.og hafa strandað þar fyrri. Hvarf báturinn skjótt sjónum okk- ar. Tók nú við önnur bið. Þó vor- um við öll næsta róleg, enda ekki sjá- anleg lífshætta að óbreyttum ástæð- um. Eg tíndi á mig allan þann skjólfatnað, sem kostur var á, kast- aði mér út af í farangursdyngjuna i reykingarsalnum og sofnaði. En eigi hentaði svefninn vel til varnar gegn kuldanum. Tóku nú sumir það ráð að fá sér í staupinu og grípa í spil á milli þess, sem þeir börðu sér. Þegar rökkva tók, þótti sýnt, að annaðhvort hefði bátur fyrsta stýri- manns ekki náð landi ellegar að Aðalvíkingar treystu sér ekki á bát- um sínum út til björgunar. Enda gekk veðrið upp með afskaplegum ofsa, þegar leið á daginn. Undir rökkur var gerð tilraun til að koma kaðli í land. En þá var svo brimað við stórgrýtisfjöruna, að ekki þótti lendandi og var horfið frá því ráði. Enda mæltu það kunnugir, að til einskis væri að hverfa nema dauð- ans, er á land kæmi, því í báðar áttir var fjallið sæbratt og forvaðar í sjó fram, þar sem eigi var fært í brimi, en veðrið gengið upp til stórviðris með frosti og fannkomu svo mikilli, að í verstu hryðjunum sá ekki út yfir borðstokk skipsins. Þess var nú einn kostur að láta fyrirberast í skipinu næstu nótt, hvað sem hún kynni að bera i skauti sétr. Eg fékk mér vænt staup af brennivíni og gekk svo til náða, dró á mig nokkur teppi og sofnaði skjótt. Ekki veit eg hversu lengi eg hefi sofið, en eg vaknaði og skalf þá mjög af kulda. Hafði slingur skipsins aukist mjög, því brim fór vaxandi, enda gengu nú stærstu sjó- arnir yfir skipið. Okkur var það reyndar öllum ljóst, að líf okkar var komið undir því, að vindur og brim héldist við norðausturátt. En ef vindátt hefði snúist til vesturs, var lífshætta búin. Enda hafa brimin síðan varpað skipsskrokknum upp fyrir efsta fjöruborð. Eg sofnaði ekki það sejn eftir var nætur. Og þó mér væri raunar engin hræðsla í hug, var ástandið dapurlegt fyrir okkur öllum. Þetta ástfólgna skip þjóðarinnar byltist ósjálfbjarga í stórgrýtisurðinni. Fjallið grett og nakið krepti að okkur hnefann, bát- urinn með fjórum mönnum i voða brimi og stórviðri og við skjálfandi leikfang örlaganna. Og nóttin leið hægt og hægt með öllum sínum ömurleik. Nú víkur sögunni til bátver|ja. Þeir gæddu róðurinn inn með hlið- um Straumness. Þótti þeim sem ekki mundi verða vænleg landtaka á þessum smábát. En skamt utan við þorpið fundu þeir víkurleyni milli tveSgja kletta, og var þar sandf jara. Réðust þeir til lendingar og komust slysalaust á land. Gengu þeir síðan til Aðalvíkur og sögðu sínar farir ekki sléttar. Brá þorpsbúum mjög í brún við þessi tíðindi, en brugðu skjótt við og settu fram vélbáta sína. En um þær sömu mundir gekk upp veðrið eins og fyr var sagt. Töldu þeir þá ófært í sjó að leggja og engin von bjargráða* þó reynt yrði. Hurfu þeir frá við svo búið. Undir næsta morgun slotaði veðri nokkuð. Og er ljóst var orðið af degi, koma vélbátar úr Aðalvík á vettvang. Er skemst frá því að segja, að þann dag var öllu fólki og mestu af farþegaflutningi bjargað í land. Tóku Aðlvíkingar á móti okkur eins og ástvinum, og reyndum við þar ósvikna íslenzka gestrisni, sem nú mun hvergi finnast jafn- glögg eins og í útkjálkasveitum Is- lands, þó hún sér reyndar alveg ó- svikin víðast hvar um land. Var okkur kjálkað niður á heimilin þar í þorpinu og grendinni, meðan við biðum eftir öðrum farkosti. Þess verður hér að geta, að í strandinu slitnaði niður loftnet skipsins og vélar hættu brátt að starfa. Var þess því enginn kostur að senda neyðarmerki eða greina frá högum þess. 1 Aðalvík var eng- inn sími og heldur ekki á Hesteyri. Daginn, sem við náðum landi, var rokviðri með köflum og stórsjór á úthafi. Var því ekki ráðist til ísa- fjarðar fyr en með birtingu næsta morgun. Þá flaug fregnin um land alt. Næsta dag kom Flóra inn á Aðalvík og tók strandmennina á- leiðis. Var öllum hrygð í huga, er við sigldum fram hjá Goðafossi, sem hafði flutt okkur yfir hylji At- lantshafsins, svo nauðulega staddan. Margt hefir verið skrafað um minni tíðindi en Goðafoss-strandið. Enda skorti þá ekki umtal, getsakir og óvægilega dóma. Var þjóðinni mikil vorkunn, að henni yrði klak- sárt við slikan atburð, svo mjög sem henni var skipsins þörf og svo mjög sem henni var það kært. Þegar til Akureyrar kom, varð eigi þverfót að fyrir spyrjandi mönnum, sem vildu allir fá að vita um það, hvað valdið hefði slysi þessu, hverjum hefði verið um að kenna. Varð mér svarafátt. Var það hvort- tveggja, að um það var mér alls ó- kunnugt, enda myndi eg ekki hafa um það borið, þótt mér hefði verið það kunnugt. Vitneskja um slík mál kemur og á að koma fram eftir réttum boðleiðum, en ekki eftir hlaupaleiðum meinfýsinnar. Þeir menn, sem við slika atburði teljast helzt sekir, munu vissulega taka sér þá nær en almenningur, sem; stendur gleiðum fótum á þurru landi, tekur sér það, að dómfella þá. Mér eru minnisstæð frá þessum dögum orð skipstjórans á Flóru. Við sátum undir borðum og Goðafoss-strandið var á dagskrá. Hrutu þá mörg hörð orð og óvægilegir dómar urn skip- stjórnarmennina. Skipstjórinn á Flóru hlýddi á og lagði ekki til mál- anna, unz honum ofbauð. Þá mælti hann með svo miklum þunga, að alla setti hljóða: “Það er auðveldara að tala um siglingar fyrir norðurströnd- um Islands í vetrarmyrkri heldur en standa þar til ábyrgðar.” Eg hefi nú lokið þessu máli: Heimförin, sem átti hug minn allan og fögnuð hins útlaga íslendings, gekk að vísu ekki með öllu klak- laust. En hún tókst, og hún færði mér ekki vonbrigði, heldur ný við- fangsefni og starfsfögnuð, þar sem eg stóð föstum fótum á jarðvegi .ættar minnar og ættjarðar minnar. —Fálkinn, 2. okt. HAGSÝNI Húsbóndi skipaði þjóni sínutn að fara til nábúa síns, og fá lánaðan hamar hjá honum. Þjónninn hlýddi og fór til nábúans og sagði: “Fyrir- gefið, en viljið þér gera svo vel að lána húsbónda mínum hamar?” Nábúinn, sem var mjög aðsjáll, svaraði: “Til hvers þurfið þér að nota hamarinn? Til að negla með hon- um ? “Já, herra.” “Eru naglarnir úr járni?” “Já, herra.” “Fyrst svo er, get eg ekki lánað hamarinn. öðru máli væri að gegna, ef naglarnir væru úr tré.” Þjónninn fór heim og sagði sínar farir ekki sléttar. Húsbóndinn hrópaði reiður: “Bölvaður nirfillinn! Nú neyðist eg til að nota minn eigin hamar!”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.