Lögberg - 28.10.1937, Síða 3
LÖGBBEG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER, 1937
3
Hefir Mussolini farið erindisleysu
til Þýzkalands
------ i
Heimsókn Mussolini til Hitlers
hefir verið mesta umtalsefni heims-
hlaÖanna undanfarna daga.
Það eru nú rösklega þrjú ár síðan
aÖ Hitler sótti Mussolini heim.
Þýzkaland átti þá enga vini meðal
erlendra þjóÖa, en mætti hvarvetna
mikilli andúÖ. För Hitlers var fyrst
og fremst farin í þeim tilgangi að
leita eftir vináttu hins ítalska ein-
valda. En ferðin bar ekki tilætl-
aðan árangur. Mussolini tók hin-
um þýzka starfsbróður sínum með
talsverðri viðhöfn og yfirborðskur-
teisi en lét hann að öðru leyti fara
erindisleysu. Engin nánari stjórn-
málabönd voru tengd milli Þjóð-
verja og ítala í þeirri ferð.
Þessi afstaða Mussolini var J>á vel
skiljanleg. Hann var góður vinur
Frakka og Englendinga og nánari
samvinna Itala. við Þjóðverja myndi
verða þeim þyrnir í augum. Auk
þess leit Mussolini þá á sig sem
verndara Austurríkis gegn yfir.
gangssemi Þjóðverja. Hinn mikli
herafli ítala í Brennerskarði var al-
varleg áminning til Þjóðverja um
að sjá Austurríki í friði.
Breytt aðstaða,
Nú er afstaðan algerlega breytt.
Þjóðverjar eru ekki eins þurfandi
fyrir erlenda vináttu og 1934. Þeir
hafa endurheimt rétt sinn til að víg-
búast og notfæra sér hann til fulls.
Þeir hafa náð tiltölulega hagstæð-
um viðskiftasamningum við fjöl-
margar þjóðir víðsvegar um heim.
Utanríkisverzlun þeirra fer stöðugt
vaxandi, einkum útflutningurinn.
Það sem þeir þurfa umfram alt á
næstu árum, er að komast hjá mikl-
um stórdeilum til þess að geta bygt
upp her sinn og iðnað í næði. Það
er áreiðanlegt, að Hitler og félagar
hans óska eftir friðsamlegri sam-
búð við aðrar þjóðir meðan þeir
telja sig ekki undir það búna, að geta
átt í langvinnum ófriði, en til að
ná því marki, á Þýzkaland enn langt
í land.
Enn meiri breyting hefir þó orðið
á afstöðu ítalíu. Síðan þá hefir
Mussolini háð Abessíníustyrjöldina
og unnið sigur. En sá sigur hefir
orðið dýrkeyptur. Hann hefir kost-
að vináttu Breta og Frakka. Hann
hefir orsakað það, að Mussolini
verður að hafa hundrað þúsundir
manna við hernað og önnur störf í
Abessiníu. Síkan kostnað þolir
ekki hinn erfiði fjárhagur ítalíu til
lengdar. En Mussolini hefir þó ekki
látið sér nægja Abessiníuæfintýrið
eitt. Hann hefir einnig sett sér það
markmið, fð koma Spáni undir
ítösk yfirráð. Um 100 þús. ítalskir
hermenn hafa verið sendir þangað
til að fullkomna þann draum Musso-
lini, að ná fullum yfirráðum yfir
Miðjarðarhafinu.
Með þessum aðgerðum hefir
Mussolini komið sér út úr húsi hjá
Frökkum og Englendingum. Meðal
nokkurs hluta brezka íhaldsins hefir
að vísu fram til seinustu tíma leynst
nokkur von um nýtt samkomulag við
Mussolini. En þar sem aðgerðir hans
í fceinni tíð hafa stöðugt beinst gegn
yfirráðum enska heimsveldisins,
hafa þær vonir dofnað að sama
skapi.
Liðsbón Miussolinis
Þannig var ástatt, þegar Musso-
lini afréð ferð sína til Hitlers. Hún
var liðsbón til hins þýzka einvalds í
þeim miklu innri og ytri þrenging-
um, sem ítalía hefir nú við að búa.
Skömmu áður en Mussolini hóf
Þýzkalandsför sína, gerðist enn
einn atburður, sem framar flestu
öðru gerði Mussolini það nauðsyn-
legt að halda vináttu Þýzkalands.
Það var Nyonráðstefnan og varð-
gæzla Breta og Frakka á Miðjarð-
arha'fi. Með hinni ákveðnu fram-
komu sinni þar höfðu Bretar og
Frakkar skotið Mussolini skelk í
bringu og nauðsynlegur mótleikur
fyrir hann var að geta sýnt aukinn
samhug Þjóðverja og Itala. Helzt
af öllu þurfti hann að fá Þjóðverja
til að sýna ákveðnari áhuga fyrir
sigri Franco á Spáni. En Þjóðverj-
ar virðast frekar hafa dregið úr
hernaðarlegum stuðningi við Franco
í seinni tíð. Þátttaka þeirra í Spán-
arstyrjöld virðist frekar miðast við
að prófa nýjustu hertæki Þýzka-
lands en að stuðla að fullnaðarsigri
Franco.
Það hefir þótt sennilegt að gegn
slíkum stuðningi Þjóðverja hafi
Mussolini boðið að sleppa alveg
hendinni af Austurríki, enda hefir
hann samt orðið í mörg horn að líta.
Það virðist líka eins og kanzlari
Austurríkis treysti ekki lengur á
vemd Itala, því í seinni tíð hefir
hann byrjað að stuðla að auknu vin-
fengi við Frakka og Tékkoslafa.
/ sporum Hitlers 1934
I Þýzkalandi var Mussolini tekið
með fádæma viðhöfn og kurteisi.
En hinsvegar bendir alt annað til að
hann hafi farið fullkomna erindis-
leysu. Engar tilkynningar hafa ver-
ið gefnar út um viðræður hans og
Hitlers. Mussolini virðist hafa far-
ið jafn þýðingarlausa för til Þýzka-
lands 1937 og Hitler fór til ítalíu
1934.
J934 vildi Mussolini enga samn-
inga gera við Hitler. Hann vildi
biða og sjá, hvað úr brölti hans yrði.
Hann vildi ekki láta vinfengi Hitlers
kosta sig óvináttu annara þjóða. í
dag er það Hitler, sem vill bíða og
sjá hverju fram vindur. Hann vill
ekki stofna hinum unga her Þýzka-
lands og vaxandi iðnaði í hættu,
meðan hann álítur Þjóðverja ekki
orðna nógu sterka til verulegra á-
taka.
Rómverskt eðou germanskt
viðhorf
Hitler treystir heldur naumast á
Mussolini, sem öruggan samstarfs-
mann. Mussolini er hinn praktiski
stjórnmálamaður, sem ekki telur
hlutverk sitt að boða mannkyninu
neina ákveðna stjómmálastefnu,
heldur hitt að grundvalla nýtt róm-
verskt heimsveldi. Hann varð meðal
þeirra fyrstu, sem viðurkendu rúss-
neska kommúnistaríkið og hann hef-
ir ekki viljað ganga inn í bandalag
Þjóðverja og Japana um baráttu
móti kommúnisma. Hann vill ekki
skuldbinda sig til þess að berjast
gegn kommúnisma, ef ástæðurnar
breyttust þannig, að það væri hon-
um óheppilegt vegna aðstæðna í
utanríkismálunum. Hitler telur sig
hinsvegar postula nýrra pólitískra
trúarbragða og álítur það hlutverk
sitt að vinna að útbreiðslu þeirra.
Yfiráð hins gemanska kynstofns er
draumur hans. Þessvegna hlýtur,
þegar alt kemur til alls, að verða
mikill skoðanaágreiningur milli
þeirra, þvi stofnun germansks
heimsveldis og rómversks heims-
veldis fara ekki saman.
Það virðist eins og eftir Þýzka-
landsförina standi Mussolini ein-
angraðri uppi en áður. Hitler hefir
ekki þorað að veita hinn umbeðna
stuðning. Hann vogar það ekki, að
binda örlög sín við hið áhættusama
tafl Mussolinis, sem myndi líka, ef
það ynnist, vera til mests ávinnings
fyrir hið rómverska heimsveldi, en
óvíst hvort Þjóðverjar græddu á því
nokkuð.
Aðvörun Breta og Frakka
Hitler hefir líka fylgst með
veðrabrigðum, sem um líkt leyti
voru að gerast í stjórnmálaheimin-
um, og hann gat að nokkru leyti
skoðað sem áminningu til sín. Á
fundi Þjóðabandalagsins er tekin
ákvörðun um það að segja upp hlut-
leysissamningunum, ef erlendir her-
menn verða ekki fluttir frá Spáni.
Bretar og Frakkar tilkynna um likt
leyti að þeir muni bjóða ítalíu upp
á þriggja velda ráðstefnu til að
ræða um brottflutning sjálfboðaliða
frá Spáni. Til viðbótar við gæzlu-
starf Bretaog Frakka á Miðjarðar-
hafi, gátu einræðisherrarnir dregið
af þessu þær ályktanir á fundum
sínum, aí> aðrar þjóðir álfunnar
voru búnar að fá nóg af brotum
þeirra á hlutleysissamningunum og
nýtt tímabil í þeim málum væri
hafið.
Þeir atburðir hafa ekki sízt styrkt
Hitler í þeirri skoðun, að heppileg-
ast væri að bíða og auka ekki hlut-
deild sina í æfintýri hins ítalska
einvalds.
—Nýja dagbl. 5. okt.
Maður nokkur var svo hræddur
við konu sína, að hann flýði undan
henni inn í tigrisdýrsbúr frá um-
ferða-cirkus, sem dvaldi þá í borg-
inni. Konan kom að búrinu, horfði
milli rimlanna á mann sinn með
hinni megnustu fyrirlitningu og
hreytti svo út úr sér: “Raggeit-”
Sá bjartsýni: Vertu kátur, þetta
gæti verið miklu verra en það er.
Sá svartsýni: Já, eg er líka hrædd-
ur um að það verði það.
F~»»» ..-------....... ..... » y .................
Stop Jlduertisinq
|, and the world will pass you by and forget
you are in business.
Aduertisinq Conraqe
•
is the vital spark in the midst of a complex
competitive society which lights ttí'e fires
of better business.
For distinctive and effective
advertising use the services of
THE COLUiriBlA PRESS UTtllTED
■ \
SARGENT AVENUE AT TORONTO STREET, WINNIPEG
PHONE 86 327
Hvort er betra að eiga
heiraa á lslandi eða
í Chicago?
Alþýðublaðið hitti að máli Árna
Helgason frá Chicago. Árni er
Hafnfirðingur að ætt og uppruna og
flutti ekki vestur um haf fyr en 1912
þá 21 árs gamall. Árni á því 25 ára
Ameríkuafmæli og heldur upp á það
með því að heimsækja garnla landið.
Hann fór í gærkveldi áleiðis til
Ameríku um Frakkland og England.
—Þú leggur þá af stað heim i
kvöld ?
—Að heiman, segir Árni. — Það
er eins um okkur Vestur-íslending-
ana og um landnámsmennina. Þeir
fóru “út” til Islands, og við för-
um “út” til Ameríku. Þó Ameríka
reynist okkur mörgum gott fóstur-
land, þá slitnar samt aldrei sú taug,
sem tengir okkur við föð/irlandið.
—Já, þú varst orðinn fullorðinn,
þegar þú fórst að heiman?
—Eg var orðinn eldri en það, að
unt sé að skifta um þjóðerni. Og
raunar held eg, að það þurfi að
flytja börnin ómálga, ef þau eiga
alveg að festa rætur í framandi
landi. Það kemur altaf í núg órói
öðru hvoru, og þá kem eg heim til
að ná aftur jafnvæginu. Eg er nú
búinn að vera hér í tvo mánuði með
konu minni og fósturdóttur. Við
höfum farið um landið þvert og
endilangt, eins og vegirnir leyfa. Eg
undrast, hvað vegirnir eru orðnir
langir — og góðir. Já, eg segi góð-
ir, þegar litið er á allar ástæður. Það
reynir á litla þjóð i stóru landi.
—Við fáum nú samt oft að heyra
það, að við stöndum að baki öðrum
menningarþ j óðrnn.
—Sennilega hjá þeirn, sem koma
hingað einu sinni mállausir og
standa við einn dag í rigningu, segir
Árni. Eg sé að það þykknar í hon-
um. — Það er náttúrlega hverju orði
sannara, að Islendngar standa að
baki mörgum öðrum þjóðum um alla
nútíma-tækni. En ekki kalla eg það
menningu, nema einhver framför
verði í mannfólkinu sjálfu um leið
og hestöflunum fjölgar i fólksins
þjónustu. Eg skal forðast að tala
um pólitík. En svo mikið get eg
sagt, að félagsþroski helzt hér á Is-
landi fult eins vel i hendur við fram-
farirnar og þar sem eg þekki til
annarsstaðar. Eg get borið saman
1912 og 1937. Eg hefi komið hing-
að fjórum sinnum á þessum 25 ár
um. Hundrað þúsund manns, sem
búa á hundrað þúsund ferkílómetr-
um, þurfa ekki að bera kinnroða
fyrir þennan aldarfjórðung. Gamla
landið, sem altaf er að yngjast upp,
hefir enn aðdráttarafl jafnvel fyrir
þá, sem búa i hinum miklu Banda-
ríkjum, fólkið og fjöllin, loftið og
laugarnar, — hér hefir mér liðið vel
í sumar!
—En kvíðirðu þá ekki fyrir að
koma til Chicago, þar sem alt er fult
af “bandittum” og “bootleggers ?”
—Ekki var eg að lasta Chicago,
segir Árni. Stjúpurnar eru ekki alt-
af eins fráleitar og í þjóðsögunum.
Það er eins og að ókunnugir haldi,
að A1 Capone aki þar urn götumar
í brynvörðum bíl, bölvandi og skjót-
andi á borgarana, og að Big Bill,
borgarstjórinn, sem sagðist ætla að
gefa Bretakonungi á kjaftinn, ef
hann hitti hann einhverntíma, séu
ímyndir Chicago-menningarinnar.
En eg skal segja ykkur, að þessir
herrar hafa ekki truflað mína tilveru
þessi tólf ár, sem sg hefi búið í
borginni. Útlendingar hafa sínar
hugmyndir af símfregnum. En sím-
fregn er ávalt villandi. Hún dreg-
ur saman í stutt imál, það sem er ó-
venjulegast. Lif hinna fjögurra
miljóna manna, sem búa í Chicago
og umhverfi, fellur áfram í sínum
þunga straum eins fyrir það, þó að
einn bófinn skjóti annan bófa. Og
það er hálf-ergilegt fyrir okkur
hversdagsmennina, þegar ekkert
heyrist í f jarska annað en þessi litli
skothvellur, sem fæstir taka eftir
heima fyrir. I Chicago er starfað
og unnið. Það er eins í öllum at-'
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON
216-220 Medical Arts Bldg. Phones: 35 076
Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 906 047 Consultation by Appointment
Heimili: 214 WAVERLEY ST. Only
Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
SérfroetStngur t eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalsttml — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofustmi — 22 251
Heimili — 401 991
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstími 3-5 e. h.
218 SHE RBTJRN ST.
Stmi 30 877*
BARBISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur l'ógjræöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
BUSINESS CARDS
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfræöingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Pho’ne 94 668
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
Dr. D. C. M. Hallson
Stundar skurSlækningar og
almennar lceknlngar
264 HARGRAVE ST.
—Gegnt Eaton’s—
Winnipeg
Stmi 22 775
Akjósanlegur gististaöur
Fyrir Islendingal
Vingjarnleg aðbúS.
Sanngjarnt verð.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT
Stmi 94 742
A.S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur Hkkistur og annast um út-
farir Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talstmi: 501 562
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fðlks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
PHONE 94 221
ST. REGIS HOTEL,
285 SMITH ST., WINNIPEG
pœgilegur og rólegur bústaöur <
miöbiki borgarinnor.
Herbergi $2.00 og þar yflr; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar málttðir 40c—60c
Free Parking for Ouests .
vinnugreinum og í umferðinni, að
ef þú víkur vitkust eða nemur stað-
ar, þá er ekið yfir þig. Það segir
fátt af einum í slikum mannfjölda.
En kraftarnir stælast og taugarnar
herðast — eða bila þá alveg. — Chi-
cago er stærsta vatna-hafnarborg
heimsins, miðstöð stærstu landbún-
aðarhéraða heimsins, þar má nú sjá
kjöt og kornvöru- Og Iðnaðurinn
að sama skapi. Listasöfn, bókasöfn
og náttúrusöfn jafnast á við þau
beztu annarsstaðar. Og háskólinn
með nemendum, kennurum' og því,
sem í kring um hann er, jafnast
nokkurnveginn á við Reykjavík að
fólksf jölda.
—Nú ertu farinn að tala eins og
Ameríkumaður!
—Ameríkumenn tala stórt af því,
að í Ameríku er svo margt stórfeng-
legt. Ef blaðið ykkar er bara nógu
stórt, þá skal eg setja heilan fyrir-
lestur.
—Alþýðublaðið er nú smátt á
ameríska vísu. — En segðu okkur
eitthvað af þínum eigin högum ? Við
höfum heyrt að þú sért orðinn einn
af þessum stóriðjuhöldum Vestur-
heimsins.
—Það fer nú lítið fyrir því, en
verksmiðju hefi eg rekið í nokkur
ár með þrem öðrum mönnum. Við
smíðum straumskiftitæki og höfum
stundum um iooo manns í vinnu í
einu. Reksturinn byggist á því, að
framleiða mikið og gerhugsa hverja
hreyfingu og hvert handtak. Hrað-
inn er mikill á öllu, og gott að kom-
ast einstöku sinnum hér heim í
f jallakyrðina. — En nú þarf eg að
flýta mér, segir Árni um leið og
hann kveður.
—Þetta getur jafnvel komið fyrir
á íslandi.
Árni Helgason kveður með föstu
handtaki og hlýju augnaráði. Við
bjóðum hann velkominn heim aftur
í næsta sinn og þ.á helzt til lang-
frama. Dugur hans, kjarkur og lífs-
reynsla fengi mér mörg viðfangs-
efni að glíma við.—Alþ.bl. 6. okt.
Benedikt S. Benson
Fallinn er í foldar skaut,
frá oss hér af lífsins braut,
sem af mörgum mönnum bar,
mætum kostum gæddur var.
Hreinlyndur og hugarstór,
hrekkjalaus utn veginn fór;
íslenzkur með afl í mund,
öruggur á þrautastund.
Hetju lund og hetju dug,
helst er ekkert vann á bug;
ættargöfgi ýtur hrein
úr augum gáfulegum skein.
Skáldmæltur og skemtinn var,
skýr með ljóð og hendingar;
móður geymdi málið hreint,
mærðar stef hans sýndu beint.
Ástvin syrgir seitngrund blíð
svift er lífsins gleðitíð,
þreyir samt á þrautastund,
þráir kæran vinarfund.
Eftir gengnar götur kífs
gleður vonin æðra lífs,
bak við kalda dauðans dröfn,
dýrri og betri finnum höfn.
Jóhanna S. Thorwald.