Lögberg - 02.12.1937, Síða 3
LÖGBBEG, FIMTUDAGINN 2. DE'SEMBER, 1937.
3
síSustu daga var stórorusta, þar sem
allar tegundir vopna voru notaÖar,
frá bryndrekum og riddaraliÖi til
orustuflugvéla. Þýzki höfundurinn,
Ludwig Renn, stríísbókarhöfund-
urinn, sem berst í liði stjórnarinnar,
líkti orustu þessari viÖ orustuna viÖ
Somme í heimsstyrjöldinni, en hvað
Joftorusturnar snertir þá eru þær
orðnar meiri en í allri heimsstyrjöld-
inni, þegar litið er á tölu flugvél-
anna. Jafnframt breytist borgara-
styrjöldin æ meira í afskiftastríð er-
lendra þjóða, og þessi nýtísku stór-
liernaður reynir mjög á þolrifin í
liinum nýja spánska þjóðher. En
J>ó að stjórnarhernum takist ekki að
frelsa Madrid í þetta sinn og >ó að
uppreisnarmenn hafi náð aftur á sitt
vald nokkru af því, sem1 stjórnarher-
inn hafði unnið, má segja að stjórn-
arherinn liafi dugað prýðilega og
tekið miklum framförum í hernaðar-
kunnáttu.
Á almennum fundi, sem haldinn
var á afmælisdegi styrjaldarinnar í
stærsta leikliúsinu í Madrid bar
minna á sjálfri styrjöldinni en til-
raununum til þess að bræða saman
jafnaðarmenn og ko'mmúnista.
Löngu áður en fundurinn hófst stóð
f jöldi fólks fyrir utan húsið; hópar
af stúlkum úr ungmennafélögunum
útbýttu allskonar flugritum og frá
svölunum i liúsinu svifu i loftinu
mislit blöð og þöktu gólfið niðri, en
fólkið söng — hver með sínu nefi.
Blöðin hvetja mjög til þess að flokk-
arnir sameinist, svo að “þjóðfylk-
ingin” eflist og styrkist og geti bund-
ið enda á styrjöldina. Takmarkið
er: einn lýðveldisflokkur og einn
verkamannaflokkur. /Eskulýðsfé-
lögin höfðu þegar fyrir styrjöldina
sanreinast í eitt og vísað hinum veg-
inn.
En stríðið helcþtr áfram. Blaða-
salarnir, sem ekki víkja af sölustaðn-
um þó vetrið sé að, skjóta á borgina,
hrópa livern heilan eða hálfan tíma
um nýjar útgáfur af dagblöðunum
fimtán, sem út koma í Madrid. Her-
mennirnir renna út og inn um dyr
kaffihúsanna. Götusalarnir dreifa
vörum sínum um gangstéttirnar og
gengur vel að selja vinnufötin, ein-
kennisbúningana, nærfötin, skófatn-
aðinn, úrin, hnífana, sjálfblekunga,
bækur, brjóstsykur og bóbak. Spor-
vagnarnir halda uppi ferðum alla
leið að skotgröfunum og hafa sumir
orðið fyrir skeinum. Sjúkravagnar
þjóta um göturnar, slökkviliðsmenn-
irnir eru ávalt ferðbúnir.
Gran Via, sem nú heitir Avenida
Rusia er hæsta gatan í Midrid. Af
gangstéttinni má sjá alla leið til La
Sierra, hinna snjóklæddu tinda
Guadarama. En þaðan má líka sjá
háskólabæimi og stöðvar upreisnar-
manna. f árásunum á borgina hefir
glæsta húsaröðin við Gran Via, með
lúxushótelum og Telefonica skýja-
khjúfnum verið aðal markmið upp-
reisnarmanna. Á Telefonica-húsinu
hafa lent um 200 sprengjur og ekki
eitt einasta af gistihúsunum hefir
sloppið alveg. Flest þeirra eru lok-
uð. Skamt frá Telefonica er Hotel
Alfonso XIII; þar hafa lent ýmsar
sprengjur og þar er engin rúða heil
í öllum tíu hæðunum. Mig undraði,
að það skyldi enn bera nafn kon-
ungsins, en sá svo, að ekki þótti
lætra hæfa gistihúsinu i því ástandi
sem það var. Þar borða eg við löng
borð ásamt hundruðum af hermönn-
um ýmsra þjóða og þar fá þeir þrjá
rétti og gott kaffi fyrir 2^/2 peseta,
sem er ódýrt, þegar á það er litið,
að þeir fá 10 peseta og þaðan af
meira í dagkaup.
—Fálkinn 6. nóv.
Makleg málagjöld
Nú er búin að fara fram rannsókn
í meiðyrðamáli því, sem hafið var á
hendur Unwin þingmanni og G. F.
Powell hinum svokallaða “expert”,
sem Major C. H. Douglas í London
sendi hingað til að vera ráðunautur
Aberhart-stjórnarinnar. Báðir hafa
verið fundnir sekir um ákærur þær
sera á þá voru bornar. Var Unwin
þingmaður dæmdur í þriggja mán-
aða fangelsi, en Mr. Powell fékk
sex mánuði, og það í viðbót, að dóm-
arinn lagði það til, að hann yrði rek-
inn úr landi, er hann hefði tekið
út sína fangelsisvist. Hafa þeir
báðir áfrýjað máli sínu til hærri rétt-
ar, og er liklegt það verði tekið
fyrir aftur í janúar. Báðir urðu að
gefa $20,000 veð, hvor um sig, til
að fá að vera lausir, þar til mál
þeirra kemur fyrir áfrýjunarréttinn.
Mál Mr. Unwins var fyrst tekið
fyrir; kannaðist hann lrispurslaust
við það, að hann og Mr. Powell hafi
unnið í sameiningu við að semja nið-
rit það, sem þeir voru sakfeldir fyr-
ir. Svo þegar það var búið, svo að
Mr. Powell gat lagt blessun sina
yfir það, þá hafi hann farið með
það til prentsmdðjunnar, og pantað
að nokkur þúsund af þessum doð-
ranti yrði prentuð, og send til sin.
Tilgangurinn hafi verið, að senda
það út um alt fylkið, eins og stjórn-
in hefði ávalt gjört áður við sín
flugrit. Kom það fljótt í ljós við
rannsóknina, að Mf. Unwin var að-
eins “leppur” fyrir þá, sem sátu
makindalega i hægindastólum sin-
um bak við tjöldin og þóttust ekki
vita neitt,' eða hafa haft neitt við
þennan bækling að gjöra. Líka var
það auðsætt, að hér átti að koma
allri sökinni á Mr. Unwin, láta
krossfesta hann, til að afplána fyr-
ir sekt þeirra seku, á bak við tjöld-
in. Var það sjálfsagt fyrir þá sök,
að dómnefndin i máli Mr. Unwins,
bað dómarann að sýna honum vægð,
er hann dæmdi hann.
Næst var mál Mr. Powells tekið
fyrir, og sór liann og sárt við lagði,
að hann hefði ekkert haft að gjöra
við að semja þetta niðrit, að fram-
burður Mr. Unwins væri annaðhvort
ófyrirgefanlegt minnisleysi eða þá
að hann væri að fara með visvitandi
lygi. Samt komu vitni fram, sem
sönnuðu það, að þetta flugrit gekk
frá einum þeirra til annars, á meðan
það var í smíðum, svo Mr. Powell
varð að kannast við það að hann
hefði séð þetta rit, áður en það fór
til prentsmiðjunnar og og að liann
hafi látið gjöra nokkrar breytingar
við það. Áður en Ives dómari kvað
upp dóminn yfir Mr. Powell, hélt
hann harðorða áminningarræðu yfir
honum; sagði að þessi rannsókn í
máli hans liafi berlega sannað það,
að hann væri enginn sérfræðingur,
og að kalla hann það, væri rangnefni.
Hann væri bara Social Credit postuli
og æsingamaður, og ekkeft meira.
Sagðist hann sem dómari í þessum
rétti álíta, að Albertafylki gæti vel
komist af án hans.
Nú er Mr. Powell hinn hnakka-
kertasti og sestur aftur að á skrif-
stofu sinni, við hliðina á Mr. Aber-
hart, og heldur áfram að draga $12
á dag úr fjárhirzlu fylkisins.
Nú er enn annar “expertinn”
kominn hingað frá London, úr sama
sauðahúsi og Mr. Powell. Er hann
einnig sendur hingað af Major C. H.
Douglas, í sönrn erindagjörðum. Er
hann fluttur hingað alfarinn frá
London, og seztur að með f jölskyldu
sína á fínasta og dýrasta hóteli
borgarinnar, "The McDonald” við
hliðina á Mr. Aberhart. Þessi Mr.
Byrne hefir verið ráðinn hingað
fyrir tíu ára tímabil og er kaupgjald
hans $500 á mánuði. Er þetta sjálf-
sagt hið stærsta “master stroke”
Social Credit heimskunnar í Al-
berta. Engar likur eru til þess, að
núverandi Social Credit stjórn geti
haldið embættum í tíu mánuði hér
frá og því síður í næstkomandi tiu
ár. Hvaða stjórnmálaflokkur, sern
kemst hér til valda á eftir Aberhart
stjórninnij lætur það verða sitt
fyrsta verk, að segja Mr. Byrne upp
vistinni, af þeirri ástæðu, að þeir
hafi ekki neina þörf fyrir hans
“sérfræðslu.” Er þá ekki líklegt að
Mr. Byrne dragi upp úr vasa sínum
þennan tíu ára “contract” sem hann
hefir frá Alberta stjórn, og biðji þá
að gjöra svo vel og borga sér það
sem eftir standi af þessum sextíu
þúsund dolurum, sem samið liafi
verið um, að hann fengi fyrir sína
tiu ára þjónustu? Mr. Byrne gat
Major Douglasar sem “master
mind” á vitnastandinum, í máli
þeirra Unwins og Powells. Þetta
sama “master mind” þarna í Lon-
don, er sjálfsagt höfundurinn að
þessum einkennilega samningi Mr.
Byrne’s við Aberhart-stjórnina, því
hvernig sem alt veltur hér, þá telja
þeir sér vissa þessa $60,000, sem
stjórnin hefir samið um að borga
Mr. Byme.
Þetta eru höfuðpaurarnir, sem
þykjast vera að leysa alþýðuna und-
an ánauðaroki auðvaldsins. Nú á
þriðja ár, sem þessi SociaJ Credit
stjórn hefir setið hér við völdin,
hefir hún ekkert gjört nema að auka
við byrðina með ýmsum auknum
sköttum og nýjum álögum og út-
gjöldum, sem áður liafa ekki átt sér
stað. Til þess að rökstyðja þessar
ályktanir mínar, þá ætla eg að til-
færa nokkur dæmi, sem eg veit að
enginn getur hrakið.
Þá er fyrst hin svokallaða Social
Credit Commission. Ráðunautur
þessarar nefndar er Mr. Powell með
$12 á dag, Mr. Byrne með $500 á
mánuði, forseti nefndarinnar tneð
$10 á dag, hinir nefndarmennirnir
með $8 á dag hver. Allir nefndar-
menn eru þingmenn, sem hafa sitt
$1800 árskaup þar að auki. Svo
hefir fylkisstjórnin 400 manns fleira
i þjónustu sinni, en áður liefir átt
sér stað. Það er því eklvi ástæðu-
laust, að Mr. Aberhart hafi gjört
það kunnugt, að næsta ár verði
stjórnin að lækka það tillag sem hún
hafi 'lagt til fraimifærslu atvinnu-
lausra rnanna (relief).
Nú er svo komið fyrir Aberliart-
stjórninni, að hún er búin að missa
traust og tiltrú lijá miklum meiri-
hluta almennings. Frá öllum pört-
um fylkisins koma fréttir um það að
samtök séu hafin, sem liafi það fyr-
ir mark sitt og mið að vinna sam-
eiginlega að þvi, að koma Aberhart-
stjórninni frá völdum. í þessum
félagsskap eru menn úr öllum stétt-
um mannfélagsins. Hvar sem kosn-
ingar hafa farið fram í fylkinu þetta
ár, þá hefir enginn SociaJ Credit
sinni náð kosningu. Alt þetta’bend-
ir til þess að almennar kosningar séu
i nánd í Alberta, og um úrslitin geta
varla verið tvískiftar skoðanir.
S. Guðmundson.
Svívirðileg meðferð á
bændum Rússlands
Kommúnista leiðtogarnir í
Moskva neyddust til þess í sum-
ar, að grípa til víðtœkra ráðstaf-
ana til þess að koma í veg fyrir
ólöglega og smánarlega meðferð
á rússneskum bœndum um ger-
vóll sovétríkin, af hálfu héraðs-
embattismannta. Með sameign-
arbúskaþar fyrirkomulaginu eru
allir bœndur settir undir ná-
kvœmt og strangt opinhert eft-
irlit, og rekstur allur og hagur
bœnda er því undir því komið,
að eftirlitið sé framkvœmt af
sanngirni, réttsýni og heiðar-
leik, en á því hefir orðið herfi-
legur misbrestur.
Um mörg undangengin ár liefir
einvaldsstjórnin rauða í Moskva
reynt að afla sér liylli bænda. Með
það fyrir augum hefir frá árinu
1934 verið vikið frá mikilvægum
grundvallar kennisetningum og
bændum leyft að fá nokkurt land til
ræktunar upp á eigin spýtur, liafa
þar sitt eigið búfé og selja afurðir
sínar (þ. e. það, sem þeir hafa um-
fram, á frjálsum markaði), því að
í stað þessara réttinda eiga þeir að
láta af liendi afurðir, greiða leigu
fyrir jarðarafnot, og Jxirga skatt.
Verð þeirra afurða, sem þeir eiga
að selja ríkinu, er ákveðið af e!m-
bættismönnum stjórnarinnar, og ber
þeim að taka tillit til frjósemi jarð-
vegs o. s. frv. Var auðsætt, að
margir mundi verða órétti beittir,
undir sliku fyrirkomulagi, einkan-
lega i byrjun, enda kom það fljótt
í ljós.
/ vanda staddir.
í slæmum uppskeruárum, eins og
t. d. 1936, voru embættismenn þeir
í héruðunum, sem eftirlitið hafa
með höndum, í vanda staddir. Áður
en uppskeran liófst var þeim tilkynt,
hvað þeir ætti að innheimta mikið
hver á sínu svæði, af afurðum og
peningum. Ef þeir innlieimtu ekki
það, sem þeim var ætlað að gera,
voru þeir sakaðir um ódugnáð, og
biðu álitshnekki í “hærri stöðum,”
með margvíslegum afleiðingum.
Margir þeirra gripu þá til þeirra ör-
þrifaráða, að taka meira af bændum
en þeir gátu í té látið. Og þeit
höfðu í hótunum við bændur og
beittu þá hörku.
Nú er svo komið, að Stalin hefir
séð fram á, að koma yrði í veg fyr-
ir, að bændur væri framvegis Játnir
sæta slikri meðferð. Rússnesk blöð
bera það með sér, að “barátta” er
hafin fyrir því um alt land, að upp-
ræta "bændakúgunina.” Til þess að
láta sem mest á því bera, að hinir
rauðu einvaldsherrar beri lrag bænda
fyrir brjósti, var þess getið í öllum
rússneskum blöðurn, að embættis-
>
menn í Hvíta Rússlandi og Ukraine
hefði verið dæmdir í margra ára
fangelsi fyrir liörkulegar aðfarir
gagnvart bændum. Stalin sjálfur
fyrirskipaði, að rannsóknarnefnd
skyldi senda til Odessa-héraðanna.
Að ítarlegri rannsókn lokinni voru
tíu af valdamestu embættismönnum
héraðanna leiddir fyrir rétt, sakaðir
um hörkulega og ólöglega meðferð
á bændu'm.
Smánctrlegar aðfarir.
Rannsóknarnefnd Stalins komst
að þeirri niðurstöðu, að í þessum
héruðum hefði verið skipulagðir
flokkar innheimtumanna, sem alt af
fóru um að næturlagi. Þessir inn-
heimtumannaflokkar komu á heimili
bændanna seint að kveldi eða að
næturlagi, ráku þá upp úr rúmum
sínum, gerðu liúsrannsókn hjá þeim
án þess að hafa til þess lögleg gögn,
og tóku það sem þeim sýndist. Sem
dæmi er þess getið, að á einu sveita-
heimili hafi þeir tekið á brott með
sér fatnað, sem tveir synir gamallar
konu höfðu gefið henni. Synirnir
voru báðir í hinum rauða her Stal-
in. í sumum héruðunum sættu
bændur líkamlegum refsingum fyrir
að greiða ekki skatt, m. ö. o., þeim
var hegnt á sama hátt og á dögum
keisaravaldsins, en harðstjórn þeirra
tíma hafa nútíma einvaldsherrarnir
i Moskva lítt lofað. Bændum var
hegnt þannig samkvæmt fyrirskip-
unum frá æðstu embættismönnum
héraðanna. Blöðin viðurkenna þess-
ar smánarlegu aðfarir og ennfrem-
ur, að afleiðingar þeirra sé, að megn
óánægja sé nú ríkjandi meðal bænda
um gervalt Rússland með stjórn
landsins.
Hvers vegna Stalin leitast við
að vinna liylli hænda nú.
Stalin er nú, sem fyr var að vikið,
að reyna að vinna hylli bænda rneð
því að létta af þeim sköttum, undan-
þiggja þá þeirri skyldu, að láta af
hendi korn o. s. frv. En það er at-
hyglisvert, að það er einkum í landa-
mærahéruðunum, Kareliu (sovét-
rikinu næst Finnlandi), austustu
héruðunum í Síberíu o. s. frv., sem
bændur eru undanþegnir þessum
skyldum og það kemur til af þvi, að
Stalin vill eiga bændur sér vinveitta
í landamæraliéruðunum ef til styrj-
aldar kemur. I Kareliu voru bænd-
ur einnig undanþegnir því, að þurfa
að greiða afborganir og vexti af
lánum, en jafnframt var þeim lofað
því, að eklci yrði gengið eftir því, að
þeir greiddi skatt eða leigu eftir
jarðir sínar óákveðinn tíma. Auk
þess er varið meira fé en annars-
staðar til framkvæmda í þessum
héruðum. Vitanlega getur Stalin
ekki komið svona fram við bændur
allstaðar, því að þá mundi fljótt
minka í ríkisféhirslunni, enda er það
deginum ljósara, að það er ekkert
annað, sem hér liggur til grundvall-
ar en það, að sovét-stjórnin verður
að hafa bændurna með sér, ef til
styijaldar keniur. — Jafnvel þótt
Rússland ætti ekki í styrjöld við
önnur ríki, gæti alt hrunið til grunna
fyrir Stalin, ef bændur gerði upp-
reist. Þess vegna er nú leitast við
af svo miklu kappi, að gera þá á-
nægða.—Visir 30. okt.
SLÆMAR HORFUR.
Business and Professional Cards
■ ■ —
PIIYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graharn og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augua, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 Df. D. C. M. Hallson Stundar skurSlækningar og almennar loekningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s—• Winnipeg Slmi 22 775
BARRJSTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
- islenzkur lögjrœöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building:, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfrceOingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94668
BUSINESS CARDS
Akjósanlegur gististaOur
Fyrir tslandingat
Vingjarnleg aSbúC.
Sanngjamt verS.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT
Slmi 94 742
A.S. BARDAL
84 8 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talslmi: 501 562
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur aS sér aS ávaxta sparifé
fölks. Selur eldsábyrgS og bif-
reiSa ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svaraS samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
Að austan fbr með röðulroða
réttlætis og náðarsól,
ljós það skært mun lýðutn boða
lifið fpð og andarskjól,
og þeina oss frá Babels voða
beint að Drottins tignar stól.
Magnús Einarsson.
Svarkurinn
Ein er frúin ofsa-körg
æru- rúin -gróðri,
hamast sú og öskrar örg
í lífs fára-rjóðri.
Geðsins lind í bauga brik
blíðu hrindir næði,
þegar myndug mærðar rík
magnar syndar æði.
Maktar-frúar málæði
myrðir trúa friðinn,
Beljaði sú í brjálæði,
burt voru flúin griðin.
Við það blauða Jiykkju-jag
bliknar nauðug gleði.
rekkum bauð í rammaslag,
reiðin sauð í geði.
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. CTt-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægl.
PHONE 94 221
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
pægilegur og rólegur bústaOur (
mdObiki borgarinnar.
Herbergi $2.00 og þar yflr; með
baðklefa $3.00 og þar yíir.
Agætar máltlSir 40c—60c
Free Parking for Ouests
“Sigurgjöld mín sóma há
söguspjöldin prýði,
allur fjöldinn úti fá
á einkavöld mín skrýði.”
“Hár og sannur herrann trúr
lilut minn vann að greiða,
yfirmanna fermdar frúr
forðast glanna leiða.”
Þannig langa skammaskúr
skassið ganga lætur,
gribbu- stranga -æði úr
enginn fangar Jxetur.
Reiði orgið öskrar verst
út um torgin fjærri,
eins og korgur á það berst
alla er dorga nærri.>
Frúna draga feni að
fólskudagar einir,
æfisagan sannar það,
sem að bagan leynir.
Bölvun ætíð fylgir frekt
fólsku skætings geði,
sína lætur sálarnekt
Satans þrætu að veði.
M. Ingimarsson.
Ekki er alt sem ýtar kjósi,
áhrifin vér sjáum bert,
veraldar i villuljósi
veifast sverðin eitri hert
og flýta oss að feigðarósi,
fáum ekki við því gert.
Undrumst sízt þótt alvalds kraftur
á sér láti bera senn,
og rökkri byrgist röðull skaftur
bg reyrist f jötrum stöku menn ;
bráðum mun oss birtast aftur
blessuð mildin ein og þrenn.
Drambi þrútin drygjan tér,
dregst í hnút og vaggar:
' “Ef þið lútið ekki mér,
argir grútar-kaggar,
Skal eg láta lög og rétt
lemja og móta ykkur,
svo að gráti sérhver þétt
syndafóta gikkur.”
“Inn ef skríða óhrein þý
í mitrn fríða staðinn,
sizt eg líð þar svínari,
sóma og prýði hlaðin.”
VEL ATHUGAÐ
Dómarinn : Eruð þér sannfærður
um, að kærði hafi ekki kallað yður
sauðarhaus i augnabliks æsingu?
Kærandinn: Já, það er eg viss
um, því hann horfði lengi á mig, áð-
ur en liann sagði það.
+ Borgið LÖGBERG!