Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 4
4
Fimmtíu Ara Minningarblað Lögbergs Tiíf. tugasta og Annan Desemb er Nítján Hundruð Þrjátíu og Sjö
Högberg
Gefið út hvern firatudag af
7HK COLUMBIA PRESB LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utan&skrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO $3.00 um driO — Borgist fyrlrfram
The "Lögberg” is printed and published by The
CVI'imbla Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
STRÁUMHVÖRF
Semiilega verða lítt skiftar skoðanir um
það, að íslenzku vikuTblöðin vestan hafs hafi
frá upphafi vega sinna valdið fjölþættum
straumhvörfum í lífi og menningarlegri þró-
un hins íslenzka mannfélags á vestrænum
slóðum. Og þó eitt og annað hafi alveg vafa-
laust réttilega mátt að þeim finna, og þeim í
ýmsu verið ábótavant, dylst það engum heil-
skygnum manni, að án þeirra hefði menning-
arleg samtök vor á meðal orðið næsta torveld,
ef ekki með öllu ókleif. Blöðin hafa verið sú
lífræna tengitaug er haldið hafa við sambandi
og samvinnu meðal íslenzks fólks í dreifbýli
þess um þetta víðáttumikla meginland, er vér
byggjum; sá hinn vígði þáttur, er eðli sínu
samkvæmt og tungunnar vegna, hlaut að reyn-
ast haldbeztur hvernig sem viðraði og hversu
sem á móti blés. ‘ ‘ Hvað verður um oss, Islend-
ingana vestan hafs, ef blöðin íslenzku falla
frá?’' spurði bráðgáfuð íslenzk kona nýverið
í bréfi til ritstjóra þessa blaðs; hún svaraði
spurningunni sjálf: “ Við verðum úti í andleg-
umskilningi, og helslæða gleymskunnar vefst
um íslenzkuna og alt það sem okkur er kærast;
það alt, sem merkir mig í anda frá mönnum
allra þjóða og landa, eins og Ibsen orðar það í
Pétri Gaut.” Líklegt má telja, að eitthvað
þessu svipað líti flestir alvarlega hugsandi
Islendingar á málið og afstöðu sína til ís-
lenzku blaðanna.
# # #
Meðal straumhvarfa í félagslífi Islend-
inga vestan hafs hlýtur það óneitanlega að
teljst, er Lögerg nú gefur út hálfrar aldar
minningarblað sitt; hálf öld er löng æfi í ís-
lenzkri blaðamensku, og þá ekki sízt í tilveru
íslenzks vikublað.s, sem gefið er út utan tak-
marka Islands. Itarlegt yfirlit yfir þróunar-
sögu blaðsins á fimmtíu ára ferli þess, birtist
í minningarútgáfunni, eftir hæfasta mann-
inn, sem völ var á, Dr. Richard Beck, pró-
fessor í Norðurlandamálum og bókmentum
við ríksháskólann í North Dakota; ætlum vér
að frásögn hans sé með öllu hlutdrægnislaus,
og er þá vel. Tveimur mönnum, einkum og
sérílagi, er Lögberg þakklátt fyrir marghátt-
aða aðstoð við minningarútgáfuna; þeim Dr.
Beck og Dr. Sigurði Júl. Jóhannessyni.
Ritstjóra Lögbergs var málið of skyit, til
þess að hann teldi sig dómbæran að fullu til
útlistunar á hinu f jölþætta starfi blaðsins, þó
hann hafi lengst allra manna verið við rit-
stjórn þess riðinn, bæði sem meðritstjóri og
aðalritstjóri, yfir tuttugu ár. Á þessum tíma-
mótum verður efst á baugi í huga hans vísu-
orð Þorsteins Erlingssonar:
“Mig langar að sá enga lýgi þar finni,
er lokar að síðustu bókinni minni.”
# * #
Enginn minsti vafi leikur á því, að í hinni
harðsóttu baráttu vorri hér vestra fyrir við-
haldi vorrar göfgu tungm og annara þjóð-
ernislegra verðmæta, þurfum vér oft og ein-
att á hjartastyrkingu að halda, ekki sízt er
tekið er tillit til þess, að hjáróma raddir láta
annað veifið til sín heyra, er kjósa vilja feigð
á íslenzk mannfélagssamtök, þó þeim röddum
nú, góðu heilli, fari fækkandi. Til ómetanlegr-
ar örfunar og menningarlegrar hjartastyrk-
ingar má telja heillaóska- og viðurkenningar-
skeytin, sem Lögbergi hafa borist víðsvegar
að, í tilefni af fimtugsa/fmælinu; ber þar sér-
staklega að nefna hina fagurorðuðu kveðju
frá Tweedsmuir lávarði; hann kemst meðal
annars þannig að orði:
“Eg vona að Islendingar í Canada haldi
ævarandi trygð við erfðaeinkenni þjóðar
sinnar, því þau eru ómetanlegt tillag cana-
diskri mennngu.” Af þessu eigum vér vestur-
íslenzkir menn að læra; ekki einn, heldur allir.
Á einum stað í hinu fagra ávarpi sínu til
Lögbergs og Islendinga vestan hafs, farast
ríkisstjóra North Dakota ríkis, William
Langer, þannig orð:
“Þeir Islendingar, sem til Ameríku
komu, fluttu með sér auðuga menningar f jár-
sjóðu, þrungna af frelsisást og framsóknar-
þrá; þeir hafa reynst sannir synir sinna frægu
feðra, “brautryðjenda mannfrelsisins” í
norðurhluta Evrópu.”—
Heillaóskaskeyti hins canadiska forsæt-
isráðherra til Lögbergs, Mr. Kings, er einka-
iskeyti til blaðsins á fimmtíu ára afmæli þess,
sem einvörðungu lýtur að tilveru þess og á-
hrifum í canadisku þjóðlífi. 1 því er þó jafn-
framt að finna hvöt til vor íslendinga um
það, að halda í horfinu, í þá átt “að auka góð-
vild og skilning á báðar hliðar milli Islend-
inga í Canada sérstaklega og canadiskra
borgara yfirleitt. En slíkt starf er hið nauð-
synlegasta, ef í landi voru á að ríkja eining
og velgengni,” eins og Mr. King kemst að
orði.
Einna viðkvæmust verður hún þó oss,
sem borin erum og barnfædd á íslandi, bróð-
urkveðjan ,sem Lögbergi barst að heiman frá
hinum framtakssama forustumanni íslenzku
þjóðarinnar, herra Hermanni Jónassyni, for-
sætisráðherra Islands. Kveðjur af fóstur-
jörðinni eru oss alla jafna kærkomnar og þá
ekki hvað sízt slík sem þessi, er í vissum
skilningi boðar ný straumhvörf í afstöðunni
milli íslendinga austan hafs sem vestan, og
vekur hjá oss vonir um giftudrjúgan árangur
í framtíðinni. Kærkomnari jólagjöf gat eng-
um Vetur-lslendingi fallið í skaut, en hin
virðulega bróðurkveðja frá forsætisráðherra
Islands. 1 kveðjuskeyti sínu kemst herra
Hermann Jónasson meðal annars þannig að
orði:
“Eg get á þessum degi flutt yður þau
gleðitíðindi, að nú er fyrir hendi á íslandi
meiri áhugi en nokkru sinni áður fyrir því,
að auka og efla samstarfið milli heimaþjóð-
arinnar og Islendinga vestan hafsins. Eg
hygg að þess verði skamt að bíða að raun-
hæfar ráðstafanir verði gerðar í samræmi við
þennan vaxandi áhuga.” Jafnframt því sem
þessi ummæli hljóta að verða sérhverju
maimsbarni á vestrænni fold óumræðilegt
fagnaðarefni, ættu þau að kveikja í brjóstum
vorum óslökkvandi þrá til aukinna athafna á
sviði þjóðræknismálanna, því engum bland-
ast hugur um það, að margvíslegra fram-
kvæmda sé þörf. Þetta ætti meðal annars að
vekja áhuga og flýta fyrir framkvæmdum í þá
átt, að koma á fót varanlegum kenslustól í ís-
lenzku og íslenzkum fræðum við háskóla
Manitobafylkis; en þar eru Islendingar lang-
fjölmennastir vestan hafs.
# # #
Tveir íslenzkir mentamenn vestan hafs
hafa sent Lögbergi glæsilegar og íhyglisverð-
ar kveðjur á fimmtugsafmælinu; er hér átt
við þá J. T. Thorson, K.C. og W. J. Lindal,
K.C., forseta frjálslyndu stjórnmálasamtak-
anna í Manitoba. I ávarpi sínu til blaðsins,
kemst Mr. Thorson meðal annars þannig að
orði með tilliti til vestur-íslenzkrar æsku:
“Vort unga fólk er sérstaklega í mikilli
Jiakkarskuld við íslenzku blöðin fyrir þá upp-
örvun og hvatning, sem þau æfinlega hafa
látið í té þeim til styrktar og stuðnings, er
eitthvað reyndu að brjótast áfram í menning-
aráttina.”
Mr. Lindal farast þannig orð í hinu prýði-
lega ávarpi sínu til Lögbergs:
“Blað, sem gefið er út hér í landi á svo-
kölluðu útlendu máli hefir tvöfalt hlutverk,
sem það verður að leysa af hendi; það verð-
ur að vera livorttveggja í senn, tengihlekkur
milli landa sinna hér og heimaþjóðarinnar,
og vörður þeirrar menningar, sem fólkið hef-
ir flutt hingað með sér.
Lögberg hefir uppfylt báðar þessar
skyldur. Með ritstjórnargreinum sínum og
þeim styrk, sem því befir borist úr ýmsum
áttum, bæði í bókmentalegu tilliti; fróðleik,
fréttum og öðru hefir blaðið unnið það mæta
verk, að kynna þjóðinni á Islandi skáld og
rithöfunda vora, og einnig hina mörgu af ís-
lenzkum uppruna, sem rutt hafa sér braut til
frægðar og frama í kjörlandi sínu.,”
1 ágætu ávarpi til Lögbergs og Islend-
inga, mælir Mr. Braoken, forsætisráðherra
Manitobafylkis á þessa leið:
“Með heimilislífi yðar, í mannfélagsmál-
um, afrekum yðar á sviði viðskiftalífsins;
með afskiftum af mentamálum og í sérfræði-
greinum, hafið þér látlaust verið canadisk-
um samborgurum yðar fyrirmynd góðra
þegna.”
Lögberg hóf göngu sína þann 14. janúar
1888. Boðsbréfið að stofnun þess var dagsett
þann 7. desember árið áður. Með það fyrir
augum hverjum vanda það var bundið, að
koma út í byrjun árs jafnstóru blaði og minn-
ingarblaðið er, vegna auglýsenda og af öðrum
ástæðum, var afráðið að minningarútgáfan
kæmi til lesenda um jólaleytið, eða um þremur
vikum fyrir sjálfan afmælisdaginn. Þetta
breytir engu til frá sögulegu sjónarmiði séð,
því eins og framsíðan ber með sér, er þar að
finna dagsetningu hins fyrsta útkomudags.
Yifir mannheimum hvílir uggvænleg ó-
friðarblika, og það rétt um það leyti sem
'friðarhátíð kristinna þjóða fer í hönd. Von-
andi skipast þó svo til, að sól mannúðar og
mannréttinda fái yfirhönd í þeirri viðureign.
“Lögberg” fimmtíu ára
Eftir próf. dr. Richard Beck
BlaÖa- og tímaritaútgáfa íslend-
inga í Vesturheimi er meginþáttur
í bókmentastarfsemi þeirra, og jafn-
framt einhver merkilegasti og at-
hyglisverðasti kaflinn í menningar-
sögu þeirra yfirleitt.
RICARD BECK
Vagga vestur-íslenzkrar blaöaút-
gáfu stóð, eins og við var aS búast,
í fyrsta aðal-landnámi Islendinga
Vestan hafs, Nýja íslandi; og þetta
er eftirtektarverðast í því sambandi:
—hun er nærri jafngömul landnám-
inu sjálfu, því að íslenzka nýlendan
á þeim slóðum var stofnuð 1875, en
“Prentfélag Nýja-íslands” tveim
árum siðar. Þá um haustið (10.
september, 1877) hóf blaðið Fram-
fari, fyrsta islenzkt blað í Vestur-
heimi, göngu sina þar í bygð. Sýnir
það bæði fróðleikshneigð og fram-
sóknarhug hinna íslenáku frum-
byggja, að þeir skyldu ráðast i
blaðaútgáfu svo snemma á land-
námstíð, þegar við margskonar örð-
ugleika var að glíma. Þessari fá-
gætu sjálfsbjargar- og menningar-
viðleitni þeirra er rétt lýst og mak-
lega í ræðu dr. Björns B. Jónssonar
“Minni landnámsmanna” (Lögberg,
22. ágúst, 1925), en þar talar sonur
eins af fremstu landnámsmönnum
Nýja-íslands:
“Þegar árið 1877 brjótast efna-
lausir nýlendumenn í því, að eignast
prentsmiðju og gefa út blað. Eg
hefi eitthvað heyrt um það, hversu
erfiðlega gekk að fá áhöldin og ís-
lenzka stíla. Norður í Lundi við
Islendingafljót var prentsmiðjan
sett. Ekki man eg betur en að menn
bæri þangað prentáhöldin á bakinu.
I september kom Framfari i heim-
inn. Nafn blaðsins ber með sér,
hvað fyrir mönnum hefir vakað.
Það hefir verið sterk framfara- og
framsóknarþrá í brjóstum leiðtog-
anna, sem færðust þetta þrekvirki í
fang. Og prentsmiðjan og blaðið
eru óræk sönnunarmerki þess, að án
bókmenta fær íslenzk sál ekki lífi
haldið. Án bókmenta gátu nýlendu-
tnenn ekki unið æfi sinni árinu leng-
ur.”
En því er hér með nokkrum orð-
um vikið að útgáfu Framfara, og
öðrum elztu blöðum; íslenzkum
vestan hafs, að þaðan eru þræðirnir
auðraktir til stofnutfar Lögbergs,
sem var í raun og veru, eins og síð-
ar kemur betur í ljós, beint framhald
af fyrri blaðaútgáfu íslendinga í
Nýja-íslandi og Winnipeg.
Ekki varð Framfari þó langlífur;
strandaði hann á því skerinu, sem
orðið hefir mörgum íslenzkum blöð-
um og tímaritum, fyr og síðar, að
fjörtjóni: — fjárskorti útgefenda
og óskilvísi kaupenda. Hann kom
út, óreglulega þó, til ársloka 1879,
alls 75 tölublöð, að meðtöldu auka-
blaði 10. apríl 1880.
Sömu örlögum sætti næsta is-
lenzka blaðið vestan hafs, Leifur i
Winnipeg, sem kom út i rúmlega
þrjú ár; fyrsta blaðið 5. maí 1883,
en það seinasta 4. júni 1886. (Um
blöð þessi, og vestur-íslenzka blaða-
útgáfu alment, sjá ritgerð mína
“Bókmentaiðja íslendinga í Vestur-
heimi,” Eimreiðin, jan.-mars 1928.
Smbr. einnig ritgerð dr. Rögnv. Pét-
urssonar “Þjóðræknissamtök meðal
Isl. í Vesturheimi,” Tímarit Þjóð-
rœknisfélagsins, og bók Þorsteins
Þ. Þorsteinssonar Vestmenn, R.vík,
1935) -
Verður því ekki sagt, að árenni-
legt væri, að hefjast handa með út-
gáfu nýs íslenzks blaðs vestan hafs,
enda voru þeir nógir, sem löttu
slíkrar viðleitni. Góðu heilli, fengu
þeir hinir sömu eigi talið kjarkinn
úr framsæknum mönnum og at-
hafnasömum, og var þess ekki langt
að biða, að annað islenzkt blað hlypi
af stokkunum í Winnipeg. Þann 9.
september 1886 kom út fyrsta blað
Heimskringlu. Er það, eins og eg
hefi lagt áherslu á í Eimreiðar-grem
minni, merkisatburður í sögu vestur-
islenzkrar blaðamensku, því að bæði
var Heimskringla stærra en hin blöð-
in íslenzku, sem áður höfðu komið
út vestan hafs, og auk þess frá-
brugðin þeim að því leyti, að hún
var sniðin eftir þarlendum blöðum
en eigi islenzkum. (Um sögu henn-
ar visast annars til ritgerðanna
“Heimskringla 1886 - 1930/’ eftir
Stefán Einarsson ritstjóra, Heims-
kringla, 11. júní, 1930 og “Heims-
kringla 50 ára” eftir dr. Rögnv. Pét-
ursson, Heimskringla, 14. október,
1936) .
En þó margt væri vel um Heims-
kringlu og hún ætti frá fyrstu tið
alkniklum vinsældum að fagna
(enda voru stofnendur hennar og
fyrstu ritstjórar gáfu- og atkvæða-
menn), þá var hún eigi lengi einvöld
meðal íslendinga vestan hafs; von
bráðar fæddist henni keppinautur,
og braut sá atburður blað i sögu
vestur-íslenzkrar blaðaútgáfu, eigi
síður en stofnun Heimskringlu hafði
gert á sinni tið, eins og fyr var sagt.
I janúar 1888 hóf vikublaðið
Lögberg göngu sina i Winnipeg,
en nokkru áður, 7. desember 1887,
höfðu stofnendur blaðins : Sigtrygg-
ur Jónasson, Einar Hjörleifsson,
Bergvin Jónsson, Ólafur S. Þor-
geirsson, Árni Friðriksson, og Sig-
urður J. Jóhannesson sent út eftir-
f arandi boðsbréf:—
“Við undirskrifaðir leyfum okkur
að tilkynna löndum okkar, að við
höfum gengið í félag til þess, að
korna á fót prentsmiðju hér í Win-
nipeg, og höfum við nú þegar leigt
hentugt húsnæði, sett upp hrað-
pressu og pantað letur, sem von er á
hingað innan skamms. Áform okk-
ar er að gjöra þessa prentsmiðju svo
fullkomna með tímanum, að í henni
megi prenta hvað eina, sem fyrir
kemur á hinum algengustu tungum,
en sér í lagi er hún stofnuð í þvi
skyni, að við getum prentað blöð.
bækur og rit á íslenzku, bæði fyrir
sjálfa okkur og aðra, sem. kunna að
æskja að gefa eitthvað út.
Hið fyrsta, sem við gefum út
sjálfir, verður vikublað, sem á að
heita Lögberg (samsvarar helzt
Tribune á ensku). Það verður fult
svo stórt og hið stærsta íslenzka
blað, sem gefið hefir verið út i Ame-
ríku, kostar $2.00 um árið, og byrj-
ar að koma út fyrir árslok. Við
munum hvorki spara fé né tima til
þess, að blaðið (eins og hvað annað,
sem við gefum út) verði sem bezt úr
garði gjört, bæði hvað ytri frágang
og efni snertir. Auk almennra frétta
mun blaðið hafa meðferðis ritgjörð-
ir um almenn mál, sér í lagi þau, er
að einhverju leyti snerta íslendinga
og hag þeirra, og er aðal-augnamið
okkar, að reyna að leiðbeina löndum
okkar í atvinnu- menta- og stjórnar-
málum. Blaðið verður óháð öllum
flokkmn, pólitískum og öðrum, og
ekki verður það formælandi neins
sérstaks lands eða landnáms. Þetta
er þó ekki svo að skilja, sem blaðið
muni eigi verða sjálfstætt i skoðun-
um sínum. Þvert á móti mun það,
eins og skylda hvers nýtilegs blaðs
er, láta álit sitt í ljósi og dæma um
þau eftir málavöxtum. Blöðin eru
nú á tímum lögberg þjóðanna áhrær-
andi opinber mál og aðgerðir manna,
sem opinberan starfa hafa á hendi,
og álitum við, að blað okkar ekki
næði tilgangi sínum, ef það fylgdi
ekki sömu stefnu, en einlægur á-
setningur okkar er, að allur mála-
rekstur og dómar, sem fram fara að
Lögbergi, verði hlutdrægnislausir og
sanngjarnir.
Blað okkar verður opið fyrir nyt-
sömum ritgjörðum, hvaðan sem þær
koma. Ennfremur verður i því
svarað ýmiskonar spurningum, sem
kaupendur kunna að æskja að fá
svarað, og verður þetta gert, þótt
það kunni að kosta okkur fé, að fá
upplýsingar til að geta svarað slíkum
spurningum. Vonum við að margur
kaupandi geti með þessu sparað sér
margfalt meiri peninga, en andvirði
blaðsins nemur.
Okkur er ant um að blaðið fái
sem mesta útbreiðslu nú þegar, og
vonum við að því verði tekið vel, og
landar vorir yfir höfuð hlynni að
því og prentstofnun okkar, sem við
vonum að verði þjóð vorri til gagns
og sóma. En til frekari upphvatn-
Ingar lofum við öllum Islendingum,
sem orðnir eru kaupendur blaðsins
okkar fyrir 1. febrúar næstkomandi,
að senda þeim ókeypis íslenzkt
Almanak, sem við sjálfir gefum út
og verðlaunum. Ennfremur vonum
við að hafa fleiri íslenzk kver og
snotrar myndir til að gefa þeim að
verðlaunum, sem heldur kjósa það
en almanakið, og auglýsum við þetta
nákvæmar síðar.
Þá, sem gerast kaupendur Lög-
bergs, biðjum við að skrifa nöfn sín
á boðsbréfin ásamt greinilegri utan-
áskrift til sín.”
Útgáfa blaðsins dróst þó dálítið
lengur en gert hafði verið ráð fyrir
í boðsbréfinu, því að fyrsta blað
Lögbergs kom ekki út fyr en upp
úr áramótunum, þ. 14. janúar 1888.
A blaðið því 50 ára afmæli 14. jan-
úar n. k.; og má geta þess jafn-
framt, að ekkert hlé hefir orðið á
útkomu þess frá byrjun og fram á
þennan dag.
I fyrstu ritstjórnargrein Lög-
bergs (14. jan. 1888) er nokkru
frekar sagt frá stofnun þess, við-
tökunum af hálfu almennings, og
sambandi þess við eldri blöðin ís-
lenzku vestan hafs; fer því vel á
því, enda að segja má nauðsynlegt,
að taka þá grein orðrétt upp í rit-
gerð þessa:
Þá hefir nú Lögberg hafið göngu
sina, og vitum vér, að það verður
fjölda manna velkominn gestur; en
vér vitum líka, að ýmsir álita tvö ís-
lenzk vikublöð óþörf hér i landi og
eru hræddir um, að annaðhvort
þeirra muni falla bráðlega; þá eru
enn aðrir sem óttast, að tvö islenzk
vikublöð fái sömu afdrif og hinir
nafntoguðu Kilkinny kettir, þ. e. að
þau éti hvort annað upp, og verði
afleiðingin, að landar í álfu þessari
hafi ekkert fréttablað haft á sinni
tungu. Af þessum eða þvílíkum á-
stæðum líta ýmsir hornauga til Lög-
bergs, og það er jafnvel ekki laust
við að vér höfum mætt álasi hjá
nokkrum fyrir að koma prentstofn-
un vorri á fót, þar sem önnur sé til,
en sér i lagi fyrir að byrja að gefa
út blað.
En hinum viljum vér vinsamlega
benda á, að ef annað blaðið verður
að falla, þá fellur sjálfsagt verra
blaðið, og þá verður hagurinn auð-
sjáanlega sá, að menn hafa betra
blað eftir en áður, þvi keppni bætir
blöð, eins og verzlun, 0. fl. Og við-
vikjandi því, að blöðin drepi hvort
annað og svo verði menn blaðlausir,
þá sjáum vér ekki, hversvegna
blaðaútgáfa skyldi vera öðrum lög-
um háð hjá oss hér í álfu en á Is-
landi og hvarvetna annarstaðar í
heiminum, þar sem ný blöð eru altaf
að koma upp þegar önnur detta.
Út af hinni siðastnefndu mótbáru
gegn fyrirtæki voru skulum vér taka
fram, að það er öllu heldur áfram-
hald af hinum eldri prentstofnunum
íslendinga hér en ný stofnun, þar
sem vér höfum keypt prentsmiðju
þá, er “Prentfélag Nýja-íslands”
átti og prentaði hið fyrsta fréttablað,
sem gefið var út í Ameríku, nefni-
lega Framfara; og ennfremur höf-
um vér keypt prentsmiðju þá, er
Leifur var prentaður i, og útgáfu-
réttinn að þeim blöðum. Áhöldin
höfum vér auðvitað bætt og keypt
mikið nýtt, bæði letur og annað. Þar
að auki voru þrír af þeim, sem þetta
fyrirtæki byrja, hluteigendur í