Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 5
Fimmtíu Ára Minningarblað Lögbergs Tuitugasta og Annan Desember Nítján Hundruð Þrjátíu og Sjö
5
“Prentfélagi Nýja-íslands,” og tveir
unnu að útgáfu hins fyrsta íslenzka
blaðs hér í landi. “Það voru þeir
Sigtryggur Jónasson, aðalstofnandi
Framfara, Bergvin Jónsson, sem
einnig hafði unnið að útgáfu hans,
og Árni Friðriksson, sem verið hafði
hluthafi í “Prentfélagi Nýja-ís-
lands.’—
Um þáttöku stofnenda Lögbergs i
fyrirtækinu farast séra Friðrik J.
Bergmann þannig orð : “Sigtryggur
Jónasson mun hafa verið hinn eini
þessara manna, sem nokkurt fé lagði
af mörkum til að hleypa fyrirtækinu
af stað. En þeir Einar Hjörleifs-
son og Ólafur S. Þorgeirsson
styrktu fyrirtækið með þvi að leggja
til þess meira eða minna af kaupi
því, sem þeim var ætlað, öðrum sem
ritstjóra, hinum sem prentara. . . .
Þeir af útgáfunefndinni, sem eigin-
lega unnu nokkuð að blaðinu, voru
þeir Einar Hjörleifsson, Ólafur S.
Þorgeirsson og Bergvin Jónsson í
viðlögum. Var Einar ritstjóri, en
þeir prentarar.” (Almanak O. S.
Thorgevrssonar, 1906, bls. 67-68).
Af stofendum Lögbergs eru nú
þrir einir á lífi, þeir Sigtryggur
Jónasson og Bergvin Jónsson og
Einar Hjörleifsson Kvaran.
Einar Hjörleifsson (Kvaran)
varð, eins og að ofan getur, fyrsti
ritstjóri Lögbergs, en nokkru áður
höfðu leiðir skilist með honum og
Frimanni B. Anderson (Arngríms-
son), útgefanda Heimskringlu. Var
Lögbergi, og vestur-íslenzkri blaða-
mensku í heild sinni, það ómetanleg-
ur gróði, að Einar gerðist ritstjóri
blaðsins og skipaði þann sess árum
saman; þvi að það varð í höndum
hans, eins og vænta mátti af jafn
ritsnjöllum manni, hið prýðilegasta
að rithætti og að sama skapi vandað
og fjölbreytt að efni. Þá var vestur-
íslenzkum menningar og þjóðrækn-
ismálum ekki siður stórhagur að því,
að Einar dvaldist og vann að rit-
störfum áruin saman í Winnipeg.
Hann var sívinnandi að því, að
auðga sem mest andlegt líf landa
sinna, þvi að honum lá þungt á
hjarta framtíð þeirra í kjörlandi
þeirra. Hann var bæði nógu vitur
og víðsýnn til þess að sjá, að þeir
yrðu að standa á gömlum merg ís-
lenzkrar menningar, en lifa þó jafn-
hliða og hrærast í hinu vestræna
umhverfi og tileinka sér menningar-
leg verðmæti þess. Um þessi efni
fjalla fjölmargar Lögbergs-gvcmíW
hans. (Sjá t. d. hinn gagnmerka
fyrirlestur hans: “Hverfum við i
sjóinn?” Lögberg 3. apríl — 22. mai
1899. Um dvöl Einars og störf
vestra, má annars vísa til ritgerðar
dr. Stefáns Einarssonar um það
efni, “Þættir af Einari H. Kvaran,”
Eimreiðin, júlí-september, 1937).
Þó að svo héti i boðsbréfinu og í
blaðinu framan af, að Lögberg stæði
utan flokka, varð það áður langt um
leið, formælandi ákveðinnar lands-
mála- og trúmálastefnu, enda hafði
skoðanamunur í þeim málum bein-
línis átt aðalþátt i stofnun blaðsins.
í stjórnmálum hefir Lögberg jafnan
aðhylst stefnu frjálslynda flokksins
(Liberal Party) í Kanada. Fram
eftir árum fylgdi það einnig lýð-
veldismönnum (Republicans) i
Bandaríkjum að málum, en í seinni
tíð hefir brugðið til beggja skauta
um afstöðu blaðsins í þeim efnum,
eftir því sem ritstjórarnir hafa litið
á þau. f trúarefnum hefir Lögberg
jafnan hallast að trúarstefnu kirkju-
félagsins lúterska. Þar með er þó
alls eigi gefið í skyn, að aðrir hafi
ekki einnig átt aðgang að dálkum
blaðsins; enda hefir það, einkum á
siðari árum, mátt teljast umburðar-
lynt mjög í þeim efnum. f rit-
stjórnargrein í Lógbergi 16. desem-
ber 1891 falla Einari Hjörleifssyni
svo orð, og varpa þau ummæli hans
nokkru ljósi á stjórnmálastefnu
blaðsins:
“Áður hafði aðaláherzlan verið
lögð á vor sérstöku mál, íslendinga
austan hafs og vestan. Blaðið skoð-
aði það sitt aðalstarf til bráða-
byrgða, að koma mönnum í skilning
um, að allur meginþorri vor vildi
vera góðir íslendingar, þó að hingað
væri komið, svo lengi sem þess yrði
auðið. Vér vorum vitanlega taldir
iítið annað eða betra en landráða-
menn af mjög mörgum frændum
vorum heima fyrír. Þá skoðun
þurfti að leiðrétta. Og það er óhætt
að segja, að allur þorri landa vorra
hér vestra hafði litla grein gert sér
fyrir þeirri stefnu, er þeir vildu
taka sem tslendingar í þessu landi.
Það þurftu menn að gera sér ljóst.
Og fyrstu árin var Lögberg að leit-
ast við að hjálpa mönnum til að
komast að niðurstöðu í því efni. En
vitaskuld gat það ekki orðið aðal-
starf blaðsins til lengdar. í nóvem-
ber í fyrra haust hélt eg dálítinn
ræðustúf á samkomu, sem haldin
var hér í bænum. Eg benti þar á,
að það, sem Vestur-íslendingar, eft-
ir minni skoðun, ættu að fara að
leggja aðaláherzluna á, væri það, að
verða góðir borgarar í þessu landi,
en að það gætu þeir ekki orðið fyr
en þeir færu kappsamlega að taka
þátt i málum þessa lands, og þá
þyrftu þeir vitaskuld fyrst og fremst
að læra að skilja þau. Mín aðalvið-
leitni á því ári, sem nú er bráðum
útrunnið, hefir verið sú, að standa
við þá ræðu, skýra fyrir mönnum
aðalmálefni þessa lands, sem lang-
flestir Vestur-lslendingar eiga heima
i.
Þar með var Lögberg orðið fyrst
og fremst pólitískt blað. Þess aðal-
umtalsefni hefir verið pólitík lands-
ins.
Eg hefi lagt mitt litla lóð í vogar-
skál frjálslynda flokksins blátt á-
fram af því, að eg gat ekki sann-
færingar minnar vegna lagt það í
neina aðra pólitíska vogarskál.”
(Smbr. ræðu Einars Hjörleifssonar,
“íslendingar og frjálslyndi flokkur-
inn,” Lögberg, 24. og 27. febrúar,
1892).
Að kalla má frá byrjun hefir
ILeirnskringla fylgt íahldsstefnunni
(Conservative Party) í Canada og
stefnu Þjóðveldissinna (Democrats)
í Bandaríkjum, en i trúmálum hall-
ast að stefnu þeirra, er eigi áttu
samleið með lúterskum mönnum.
Hafa hún og Lögberg því staðið á
öndverðum meið bæði í þjóðmálum
og trúarskoðunum; fór það þá að
vonum, að deilur risu milli blaða
þessara, og oft æði harðvítugar,
einkum fyr á árum; voru ágrein-
ingsmálin tiðum sótt og varin af
meira kappi en forsjá, og umræð-
urnar persónulegar úr hófi fram.
En á seinni árum hefir þetta mjög
breyst til batnaðar; flokkarnir hafa
riðlast, skilningur og viðsýni auk-
ist og samvinna á ýmsum sviðum
vaxið að sama skapi. Svo sem
Heimskringla, var Lögberg fram
eftir árum hlynt vesturferðum af
íslandi, ekki sízt fyrst framan af.
Lógberg var í fyrstu hið sama að
stærð og Heimskringla, 4 blaðsíður,
5 dálkar á síðu, 18 þumlungar að
lengd. Með byrjun þriðja árgangs
var það stækkað um helming að
blaðsiðutali, og varð því 8. bls. í
sama broti. Síðar var það tvsivar
stækkað, árið 1904 í 6 dálka að
breidd og 19 þml. að lengd; og árið
1911 í 7 dálka að breidd og 21 y2
þumlung að lengd. Varð það þá
langstærsta fréttablað á íslenzku.
Árið 1932 var það aftur minkað nið-
ur í 6 dálka blaðsíður, og hefir það
haldist siðan. Lógberg er og hefir
lengst af verið vikublað, en frá því
24. febrúar, 1892 til 16. janúar 1895,
kom það út tvisvar í viku, miðviku-
daga og laugardaga.
Stofnenda Lögbergs hefir þegar
verið getið. Vorið 1890 skifti blað-
ið um eigendur, en þó aðeins í tak-
mörkuðum skilningi. Var þá stofn-
að hlutafélag með $10,000 höfuð-
stól, er nefndist “The Lögberg
Printing and Publishing Company,
Limited.” Voru í því hinir upp-
runalegu útgefendur blaðsins, og að
auk nokkrir vinir þeira og skoðana-
bræður. Fyrsta stjórnarnefnd hins
nýja félags var skipuð þessum
mönnum:
Sigtryggur Jónasson, forseti;
Árni Friðriksson, vara-forseti,
Jón Ólafsson, skrifari, féhirðir
og ráðsmaður,
Páll S. Bárdal,
Andrés Freeman.
Gaf útgáfufélag þetta nú út blaðið
næstu tuttugu árin, en þá (1911) var
stofnað nýtt hlutafélag með auknum
höfuðstól, undir nafninu: “The
Nokkrir af ritáljórum Lögbergs, er lengst hafa
haft ritátjórnina með höndum
EINAR H. KVARAN, fyrsti ritstjóri Lögergs.
SIGTRYGGUR JÓNASSON
MAGNOS PAULSON
JÓN J. BILDFELL
EINAR P. JÓNSSON,
núverandi ritstjóri Lögbergs
Columbia Press, Limited.” Er þeirr-
ar breytingar, meðal annars, lýst á
þessa leið í samnefndri ritstjórnar-
grein (23. marz, 1911): “Félag
þetta (“The Lögberg Printing and
Publishing Company”) hefir siðan
(1890) gefið út blaðið, þó að ýmis-
legar breytingar hafi orðið í stjórn
þess, þar til um síðustu áramót, að
nýtt félag var stofnað, er keypt
hefir blaðið “Lögberg, ásamt öllum
eignum félagsins. Þetta nýja fé-
lag heitir “The Columbia Press,
Limited” og hefir nýskeð verið lög-
gilt. Höfuðstóll þess er $50,000, og
eru hluthafar sömu og áður, en
nokkrir nýir hafa bætst við. Félags-
stjórnin er og hin sama, sem var í
gamla félaginu:
J. J. Vopni, forseti,
A. Freeman, vara-forseti,
J. A. Blöndal, ráðsmaður,
Thomas H. Johnson,
Chr. Ólafsson.
Þetta nýja félag tekur nú við
Lögbergi og öllum eignum félagsins,
eins og áður er frá skýrt, og kaupir
þar að auki mjög mikið af nýjum
prentáhöldum, og tekur að sér alls-
konar prentun, bæði á ensku og is-
letizku, og hefir fleiri mönnum á að
skipa.”—
Frá aukinni starfsemi þessa nýja
útgáfufélags er frekar skýrt í yfir-
litsgreininni “Lögberg þrjátíu ára”
(20. desember 1917): “Færði þetta
nýja félag bráðlega út kvíarnar,
reisti stórhýsi á suðausturhorninu á
William Avenue og Sherbrooke
Street, þar sem gamla prentsmiðjan
stóð. Leigir félagið þar út skrif-
stofur og íbúðir og hefir þar einnig
skrifstofur sínar og prentsmiðju.
Er þar rekið prentverk í stórum stíl
og f jölda fólks veitt atvinna. Getur
prentsmiðja þessi að mörgu leyti
mælt sig við beztu prentsmiðjur
borgarinnar.”
Ekki hefir þó þar við setið. Tólf
árum síðar flutti prentsmiðja Lóg-
bergs í ný og hentugri húsakynni,
og segir þannig frá þeirri ráðbreytni
í greininni “Lögberg flutt” (13.
september, 1923): “Fyrir nokkru
síðan seldi Columbia Press byggingu
þá, Columbia Building, á horni Sher-
brooke og William stræta, sem það
hefir verið í síðan það bygði hana
árið 1911, og hefir nú bygt nýja
byggingu á norðaustur horni Sar-
gent Avenue og Toronto Street, og
flytur þangað að fullu og öllu þessa
viku. Bygging sú hin nýja er 104
fet á lengd og 64 fet á breidd, ein-
lyft, og er í alla staði hin hentug-
asta fyrir prentsmiðju. Vélar allar
og vinnustofur eru á sama gólfi, og
eins haganlega fyrir komið og unt
er. Byggingin sjálf er bygð úr
múrsteini, með steinsteypugólfi og
hituð með miðstöðvar gufuhitunar-
vél.” Er þar enn vistarvera Lóg-
bergs og Columibia Press.
Auk þeirra, sem þegar hafa verið
nefndir, hafa þessir átt sæti í út-
gáfunefnd Lögbergs um lengra eða
skemra skeið: Magnús Paulson, B.
T. Björnson og Jón J. Bíldfell; var
hinn siðastnefndi, á mismunandi
tímum, forseti, ritari og ráðsmaður.
Núverandi útgáfunefnd er þannig
skipuð:
H. A. Bergman, K.C., forseti
(síðan 1920)
Dr. B. J. Brandson, vara-forseti
Fred Stephenson, ritari og gjald-
keri (síðan 1927)
E. F. Stephenson
H. J. Stephenson.
En Fred Stephenson (Friðrik
Stefánsson frá Skálá í Skagafjarð-
arsýslu) hefir verið aðaleigandi
blaðsins síðan 1934.
Skal þá horfið aftur að ritstjórum
Lögbergs og starfstið þeirra. Fram
á þriðja ár þess hafði Einar Hjör-
leifsson einn ritstjórnina á hendi,
en þá varð Jón Ólafsson meðrit-
stjóri hans og ráðsmaður blaðsins;
en Jón hafði komið vestur 20. apríl
1890, og tók við starfi sinu við
Lögberg þrem dögum siðar. Unnu
þeir nú um hrið saman að blaðinu,
en með byrjun fjórða árgangs hætti
Einar við ritstjórnina, og var svo til
ætlast, að Jón hefði hana einn með
höndum; en bráðlega fór þó sam-
vinnan milli hans og útgefenda út
um þúfur, og hvarf hann frá rit-
stjórn blaðsins eftir einar þrjár vik-
ur. Urðu út af brottför hans harðar
deilur og langar milli hans og útgef-
enda Lögbergs, og einnig milli þeirra
fyrvrandi samverkamanna, Jóns og
Einars. Má lesa um leiðindaerjur
þessar allar í Lögbergi og Heims-
kringlu sumarið 1891, en Jón hafði
þá gerst ritstjóri hinnar síðarnefndu.
Tók Einar þá við ritstjórn Lögbergs
á ný og gegndi henni aðstoðar-
mannslaust að kalla má þangað til
hann fór alfari til íslands. Síðasta
blaðið undir ritstjórn hans er dag-
sett 28. febrúar 1895. Hafði hann
þá verið ritstjóri Lógbergs í rúm-
lega sjö ár. Segir Einar meðal ann-
ars í “Kveðju” sinni: “Og það er
sannfæring mín, að jafn mikið fylgi
eins og Lögberg hefir haft meðal
Vestur-íslendinga hin síðaTÍ ár, hafi
enn ekkert islenzkt blað haft austan
hafs né vestan.” Óhætt mun mega
bæta þ.ví við, að Einar sjálfur hafi
ekki átt minstan hlut í þeim vin-
sældurm og áhrifum blaðsins. Er
það ekki ofmælt, er segir í fyr-
nefndri yfirlitsgrein “Lögberg þrjá-
tíu ára” (20. desember 1917) :
“Bragurinn á félagslífi íslendinga
tók stakkaskiftum miklum þau sjö
árin, sem Einar Hjörleifsson var við
ritstjórn Lögbergs, og þótt fleiri
komi þar til sögunnar, og ekki væri
rétt að þakka Einari Hjörleifssyni
það einum, þá átti hann vissulega
sinn þátt í því og hann ekki litinn.”
Stjórnarnefnd Lógbergs hélt Einari
veglega skilnaðarveizlu 4. apríl 1891,
er 55 manns sóttu.
Sigtryggur Jónasson tók við rit-
stjórn Lögbergs af Einari (7. marz
1895) og hafði hana á hendi til 18.
júlí 1901. Enginn ritstjóri er því-
næst tilgreindur fram að 21. nóv-
ember, en þá tók Magnús Paulson,
áður ráðsmaður blaðsins, við rit-
stjórninni og annaðist hana til
haustsins 1905. Hinn 19. október
þ. á. gerðist Stefán Björnsson cand.
theol. (nú prófastur á Eskifirði)
aðalritstjóri blaðsins og var það
uppihaldslaust næstu níu árin, eða
þangað til í aprílbyrjun 1914, er
hann hvarf aftur til íslands.
Urðu nú alltíðar breytingar á rit-
stjórn Lögbergs næstu árin. Dr.
Sigurður Júl. Jóhannesson tók við
henni af séra Stefáni og kom fyrsta
blaðið undir ritstjórn hans út 9.
apríl 1914; annaðist hann hana síð-
an til 3. september, en varð þá að
láta hana af hendi vegna afstöðu
sinnar til heimsstyrjaldarinnar, sem
þá var skollinn á, eða öllu heldur
vegna andstöðu sinnar gegn þátttöku
Kanada í styrjöldinni. Varð Krist-
ján Sigurðsson kandidat (bróðir
Ögmundar skólastjóra Sigurðsson-
ar), sem verið hafði aðstoðarrit-
stjóri Stefáns Björnssonar, þá rit-
stjóri blaðsins um rúmt ár. En að
þeim tíma liðnum (7. október, 1915)
tók Dr. Sig. J. Jóhannesson aftur
við ritstjórninni og gegndi henni
fram i nóvemberbyrjun 1917. Eng-
inn ritstjóri er þvinæst tilgreindur
til áramóta.
En með nýári 1918 tók Jón J.
Bíldfell (frá Bildsfelli í Grafningi
í Ámessýslu) við ritstjórn Lögbergs
og hafði hana með höndum sam-
fleytt í meir en níu ár, til 3. febrú-
ar 1927. Einar P. Jónsson skáld
(frá Háreksstöðum á Jökuldal), er
verið hafði um mörg ár aðstoðar-
ritstjóri Bíildfells, varð þá aðalrit-
stjóri, en Finnur Jónsson (frá Mel-
um í Hrútafirði), áður bóksali í
Winnipeg, tók við meðritstjórastarf-
inu. Sá Einar um aðalritstjórnina
næstu fimm árin. Tók Finnur þá
við henni um ársbil, 1932-33, en síð-
an Einar aftur um rúmt ár, til 1.
febrúar, 1934; Heimir Þorgrímsson
(sonur Adams prests Þorgrímsson-
ar frá Nesi i Aðaldal) varð þá rit-
stjórinn fram til 1. september það
haust, en síðan hefir Einar séð uni
ritstjórnina einn saman.
Auk þeirra, sem að ofan eru tald-
ir, hafa þessir verið meðritstjórar
Lögbergs: Hannes S. Blöndal skáld,
i tið Magnúsar Paulson og fyrstu ár
séra Stefáns Björnssonar (1902-
1907) ; Björn Pálsson (Ólafssonar
skálds), 1907-1908; Baldur Sveins-
son blaðamaður (frá Húsavík á
Tjörnesi), 1908-1911; og Egill Er-
lendsson, 1914-1915.
(Framhald á sjöundu blaðsíðu)