Lögberg - 30.12.1937, Side 8
k'enings Thermique Heatless Permanent
15 x ■*■ OUAKAMKFJ)
AnoiNTMENx EpjQKS0N’S BEAUTY parlor eeasonable
950 GARFIELD ST. - - PHONE 89 527
Ur borg og bygð
Dr. A. B. Ingimundson verÖur
staddur í Riverton þann 4.v janúar
næstkomandi.
OT^INBER KVEÐJA
Beztu nýársóskir til íslenzku kven-
félaganna vestanhafs ,með hjartans
þakklæti fyrir yinsamlega hjálp og
aðstoð við samkomur mínar. Beztu
óskir um blessunarríkt starf á kom-
andi árum.
Halldóra Bjarnadóttir.
Nú í kvöld (fimtudag) verðiur
haldin 50 ára minningarháKíð ís-
lenzku bindindisfélaganna Skuldar
og Ileklu, og er búist við mikilli að-
sókn, því slikir tyllidagar koma ekki
oft fyrir á mannsæfinni.
Fallegar myndir af jólasögunni
verða sýndar í sambandi við messuna
í Gimli kirkju sunnudagskvöldið 2.
janúar, kl. 7 e. h.
Myndirnar eru 88 að tölu, í þrem-
ur pörtum: 1. Fæðing Jesú, með
ýmsum viðburðum er þá áttu sér
stað; 2. Ungdómsár Jesú, og 3.
Byrjun á hans prestsembætti.
Á mánudagskvöldið þann 3. jan-
úar, kl. 8.30 e. h., sýnir séra Guðm.
P. Johnson myndir af íslandi, i
Gimli kirkju, og verður það almenn
skemtisamkoma, líka verða þar
sungnir íslenzkir þjóðsöngvar, og
einnig sýndar nokkrar gamanmyndir
fyrir börn og ungmenni. Inngangur
ókeypis, en samskota leitað. Fólk er
beðið að fylla kirkjuna bæði sunnu-
dag og mánudag. Allir hjartanlega
velkomnir.
I.O.D.E., Jón Sigurdson Chapter,
heldur sinn næsta fund að heimili
Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St.,
á þriðjudagskvöldið þann 4. jan.,
k!. 8 e. h.
í síðasta blaði Lögbergs ( minn-
ingar- og jólablaðinu) var mynd og
nokkrar línur viðvíkjandi River
Park Toboggan Slide. Þar segir
“hringferða rennur”; til þess að
komast hjá misskilningi, er mein-
ingin, að þegar sleðar þeir, sem
sendir eru frá austur-turninum eru
komnir alla leið, er farið upp á ann-
an turn að vestan, og sú renna tekur
fólk til baka alla leið heim að bygg-
ingu þeirri, er veitir fólki hlýju og
þægindi. Einnig fæst þar alt, sem
fólk lystir af mat og drykk. Eftir-
lit er eins gott og unt er; sérstakt
eftirlit með unglingum. Unglingar
undir 8 ára ekki teknir, nema eldra
fólk fylgi. Hér er um eina þá holl-
ustu útiskemtun að ræða, sem hugs-
ast getur, og ætti fólk því alment að
færa sér hana í nyt.
Agnes S gurðson
A.M.M.
Teacher of Piano
Studio: 17 Lenore Street.
Winnipeg
Þér getið aukið
við núverandi tekjur
Umboðsmenn öskast tll þess að
selja legsteina. Hundruð af þeim
seld I bygðarlagi yðar. Við
leggjum til sýnishorn og segjum
fyrir um söluaðferðir. Skrifið
eftir upplýsingum til 695 Sargent
Ave., Winnípeg.
NÝ MATREIÐSLUBÓK
Kvenfólag Fyrsta lúterska safn-
aðar hefir nú til sölu nýprentaða
matreiðslubók. Verð $1.00., Eftir.
fylgjandi taka ámóti pöntunum:
Mrí! G. F. Jonasson, 401 722
195 Ash St., Winnipeg, Man.
Mrs. O. B. Olson,
907 Ingersoll St., Winnipeg
Mrs. Ben. Baldwin, 24 228
Ste. 22 Emily Apts., Winnipeg
Mrs. O. R. Phipps, 31 476
522 Furby St., Winnipeg, Man.
Mrs. E. S. Feldsted 33 265
525 Dominion St., Winnipeg
Mrs. H. H. Eager, 202 258
151 Ferndale Ave., Norwood.
Mrs. T. Blondal 86218
909 Winnipeg Ave.,. Winnipeg
Mrs. F. Thordarson, 35 704
996 Dominion St., Winnipeg
Mrs. Wk R. Pottruf f, 36860
216 Sherburn St., Winnipeg
Mrs. K. J. Backthan, 30 45°
893 Garfield St., Winnipeg.
Mrs. A. C. Johnson, 33 328
414 Maryland St., Winnipeg.
Mrs. Finnur Johnson, 37 786
Ste. 14 Thelmo Mans., Wpg.
Mrs. B. J. Brandson, 403 288
214 Waverley St., Winnipeg.
Mrs. H. Palmasoi., 87 519
942 Sherburn St., Winnipeg
Mrs. G. M. Bjarnason, 71 342
448 Greenwood Pl., Winnipeg
Mrs. C. Olafson, 30017
Ste. 1 Ruth Apts., Winnipeg
Mrs. J. S. Gillies, 38 078
680 Banning St., Winnipeg
Mrs. A. S. Bardal, 501 562
Lot 62, Hawthorne Ave., E. Kild.
Mrs. O. Stephensen, 30411
2-118 Sherbrook St., Winnipeg.
Mrs. E. W. Perry, 49 701
21 Estelle Apts., Winnipeg.
Hinn 8. des. s.l. fór fram jarðar-
för Guðmundar Kristjáns Nord-
mans, er lézt á spítala í Winnipeg
þann 4. des. eins og áður hefir ver-
ið skýrt frá. Jarðarförin fór fram
frá heimilinu og kirkju hans í Brúar-
bygð, að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og vinum. Harm var fæddur
að Gimli 17. sept. 1879, en fluttist
barn að aldri til Argyle ásamt for-
eldruim sínum Guðmundi Guð-
mundssyni Nordman og konu hans,
en þau voru landnámsmenn í Argyle-
bygð. Kona Guðmundar, Sigurbjörg
Sigurðardóttir, lifir mann sinn á-
samt fimm börnum þeirra, er öll eru
uppkomin og mannvænleg. Einnig
lifa hann tveir bræður og tvær syst-
ur.—Séra E. H. Fáfnis jarðsöng
hinn framliðna.
Mr. Björn A. Björnsson, Radio-
sérfræðingur frá Moose Jaw, Sask.,
kom til borgarinnar um jólin ásamt
fjölskyldu sinni, i heimsókn til for-
eldra sipna, þeirra Mr. og Mrs.
Sigurður Björnsson, 679 Beverley
Street. Björn hélt heimleiðis á
mánudaginn, en fjölskylda hans
dvelst hér í nokkra daga.
J. BASTOW
Pictures of Western Canadian
Scenes for Sale
Lessons in Pastel Painting
894 PORTAGE AVE.
at Arlington
Borgið mánaðarlega!
Kaupið viðurkendar vörur
BULOVA, ELGIN, WALTHAM
Watches
Gimsteinar og Gullstáss
Semjið við
C. Thorlakson
j
TVe carry a complete lirte oj
BULOVA WATCHES
H. Baldwin
Ú rsmið
Gullsmið
\
699 SABGENT AVE., WINNIPEG
LÖGBHBG, FIMTUDAGINN 30. DESBMBER 1937.
Spyrjiðþann, sem
reyndi það áður
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Nýársmessa á sunnudaginn kl. 11
f. h., (ensk messa), og íslenzk messa
kl. 7 e. h.
'Gimli prestakall
1. jan—Betel, messa á venjuleg-
um tíma: Gimli, íslenzk messa kl.
3 e. h.
2. jan.—-Betel, 'messa á venjuleg-
um tíma; Gimli, ensk messa kl. 7
e. h. (Aðal þáttur þessarar messu
verður myndasýning með skýringum
á æfisögu og starfi Jesú Krists).
3. Jan.—Séra G. P. Johnson sýn-
ir íslandsmyndir með útskýringum,
kl. 8.30 e. h. í kirkju Gimlisafnaðar.
Inngangur ókeypis, en samskota
leitað.
9. jan.—Betel, messa á venjuleg-
um tima. Gimli, íslenzk messa, kl.
3 e. h., og ársfundur Gimlisafnaðar.
16. jan.—Betel, messa á venju-
legum tima. Gimli, íslenzk messa
kl. 7 e. h.
23.—jan.—Messa í kirkju Mikl-
eyjarsafnaðar kl. 2 e. h.
Fermingarbörn á Gimli mæta til
viðtals á heimili Mr. og Mrs. Helgi
G. Helgason, föstudaginn 7. janúar,
kl. 4 e. h.
B. A. Bjarnason.
Áætlaðar messur um áramótin:
Nýársdag, Víðir kl. 2 e. h.
2. jan., Geysiskirkju, kl. 2 e. h.
9. jan., Ár*borg, kl. 2 e. h.
Ársfundur safnaðar eftir messu.
S. Ólafsson.
Leiðrétting
I minningarblaði Lögbergs, sem
út kom f vikunni sem leið, hefir fall-
ið úr nafn höfundarins að ritgerð-
inni um Jón Ólafsson, skáld. Höf-
undurinn er Mr. G. J. Oleson í
Glenboro, ágætur maður og prýði-
lega ritfær, eins og umrædd grein og
margar fleiri ritgerðir i Lögbergi
bera ótvírætt vitni. Á þessum mis-
gáningi er höfundur greinarinnar
beðinn afsökunar, þó Lögbergi sé
ekki alveg um að kenna, þar sem
höfundi var send próförk af grein-
inni, en hann ekki gætti þess að setja
nafnt sitt við.
Mr. Magnus Paulson, kjörsonur
frú Guðnýjar Paulson að 784
Beverley Street hér í borginni,
dvaldi hér um jólaleytið; hann hélt
heimleiðis á miðvikudagskveldið.
Mr. Paulson á heima í Torontoborg,
og starfar þar hjá Milner, Ross &
Co., félagi, sem hefir einkum og sér-
ílagi sölu veðbréfa með höndum.
Dr. Richard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum og bókmentum
við ríkisháskólann í North Dakota,
kom til borgarinnar á þriðjudaginn,
og dvelur hér fram yfir nýárið.
Mrs. J. J. Vopni dvelur uni þess-
ar mundir hjá börnum sínum vestur
í landi.
SAMKOMULAG 1 AKUR-
EYRAR-DEILUNNI
í gær lagði fulltrúi sáttasemjara,
Þorsteinn M. Jónsson, fram sátta-
tillögu í deilunni milli Iðju og S.I.S.
og krafðist svars fyrir klukkan 7.
Báðir aðilar samiþyktu tillöguna.
í henni var þá ákveðinn grundvöllur
að fullum samningum. Var unnið
að samningagerðinni í gærkvöldi og.
var ekki lokið laust fyrir miðnætti,
er blaðið hafði síðast fregnir að
norðan.
Blaðið átti tal við Jónas Þór verk-
smiðjustjóra. Skýrði hann svo frá,
að erindreki Alþýðusambandsins,
Jón Sigurðsson, hefði tilkynt sér, að
verkfallsverðir væru farnir frá
verksmiðjunum, og væri hægt að
byrja undirbúning undir vinnu á
fimtudagsmorgun.
Verkfallið hefir nú staðið yfir í
mánuð, byrjaði 2. nóvember.
Uim úrslit samninganna sagði
Jónas Þór þetta:
Kaup hefir yfirleitt verið hækkað
um 12%, en kaup vefara fyrstu ár-
in nokkru meira, svo og byrjunar-
kaup í skinnaverksmiðjunni.
Aftur á móti hafa “Iðju”-menn
fallið frá kröfu um stytting vinnu-
tímans og skyldu verkafólks til að
vera í Iðju.
Vinnu tíminn var 9 klst., en í þeim
tima voru innifaldir 2 kaffitímar,
stundarfjórðungur hvor.
En nú heitir það svo, að vinnutím-
inn sé 8)4 klst., en í þeim tíma eru
ekki innihaldir kaffitímar.
I fyrstu heimtaði Jón Sigurðsson
erindreki, að enginn mætti vinna við
verksmiðjurnar, nema hann væri í
félaginu “Iðju.” En síðar félst
hann á, og þeir “Iðju”-menn, að fólk
það, sem verið hefir í verksmiðjun-
um þyrfti ekki að ganga í félagið,'
aðeins það fólk, sem þangað yrði
ráðið síðar.
En í gærkvöldi féllust þeir á, að
hafa enga siíka kvöð á verksmiðju-
fólkinu, hvorki því sem þar hefir
verið, eða því, sem þangað ræður
sig síðar.—Morgunbl. 2. des.
A ISLAND AÐ GANGA I
BE RNA RSA MBANDID ?
Á fundi norræna rithöfundaráðs-
ins í Kaupmannahöfn hefir verið
samþykt ályktun um það, að fara
þess á leit að ísland gengi í Bernar-
sambandið og skapaði þannig réttar-
grundvöll til verndar verkum ís-
lenzkra rithöfunda.
Þá hefir og verið samþykt álykt-
un þess efnis, að ísland taki þátt í
samvinnu Norðurlanda um undir-
búning nýrrar löggjafar um höfund-
arrétt.—Morgunbl. 2. des.
Hjónavígslur
Síðastliðinn mánudag voru gefin
saman í hjónaband í St. George’s
kirkjunni hér í borginni, þau Miss
Constance Noreen Murphy, dóttir
þeirra Mr. og Mrs. Murphy, og Mr.
Peter Duncan Curry, sonur Mr. D.
S. Curry, sem látinn er fyrir all-
mörgum árum, og frúar hans, Sigur-
bjargar Curry. Áttu þau hjón lengi
heima í San Diego, California, en
nú hefir frú Curry heimili sitt hér í
borg. Framtíðarheimili ungu hjón-
anna verður í Winnipeg. Lögberg
flytur þeim innilegar árnaðaróskir.
Mannalát
Þann 21. þ. m. lézt að heimili sínu
í Brooklands, Man., Jón Tryggvi
Goodman, 57 ára að aldri; hann læt-
ur eftir sig ekkju, tvö börn og einn
bróður, Carl Goodman í Winnipeg.
Útförin fór fram frá Bardals þann
23. þ. m. Séra Björn B. Jónsson,
D.D., jarðsöng. Hinn látni var
fæddur í Mikley hér í fylkinu.
Á jóladagsmorguninn lézt að
Decker, Man., Jóans Brynjólfsson
78 ára að aldri, þingeyingur að ætt.
Hann lætur ef/tir einn hálfbróður,
Carl Goodman í Winnipeg.
Aðfangadagskvöld jóla andaðist
Jónína (Minnie) Búadóttir Mayer,
á Almenna spítalanum hér í bæ. Hún
var fædd á Skaga í Dýrafirði 1.
janúar 1870. Foreldrar hennar voru
Búi Jónsson og Þorlaug Guðbrands-
dóttir kona hans. Ein systir er á
lífi, Ólöf Búason j Vancouver. Árið
Tryggið heilsu
fjölskyldunnar með
Crescent
gerilsneyddri mjólk
Drekkið gnótt gerilsneyddrar
mjólkur. Sérsver pottur af
CRESCENT gerilsneyddri
mjólk, er heilsutrygging. Með
því að kalla upp CRESCENT
eða hóa í ökumanninn, fáið
þér CRESCENT afgreiðsluna
beint í húsagarð.
CRESCENT CREAMERY
hefir afgreitt mjólk til Winni-
peg heimila í 32 ár. Þér getið
fengið CRESCENT mjólk hjá
CRESCENT ökumanninum,
eða með því að hringja upp
37 101.
Crescent Creamery
Company Ltd.
KAUPIÐ ÁVAL.T
LUMBER
. _.... hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
1905 kvæntist hún Alva Moyer. Áttu
þau tvo syni, er lifa móður sína,
Wilfred og Daniel. Stutt kveðju-
athöfn fór fram frá útfarasal Bar-
dals undir stjórn séra Philip M. Pét-
ursson s.l. mánudag, 27. þ. m., kl.
2 e. h., og var líkið síðan flutt til
Winnipegosis, þar sem jarðað verð-
ur.
Hinn 8. des. s.l. andaðist af af-
leiðingum heilablóðfalls, bóndinn
Jón Kristján Reykdal, að heimili
sinu skamt frá Baldur, Man. Hann
var fæddur að Hóli í Köldukinn í
S.-Þingeyjarsýslu 30. maí 1870.
Fluttist vestur um haf 1893 og kom
þá til Argyle. Hann lætur eftir sig
konu og sjö börn, öli uppkomin. —
Jarðarför hans fór fram frá lút-
ersku kirkjunni í Baldur þann 19.
þ. m., og voru viðstaddir ættmenn
og vinir. Séra E. H, Fáfnis jarð-
söng.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
SPARIÐ PENINGA I I !
Alfatnaðir og yfirhafnir,
eins og nýir, við kjör-
kaupaverði.
GOWDY’S
Second Hand Store
337 Notre Dame Ave.,
Winnipeg
Sími 25 277
Borgum í peningum fyrir
brúkaða hluti.
Utanbæjarfólk skrifi eftir
verðskrá.
ííldSfI)
JEWELLERS
Extensive Collection
of Select Gifts
Diamonds - Gold - Silver
—Very Moderate Prices—
Annaat grelðlega um alt, iem aO
flutningum lýtur, smáum *0a
stðrum. Hvergi sanngj&rnara
rerO.
Heimili: 591 SHBRBURN ST.
Sími 15 90«
Ættatölur
fyrir Islendinga semur:
GUNNAR ÞORSTEINSSON
P. O. Box 6o8
Reykjavík, Iceland
447 PORTAGE AVE.
(Opp. The Bay)
Phone 26 224
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluO þér ávalt kalla upp
SARQENT
TAXI
FRED BUCKL2S, Manager
PHONE
34 555 - 34 567
SARGENT & AGNES
WILDFIRE COAL
“D R U M H E L L E R”
Trade Marked for Your Protection.
Look for the Red Dots.
LUMP $11.50 per ton
LARGE STOVE $10.50 per ton
Phone 23 811
NPCURDY SUPPLY CO. LTD.
1034 ARLINGTON ST.
25 oz.....12.15
40 oz. $3.25
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS, I.IMITED
Stofnsett 1832
Elzta ítfengrisgerö í Canada.
I
rhlB advertisement is not inserted by the Oovernment Liquor Control Commlssion. The
Commlsslon is not responslble for statements made as to the quallty of productn advertlsed.