Lögberg - 17.02.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.02.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. FEBRÍTAR 1938 NÚMER7 Prófcssor G. B. Björnsson Mr. G. Björn Björnsson, seni flyt- ur aðalræðuna á árshátíð “Fróns” í Goodtemplarahúsinu þann 23. þ. m., er prófessor i blaðamensku við rik- isháskólann i North Dakota; hann er sonur þeirra merkishjónanna Mr. og Mrs. Gunnar B. Björnsson í Minneapolis, Minn., og á því ekki langt að sækja miælsku sína og and- lega frækni. MUSSOLINI STAMUR VIÐ SIG Frá Londoti hafa nýverið borist þær fregnir, að Mussolini, hinn ítalski alræðisaður. hafi ákveðið að senda fimmtíu þúsundir vígra manna inn á Spán til stuðnings við Franco, foringja árásarhersveitanna. Virðist Mussolini auðsjáanlega stað- ráðinn í því að láta til skarar skriða á Spáni, áður en stjórnin fái betur búið um sig að mannafla og vopna- birgðum, er líða fer að vori og greiðara verður umferðar. A FTURHA LDSMENN KVEÐJA TIL FUNDAR Svo hefir skipast til, íyrir at- beina Mr. Bennetts og flokksbræðra hans i sambandsþinginu, að kvatt verður til fundar í Ottawa, sem standa skal yfir dagana 25. og 26. þ. m., þar sem mættir verði 'fulltrú- ar úr öllum fylkjum. Er tilgangur- inn sagður að vera sá, að blása, ef auðið yrði, lífsanda :í pólitískar nasir flokksins, og hervæðast svo eftir megni fyrir næstu satnbandskosning- ar. Til G. T. stúknanna Heklu og Skuldar í Winnipeg á fvmtíu ára afmceli þeirra 30. desember \937 Nú hafið þið systurnar, Hekla og Skuld um hálföld í nágrenni hiiið, og unnið að málum sem ein væri sál og aldrei af hólminum flúið. í upphafi völduð þið verkamið það, að vinna til mannfélags þarfa, og þið spurðuð aldrei um gróða né gjald, en genguð með alúð til starfa. Oss finst stundum mikið um fimtíu ár —eitt fótmál af ómælis vegi— en samt verða aldir og augnablik jöfn í eilífum framsóknar degi. Því ei verður framsóknin áföngum níæld í árum ná pundum né gráðum; en mannþroska sporin frá myrkri til ljóss þau mælast í betrandi dáðum. Og hafi því félag og einstakur eins með ódáðum söguna skrifað, við dagsbók er skráður á dánarbeð hans sá dómur: hann ei hafi lifað. Og ef til vill svíður við seinustu spor í sárum er eftir liann skildi. Samt vex yfr slóðina gleymskunnar gras sem grætt er af kærleikans mildi. En kærleikur hjartans er mannþroskans magn svo megi hann sigrast á þrautum. Og þið hafið starfað í þjónustu hans og því inni á framsóknar brautum. Sá kærleikur hjartans er guðsástar gjöf, sem glæðir til framsóknar þrekið, og ljúft skyldi að veita af vegnesti því —það vex þegar af því er tekið. Þó ýmislegt fengist í farinni leið er flest enn í brotum og molum. Við margskifta krafta og misráðin störf er margt sem í liálfbrunnum kolum. Eg veit að þið enn munum lialdast í hönd og liollráð til umbóta finna, og beita í vindinn og halda í horf, því hér er svo mikið að vinna. Því lestirnir ræktast af auðvaldi enn, til arðráns er leikurinn gerður, svo f járgróða hyggjunnar fórnarlamb trygt hinn fákæni smælingi verður; og stjórnspekin verzlar með veikleika hvern sem veðtryggir okrarans sjóði; og enn helgar lögspekin lævísri kló sitt lögtak á óvitans blóði. Við stöndum öll saman og stefnum enn fram, og starfið skal trúlega unnið; við látum oss nægja það lítið sem vinst af lífrænum toga er spunnið. Svo við skulum græskulaust gleðjast í kvöld, því gott er um vistir og föngin; við færum þeim systrunum fimtuga þökk og fléttum í liátíða sönginn. Hjálmar Gíslason. ■ COL. H. M. HANNESSON. er flytur ræðu í Sambandskirkjunni á æskulýðsskemtun Þjóð- ræknisfélagsins þann 22. þessa tnánaðar, klukkan 8 að kveldi. Að Sólbakka I löf.: Þórunn Magnúsdóttir. Útgefandi: Bókaverzlunin Mimir, h.f. Reykjavik. 1937. Þeir geta sjálfsagt fundið ýmsa galla á bók þessari, seini vita ná- kvæmlega fyrri fram, hvernig skáld- saga á að vera^ að forminu til, en gæta þess ekki, að sögu má segja á rnarga vegu, og geta allir verið góðir “fyrir sinn hatt,” ef svo mætti segja, en að aðalgildi sögu er undir því komið, hve vel hún lýsir mann- legum persónum og mannlegum ör- lögum þannig, að vér hrærumst til skilnings og samúðar. Og ef vér leggjum þann mælikvarða á þessa sögu, þá stenzt hún vel, því að i henni er lýst sterkri skapgerð og oft miklum tilfinningum, þar sem aðal persónan er — í baráttu við örðug Jiífskjör og hörð örlög, baráttu, sem endar samt með sigri, þótt að vonum sjáist á sigurvegaranum ör eftir bar- dagana. Og þessu er lýst þann veg, að vér skiljum hugarhræringar Finnbjargar og tökum þátt í sigrum hennar og ósigrum, Og einkanlega í lýsingunum á sumum aukapersón- unum, t. d. Vigdísi á Bala, kernur fram hófsemi höfundar'í mannlýs- ingum og næmur skilningur á þvi. að mennirnir eru ekki úr einum toga spunnir, — að þeir eru “undarlegt sambland af frosti og funa.” Og þessi hófsemi er eitt aðaleinkenni höfundarins. Þórunn Magnúsdóttir heíir áður gefið út tvö stuásagnasöfn (Dætur Reykjayíkur,” I. og II.), sem báru vott um góða hæfileika til ritstarfa. en með þessari sögu hefir hún færst meira í fang og leyst það yfirleitt vel af hendi. Virðist því öll ástæða til að spá góðu um framtíð hennar sem rithöfundar. Jakob Jóh. Smári. —Alþ.bl. 20. des. VEL OG DRENGILEGA MÆLT Mr. Pattullo, forsætisráðherra British Columbiafylkis, flutti fyrir skömmú ræðu í Vancouver, þar sem hann lét svo um mælt, að áður en langt um liði, myndi hann gera al- menningi heyrinkunnar fyrirætlanir sínar, er í þá átt gengi, að tryggja sérhverri vinnufærri mannveru inn- an vébanda fylkisins, fulla atvinnu í næstkomandi tíu ár.— EKKI MYRKUR / MÁLI Hon. J. S. McDiarmid, náttúrufríðindaráðgjafi Manitoba Á öðrum stað hér í blaðinu birtist ávarp frá Mr. McDiarmid til íslend- inga í tilefni af ársþingi Þjóðræknis- félagsins, er nú fer í hönd, ásamt skýrslu yfir framleiðslu náttúru- auðæfa fylkisins á árinu sem leið. Mr. Leslie Mutch, sambandsþing- maður fyrir Suður-Winnipeg kjör- dæmið, flutti í vikunni sem leið ihyglisverða ræðu í sambandsþing- inu, þar sem hann veittist allþung- lega að stjórninni fyrir stefnu henn- ar og aðgerðir i tollmálunum ; kvaðst hann, sem liberal þingmaður og flokksbróðir stjórfiarinnar, draga það i nokkurn, vafa hve drengilega hún hefði efnt kosningaloforðin frá 1935 viðvíkjandi lækkun tollvernd- ar; vék hann í því sambandi að toll- vernd á húsgagnframleiðslunni, sem nú væri hærri en nokkru sinni fyr, auk þess sem verndartoljar á land- búnaðaráhöldum væri óhæfilega háir. MEN’S CLUB Það væri synd að segja að ekki væri glatt á hjalla í samkomusal Fyrstu lútersku kirkjunni á mánudagskveldið var; hinn rúmi- góði salur svo að segja þétt- skipaður glöðurn gestum, og veizlu- kostur allur hinn ríkmannlegasti. Tvær deildir úr kvenfélagi safnað- arins undirbjuggu matföng og gengu um beina. Karlaklúbbur Fvrsta lúterska safnaðar átti frumkvæði að þvi að konur voru gestir klúbbsins þetta áminsta kveld, og gafst sú ráðstöfun vel; var þetta nýrnæli, seín hinn ötuli og áhugasami forseti klúbbsins, Mr. Norman Bergman, átti frumkvæði að ; skipaði hann for- sæti á þessu fjölsótta móti, og leysti þann starfa. af hendi með miklurn skörungsskap. Allmikið var þarna um ræðuhöld, auk uppilesturs og söngva. í síðasta blaði var frá því skýrt hverjir þátt tæki í skemtiskrá, og því óþarft að bæta þar við að öðru leyti en því, að hlutverkum öllum vortt gerð hin beztu skil. Karlaklúbburinn á þakkir skyldar fyrir að hafa hrundið mannfagnaði þessum af stokkunum, eins rögg- samlega og alt fór þar fram; stuðl- Mr. Ólafur N. Kárdal, tenórsöngvari Mr. Kárdal verður eini einsöngv- arinn á Frónshátiðinni þann 23. þ. m. Hann hefir fagra og mikla rödd, og láta þeir svo ummælt, er hlustað hafa nýverið á söng hans, að hann sé á hröðu framfaraskeiði í list sinni. Föstudaginn 18. febrúar verður skemtun í I^abor Hall. Nokkur ís- lenzk ungmenni skemta jýir með söng, bljóðfæraslætti og ýmsu fleiru. Veitingar verða frambornar. Inn- gangur ókeypis, en samskota leitað. Allir velkomnir. ATHYGLI Sérstakra orsaka vegna, verða fundir St. Hektu á þriðjudögum í stað fimtudags, er verið hefir. Næsti fundur þriðjudaginn 22. þ. m. — Félagar atíhugi þetta og f jölmenrw. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtudaginn þann 17. þ. m. kl. 3 e. h. Mr. Chris. Johnson frá Baldur, Man., hefir dvalið i borginni nokkra tindanfarna daga. Mr. J. H. Hanson frá McCreary, Man., er staddur í borginni um þess- ar mundir. ar sl'íkt mjög að glæddri samvinnu innan vébanda safnaðarins, og er þá vel. VARAR VIÐ STRIHS- HÆTTU Senator W. E. Borah frá Idaho, flutti i vikunni sem leið harðorða ræðu i iildungadeild þjóðþingsins í Washington, um það að þjóðin ætti það á hættu að verða dregin inn í stríð vegna þess að alþjóðaáli hneigð ist í þá átt, að leynilegt samband um berskipasmiði ætti sér stað milli Bretlands og Bandaríkjanna og jæssi skoðun leiddi jafnframt til aukir.s vigbúnaðar með öðrum þjóðum. Senator Pittman, Demokrat frá Nevada, lýsti yfir því skýrt og skor- inort, að staðhæfingar Senator Borah væri allar saman út í hött. 0 ... MISS ELIN ANDERSON í afmælisblaði Lögbergs þann 22. desember síðastliðinn, birtist mynd af ungfrú Elínu Anderson, forstjóra við Winnipeg Family Bureau, og var þá jafnframt stuttlega getið hinnar nýju bókar hennar “We Americans.” Nú hefir hún hlotið þúsund dollara verðlaun fyrir þessa bók, sem þykir vel samin með ágæt- um. íslenzka mannfélagið fagnar yfir þeirri miklu sæmd, sem Miss Anderson hefir með þessu fallið í skaut, og árnar henni allra heilla. Miss Anderson flytur ræðu í Sambandskirkjunni á fyrsta kveldi Þjöðræknisþingsins, þann 22. þ- m., sem helgað er æskulýðsdeild Þjóð- ræknissamtakanna, undir forustu Mr. Ed. Qlsons. Or borg og bygð ANNUAL GENERAI. MEETING “The Young Icelanders” are hold- ing a General Meeting at the Jon Bjarnason Academy, Monday night, February 2ist at 8 o’clock. All members and pending members are requested to attend. Business of the meeting is varied and interesting:—Election of new executive, approval of name, con- stitution and important announce- ments. All are cordially invited to attend. The Committee. 1 félagi presta og guðfræðinga Winnipeg borgar flutti Dr. Björn B. Jónsson fyrirlestur 7. þ. m. um efnið; The Church’s Tribulation in The Totalitarian States, og þótti svo mikið til erindisins konia, að beðið hefir verið um afskrift af því úr ýmsum áttum. Hljómboðar Sönglög cftir Þórarinn Jónsson. Þessi nýútkomna sönglagabók inniheldur 40 sönglög við ágætis- kvæði merkra skálda austan hafs og vestan. Þau eru öll þýð og sönghæf, á mátulegu raddsviði fyrir alþýðu- söng og undirraddirnar svo auð- veldar, að hver sá, sem eitthvað leikur á stofuorgel eða pianó, getur haft þeirra full not. Prentun er skýr og góð aflestrar, og svipar mjög að frágangi til alþýðusöngv- anna islenzku, sem surnir nefna “Kindabækur” eða “Fjárlög,’ þó stærri í brotum. Þessi bók er góð viðbót við íslenzka alþýðusöngva, og ætti að vera kærkominn gestur allra sem hljóðfæri hafa og heimilissöng iðka. Örfá eintök hafa borist hingað vestur, og verða send eftir pöntun- uni aðeins. Þau fást hjá ritstjóra Lögbergs, E. P. Jónssyni, og ritara Þjóðræknisfélagsins, Gisla Jónssyni, 906 Banning St., Winnipeg, og kosta póstfrítt 2 dali. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.