Lögberg - 17.02.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 17. FEBRÚAR 1938
Högberg
QefiC út hvern fimtudag af
THK COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, «95 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO JJ.00 um ári0 — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and published by The
Columbla. Press, Lintfted, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Óhjákvæmileg þakkarorð
Frá því er Lögberg gaf út minningarblað
sitt í tilefni af fimtugs afmælinu, hefir rignt
inn á skrifstofu þess í hundraðatali bréfum
og símskeytum til ritstjóra og útgefenda, með
Idýjum óskum um velfaman blaðsins í fram-
tíðinni; væri það alt saman birt yrði það heil-
stór bók, en slíkt kemur vitanlega ekki til
mála, þó fordæmi séu fvrir, að reynt sé að
gera sér gott af minna en því; verður því að
nægja í eitt skifti fyrir öll, að hinn frábæri
góðhugur í garð blaðsins, sé innilega þakkað-
ur, og nái til allra jafnt. Og þetta gildir ekki
eingöngu um Islendinga, né heldur þá af öðr-
um þjóðstofni, er sendu blaðinu virðingar-
kveðjur í tilefni af afmælinu, heldur og ræðis-
menn erlendra ríkja í þessu landi, er heiðruðu
j>að með faguryrtum símskeytum, sem og
ýmsa forustumenn á sviði stjórnmála og at-
hafnalífs; var í rauninni í þessu tilliti um
hvorki meira né minna að ræða, en samhljóða
traustsyfirlýsingu í garð hins íslenzka mann-
félags vestanhafs með Lögberg í fararbroddi.
Það væri óviðurkvæmilegt ef þessa væri eigi
að verðugu minst, og það metið að fullu.
Ýms blöð austanhafs, er oss hafa nýverið
borist í hendur, minnast einkar lofsamlega á
minningarblað Lögbergs, og starfsemi þess í
þágu íslenzkra félagssamtaka og menningar-
mála. “Vísir” hefir meðal annars þetta að
segja, þann 13. janúar síðastliðinn, er nær til
beggja íslenzku vestanblaðanna jafnt:
“Islenzku blöðin vestanliafs hafa frá því
er þau fyrst hófu göngu sína komið Islend-
ingum vestra að ómetaulegu gagni. Þau hafa
meira en flest annað tengt þá saman, þótt
dreifðir séu um hina miklu Vesturálfu, flutt
fregnir um störf og félagsleg samtök í hinum
ýmsu íslendingabygðum, og }>að, sem oss á
Íslandi má ekki þykja minna um vert, flutt
mikinn fróðleik héðan til landa vestra, fróð-
leik og fréttir, sem landar okkar vestra ella
hefði ekki fengið, en þetta hefir aftur leitt til
þess, að landar vorir hafa lifað í nánari and-
legum tengslum við okkur og land vort. —
Vestur-íslenzku blöðin hafa, síðan er fólks-
flutningar héðan stöðvuðust að mestu, lifað
við þrengri kost en áður, og það sýnir virð-
ingarverðan áhuga og dugnað þeirra, sem að
blöðunum standa, og þeim, sem kaupa þau, að
þau hafa um svo margra áratuga skeið, sem
reynd ber vitni, sigrast á öllum erfiðleikum. ”
Eftir að hafa farið lofsamlegum ummælum
um ritgerð dr. Becks um starfsferil Lögbergss
og margt fleira, lýkur Vísis-greininni á þenna
veg:
“Auk greinar dr. Becks flytur blaðið
fjölda margar greinar, meðal annars um Jón
Ólafsson skáld.
“Nokkur sýnishorn að vestur-íslenzku og
rannsóknum um hana,” eftir dr. Stefán Ein-
arsson háskólakennara í Baltimore, og ótal
margt annað, sem rúm leyfir því miður eigi
að telja, meðal annars myndir og greinir um
merka Vestur-lslendinga og fyrirtæki.” 1
Vísis-greininni er endurprentað orðrétt í ís-
lenzkri þýðingu, hið undurfagra ávarp til
Lögbergs frá landsítjóranum í Canada, lá-
varði Tweedsmuir.
Þessu jafnframt flytur og Nýja Dagblað-
ið einkar hlýyrta ritgerð um Lögberg í tilefni
af fimtugsafmælinu, og lætur þess getið, að
minningarútgáfa þess afi verið “mjög vönd-
uð og skrautleg. ” Blað þetta birtir auk ann-
ara ummæla, orðrétt hina fögru og kjarnyrtu
samfagnaðarkveðju til Lögbergs frá forsætis-
ráðherra íslenzku þjóðarinnar, hr. Hermanni
Jónassyni.
Frá þjóðræknislegu sjónarmiði séð,
hafa áminstar hlýkveðjur til Lögbergs
heiman af ættjörðinni, hreint ekkert smáræðis
gildi; þær benda ljóst og ákyeðið í þá átt, að
ýmsir séu þeir menn heima, er eigi láti sér á
sama standa hver verði hlutur vor í framtíð-
inni, né heldur um það hvernig tiltakist um
viðhald andlegs og menningarlegs sambands
milli heimaþjóðarinnar og þjóðarbrotsins
vestra. Og óumræðilegt fagnaðarefni yrði
oss það í vestrænni dreifingu, ef til lífrænna
framkvæmda kæmi í náinni framtíð þau um-
mæli Hermanns forsætisráðherra í samfagn-
aðarkveðjunni til Lögbergs, “að nú sé meiri
áhugi en nokkru sinni áður fyrir því að auka
og efla samstarfið milli heimaþjóðarinnar og
Íslendinganna vestan hafsins, og að þess
verði skamt að bíða að raunhæfar ráðstafanir
verði gerðar í samræmi við þennan vaxandi
áhuga.”
Endarminningar Indriða
Einarssonar
Eftir prófessor Richard Beck.
Tndriði Einarsson: Séð og lifað.
Endurminningar. Reykjavík,
1936—452 bls
Það er ver,uleg sálarhressing, að lesa
þessa bók, því að heiðríkja hugans og mann-
dómslund einkenna hana spjalda milli; hún
er blátt áfram þrungin af bjartsýni og lífs-
fjöri. En þetta kemur engum þeim á óvart,
sem átt.hefir því láni að fagna, að kynnast
höfundinum; þeSsar endunninningar lians
bera allan svip aðlaðandi persónu hans; þær
eru sannarlega “hold af hans holdi og blóð
af hans blóði.” Dr. Sigurði Nordal geigaði
ekki ör frá marki, fremur en svo oft endra-
nær, þegar hann komst svo að orði um þessar
endurminningar, sem gefnar eru út af hálf-
níræðum manni, að ungir menn geta vngst
upp við þær.”
Það liggur í augum upp, að maður eins
og Indriði Einarsson, sem á sér svo langa æfi
* að baki og jafnframt óvenjulega margþætta
starfssögu, kann frá mörgu að seg-ja. Enda
eru þessar endurminningar hans f jölbreyttar
að efni, bæði fróðlegar og skemtilegar, því að
hann segir flestum betur frá; stíllinn er lipur
og mjúkur, með heppilegum litbrigðum gam-
ansemi og alvöru; atburðir og menn verða
lifandi fyrir sjónum lesandans, og altaf öðru
hvoru leiftrar frásögnin af snjöllum og skáld-
legum tilþrifum. Það er enginn hversdags-
bragur á lýsingum sem þessari:
Héraðsvötn eru aldrei iðjulaus. Þau
hafa verið að búa um sig á láglendinu í hérað-
inu og oftast farið' illa í rúmi. Þótt þau
renni í sama farveginum nokkrar aldir í senn,
þá láta þau hann aldrei í friði. Þar sem var
eyri fyrir nokkru, þar er nú kominn sjö álna
djúpur hylur. Þar sem var sjö álna dúpur
hylur við bakkann fyrir 40—50 árum, þar er
nú kominn grasgróinn undirbakki. Þau eru
óróleg sál, sem aldrei fær hvíld; þau eru
breytileg sál, sem eilíflega skiftir um útlit.
Ofan af Yatnsskarði, eða framan af Mæli-
fellsdal, renna vötnin eftir héraðinu, eins og
silfurflóð. “Sá, sem ætti þessa silfurnámu,
gæti keypt alla jörðina!” kemur ferðamann-
inum í hug. A sumrum eru Vötnin oft dökk-
blá og tær. t hverjum vexti, sem í þau hleyp-
ur, eru þau gulmórauð' og illúðleg. Fyrir
neðan Vindheimabrekkur eru þau lygn, en ef
jökulhlaup rennur í þau á vetrum, er sagt, að
þau sprengi af sér alinnar-þykkan ís. Þá
liggja þau í óráði og fleygja af sér fötum. ’ ’
Mikið menningarsögulegt gildi hafa end-
urminningar þessar, t. d. lýsingar höfundar á
uppvaxtarárunum í Skagafirði, bændahöfð-
ingjum þar, fræðimönnum og skáldum. Sama
máli gegnir um frásagnir hans frá skólaárun-
um í Reykjavík og Kaupmannahöfn, einkum
er fróðleg lýsing hans á Reykjavík og lífinu
þar á námsárum hans. 1 köflunum um skóla-
árin er einnig lýst kennurum höfundar og
skólabræðrum hans, og eru þær lýsingar
margar hverjar sérstaklega athyglisverðar,
ritðar af sanngirni og glöggskygni. Eftir-
minnilegum og smúðarríkum myndum bregð-
ur höfundur t. d. upp af þeim skáldunum
Kristjáni Jónssyni og Gesti Pálssyni, sem
báðir voru honum samtíða í skóla. Ekki mun
það auðvelt að lýsa lundarfari Kristjáns og
lífshorfi betur í einni setningu en hér er
gert: “Hans ógæfa var, að hann sá aldrei
sólskinsstundirnar í lífinu.”
Að loknu háskólanámi sínu í hagfræði, gekk
Indriði í þjónustu landsins og var embættis-
maður þess í 40 ár, fyrst árum saman sem
endurskoðandi landsreikninganna, , síðar
skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu, og átti
einnig um skeið sæti á Alþingi. Gegndi hann
embættisstörfum undir þrem landhöfðingjum
og eftir það undir íslenzkum ráðherrum fram
til 1918. Hefir hann því frá mörgu og næsta
merkilegu að, segja frá embættistíð sinni,
landshögum, stjórnmálum og þjóðlífinu í
heild sinni. Er hinn mesti gróði að þeim frá-
sögum öllum, ekki sízt hvað snertir fjármál
landsins og annan hag, því að hann var þeim
hnútum manna kunnugastur; hefir hann
einnig, utan minninga þessara, ritað margt
um íslenzka hagfræði. Agætar eru einnig
lýsingar Indriða á yfirboðurum hans og öðr-
um samverkamönnum frá embættisárunum,
slíkum merkismönnum sem Arna landfógeta
Thorsteinsson, og þeim landsöhöfðingjunum
Hilmar Finsen, Bergi Thorberg og Magnúsi
Stephensen; ber hann þeim öllum vel söguna,
enda lætur hann engan þeirra manna, sem
hann segir fró, gjalda skoðanamunar í þjóð-
málum eða öðrum efnum.
En ahugamál Indriða hafa náð
langt út yfir svið embættisstarfa
hans, fjármálanna. Hann hefir
verið Good-Templar í meir en hálfa
öld, og jafnhliða um langt skeið
einn af helztu og kunnustu forystu-
mönnum islenzkra bindindismála;
gætir þeirra j>ví eðlilega drjúgum í
æfimjnningutn hans.
Annað er það þó; sem þar er enn
þá fyrirferðarmeira: — leikhús og
leiklist. Ekkert hefir verið Jndriða
hugstæðara eða samgrónara. Til
þess að sannfærast um það, þarí
maður ekki annað heldur en að lesa
minningakaflann “Er þetta ekki það
mesta i heimi?” um áhrifin, er Oti-
legumenn séra Matthíasar, fyrsta
leikrit, sem Indriði sá leikið, höfðu
á hann. Það var sem eldingu hefði
slegið niður í sál hans; leikritaskáld-
ið í honum var glaðvaknað, og hefir
aldrei sofnað siðan.
En það hefir verið um Indriða
eins og fjölmarga fleiri andans
menn, ekki sízt með þjóð vorri;
hann 'hefir fram á síðustu ár, orðið
að hafa hugstæðustu áhugamál sín
í hjáverkum frá thnafrekum og á-
byrgðarmiklum opinberum störfum.
Þrátt fyrir þjið hefir honum auðnast
að auðga íslenzkar bókmentir að
eigi allfáum merkum frumsömdum
leikritum; og hann hefir ennfremur
séð rætast að nokkru leyti stærstu
hugsjón sína: stofnun þjóðleikhúss
á Islandi. Það menningarmál hefir
hann öllum öðrum fremur borið fyr
ir brjósti árum skman; og því er það
einlæg ósk hinna mörgu vina hans og
aðdáenda, að hann megi sjá þá hug-
sjón rætast að fullu og öllu. Það
væru nokkur laun þrotlausrar starf-
semi hans að þvi márki.
Indriði er þó eigi aðeins merki-
legt leikritaskáld og helzti frömuður
islenzkrar leiklistar. Hann hefir
unnið stórvirki sem leikritaþýðari á
islenzka tungu, með Shakespeare-
þýðingum sinum, þó eigi séu þær
enn komnar á prent. Hann hefir á
siðustu árum — síðan hann varð
sjötugur —- þýtt ekki færri en 14
merkisleikrit hins mikla enska rneist-
ara. Þetta verk hefir verið þýðand-
anum “andleg leikfimi” á kvöldvök-
unni eftir langan starfsdag í þágu
lands og þjóðar. Munu þess fá
dæmi að maður svo háaldraður ráð-
f
ist i slíkt bókmentalegt þrekvirki; en
það er einungis talandi vottur um
ódrepandi lifsfjör Indriða, hinn síi-
unga og æskuglaða anda hans. Hann
minnti á það í ræðu á 75 ára afmæli
sínu, að hann væri í raun og veru
aðeins þrisvar sinnum 25 ára. Og
nú, þegar hann er kominn hátt á
níunda tuginn, er hann aðeins næst-
. um þrisvar þrítugur.
Ekki er eg í minsta vafa um, að
lífsreglur þær, sem höfundur telur
upp nær sögulokum, hafi átt sinn
þátt í langlífi hans, og þær eru meir
en þess virði, að athygli sé dregin
að þeim:
“Vertu eins og sólskífan, teldu
aðeins sólskinsstundirnar, sem þú
lifir, og mundu þær. Ýttu hinumi ti!
hliðar í minninu.
Hataðu aldrei nokkra manneskju.
Hatrið eitrar sálarlíf þeirra, sem
bera það í brjósti.
Gerðu aldrei svo litið úr sjálfum
þér, að þú öfundir nokkurn mann.
Öfundin er marg oftast bygð á
þekkingarleysi á hinum raunveru-
legu kjörum annara. Hún veldur
sjónskekkju, sem gerir þig óhæfan
til að ráða góðum bjargráðum fyr-
ir sjálfan þig og aðra. Hún gerir
þig að minni manni en þú þarft að
vera, að rniinni manni í þínum eigin
augum. Þú ert þar sjálfur hæsta-
réttardómari i þínu eigin máli.”
Endurminningar Indriða eru því
um ált hin gagnmerkasta bók, sem
allir íslenzkir bókamenn og öll ís-
lenzk lestrarfélög vestur hér ættu að
eignast. Minningar þessar eru
hvorutveggja i senn margþætt lýsing
á íslenzku menningarlífi, og glögg
mynd af fjölhæfum manni og at-
kvæðamiklum, og sjaldgæfu glæsi-
menni.
Og þó eg sé gallharður Good-
Templar, vil eg hjartanlega taka
undir þessi ummæli dr. Nordals:
“Ef það er ek’ki hneykslanlegt að
kveða svo að orði um annan eins
templara, þá finst mér vænst um
bókina fyrir það, að bún geymir
Týnið ekki
verðmætum skjölum
m
Þér megið ekki við því að glata borg-
arabréfi yðar, eldsábvrgðarskírtein-
nm, eignarbréfum eða öðrum verðmæt-
um skjölum. Slík skjöl ætti þér ávalt
að geyma í yðar eigin öryggishólfi í
Royal bankanum.
Trygt öryggishólf er gert af stáli og
geymt í bankanum,—enginn nema þér
sjálfur getur opnað það, og það kostar
innan við cent á dag. Biðjið útibús-
stjórann að sýna yður eitt þessara
hólfa.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
Eignir yfir $800,000,000
Indriða Einarsson í spíritus handa
ókomnum kynslóðum. Það eiga
margir mienn eftir að rétta úr sér
og verða léttari í spori við að lesa
hana.”
Séð út um glugga
— frá Osló til Þrándheims —
Einhver ferðalangur hefir komist
þannig að orði, að sá sem vilji kom-
ast hjá því að sjá land það, sem
hann fer um, skuli setjast í járn-
brautarvagn og berast með honum
um landið.
Mig hefir lengi langað til Þránd-
heims, þar sem svo margir Islend-
ingar dvöldu ýmist lengur eða skem-
ur á fyrri öldum, og líta þar yfir
land og bæ. í síðustu utanför minni
hafði eg aflað mér lítilsháttar er-
lends gjaldeyris með fyrirlestrahöld-
um og mér fanst þess vegna að eg
mætti nú leyfa mér einhvern “þarfa”
án þess að gera gjaldeyrisnefnd eða
öðrum ennþá hærri stjórnarvöldum
grein fyrir því. Og þar sem eg nú
var staddur í Osló þá sagði eg við
sjálfan mig: Þú skreppur norður
til Þrándheims, því óvíst er að betra
tækifæri gefist síðar.. Og sem sagt,
svo gert. Og' ýtti ekki lítið undir
mig að þarna fékk eg tíma og tæki-
færi til að fara eftir endilöngum
Guðbrandsdalnum og skoða hann út
um gluggann á járnbrautarvagnin-
um. Eg hefði nú auðvitað heldur
kosið að fara fótgangandi, koma til
bændanna, sem eru gildir búþegnar
og gista hjá seljastúlkum um sumar-
nætur. Ferðalagið hefði þá sjálf-
sagt orðið ólíkt rómantískara en
það varð. En til þess hafði eg nú
engan tíma, enda var veturinn að
byrja, fyrst í nóvember.
Svo settist eg upp í lestina einn
föstudagsmorgun um níu-leytið og
svo höldum við út úr húsaþvögunni
í Osló. Eftir um þriggja tíma akst-
ur erum við komnir að Litlahamri.
Þar eru á 6. þúsund íbúar. Þar býr
Sigrid Undset. Þarna byrjar eigin-
lega Guðbrandsdalurinn. Litlihamar
liggur yndislega, móti austri, húsin
eru ekki stór. Þarna við bæinn eru
hin Skandinavisku söfn, þar sem sjá
má alt viðvíkjandi menningu bænd-
anna, hús og búshluti, sem hvort-
tveggja eru listaverk sem þjóðin má
vera hreykin af. Það ætla eg að
skoða á leiðinni til baka. Fyrir
neðan bæinn er stöðuvatnið Mjösna,
langt og mjótt og til mikillar prýði.
Litli'hamar er eini stóri bærinn í
dalnum og þar er mikil verzlun og
iðnaður og straumurinn af ferða-
fólkinu berst þangað allan ársins
hring. Á vatninu fljóta trjástofnar.
sem fleytt hefir verið efst úr dölum
og berast nú með hinum hæga
straumi niður að sögunarverksmiðj -
um og borðabunkarnir standa alt í
kring um þær. Og þarna eru aðrar
verksmiðjur sem vinna úr viðnum
ýmiskonar gagnlega hluti og nyt-
samleg efni. Þannig skapar skóg-
urinn vinnu og vellíðan í landinu.
Gott eiga þeir bændurnir í Guð-
brandsdalnum — og yfirleitt í
Noregi, þar sem ekki þarf annað en
ganga út í skóg og fella tré á eigin
landi til húsabygginga og annars,
sem, með þarf. Og ólíkt standa þeir
betur að vígi en íslenzku bændurnir,
sem verða að kaupa hverja spýtu
fyrir beinharða peninga. Ekki að
furða þó bær bóndans hér sé Jág-
reistari en þar. Þó hefi eg oft dáðst
að hinum gömlu bæjum íslenzku
bændanna. Þar var farið viturlega
og sparlega með hið dýra aðkeypta
efni og bæirnir gömlu voru margir
fagrir útlits, með prýddum vind-
skeiðum og voru í fullu samræmi við
okkar dýrðlegu náttúru. Enda kom
enginn prófessor nálægt þeim. Það
er tap að þeir skuli vera að hverfa
og sumir þeirra ættu skilið að geym-
ast á “útisafni” nálægt höfuðstaðn-
um. Við þurfum að eignast slikt
safn þar sem alt er saman komið
sem kemur hinu daglega lífi almúg-
ans við. Vernda það þjóðlega, góða
sem eftir er.
Það er ekki staðið lengi við i
Litlahamri. Skafnt þar fyrir ofan,
liggur afdalur í vesturátt, þar er
Aulestad, óðal Björnstjerne Bjöm-
sons. En ekki sézt þanað út uni\
gluggann. Svo mjókkar Mjösna Og
Lögurinn tekur við. Nú erum við
komnir í sjálfan dalinn. Næsta stöð
heitir Fáberg. Þaðan liggur vegur
upp í Gausdalsbygðir og til Jötun-
heima, hrikafjalla, eins og nafnið
bendir til. Lögurinn er grágrænn á
litinn, af jökulvatni, meðfram hon-
um þýtur lestin og framhjá Hunder-
fossi, frægum veiðistað, enda er þar
veiðilegt, það sér maður fljótt, þó
lestin hraði sér.
Fyrir ofan og neðan er skógur.
Þungbúið dökkgrænt greni og þöll á
bergi, en, hin sígræna, breiða lífgast
upp með ljósari litum. Það er
björkin hvítstofnaða sem veldur því
og elmir og ösp. Er ekki björkin
• fegursta tré skógarins, sumar og
vetur? Svo mun víst mörgum finn-
ast. Á vatnsbakkanum standa svo
lægri runnar. Lauftrén hafa felt
blöðin sín, en þó finst mér ekki beint
vetrarlegt, það gerir grenið og
furan.
Eg hirði ekki um að nefna nöfn
járnbrautarstöðvanna, því þær eru