Lögberg - 03.03.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.03.1938, Blaðsíða 4
ir LÖGBERG, FIMTUDAGLNN / 3. MARZ, 1938 Hogfcerg OefiC út hvern fimtudag af I gE COLUMBIA PRE88 L I MITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórana: KDITOR LÖGBERG, ó»5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAIt P. JÓNSSON VerO (3.00 um áriO — Borgist fyrirlram The “Lögberg^' is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Erindi flutt á Frónsmóti —Winnipeg 23. febrúar, 1938.— Eftir fí. Björn Björnson. Það var kannske meira af vilja en viti, að eg undirgekst að halda þessa ræðu hér í kvöld. Það hefði verið vit að hafna boðinu, en hugrekki sprottið af reynsluskorti hefir sjálfsagt verið það sem kom mér í þennan gapastokk. (Eg skal þó ekki gapa lengi). Eins og ykkur verður öllum bráðlega ljóst, er eg enginn ræðumaður. Eg er sá fjórði í röðinni af okkur feðgum sem kem fram á líkum samkomum og þessari, norðan línunnar, og í familíu þar sem eru svo margir sí-talandi ætti að finnast einhver, sem hefði vit á að halda á sér túlanum. Það hefir verið mitt hlutverk að þegja, og það kannske hefði farið betur á því ef eg hefði fylgt vana mín- um í þetta sinn. Eg hefi hugsað nokkuð um, um hvað eg ætti að tala við þetta tækifæri, og margt hefir komið í huga minn, og þess meira sem eg hefi gefið þessu athygli, þess sterkara hefir það ' lagst á mig að á svona lagaðri samkomu mætti náttúrlega ekki tala um nokkuð annað en þjóðrækni. Landinn sýnist að vera við þá fjölina feldur að ekki megi víkja frá guð- spjalli dagsins undir nokkrum kringumstæð- um. Eg veit að þið öll kannist við “pokaf og það sem eg legg út af — þessum “texta” sem eins og hefir verið að mér réttur — verður í fylsta skilningi “poka-prests ræða.” En hvað um þaðf — það verður aldrei hrist úr pokanum annað en það, sem hefir verið í hann látið. Hugtökin, íslenzk þjóðrækni og íslenzkt þjóðemi, meina líkast til alt annað frá mínu sjónarmiði, sem er fæddur sunnan línunnar í Bandaríkjunum, en til þeirra ykkar, sem fædd eru heima á Islandi, eða alin eru upp í al-íslenzku umhverfi hér fyrir norðan lín- una. Bg á auðskiljanlega engar dýrmætar end- urminningar heiman af Islandi, enga fegurð- ar-draumsýn frá gamla landinu, sem heillar huga minn, og ekki er eg nógu mikill Islend- ingur til þess að kveða lofkvæði fegurð, sem eg hefi aldrei séð. Þó eg sé nú fyrir skömmu orðinn nokkurskonar “ Bekk-bróðir ” skálds- ins nafnkunna þarna við Dakóta-háskólann, þá hefi eg ekki smittast svo af þeim samvist- um, að eg hafi getað náð að nokkru leyti skáldskapargáfunni sem ræður þar svo ríku- lega. Það er ekki frítt við það að mér finnist að eg hafi farið halloka í viðskifunum við þetta sem við köllum þjóðerni, þar sem mér hefir ekki verið til lista lagt nokkuð, sem hægt er að kalla, eða jafna við, skáldskapar- gáfu. Af því mitt andlega ástand er nú eins og eg hefi lýst, og afstaða mín gagnvart þjóð og máli er eins og hún er, þá má ekki búast við að þetta erindi mitt verði hjúpað í nokk- urri fegurðarskykkju. 1 huga mínum er íslenzkt þjóðerni bund- ið við félagslíf íslendinga í bygðum og bæj- um þessa lands, og þá um leið málið fagra, sem Islendingar tala — eða hafa talað. Það má segja um þetta félagslíf, eins og margt annað, að það er að mörgu leyti lofsvert, en ekki í alla staði lýtalaust. Það er eftirtektar- vert að í sambandi við félagslíf vor á meðal, að sjaldan hafa landar okkar verið á sama máli í trúmálum, þjóðmálum, eða flestu öðru. 1 flestum málum má búast við skiftum skoð- unum hjá fólki. Er þetta eðlileg afleiðing þeirrar viðleitni að komast að sannleikanum. Það sýnist að vera að deilumái séu Islending- um kær. Við þetta er ekkert varhugavert nema það, að deilumál vilja oft verða þrætu- efni, og aðiljar málanna leggja meiri álierzlu á sigur en sannleika. Eg held það sé ekki of- sagt að þetta hafi æði oft staðið framför og samvinnu fyrir þrifum. Menn keppast við að koma sínu fram, og gagnrýna ekki æfin- lega sem skyldi afstöðu andstæðinga sinna. Kappgirni verður og að þrætufýsn, sem leiðir af sér sundrung, og stendur þar af leiðandi mörgu málefni fyrir þrifum. Skiftar skoðanir leiða oft að æskilegum endalyktum, en löng og persónuleg deilumál verða óvið- komandi áheyrendum eða lesendum, þegar til iengdar lætur, leiðinleg. Við sem tilheyrum þriðju og kannske fjórðu kynslóð íslendinga í þessu landi getum ekki sett okkur nákvæm- lega inn í margt sem að hefir sýnst að véra áríðandi deiluefni meðal þeirra sem eldri eru. Okkur er hugljúfara að líta framundan. Okk- ur finst, í þessu tilliti, að það sem er varði meiru en það sem var. Þetta er sagt án þess að leggja nokkurn þúst á mál eða menn, sem hafa borist á andlegum banaspjótum í liðinni tíð. Þjóðrækni og þjóðerni verður svrb bezt bjargað og sem lengst haldið við af þessu fá- menna, íslenzka þjóðarbroti vestan hafs, að áherzla í framtíðinni verði sérstaklega lögð á samvúnnu en ekki sundrung. Hver kynslóð stendur á nýjum tímamót- um. Agreningsefni eldri kynslóða ættu ekki að vera arfgeng. Hver kynslóð hefir nóg að gera að útkljá sín eigin vandamál. Þetta má ekki skiljast- svo að meint sé að óútkljáð áhugamál eigi ekki erindi inn á orustu-völl samtíðarinnar — heldur er það meiningin að það sé lítill ávinningur í því að láta deilumál bygð á gömlum sundrungaratriðum standa nútíðinni fyrir sáttum og samvinnu. Þetta þing er þjóðræknisþing. Hér er þetta sem við köllum þjóðrækni aðal punktur- inn, og í þessu sambandi er það sagt sem eg hefi sagt hér á undan — að gömul deilumál ætti ekki að vekja sundrung. Það var sag't endur fyrir löngu á einum hinum mest áríð- andi tímamótum íslendinga að “ef við slítum lögin, þá slítum við friðinn. ” Það mætti líka segja nú í sambandi við íslenzkt þjóðemi í Ameríku, að þegar við hættum að tala og lesa á íslenzkri tungu, þá hættum við að vera íslendingar. Það er ekki svo að skilja að við getum haldið áfram að vera Islendingar í það óendanlega í þessu landi. Við erum háð þeim sömu lögum náttúru- og eðlisfars sem öll önnur þjóðbrot er samlendast stærri þjóð- um, að tíminn skapar önnur örlög. En víst er það að enn ætti ekki að vera að því komið að við þyrftum að kasta fyrir borð þei.rri arf- leifð sem okkar nánustu hafa lagt okkur í skaut. “Norðurstranda stuðlaberg stendur bnn á gmlum merg.” 1 þessu sambandi dettur mér í hug aug- lýsing, sem eg annaðhvort heyrði eða sá á prenti viðvíkjandi samkomu, sem haldin var innan vébanda íslenzks félagsskapar, þar sem sagt var um skemtiskrána að hún færi fram á ensku svo að allir gætu skilið. Það er nú kannske ekkert varhugavert við þetta, en það sýnist samt að á bak við þessa staðhæfingu liggi eitthvað hálf-skringilegt. Iiugmyndin sýnist vera að ef enska sé notuð, þá geti allir skilið, en ef íslenzka væri um hönd höfð, þá yrði að sjálfsögðu stór hluti áheyrendanna að fara á mis við gagn af því, sem fram fer. Auðsjáanlega er meiningin að eldra fólkið að sjálfsögðu skilji ensku, en yngra fólkið ekki íslenzku. Tungumála-kunnátta er, hjá öllu ment- uðu fólki, álitin að meira eða minna leyti menningarmerki. Það er eins og sumu fólki af útlendu bergi bpötið sýnist það næstum því vanski að kunna móðurmál sitt. Eldra fólki, sem hingað kom, frá hérlendu sjónar- miði mállaust, var það nauðsyn að læra hér- lent mál. Er það framför að yngri kynslóðin geti aðeins mælt á eina tungu, en að sú eldri noti að nokkru leyti að minsta kosti tvö tungu- mál jöfnum höndum? Iiér er ekki verið að fara með nein ámæli á nokkurn mann eða nokkum félagsskap — aðeins verið að benda á að hér fari áríðandi mentagrein forgörðum. 1 þessu sambandi mætti benda á að í öllum hærri mentaskólum er tungumálalærdómur nærri undantekning- arlaust gerður að skyldugrein. Ef þjóð- ræknisviðleitni í stefnu þess félagsskapar, sem hér hefir okkur saman kallað á að verða að nokkrum sérstökum notum þá verður henni að vera samfara starfræksla í sambandi við viðhald íslenzkrar tungu. Það eru ótal mentaskólar um land alt, "sem leitast við að kenna íslenzka tungu og íslenzkar bókmentir. Fólk sem ekkert sam- band hefir við Island eða íslendinga er að leggja sig í líma við þennan lærdóm. Þessir menn og þessar konur sem eru að leggja þetta á sig eru að sækja í brunn íslenzkra bókmenta þau hressandi öfl, sem þar geymast. Þetta gerist ekki án ýmsra örðugleika. Þessi tunga og þessar bókmentir eru sérgrein okk- ar Islendinga. Saga íslenzku þjóðarinnar er saga okkar. Bókmentirnar íslenzku eru okk- ar bókmentir. Eðli okkar er íslenzkt. Saga okkar, bókmentir okkar, er partur af sál og eðli Islendingsins. Þetta verður aldrei frá okkur tekið, og við glötum því aðeins með því að vanrækja þá þjóðræknisskyldu, sem okkur ætti að vera ljúft að hlynna að. Islenzk ungmenni ættu að sjá sóma sinn í því að leggja stund á viðhald á þeirri tungu sem svo mikið hefir verið veitt athygli meðal mentalýðs hvarvetna, og sem hefir svo mikið fagurt og háleitt til brunns að bera. Það getur ekki verið neinn samanburður á því hvað það er léttara fyrir íslenzkan ungling að læra feðramálið heldur en fyrir myndir, liggjum svo á þeim, og svo einhvern sem kemur að þeim menta- lið alveg ókunnur. Hver þjóð hefir sínar hugsjónir, sitt, mál, sína menning, og það er eins og þetta renni í æðum hverrar þjóðar, og sé hennar sérstök eign. Við skiljum öll örðugleikana í þegar minst varir kemur einhver annar með sömu hugmyndina, og við verðum með kinnroða að taka okkar eigin hugmyndir frá öðrum.” Við sem að eigum sjálf það sem íslenzkt er, ættum kannske að blygð- ast okkar jægar við sjáum að það sambandi við viðhald íslenzkunnar,1 sem viÖ höfuim Htilsvirt fyrir vangá en stríð við örðugleika hefir lika ’ vanþekkingu er hampað á háborði æfinlega verið hlutfall íslenzku þjóð- af þeim» sem hafa lært að meta það arinnar. Æfinlega verður það sann. mæli, sem eitt íslenzka skáldið sagði: "Þar sem við ekkert er að stríða, þar er ei sigur neinn að fá.” Hávaðinn af frumherjunum ís- lenzku sem ihingað komu fyrir hálfri öld, og meir var, eftir mælikvarða skólanna, ómenjtpð fölfk. Vel að merkja er margur mentaður þó hann sé óskólagenginn, og sannaðist það á mörgu þessu fólki. Sufn beztu skáld og rithöfundar Islendinga, bæði vestan hafs og austan hafa farið fram hjá skólaveginum. Þessir islenzku frumherjar, sem eg mintist á rétt áðan urðu að leggja það á sig að læra innlenda tungu, og náttúrlega héldu við sig íslenzk- unni — og sama má yfirleitt segja um afkomendur jæirra, að minsta kosti í fyrsta lið. Engum dettur í hug að halda því fram að þetta fólk hafí liðið nokkuð menningar-tjón við það að geta mælt á tveim tung- um. En nú er öldin önnur ; nú sýn- í gegnum listræna gagnrýni. J 'íd) má segja í þessu sambandi, þó í dá- lítið annari merkingu, að glögt er gestsaugað.” Þó þetta erindi sé ekki orðið langt þá finst kannske flestum af ykkur að nú sé nóg komið. Eg hefi oft setið undir löngum ræðum, sem mér hefir leiðst, og eg býst við að þar eigum við öll sammerkt með Dakota skáldimu góða; sem einu sinni sendi föður mínum visu á spjaldi; hún endaði svona: “Langar ræður leiðist mér, léleg kvæði og minni.” Eg get samt ekki lokið máli mínu hér í kvöld án þess að minnast með fáeinum orðum á það sem mér finst liggja á bak við þennan þjóðararf sem við erum svo stolt af og tölum svo mikið um. Saga íslands hlýtur að kenna" okkur að það er eitthvað meira en lítið spunnið í þá þjóð, sem allar þessar aldir hefir bygt land, þar sem hungursneyð hefir oft ist rækt við íslenzkuna á fallandi stofnað lífi þjóðarinnar í voða; þar fæti að undantekinni heiðarlegri! sem landfarssóttir og sjúkdómar viðleitni ýmsra manna og stofnana, hafa farið eins og logi yfir akur og sem bera fyrir brjósti þjóðrækni og næstum eyðilagt þjóðina; þar sem þjóðarheill. eldfjöll hafa á ýmsum öldum eyði- Eg veit að það er að bera í bakka- lagt heilar sveitir; þar sem að vetr- fullann lækinn að halda fram svona arlharðindin hafa hvað eftir annað valdið dauða fólks og fjár; þar sem útlend stjórn hefir upp til skamms hugmyndum á þjóðræknisþingi. Það er búið að ræða þetta mál frá ýms- um ef ekki öllum hliðum, og það er ’ tíma beitt kúgun og ofbeldi og þýðingarlaust að hugsa sér að koma I synjað þjóðinni frelsis og réttinda; fram með nokkrar nýjar hugmyndir þar sem að hafís hefir oftsinnis loR- í þessu efni. Samt sýnist það ekki | að höfnumi og hamlað samgöngum; þar sem að sjórinn hefir árlega svelgt í sig heilar skipshafnir og skilið eftir ekkjur og munaðaríeys- ingja hrönnum saman. Þegar að maður athugar þessa og aðra örðugleika sem að íslenzka þjóðin hefir átt við að stríða í gegn- um aldirnar, þá hlýtur manni að finnast það sérstaklega eftirtektar- vert að hér var stofnsett fyrsta lýð- veldi síðari tima sem stóð i blóma i meir en þrjár aldir; að hér voru ritaðar bókmentir, sem ekki áttu sinn líka í neinu landi i samtíðinni að hér var sett á stofn stjórnar- og ríkis-fyrirkomulag er notað var sem fyrirmynd af öðrum þjóðum; að þessi þjóð gat hrint af sér margra alda kúgunár-oki; hér var líka sett á stcfn skóla- og mentunar fyrir- komu'lag, sem hefir leitt af sér það að á landinu er enginn ólæs eða ó skrifandi; náði algerðu sjálfstæði vera ófyrirsynju að endurtaka á- minningu um viðhald þjóðararfsins. I sambandi við það, sem hefir verið sagt mætti kannske benda á að fyrsta kynslóðin islenzka í Ame- ríku sem uppalin var á al-íslenzk- um heimiluim, þar sein íslenzka var töluð og íslenzk fræði rædd, fram- leiddi menn og konur, sem hafa skarað fram úr bæði andlega og verklega. Maður má ekki í þessu sambandi nafngreina fólk; margir sem teljast til þessarar áminstu kyn. slóðar eru enn á lífi, má segja á bezta aldri. Eg tek þetta fram að- eins til þess að árétta þá hugmynd að íslenzkan hefir ekki staðið þess- um mönnum og konum fyrir þrif- um. Þetta fólk hefir tekið sinn fu'llkoinn þátt í öllum innlendum málum, bæði verklega, stjórnarfars- lega og mentalega, og á þeim sama tíma sem það hefir iðulega starfað að öllu þvi sem hefir starfað að við- haldi og þroskun íslenzks þjóðernis á þeim stöðvum þar sem það hefir verið starfandi. Það mætti telja tugi manna og kvenna, sem þetta sannast á. Er hægt að segja að þeir sem teljast til seinni kynslóða meðal vor íslendinga hafi gert betur? Þetta er sagt að öllum ólöstuðum, og aðeins til að benda á að þessir landar vorir, sem ólust upp í al- íslenzku umhverfi hvað heimilisá- stand snerti eru þeir sem að mest hefir borið á meðal þjóðarbrots vors þessa niegin hafsins. Kunnátta þeirra á íslenzku sýnist ekki að hafa orðið þeim að faratálma. Eitt mætti benda á sem uppörvun fyrir yngri og eldri hvað viðvíkur ís- lenzkum sökum. Nú þessi síðustu ár hefir, mætti segja, rignt niður ritgerðum, bæklingum og bókum um ísland að fornu og nýju. Er þetta sagt sérstaklega með tilliti til hins enskumælandi heims. Islenzkar bækur og íslenzk rit hafa verið þýdd hvaðanæfa. Sérfræðingar hafa rit- að um ísland frá vísindalegu og bók- mentalegu sjónarmiði. Landinu og þjóðinni hafa verið veitt athygli af mentamönnum og fróðleiksvinum meir en nokkru sinni áður. Þetta finst manni að ætti að vera íslend- ingum hugljúft umhugsunarefni. Rithöfundurinn Ralph Waldo Emerson sagði í einum fyrirlestri: “Okkur er svo gjarnt að þora ekki að koma fram með okkar eigin hug- ríkismálum ; og hefir afkastað meiru í framfara-áttina andlega ög verk- lega á þessum fyrsta þriðjungi þess- arar aldar en kannske nokkur önnur þjóð heimsins þegar tillit er tekið til kringumstæðna um síðustu aldamót. Þetta er þjóðin, sein stendur að baki okkar; þetta er þjóðernið sem við höfum verið arfleidd að. En, vel að merkja, það er ekki nóg að eiga, það er ekki nóg að kunna, það þarf líka að notfæra. Mentamaðurinn nafnfrægi, Dr. (jlenn Frank, sagði einu sinni: "Nema fornaklarsagan sem þú lest verði eins lifandi fyrir hugskots- sjónum þínum eins og fréttirnar í morgunblaðinu er hætt við því að sögu-lesturinn verði bara bókahlöðu skemtiferð.” Sama hugmyndin kom frám í ræðu hjá þjóðkunna prestin- um, Harry Emerson Fosdick. Hann sýnir fram á að hvatir og öfl, sem réðu úrslitum í málinu, sem kært var fyrir Filatusi, i Jerúsalem forð- um daga, hafi verið sömu öflin, sömu hvatirnar, sem enn í dag ríki og ráði í heiminum Hann les og skýrir söguna í ljósi nútímans og persónur og viðburðir koma fyrir sjónir eins og sýning á leiksviði. Með þessu móti verður manni sagan veruleg, og sannleikurinn sem í henni felst enn skýrari og skiljan- legri. Löngu á undan Dr. Frank og Dr. Fosdick sagði þjóðskáldið okkar mikla, Matthías Jochumsson, að mér finst, nákvæmlega það sama, í for- mála fyrir fyrstu útgáfu af þýðing hans á Friðþjófssögu. Matthias skrifar þetta tugum ára á undan þessum tveimur nafngreindu fræði- mönnum, og er það því eftirtektar- vert hvað hugmyndin er lík. Hann segir: “Af hverju hefir ávöxtur hinna fögru, þjóðlegu fornfræða orðið svo rýr hjá oss? Orsakimar eru marg- ar og liggja djúpt, en hin listfræði- lega er sú, að oss vantar miðilinn; það vantar þá mentun, sem samþýðir fornöld og nú-öld, sem þýðir svo hið forna að það gæti orðið lifskveikja i hinu nýja. Ef vér eigum að verða mentuð þjóð, að sama skapi og í sömu þjóðernisstefnu, sem forfeður vorir voru á þeirri tíð, þá er oss hvorki nóg að þylja þeirra rit, undr- ast þau eða dá, en halda svo höndum saman, eða þá stæla þeirra rit, held- ur ættum vér að finna hinn sanna þjóðlega kjarna fornaldarinnar, varðveita hann, og taka efnið þaðan, en sníða svo og smíða eftir kröfum vorra tíma, því við það yngjumst vér upp og samþýðum oss fornöldinni, en glæðum um leið og mentum vora öld, því á fornrituðum fróðleik fræðist alþýðumaðurinn nálega ein- göngu um horfinn tíima en eigi um i sinn tíma.” Má eg segja að endingu, að það dugir ekki eingöngu að geyma og varðveita þjóðerni og þjóðararf, heldur að raunnota hvorttveggja. Það er til liítils að eiga bókina í skrautbandi á hillunni, ef maður les hana ekki — færir sér hana ekki í nyt. Skáldið Steingrímur Thorsteins- son talaði um einmitt þetta atriði í ljóði, sem hann orti fyrir fjörutíu • árum. Hvöt hans var til íslendinga heima á Jæirri tíð; hún nær alveg eins til okkar nú, þegar að skáldið segir: “Það viturn við einnig, að arfhluta þann, sem eigum-vér sjálfir, — ei aðrir; vort eigið, seim gott er, víst gagnast oss kann því girnumst ei lánaðar fjaðrir, En virðum vort þjóðerni’ og vörðum vort eg í veik’leika sterkir, þó auðnan sé treg. Ei nægir að slíkt hljómi á munni hvers manns; Vorn móð og vorn kjark skulum brýna. Að vér séum brotnir af bergi vors lands, það ber oss í verkinu að sýna; já, verjum þess sóma og hef jum þess hag, þá höldum vér réttlega þess og vorn dag. Ö, styrkist til hauðurs vors trygð- anna taug, og tjáð verði í reyndinni skýrast, að hugð fylgdi málinu, og auunnur ei laug, sem móðurjörð heitið vann dýrast. Vort fornaldar nútíðar, framtíðar láð, þú farsælt þá verður í lengd og bráð. Frá Vogar (20. febrúar, 1938) Herra ritstjóri, Einar P. Jónsson: Eg var búinn að lofa þér frétta- bréfi fyrir löngu, en það hefir dreg- ist. Það ber svó fátt til tíðinda hér í strjálbýlinu. Tíðin hefir yfirleitt verið með bezta móti hér, þennan vetur. Stormar með minna móti og' logn- dagar fleiri en um mörg undanfarin ár. Frost með minsta móti, oft i kringum “zero”, og örfáa daga yfir 20 stig. Snjólétt fram yfir hátíðir, en síðan hefir snjóað nokkuð, eink- um um síðastl. helgi, þá féll eitt fet af snjó á einum degi. Þessa síðustu viku hefir verið logn á hverjum degi, svo snjórinn liggur órifinn enn. Hér er nú sem næst því 3 fet af snjó í skógum, þar sem vindur nær ekki til. Er því mjög þungfært á braut- um og örðugt um flutninga. Fiskiveiðar hafa gengið illa hér í vetur. Vatnið lagði seint svo sá tími notaðist ekki sem venjulega er arð- samastur. Þess utan var fiskur með lang minsta móti, einkum í þau net, sem áður hafa verið kölluð lögleg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.