Lögberg - 03.03.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.03.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. MARZ, 1938 N'ÚME R 9 Or borg og bygð ENGEL LUND og DR. EERDINAND RAUTER Engel Lund, nafnkunn söngkona af dönskum ættum, en fædd á íslandi, heldur söngsamkomu undir umsjón Women’s Musical Club, á mánudaginn þann 7. þ. m., í söngsal Winnipeg Auditorium, kl. 3 siÖdegis. Dr. Ferdinand Rauter verÖur viÖ slaghörpuna. Engel Lund er víðfræg fyrir þjóðvísnasöng; hún syngur rneðal annars að þessu sinni eftirgreind, íslenzk þjóðlög: Fífilbrekka gróin grund; l>í. bí og blaka, og Það er svo margt, ef að er gáð, o. s. frv.. i skrautbúningi prófessor Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Aðgöngumiðar kosta $1.00, og fást við innganginn. Ljóðför (Lesið á Frónsmóti 1938) Úr fábreytni hversdagsins leitar mitt ljóð til landsins, sem andann því gaf; Það finnur sitt eðli í öræfabygð og alt, er í gleymskunni svaf. Það spyr ei til átta þó óveður sé og umhverfis lýsi’ ekki neitt, en ferðast í örvggi uppruna síns, sem aldirnar fá ekki breytt. Og rafvængjað klýfur það rastirnar heim hvort rökkvuð er nótt eða björt. í brjóstfylking lífsins það leiðir það fram, er leynt höfðu óminnin svört. Það skilgreinir guðseðli moldar og manns og mótast af langdægra þrá, og lýkur upp hliðum að helgidóm þeim, sem heimurinn fegurstan á. Þó misgreið sé förin þá f jötrar ei neitt hið fundvísa, íslenzka ljóð; það gerkannar auðnanna ómælis rúm og eldvígða sögunnar slóð. í heiðskygni andans það evgir þau lönd, er ódreymi tímanna fól, og blessar in hrímguðu heimalands vé við hækkandi stjörnur og sól. I brimstuðlum ljóðsins býr eilífðar afl og eldur liins norræna manns; það húmvöku breytir í hábjartan dag frá hafi til Bláskóga ranns. Það finnur í guðsdraumi frumleika sinn, sitt flug og sitt ólgandi blóð. Þess upphaf er morgunsins upprisu skin, en ívafið náttmála glóð. Úr ljóðför að heiman mitt ljóð kemur enn og lýsir upp bersvæði kunn; í íslenzkri nýsköpun nemur það lönd, sem nærast við hjarta míns grunn. Eg geng með því aleinn minn órudda veg um urðir og hrikaleg fjöll. Alt lýtur að endingu lögmáli því, sem ljóðinu haslaði völl. 1 ___________ Einar P. Jónsson. hljómboðar Þessi undurfagra mynd er af fag- urgerðu dómkirkju líkani, mótuðu í snjó^ eða klaka, sem Mrs. G. J. Johnson (Kristín Valgarðson) 109 Garfield Street hér í borginni, hefir gert framan við heimili sitt, sem þátttakandi í snjólíkana samkepni þeirri er blaðið Winnipeg Free Press á frumkvæði að. Þessi klakakirkja frú Kristínar er 7ý^ fet á lengd, MA fet á breidd, en sex fet á hæð. Framan við kirkjuna er fagur blómagarður, ásamt tveim tiguleg- urn grenitrjám; er litblöndun öll svo eðlileg, að áðdáanlegt verður talið; blandaði frú Kristin í vatn þeim ýimsu litum, er þurfa þótti í skraut- tigla, súlur og línur, og frysti svo í kæliskáp. og meitlaði því næst niður hvern hlut út af fyrir sig; tók það hana átta daga látlaust starf að full- komna þessa meistaralegu töfra- kirkju sina, sem í ljósadýrð kvelds- ins hefir dregjð að sér múg og margmenni. í hliðstæðri samkepni í fyrravetur, vann frú Kristín 2. verðlaun fyrir snjólíkan af veglegu Austurlanda musteri. Mr. Ófeigur Sigurðsson frá Red Deer, Alta., dvaldi í borginni meðan þjóðræknisþingið stóð yfir. Mr. Grímur S. Gríinsson frá Gimli var einn þeirra mörgu utan- bæjargesta, er sátu nýafstaðið þing Þjóðræknisfélagsins. Tíhe Senior Choir of the First Lutheran Church will hold an At Home and Silver Tea, in the church parlors, on March I7th. Dr. D. C. M. Hlallson, 2Ó4 Har- grave Street, er nýlagður af stað suður til Georgia til framhaldsnáms í skurðlækningum. Værður hann að heiman um óákveðinn tíma. Mr. og Mrs. F. Stephenson, Ste. 5 Baldwin, Apts., lögðu af stað austur til Toronto á laugardaginn var í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. John David Eaton. Mr. Guðmundur S. Grimson hér- aðsdómari frá Rugby, N. Dak., dvaldi í borginni yfir þjóðræknis- þingið. Með honum kom systir hans Mrs. Friðrik Reinholt frá Grand Forks. Fundi, sem ákveðið haf ði verið að Kvenfélag Fyrsta lúterska safnað- ar héldi þann 3. þ. m., hefir verið frestað til þess 10. þ. m., og verður þá haldinn i samkomusal kirkjunnar kl. 3 síðdegis. The Men’s Club of the First Lutheran Chuach will hold a dinner meeting tonight, Thursday, March 3rd, at 6.30 p.m. The past presidents of the Club will act as hosts and the members of the club are invited to a free dinner meeting. All mem,- bers must þhone in their reserva- tions if they intend to attend, to the president, Norman Bergman, 39 043. Col. H. M. Hannesson will be the guest speaker and Mr. J. J. Swan- son, second president of the Club will preside. Rev. Eylands will be introduced to the Club members and all mamlbers are urged to accept this invitation of the past presidents. J. M. DAVIDSON, Mr. Davidson, sem verið hefir framkvæmdarstjóri við Manitoba Industrial Development Board frá upphafi þeirrar stofnunar, hefir nú látið af þvi starfi, en tekið í þess stað við féhirðissýslan hjá North- Wést Laundry Limited hér í liorg- inni, í félagi við bræður sína, sem veitt hafa því fyrirtæki forstöðu. Mr. Davidson á jafnframt framveg- is sæti í fratnkvæmdarnefnd Mani- j toba Industrial Development stofn- j unarinnar. Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton á þriðjudaginn þann 8. þessa anánaðar. Séra Valdimar J. Eylands frá Bellingham, Wash. e,r væntanlegur til borgarinnar um þessar mundir. Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. Hannes J. Lindal, 912 Jessie Ave., á mið- vikudagskveldið 9. þ. m., kl. 8. ATHYGLI Fundur verður í St. Heklu í kvöld (fimtudag), og svo annan hvern fimtudag, eins og að undanförnu. íslenzk öldruð kona vön hús- i verkum, óskast á fáment heimili skarnt frá Wynyard. Upplýsingar að Box 122, Wynyard, Sask. A meeting of the Young Peoples Society of the First Lutheran Church will be held on Monday, March 7. This meeting will take the form of a hike — weather per- mitting. All those wishing to attend, please, get in touch witli Marvin Haldorson. On Monday, March 14, Magistrate P. B. Graham will address the Young People’s Society. All young people are welcome. í. • ----------------- OFT ER ÞÖRF EN NO ER NAUÐSYN Með því að nú er tekið að síga á seinni hlutann fram til næsta kirkju- þings, er hér með skorað á þá kaup- endur Sameiningarinnar, sem enn hafa ekki greitt áskriftargjöld sín, að bregðast skjótlega við, og senda þau nú þegar til féhirðis,. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Avenue, Winnipeg. Hver einasti og einn kaupandi verður að vera skuldlaus við Sameininguna er næsta kirkju- þing kemur saman! The Wánnipeg Chamber Orchestra sem Mr. Frank pianokennari Thor- olfson stofnaði og stjórnar, efnir til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju þriðjudaginn þann 22. þ. m., kl. 8.30 e. h. Til aðstoðar við þessa hljóm- leika verða Pearl Johnson, Irene Diehl og Bohdan Lechow. Mr. Thorolfson er ágætur sönglaga höf- undur og hljómsveitarstjóri, og má því ganga út frá þvi sem gefnu, að þessi sámkoma hans verði fjölsótt. I síðasta blaði var þess getið, að haldin yrði “Old Titners” dans- skemtun í Árborg til arðs fyrir lestrarfélagið þar á staðnum. Þess- ari samkomu hefir verið frestað til föstudagskveldsins þann 11. þ. m., og eru íslendingar í Árborg og grend vinsamlegast beðnir að veita þessari breytingu fyigstu athygli og fjöl- menna hið bezta á samkomuna. EMBÆTTISMENN ÞJÓÐRÆKNISFELA GSINS Á þinglokadegi voru eftirgreindir menn kjörnir í framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins fyrir nýbyrjað starfsár: Dr. Rögnv. Pétursson, forseti. Dr. Richard Beck, vara-forseti. Gísli Jónsson, skrifari. B. E. Johnson, vara-skrifari. Árni Eggertsson, féhirðir. Ásmundur P. Jóhannsson, vara- féhirðir. Guðmann Levy, fjármálaritari. Séra Egill H. Fáfnis, vara-fjár- málaritari. W. S. Melsted, skjalavörður. Yfirskoðunarmenn: Grettir Jó- hannson og Steindór Jakobsson. Sönglög eftir Þórarinn Jónsson Þessi nýútkomna sönglagabók inniheldur 40 sönglög við ágætis- kvæði merkra skálda austan hafs og vestan. Þau eru öll þýð og songhæf, á mátulegu raddsviði fyrir alþýðu- söng og undirraddirnar svo auðveld- ar, að liver sá, sem eitthvað leikur á stofuorgel eða pianó, getur haft þeirra full not. Prentun er skýr og góð aflestrar, og svipar mjög að frágangi.til alþýðusöngvanna ís- lenzku, sem sumir nefna “Kinda- bækur” eða “Fjárlög,” þó stærri í brotum, Þessi bók er góð viðbót við íslenzka alþýðusöngva, og ætti að vera kærkominn gestur allra sem hljóðfæri hafa og heimilissöng iðka. Örfá eintök hafa borist hingað vestur, og verða send eftir pöntunum aðeins. Þau fást hjá ritstjóra Lög- bergs, E. P. Jónssyni, og ritara Þjóðræknisfélagsins, Gísla Jónssyni, 906 Banning St., Winnipæg, og Magnúsi Peterson, 313 Horace Ave. Norwood, Man.; kostar p>óstfrítt 2 dali. Pílagrímar (Flutt á Frónsmóti 1938) Sé eg líkt og fjöll í fjarska, fvlking prúða líða hjá, pílagríma jiúsund þreyta þunga göngu tinda á,— vökumenn og vormenn þjóða; vonardirfska skín af brá, Meðan lýðir morgunsvæfir mæddust þrældóms hlekkjum í, þoka heimsku* og hindurvitna höfug grúfðí eins og blý, vonadjarfir vorsins synir vökuljóðin sungu ný. Líf og blóð þeir vormenn vígðu vonum betri þjóðarhags, trúir hugsjón hárri reyndust hinsta fram til sólarlags; þeirra Mekka:—munarljúfur morgunroði nýrri dags. Mörkuð enn í alda fannir eru þeirra blóðug spoi;, vitna’ um stóra vökudrauma vorsins sona, trú og þor; yfir breiðan ára sæinn ómar þeirra rödd til vor. Hver, sem eyru hefir, heyri hreina, djúpa eggjan þá— sterka eins og brim á björgum— berast yfir tímans sjá:— Staf þinn gríp og stefndu glaður stærstu drauma tinda á. Richard Beck. Remembrance By Helen Swinburne I bend above the sparkling pool Where deeply flowetli memory’s well: I fill my cup unto the full Therewith: I drink the water cool and fall beneat.h its mystic spell. # # # Like summer with its flowery ways And leafage green and scented air, Like summer with its lilting lays, Remembrance of sweet yesterdays To me returneth passing fair. Mirrored before mine eyes, appear The faces that I used to know; And echoed from the past I hear Words and laughter — ah, how dear Those happy days of long ago. Like summer with its azure sky, Its golden light beyond eompare And warm winds that gently sigh, Remembrance of the days gone by To me returnetli passing fair. Kvæði þetta helgar höfundurinn, Helen Swinburn-Lloyd, hálfrar-aldar minningarblaði Lögbergs. Helen er dóttir prófessor Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds og frúar hans, Eleanor Sveinbjörnsson; hefir hún ort fjölda mildra og blæfagurra ljóða, er minna, mörg hver, ljóslega á hinn islenzka uppruna hennar í föðurætt.—Ritstj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.