Lögberg - 10.03.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 10. MARZ, 1938
Hogterg
Gefiö út hvern fimtudag af
I H JC C O LU M B 1 A PRE S 8 LI M 1 T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Otanáskrift ritstjórans:
BOITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO »3.00 um árið — Borgist /yrirfram
The "Lögberg" is printed and published by The
Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Makleg viðurkenning
Nýafstaðið ársþing Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi’ var fjölsóttara en
nokkru sinni fyr, auk þess sem það bar ljósan
vott um styrktan eindrægnisanda; svo á það
líka að vera, og verður að vera, að í barátt-
unni fyrir vernd íslenzkra menningar verð-
mæta vestan hafs, séum vér allir eitt!
Á undanförnum þingum Þjóðræknisfé-
lagsins hefir sá siður viðgengist að félagið
kysi heiðursfélaga; valið hefir jafnaðarlegast
lánast vel, og mælst vel fyrir. Að þessu sinni
varð fyrir einróma vali til heiðursfélaga mað-
ur, sem fyrir margra hluta sakir var fyrir
löngu búinn að vinna fyrir þeirri viðurkenn-
ingu, er honum nú fóll í skaut; maður þessi er
Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, sem nú er
sjötugur að aldri, eða sjötíu ára ungur, og svo
hefir færst í aukana upp á sfðkastið, að hann
nú á þessum tímamótum, yWcir sín lang beztu
ljóð. Dr. Jóhannesson er óvenju ritfimur
maður, og skrifar að jafnaði undurfagurt
mál; þegar um íslenzkuna er að ræða, hefir
hann flestum fremur reynst henni liðtækur og
trúverðugur þjónn; því hvort heldur sem
hann fæst við bundið mál eða óbundið, verður
það hljómstuðluð hrynjandi íslenzkrar tungu,
er glegst mótar málfar hans. Dr. Jóhannes-
son hefir ekki alt af verið auðsveipur jábróðir
Þjóðræknisfélagsins, en því virðingarverðari
er sú breiðsýni þess, að kjósa hann í einu
hljóði að heiðursfélaga sínum. Af öllu því,
sem Dr. Jóhannesson hefir ritað, og það er
mikið, munu flestir að líkindum verða á eitt
sáttir um það, að starf hans í þarfir íslenzkr-
ar avsku, gangi með bróðurhlutann frá borði;
meðan hann hafði með höndum ritstjóm
Lögbergs stjórnaði hann barna og unglinga-
deild þess “ Sólskini,” með þeirri prýði, að
víðtæk og varanleg áhrif hlutust af. Og nú
hefir hann með höndum ritstjórn barnablaðs-
ins “Baldursbrá,” er fetað hefir að vinsæld-
um til í fótspor “Sólskins.” Þjóðræknisfé-
lagið heldur “Baldursbrá” úti; er það hið
mesta nytjaverk. Etn ekki rækja Islendingar
fyr að fullu skyldur sínar við íslenzkuna, og
önnur íslenzk þjóðernisleg verðmæti, en þetta
skemtilega barnablað verður keypt og lesið á
sérbrverju, íslenzku heimili. Dr. Jóhannesson
er skáld barnanna; honum er svo sýnt um það
að yrkja til þeirra, og ná tökum á vitundarlífi
þeirra, að þar kemst enginn annar íslenzkur
rithöfundur í hálfkvisti við, og með viðkvæm-
um, sjálfsungnum bamaljóðum sínum, hefir
hann auðgað bókmentir íslenzku þjóðarinnar
að verulegum mun.
Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, þó
sjötugur sé, er enn spriklandi af fjöri, og á
vonandi enn langan og giftudrjúgan starfs-
feril framundan; hann þarf éngin Iðunnar-
epli til þess að halda sér ungum; hann er
óvenju bjartsýnn maður og líftrúaður; skiln-
ingur hans á æskunni og órjúfanlegt samstarf
hans við hana, léttir honum sporið fram á
brautarenda.—
Fasismi í Canada
Frá þeim tíma, er hengilás-lögin illræmdu
voru innleidd í Quebec í fyrra, hefir meira
verið talað um Fasisma í Canada en nokkru
sinni fyr; þóttu lög þessi svo sverfa að ein-
staklingsfrelsi fólks í Quebec, að miklu frem-
ur minti á einræðislöndin Italíu og Þýzkaland
en lýðfrjálsa, canadiska þjóð. Raddir komu
fram um það, að hér væri einungis um sér-
mál Quebecfylkis að ræða og þess vegna væri
ástæðulaust fyrir hin fylkin að óttast nokkuð
um afleiðing^rnar. Nú var það þegar sýnt
að slíkt hlaut að vera hin argasta kórvilla,
því engin nýstefna er þannig úr garði ger,
að henni verði haslaður völlur innan vébanda
eins einasta fylkis. Enda er það nú komið á
daginn að samtök Fasista hafa verið formlega
stofnuð í þessu landi, hvort sem þeim verður
langra lífdaga auðið eða það gagnstæða; slíkt
verður alveg komið undir trúmensku þjóðar-
innar við hugsjónir lýðræðis og mannréttinda,
eða þeirri vesalmensku, sem lætur bjóða sér
alt og kyssir auðsveip á vöndinn.
Þann 3. yfirstandandi mánaðar lýsti
bráð'abirgðaforingi Fasista samtakanna í
Canada, Ardien Arcand, yfir því í Montreal-
borg, að á vori því sem nú fer í hönd, yrði
haldið Fasistaþing í bænum Kingston í
Ontarofylki, þar sem kjörinn yrði flokksfor-
ingi, og ráðstafanir teknar með það fyrir
augum, að afla flokknum fylgis; lét Mr.
Arcand þess getið, að jafnvel nú væri hreyf-
ingin orðin það víðtæk, að hún næði til allra
fylkjanna; stað'hæfði hann að ef sambands-
þing yrði rofið í vor og til nýrra kosninga
gengið, myndi þessi nýi flokkur vinna að
minsta kosti þrjátíu þingsæti; má vera að
þetta sé nokkuð vel í lagt. En hvað sem er
um það, þá verður nú ekki lengur um það
vilst, að tilraun sé hér hafin, er í þá átt fer,
að reyna að tæla canadisku þjóðina til fylgis
við einvaldsstefnur þeirra Mussolini og
Hitlers. Þetta er staðrejmd, sem þjóðin
verður að horfast í augu við, og er þess að
vænta að hún taki mannlega á móti og sökkvi
slíkum óvinafagnaði hið bráðasta á fertugu
dýpi.
“The Northern Countries in
World Economy”
var þannig komið, að íhaldsflokkur-
inn gekk undir nafninu Bennett-
flokkurinn, og udu ýmsir því illa.
Athugasemd við
leiðréttingu
I siðasta blaði Lögbergs er rit-
gjörð eftir Sigurð Baldvinsson í
Lundar, sem hann kallar “Leiðrétt-
ingu.” Sýnir hann þar fram á nokkr-
ar villur, sem hann álítur að séu í
landnámsþáttum mínum í Almanaki
Thorgeirssons bræðra þ. á.
Mér er þökk á að fá leiðréttingar
frá þeim sem betur vita, og óskaði
eftir þeim í niðurlagsgrein fyrsta
þáttar. Gat eg þess þá um leið að eg
óskaði eftir að mér væru sendar þær
leiðréttingar, en ekki gjörðar að
deilumálum í blöðunum, eins og þá
hafði borið við skömmu áður, um
landnámsþáttu Keewatinbúa. Mundi
eg þá leiðrétta allar slíkar missagnir
í næsta árs Almanaki.
Þessi gagnmerka og stórfróðlega bók
barst Lögbergi í hendur til umsagnar um jóla-
leytið í vetur, en sakir anna hefir ekki unnist
tími til þess að minnast hennar fyr en nú, og
sannast með því ef til vill einu sinni enn hið
fornkveðna, að betra er seint en aldrei.
Svo skipaðist til á fundi Norrænu félag-
anna 1934, að þess yrði farið á leit við stjórnir
allra Norðurlandaþjóðanna, að þær hlutuð-
ust til um nefndarval sérfræðinga, er hafa
skyldi það viðfangsefni með höndum, að
kynna sér til hlítar atvinnulíf með þjóðum
þessum og innbyrðisviðskifti þeirra, ásamt
viðskiftasamböndum þeirra við aðrar
þjóðir heims. Stjórnir þær, er hlut
áttu að máli, tóku þessari nýjung vel; nefnd
var von bráðar skipuð, er hélt allmarga fundi,
og bjó svo út álit sitt og niðurstöður, sem
birtust í bókarformi seinni part ársins sem
leið, með áminstu nafni; er bók þessi hin
prýðilegasta að frágangi, 240 blaðsíður að
stærð, skreytt allmörgum myndum. Sérhver
sá, er með athygli les þessa bók, verður maður
að fróðari um atvinnulíf og vinnubrögð Norð-
urlandaþjóðanna og mikilvæg áhrif þeirra á
heimsviðskiftin. Samanlögð íbúatala Norð-
urlandaþjóðanna fimm, íslands, Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, nemur ekki
nema hálfri seytjándu miljón; en þrátt fyrir
það er vöruútflutningur þaðan hlutfallslega
meiri en frá nokkrum öðrum þjóðum. Miðað
við fólksfjölda, flytja Islendingar út meiri
fisk en nokkur önnur þjóð í víðri veröld, auk
þess sem íslenzki fiskurinn nýtur betra álits á
heimsmahkaðinum, en fiskur frá nokkurri
annari þjóð. Á árinu 1936 námu innfluttar
vörur til Norðurlandaþjóða 223 miljónum
sterlingspunda. Þrjár þjóðir, Finnland,
Noregur og Danmörk, hafa á þessu áminsta
tímabili grynt að mun á skuldum sínum við
önnur lönd, þó erlendar skuldir hafi á hinn
bóginn aukist nokkuð hjá Islendingum og Sví-
um. Norrænu félögin hafa unnið mikið nytja-
verk með því að hafa átt frumkvæði að útgáfu
þessarar bókar, sem mjög hlýtur að stuðla
að glæddri þekkingu á högum Norðurlanda-
þjóða meðal hins enskumælandi heims.
Lœtur af flokksforuátu
AUmargir erindrekar íhaldsflokksins í
Canada, sátu fund í Ottawa seinnipart vik-
unnar sem leið, undir forustu R. B. Bennetts;
voru þar mættir þingmenn flokksins í báðum
málstofum sambandsþings, auk erindreka frá
hinum ýmsu fylkjum; einkum voru það fram-
tíðarhorfur flokksins, sem til umræðu komu
á fundi þessum, því þjóðmálin sjálf voru
lítið rædd, og tími til þess enda naumur.
Það gerðist sögulegt á fundinum, að leiðtogi
flokksins, Mr. Bennett, lýsti yfir því afdrátt-
arlaust, að hann hefði bundið það fastmælum
að láta af flokksforustunrii; hefði hann kom-
ist að þessari niðurstöðu eftir að hafa ítar-
lega ráðfært sig við lækna, heilsunni viðvíkj-
andi; þeir hefði fullvissað sig um, að hann
ætti ekki annars úrkosta. Að upplýsingum
þessum fengnum, varð það að ráði, að kvatt
yrði til almenns flokksþings íhaldsmanna, er
haldið skuli í Ottawa í sumar, með það fyrir
augum, að kjósa eftirmann Mr. Bennetts.
Yera má að Mr. Bennett haldi þingsæti sínu
fram í lok yfirstandandi kjörtímabils, þó
hann láti af flokksforustunni. Talað er þegar
um marga, er til mála geti komið að við for-
ustunni taki af Mr. Bennett, svo sem tengda-
bróður hans, W. D. Herridge, og Dr. R. J.
Manion, fyrrum járnbrautarmála ráðherra.
Þó Mr. Bennett sé margháttaður hæfi-
leikamaður, og óvenjulega mikill fyrir sér í
þingsal og á ræðupalli, þá hefir það samt sem
áður jafnan orkað nokkurs tvímælis hve æski-
legur stjórnarformaður og flokksforingi hann
hafi verið; hann hefir þótt í meira lagi ráð-
ríkur, og þess vegna var það, að um eitt skeið
Þessu befir kunningi minn Sig.
Baldvinsson verið búinn að gleyma.
Hann skrifar nú langt mál um villur
i þáttum þessum, og í ættfræSi yfir
höfuð, og leitast við að sýna þekk-
ingu sina og sannleiksást í þeim efn-
um.—
Tvær af villum þei;m er hann telur
eru réttmætar. EigurSur Eiríksson
mun vera fæddur 1889 en ekki 1899.
ÞaS er líka rétt aS Hallsteinn
Skaptason, er sonur Björns Skapta-
sonar lœknis, (en ekki læknir).
í handriti mínu stendur: FaSir hans
var B. Skaptason læknis á Hnaus-
um. Má vel vera aS þaS sé mér aS
kenna, fyrir ónákvæma stafagjörS.
Þó er þar bót í máli aS í næstu grein
á undan er Anna systir hans ættfærS
svo ekki verSur um deilt. Sjálfsagt
er aS leiSrétta þetta hvorttveggja
enda þótt góSgjarnir menn mundu
kalla þaS fremur meinlausar prent-
villur, en rangfærslur. Þó er þar
bót i máli aS þetta virSir SigurSur
mér til vorkunnar fyrir elli sakir( !)
Þá eru tvær aSrar syndir, sem
hann vill ekki fyrirgefa. AnnaS er
ættfærsla Sveins Skaftfells. Þar
fór eg eftir skrifaSri heimild Sveins
sjálfs. Um hana geta þeir átt sam-
an Sveinn og SigurSur. Þeir eru
báðir ættfróSir menn, en þaS er eg
ekki. En undarleg virSist mér þessi
eyða, sem Sgiurður segir að sé milli
Odds afa Sveins og séra Einars,
í Eydölum. Á milli Odds afa Sveins
og séra Einars telur hann aðeins tvo
menn, Gunnlaug of Odd, en Sveinn
telur þá 4, Jón og Höskuld, sem
SigurSur hefir hlaupiS yfir. Sveinn
verSur því áttundi maSur frá séra
Einari. Nú vill svo til aS eg hefi
tvær ættartölur undir höndum eftir
Einar prófast Jónsson. 1 þeim báð-
um eru taktar ættir frá mönnum á
líkum aldri og Sveinn er, til séra
Einars í Eydölum, og í þeim báSum*
eru þaS aSeins 8 liðir. ÞaS sama
má finna í ættfærzlu Eiríks Magn-
ússonar í æfisögu hans, bls. 304.
Þar verða 8 liSir milli þeirra Eiríks
og séra Einars. Eg vona því aS fáir
áfelli mig fyrir þaS að véfengja ekki
ættfærslu Sveins, þótt SigurSur
gjöri það.
AS ættfræSingar telji að 3 liSi
þurfi í ættum fyrir hverja öld, veit
eg ekki. En ótrúlegt þykir mér þaS,
aS annar eins þrekmaSur og fjör-
maSur eins og SigurSur Baldvinsson
er, telji tormerki á þvi aS karlmenn
geti eignast afkvæmi eldri en 35 ára!
Þá telur S. B. þaS rangt, aS
Guðm. Þofkelsson í Narrows sé
barnlaus og ókvæntur, þvi hann hafi
veriS giftur og hafi mist fullorSna
dóttur. Þar fór eg eftirsögn Guðm.
sjálfs, og víst er hann nú konulaus
og barnlaus fyrst báðar eru dánar,
sem skilja mú af orðum SigurSar.
Getur þvi enginn rekið ætt sína til
hans í framtíðinni. —
SigurSur má gjarnan brosa aS því
að Arnljótur Gíslason dó eftir aS eg
sendi handritið til prentunar. ÞaS
er ætíS gaman að geta komið mönn-
um til aS brosa.
ÞaS verður ekki annað séS, en aS
S. B. kenni mér um villuna um faS-
erni Maríu ekkju Sigurgeirs Pét-
urssonar. En í henni á eg engan
þátt.
Fyrst eg fór að skrifa um þetta ^
FULLUR HRAÐI FRAMUNDAN 1938!
IvKSlÐ IJM pESSI MIKIIjVÆGU ATRIÐI
Hin nýja 1938 Tiller-Comliine vél hefir ^riptuk af splunkur nýrri gert lokaS
inn aft fullu f Htöðuifii olfuhahi. Ctilokait Hlit frá rykl: ok sandkomum. Tryjfjfir
lihlega notkun orkulyftunnar. ojf eykur NtarfHhæfileikann. Timken völtur á báttum
endum hjólnins, sem Rrrípur jarhvejfinn, er verja öxulinn jfeffn áreynslu.
ÞewHar nýju or: ryktrygxu RranifherfÍNvöltiir tryKffja 100 meira þol or ^elta
Krangholtaniim aukiö þol. Þe«HÍ atrihi gera Co<‘kHhutt TUler-Combine þá verö-
mætiiHtu. nem hiiKHUHt ffetur. ..SkrifiÖ eftir h;rklin«;i.
PL/jNTUN FRAíS
ER MIKIUVÆJGARI
öUIjU öÐRU
Notið Cíækshutt No.
8 Drill — og flýtið
f y r i r sáðiiiiiíjitnni.
I»eHHÍ vinHiela NTo. 8 CockHhutt Stál Drill, er tenffril osr Hpönnuö saman einH ogr
ntálhrú. liún liefir allan þann feikna ntyrkleika, nem tryjfjfir jafna ojf hárrótta
Hániiiffii. án þesn aft þenH verði vart aS válin hrintist. hetta þýtSir jfóða emliiiKiif
fáar aft«rerftir ojf þjóniiHtu., er þér þarfnint!
Hyatt nýtízku völtur ogr Alemite Hmurninffr. Byjfð f 16 til 28 rennlu ntærftum,
fyrir henta ogr dráttarvólar. Kinnift Coeksliutt umhoösmanninn. efta nkrifift eftir
hæklingri.
rOCKSHUTT
■ PLDW CDMPANY LIMITED
WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON
Edward Lárus Einarsson
— 1912 - 1937 —
Kjörsonur Mr. og Mrs. Hans Einarsson,
Garðar, North Dakota.
Elinn sem við áttum
Æsku-blíðan
Kjörson kæran,
Köld nam gröfin.
Liggur hann nú
Und leiði grónu
Draumlausa nótt,
En dygð hans lifir.
Andstæð örlög
Ungur reyndi,
Brá þó til betra,
Bjart var lífið.
Unni hann líka
Af öllu hjarta
Föður og móður,
Fjörs sem gættu.
Vildi hann þeim og
Yera í öllu
Góður 0g gegn
Og gerðir vanda.
Eddy gat unnað
Öllu fögru;
Listrík lundin,
Lagvirk böndin.
Sá hann í daumi
Sinna vona
Fegurð, sem fáir
Fundið gátu.
Minning þess mæta
Munaðarlausa
Drengs, mun því dagræn
Og draumfríð lifa.
# # #
Vig leggjum blóm á leiði þitt,
Vor liðni hjartans son.
Og móðir blessar barnið sitt
af blíðri ást og von.
Og seinna meir í sæluvisf,
Hvar sorgir enginn ber,
Við einnig fáum göng þau gist
og glaðst með ungum þér.
Undir nafni foreldranna.
J. K.
efni, þá vil eg geta þess, að ein
grein var feld úr handritinu eftir að
eg sendi það frá mér. Þorsteinn
Jónsson frá Oak View hafði skrifað
útgefendanum og bannað þeim að
prenta nokkuð um sig. Þetta gjörði
nú raunar lítið, en það veldur þó
dálitlum ruglingi; þvi í næstu grein
á eftir er getið um systur konu Þor-
steins, og þar visað til ættfærslu í
næstu grein á undan, sem nú er eng-
in til.
Þess skal getið að leiðréttingar við
það sem kom út í fyrra, af þessum
söguþáttum, áttu að birtast í þessa
árs Almanaki, en hefir fallið úr i
prentuninni. Þær munu því koma í
næsta árs Almanaki ásamt framhaldi
af þáttum Siglunessbúa.
Vogar 26. febr. 1938.
Guðm. Jónsson,
frá Húsey.
0