Lögberg - 17.03.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. MARZ, 1938 | NÚMER 11
HITLER SENDIR HERSVEITIRINNIAUSTURRIKI OG INNLIMAR LANDIÐ
Eitt af aðalsmerkjum hinnar ís
lenzku þjóðar var og er þrá henn-
ar til þjóðlegra fræða og oft hefir
verið á það minst af útlendum
ferðamönnum auk fræði- og menta-
manna þjóðarinnar sjálfrar, hvílík-
an auð og andlegan þroska þar sé
um að ræða og þegar maður lætur
hugann dvelja við þá menningar-
hlið þjóðarinnar íslenzku, þá verða
fyrst og fremst fyrir manni alþýðu-
fræðimennirnir, þessir einkenriilegu
menn, sem þrátt fyrir nálega óyfir-
stíganlega erfiðleika hafa svo auðg-
að anda sinn, að þá má óhætt telja
í fremstu röð fræðimanna þjóðar-
innar á ýmsum sviðum.
Við höfum flest haft einhver
kynni af slíkum mönnum, en að lik-
indum ekki gjört okkur grein fyrir
því, hvaða þýðing þeir hafa haft
fyrir menning þjóðarinnar og í hve
mikilli þakklætisskuld að hún stend-
ur við þá, og hversu skörðin eru
stór þegar þessara manna missir
við. Hvernig að slik skörð verða
fylt, er hverjmn íslendingi áhyggju-
efni. Við megum ganga út frá því
sem nokkurn veginn sjálfsögðu að
heima á ættlandinu heldur fræði-
menska lærðra manna, það er skóla-
gengimja manna, áfram. En ekki er
það óttalaust, að utan að komandi
gáleysis glamur muni trufla svo
fræðsluþrá alþýðunnar að þessir
sérstöku alþýÖu fræðimenn hverfi
með öllu. Hér hjá okkur Vestur-
íslendingum má óhætt fullyrða að
hver slíkur sem fellur verður að
liggja óbættur.
Sumir þessir íslenzku alþýðu
fræðimenn eru þjóðkunnir af ritum
sínum og fræðimannlegri starfsemi.
Aðra höfum við máske naumast
heyrt getið um, þeir hafa aldrei neitt
látið á sér bera, nema í sínum hópi
og á meðal góðvina sinna. Einn
þeirra er Vigfús Þorvaldsson frá
Nesjum, sem nú, níræður að aldri,
situr í skugga lífsins hér í Winni
peg.
Vigfús var fæddur á Nesjum
i Grafningi í Árnessýslu á Islandi
15. marz 1848; foreldrar hans voru
þau Þorvaldur bóndi Helgason á
Nesjum, Árnasonar frá Alviðru í
Ölfusi og Anna Gísladóttir frá Vill-
ingavatni í Grafningi, Gíslasonar
frá Ásgarði í Grímsnesi. Vigfús
ólst upp hjá foreldrum sínum fram
á tvítugsaldur, en réðist þá í vinnu-
mensku til bóndans í Öndverðar-
nesi í Grímsnesi, þar sem hann
dvaldi þar til 1880, að hann flutti
til Reykjavíkur. Það sama ár
kvæntist hann og gekk að eiga Höllu
Kristjánsdóttur frá Hreiðurborg í
Flóa, systur þeirra Björns Krist
jánssonar kaupmanns og alþingis-
manns í Reykjavík, Kristjáns Krist-
jánssonar trésmiðs í Winnipeg og
þeirra systkina, myndar og atkvæða
konu. Stofnuðu þau til heimilis í
Reykjavík, en eftir árlanga sam-
búð, misti Vigfús konu sína. Er ein
dóttir frá því hjónabandi, er Anna
heitir.
Um þessar mundir vann Vigfús
fyrir sér með almennri daglauna-
vinnu, þó einkum með sjómensku
og sveitavinnu. Vinnumaður þótti
hann afbragðs góður og svo fylginn
sér og afkasta mikilþ að eftir hon-
um var sótt af þeim, sem hann þektu,
bæði til lands og sjávar verka, og
svo var hann trúr þénari, að hvert
verk sem honum var fengið, vann
hann sem væri hann að vinna það
fyrir sjálfan sig.
Vigfús var frál>ærlega vel gefinn
maður, ekki aðeins að líkamlegu at-
gerfi,. verklægni og vinnumensku,
heldur líka andlega. Gáfurnar
voru skarpar, skilningurinn yfir-
gripsmikill og glöggur. Minnið
skarpt og svo haldgott; að það er
fyrst nú við nítugsaldur að því er
litið eitt farið að förla; og fróð-
leiksþráin hjá honum er óseðjandi.
En það var með hann eins og svo
marga aðra velgefna menn á meðal
íslendinga, á þeirri tíð, að hæfileik-
arnir fengu ekki að njóta sín, og
þrá æskumannsins varð að kafna i
hversdagsþörfunum undir eins og
hann gat farið að létta undir með
þær. Ekki er mér unt að vita
hvernig að Vigfús hefir farið að
afla sér fróðleiks þess, sem hann
átti og á yfir að ráða, þrátt fyrir
hina góðu hæfileika sina; hvort
heldur þeir eru fengnir við orfið
eða árina, eða þá ljóstíruna, þegar
allir aðrir sváfu og hvíldust, en á
einhvern hátt hefir hann aflað sér
auðs þjóðlegra fræða, ritaðra og ó-
ritaðra, auk annarar þekkingar, sem
þessi hljóði og yfirlætislausi mað-
ur á yfir að ráða.
Árið 1887 kvæntist Vigfús síðari
konu sinni, Önnu Magnúsdóttur,
hreppstjóra Bjarnasonar á Bjarna-
stöðum á Álftanesi i Gullbringu-
sýslu og það ár fluttu þau til Ame-
ríku, og settust að í Winnipeg, þar
sem þau hafa búið síðan samfleytt í
full 50 ár. Þeim Vigfúsi og Önnu
hefir orðið 7 barna auðið; þrjú
þeirra dóu í æsku og eina dóttur
mistu þau uppkomna og nýgifta,
bráðmyndarlega bg efnilega konu.
Hin þrjú, og fyrri konu barn Vig-
fúsar, sem Anna kona Vigfúsar
gekk í móðurstað, eru uppkomin og
efnileg; þau eru Magnús, heima hjá
foreldrum sínum, ógiftur; Halla,
gift hérlendum manni, George
Jones vélstjóri hjá Kanada Kyrra-
hafsjárnbrautarfélaginu, og eiga
heima i Winnipeg. Margrét, gift
Ernest Rayment ljósmyndasmið í
þjónustu T. Eaton verzlunarfélags-
ins. Þau eru einnig búsett í Win-
nipeg, og Anna fyrri konu barn
Vigflúslair giftist Guðmundi Guð-
mundssyni ísleifssonar frá Eyrar-
bakka í Árnessýslu. Hún er nú til
heimilis á Long Beach í Californíu.
Bft?r að vestur 'kom, stundaiði
Vigfús vinnu hér í borg af mikilli
alúð og atorku, þar til árið 1916, að
hann varð að fara að slá slöku við,
sökum sjóndepru, sem ágerðist svo
bráðlega að hann var orðinn al-
blindur innan árs og hefir nú setið
í skugga lífsins i full tuttugu ár.
Þetta mótlæti hefir Vigfús borið
eins og sannri hetju sæmir og hvorki
æðrast eða möglað, en rætt við kunn-
ingja sína og gesti með sömu ró og
glaðværð og hann áður tamdi sér,
enda hefir hann ekki borið þennan
kross einn. Hin ágæta kona hans
hefir annast hann með óþreytanlegri
umönnun og nákvæmni í öll þessi
tuttugu ár og hið sama má segja um
börn þeirra hjóna, eftir að þau
komust upp, sem lýst hefir og létt
hina löngu myrkurstíð hans. Heimili
þessara hjóna er ekki háreist. En
þangað er samt gott að koma. Gest-
risnin ríkmannlegt, þó þau aldrei
hafi rik verið. Viðmótið vinalegt
og glatt og þar hafa margir átt glaða
stund yfir góðum kaf fibolla og glöð-
um samræðum við hinn aldurimigna
öldung.
Þau hjón, Vigfús og Anna áttu
gullbrúðkaup 16. desember s.l. Við
það tækifæri heimsóttu börn þeirra
þau, sem hér eiga heima í bænum,
ásamt barnabörnum þeirra, sem öll
eru sérlega mannvænleg, til minn-
ingar um þann viðburð.
/. /. B.
NOTICE
Plans are under way to hold
an Agricultural Short Course
at Arhorg; date ajmounced
later. The growing of grass-
seed, soil Types and Poultry
will be discussed. Those in-
terested will get in touch with
B. I. Sigvaldason, Arborg.
ARASARHERINN A SPANI
VINNUR MIKH) A
Símað er frá Zaragoza á Spáni
á þriðjudagsmorguninn, að árásar-
hersveitir Francos hafi unnið stór-
sigra undanfarna daga og náð á
vald sitt Alcanizborg á austurhluta
Spánar. Fylgir það sögunni, að
ítölsk og þýzk loftför hafi átt sinn
drjúga þátt í sigurvinningum upp-
reistraforingjans. Á uppreistar-
herinn á stöðvum þessum nú ekki
eftir nema 37 mílur til Miðjarðar
hafsins.
kFTÖKUR A RCSSLANDI
Seytján menn, sem teknir voru
fyrir skömmu fastir á Rússlandi og
sakaðir um landráð, hafa verið
fundnir sekir og dæmdir til dauða.
Allir þessir menn, undantekningar-
laust, voru um eitt skeið háttsettir
herforingjar og embættismenn
Sovietstjórnarinnar. Á meðal þeirra
voru tveir frægir læknar, sem sagt
er að hafi játað það á sig að hafa
með eiturblöndu verið valdir að
dauða rithöfundarins heimskunna,
Maxim Gorkis.
AUKAKOSNING l
EDMONTON
Þann 21. þ. m. fer fram auka-
kosning til satriband^þingjs í Ed-
monton East kjördæminu; þingsæti
þetta losnaði við fráfall Dr. Hall,
Social Credit þingmanns, er kosinn
var i almennu kosningunum 1935.
Þrír frambjóðendur eru í kjöri, R.
C. Marshall, liberal, fyrrum borg-
arstjóri í Calgary og um eitt skeið
þingmaður í Albertafylkisþinginu;
Arvis A. Kennedy af hálfu Soeial
Credit-sinna og Walter W. Cleaver-
ley, fyrrum bæjarfulltrúi i Edmon-
ton, er býður sig fram undir merkj-
um íhaldsflokksins. Kosning þessi
er sótt af kappi miklu. Til Stuðn-
ings við Mr. Marshall hafa flutf.
ræður í kjördæminu þrír af ráð-
gjöfum sambandsstjórnarinnar, þeir
Ian Mackenzie, 'hermálaráðherra,
Howe^ samgöngumálaráðherra og
Gardiner ráðherra landbúnaðarmál-
anna.
Mr. Paul Bardal
og varaborgarstjóri
Séra Valdimar /. Eylands
Séra Valdimar hóf starfsemi sína
í þjónustu Selkirksafnaðar, sunnu-
daginn 6. marz. Að lokinni kveld
guðsþjónustu, efndi söfnuðurinn ti
samsætis í samkomuhúsi íslendinga
þar í bænum til þess að fagna hin-
um nýja presti. Að morgni þess
sama dags prédikaði séra Valdimar
í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg. Er gert ráð fyrir að
hann prédiki við ensku morgun
guðsþjónustuna annan hvorn sunnu
dag í þeim söfnuði, og aðstoði þar
við kirkjulegt starf tvo daga í viku
hverri.
bæjarfulltrúi,
í Winnipeg,
lagði af stað austur til Ottawa á
laugardagskveldið var til þess að
itja þar fund borgarstjóra sarntak-
anna canadisku.
Ritgerð um mikilvægt málefni
sem einkum og sérílagi varðar mik-
ils íslendinga á milli Winnipeg- og
Manitobavatns, eftir Mrs. H. F.
Danielson i Árborg, barst blaðinu
of seint til þess að birt yrði í þess-
ari viku; verður þarfafleiðandi að
bíða næsta blaðs.
Mrs. P. S. Bardal er nýkominn
heim eftir allanga dvöl hjá syni sín-
ura Dr. Sigurgeir Bardal í Shoal
Lake.
Mr. og Mfs. Th. J. Gíslason frá
Brown, Man., er dvalið hafa hér í
bor.ginni í tveggja mánaða tíma,
lögðu af stað heimleiðis á mánu-
daginn.
Dr. A. Blöndal er nýlega lagður af
stað ásamt frú sinni í þriggja vikna
skemtiferð suður um Bandaríki.
Mr. Walter J. Jóhannson leikhús
stjóri frá Pine Falls er staddur í
borginni þessa dagana.
Miss Pearl Hanson pianokennari
frá McCreary, Man., kom til borg-
arinnar í fyrri viku, og lék pianó-
sóló í Men’s Musical Club á laug-
ardagskveldið.
Mr. Otto Kristjánsson trésmíða-
meistari frá Winnepgosis, kom til
borgarinnar á mnudagskveldið,
ásamt tvejim sonum áinum, þeim
Kristjáni og Edwin. Voru þeir
fegðar á leið austur í Ontariofylki.
Mr. B. J. Lifman sveitaroddviti i
Bifröst kom til borgarinnar á
þriðjudaginn og dvelst í borginni
nokkra daga.
Frá Islandi
Samkvæmt fjárlagaræðu hr. Ey-
steins Jónssonar, f jármálaráðherra
íslenzku stjórnarinnar, er hann flutti
á Alþingi þann 23. febrúar síðast-
liðinn, nam tekjuafgangur á árinu
sem leið, 874 þúsundum króna.
Skuldir ríkisins kvað fjármálaráð-
herra hafa á sama tímabili lækkað
um freka miljón króna.
* * *
Fornminjasafnið 75 ára
Á morgun er liðin 75 ár síðan
Þjóðminjasafnið var stofnað. Verð-
ur þess minst með sérstöku samsæti
sem haldið verður að Hótel Borg
annað kvöld.
Forgöngumenn að stofnun safns-
ins voru Sigurður Guðmundsson
málari og Helgi Sigurðsson, prestur
að Jörfa. Gaf Helgi fyrstu gripina,
15 að tölu, en Sigurður hafði for-
stöðu safnsins fyrstu árin. Yrði
hér of langt mál að rekja sögu
safnsins alla, en ekki verður þess
minst, án þess að geta núverandi
safnvarðar Matthíasar Þórðarson-
ar, sem gegnt hefir þvi starfi í 30 ár
og unnið stórmerkilegt starf í þágú
safnsins.
Safnið telur nú um 14—15 þús.
gripi, þegar mannamyndasafnið og
tiokkur smærri söfn eru ekki með
talin. Hlýtur öllum að vera ljóst,
að slíkum f jölda af gripum, sem þó
þurfa og munu fjölga, er ekki hægt
að koma fyrir svo að nokkru gagni
verði, í jafn þröngu húsrúmi og
safnið hefir nú. Auk þess vofir
eldhætta stöðugt yfir þvi, meðan
það er á þessum stað. Þessi tíma-
mót í sögu safnsins ætti því að
vekjla menn til framkvæmda um
það, að koma safninu á betri og ör-
uggari stað, sem sé samboðnari
þeirri ræktarsemi. er þjóðinni ber
að hafa fyrir fortíð sinni og forn-
minjum.—N. dagbl. 23. febr.
Þorskaflinn
Þorskafli á öllu landinu var 15.
febrúar síðastliðinn 1306 smálestir,
miðað við, fullverkaðan fisk. y\
sama tíma í fyrra voru komnar á
land 1214 smálestir fiskjar.
Þorskafli Norðmanna um síðustu
helgi, miðað við nýjan, flattan fisk.
vari6,6n smál. Þar af hafa verið
hertar 3,631 smál., en 9774 smál.
saltaðar. Norðmenn eru búnir aÖ
framleiða 6,558 hektólítra meðala-
lýsis og salta 966 tunnur af hrogn-
um. Á sama tíma í fyrra var þorsk-
afli þeirra 18,286. þar af hertu þeir
3,525 smál. og söltuðu 9,566 smál.
Af meðalalýsi höfðu þeir framleitt
9,474 hktólítra og saltað 3,115
tunnur af hrognum.—N. dagbl. 18.
febrúar.
Vélbátnrinn Vtðir
talinn af
Vonlaust er nú talið að vélbát-
urinn “Víðir” frá Vestmannaeyjum
sé ofan sjávar. Á bátnum voru 5
menn. Hefir stýrishús með nafni
bátsins rekið á Álfhólsfjöru í Vest-
ur-Landeyjum.
Formaður var Gunnar Guðjóns-
son frá Kirkjubæ, 32 ára gamall, ó-
kvæntur.
Vélstjóri var bróðir hans Gísli
Guðjónsson, 24 ára gamall, ókvænt-
ur.
Móðir þeirra, Halla Guðmunds-
dóttir, hefiir nú mist fjóra sonu
sína í sjóinn. Áður druknuðu Guð-
mundur við Eiðið, 1924 og Jóhann
druknaði við heyflutninga frá landi
satna ár.
Á “Víði” voru ennfremur:
Ólafur Markússon, Fagurhól, 22
ára. Hann var ókvæntur.
Jón Árni Björnsson frá Tjörn á
Eyrarbakka, 27 ára og ókvæntur.
Halldór Þorleifsson, einnig frá
Eyrarbakka, 21 árs að aldri.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá fór “Víðir” í róður frá Vest-
mannaeyjum á sunnudaglsmorgun.
Síðari hluta dags á sunnudag sást
til bátsins á Selvogsbanka, en síðan
hefir ekkert til hans spurst.
Varðskipið Þór hefir leitað síð-
an á sunnudag að bátnum árangurs-
laust.
í gær tóku nokkrir bátar frá Eyj-
utn þátt í leitinni, en þeir hættu er
það fréttist að rekið hefði úr bátn-
um.
Víðir var keyptur til Vestmanna-
eyja frá Keflavík 1936. Eigendur
bátsins voru Þórdís Guðjónsdóttir
og Gísli Guðjónsson, sem fórst með
bátnum.—Mbl. 9. febr.
Picture of an Old Lady
Bowed by the weight of vears, she sits
Rocking to and fro.
Fashioning warmth, her gnarléd old hands,
Backward and forward go.
A faint light shines on her silvery liair
On the twinkling needle tips.
On the wrinkled face, and the once fair brow,
And the sunken, smiling lips.
Peaceful she sits, and she liums a lay,
While her brown eyes glow,
As she meets, in dreams of the davs now past,
Her friends of long ago.
Backward and forward the rockers sway,
And the busy needles click,
But the soft voice sings of davs of old
As shadows grow deep and tliiek.
Backward and forward, but now more slow
As night draws darkness near, „
And the needles pause, as the hand goes forth
To wipe away a tear.
Lenora A. Johannson.