Lögberg - 17.03.1938, Side 2

Lögberg - 17.03.1938, Side 2
2 LÖGKBEŒtG, FIMTUDAGINN 17. MAItZ, 1938 Erindi flutt á Mountain, N.Ð. 2. ágúst, 1937 af G. J. Oleson. Fyrir nær því 40 árum síðan las eg í “Hkr.” ræðu, sem Skafti Brynj- ólfsson flutti á íslendignadag í Win7 nipeg og þó langt sé siðan, þá man eg eftir inngangsorðum ræðunnar, sem voru eitthvað á þá leið, að hann líkti þeim heiðri, sem honum hafði verið sýndur við þann heiður, sem Leonidasi Spartverjakonungi var sýndur, er hann með 300 manns var sendur til að verja Laugaskarð fyr- ir innrás einnar miljón og sjö hundruð þúsund persneskra her- manna er ætluðu að leggja Grikk- land undir sig. Eg má taka stórum dýpra í árinni, því sá heiður, sem mér er sýndur hér í dag er meiri og stærri en eg hafði nokkurn tíma búist við, en vandi fylgir vegsemd hverri. Þegar það varð hjlóðbært þarna norður frá, að eg ætti að flytja ræðustúf hér, þá sagði einn kunningi minn: “\7ið alt má bjarg- ast, en ei við ekkert, og hræddur er eg um að þar hafi þeir keypt kött- inn í sekknum.” Og því miður nuin þetta ekki vera fjarri sanni. Eg hefði ekki tekið það i mál að tala hér í dag, nema fyrir þrjár sér- stalar ástæður, því eg hefi ekki til brunns að bera það sem nauðsyn- legt er til að geta ílutt ræðu^ sem sæmileg er við svona hátíðlegt tæki- færi. En i fyrsta lagi þykir mér vænt um Mountain sérstaklega, því héðan er konan mín upprunnin, hér eyddi hún æskuárunum og héðan á hún margar ljúfar endurminningar og því hefi eg eðlilega tekið ástfóstri við þennan stað öðrum stöðum frernur, og okkur- finst ætíð við sem komin heim þegar við komum til Mountain. í öðru lagi minnist eg þess er við komum hingað til Moun- tain og Garðar, hópur að norðan árið 1927, með leikinn "Tengda- pabba" og þeitn frábæra íslenzka höfðingsskap er okkur mætti hvar- vetna og þeim alúðlegu bróðurlegu viðtökum, ennfremur sem eg hefi ætíð mætt hjá íslenzku fólki í Dak ota-bygðuunm. Eg kom hér í fyrsta sinni 1922, síðan hefi eg oft og mörgum sinnum komið hér mér til hinnar mestu ánægju. í þriðja lagi hefi eg trú á því og hefi áður haldið því fram að lífsskilyrði er það, ef íslenzk menning og félagsskapur á að lifa enn um lengri tiima, þá mega bygðirnar ekki slitna úr tengslum hverjar við aðra, heldur standa í eins nánu sambandi og mögulegt er, og því skylda hvers einasta Islend- ings að gjöra það sem í hans valdi stendur til að leggja stein í þann vegg og jafnvel þó sá steinn sé lítill og ófullkominn. Eg er kominn frá öðru ríki, og eg vil þvi u mleið og eg þakka ykkur þann heiður, sem þið hafið sýnt mér, bera ykkur vinarkveðju frá Canada, og sérstaklega þó frá íslendingum, þrátt fyrir merkjalínu þá, er skiftir Canada og Bandaríkjunum, er fólk beggja rikjanna sem bræðrafylking sem á og þarf og mun tengja sterk- ari bræðra- og systraböndum er ár ogaldir líða fram; afstaða þeirra er svipuð, hugsjónir þeirra eru svipað- ar og sameiginlegur ásetningur þeirra, þrátt fyrir vígamóð hins gamla heims — að lifa í friði og jafna sín ágreinignsmál Á friðsam- legan hátt; eins og siðuðum mönn- um og þjóðum sæmir. Bandaríkin, hið mikla brezka heimsveldi og Norðurlönd og máske Svissland og Niðurlönd, eru nú einu löndin í heiminum, sem trúandi er til þess að vernda hið demokratiska stjórn- arfyrirkomulag, sem hefir verið dýru verði keypt af liðnum kynslóð- um, fyrirkomulag, sem þrátt fyrir annmarka og ófullkomlegleika er eina Ieiðin til æðri fullkomnunar og réttlætis, og því takmarki verður bezt náð með hægfara framþróun (gradual evolution) þeirrar menn- ingarstefnu, en ekki með byltingum eða gjörbyltingum eða einvalds- stefnum, sem svo mjög er nú að grafa um sig hjá flestum stórþjóð- um hins gamla heims. Sagan hefir sannað það að hvar sem demokrat- iska stefnan nær sér niðri, eins og hjá þeim þjóðum^ sem eg hefi áður nefnt, verður alheims friðarstefnan hæst á baugi, en aftur þar sem ein- valdar drotna er hervaldsstefnan í almætti sínu. Allur þorri almenn- ings um allan heim er andvígur her. valdsstefnunni og stríðum. Það eru einvaldarnir — einstakir menn, sem eru brjálaðir af valdafýkn og drotn- unargirni sem kevra þjóðirnar út á blóðvöllinn. Heimurinn væntir mikils af hinni stórbrontu og göf- ugu Bandaríkjaþjóð á þessum ör- lagaþrungnu tímum, áhrif hennar vega mikið á mteaskálunum, ef hún beitir þeim með því viti og krafti, sem hún á, alheimsfrið og mannrétt- j indum til eflingar. Ferill Bandaríkja þjóðarinnar, og með athygli hafa menn veitt eftirtekt þeim risaskref- um, sem hún hefir stigið á þeim rúmu 160 árum sem liðin eru frá byrjun hennar tilveru, og þó ýmis- legt sé öfugt og skórinn þrerigi viða að á þessum alvarlegu tímum; þá trúi eg því að hún eigi eftir, eins og hún hefir gjört oft á liðinni tíð, að hef ja hæst við hún fána farsældar, j manndáða og réttlætis. Eg get ekki betur lýst hugsun mini gnagnvart Bandaríkjaþjóðinni en með því að mæla fram nokkur erindi úr Bandaríkjaminni Jóns skálds Ólafssonar er hann flutti í Winnipeg á íslendingadag þar 2. ágúst 1893, og sem hljóðar svona: “Þú fagra land með fljóta þunga strauma, þú fagra land með risavaxin fjöll, | Þú fagra land með frumskóganna! drauma, þú fagra land með jötunheima tröll, 1 þú fagra land með fossa’ í heimi ! stærsta, þú fagra land með gull og silturs auð, þú fagra land með framtið vonar- glæsta, þú fagra land með hvers manns dag- legt brauð, þú fagra land með fegurst vötn í heimi, þú frjálsa þjóð með hugfrelsisins þ°r, þú bezta þjóð í guðs þeim víða' geimi, til gæfu leiði drottinn hvert þitt spor, | þú ber á herðum heimsins framtið 1 alla, þú hugum stóra, andans frjálsa þjóð, þú lætur heimsins fornu afgoð falla, en frá þér streymir nýtt um heiminn blóð. Já, þú ert ung og ærslasöm og fögur, þú unga þjóð með sögufrægan örn. Þú átt ei fornar fyrri alda sögur, þín frægðarverk eru aldar vorrar börn; þinn andi glæðist heims í hverju landi, þinn hróður ómi um bygðir manna geims, og lifi frelsi og lifi manndóms andi, og lifi Bandaríki Vesturheims! Mál mitt hér í dag verður að mestu leyti sundurlausir þankar, mér hefir ekki verið falið að einskorða mig við neitt sérstakt efni algjörlega, en þó er ætlast til að eg tali nokkuð um Island. Þetta er íslendingadagur og liggur þá beinast við að minnast fósturjarðarinnar og þjóðarinnar sem býr út á hjara veraldar. Um- talsefin það er að vísu orðið svo upptuggið að það er mér ofvaxið að bæta nokkru merkilegu við, sem ekki hefir áður verið sagt, og jafn- vel margsagt; oftast vel og vitur- lega, en stundum á nmikillar dóm- greindar. Má heimfæra það til manna beggja megin hafsins. Við minnumst íslands í dag, því ísland er oss öllum kært og hugur og hjarta V.-ísl. stefnir þangað nær einum huga á hátíðisdegi sem þessum, og eg er sannfærður um það af eigin reynslu og náinni viðkynningu við þjóðbræður og -systur hér að hugur og hjarta barnanna í útlegð, dvelur á öllum tiðum árs langdvölum við móðurhjartað, jafnvel þeirra sem aldrei hafa litið hana augum, eru fædd og uppalin í þessu landi. Það, að íslenzkan á seinni árum á í vök að verjast hér hjá yngri kynslóð- inni, er ekki af ræktarleysi, hvorki I þeirra yngri eða eldri, gagnvart Is- landi eða íslenzkum menningar- þroska; heldur stafar það að nokkru leyti af vanrækslu þeirra eldri — starijda ekki nógu vel á verði — og af eðlilegum ástæðum sem engir broddar geta spornað á móti, þyngd- arlögmálinu sem hlýtur að draga okkur inn í deigluna fyr eða síðar, aðeins tímaspursmál hvort það verð- ur fyr eða síðar, en það er okkar hlutverk að verjast eins lengi og kostur er á, með þvi móti vinnum við ekki einungis Islandi mest gagn, heldur einnig þeim miklu og kæru fósturlöndum, sem við erum nú af. Við elskum ísland og minnumst þess í dag ekki beinlípis vegna þess að við álítum landið mesta land í heimi eða þjóðina mestu og vitrustu þjóð í heimi eins og manni virðist koma fram í ræðum sumra manna. en við elskum landið og þjóðina eins og barn elskar móður, vegna þess að það er okkar, vegna þess að það eru blóðbönd sem tengja hjörtun, og vegna þess að það er svo margt í fari og sögu þjóðarinnar sem er svo merkilegt og göfugt og fagurt( að við erum stolt af þvi. Island og saga þess er hulin æfintýrablæ, landið er tignarlegt og fagurt þar sem það heldur vörð i útálum At- lantshafsins, og kyssir hið yzta haf. Það er undraland frá náttúrunnar sjónarmiði, þó ekki sé það eins frjó- samt sem mörg önnur lönd jarðar- innar, sem hafa þægilegri afstöðu á hnettinum. Það hefir seunt þau skil- yrði vegna landfræðilegrar afstöðu að það hefði getað verið farsælasta land í heimi — og var það á vissum tímabilum, svo sem á sögu og frið- aröldinni — hefði þjóðin og sér- staklega þó leiðtogar hennar á viss- um tímum verið nægum vitsmunum búnir að þekkja sinn vitjunartíma. Vegna afstöðu sinnar alt frá upp- hafi vega gat þjóðin lifað í friði, meðan aðrar þjóðir norðurálfunnar stóðu í uppihaldslausu stríði og styrjöldum og enginn var óhultur um lif sitt og eignir. En hinn illi meinvættur, metorðagirndi og sund- urlyndið meðal höfðingja Sturlunga aldarinnar varð orsök þess að land- ið varð udnirlægja útlends smá- ríkis og bundið' í helfjötur harð- stjórnar og vesaldóms í hart nær sex hundruð og fimtiu ár. Svo öll dáð var drepin úr þjóðinni, og dró hún fram lifið með hörmungum, öld eftir öld, “konungsdóttirin í álög- um.” Hörmungar lands og þjóðar voru samt alls ekki að öllu leyti Norðmanna eða Dana skuld, er þeir voru yfirdrotnarar landsins; lands- menn sjálfir áttu sinn stóra þátt i volæði og vesaldómi miðaldanna og eymd landsins á öllum tímum, síðan það komst undir konung og alt frá byrjun 13. aldar. Einstaklings hugsunin hefir ætið verið of rik í hugsun íslendinga, en vfelferð þjóð- arheildarinnar hefir átt lítil ítök í seinni tíðar sögunni, af þeim ástæð- um kyrstaðan. Hið gagnstæða hef- ir verið hæzt á borði hjá sumum öðrum þjóðum, svo sem Englend- ingum, og árangurinn sá, að þetta litla eyland er nú með voldugustu ríkjum í sögu veraldarinnar. Island á fyrri öldum stóð við þröskuld tækifæranna; landið var “stepping stone” til hins vestræna heims. Fornmenn fundu Grænland og bygðu það; þeir stigu fæti á land þessa mikla meginlands, um það verður ekki cleilt. En tækifærið slapp þeim úr höndum. Vínland hið góða tapaðist og gleymdist og bygð- in á Grænlandi leið undir lok og tapaðist fslendingum. • Meinvættur sá hinn illi, er eg mintist á áðan, metorðagirnd og sundurlyndi, hefir á öllum tímum stungið upp höfði hjá þjóðinni og staðið sem þrándur í götu og hindr- að eðlilegar framfarir; höfum við Vestur-íslendingar alls ekki farið varhluta af okkar skamt, hefir það greinilegast komið fram í kirkju- málastarfsemi okkar, og þá er við vildum heiðra ísland í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis 1930, er og verður öllum það í fersku minni. Sá maður, sem ekki hefir séð ís- land og þekkir ekki land og þjóð og söguna nema af afspurn og lestri bóka, getur ekki gjört sæmileg skil að ræða um það, og það verður ekki gjört að neinu ráði á takmörk- uðum tima. Frá mínu sjónarmiði vil eg með örfáu morðum minnast á nokkuð, sem mér finst merkilegt í fari íslenzkrar þjóðar og sögu henn- ar, er það að vísu það sem flestir eða allir vita, en góð vísa er aldrei óf oft kveðin. f fyrsta lagi vil eg minnast á uppruna þjóðarinnar; er það einstætt í sögu hins gamla heims að þjóð þekkir sögu sína frá byrj- un, engin önnur þjóð á henni sam- merkt í því tilliti, hún veit því að uppruni hennar er göfugur. Stofn- inn er ekta; landið bygðist mest frá Noregi, hinir göfuguátu höfðingjar flýðu land og óðal, udnan ofríki Haraldar Hárfagra og lögðu alt í sölurnar fyrir frið og frelsi. Vík- ings og hernaðarandinn hjá forfeðr- unum er það sem mest hefir borið við sól íhuga kynslóðanna og fortíð- in hefir verið mest dáð fyrir, en þeg- ar vel er skoðað er það ekki horn- steinn hins íslenzka þjóðveldis? Grundvallaratriðið i lífi hinna fjölmörgu höfðingja er ísíand bygðu var friðarhugsjón og friðar- andi. Þeir flýðu frá Noregi og öðrum útlendum ríkjum til að um- flýja ófrið, ofríki og kúgun, til að geta lifað í friði og spekt og notið lifsins. Á yfirborðinu lítur svo út í fljótu bragði er maður les forn- sögurnar, að hinn rauði þráður i lífi þeirrar trðar manna hafi verið hnefarétturinn, og hann að vísu átti sitt afl, en það er í raun og veru eklci alveg rétt að hann hafi ráðið mestu, söguritararnár liafja haldið ! því mest á lofti og gjört það öðru ' fremur dýrðlegt og almenningur ! hefir gleypt það, en á hinn bóginn ; sér hver athugull maður að þjóðin átti ótrúlega mikinn fjölda af leið- I togum sem beittu sér fyri rþví að | friður, lög og regia ríkti í landinu, 1 því þó hávaða- og ofbeldismenn ■ mættu sin mikils þá eins og nú, og ! gjörðu spjöll, þá var ófriðurinn að- ; eins hverfandi saman börið við önn- ur betri öfl í þjóðlífinu. Að vísti voru mannhefndir tíðkaðar, en frið- samir höfðingjar lögðu sig ætíð fram til að stilla til friðar og upp- ræta ófrið í landi. Lögunum var ekki ætíð að visu framfylgt með réttlæti, en það sama á sér stað enn þann dag í dag. Hrollaugur Rögnvaldsson Mæra- jarl er einn af hinum kynstóðru og göfugu landámnsmönnum. Land- náma segir svo frá er Rögnv. ráðg- aðist við syni sina um jarlsdóm í Orkneyjum: “Þá gekk Hrollaugur fram og spurði ef hann vildi að hann færi. Rögnv. kvað hann ekki mundi jarlverða. Hefir þú þat skap er engin styrjöld fylgir; munu vegir þinir liggja til íslands; muntu þar göfugr þykja á því landi og verða kynsæll.” Mun hér vera mynd margra þeirra ágætu höfðingja er ísland bygðu. Engu síður eftir- tektaverð er samræða Eiríks í Goð- dölum við Hreiðar landnámsmann, er berjast vildi við Sæmund enn suðreyska, til landa. Kvað Há- varður hegri það illa gefist hafa og latti, bað hann að fara á fund Ei- ríks og taka af honum ráð: “Því hann er vitrastur maður í héraði þessu. Hreiðar gerði svá. En er hann fann Eirik, latti hann þess ó- friðar ok kvað það óheilt að menn deildi, meðan svá væri mannfátt á landi; kveðst heldur vilja gefa hon- um tunguna alla niðr frá Skálareyri; kvað Þór þangað hafa vísat honum, og þar stafn á horft þá er hann sigldi upp á Borgarsand.” Eiríkur var vitur og göfugur höfðingi, sem samtíðarmenn okkar, bæði íslend- ingar og aðrir mættu vel ganga í skóla til. Eru og mörg dæmi í forn- sögunum sem ganga i sömu átt, að menn voru fúsir að fórna til að firr- ast vandræði, og hafa frið og spekt í landi. Gunnar^ Grettir og Gísli og aðrir vígamenn hafa verið átrúnaðargoð íslendinga og maður dáist að karl- menskunni og hetjulundinni, en það eru í fornsögunum fegurri myndir en myndi rvígamannsins, myndir göfugmensku og andlegs hugrekkis. Þar er Síðu-Hallur, Ingimundur gantli, Askeil goði, Auður djúpúðga, Njáll og Ólafur og ótal fleiri. ís- lan dá þessar myndir og við íslend- ingar eigum þessar myndir. Við VEITIR HREYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU F6Ik. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu við að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið f ólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra daga munið þ6r finna til bata. NUGA TONE fæst I lyfjabúðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. Petta úrvals hægðalyf. 50c. eigum að þekkja þær til hlítar. Stofnun Alþingis við Öxará 930, er einstætt dæmi í sögu þjóðanna; stofnun þess ber vott um vit og manndómsþroska forníslenzkra leið- toga. Þar stóðu að málum vitrustu °g göfugustu menn, ekki víga- og hjívaðamenn. Um það starf alt, segir sagan lítið frá; það var stofn- að til að tryggja friðinn í landinu. Slær ljóma frá þeirri stofnun og þeirra er að því stóðu, fram á vora daga; ekki einungis meðal Islend- inga, heldur út um allan heim. Þá var kristnitakan á Alþingi árið 1000 líka einstæð í sögu heimsþjóð- anna, óvíða ef nokkursstaðar hefir þjóð tekið siðaskiftum á eins frið- samlegan hátt og íslenzka þjóðin gjörði. Kemur þar greinilega fram vit og skapgerð sú, er eg hefi verið að benda á að einkent hafi frum- herja íslenzkrar menningar. Stóðu íslendingar þá á tindi frægðar sinn- ar, hugprýði, hetjuandi og manndáð sat í öndvegi; menn voru ekki á eitt sáttir; þeir voru tvískiftir, en þing- heimur og þjóðin lét skipast við orð hinna vitrustu manna. Öllu var fórn- að fyrir friðinn, fyrir einingu og velferð þjóðfélagsins; þvi með lög- um skal land byggja, en með ólögum eyða, og þeir sáu það að ef sundur skift var lögum, þá var sundurskift friðnum. Margir menn hafa ekki séð þetta enn þann dag í dag. Spán- verjar og jafnvel íslendingar í dag þyrftu að ganga í skóla til íslenzkra fornmanna. Söguöldin og friðaröldin, sem sigldi í kjölfar hennar er glæsilegasta tímabil sögu íslands, alt fram á vora daga, eða þar til kemur fram um miðja 19 öld. Munu fáar þjóðir hafa átt farsælla tímabil í sínum sögum, þó hreður væri milli ein- stakra manna á söguöldinni, þá var það alls ekki innanlands ófriður, og ekki saman berandi við ófrið, sem geysaði hjá öðrum þjóðum. Á friðaröldinni döfnuðu vísindi og fagrar mentir þarna úti í hafs- auga, og þá var lagður grundvöllur- inn að ritmenskunni, sem gjöra mun íslendingia ódauðlega um aldur og æfi í sögu heimsins. Eddurnar, sögurnar og ljóðin frá fornri tíð eru dýrmætur fjársjóður og mentunar uppsprettulindir, sem af má ausa um ókomnar tíðir og aldir. Ritöldin verður að nokkru leyti samferða Sturlunga-öidinni; á þeirri tið eru stórir andans menn í iandi, auð- menn og ofurmenni á marga lund; þá er Snorri Sturluson uppi, hinn mikli rithöfundur, sem Noregskon- unga sögur hefir skrifað og önnur verk með, þeirri snild og nákvæmni, að aldirnar dást að; þá var Hrafn Sveinbjörnsson á Eyri einn hinn bezti og vitrasti maður, sem Island hefir átt og hinn víðförlasti á sinni tíð. Með Sturlungaöldinni dregur ský fyrir sól í hinni islenzku menn- ingarsögu, er lýkur með því, að landið kemst undir útlent vald og vart er hægt að segja að birti í lofti fyr en kemur fram undir lok 19. aldar, — sex hundruð ára hörm- ungasaga, en þó er margt í þeirrar tíðar sögu, sem er merkilegt og lær- aómsríkt. Er landið gengur undir konung er þjóðin orðin svo þjáð og aðþrengd að vart er að búast við endurreisn um langt skeið, enda verður það ekki; þegar kemur fram um 1400 dynur hin hræðilegasta plága yfir landið, og verður nær lancíauðn. Fremur lítið vita menn um þetta tímabil, og einna minst í sögu landsins. Þó eru uppi merkir höfðingjar, svo sein Björn Jórsala- fari, hið mesta stórmenni; ferðast hann viða um Evrópu og alla leið til INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man...................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð • Bellingham, Wash..........Arni Símonarson Blaine, Wash. ............Arni Símonarson Bredenbury, Sask................S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask..............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimii, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta..............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man................A. J. Skagfeld Oakviéw, Man.................Búi Thorlacius Otto, Man...................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man,........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ................J. J. Middal Selkirk, Man..............Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..............Búi Thorlacius Svold, N. Dak.........S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.