Lögberg - 17.03.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.03.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 17. MARZ, 1938 Högberg QefiS út hvern fimtudag af I H a COLVMBIA PRES8 L1M1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 6*5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO (1.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and publíshed by The Cobimbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mikil tíðindi og ill Þó lönd hafi að vísu verið numin her- skildi, og þjóðir innlimaðar mann fram af manni, öld eftir öld, þá mun jafnan verða talinn til einstæðra firna sá a'tburður, sem gerðist á laugardaginn var, er Adolf Hitler, alræðismaður þýzku þjóðarinnar kúgaði rík- iskanzlara Aus'turríkis til þess að leggja niður völd, sendi þýzkar hersveitir inn í Austurríki, og innlimaði þjóðina formálalaust. Fráfarandi ríkiskanzlari, von Schuschnigg, hafði skipað svo fyrir, að daginn eftir, síðast- liðinn sunnudag, færi fram almenn atkvæða- greiðsla, eða þjóðaratkvæði um það, hvort Aus'turríki skyldi sameinast Þýzkalandi eða halda óskertu sjálfstæði; hann fór engan veg- inn dult með skoðanir sínar, heldur lýsti því vfir hvað ofan í annað, skýrt og afdráttar- laust, að hann teldi það hina mestu ógæfu ef til þess kæmi, að þjóðin, sakir erlendrar íhlut- unar, yrði kúguð til þess að selja af hendi pólitískan og þjóðernislegan frumburðarrétt sinn. Fáum dögum áður en þessir síðtistu og alvarlegu viðburðir gerðust, boðaði Hitler hinn fráfatrandi ríkiskanzlara Afusturr'íkis, von Schuschnigg til fundar við sig á Þýzka- landi; og þó vafalaust verði aldrei að fullu hljóðbært um alt það, sem þeim fór á milli, þá er það samt sem áður vitað, að Hitler setti gesti sínum hreina og beina afarkosti, þó hann í orði kveðnu léti eftir á í veðri vaka, að austurríska þjóðin þyrfti ekkert að óttast um sjálfstæði sitt. Bandaríkja tímaritið “Na- tion’’ hefir þegar flut't allnákvæma greinar- gerð af því, sem þeim Hitler, vildarvinum hans og Schuschnigg, fór á milli á áminstum samtalsfundi, þar sem einhliða stálvilji réði lofum og lögum. 1 ávarpi sínu til hinnar aust- urrísku þjóðar á laugardagskv., lýsti Hitler yfir því, að hann hefði flýtt fyrir innlimunar ráðstöfunum sínum með það fyrir augum, að bjarga þjóðinni frá samsæri og þaulhugsuðum kosningasvikum í atkvæðagreiðslunni, sem ráðgert var að fram færi á sunnudaginn; en þjóðinni til hjartastyrkingar gaf hann það jafnframt í skyn, að almenn atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram á næstunni, ef til vill þann 10. apríl, þar sem þjóðinni veittiþt þess óhindraður kostur að láta í ljós afstöðu sína til sameiningar vúð Þýzkaland; vitaskuld á þar alt að fara fram á Nazis'tavísu, og þar af leiðandi engin hætta á kosningasvikum eða því, að ekki verði alt hreint í pokanum! Það er nú fyrir löngu alkunna orðið, hvernig til hefir hagað um þjóðaratkvæði (referend- um) á Þýzkalandi, þar sem einn hefir verið í kjöri, sem sé Hitler sjálfur, og allir herskyld- aðir til þess að greiða honum atkvæði, og hliðstæð verður hún vafalaust, þessi fyrir- hugaða Hitlers-atkvæðagreiðsla í Austurríki; málamyndar Pílatusar handaþvottur og ann- að ekki. Þann 21. febrúar síðastliðinn komst brezki forsætisráðherrann, Mr. Ohamberlain, meðal annars þannig að orði í neðri málstofu þjóðþingsins: “Vér megum ekki telja oss sjálfum trú um, og þaðan af síður koma litlum þjóðnm og veikum fyrir sér, til að trúa því, að Þjóð- bandalagið komi þeim til hjálpar gegn utan- aðkomandi yfirgangi og innlimun. ’’ Það er ekki ýkja langt síðan að nokkuð kvað við annan tón hjá Mr. Ohamberlain, er hann taldi Þjóðbandalagið vera þá einu stofnun, er Norðurálfan gæti bygt friðarvonir sínar á, og hét því fyrir munn breZku þjóðarinnar fulltingi ráðuneytis síns. En það er ekki ávalt lengi að breytast veðnr í lofti; hin raunalegu afdrif Austurríkis, eins og nú er komið á daginn, eiga skilyrðislaust rót sína að rekja til liinna fáránlegu og fyrirlitlegu svika, er hinar ýmsu þjóðir hafa gerst sekar um gagnvart Þjóðbandalaginu, og þá jafnvel þær, sumar hverjar, er ha»t létu í orði kveðnu um gildi þess fyrir gott nábýii og samþjóðlegan frið. Alveg í sömu andránni og Hitler send- ir herskara sína inn yfir landamæri Austur- ríkis, er Mr. Chamberlain í samningaumleit- unum í London við utanríkisráðgjafa þeirra Mussolinis og Hitlers. Árið 1934 bundu Bretar og Italir það fastmælum, að vernda þjóðfélagslegt öryggi Austurríkismanna; þetta var gert í samráði við Frakka, er lögðu blessun sína yfir hin góðu áform. Og nú á laugardaginn, þegar hersveitir þýzkra Fasista streymdu inn í Austurríki, var þeim í Brennerskarði fagnað af ítölskum hermönnum. Var það þessi vernd, þessi tegund öryggis, sem Mussolini hét Austurríki 1934, eða hvað?-------Væg mót- mæli gegn innlimun Austurríkis, hafa stjórn- ir Breta og Frakka sent Hitler, en slíkt lætur hann eins og vind um eyru þjóta, og fer ferða sinna eftir sem áður. Hvar ætli hann beri niður næst? Sendi hann ekki Goering til ís- lands í fyrraf Mönnum stendur það enn í fersku minni, með hvaða atburðum Anthony Eden vék úr ráðuneyti Mr. Chamberlains hérna á dögun- um, og lét af meðferð utanríkismálanna; gerði hann skilmerkilega grein í þingræðu fyrir embættisafsögn sinni, þar sem hann gaf ljóslega í skyn hvers væn'ta mætti, ef leitast væri fyrir um samninga af hálfu hinnar brezku stjórnar við Italíu og Þýzkaland eins og sakir stæðu, og farið yrði á bak við Þjóð- bandalagið. Mr. Eden var ófáanlegur til þess að viðurkenna yfirráð Mussolinis yfir Abes- siníu, og hann leit jafnframt þvi þannig á afstöðu hans til borgarastríð'sins á Spáni, að lítið væri í sölurnar leggjandi fyrir ímynd- aða vingun við Italíu eins og stjórnarfari þar í landi væri háttað, með loforð öðrumegin en svik hinumegin. En svo bar hins að gæta, að þeir Mussolini og Hitler vildu fyrir hvem mun koma Mr. Eden í póli'tískum skilningi fyrir kattarnef, og það reið auðsjáanlega baggamuninn í augum Mr. Chamberlains, er lét það verða sitt fyrsta verk eftir embættis- afsögn Mr. Edens, að setjast á rökstóla við utanríkisráðgjafa lltalíu og Þýzkalands með það fyrir augum, að komast að vináttusam- bandi við einvaldsherra þeirra þjóða. Fyrsti ávöxtur þessara mistaka Mr. Chamberlains er þegar kominn í ljós, alger innlimun Aust- urríkis í veldi Hitlers. Ef stefnu Mr. Edens hefði verið fylgt, og stjórn Breta gert sitt ýtrasta til þess að styrkja Þjóðbandalagið í stað þess að veikja, má vel ætla að komið hefði orðið í veg fyrir þessa ömurlegu at- buri síðustu daga. Adolf Hitler hélt veglega innreið sína til Vínarborgar á sunnudaginn, þar sem miljón manna hylti hann sem þjóðernislegan og hagsmunalegan frelsara sinn; hann er sjálf- ur Austurríkismaður, og var því í rauninni kominn heim. Hinn fráfarandi ríkiskanzlari Austur- ríkismanna, von Schuschnigg tilkynti þjóðinni í útvarpsræðu seinni part laugardagsins hvernig komið væri; bað hann að síðustu guð að varðveita þjóð og land, jafnframt því sem hann brýndi fyrir þjóðinni að sýna her- sveitum Hitlers engan mótþróa til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. raun varð á. Ýms af voldugustu dagblöðum Breta krefjast þess að þing verði þegar rofið og efnt til nýrra kosninga til þess að þjóðinni veitist kostur á að láta í ljós álit sitt um atburði þessara síðustu daga, eða réttara sagt um afstöðu sína til þeirra. Hér fara á eftir ummæli nokkurra stjórnmálamanna, er mjög koma við sögu um þessar mundir:— Leon Blum, hinn nýi forsætisráð- herra Frakka, mælti á þessa leið: “Vér stöndum á alvarlegum og söguríkum tímamótum, og þegar vér íhugum afstöðuna, sem hið nýja viðhorf hefir skapað, ber oss fyrst og fremst að beita rólegri skynsemi og auðsýna ákveðna vlijafestu í á- formum vorum og athöfnum.” Hermann Göering, marskálkur, lét þannig ummælt: “Sérhver sá, er dirfist á einn eð- ur annan hátt að raska friði þýzku þjóðarinnar, verður að sætta sig við að horfast í augu við þýzka fall- byssu. Þýzka þjóðin blandar sér ekki inn í heimamál neinnar þjóðar, en kýs á hinn bóginn að það skiljist vítt um veröld, að hún sé þess full- megnug að varðveita réttindi þýzkra þegna hvar í heimi sem er.” Sir Archibald Sinclair, forustu- maður liberal flokksins í brezka þinginu, komst meðal annars þann- ig að orði: “Sé öflum ofbeldis og ágengni leyft það átölulaust, að reiða exi sína að rótum Þjóðbandalagsins, á nútíðarmenningin það á hættu að hitta sjálfa sig í sporum Spánverja og Kínverja, svo að segja nær sem vera vill.” Leiðtogi verkamannaflokksins í brezka þinginu, Clement Atlee, mælti meðal annars á þessa leið: “Atburðir þessara verstu og síð- ustu tíma, leiða það skýrar i ljós en ef til vill nokkru sinni fyr, hve öld- ungis óhjákvæmilegt það er fyrir Norðurálf(úfriðinn, að styrkja og endurvekja til vaxandi áhrifa Þjóð- bandalagið, eða 'hliðstæða stofnun á rústum þess.” Hermálaráðherra Czechoslovakiu stilti orðum sínum á þennan veg: “Atburðir síðustu daga hafa ekki nokkur minstu áhrif á þjóðernis- lega tilveru þjóðar minnar; henn- ar eigin siðferðisstyrkur, samfara órjúfanlegum vináttusamböndum við aðrar þjóðlir, verður fyenni ávalt fullnægjandi öryggi. Eg læt mér ekki einu sinni koma það til hugar, að nokkur einasta þjóð sitji á svik- ráðum við þjóð mína eða vilji hana feiga.” Forseti Austurríkis, Wilhelm Miklas, lét formiega af embætti á laugardagskveldið á- samt ríkiskanzlara og ráðuneyti hans. Hitler hefir tekis't á hendur yfirstjórn hersins um leið og Dr. Seyss-Inquart tók við ríkiskanzl- ara embætti þar til gert verðbr nánar út um stjómskipulag landsins; hann var fyrir löngu eindreginn Nazisti, og átti sæti í stjórn Aust- urríkis undanfarinn mánaðartíma að undir- lögðu ráði Hi'tlers. Þýzka stjórnin, sem í raun og veru er ekkert annað en Hitler, ver gerðir sínar með því, að frá þjóðernislegu sjónarmiði skoðað, hafi þessi málalok verið óumflýjanleg, því báðar þjóðirnar séu grein- ar á sama stofni. Etn hvað sem um það má segja, þá réttlætir það á engan hátt ístöðu- leysi þeirra, er af fúsum og frjálsum vilja höfðu tekist þá ábyrgð á hendur, að varðVeita þjóðskipulegt sjálfsforræði Austurríkis- manna, auk þess sem lýðræðisstefnunni er með því gefið eitt átakanlegt glóðaraugað enn. — Á mánudaginn tók Mr. Chamberlain til meðferðar í brezka þinginu viðhorf mála í Mið-Evrópu með tilliti til innlimunar Aust- urríks í hið þýza veldi; kvað hann þunglega horfast um úrlausn þeirra, þó enn væri eigi með öllu vonlaust um viðunandi málalok; svar brezku stjórnarinnar við yfirgangi ■Hitlers yrði fólgið í raunhæfum ráðstöfun- um, auknum herafla á láði og legi, sem og í lofti. Ekki vildi Mr. Chamberlain svara spumingu, er fram kom við umræðurnar um það, hvort Bretland myndi veita Frökkum að málum, ef 'til þess kæmi að Þjóðverjar réðist á Czechoölovakiu, þó Mr. Churchill og ýmsir aðrir þingmenn krefðist þess; hann lét sér lynda að lýsa yfir því, að Bretlandi bæri til þess fyrst og síðast skylda, að verja sínar eigin landeignir hvað sem afstöðunni til ann- ara þjóða liði; hver væri jafnan sjálfum sér næstur; litu auðsjáanlega margir þingmenn svo á, að æskilegt hefði verði að afstaða for- sætisráðherra mótaðist nokkru skýrar en Bréf til Lögbergs Eftir G. /. Oleson (Framh.) Ungmennaþing var haldiÖ hér aí Ungmennasambandi hins lúterska kirkjufélags dagana 22.-24. maí, hafði þaÖ fundi bæði suður í bygð- inni og hér í bænum, og almenna samkomu i kirkju Frelsissafnaðar á sunnudagskvöldið þann 23. Voru fjölmargir erindrekar aðkomnir frá Winnipeg og öðrum bygðum Islend- inga'þar sem Sambandið hefir deild- ir. Á sunnudaginn stigu málsvarar frá þinginu i stólinn í öllum kirkj- um og fluttu stutit erindi, tvö í hverri kirkju, og var almannarómur að þeim hefði farist það með mesta myndarskap. I Glenboro töluðu þær Miss Ólafson frá Árborg og Miss Baldwin frá Winnipeg. Séra E. H. Fáfnis gjörði það sem i hans valdi stóð að þingið mætti takast sem bezt, á hann mik- inn þátt — máske mestan allra — í stofnun ungmennasambandsins, og ber hann velferð þess fyrir brjósti. Allmikill áhugi virtist vakandi á þessu ungmennaþingi og voru fjörugar umræður; er engum vafa bundið að meðal unga fólksins eru fjölmargir, sem vænlegir eru til forystu og gæddir eru leiðtoga hæfi- leikum, og mun unga kynslóðin sýna það og sanna að hún stendur hinni eldri ekki á baki er árin líða, en þess betur sem hinir eldri leiðbeina þeim, þess betur mun æskan standa í sinni stöðu þegar timinn kallar. Þeir eldri hafa i mörgu tilliti brugðist þeim ungu. Þeir hafa í mörgu tilliti vanrækt að kenna þeim íslenzkuna, Þurkaður eða pœklaður FISKUR • Komið fjölskyldunni að óvörum með nýjum dagverðarrétti ? Látið ha,na fá gómsætan rétt af þurkuðum eða pækluðum canadiskum fiski. Stendur á sama hvar þér búið, matsalinn getur út- vegað yður þurkaðan fisk svo sem Þorsk, Ýsu, Hake, Cusk, Makríl og Alewives . . . í afbragðs ásigkomu- lagi. AÖliaðandi forskriftir má fá fyrir sérhverja þessa ágætu fisktegund. Fiskurinn er dásamlegur heilsugjafi fyrir sérlhvern meðlim f jölskyldunnar; hann inniheldur fjölda bæti- efna, sem1 miða að því að íhalda likamanum stæltum. Látið fjölskyldu yðar oft borða þurkaðan eða pækl- aðan canadiskan fisk; hún nýtur þess mjög, og þér sannfærist um hagsmunahliðina. KONUR! Skrifið Eftir Ókeypis Bæklingi DEPARTMENT OF FISHERIES, OTTAWA. DEPARTMENT OF FISHERIES, OTTAWA. 893 Please send me your free 52-page Booklet, “Any Day a Flsh Day,” con- taining 100 delightful and economical Fish Recipes. Name ......................... Address ...................... ........................FL-8 ALLIR DAGAR FISKDAGAR sem er svo nauðsynlegt ef vor fé- lagsskapur á að lifa áfram, og sýnt andvaraleysi og jafnvel sumir leið- togarnir fremur með áhrifum sínum reynt að flýta fyrir dauða tungunn- ar, þó ekki sé það máske vísvit- andi gjört. Þá er nauðsynlegt að skapa ábyrgðartilfinningu hjá hin- um yngri, en það verður ekki gjört nema þeir eldri séu trúir sinni köll- un og gefi þeim tækifæri að gegna störfum félagsskaparins þar sem þess er kostur, og gefi þeim þá upp- örfun, sem sanngjarnt er að ætlast til. Stofnun blaðsins “Endeavour” sýnir að unga fólkið hefir áhuga og hugrekki og er það lofsvert. Blaðið ætti að geta orðið félags- skapnum til gagns og sóma ef vel og viturlega er á haldið, jafnvel þó það sé ekki gallalaust á það fullan rétt á sér því engin eru blöð vor gallalaus. En einmitt þarna er þörf á samvinnu, þeir eldri eru skyldir að gefa hógværar bendingar, því þeir hafa reynsluna, en þeir yngri éiga eldinn. Eg vona og óska að blaðinu vaxi fiskur um hrygg, og það eigi góða framtíð. Félagslíf íslendinga hér í Glen- boro hefir gengið vel á árinu liðna. Er hér starfandi söfnuður semí meiri hluti íslendinga tilheyrir, öfl- ugt kvenfélag, karlaklúbbur og lestrarfélag. Hafa öll þessi félög starfað eftir föngum á árinu. Árs- hátíð safnaðarins, sem ár hvert er haldin að haustinu er einn merki- legur þáttur í félagslífinu, lukkað- ist hún vel að vanda síðastliðið haust. Fleiri samkomum hefir söfn. uðurinn gengist fyrir. Kvenfélagið er óþreytandi að vinna; er það sér- staklega vel vakandi og stendur á verði að efla félagslífið og styrkja það. Karlaklúbburinn hefir fundi við og við og ræðir áhugamál og menn skemta sér eftir föngum. Eina samkomu hafði klúbburinn á árinu. liðna. Lestrarfélagið hefir fáa með- limi; hefir það um nokkurra ára bil legið í dvala, er nú samt heldur að lifna við, og vonar maður að það eigi eftir að verða að einhverju gagni í starfslífi okkar hér. Á síðastliðnu vori ferðaðist prests konan, Mrs. Ellen Fáfnis, vestur á Kyrrahafsströnd, ásamt móður sinni, Mrs. G. Freeman frá Upham, North Dakota; fóru þær alla leið suður til Californíu og dvöldu þær um tíma hjá systur Mrs. Fáfnis, sem býr í Arizona. Var hún nær mán- aðartíma í þessu ferðalagi og hafði mikla ánægju af ferðinni. Lögbergi vil eg að lokum þakka fyrir minningarblaðið; það var stórmyndarlegt og ritstjóranum og útgefendunum til mestu sæmdar. Eg þakka Lögbergi líka fyrir margt og mikið uppbyggilegt, sem það hef- ir flutt á árinu, af ýmsu tægi. Lög- berg er nú með siðfáguðustu dag- blöðum sem út eru gefin á íslenzku, og á ritstjórinn, Einar Páll Jónsson þakkir fyrir; er hann alt af að fá meiri og meiri viðurkennirigu fyrir fegurðarsmekk og listhæfni í rit- hætti og ljóðagjörð; sem skáld hefir 'hann haslað sér völþ ljóð hans eru þrungin djúpri hugsun og út úr hverju orði og linu skín fegurð og lotning. Megi Lögberg og Islendingar sem lengst njóta hans. SKATAR FRA NORDURLÖNDUM Fréttaritari útvarpsins i Kaup- mannalhöfn hefir fengið vitneskju um það; að skátasambandið danska er að sækja um f járhagslegan styrk til þess að geta sent 200 skáta á skátahátíðina á íslandi næsta sumar. Er nú verið að rannsaka mögu- leika á því, að skátar frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi komi hingað tll lands á einu skipi. —Horgunbl. 14. febr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.