Lögberg - 17.03.1938, Blaðsíða 5
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 17. MARZ, 1938
íslendingar í Ástralíu
Prófessor Lodewyckx frá Mel
mourne hélt nýlega útvarpserindi um
Ástraliu og lét þess getið, að enginn
Islendingur mundi nú vera búsettur
þar í landi.
Þetta er ekki rétt, en vel skiljan-
legt, að prófessornum hafi ekki tek-
ist að hafa upp á einum manni ís-
lenzkum, sem dvelur þar, og hefir
þess utan tekið upp útlent nafn.
Æskuvinur minn, Pétur Sæ
mundsson frá Krossi á Barðaströnd,
hefir verið búsettur í Ástralíu síðan
1904 eða 1905. Hann gerðist far-
maður nokkru eftir aldamótin og
heyrði eg ekki frá honum sagt siðan,
fyr en löngu seinna, en þá frétti eg,
að hann hefði sezt að í Ástralíu, og
árið 1929, frétti eg enn, að hans
væri von á Alþingishátiðina 1930, en
af því varð þó ekki. Pétur var
drengur hinn bezti og líklegt að hon-
um famaðist vel hvar sem væri, og
svo hefir það líka orðið.
Eg hefi nú spurst fyrir um Pétur
hjá mági hans, Moritz Biering.
Hann skrifar systur sinni eða syst-
ursyni öðru hvoru og móður sinni
að staðaldri, en hún lifir enn á
Krossi.
Pétur er nú sextugur. Hann
hefir nærri allan dvalartíma sinn í
Ástralíu unnið við “lokomotiv”
verksmiðju í eða í nánd við Sidney
og verið þar verkstjóri, en nú mun
hann vera hættur að vinna þar og
fær eftirlaun hjá fyrirtækinu. Hann
er löngu giftur, á uppkomin börn
og húseign í Addington Avenue,
Ryde Sidney. Hann nefnir sig nú
Peder Jensen.
Prófessorinn gat þess einnig, að
hann vissi af einum fslendingi sem
hefði verið gullnemi í Ástralíu á
gullleitartímunum eftir 1850. Þessi
maður var Holger Clausen, siðar
kaupmaður í Stykkishólmi.
- Eg veit um annan íslenzkan gull-
nema frá þeim tíma, Pétur Björns-
son úr Arnarfirði. Hann fór ung-
ur í siglingar, strauk af skipi í Sid-
ney og gerðist gullleitarmaður.
Þetta hefir verið milli 1860 og 1870,
því af honum fréttist ekkert í tutt-
ugu ár. En um 1885 kom hann
hingað heim aftur.
Honum gekk gullnámið vel um
skeið og varð ríkur maður, en tap-
aði öllu eða mestu af fé sínu skyndi-
lega; en ekki veit eg með hvaða
hætti. Fór hann þá í gu'llleit að
nýju, fyrst í Ástralíu, en síðan um
tveggja ára skeið í Kaliforníu, og
svo í Ástralíu aftur; minnir mig, að
hann væri við gullnám í 14 ár, og
dveldi síðan tvö ár í Bretlandi áður
en hann hélt heim.
Þegar eg var unglingur þekti eg
Pétur allvel, en ekki þýddi að spyrja
hann um gullæfintýri hans eða ann-
að. Hann var ekki' málgef inn mað-
ur og sagði fátt af sjálfum sér.
Þetta, sem hér var sagt, heyrði eg
hjá nánum kutmjingjjum liíms, og
reyndar margt fleira, sem togaðist
út úr honum við tækifæri.
Pétur Björnsson varð hinn merk-
asti maður eftir heimkomu sína.
Hann lét, ásamt Pétri Thorsteinsson
o. f l., byggja skip í Noregi, en bráð-
lega lét hann byggja annað og var
jafnan skipstjóri á þvi, meðan hann
lifði. Heitir skip þetta “Snyg,” og
er nú eign Gunnars Ólafssonar &
Co. í Vestmannaeyjum. Hefir það
reynst traust, eins og annað, sem
Pétur átti hlut að.
Hann var aflasæll og frömuður í
útvegsmálum. Hann stofnaði styrkt-
arsjóð handa ekkjum og börnum
sjódruknaðra manna í Barðastrand-
arsýslu, og minnir mig að hann gæfi
20 þús. krónur til stofnunar hans,
sem var mikið fé á þeirri tíð.
Pétur hafði lengi verið með Bret-
um og gætti þess mjög í háttum
hans og skaplyndi.
Einu sinni var hann teptur nokkra
daga á Álftamýri vegna ísalaga á
Amarfirði. Eg var þá á Álfta-
mýri; tólf ára gamall. Við ræddum
saman og urðum ósammála um ó-
merkilegt atriði, og eg bauðst til að
veðja við hann. “Hefurðu eitthvað
til að tapa í veðmáli?” spurði Pétur.
“Já, púltinu mínu,” sagði eg, en
það var rauðmálað, hinn bezti grip-
ur og aleiga mín að meðtöldum
nokkrum bókum og skriffærum, sem
eg geymdi í þvi. “Jæja, eg veðja
10 krónum á móti,” sagði Pétur, og
eg tapaði. Eg afhenti honum púltið
um leið og hann fór, undir niðri í
þeirri von, að hann ógilti veðmálið,
en hann tók hiklaust við því og haf ði
það burt með sér. En hann gaf
öðrum manninum, sem flutti hann
yfir f jörðinn, ^púltið, sagðist ekki
þurfa að nota það sjálfur. “Þú
mátt ekki gefa stráknum það, en þú
getur selt honum það, ef ykkur sem-
ur.” Og eg fékk púltið aftur fyrir
lágt verð og ofurlítið af lífsspeki
um leið.
Pétur átti son, óskilgettnn. Hann
sá honum fyrir góðu uppeldi og
mintist hans i erfðaskrá sinni. Pétur
hafði gert verstöð í utanverðum
Arnarfirði og þrautalendingu fyrir
róðrarbáta. Heitir þar Pétursvör
og er mikið og óvenjulegt mann
virki. Sonur hans átti að eignast
þessa útgerðarstöð með húsum,
bátum og öllu tilheyrandi og byrja
að reka þetta tvítugur. En ef hon-
um tókst ekki reksturinn sæmilega,
þá féll eignin til annars manns, en
sonurinn fékk farareyrir til Ame-
ríku. Og þangað fór hann eftir að
hafa rekið stöðina stuttan tima.
Pétur var ekki hvellisjúkur maður
um dagana, en varð lasinn og lá í
rúminu nokkra daga fyrir andlát sitt.
Gerði hann þá ráðstafanir um útför
sína og eignir. Fanst ýmsum vinum
hans þetta óþarft að sinni, því hann
var hinn hressasti og virtist líklegur
til að lifa lengi enn. Kvöld eitt
gerði hann þremur vinum sínum
boð, að spila við sig “lomber” og
spilaði hann við þá góða stund, en
kvaddi þá síðan og þakkaði sam
veruna og sagði, að þetta yrði síð
asta spilið sitt. Morguninn eftir
var hann látinn.
Þessar stuttu frásagnir lýsa nokk
uð skaplyndi Péturs. En því get
eg bætt við, að hann stendur altaf
fyrir hugskotssjónum mínum sem
ímynd festu og þróttar; og var ein-
hver lieilsteyptasti maður, sem eg
hefi haft kynni af.
Þetta átti hvorki að vera eftirmæli
eða æfisaga Péturs Bijörnssonar,
heldur aðeins minst íslendings, sem
einu sinni dvaldi j Ástralíu. En
eg nota nú tækifærið til þess að
skora á Helga Guðmundsson sagn-
fræðing, sem bæði þekkir og dvelur
meðal þeirra manna, sem bezt þektu
Pétur, að safna sögnum um æfin-
týri hans og skrifa æfisögu hans.
Hann var svo einkennilegur maður
og merkilegur, að ekki má fenna yfir
spor hans.
Sveinn Árnason,
—Lesb. Morgunbl.
Þann 7. desember 1937, lézt að
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. Arch. J. Harvey
i Vancouver^ B.C., ekkjan Krist-
björg Þorkelsdóttir Bjarnarson,
fædd 10. maí 1851, á Núpum í
Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu
Akureyrarblöðin eru vinsamlega
beðin að taka upp þessa dánarfregn
Á sunnudaginn þann 6. febrúar
síðastliðinn, lézt að heimili dóttur
sinnar, Mrs. John Hjfilmarson i
Dauphin, Man., Guðmundur Bjarni
Jónsson, fyrrum bóndi i Pembina-
héraði í North Dakota. Guðmund-
Ur var fæddur að Gafli í Svínadal
i Húnavatnssýslu árið 1853; hann
fluttist af íslandi 1887 og settist
að skamt suðvestur af Mountain;
tveim árum seinna tók hann heim-
ilisrétt á landi norður við La Moure,
og keypti sér svo bújörð í Pembina-
héraði, þar sem hann bjó gildu búi
til ársins 1931, er bann fluttist til
áðurnefndrar dóttur sinnar
Dauphin, og dvaldi með henni til
dánardægurs. Guðmundur kvæntist
Valgerði Jónatansdóttur frá Gafli
og eignuðust þau f jögur börn, John,
Hólmfríði, Hannes Sigurð og
Joseph Ágúst. Konu sína misti
Guðmundur 2. desember 1924,
Joseph Ágúst 15. maí sama ár og
John árið 1929. Tvö börnin eru
Styttið bökunardag yðar
3akiS á fimm tímuitj
með
DYSON’S MIRAOl/E
YEAST
Gott I alla bökun.
1 kúfuð terskeið af
Miracle Yeast sam-
gildir 1 köku af nýju
eða þurru geri.
,111 DYSON’SJ
íHiracle
IyeastJ
lí|SkHI-LEVER«PI°*
Selt í IO centa pöklcu.m.
Biðjið kaupmann yðar um þetta, e
hafi hann það ekki, getið þér sei
oss io cent fyrir venjulegan pakk
Skrifið á íslenzku ef yður svo lízt
DYSON’S LIMITED Dept. Y
WINNIPEG, MANITOBA
lífi, þau Mrs. John Hjálmarsso
Dauphin og Hannes Sigurður
’ine River, Man. Útför Guðmun.
r heitins fór fram i Hallson gra
::it í íslenzku bygðinni í Nort
akota, þann 11 febrúar. Líkmen
oru Sigurður Sigmundsson; W
im Thorsteinsson, Óli Thorsteim
on, Eiríkur Eiríksson, John Gooc
lan og Bjarni Eastman.
Mrs. Kristín Johnson, kóna Guð-
mundar Johnson póstafgreiðslu-
manns að Stony Hill, hér í fylki,
andaðist, eftir all-þunga og langa
legu, þar að heimili þeirra hjóna.
sjötug að aldri, þ. 6. marz s.l. Var
fædd í Valskógsnesi í Lóni í Aust-
ur-Skaftafellssýslu, þ. 21. jan. 1868.
Foreldrar hennar Rafnkell Bene-
diktsson og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir. Kom vestur um haf ung
stúlka árið 1890. Hana lifa eigin-
maður hennar fyrnefndur og tveir
synir þeirra hjóna, Francis John
Ellis og Edward William Leslie,
ungir fultíða menn, báðir heima í
föðurgarði. Sömuleiðis tveir bræð-
ur Kristínar sál., þeir Benedikt
Rafnkelsson á Lundar og Guðjón
Rafnkelsson að Stony Hill. — Jarð-
arför hinnar látnu konu fór fram
þ. 11 marz, fyrst með húskveðju á
heimilinu, en siðan, með útfarar-
athöfn í kirkju Lúterssafnaðár í
Grunnavatnsbygð. Margt fólk við-
statt á báðum stöðum. Séra Jóhann
Bjarnason jarðsöng.—Mrs. Kristin
Johnson var vinsæl og vel látin,
ágætiskona er margir, auk nánustu
vandamanna, inunu sakna úr bygð
og nágrenni. —
Ingibjörg Guðmundsdóttir, ekkja
Friðriks sál. Jóhannessonar, and-
aðist á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Mr. og Mrs. B. S.
Thorwaldson í Cavalier, föstudag-
inn 11. marz, eftir langa og stranga
sjúkdómsbaráttu. Hafði hún verið
hjá Guðnjýju dóttur sinni undan
farin fjölda mörg ár. Ingibjörg
fæddist í Brimnesi í Suður-Múla
sýslu 26. október árið 1844; var
þvi freklega 93 ára er hún lézt.
Bróðir hennar Einar Guðmundsson,
sem líka býr hjá Mr. og Mrs. Thor-
waldson er nú 104 ára gatnall,
sennilega elzti núlifandi Islending-
ur. Ingibjörg og Friðrik áttu tvær
dætur, er heita Guðný og Guðrún;
Guðný er Mrs. B. S. Thorwaldson
í Cavalier en Guðrún er Mrs. G. H.
Gunnarson í Milton, N.D. Einnig
eftirlætur hin látna son, Guðna
Goodman, i Seattle, Wash.
Sjúkdómsstrið.hinnar látnu varð
langt og afar þungt henni og henn-
ar nánustu.
Jarðarförin fór fram sunnudag-
inn 13. marz frá Thorwaldsons
hjeimilinu og kirkju Vidalínssafn.
Séra H. Sigmar jarðsöng.
Aðalsteinn Johjison, andaðist á
heimili Mr. og Mrs. J. Ólafsson í
Gardar 23. febrúar. Aðalsteinn
var sonur hjónanna Jóns Ólafssonar
og Halldóru Ásmundsdóttur. Voru
faðir hans og Kristinn Ólafson fað-
ir séra K. K. Ólafssonar og þeirra
systkina bræður. Hann fæddist á
RifkelsstÖðum i Eyjafjarðarsýslu
23. ágÚst árið iffto. Aðalsteinn
kom einn síns liðs til Ameriku árið
1886. Bjó hann mest af í íslenzku
bygðinni í North Dakota og fékst
ýmist við verzlunarstörf eða banka-
störf. Nokkur ár var hann í Winni-
peg og vann við verzlun Árna sál.
Frederickson. Jarðarförin fór
fram frá kirkju Garðarsafnaðar
laugardaginn 26. febrúar. Séra H.
Sigmar jarðsöng.
Hjálmar Hermann dó á heimili
systur sinnar og tengdabróður, Mr.
og Mrs. J. K. Ólafsson, Gardar, 24.
febrúar. Hafði hann fengið þungt
slag 6. janúar 1937, og var þá heini-
ilisfastur í Chicago. Til systur
sinnar og tengdabróður kom hann í
september siðastliðnum og var hjá
þeim síðan. Sjúkdómskrossinn er
á honum hvíldi var mjög þungur,
alt frá því að hann fékk slagið til
dauðadags, þó stundum liði hónum
betur tima og tíma en endrarnær.
Foreldrar' Hjálmars voru hin vel-
þektu hjón Hermann H. Hermann
og kona hans Magnea, sem lengi
bjuggu i Garðar og Edinburg, N. D.,
en þó lengi síðast í Winnipeg.
Hjálmar fæddist á Raufarhöfn í
N.-Þingeyjarsýslu 2. márz 1878.
Fluttist hann með foreldrum sínum
til Ameríku 1890. En til Canada
1910, og þaðan til Chicago 1922,
og átti þar heima, þar til hann kom
hingað í haust.
Útför hans fór fram frá kirkju
Garðarsafnaðar sunnudaginn 27.
febrúar. Séra H. Sigmar jarð-
söng.
NÝ GOODTEMPLARA STOKA
Stúka var stofnuð í Riverton,
Man., sunnudaginn 13. marz. Fund-
urinn byrjaði kl. 3 e. h. Stúkan heit-
ir “Æskan.” Þeir, sem settir voru
í embætti síðastliðinn sunnudag
voru þessir:
Æ.T.—Mrs. S. Ólafson
V.T.—Miss Helga Thorbergson
C.—Laura Thorwaldson
Rit.—Miss Helga Sigurdson
Vara-Rit.—Miss Mabel Coghill
Fj. Rit.—Mr. Marino Coghill
Gjaldk.—Mrs. Barney Gíslason
Drótts.—Miss Jórunn Sigurdson
Aðst. Drótts.—Lorna Briem
F.Æ.T.—Mrs.. S, Thorwaldson
V.—Mr. Bernie Briem
Ú.V.—Mr. Harry Ólafson.
Stofnandi stúkunnar var séra G.
P. Johnson. Stúkan var stofnuð
með tuttugu og einum meðlim, en
33 höfðu skrifað undir inntöku-
beiðnina til alþjóðareglunnar, og sem
að líkindum ganga inn í stúkuna á
næsta fundi, sem verður haldinn
fimtudagskvöldið 17. m'arz kl. 8
e. h. í skólahúsinu í Riverton. Allir
Vetrarvertíðin á Winnipegvatni
(í grend við Árnes, Man.)
Stormaflug um vötnin víð
Velkja hugann káta;
Tekur dug í liörku hríð
Hvergi bugast láta.
Fiskimanni grimmúðg gjöld
Gefa hrannarbólin,
Er með sanni iðjan köld,
Öll hvar bannast skjólin.
Fjarri landi, út á is
Ýmsan vanda gefur;
Enn frá bandað auðnadís
Öllu grandi liefur.
Klakabreiðum úti á,
Afla seyða á diskinn,
Nú að veiðum nefni þrjá,
netjum greiða úr fiskinn.
Fyrstur Leifi Bjarna bur
Best sem hreyfir önnum,
Lyndis-reifur, liðtækur,
Lífs úr dreifa hrönnum.
Annar Siggi sagður frár,
—Sæmd lijá þiggur grönnum.—
Aldrei styggur, orkuknár,
Út á liggur fönnum.
Kristinn ama öllum f jær
Auðgar frama lendur;
Þótt að hamist hregg og snær,
Honum sama stendur.
Þó er galli eiim hér á
•—Auðnu hallast goðið—
Fiskar lalla flestir hjá,
Fá því varla í soðið.
Hverju af ei kunnugt er,
Hvílíkt stafar getur;
Að þá hafi hrætt frá sér,
Hygg eg vafa-letur.
Margra þó í þankanum
Þvílíkt bjó hjá grönnum,
Ljós því dó á lampanum*)
—Lentu í nógum önnum.
Ekki trúa eg vil því,
Ömun sú þótt mæddi;
Heldur snúist hag þeim í
Höpp, er drjúgum glæddi.
Þannig gengur oftar að
Aflafeng misskiftan
hljóta drengir, þó að það
Þyki engin tiftan.
Eru granna óhöpp lík
Útá hrannar beði;
Fiskimanna mæða slík
Mörgum bannar gleði.
Ef frá lampaljósinu
Lífs þá glampi svíkur,
Þeir af hampist lirósinu,
Hregg er kampa strýkur.
Hnjóður enginn gerir gott,
—Góður drengur særist,—
Hróður fenginn ber á brott,
Bróður strengur tærist.
Jóhannes II. Húnfjörð.
boðnir og velkomnir í stúkuna
“Æskan.” Stórtemplar, A. S. Bar-
dal, og fleiri frá stórstúku Mani-
toba, taka þátt í næst fundi.
FISKIMJÖL TIL MANNELDIS
Frá því í júlí í sumar hefir Guð-
mundur Jónsson, verkfræðingur,
unnið að rannsóknum á fiskimjöli
og notagildi þess til manneldis og
hafa þær rannsóknir boriÖ góðan
árangur. í því tilefni bauÖ hann í
gær Fiskimálanefnd, bankastjórum,
ráÖherrum og blaðamönnum að
borða ýmsa rétti, er frk. Helga Sig-
urÖardóttir, matreiðhlukona, hafði
matreitt úr mjölinu. Réttirnir voru
þessir: Venjuleg fiskisúpa, brún
fiskisúpa, tómatfiskisúpa, fiskibuff,
fisk “gratin og fiskbollur. Voru
réttirnir ljúffnegir. Fiskimjölið er
framleitt úr fiskinum me<5 beinun-
um o. s. frv. Er hann aðeins slægð-
ur og tekin úr honum tálknin.
—Vísir 15. febrúar.
^ BorgiÖ LÖGBERG !
ENJOY1heRICH nutty flavor
OF HOME GROWN CELERY
Golden Supreme
The new, outstand-
Ing variety bred by
Ferry-Morse and of-
fered for the first
time. A main crop
variety for use wher-
ever a larger Dwarf
Golden Self-Blanch-
in« is wanted. Many
buyers who watched it grow to maturity,
harvested and packed, pronounced it prac-
tically perfect. I’ostpnid: Pkt. (1/16-oz.)
15c; 2 pkts. 25c; y2-oz. $1.10; 1 oz. $2.00.
23 New Varieties of Vegetables, grown on our
own Seed Testing Plant Breeding Farm, re-
ceived the Market Gardeners’ Award of Merit
1936. McFayden’s Seed List also contains the
All American Flower Awards. Keep your
garden up to date.
M?FAY DLN B^ÚvcrsiitPacktL
SEEDS 0nh3‘~4$Pkt.
In addition to the newest varieties, not yet
In full production and necessarily sold at
higher prices McFayden’s Seed Company
offer their regular stocks, tried and tested on
their own Plant Breeding and Seed Testing
Farm, at 3c to 4c per packet postpaid. Bic
oversize packets, too. Every . packet dated
day packed and guaranteed to full amount
of purchase price. Individual cultural direc-
tions, for Canadian conditions, on every
packet.
BUY YOUR SEEDS DIRECT—It ls lmpos-
sible for us to give in any Commission
Cabinet the wide assortment to choose from
found in our Seed List, containin* 281 varie-
ties of vegetables and over 500 varieties of
flowers.
IF—-McFayden Seeds were sent out to
Stores In Commission Boxes, we would prob-
ably have a lot of seed on our hands at the
*end of the season.
If this seed was thrown away it would be
a total loss, and we would have to charge
more for our seeds, or put less seed ln a
packet to make up for it.
If, on the other hand, we dld not throw lt
away, but kept it over and sent it out in
packages again, the tendency would be for
us to accumulate a lot of old seed.
We, therefore, sell direct to you only—NOT
through Commls8Íon Boxes — TESTKD
SEEDS, and give you the benefit of the sav-
ings made in this way.
BIG
—osárou gct Itour 2Sc
bmck ammext ord*r
Ten regular, full-size 6c and lOc packets,
25c postpaid, and you get the 25c back on
your first order of J2.00 or more by means
of a refund coupon good for 25c sent with
this collection. Money order preferred to
coin or stamps. Makes a nice glft. Costs so
little. Grows so much.
Order NOW. You will need seeds anyway.
McFayden’s Seeds have been the foundation
of good gardens since 1910. •
Collection contains one regular full size
packet each of the following:
Detroit Dark Red. The best all
REETS— round Red Beet. Sufficient
seed for 25 ft. of row .
Half Long Chantenay. The
, best all round C a r r o t .
Enough seed for 40 to 60 ft.
of row.
Early Fortnne. Pickles,
ffTriTMRFR— sweet or sour, add zest
lULUiTlDLlV to any meRl sufficlent
for 25 ft. of row.
Grand Rapids. Loose Leaf
I FTTITrF— variety. Cool, crisp, green
L<Ij 1 1 GV/L lettuce. This packet will
sow 20 to 25 ft. of row.
ONION— Yellow Globe Danvers. A splen-
did winter keeper.
Whlte Portugal. A popular
ONION—- white onion for cooking or
plckles. Packet will sow 15 to
20 ft. of drill.
_ . _ Half I.ona Gnemftey. Saf-
PARSNIP—- ,'c,;B1t11t0 ,ow 'l0 to
of drill.
French Breakfast. Coo I,
D AniCU______ crisp, quick-growing variety.
IxALFIðil This packet will sow 25 to 30
ft. of drill.
White Siimmer Tabie. Early,
TITRNTP— quick-growing. Packet wlll
ÍUIVIIII sow 25 to 30 ft of drill
Canadian Gem. %-
SWEDE TURNIP—0?nr<öews0W, 76 ft
in our Wheat Eatimating Contest, open to
or.r customers. 54 prizes. Full particulars m
McFa.vden’s Seed List, sent with above seed
collection, or on request.
FREE—Ciip this advertisement and get
Large Packet Beautiful Flowers FREE (L.)
Worth-While Savings on Club
Orders described in Seed List.
CARR0TS-
*)Sagt var að lampi þeirra félaga hafi verið í ólagi.
/