Lögberg - 07.04.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.04.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. APRIL, 1938 MRS. B. H. OLSON só'ósöngvari meÖ Winnipeg Philharmonic flokknum í "King Olaf” eftir Sir Edvvard Elgar i Auditorium, mánudaginn þann 18. þ. m. • Frá Islandi • Or borg og bygð á RáÖskona óskast til ekkjumanns fílöd' og tímarit Blik, blað Málfundafélags gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyjum, er nýkomið út. Ritið fjallar að mestu um bindindismál. Er þar skírskotað til almennrar skynsemdar um skað- semi áfengra drykkja og tóbaks. Einnig ræðir Þorsteinn Þ. Víg* lundsson húsbyggingarmál gagn- fræðaskólans. Febrúarblað Ægis kom út í gær með ýmsum merkilegum greinum. Þórður Þorbjörnsson fiskiiðnfræð- ingur skrifar þar um vinslu á háfi og hákarli og drepur á reynslu ann- ara ]?jóða í þessu efni, einkum Kanadabúa. Tilraunir, sem gerðar voru í Sólbakkáverksmiðjunni árið 193Ó, til þess að vinna hákarlsbúka, mistókst sem kunnugt er. Telur Þórður það vélunum að kenna. líinsvegar hafi það sama vór verið bygð verksmiðja á Patreksfirði, sem muni vel hæf til að framkvæma þessa vinslu.—N. dagbl. 13. marz. # ■# * .1/ inning séra Haralds Nielssonar Á dánardegi séra Haralds Níels- sonar, 10 árum eftir andlát hans, ákvað Háskóli íslands að beita sér fyrir því, að minning hins mikla kennimanns og guðfræðings verði veglega heiðruð, og væntir almennr- ar þátttöku íslenzku þjóðarinnar til þess að minning eins af hennar mestu andans mönnum megi varð- veitast um ókomnar aldir. Háskólaráðið hefir stofnað sjóð, sem beri nafn Haralds Níelssonar, og verði tekjum hans varið til að kosta einn mann á ári, til að flytja fyrirlestra við Háskóla íslands. Vonast lláskóiáráðlð til þess, að nægilegt fé safnist í sjóðinn til þess að völ verði á ágætum mentamönn- um, erlendum og innlendum, til fyrirlestrahalds hér við háskólann og að unt verði að gefa fyrirlestr- ana út, svo að öll þjóðin geti notið þeirra. Svo er til ætlast, að efni fyrir- lestranna sé ekki einskorðað við á- kveðnar fræðigreinar, heldur verði boðið þeim mönnum,.sem líklegastir þykja til að vekja og efla holla, and- lega strauma og flytja margvíslegan fróðleik. — Væntum vér, að undir- tektir þjóðarinnar verði svo góðar, að sjóðurinn geti tekið til starfa á 70 ára afmælisdegi Haralds Níels- sonar, 30. nóv. næstkomandi. Háskólaritari, hr. Pétur Sigurðs- son, tekur á móti fratnlögum ti! sjóðsins og annast fjárreiður hans fyrir háskólans hönd, unz skipulags- skrá verður samin. Úr Sáttmála- sjóði hefir háskólaráðið lagt fram 1,000 krónur sem stofnfé.— Reykjavík, 11. marz, 1938. Niels Dungal Asmundur Guðmundsson Guðmundur Thoroddsen Ólafur Lárusson Sigurður Nordal. —D. dagbl. 13. marz. agc K aupsamningum sagt upp Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirfei hefir sagt upp samning- um við síldarverksmiðjurnar um kaup verkafólks við þær. Samning- arnir ganga úr gildi 1. maí næst- komandi. Gerir félagið kröfu um 10% Fornaldar víkingur Snjólikan það, sem mvndin sýnir af harðsnúnum fornaldar víking, gerði Mrs. G. J. Johnson (Kristín Val- garðsson) að 109 Garfield Street hér í borg; hlaut verk hennar 3. hluta 2, verðlauna í Free Press samkepninni. Mrs. Johnson hlaut 2. verðlaun í fyrra fyrir fagurmót- að snjólíkan. Men’s Club Fundurinn í Men’s Club Fyrsta lút. safnaðar á þriðjudagskveldið, var prýðilega sóttur og að öllu leyti hinn uppbyggilegasti. Séra Valdi- mar J. Eylands flutti þar íturhugs- að og gagnort erindi, er hann nefndi “Hias the Church failed,” Hefir kirkjan brugðist? Dr. B. J. Brand- son þakkaðj ræðumanni hina ágætu hugvekju hans með stuttri en kjarn- yrtri tölu. Mr. Carl Preece skemti með fögrum einsöng, en Norman Bergman stjórnaði fundinum með fyndni þeirri og því f jöri, sem hann á vanda til. Veitingar voru hinar beztu, og stuðluðu að því öl! öfl, að gera fundinn sem eftirminnileg- astan. kauphækkun við alla vinnu, nema helgidaga vinnu. Allir verkamienjn verksmiðjanna hafa samkvæmt núgildandi samn- ingum haft tveggja mánaða kaup- tryggingu yfir vertíðina og er mán- aðarkaupið yfirleitt 325 kr., en við erfiðari vinnu er greitt 370 kr. mánaðarkaup. Fyrir mánaðarkaup- ið vinna verkamenn 54 klst. á viku. Allir verkamenn, sem ganga á “vaktir,” en það eru a. m. k. 77% af þeim, hafa 3ja stunda daglega eftir- vinnu, þegar vinsla er. Eftirvinnu- kaupið er kr. 200 á klst. Dagvinnukaup hefir verið kr. 1.25, nema fyrir tímabilið 1. júlí til 30. sept. Þá hefir kaupið verið kr. 1.35. Auk 10% hækkunarinnar er krafist að hærra kaupið verði greitt fyrir tímabilið 15. júní til 15. októ- ber.. Ennfremur er krafist, að - viiujp. hætti á laugardögum kl. 4 hjá föst- um verkamönnum, en hún hættir nú kl. 6. Þessar kaupkröfur myndu stór- luekka reksturskostnað verksmiðj- anna, ef að þeim yrði gengið, og þar við bætist að síldarlýsið hefir lækkað um 50% síðan í fyrra og verð á síldarmjöli fer mjög lækk- andi. —Nýja dagbl. 11. marz. * # # Verður vegavinnan stöðvuð í vorf Stjórn Alþýðusambandsins hefir nýlega tilkynt forsætisráðherranum skriflega, að það segi upp samning- um um vegavinnukaupið og mun það hafa í hyggju að hindra vega- vinnu strax í apríhnánuði, ef nýir samningar hafa ekki verið gerðir áður. Núgildandi samningur um vega vinnukaupið inilli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins, var gerður 16. mai 1935. Skyldi samningurinn gilda um óákveðinn tima, en vera uppsegjanlegur með tilteknum fyr- irvara. — Kaupið var ákveðið kr. 0.90 klukkustund. Það mun tilætlun Alþýðusam- bandsstjórnarinnar, að knýja frani kauphækkun,—Nýja Dagbl. 11 marz. # # # Ofviðrið 5. marz Enn hafa borist fréttir af Austur- landi, um eignatjón af völdum veð- ursins 5. marz. Þetta er helzt: Vopnafirði: í Vopnaf jarðar- hreppi fuku þök af 7 hlöðum, sem vitað er. Á Hofi fauk dúnhús og 20 hestar af heyi. Á Teigi fuku 25 hestar af töðu. Smáskemdir urðu víðar í héraðinu. 1 Vopna- fjarðarkauptúni fauk þak af lík- húsi þorpsins, og fleiri smáskaðar urðu þar. Veturinn hefir til þessa verið óvenju mildur, og héraðið er alautt. ' Seyðisfirði: Á Úlfsstöðum i Lxiðmyndarfirði fuku tvær hlöður og mikið hey. í Stakkahlíð fauk þak af hlöðu. Á Sævarlandi fauk hlaða, og i Neshjáleigu skemdist íbúðarhús.—Vísir 10. marz. Dr. Tweed verður í Árborg fimtudaginn þann 14. þ. m. Mr. Jóhannes H. Húnfjörð, skáld, frá Árnes, Man., er staddur í borginni þessa dagana. Stórt herbergi til leigu að Ste. 6 Acadia Apts. nú þegar. Ágætt fyrir tvær stúlkur eða barnlaus hjón. VVe can arrange the financing of automobiles being purchased or re- paired, at very reasonable rates. Consult us — J. J. Swanson Sr Co., Ltd., 601 Paris Bldg., Winnipeg. Mr. Steingrímur Johnson frá Kandahar, kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn til þess að vera við útför systur sinnar, Mrs. J. G. Thorgeirsson. Þeir Th. Thorfinnsson og Helgi Bljörnson frá Mountain, Sigmundur Laxdal frá Garðar og Jón Magnús- son frá Akra, voru stáddir í borg- inni á mánudaginn. A meeting of t)he Young Peoples Society of the F ý'st Lutheran Chtirch will be held in the church pariors on Monday, April 11, at 8.30 o’clock. All young people are wel- come. Kven félag Fyrsta lúterska safnað- ar heldur fund á fimtudaginn í þessari viku kl. 3 síðdegis í sam- komusal kirkjunnar. Á fundi þess- uf flytur frú Ingibjörg Ólafsson frá Árborg, erindi um Hallgrím Péturs. son. Þeir B. J. Lilman, sveitaroddviti í Biifröst, og sveitarráðsmennirnir Gísli Sigmundsson, S. V. Sigurðs- son og W. S. Eyjólfsson, voru staddir i borginni í vikunni sem leið í erindagerðum fyrir sveitarfélagið. Fröken Halldóra Bjarnadóttir fer norður til Winnipegosis á föstu- daginn kemur og heldur þar sýn- ingu á íslenzkum heimilisiðnaði næsta mánudag, og flytur erindi um ísland. Vonandi f jölmenna íslend-1 ingar þar nyrðra á sýningu þessa og I samkomu. Næsti Frónsfundur verður hald- inn á venjulegum stað og tima þann 7. apríl næstkomandi. Verður þar margt til skemtana. Fjórir ungir menn halda þar stuttal ræður, þeir Sigurður Helgason, Gizzur Elíasson, Einar Árnason og Thomas Oleson. Með söng skemta Guðmundur Stef- ánsson og Hafsteinn Jónasson. Telja má víst að fundur þessi verði næsta fjölsóttur. Fiskimannafélagið við Winnipeg vatn (Lake Winnipeg Fishermen’s Association), hélt nýverið ársfund. E. Dalman var kosinn ' forseti; Walter Bessason vara-forseti og Cárlyle Jóhannsson skrifari. Fram- kvæmdarnefndin vitjaði nýlega á fund náttúrufríðindaráðgjafans Mr. McDiarmids, og bar upp við hann ýmsar uppástungur viðvíkjandi fiskiútgerðinni við Winnipegvatn; meðial annars það, að lágmarksverð á hvítfiski yrði sett 8c á pundið i verstöð; ennfremur að lágmarks- verð styrju skyldi ákveðið 350 pund- ið, eða vatnið ekki opnað fyrir slíkri veiði. Þá var og farið fram á 3 3/4 möskvastærð fyrir pickerel á vissum svæðum. með tvo unglinga, gott heimili, fast við lítinn bæ. Lögberg visar á. Þeir Eddie Dalman frá Riverton og Carlyle Jóhannsson frá Gimli, voru istaddir i borginni á þiðju- daginn. Mr. Peter Anderson, kornkaup- maður, kom sunnan frlá Florida, ásamt frú sinni og tveimur dætrum, á mánudagsmorguninn, eftir tveggja mánaða dvöl þar syðra. Dr. A. Blöndal kom heim síð- astliðinn laugardag ásamt frá sinni úr rúmra þriggja vfkna ferðalagi suður um Bandaríki. Heimsóttu þau ihjón meðal annars vini í Los Angeles, San Francisco, Seattle og \ ancouver. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar er að undirbúa sína árlegu samkomu til að fagna sumrinu. Verður samkoma þessi haldin í sam- komusal kirkjunnar að kvöldi sum- ardagsins Fyrsta, 21. apríl. Skemti- skráin verður auglýst síðar. Hinn velþekti úrsmiður Christó- fer Ingjaldson, hefir nú opnað vinnustofu að 625 Sargent Ave. íslendingar, ef þið þurfið að 1 láta gera við úr, klukkur eða skraut. muni, þá sendið það til Mr. Ingjald- sons, því þið vitið að hann er prýðis vandvirkur og leysir alt verk af hendi með mikilli snild. Ef óskað er, sækir hann muni heim til fólks og kemur þeim til skila að aðgerð lokinni. Simanúmer hans er 38 271. Xou will notice in another column Uncle Ben’s Remedies Ltd. adver- tisement. This company has just been incorporated to manufacture and merchandise Uncle Ben’s Stomach Remedies and Uncle Ben’s Rheumatic Remedies on a national scale. At present over CJRC Win- nipeg, on Saturday nights • com- mencing 8 :05 p.m. they are spon- soring Del Centhon and His Grain Beltors and have a slogan contest for thc month o( April. Everyone who sends in a slogan will receive an autographed photograph of the orchestra, and the 4 best slogans will receive 4 cash prizes $25.00— First Prize; $20.00—Second Frize; $10.00 — Third Prize; $5.00 — Fourth Prize. For particulars tune in CJRC Saturdays 8:05. Stútkan við tjörnina Snjólíkan það, sem mynd þessi er af, er eftir Mrs. Lloyd Vezey; er hún íslenzk i móður ætt, dóttir Mrs. Bristow á Gimli. Mrs. Vezey hlaut 3. hluta 2. verðlaunanna í Free Press snjólikana samkepninni. NÚMER 14 MR. PAUL BARDAL sólósöngvari með Winnipeg Phil- harmonic flokknum, er syngur "King Qlaf” eftir Sir Edward Elgar í Auditorium, mánudaginn þann 18. þ. m. Hjónavígslur Síðastliðinn sunnudag voru gefin saman í hjónaband þau Steinunn Thorfinnson og Marwyn Becker. Hjónavígslan fór fram að heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Arni Thorfinnsson við Mountain, N. Dak. Brúðguminn er frá St. Thomas, N. Dak., og þar verður framtíðarheimili ungu hjónanna. Séra H. Sigmar framkvæmdi hjóna- yígsluna. Uiýg'u hjónin komu til Winnipeg á brúðkaupsferð sinni. Gefin saman í hjónaband þ. 1. april s.l., voru þau Mr. G. M. Breckman, til heimilis i St. James, og Miss Gladys Mary Richard, frá Grand Point, Manitoba. Séra Jó- hann Bjarnason gifti og fór hjóna- vigslan frarn að heimili föður brúð- gutnans, Mr. Thórarins Breckmans, 309 Hampton Street, St. James, hér í fylki. ÞAKKARAVARP Við undirrituð þökkum af hjarta öllum, sem sýndu móður okkar, Ingibjörgu Goodmundson kærleika, samúð og vináttu í veikindum henn. ar, sem hún hefir nú verið leyst frá. Einnig þökkum við öllum sem sýndu hluttekningu sína með nærveru sinni við útför hennar s.l. mánudag í Sambandskirkjunni. Margir vinir hennar voru'henni góðir og erum við þeim sérstaklega þakklát fyrir alt, sem þeir gerðu, og helzt vegna þess að þeir gerðu það sem við, vegna hinnar -miklu f jarlægðar, sem við vorum í, gátum ekki gert fyrii hana. Með innilegum þökkum. Guðm. Freeman. Goodmundson, San Francisco. (Mrs.) Ólóf Sveinson, Long Beach, Calif. Della Goodmundson, New York, N.Y. Guðrún Goodmundson, Seattle, Wash. JÓN BJARNASON ACADEMY GJAFIR v \ inur skólans í Winnipeg, $25.00. Leiðrétting: Sofflanías Thorkelsson (auglýst í síðasta blaði $100.00) en hann gaf $200.00. Hlutaðeigandi beðinn velvirðingar. Með vinsemd og þakklæti, S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. —Hvað ferðu með mikið af kaupinu þínu heim til konunnar ? —Ekkert. —Hvað segirðu? —Jú, hún kemur sjálf á vinnu- staðinn og sækir það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.