Lögberg - 07.04.1938, Side 4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 7. APRIL, 1938
Xogijerg
Qefið iit hvern fimtudag af
1 U K COLUMBIA PRE88 L1MITED
6 »5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, «»5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO »3.00 um áriO — Boryist lyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The
Columbla Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnlpeg, Manitoba
PHONE 86 327
Atvinnuleysismálið og
ábyrgðin gagnvart því
Alvarleg togstreita, sem lítt gott hefir
haft í för með sér, hefir staðið yfir milli
fylgjastjórnanna annarsvegar og sambands
stjórnarinnar hinsvegar, út af því hvar línur
skyldi dregnar viðvíkjandi ábyrgð hins opin-
bera gagnvart atvinnuleysinu og atvinnu-
leysisstyrknum í landinu; hefir þetta þrá-
faldlega tafið fyrir æskilegum framkvæmdum
og haft margskonar óþarfa vafninga í för með
sér. Sumar fylkisstjórnirnar, svo sem stjórn
Manitobafylkis, hafa haldið því fram, að sam-
bandstjórn bæri einvörðungu að takast á
hendur þá ábyrgð, sem atvinnuleysinu er
samfara og leggja fram allan styrk til hins
ytvinnulausa lýðs; á þetta hefir sambands-
stjórn þó ekki fallist fram að þessu, hvað sem
verða kann er málið skýrist betur. Og í ljósi
þess álits, er Atvinnuleysisnefndin, undir
Jeiðsögn Mr. Purvis, hefir nýverið fengið
stjórninni í hendur, má ætla að hlutaðeigandi
stjórnarvöld skilji betur köllun sína, og taki
á sig fulla ábyrgð með nauðsynlegum fram-
kvæmdum.
Purvis-nefndin er skýrt og skorinort
þeirrar skoðunar, að öll ábyrgð á ráðstöfun-
um gagnvart atvinnleysinu og úrlausn þess,
fjárframlögum og öðru, hvíli skýlaust á
helðum Sambandsst jórnarinnar; að hún
standi öllum öðrum aðiljum betur að vígi, er
til þess kemur, að afla fjár til styrktar at-
uvinnuleysingjum; að hún geti fengið slíkt
féjneð aðgengilegri kjörum en stjórnir fylkja
og sveitarfélaga; að umboðsstjórn atvinnu-
leysismálanna verði að muji einfaldari og
kostnaðarminni með þessum hætti, en ef fleiri
aðiljar hafi framkvæmdir með höndum, og
hver um sig reyni að smokka fram af sér á-
byrgðinni; þetta sýnist svo ljósi að ekki ætti
að verða um það skiftar skoðanir.
Formaður Atvinnuleysisnefndar, Mr.
Purvis, telur það engan veginn ákjósanlegt,
að lagt sé út í kostnaðarsöm mannvirki vegna
atvinnuleysisins nema því aðeins að sýnt sé,
að þau miði til framtíðarheilla; hann telur
vegabætur í slíku augnamiði því aðeins æski-
iegar, að þær stuðli að auknum ferðamanna-
straumi inn í landið, sem vitað sé að gefi all-
mikinn arð í aðra hönd, jafnframt því sem
það horfi til heilla að leggja vegi um náma-
héröð til þess að gera það með því kleift að
nytfæra málmauðlegð landsins; ennfremur
tjáir nefndin sig því hlynta, að stjórnin beiti
sér fyrir byggingu húsa, er leigja megi með
vægu verði; þetta sé afar mikilvægt með til-
liti til heilsufars og hreinlætis; þá telur
nefndin og ]>ví fé vel varið, er notað yrði
til skógvörzlu og endurgræðslu skóga. Nefnd-
inni var það að sjálfsögðn ljóst, að til þess að
koma því þannig fyrir, að sambandsstjórn
tæki að sér alla ábyrgð á rekstri atvinnuleysis
málanna, þyrfti grundvallarlagabreyting
fyrst að ná framgangi, og mælir hún fastlega
með því, að skjótar framkvæmdir verði í því
efni. Nefnd þessi hefir leyst af hendi marg-
háttað nytjastarf í þágu hinnar canadisku
þjóðar. Ein íslenzk kona, Mrs. W. J. Lindal,
hefir átt sæti í Atvinnunefnd þjóðarinnar, og
reyndist þar liðtækur og áhrifamikill fulltrúi.
Vefnaðarvöru framleiðsian
Fá mál hafa á seinni árum vakið almenn-
ari þjóðarathvgli hér í landi en hinar svo-
nefndu Stevens ákærur á sambandsþingi á
hendur vefnaðarvöru verksmiðjunum í Aust-
ur-Canada; leiddu þær meðal annars til þess,
að Mr. Stevens varð að láta af verzlunar-
ráðherra embætti í ráðuneyti Mr. Bennetts;
þær leiddu ennfremur til þess, að Mr. Stevens
stofnaði hinn svonefnda Reconstruction
stjórnmálaflokk, er kom að einum manni í
sambandskosningunum 1935, sem sé foringja
sínum, Mr. Stevens sjálfum. Mr. Stevens
hélt því meðal annar fram, að vefnaðarvöru
verksmiðjurnar austanlands rökuðu saman
árlega stórfé á kostnað almennings, eða
þeirra, sem vörurnar yrðu að kaupa; að í
mörgum tilfellum væri kaupgjald þess fólks,
einkum stúlkna, það lágt, að jafnvel velsæmi
og velfarnan þjóðarinnar væri með því stofn-
að í raunverulegan háska. Ákærur Mr.
Stevens höfðu það í för með sér, að konung-
leg rannsóknarnefnd, undir forustu Turgeons
dómstjóra í Sask., var skipuð að tilhlutan nú-
verandi sambandsstjórnar. Nú hefir nefnd-
in lokið starfi, og var álitsskjal hennar, ítar-
legt og margbrotið, lagt fram í sambands-
þinginu í vikunni sem leið; kemst rannsóknar-
dómarinn að þeirri niðurstöðu, að marghátt-
aðra umbóta sé þörf á sviði áminstra iðnteg-
unda; að kaupgjald sé of lágt; að verksmiðj-
unum sé í ýmsum tilfellum næsta ábótavant
viðvíkjandi loftræzlu og öðrum hreinlætis og
heilbrigðisskilyrðnm; að mál þetta sé yfir
liöfuð þannig vaxið, að það krefjist skjótra
og röggsamlegra ráðstafana af hálfu þings
og stjórnar. Raimsókn þessi hefir að sjálf-
sögðu kostað þjóðina allmikið fé; það atriði
verður þó smávægilegt, ef tilætluðum umbót-
um verður umsvifalaust hrundið í fram-
kvæmd; en á því á þjóðin fulla heimtingu. Er
þess að vænta að stjómin bregðist nú vel við
og hlutist til um að því verði kipt í lag, er til-
finnanlegast hefir gengi úr liði í þessu efni.
Spánarálríðið
Í5555554S555S55555555555Í5554S55$5545555S55555555554BÍ^^
Eins og nú horfir við, er ekki annað
fyrirsjáanlegt en að tjaldið sé í þann veginn
að falla við lok síðasta þáttar í harmsýning-
unni geigvænlegu á Spáni, sem nú hefir nær-
felt staðið yfir í tvö ár; hafa bræður borist
þar á banaspjótum, og land alt laugað í blóði.
Og úrslitin verða vafalaust þau, að Franco
gengur sigrandi af hólmi; veldur þar mestu
um mannafli frá Italíu, flugvélar frá Þýzka-
landi og reikiráð stjórnarinnar brezku; það
var í raun og veru stjórn Breta, sem frum-
kvæði átti að stofnun hlutleysisnefndarinnar
svokölluðu gagnvart hjaðningavígunum á
Spáni, því um Frakka mátti réttilega segja,
að þeim væri um og ó; þrátt fyrir þetta hug-
arburðs hlutleysi, leiðst Mussolini það öld-
ungis átölulaust, að senda eina hersveitina
af annari inn á Spán til liðs við Franco.
Þjóðverjar sendu þangað loftför af nýjustu
gerð og fullmönnuð, nákvæmlega í sama til-
gangi. Og flestar, ef ekki allar þær þjóðir, er
að hlutleysisnefndinni stóðu, seldu báðum
aðiljum styrjaldarinnar vopn óg sprengitól;
ekki var nú hlutleysið meira en það; mun
nærri láta að allur sá skrípaleikur sé með öllu
(einstæður í sögu mannkynsins; sprengjum er
daglega varpað yfir varnarlausar borgir og
þorp; með þeim hætti er murkað lífið úr kon-
um, börnum og gamalmennum, er ekkert
höfðu til saka unnið, og þetta viðgengst í
nafni hlutleysisins; á hildarleikinn horfir
“Heilög kirkja’’ og hefst eigi að. Þeir Musso-
lini og Hitler glotta við tönn; með sigri
Francos fjölgar Fasistaríkjunum um eitt!
Fagnaðarefni
Lögberg flutti lesendum sínum í vikunni
sem leið þau góðu tíðindi, að telja mætti víst,
að Karlakór Reykjavíkur tækist á hendur
söngför til Vesturheims á öndverðu sumri
1939; hafa samningar um för þessa tekist
milli Columbia Broadcasting félagsins og
Karlakórsins; er ráðgert að hann komi til
New York og syngi þar meðan heimssýning-
in stendur yfir. Vonandi skipast svo til að
söngflokknum verði gert kleift að ferðast
nokkuð um meginland Norður-Ameríku og
að hann komi til Winnipeg; eru margir þeg-
ar farnir að hlakka til þess að svo megi
verða.
Karlakór Reykjavíkur, undir forustu
Sigurðar Þórðarsonar, og með aðstoð Stefáns
Guðmundssonar tenórsöngvara, fór frægðar-
för mikla til ýmissa Norðurálfuborga í haust
sem leið, og varð hún í raun og veru hyrn-
ingarsteinninn að tilboði Columbia Broadcast-
ing félagsins. Lögbergi hefir fyrir skömmu
borist í hendur bæklingur, þar sem birt eru
í íslenzkri þýðingu eftir dr. Guðbrand Jóns-
son, ummæli helztu listdómara um söngtækni
flokksins og framkomu í nokkrum meginborg-
um Norðurálfunnar. Eftirfarandi sýnishorn
taka af öll tvímæli um það hvers álits flokk-
urinn' hefir aflað sér í áminstri söngför:
“Wiener Zeitung,” 17. nóv. 1937. (eig
andi og útgefandi ríkisstjórnin).
“. . . . Kórraddirnar eru oft, sér-
staklega með einsöng, notaðar sem hljóðfæri,
og leika þá undir. Tíðum gefa þær hrein
hljóð, svo sem klukknahljóm, og ósjaldan eru
tenórarnir látnir syngja í falsettum, — það
minnir á hljómhrif kósakkakóranna. Kórinn,
sem ekki er mjög stór, skarar fram úr að frá-
bærum kóraga. Alt ber vott um vandaðan
undirbúning — kórmennirnir syngja lögin
ALVEG 8ÉRSTAKT ALVEG SÉRSTAKT
INTERNATIONAL
Brúkuð truck vikusala
4. APRIL TIL 9. APRIL
1935 Forcl Plek-up $495 Nýtt mál. I ágætu ásig- komulagi fyrir létta vinnu. Þetta er tækifærisverð. $95-$125-$175 3—1929 Chevrolets, 1 y. tonn, með kassa. Þessir vörubílar þarfnast dállt- illar viðgerðar, en eru vei peninganna virði.
“Dump body” $225 á G.M.C. undirbyggingu, T22A, 1 tonn. f góðu á sigk om iilagi. 1932 International $395 Pick-up. Nýtt mál. f veru- lega góðu ásigkomulagi. Tierar sem endast eina árstíð.
Allar þessar Trucks eru endurgerðar og til taks fyrir
fulla notkun. Mörg kjörkaup, sem fullnægja þörfum
hvers og eins.
Þœgilegir skilmálar Lítill greiðslukostnaður
INTERNATIONAL MOTOR TRUCKS
917 PORTAGE AVE. SlMI 37 191
utanbókar. Eftirtakanleg er feg-
urð bassanna og ekki síður tenór-
anna. Eftirtektarverður er og fram-
setningarkrafturinn, en hann veitir
innri stiganda framrás á mjög
áhrifaríkan hátt. Hinum unga
söngstjóra fer stjórnin prýðilega úr
hendi, hann er ágætur hljómlistar-
maður með tilfinningu og drama-
tiskri kend, hann gefur í hljóði tón-
inn að upphafi hvers lags, og má
á þvi sjá að hann hefir örugt og
fullkomið hljóðeyra. Kórinn leiðir
og fram tvo listamenn, sem hér eru
með öllu óþektir, tenórinn Stefán
Guðmundsson i- Islandi, er hefir
fagra, lýriska tenórrödd, sem hann
beitir með allmiklum krafti og styrk,
dálítið naturalistiskt, en músíkalskt
og með óvenjulegum framsetningar-
hæfileika, og fiðluleikarann Björn
Ólafs Björnsson, sem gleður með
hinum fína, bjarta fiðlutón, með á-
gætri tækni og tilfinningahita.
Pianóundirspilið annast Fritz Weis-
shappel, pianisti úr Reykjavík, ör-
ugglega, en nafnið hefir sennilega
fluzt til Reykjavíkur frá hinni bláu
Dóná.
Hinum fáséðu og skemtilegu gest-
um á söngsviði var tekið með sterku
og fjörlegu lófataki, og urðu þeir
að þakka fyrir með því að syngja
aukalög.”
rb.
“VolksBfitung,” 19. nóv.r. 1937.
“Jslenzku söngvararnir hafa bor-
ið fullkominn sigur af hólrni .
Hið fyrsta, sem maður tekur eftir,
eru hinar blómlegu raddir þeirra,
ójaskaðir tenórar með hvellandi
krafti, djúpir, kjarnmiklir bassar,
sem ráða við öll mýkstu blæbrigði
og veikustu hljóð, með sömu hár-
fínu kend fyrir hrynjandi eins og á
sínum tíma auðkendi hina sænsku
“Syni Orfeus’’ (Orfei drengar).
Hinn ágæti söngstjóri Sigurður
Þórðarson, sem er með geðþekt
yfirlætisleysi í framkomu, hefir lagt
til ýms eftirtektarverð kórlög.
Nöfn eins og Guðmundsson, Einars-
son, Leifs, Thorsteinsson, eru alt
nöfn, sem menn heyra hér í fyrsta
skifti. 1 hinu fagra “Ave Maria”
eftir Kaldalóns og öðrum löguin, lét
einsöngvarinn Stefán Guðmundsson
Islandi heyra straumbreiðan tenór,
sem prýddur er ljómandi hæð og
gagntekinn af tilfinningu, og ei
röddin þjálfuð í ítölskum skóla. . . .
Að öllu leyti ósvikinn norrænn mað-
ur er hinn ungi Björn Ólafs Björns-
son, einn hinna fáu Islendinga, sem
hér búa, hann hefir tvímælalaust
hæfileika til fiðluleiks með smjúg-
andi söngtón, tilfinningu og fjað-
urmagnaðri tækni . . . enda vann
hann stórsigur um kvöldið, en við
þá söngva, sem sungnir voru með
undirspili, var Eritz Weisshappel
ágætis hjálparmaður við flýgilinn.
“Dóná svo blá,” sem sungin var
af íslendingunum með miklu fjöri,
nákvæmni og sérstaklega þægilegum
tón, svo sem í virðingarskyni, hafði
alveg geysileg áhrif á áheyrendur.
Þessum nútíma víkingum mun alls-
staðar verða tekið með fögnuði.”
C. L.
Stjórnmálin í Alberta
Herra ritstjóri Lögbergs:—
Eins og öllum er nú kunnugt,
gengur 'Social Credit sinnar sigrandi
af hólmi í nýafstöðnum kosningum
í East Edmonton. Þessi sigur þeirra
er langt frá því að vera eins mikill
eins og þeir eru að básúna lands-
hornanna á milli. Mr. Orvis Ken-
npdy vár kosinn af minni hluta
atkvæða. Hann fékk aðeins 48%
af þeim atkvæðum, sem greidd voru ;
hin 52% voru á nlilli Liberala og
Conservatíva. Það voru kommún-
istar, sem unnu þennan sigur fyrir
Social Credit í þetta sinn; þeir sner-
ust allir í lið með Social Credit, og
það voru þeirra atkvæði, sem réðu
úrslitunum. Annars hefði Liberal-
inn verið kosinn.
Það hefir verið kunnugt, að nú i
seinni tíð hefir Mr. Aberhart ver-
ið að daðra við Commúnista með
þeim tilgangi, að fá þá í lið með sér.
Foringjar Commúnista hér í Al-
berta og frá bæði Winnipeg og
Toronto, hafa setið hér á ráðstefn-
um með Mr. Aberhart. En þeir
voru langt frá þvi að vera ánægðir
með stjórnvizku Aberharts; sögðu
honum beint út að hann væri að
vinna alveg gagnstætt því sem hann
kendi, svo það virtist sem það gengi
ekkert saman með þeim þá. En samt
vann hann það á við Kommúnista
í Edmonton, að þeir veittu hdhum
öflugt fylgi, og aðeins fyrir það náði
Social Credit sinninn kosningu i
East Edmonton, sem var þó svo
hæpið, að það virðist ekki þess vert
að gjöra sig eins gleiðmynta yfir
þeim sigri, eins og sumir hafa gjört.
Nú er eftir að vita hvort þessi “un-
holy alliance,” sem Mr. Aberhart
hefir gjört við Kommúnista, verð-
ur honum til liðsauka eða falls í
framtíðinni. Hingað til hafa ekki
Kommúnistar haft mikið verðmæti i
augum almennings i Alberta. Tím-
inn leiðir það í ljós. Það virðist
vera eitthvað kynlegt við það, að
guðsmaðurinn Aberhart gengur í
pólitískt fóstbræðralag við guðlausa
Kommúnista.
Það var víst Mr. Hargrave, sem
lýsti Social Credit stjórninni í Al-
berta þann-g: “A mere vacillating
machine which operates in starts,
stops and reversals.” Það er ekki
hægt að lýsa því betur. Nú á þessu
þingi, sem situr hér í Edmonton, eru
numin úr gildi öll þau “Social Credit
Acts,” sem stjórnin hefir lögleitt í
þessi 2 x/2 ár, sem hún hefir setið
að völdum. Nýr lagabálkur á að
koina í staðinn fyrir alt hitt, sem
þeir kalla “The Alberta Social Credit
Realization Act.” Hér sýnist vera
gjört ráð fyrir sania fyrirkomulagi
og áður, aðeins er nafninu brejdt.
Svo engin ástæða er til að vonast
eftir neinum meiri framkvæmduin í
umbóta áttina, en að undanförnu.
Það ætti nú að vera orðið hverjum
hugsandi manni og konu ljóst, að ef
þessi Social Credit heimspeki væri á
góðum og gildum rökum bygð, þá
hefði einhver árangur átt að sjást,
eftir 2J4, annað en mörg hundruð
þúsund dollara kostnaður fyrir ótal
heimskulegustu tilraunir, sem stjórn.
inni var bent á frá byrjun, að væru
ómögulegar. Svo er öllu slengt á
almenning, í viðbót við byrðina, sem
áður hvíldi á herðum þeirra. Hvað
þessari vandræðastjórn líðst lengi
að vinna svona í óhag fyrir almenn-
ing, er undir því komið, hvað kjós-
endurnir sjálfir vilja. Fólkið í Al-
berta er nú óðum að vakna til með-
vitundar um það, að núverandi
stjórn hafi verið að draga þá á tálar
þessi 2^2 ár, með fagurgala, sálma-
söng, og marg-ítrekuðum loforðum
og allra handa loddaraskap, sem alt
hefir reynst táldrægni og svik. En
alt of margir eru þeir, sem ekki geta
áttað sig á þessu. Stafar það af
talhlýðni og sinnuleysi og trúgirni.
Þeir taka alt j>etta glamur fyrir
sannleika, án þess að hugsa málið
sjálfir.
Fyrir fjárhagsárið sem leið var
hinni svonefndu Social Credit nefnd
veittir $50,000 til þess að hrinda i
framkvæmd Social Credit fyrir-
komulaginu í Alberta. Hin nýja
fjábhagsskýrsla sem fylkisféhirðinn
lagði fyrir þingið í síðustu viku, og
hefir verið samþykt, veitir þessari
sömu nefnd $100,000 til að fram-
kvæma það verk, sem þeir hafa haft
að vinna frá byrjun, alt árangurs-
laust. Andstæðingar stjórnarinnar
mótmæltu þessari aðferð; iheimtuðu
að nefndin legði skýrslur sínar fyr-
ir þingið, sem sýndi hvernig nefnd-
in hefði varið þeim $50,000, sem
þeim var veitt fyrir árið sem leið,
áður en þingið gæti veitt þeim meira
fé. En það fékst ekki. Minnir
þetta mig á sögu af kerlingu, sem
fór að láta taka mynd af sér; kerl-
ing var sérlega ófríð og hrukkótt.
Spurði myndasmiðurinn hvort hún
vildi hafa myndina líka henni. “Já,
alveg eins og eg er.” “Þá verð eg
að biðja þig að borga mér fyrir
fram,” sagði myndasmiðurinn,- Það
er eiijs með þessa nefnd; þeir vilja
láta veita sér þessa ríflegu upphæð,
áður en þeir leggi skýrslur sínar
fyrir þingið. Eru sjálfsagt hræddir
urn að sú mynd sé ekki sem frýni-
legust. Það sjást hvergi nein merki
um neinar umbætur frá þessari
nefnd. Hún hefir sjálfsagt haft
eitthvað 46 gera við að semja hin
mörgu “Social Credit Acts.” En
alt það fargan hafa þeir nú sjálfir
numið úr gildi, með lögum, því allir
þessir nefndarmenn eru líka þing-
menn, og þeir allir greiddu atkvæði
sín með því, að ónýta alt það verk
sitt. Ennþá hefir engin skýrsla
verið lögð fyrir þingið, frá þessari
nefnd, til að gjöra grein fyrir ráðs-
mensku sinni, síðastliðið ár. Það
tekur trú sem flytur f jöll, til að geta
vonast eftir nokkrum umbótum úr
þessari átt.
Ekki mælist það vel fyrir hjá
þessari Social Credit stjórn, þar
sem þingið hefir hækkað árslaun
þingmanna úr $1800 upp í $2000, en
á sama tíma lokað upp skólum og
skorið niður tillög stjórnarinnar til
ýmsra nauðsynlegra fyrritækja í
fylkinu, sökum peningaleysis.
Þar sem þingið hefir ákveðið að
stjórnin skuli ekki veita neinn styrk
til að halda við “Government
House” í Alberta, eða til “The
Lieutenant Governor,” eftir 1. apríl,
og er búist við að hann verði að
flytja út fyrir seinasta apríl. Ekki
er ennþá ákveðið hvað stjórnin geri
I