Lögberg - 09.06.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.06.1938, Blaðsíða 2
LÖGBMtG, FIMTUDAGINN 9. JÚNl, 1938 Skemtanalíf á Austurlandi fyrir tiu árum Margt fleira mætti til tína, en fjörutí Eftir Einar L. P. Long. Ýmsir málsmetandi áhugamienn hér eystra, bæði úr HéraÖi og Fjörðum, höfðu lengi verið með þá flugu í höfðinu, að koma þvi á, að samkomur yrðu haldnar hér á hverju sumri, helzt til skiftis Héraði og hér á Seyðisfirði, sem þá var aðalverzlunarstaður Austur- lands. Þessi hugmynd hljóp lengi í gegn um greipar þeim, þar til þei'rrt datt það snjallræði í hug, að skora á Seyðfirsku ritstjórana, að gángast fyrir þessu. Var svo ákveðið að samkoman skyldi vera að Egilsstöð- um 8. ágúst, til að ræða ýms félags- og áhugamál. Höfðu þeir ritstjór arnir fengið í lið með sér Sigurð Einarsson frá Sævarenda í Iæ>ð mundarfirði, sem þá var fyrir stuttu kominn frá Ameríku, þar sem hann hafði dvalið í nokkur ár; var hann vel gefinn 'maður og hafði hlotið talsverða mentun þar vestra sem hann hugði nú að næra okkur Austfirðinga á. Hvatti hann ung- dóminn mjög til dáða og drengskap- ár. Átti hann þar óskifta samleið tneð Þorsteini Erlingssyni skáldi, þess eldheita æsku- og föðurlands- vinar, sem öllu vildi lyfta á æðra menningar- og þroskastig. Sigurður hafði líka kynt sér tals- vert leikfimi og glímu þar vestra, og var talinn góður glímumaður. Þetta kom sér hér mjög vel, því það var lítið áður þekt, átti hann því að sjá um íþróttirnar á samkomunni. A þeim árum var það miklum örð- ugleikum bundið, að þurfa að sækja samkomur upp yfir fjall, sem kall- að var, þegar fara átti upp í sveit. —Voru hér þá fáir hestar, en tals- vert margt ungt fólk. En að fara það gangandi var litil skemtun, því leiðin var talsvert löng (22 km.) Var því oftast horfið að því ráði, þegar um slíkar ferðir var að ræða, að fá hesta léða úr sveitinni, en það hafði talsverðan kostnað og vafstur í för með sér, en fáir þó færir um að gera mikinn aukakostnað, en það sannaðist þar sem fyr, “að viljinn dregur hálft hlass.” — Var þvi ráð- ist í að fá fjölda af hestum til far- arnnar, svo það mátti teljast fjölsótt héðan, eftir öllum aðstæðu'm. Nokkrum dögum fyrir samkomu- daginn, kemur Þorsteinn heim til mín til skrafs og ráðagerða um þessa för, því við vorum þá orðnir góðir vinir, eftir þess orðs beztu merkingu. Spurði hann mig þá hvar sér mundi heppilegast að leita fyrir sér eftir dágóðum hesti til fararinnar, þvi hann var hesta- og reiðmaður, og hélt sérstaklega mikið upp á viljahesta. —Þar sem þú ferð sjálfur, þá get eg ekki fengið “Þrumu.” Það var ágætt reiðhross, er kona min átti og hann hafði nokkrum sinnum fengið lánaða. Eg sagði honum þá að bezt mundi fyrir hann að skrifa Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, sem ætti marga dágóða hesta, og biðja hann að senda sér hest, því mér væri kunnugt um að það kæmu margir hestar þar af næstu bæjunum. Félst hann á það. Jén sendi honum svo rauðan hes't, er Rósa systir hans átti; mjög þýð- an og þægilegan, en viljatregan, en það var ekki að skapi Þorst. að hafa hest, sem hann þurfti að knýja á- fram enda kom það fljótt i ljós þeg- ar á stað var haldið, að um sam- komulag gat ekki verið að ræða milli Þorsteins og Rauðs, sem siðar mun sagt verða. Lauðardaginn 7. ágúst rann upp bjartur og fagur eins og svo margir sumarmorgnar hafa gert og gera á okkar ástkæra. landi. Það er því engin tilviljun þó góðskáld okkar hafi fengið þar hugþekk yrkisefni, og jafnvel mörgum af alþýðuhag- yrðingum hefir tekist snildarlega að mála þær myndir i “stuðlamál.” Að minsta kosti hefir Ólínu Jónsdóttur frá Litladal i Blöndtrhlið fundist það, þegar hún orti þessa vísu: verður slept að þessu sinni, en má- ske mér vinnist tími til að minnast á það mál siðar. Já, lauardagurinn rann upp. Var þá mikið að gera, sækja hesta, járna, fá lánaðan hnakk, beisli o. fl. o. fl., sem alt af vill vanta, þegar fara á i slika för og menn eiga ekkert sjálfir, en þurfa að fá alt lánað. Það var því farið að halla degi, þear fyrstu hóparnir fóru að tínast af stað. Það var því orðið nokkuð framorðið. Þegar sá flokkur, sem eg ætlaði að verða síðasta áfangann að Egilsstöðum. En trú mín er það, að það hafi verið alt annað en fögur kveðja, sem Jón fékk fyrir hestinn eftir þvi sem mér skildist á Þorsteini síðar, og ekki þáði hann hest frá honum heim, heldur léði sýslumaður honum hest. Og vel má vera að sú ferð hafi Þorsteini verið minfiisstæð veturinn eftir, þegar Kyklops fótbrotnaði uppi á Hjaltastjð, þar sem hann var í fóðri hjá séra Geir Sæmundssyni. Orti þá Þorsteinn gullfalleg eftir- mæli eftir hann. Þar er þessi vísa: Sá lagði þá með léttan fót á lífsins Fjarðarheiði; hann fékk þar oftast for og grjót. en fór það alt á skeiði. með, lagði af stað. \'ar þar Þor-1 Hann Kyklops litli lék steinn Erlingsson, Jóh. Jóhannesson ]lann ijfgj ekki átta vetur sýslu'maður. Kristján Kristjáns-1 svo skamt, son læknir o. fl. Gekk alt vel fyrsta kastið, þó Bakkus hafi' ef til vill haft fullmikil völd, en það var al- siða á þeim árum, ekkj sízt í svona ferðum, en fljótt fór að bera á því að þeir áttu ekki sem bezt geð sam- an, Þorsteinn og Rauður. Þótti Þorsteini hann heldur þungur í vöf- um; sagði, að þetta gæti ekki verið reiðhestur, því þó allir fjóssleðar á Egilsstöðum væru hnýttir aftan í hann, gæti tæpast verið um hægari ferð að ræða. Varð eg sérstaklega fyrir verra barðinu hjá honum, þar sem eg hafði talið hann á að fá hest frá Jóni. Jóhannes sýsluinaður var mikill hestámaður, sem fleiri Skagfirðing- ar. Áttj hann þrjá ágæta hesta, sem hétu Óspakur, Hóras og Kyklóp. Þann siðastnefnda hafði Kr. læknir, en hina tvo hafði sýslumaður til reiðar. Óspakur bar nafn með réttu. Var það afskapa fjörskepna og þjösni, svo thann var í samreið Htt viðráðanlegur. Þorsteinn fór nð að ympra á því við sýslumann, að hann láði sér Óspak, en sýslumaður tók þvi dauflega, og voru þeir þó skólabræður og góðir vinir. Var svona haldið áfram upp á Efri staf, en þar var hvílt um stund. Þorsteinn sagði þá sýslumanni að nú væru tvær leiðir, annað hvort yrði hann að lána sér Óspak yfir heiðina, eða hann færi ekkj lengra, því á bak á Fjósarauð” færi hann ekki aftur. Varð þá sýslumaður að láta undan þó hann hafi vafalaust gert það nauðugur, því hann mun ekki meir en svo hafa treyst vini sínum^ til að hafa hemil á Óspak þar norður eftir heiðinni, eins og á stóð. Hafði eg þá hestaskifti, en þeg- ar Þorsteinn ætlaði að fara á bak, tók klárinn til að ólmast. Mælti Þorsteinn þá þessa vísu fram en henti sér í hnakkinn um leið: Óspakur minn, ólmast þú; ekkert held eg saki. Séð hef eg flösku fyrr en nú og féll þó ekki af baki. \'ar þá sem hleypt hefði verið úr fallbyssu, svo söng í veginum, og maður og hestur horfnir áður en nokkurn varði. Töldu allir víst, að Þorsteinn lægi þar fyrir norðan á götunni. Bað sýslumaður mig að ríða á eftir honum. Brást eg þegar við og hleypti alt hvað af tók norður heiði, en þegar eg kom á miðheiði, þá sat Þorsteinn þar og hélt í taum- inn á Óspak og raulaði þessa stöku: Eitt sinn eg um Óspak bað, en á því stutta færi hefi eg fyrst mátt hugsa um það, hvar eg staddur væri. en standi hann ekki efstur .samt, má annar skeiða betur. “Sólin málar leiðir lands; Ijósin háleit skína. Finn eg strjála geisla glans gegnum sálu mína.” Biðum við svo þarna eftir sam- ferðafólkinu. Vildu þá allir fá hann til að hætta við þennan hildarleik, en hann var ekki á því, sagðist hann skyldi “kúska þrælinn,” þegar hann hefði svona góðan veg framundan. En það fór á sömu leið. Óðar en hann var á bak kominn, var maður og hestur horfinn, eins og jörðin hefði gleypt þá, en þegar á norður- brún kom, var hann þar fyrir hinn rólegasti og var þá að raula þetta: Óspakur var mér ærið knár, þar hef eg klofið þyngstan straum- inn, þó hef eg stundum reynt á tauminn, giftur í 'meira en átta ár. Var svo áð þarna um tíma. Fór Þorsteinn þá á þann rauða, og bar Skemtifundur Múlsýslunga á Egilsstöðum á sunnudaginn var varð eftir öllum vonum. Hann var prýði- lega sóttur bæði úr Héraði og Fjörð- um, og var þar saman komið vel þrjú hundruð menn og konur á öll- lím aldri. (Við upphaf ræðuhald- anna, voru taldir í hópnum tvö hundruð full, og var þá enn margt fólk dreift víðs vegar um túnið.). Fyrirvari var svo skammur, að fundarboð kom ekki að hálfu gagni víða um sveitir. Því mega þetta heita ágætar undirtektir og gefa góðar vonir um framtíðina. Fólkið var létt í hug og langaði til að skemta sér, en tók þó með velvilja móti því litla, sem til skemtunar fékst, af því allir vissu hve lítið hafði orðið undirbúið. Eitt var þó sérstaklega þakkarvert, og það var hve vel menn tóku þátt í þeim ófull- komnu íþróttatilraunum, sem gerð- ar voru. Rosknir bændurnir og prestarnir gengu þar jafnvel á undan með góðu eftirdæmi og léku sér með yngra fólkinu og æskulýðn- um. Þetta var ein gleðilegasta og ánægjulegasta sjónin á Egilsstöðum. Haldið þið svona áfram stefnuijni, Múlsýslingar, þá tnunuð þig “lifa lengi i landinu.” í þetta sinn verður hér hlaupið á hundavaði yfir atburði dagsins. Fundinum var skift í tvent: ræðu- höld og skemtanir. Fól nefndin Skafta ritstjóra að stýra ræðuhöld- unum og Sigurði Einarssyni að stýra skemtuninni á eftir. Setti Skafti fundinn og afsakaði vanbún- að allan og þakkaði Egilsstaða- bónda hve vel og drengilega honum hefði farist með viðtökurnar, þó alt hefði verið komið i ótíma og ein- daga. Þá sungu menn Islandskvæði, og flutti fundarstjóri því næst langt erindi og röggsamlegt fyrir íslandi, Þá flutti séra Einar í Hofteigi góða tölu og skipulega um fundahöld hér framvegis. Tóku margir undir það og voru valdir þrír 'mienn því til framkvæmda, þeir seyðfirzku rit- stjórarnir og Jón á Egilsstöðum Bergsson. Þá var að endingu talað um samgöngubætur um Fljótsdals- hérað og milli Héraðs og Fjarða og einkum um lítinn gufubát á Lagar- fljóti. Hóf Þorsteinn Erlingsson máls á því, og urðu um það drjúgar ræður. Öll fóru ræðuhöldin vel fram og skipulega, en á milli þeirra og fyrir og siðar á fundinu'm voru sungin ýms kvæði. Stýrði Þor- steinn Skaftason söngnum, og átti hann og hans liðsmenn ekki minstan þátt i J>ví, að nokkuð f jör og skemt- iun varð þó á fundinum. Þá var tekið til iþróttanna. Var fyrst hæðarhlaup yfir kaðal, og var þar langfremstur Hallur Magnús- son á Seyðisfirði. Hann er í leik- fimisfélaginu hér í bænum, og sýndi Ijóslega hvílíka list og yfirburði æf- ingin veitir. Næstur honum hljóp hæst séra Einar i Hofteigi Þórðar- son. Þá var kapphlaup. Fyrst hlupu drengir frá 10—15 ára. Fræknastur varð Einar Ólafsson frá Útnyrðingsstöðum. Því næst piltar frá 15—20 ára. Fræknastur þar: Jörgen Sigurðsson frá Hafursá og Steindór Gtunnlaugisson frá Hall- ormsstað. Þá yfir 20 ára ógiftir. Fremstir urðu: Grí'mur Guðmunds- son í Brekkugerði og Sigurður Sig- urðsson frá Kirkjubæ. Þá reyndu kvongaðir menn, og urðu fremstir ekkert markvert til tíðinda eftir það, / Einar Eiriksson á Eiríksstöðum, NUGA-TONE ENDURNÝJAE HEILSUNA NUGA-TONE styrklr hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lfltandi. Veitir vöövunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. séra Einar í Hofteigi og leikstjór- inn, Sigurður Einarsson. Þá rendu skeið ógift,ar meyjar og urðu þar fremstar: Ragnheiður Einarsdóttir frá Mjóanesi og Guðrún Lárusdótt- ir frá Kollaleiru. Þá hlupu þeir dá- iítinn spöl til gamans Halldór óðals- bóndi á Skriðuklaustri Benediktsson og Skafti ritstjóri Jósefsson. Þeir eru báðir óvanalega gildir menn á velli. Var það sjaldgæf sjón og vel þökkuð. Þá fór fr,am aflraun á kaðlj milli Héraðsbúa og Fjarðamanna; áttu 10 að halda á hvorum enda. Sótt- ust þeir knálega nokkra stund, en völlurinn vondur og ilt að koma á góðu skipulagi, og var því ekki reynt til þrautar. Það biður næsta árs. Glímur urðu ekki reyndar, því skúr hafði kbmið og jörð því afar sleip en dansað var og sungið á eftir góða stund, og loks þakkaði séra Þórar- inn á Valþjófsstað fólkinu komuna og sleit fundinum með nokkum vel völdum orðum. Dagurinn v,arð furðu góður eftir atvikum og ágæt hressáng öllum, er sóttu mótið.” Þetta gefur nokkra hugmynd um hvernig samkomur fóru fram hér á Austfjörðu'm fyrir 40 árum. Er á því töluverð breyting orðin, sem eðlilegt er, þar sem öllu hefir fleygt mjög fram síðustu árin með aukn- um þroska og þessari háttlofuðu menningu, sem á sumum sviðum væri liklega réttnefndari ómenning. Og ekki fanst mér samkoima sú, er haldin var í Egilsstaðaskógi siðast- liðið surnar, að neinu leyti taka hin- um fyrri fram nema íþróttirnar, þær voru stórum betri. Og mikil fram- för má það teljast, að nú getur mað- ur flogið það í bifreið á einum tí'ma, sem tók hálfan dag áður, og er þó mun ódýrara. Þó margt mættj fleira um þetta segja læt eg hér stað- ar numið að þessu sinni. Seyðisfirði, í marzmánuði 1938 Einar P. J. Long. —Alþ.bl. Tekinn fastur á hafsbotni Það var dag nokkurn að eg kom heim mjög þreyttur, og ætlaði mér að sofna dálitla stund, þegar þjón- ustustúlkan kom inn og sagði að úti biðj ung stúlka og óskaði eftir að ná tali af 'mér. Ung stúlka! Hvað gat hún viljað mér? Eg var öllum ókunnur, undanteknum starfsbræðr- um mínum. Litlu seinna var stúlk- •an komin. Eg hefi aldrei séð jafn fríða stúlku. Hún var mjög sorg- bitin og fékk eg brátt að heyra á- stæðuna fyrir því. Hún kvaðst vera trúlofuð ungum inanni, er 'héti Mark Ranisford, hann væri bókfærslumaður við ^Wp9smíðaskála flotans, þau hefðu verið komin að því að gifta sig, þegar sérstakt rauna-atvik hefði borið að höndum. Hún sagði að unnusti sinn flytti stundum þýðing- armikil skjöl frá herskipasmíðaskál- unum til hermálaráðgjafans, og frá honum aftur, hann hlyti að fara nokkuð af leiðinni sjóveg. Þá fyrir tveim kvöldum hefði hann farið eina slíka ferð, og átt að sækja þýðingar- tnikil bréf til hermálaráðgjafans, og honum boðið að gæta allrar varúðar með þau. Það hafði kvisast að þar um slóð- ir væru margir spæjarar, er fúsir myndu kaupa bréf þessi dýru verði. Ranisford hafði orðið að bíða fra'm á kvöld hjá ráðgjöfunum. Flotaforinginn hafði lagt bréfin ofan í bréfaskrin og læst að því búnu. Skrínið varð ekki opnað fyr en hjá yfirumsjónarmanni smíða- sikálanna er geymdi samskonar lykil og skrinið var læst með. Það var svarta myrkur og hellirigning svo Ranisford átti mjög örðugt með að finna bátinn, sem beið hans við bryggjuna. Hann stökk ofan i bát- inn og settist aftur í skut með þetta dýrmæta skrín við hlið sér. Ræð- ararnir, er voru tveir, réru svo af stað. Þeir voru vart hálfnaðir leið- ar sinnar þegar Ranisford — sem vegna rigningarinnar lét höfuðið slúta — leit upp alt 1 einu, og sá að ræðararnir höfðu lagt upp ár- arnar, og áður en honum yrði það ljóst hvað það ætti að þýða, hafði annar ræðarinn þrifið hlunn undan þóftunni og æddi nú að honum. Þá skaut upp Ijósi í hug hans; hann hafði gengið í gildruna. Þetta var annar bátur, þótt hann væri likur hans bát, og ræðararnir voru heldur ekki frá smiðaskálunum. Það var skrínið með skjölunum, sem þá fýsti að hafa höndur á. Hann hugs- aði aðeins eina hugsun á þessu þýð- ingarmikla augnabliki, þá, að koma fyrir þessum dýrmætu skjölum svo þau ekki lentu í höndum ræningj- anna. Hann þreif skrinið í einni svipan og þeytti því fyrir borð. I sama bili var hann lostinn svo miklu höggi að hann féll í ómegin og í því ástandi fanst hann í fjör- unni og var fluttur á sjúkrahús Morguninn eftir gat hann fyrst sagt söguna einum af yfirmönnun- um frá s'miíðaskálunum, sem hafði komið til að hlusta á skýrslu hans. Yfirmennirnir kváðust hafa sent bát eftir venju, en þegar báturinn lenti, hafði ræðurunum verið gefin skipun af manni í einkennisbúningi að þeir réru að annari bryggju, og þar hefðu þeir beðið í marga klukkutíma. Aldrei komst það upp hver maðurnn var í einkennisbún- ingnum. Ranisford sagði nú sögu sína, en sá jafnskjótt að yfirmenn hans báru ei trúnað til hennar og varð gagn- tekinn af ótta. Þeir álitu að hann hefði selt skjölin einhvfcrri utan- ríkisstjórn gegn álitlegri fjárupp- hæð. Sárið á höfðinu hefði hann getað veitt sér sjálfur, annað eins kæmi oft fyrir. Enginn hafði trú- að honum nema hún kærastan hans, ungfrú Helen Minton. — “Nú ligg- ur hann á sjúkrahúsinu yfirko'minn í örvænting” hélt hún áfram — “þessi voðalegi grunur ætlar hreint að gjöra út af við hann, og — ef eitthvað skyldi koma fyrir hann — ------” Aumingja stúlkan hneig niður og tók að gráta. — “Yður langar til að eg reyni að ná upp skrininu?” mælti eg. — “Já, fyrir alla muni, ef þér vilduð gera svo vel,” svaraði hún og leit til mín með þakklátum svip. — Það er eini veg- urinn til að sanna sakleysi Marks.” —“Eg ætla að freista þess, en ekki s’kuluð þér byggja mikið á þeirri tilraun, því eg veit ekki einu sinni hvar skríninu var fleygt fyrir borð.”— En hún vildi ekki heyra það, hún var alviss um að mér mundi takast það, og er eg lofaði að eg skyldi þá sama kvöldið heimsækja unga 'manninn og gera tilraunina snemma morguninn eftir, var sem þungum steini væri létt af brjósti hennar.— Um kvöldið fór eg til sjúkrahússins og fekk leyfi til að tala við Ranis- ford. Aumingja maðurinn var öld- ungis óhuggandi. — Mér leist vel á hann. Hann leit ráðvandlega út, svo eg fekk megna löngun til þess að gjöra það sem auðið væri í leit þessari. Þegar eg gat um að eg morguninn eftir ætlaði mér að hafa upp á skríninu, tók hann í hönd mér með tárin í augunum.— Snetoma morguninn eftir var kafarabátnum lagt fyrir akkeri á miðri víkinni. Eg leitaði á sjávar- botninum í tvær klukkustundir, en varð einkis vís, en hélt samt leitinni áfram, og kom alt i sama stað nið- ur. — Þegar kvölda tók neyddist eg til að hætta tilraununum og gramd- ist mér það ekki all lítið, en með því mig langaði ekki til að róa í land og skýra ungu stúlkunni frá, hve illa liti út með málefni hennar, datt mér í hug að Hggja kyr með bát- inn til morguns og gjöra þá eina og síðustu tilraun, og fékk eg sam- þykki manna minna. — Það var á- kaflega dimm nótt og blæja logn; menn mínir sváfu fasta svefni. Mér kom ekki dúr á auga. Um mið- næturskeið, færði eg mig fram í stafn og kveikti í pípu. Kyrðin, myrkrið og öldugjálfrið fra'man við bátsstefnið sigraði að lokum hugs- anir mínar; eg fór að móka. Alt í einu — klukkan hefir verið um eitt — hrkk eg upp við undarlegt hljóð, beygði mig ofan í bátinn, en hvessti augun í allar áttir út í nátt- myrkrið. Eg sé allra manna bezt, og eftir stundar bið kom eg auga á Htinn bát með einum manni í spottakorn frá okkur. Maðurinn virtist róa i hring, og ljósgeisla frá Ijósbera skaut upp yfir borðstokk- inn. Svo heyrðist dálítið skvamp eins og akkeri eður steini ihefði ver- ið rent útbyrðis. Maðurinn beið góða stund og aðgætti bát okkar, til að vera viss um að allir svæfi. Þar næst hnipraði hann sig sa'man ofan í bátinn, og sá eg ekki hvað hann hafðist að; svo stóð hann snögg- lega upp, sá eg þá hvar mótaði fyr- ir eins og stóru kringlóttu hylki er bar upp yfir bátinn; þóttist eg þá vita hvað um var að vera. Þetta var kafari, annað varmennið, og ætl- aði sér nú að hafa upp á bréfaskrin- inu. Hönum var auðvitað kunn- ugt um hvar skríninu hafði verið kastað út, og nú átti að stinga sér eftir því. Þótt hann reyndi að dylja ljósið, varð eg þess þó var. — Þegar hann var ihorfinn vakti eg félaga mina, hraðaði mér í kafarabúninginn og stakk mér svo á eftir þessum ókenda óvin. Eg hafði nákvæmlega sett á mig hvar bátur hans lá, og þreifaði mig áfram í áttina til hans. Litlu seinna kom eg auga á bjarmann af ljóskeri hans, er færð- ist smám saman til mín, svo sá eg að maðurinn var að róta til á botn- inum. Eg færði mig svo nálægt sem eg þorði, nam svo staðar en hafði á honum sterkar gætur. Hann mjakaðist hægt áfram, hrifsaði svo alt í einu eftir einhverju sem lá fram undan'honu'm'. Það var bréfa- skrínið. Um leið og hann laut nið- ur til að taka það upp, þreif eg i öxl honum, og við getum farið nærri um tilfinningar hans að vera hremd- ur um hánótt á mararbrotni. — Hann varð svo hræddur að eg hélt hann myndi gefa upp andann þá samstundis. Hann leit ekki einu sinni við, heldur steyptist beint á- fram eins og hann hefði verið dauð- rotaður. Eg losaði um taug þá sem hann hafði fest sig með frá bát sín- u'm, tók lampa hans, og dró hann með mér til báts okkar. Þegar við vorum búnir að innbyrða hann og taka af honum köfunarhjálminn, sáum við að .hann en var í yfirliði. Morguninn eftir afhenti eg hann yfirmönnum flotans ásamt skrín- inu. Þá komst það upp að maður þessi hafði unnið við aðra deild i herskipasmíðaskálunum en þeirri sem Ranisford vann við, og þekti hann ekkert; hann hafði lengi verið í þjónustu útlends ríkis setmi spæj- ari. — Ranisford náði á sömu stundu mannorði sinu, og ríflegar skaðabætur fyrir hugarstríð sitt og meiðsli, Og áður en eg fór i burtu, var eg í brúðkaupsveizlu hans og ungfrú Helenar Minton, og enginn var hafður í jafn miklum metum og eg áf öllum veizlugestunum. Þýtt fyrir kvöldvökufél. "Neinó” á Ginili af Erlendi Guðmundssyni. ATHUGASEMD Eg las i síðasta Lögbergi grein með fyrirsögninni “Hefst upp hag- ur Strympu.” Grein þessi er mjög leiðinleg sökum þess að hún virðist frásneydd öllum mannkærleika. Nú ætla eg að gjöra ofurlitla athuga- semd til greinaríhöfundarins: Maður þessi mælir svo, að meti sig öðrum hærri; í en ef hann aðeins á við tvo, þá er hann Siggi stærri. G.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.