Lögberg - 29.09.1938, Side 1

Lögberg - 29.09.1938, Side 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1938 NÚMER 39 Öfriðarblikan færist upp á himininn svo nú sýnist allra veðra von CHAMBERLAIN OG HITLER FLYTJA RÆÐUR — ROOSEVELT FORSETI GERIR TILRAUNIR TIL MALAMIÐLUNAR. Forsætisráðherra Breta, Neville Chamberlain, vitjaði að nýju á fund Hitlers í bænum Godesberg ( Guða- bjargi) á fimtudaginn í vikunni sem leið,"og reyndi að telja honum hug- hvarf með j>að fyrir augum, að fyr- irbyggjja yfirvofandi Norðurálfu- stríð. Hét Mr. Chamberlain Hitler því, að knýja það fram, að Tjekkar stæði við samning sinn um afhend- ing Sudetenlands til Þjóðverja, sam- kvæmt fyrstu uppástungum Breta og Frakka, er Tjekkar höfðu fallist á. En þau skilyrði setti Mr. Cham- berlain, að Hitler fyrir hönd hinnar þýzku þjóðar, undirgengist að beita ekki hervaldi gagnvart tjekknesku þjóðinni, en ganga i stað þess í bandalag við Breta, Rússa, Itali og Frakka um öryggislegar skuldbind- ingar hinni tjekknesþ.u þjóð til handa eftir að nýjar landamerkja- línur hefði verið dregnar og af- hending \ Sudetenlfandts formlega farið fram. Að þessu vildi Hitler auðsjáanlega ekki ganga, en lét skömmu seinna það boð út ganga, að hann gæfi stjórn Tjekka umhugs- unarfrest til i. október, til þess að láta Sudetenland af hendi með allri áhöfn, auk þess sem hann krafðist, að þeir afvopnuðu herinn, eða drægi hann að minsta kosti í hlé frá landamærunum. Þessu hafa Tjekk- ar neitað að verða við. Á mánudag- inn flutti Hitler svo ræðu í Berlín, þrungná af fáránlegum tryllingi og óskiljanlegri heift í garð stjórnar tjekknesku þjóSarinnar, þar sem hann í raun og veru bauð 'öllum heiminum byrginn.— Á þriðjudaginn ávarpaði Mr. Chamberlain brezka veldið í stuttri en drengilegri útvarpsræðu, þar sem hann gerði glöggva grein fyrir hinum ískyggilegu horfum, og lát- lausum tilraunum sínum í þá átt, að girða fyrir blóðbað í Norðurálfu, ef auðið yrði; var ræða hans Ijós greinargerð á yfirvofandi háska, jafnframt yfirlýsingu uiji það, að enn væri ekki með öllu vonlaust um friðsamleg málalok. — Nú hafa Bretar, Frakkar og Rússar tilkynt Hitler, að í því falli að hann ráðist á Tjekka með her- valdi, muni Frakkar, samkvæmt sáttmála við þá um varnarsamband, koma þjóðinni til liðs, svo Rússar og því næst Bretar. Roosevelt Bandaríkjaforseti hef- ir gert ítrekaðar tilraunir til milli- göngu milli Hitlers og forseta hins tjekkneska lýðveldis, sem fram að þessu sýnast ekki hafa borið veru- legan árangur. Sáttatilraunum hans hefir verið tekið með almennum fögnuði í stjórnarsetrum Norður- álfu að undantekinni Berlín. Bretar, Frakkar, Rússar og Tjekkar her- væðast i óða önn, búnir við því versta. Aðeins tuttugu og fjögur ár eru liðin frá því er heimsstyrjöldin síð- asta hófst. Er það hugsanlegt, að óbilgjörnum einræðisseggjum tak- ist það, að hleypa öllu í bál og brand, gera með því eina tilraunina enn, að leggja undir sig allan heim- inn ? Að vísu sýnist ógæfu þýzku þjóðarinnar verða alt að vopni. * ♦ ♦ ALLRA NÝJUSTU TIÐINDI Símað er frá London klukkan io á miðvikudagsmorguninn, að sam- kvæmt beiðni Adolf Hilters, verði kvatt til fjórvelda fundar í Munich í dag, fimtudaginn þann 29. septem- ber til þess að reyna að ráða Sudeten deilunni friðsamlega til lykta. Bret- ar, Frakkar, Italir og Þjóðverjar eiga að taka þátt í ráðstefnu þessari. Það fylgir sögunni, að nú sé Hitler fús að heita tjekknesku þjóðinni fjárhagslegu og þjóðfélagslegu ör- yggi í samráði við aðrar, hlutað- eigandi þjóðir. Mr. Chamberlain gerði tíðindi þessi heyrinkunn í brezka þinginu, sem kvatt var til funda í gær. Segja simfregnir að Mr. Chamberlain hafi samstundis svarað Hitler og gengist undir fyrir hönd brezku þjóðarinnar . að mæta á þessari fyrirhuguðu ráð- stefnu, og aðstoða þar við úrlausn Sudetendeilunnar, ef Hitler heiti hinni tjekknesku þjóð fullkomnu ör- yggí- Guttormur J. Guttormsson á förum “Góðviðrið eltir mig á röndum’’ — Viðtal við skáldið — Vestur-íslenzka skáldð Guttorm- ur J. Guttormsson er nú á förum til Vesturheims og leggur af stað í hina löngu sjóferð með Gullfossi annað kvöld. 1 kvöld mun Gutt- ormur flytja íslenzku þjóðinni hér austanhafs kveðju sína gegnum út- varpið. 1 fyrradag var honum fært að gjöf frá Austfirðingum, búsettum hér í bænum og í átthögum hans, málverk eftir Finn Jónsson. Er það af Snæfelli, séðu af heiðunum inn af Berufirði. Frændur skáldsns héldu honum og samsæti í fyrradag og sæmdu hann vinargjöfum. Einnig efndi rikisstjórnin til hófs Guttormi til heiðurs þennan dag. 1 gær náði Nýja dagblaðið snöggvast tali af Guttormi heima hjá Páli Stefánssyni á Þverá, þar sem hann bjó að loknu ferðalagi sínu um landið. —Hefir þú ferðast, víða um landið ? —JÁ eS hefi séð mikið af Norð- urlandi og Aucturlandi, dvalið meðal annars um hríð í Múlasýslu. Ekki hefi eg litið fegurri sveit en Fljótsdalshéraðið, heimbygð ætt- menna minna. Þar á eg frændur á hverjum bæ. En eg tel mig líka i ætt við bina, sem eru mér óskyldir. Eg fór niður á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð, sem mér virtist betur sejttur öðrum kauptúnum austan- lands. Til ferðalaganna, frain og aftur um landið, lét Kristján Kristjánsson stöðvarstjóri á Akureyri mér í té bifreið, án þess að þiggja af mér endúrgjald. —Varstu heppinn með veðrið? —Já, góðviðrið elti mig á rönd- um, hvert sem eg fór. Mér, sem tel mig á margan háft syndara, fanst það líkast því, sem guð væri að reyna að vinna mig yfir með sínum góðu gjöfum, svipað og kænn stjórnmálamaður, sem vantreystir starfsmönnum sínum, leggur agn fyrir andstæðing sinn. —Háfa þær hugmyndir, sem þú gerðir þér um myndarskap Islend- inganna hér heima og fegurð og gæði landsins, staðist jvlraun kynn- ingarinnar ? —Alt hefr komið mér betur fyrir sjónir heldur en mig dreymdi um. Menn geta ekki gert sér í hugarlund framfarirnar hér, nema sjá þær sjálfir. Eg get nefnt ótal dæmi, fyrst og fremst hina nýju skóla, hit- aða með hveravatni, vegi, brýr, hafn- armannvirki. Gróðurinn er líka mun meiri. Eg held að batilöndin séu óviðjafnan- leg og útheyið kjarnbetra heldur en annarsstaðar þekkist. —Hvernig hefir þér getist að fólkinu? —Sannarlega vel. Qg eg hefi líka margt að þakka. Eg bið Nýja dag- blaðið sér í lagi að færa ríkisstjórn- inni minar beztu þakkir. Þú hefir séð málverkið, sem Aust- firðingar gáfu mér. Margar fleiri vinargjafir hefi eg þegið. Meðal þess, sem enstakir menn hafa gefið mér, er einn hlutur, að sönnu ekki mjög verðmætur, er eg vil segja þér frá. Það er eltur hrútspungur, fullur af tóbaki. Þegar Ásmundur P. Jóhannsson kom austan um haf, hafði hann eitt sinn ferðferðis tóbak á flösku. Toll- þjónarnir vestra spurði hann, hvað þetta væri, en hann brá á gaman og ságði það vera mold, er ætti að fleygja á sig látimj. Nú hefi eg mold” frá íslandi með mér vestur, mun betur geymda en “mold” Ás- inundar. Eg geri ráð fyrir, að verða hverjum karli langlífari og þá kemur í góðar þarfir að eiga vænan hrúts- pung til þess að geyma í “moldina.” —Hefir þú ort nokkuð hér heima ? —Nei, ekki hefi eg gert það, en þegar frá líður og/heim kemur, er trúlegt að margt af þvi, er hér hefir fyrir mig borið, verði mér yrkisefni —í fjarlægð rúms og tima. 1—Til hverra starfa kemur þú til bús þíns við Islendingafljót ? —Þar munu haustannir kalla að, þegar eg kem heim í lok september- mánatiar. Þá þarf að skýla að hús- um áður en veturinn gengur í garð. Siðan aka heim heyjum sumarsins. Bóndinn er önnum kafinn ársins hring. —Nýja dagbl. 11. sept. ROOSEVELT FORSETI OG UNDIRBÚNINGS- KOSNINGARNAR 1 ýmsum rikjum hefir Roosevelt forseti gert einbeittnislega tilraun til þess að koma í pólitískum skiln- ingi fyrir kattarnef þeim Demo- krata þingmönnum i báðum deild- um, er atkvæði greiddu á móti um- bótalöggjöf hans, eða “New Deal Legislation,” eins og þeir kalla það þarna syðra; hefir þetta meðal ann- ars komið eftirminnilega í ljós við undirbúningskosnngarnar í Georgia og Maryland. ■ Hér fór þó á annan veg en Mr. Roosevelt ætlaði, því í báðum þessum ríkjum hlutu nú- verandi þingmenn endurútnefningu þrátt fyrir snarpa andspyrnu af hálfu forseta og Farley’s póstmála- ráðherra, semi talinn er í raun og veru nokkurs konar höfuðsmaður Demokrata, og líklegur þji<ir jafn- framt til þess, að verða forsetaefni flokksins við næstu kosningar. Þeir Senatorar, sem andvígir voru uppástungunum um breytinguna á hæztarétti Bandaríkjanna, áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim Roose- úelt forseta og Farley póstmeistara í undirbúningskosningunum. Brúðkaup í Silver Bay Það var niikið um dýrðir í Silver Bay við Manitobavatn laugardaginn, 17. sept. Hjónavigsla fór fram í íslenzku krkjunni þar. Brúðgum- inn var Thorvarður Gunnar Sigmar Sveinsson frá Keewatin, Ont., son- ur þeirra hjóna Bjarna og Matthild- ar Sveinsson. Brúðurin var Jakobína Magdalena Sigríður John- son, til heimilis í Silver Bay bygð- inni, dóttir þeirra Árna og Jónínu Margrétar Johnson. Kirkjan vai full af fólki, svo að margir stóðu. Sunginn var íslenzki brúðkaups- sálmurinn vanalegi, en g.ð öðru leyti fór athöfnin fram á ensku. Séra Rúnólfur Marteinsson gifti. Veizl- an var haldin í húsi Mr. og Mrs. Björn Jónasson, og var þar fjöldi fólks. Dans var stiginn í næsta skólahúsi um kvöldið. Heimili brúðhjónanna verður í West Hawk Lake, Mantoba, þar sem brúðgum- inn er starf srnaður fyrir Thor Gold Mining Co. Úr borg og bygð Dr. Ingimundson verður í River- ton þann 4. október. ♦ ♦ ♦ Mr. Paul Johnson frá Belmont, Man., var staddur i borginni á laug- ardaginn. ♦ ♦ ♦ Þau systkinin Lína og Sigurður Sigurðsson frá Silver Bay voru stödd í borginni í vikunni sem leið. ♦ ♦ ♦ Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, Man., komu til borgarinn- ar á laugardaginn var og dvöldu hér fram á mánudag. ♦ ♦ ♦ Mr. Eldjárn Johnson frá Glen- boro dvaldi í borginni urn siðustu helgi. ♦ ♦ ♦ Mr. og Mrs. Oscar Frederickson og frú Helga Tighe frá Winnipeg- osis, komu til borgarinnar í lok fyrri viku og dvöldu hér fram á þriðju- dagsmorgun. ♦ ♦ ♦ Carl Thorlaksson úrsmiður verð- ur staddur í Árborg 5., 6. og 7. október næstkomandi. Hann verð- ur að hitta í Farmers Co-operative búðinni og þangað getur fólk í Ár- borg og grend sent honum úr, klukkur og skrautmuni til aðgerðar. ♦ ♦ ♦ Deild No. 4 Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar undir umsjón Mrs. C. Ólafson, heldur útsölu á heimatil- búnum mat í fundarsal kirkjunnar á föstudaginn þann 30. þ. m., frá kl. 3 e. h. og fram eftir kvöldinu. Verð- ur þar á boðstólum rúllupylsa, kæfa, slátur o. fl. Veitingar seldar á staðnum. TIL GUTTORMS J. GUTTORMSSONAR Hart er að þurfa að hrósa þér á hreinum sannleiks nótum; en kynleg játning kemur hér og kannske á afturfótum; « Á Fróni gerast flestir nú fleipnir, grunnir, hálfir, svo íslenzkari’ ert allur þú en vér heima sjálfir. Jak. Thor. —Nýja dagbl. 11. sept. ELEONORA JOLlUS LATIN Hve dýrðleg smíði’ er dygðug sál, er drottinn vandar sig: hann fjölda slíkra Fróni gaf, en fáar betri’ en þig. Sig. Júl. Jóhannesson. Fáránlegra ofsaveður en sögur fara af veldur stórkostlegu manntjóni og eigna áLonglsland og í NewEngland-ríkjunum Á miðvikudaginn í fyrri viku. geysaði yfir norðausturströnd Bandaríkjanna eitt hið ægilegasta fárviðri sem sögur fara af; er þeg- ar vitað að farist hafi af völdum þess freklega 600 manns. Talið er að eignat j ónið nemi á annað hundrað miljónum dala. Rauðakrossfélag Bandaríkjanna kom þegar á vett- vang og sendi f jölda manns í líknar- skyni til svæða þeirra, er fárviðrið hafði sorfð fastast að, jafnframt þvi sem strandvarnadeild stjórnar- innar í Washington sendi þangað hátt á þriðja þúsund manna til *þess að framkvæma ýmsar björgunar og líknarráðstafanir. Milli tuttugu og þrjátíu þúsundir manna standa uppi án skýlis yfir höfuðið vegna af- leiðinga fárviðrisins. Eleonora Valgerður Júlíus látin Laust fyrir miðmorgun á laugardaginn var lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér i borginni, Miss Eleonora Valgerður Júlíus, eftir að hafa legið rúmföst frá því um síðastliðin jól; alla þessa löngu bið eftir hvíldinni hinstu, bar hún með ótruflúðu jafnvægi heil- steyptrar hyggju. * Miss Eleonora Júlíus var borin í þenna heim á Akureyri hinn 3. dag desembermánaðar árið 1861 ; voru foreldrar hennar þau merkishjónin Jón Jónsson og Þórunn Kristjánsdóttir. Tólf ára að aldri misti Eleonora móður sína og fór þá til þeirra hjóna Benedikts Jóhannessonar og Sigríðar Tómasdóttur að Hvassafelli, er gengu henni í góðra foreldra stað ; snemma bar á rikri námsþrá hjá Eleonoru, og þó ekki væri úr miklu að spila í efnalegum skiln- ingi, þá réðist hún í það, að stunda nám við kvennaskólann á Laugalandi, undir forustu frú Valgerðar, sem þjóðkunn var af brennandi áhuga fyrir kvenmentun íslenzku þjóðarinnar á sinni tíð; bjó Eleonora að þeirri undirstöðu alla æfi.— Miss Eleonora Július fluttist til Vesturheims árið 1884 með systkinum sínum tveim, þeim Steinunni og Bjarna; hún gaf sig að margháttuðum störfum eftir að vestur kom; mörgum ungling- um veitti hún tilsögn í íslenzkri tungu og íslenzkum hannyrðum; var enda frábærlega vel að sér í hvorutveggja. 1 allmörg ár starf- aði hún við Almenna sjúkraliúsið í Winnipeg sem og við mál- leysingjaskólann; nákvæm skyldurækni einkendi allan starfsferil hennar.— Þegar elliheimilið Betel tók til starfa í Winnipeg 1. marz Í915, gerðist Eleonora fyrsta forstöðukona þess; um haustið tók hún við forustu stofnunarinnar að Gimli í félagi við frú Ásdisi Hinrickson; aflaði Eleonora sér þar þegar vinsælda, er vaxandi fóru með ári hverju; var nærgætni hennar jafnan við brugðið við hin öldnu sólsetursbörn, er vist höfðu á Betel; þar fékk hið rnilda hjartalag hennar notið sín til fulls; mun þessi vingjarnlegi griða- staður þreyttra og göngumóðra lengi geyma minningu hennar í verðskulduðum heiðri. - Miss Eleonora Július var óvenju næm á íslenzk ljóð; enda komin af skáldakyni; það var örðugt að koma henni að óvörum, ef um íslenzk ljóð var að ræða; hún kunni heilar ljóðabækur utanað og braut innihald þeirra til mergjar; hún var frábærlega orðhepp- in eins og þeir bræður hennar Jón og Kristján skáld; hún varparði með vinsamlegri framgöngu sinni ljúfum bjarma á veg samferða- sveitar sinnar; bjarma, sem hlýjaði vinum hennar um hjarta. Þrír bræður Eleonoru bera beinin vestan hafs: Jón, látinn 1933; Bjarni, látinn 1934 og Kristján Níels (K.N.), er lézt að Mountain, N. Dak., 1936. 1 vær systur lætur hún eftir sig, Stein- unni i Victoria, B.C., og Rósu á Akureyri. Árð 1932 lét Eleonora af forustustarfi á Betel vegna heilsu- bilunar og fluttist þá til bróðurdóttur sinnar, Mrs. B. S. Benson, 757 Home Steet hér í borg; naut hún þar alls þess árstríkis, er úrvalsfólk bezt getur i té látið; mætti hún nú mæla, mundi hún leggja þökk sina og blessun opinberlega yfir heimili frænku sinnar og sif jaliðs hennar alls.— Útför Eleonoru fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðju- daginn að viðstöddu fjölmennum hópi frænda og vina. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng með aðstoð séra Rnóúlfs Marteins- sonar. Einsöng söng við athöfnina Mrs. Lincoln Johnson. Líkmenn voru J. J. Swanson, Einar P. Jónsson, Fr. Swanson, Joe Thorgeirsson, Júlíus Davidsson og Th. Markússon. E. P. J.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.