Lögberg - 29.09.1938, Page 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1938
Kristín Svíadrotning
Af grein, sem stóð í H.kringlu njóta svo yfirgnæfanlegs álits. Hún
2. febr. þ. á. (1938) sézt að Kristín
Svíadrotning hefir látiÖ sér mjög
umhugaÖ um að betra og áhrifameira
kossafar kæmist á viÖ hirÖina, og
því kveÖur hún mann nokkurn til
hirÖarinnar, er hlotiÖ hafÖi doktors
nafnbót fyrir fegra og innilegra
kossalag en þar haföi áÖur þekst.
Þess getur einnig aÖ Kristín
drotning hafi verið mjög ánægÖ með
árangurinn.
Kristínar er litiÖ getiÖ á íslenzku
máli að ööru en því sem um hana er
ritað í mannkynssögu P. Melsteds.
Skáldsaga er til, sem heitir “Mellem
Klipper og Brændinger” ef.tir ein-
hvern H. Von Beegler, og prentuð
í Familie Journal 1889. Þar er hún
aðalpersónan, og svo eftirfarandi
grein sem tekin er úr Familie Læsn-
ing 1899.—E. G.
•f-f-f-f-f
ÞaÖ eru engar ýkjur þó sagt sé
um Kristínu að hún hafi verið “sér-
lynd” og átt fáa sína líka og verður
sú oftast niðurstaðan að komist þeir
sem svo eru gerðir í konungshásæti
steypa þeir þjóð sinni í mestu eymd
og jafnvel glötun.
ÞaÖ virðist undarlegt, að hún
skyldi hafna trú sinni og taka
katólska trú, þar sein faðir hennar
hinn göfugi Gústaf konungur
Adolf lét lif sitt fyrir lúterska trú-
arskoðun og kom í veg fyrir að
Austurríkiskeisari næði að kæfa
hana í fæðingurmi.
Gústaf konuflgur giftist Marju
Elenóru frá Bradenborg. Hún var
hin fríðasta kona, en vitgrdfm og
ofsafengin. Hjónaband þeirra fór
illa. Konungurinn kallaði hana
“Húskrossinn.” Þau áttu aðeins
eitt barn. Það var Kristín. Adolf
konungur hafði lítinn tíma til að
sinna uppeldi hennar, hvort á var
reyndi með öllu rnóti að losna við
hann, og særði hann á allan hátt.
Hún gjörði þannig t. d. samninga
við önnur ríki, án hans vitundar,
fyrir milligöngu þess slæga Silviusar
sendiherra. Hún samdi frið við
Dani 1645, og friðinn í Vestfalen
1648. Töpuðu þá Svíar því nær
öllu, er hinir ágætu hershöfðingjar
þeirra höfðu unnfÖ, þeir Gústaf
Adolf, Thorsteinsson og Bauer. Að
sönnu báru Svíar talsvert úr býtum
eftir 30 ára stríðið, en hefðu þó
getað haft meira, ef hégómagirni
drotningar og ráðríki hefðu eigi
rekið hana til að grípa fram í mál-
efni, sem hún ekki skildi. Svíþjóð
hélt að vísu áfram að vera öndvegis-
þjóð NorÖurálfunnar um stjórnar-
ár Kristínar, en fátækt landsins og
léleg stjórn gjörðu erfitt að halda í
horfinu, og að síðustu fór sem allir
gátu séð fyrir.
Kristín drotning varð Svíum ærið
kostnaðarsöm, en ekki á þann hátt
að hún bærist sjálf mikið á, og öll-
unLsögnum ber saman um það, að
klæðnaður hennar hafi ekki verið
sæmilegur, að minsta kosti skoðað
frá kvenlegu sjónarmiði. Hún var
i meðalagi há að vexti, en sýndist
lægfí sökum þess að hún bar jafnan
hælalausá skó — þótti þeir þægi-
legri á fæti; hún var holdug og
þrekvaxin og dökk yfirlitum. Ennið
var hátt, nefið bogið, munnurinn
stór en vel lagaður, augun mikil og
gáfuleg, og svipurinn allur kjark-
legur og karlmannlegur. Allar geð-
breytingar birtust á augabragði á
svip hennar. Vanalega brosti hún í
stað hláturs — og jafnframt leit
hún þá svo hvössum augum til þess
sem hún átti orðastað við, að fæstir
stóðust það augnaráð og urðu að
líta undan. Henni lá hátt rómur og
VEITIR HREYSTI OG
HUGREKKI ÞEIM SJÚKU
F’ólk. sera vegna aldurs, eSa annara
orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða
heilsu við að nota NUGA-TONE.
NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið
fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þór finna til bata.
NUGA TONE fæst í lyfjabúðum.
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50e.
heldur friður eða ófriður. Drotn- var hann bjóðandi. í æsku hafði
ingin hataði hana fyrir það eitt, að | hún orðið fyrir byltu og eftir það
hún var stúlka, og þó hafði hún j var önnur öxlin hærri; hefði henni
verið auðvelt að dylja það með við-
eigandi klæðaburði, en því sinti
skrapp í 'heiminn. Konungurinn
hugði að úr henni mætti skapa
karlmann til að setja í hásætið, þó
það væri gagnstætt lögmáli náttúr-
unnar, og árangurinn varð sá — sem
við mátti búast — að Kristín varð
hvorttveggja, karl og kona, í einni
persónu. Konungur skipaði svo
fyrir, að hún skyldi alin upp sem
prinz í andlegum og líkamlegum
efnum, og því vandist hún við skot-
æfingar og skilmingar frá því hún
var tveggja ára. Að brúðum lék
hún aldrei að hætti annara stúlku-
barna, og kvenlegar iðnir fyrirleit
hún alla æfi ; aftur bar hún óstöðv-
andi löngun eftir bóklegum fróð-
leik. Þegar faðir hennar féll við
Suzen 1632 var hún 6 ára, og þegar
henni voru sögð tíðindin fengu þau
ekkert á hana. Frá því var hún
nefnd drotning. Frá því hún var
ellefu ára naut hún kenzlu í stjórn-
fræði hjá J>eim nafnfræga kanzlara
Axel Oxenstjerna, er nefndur hefir
verið Bismark Svíaríkis. Eftir 12
ára aldur, skrifaði hún að mestu
stjórnfræðileg bréf. Um það ára-
bil talaði hún reiprennandi latinu,
þýzku, hebresku og auk þess öll lif
andi tungumál Norðurálfunnar, og
flest með réttri áherzlu. Hún dans-
aði, reið hestum og var ágæt skytta..
Hún tamdi hesta og hunda og var
þaulæfð í skilmingum, en samhliða
þessu sökti hún sér niður i mann-
kynssögu, stærðfræði, guðfræði,
o. s. frv.
Þrátt fyrir allan þenna mikla lær-
dóm ólst hún upp sem óhemja. Upp-
eldi hennar í siðfræðilegum skiln-
ingi, var mjög ábótavant og óhæfi-
legt til að lagas eiginleika hennar.
Einn af kennurum hennar hét Axel
Bauer, hreinasta fyrirmynd aðals-
manna sinnar tíðar, en siðlaus
drykkjusvoli og kvennaflagari.
Mjög er það eftirtektarvert að
1644 eður um það leyti, er hún kom-
in í fjandskap við hinn ráðsnjalla
og margreynda ráðgjafa föður síns
(Axel Oxenstjerna). Hið afarmikla
álit er hann hafði á sér um alt Svía-
ríki var þyrnir í augum drotningar-
innar er sjálf þóttist öllum snjallari.
Það særði virðingargirni hennar, að
“þjónn” þessi — slíkum titli sæmdi
hún sjálfan ráðgjafann — skyldi
hún ekki. Það mun og varla verið
hafa önnur kona er síður skeytti út-
liti sínu en hún. Aldrei svaf hún
meira í sólarhring hverjum en 4 kl.t.
og lét sig engu skifta hvað á borðum
var. Hún eyddi aldrei yfir 15 mín-
útum í að klæða sig, ef á annað borð
er hægt að viðhafa það orð um
konu, sem ekki gefur sér tíma til að
kemba hár sitt og ber aldrei á sér
skraut, og hefir að jafnaði ekki
glófa, eða þvær sér, er sumir hafa
borið henm. Einn af samtíðar-
mönnum hennar segir að húningur
hennar hafi verið nær karla hæfi
en kvenna, en ætíð hirðulaus. Hún
hafði frá barnæsku verið alin upp
sem Spartverji. Kýli þau er hún
þjáðist af alla æfi voru vafalaust
afleiðing þess hve ilía hún hirti lík-
ama sinn og treysti í blindu kæru-
leysi hversu hún var hraustbygð.
Á daglega hegðun lagði hún eng-
in bönd og þó gat hún stundum ver-
ið hin höfðinglegasta. Þegar henni
rann í skap, misti hún fljótt alla
sjálfstjórn, varð þá stirðlynd og um
fram alt smekklaus. Hún hafði
hvassan skilning og kunni að setja
fram skoðanir sínar skipulega, rit-
aði af mikilli andagift og fyndni og
var sannur meistari í ræðudeilum.
Þjónunum sýndi hún ýmist þýlynd-
isiegt lítillæti eða barði á þeim með
ófögru orðbragði. Stundum brá
fyrir í fari hennar hefnigimi og
mannúðarleysi, og má í því sam-
bandi minna á dæmið um Mon-
aldesche. (Þáð nafn hefir önnur
aðalsöguhetjan i skáldsögunni, sem
minst er á í formálanum).
Þrátt fyrir hirðuleysi hennar með
ytra útlit sitt, var þó aðal þátturinn
i upplagi hennar hóflaus hégóma-
girnd. Hún vildi hvorttveggja sem
kona og drotning vera öðru visi en
allir aðrir, svo henni væri veitt því
meiri eftirtekt af samtíð hennar og
komandi kynslóðum. Hún fórnaði
bæði eigin efnum og þjóðarinnar á
altari hégómagirninnar.
Svo sem flestir lærðir menn sem
hásæti hafa skipað, ól hún fjölda
sníkjugesta við hirð sina; þó ber að
virða það, að hún átti góðan þátt í
því að laða til Stokkhólms menn
Grótíus og Salmasius og hélt stöð-
ugt uppi persónuiegum eða bréfleg-
um samböndum við lærðustu nienn
sinnar aldar.
Það ræður að líkum, að dóttur
Gústafs Adolfs konungs hafi eigi
skort biðla, og það jafnvel strax á
unga aldri. Lengi hugði faðir
hennar til tengda við kjörprinzinn
frá Bradenborg, er seinna var
nefndur “kjörfurstinn mikli” er
lagði grundvöllinn undir veldi
I’rússa. Senna komu biðlar í tuga-
tali, t.-d. tveir spánskir, einn portú
giskur, þrir pólskir, tveir danskir og
fjöldi þýzkra prinza. Það leit Svo
út um tíma að Karl Gústaf Phals
greifi af Zweibrucken-Kleeburg, er
síðar varð konungur Svía, mundi
verða hlutskarpastur, með þvi hann
og Kristín voru systkinabörn og
leiksystkin. Af bréfum hennar má
ráða að hún sem hálfvaxin stúlka,
hafi borið hlýjan hug til prinzins,
jafnvel að hún hafi verið honum
heitbundin leynilega. Síðar meir.
þegar bæði voru þroskuð og Phals-
greifinn — tígulegur maður og orð-
inn frægur svijeskur herforingi i
þýzka stríðinu — leitaði fast eftir
ráðahag við hana, með aðstoð ríkis-
stéttanna, hafnaði Kristin með öllu
ráðahagnum og mælti; “Enginn,
hvorki á himni eða jörðu, fær mig
til þess sem eg ekki vil sjálf.” Þegar
henni var leitt fyrir sjónir, að það
væri skylda hennar að halda við ætt
sinni í hásætinu rneð því að eignast
afkvæmi, svaraði hún: “Eg gæti
eins auðveldlega orðið móðir að
öðrum Neró eins og Ágústusi I”
Þegar öllum var það ljóst orðið,
að Kristín með þessum orðum hafði
lítilsvirt greifann, komst hún svo að
orði: “Greifinn brennur ekki af ást
til mín eingöngu, og kórónan er
íjgildi yncjislegustu konu, og hún
mun gjöra hann ánægðan. Það er
því ekkert að óttast.” Um þær
mundir var hún búin að fastráða
við sig að gjöra greifann að eftir-
manni sínum, en ríkisstéttirnar and-
þæfðu í móti vegna þess að þær
gátu þá ekki beitt kosningarrétti sín-
um, en svo fóru leikar að Oxen-
stjerna varð að láta undan og
Kristín hafði það fram að ríkis-
stéttirnar viðprkendu Karl Gústaf
sem eftirmann hennar, og skilgetna
afkomendur hans upp frá því.
Kristín giftist aldrei. Vegna
hvers? Það leyndi sér þó ekki, að
hún varð hrifin af öllum ungum og
myndarlegum mönnum, er hún
kyntist, en jafnframt fanst henni
ekki geta komið til mála að gefa
sig karlmanni á vald og vera honum
háð alla æfi. “Jafnvel sá ágætasti
karlmaður, er ekki þess virði, að
frelsinu sé glatað hans vegna,” sagði
hún nokkru síðar í París. “Og þá
börnin ! Hvílík skelfileg tilhugsun!”
Nokkrir sagnritarar hafa álitið, að
óhugur sá, er Kristin bar til hjóna-
bandsins, hafi stafað af liffæraleg-
um missmíðum. Eins og það átti
vel við hana, að njóta umgengni
karlmanna, svo hataði hún eða hafði
viðbjóð á kvenfólki í sama skiln-
ingi.
Á meðan Krstín sat að rikjum, og
eins eftir að hún lét af stjórn, hafði
húfl í kringum sig mikinn flokk
manna af viðurkendum gæðingum,
er kostuðu hana of fjár, eða ríkið
réttara sagt. Hún jós í þá fasteign-
um ríkisins og öðrum stórgjöfum í
öllum myndum. Meðal þessara vina
hennar, var sá fríði og glæsilegi de
la Gardie, þá Korfits Uldfeldt, er
hafði verið ríkishirðstjóri í Dan-
mörku, en strokið þaðan, frið-
ur sýnum og mikilfengur, lipur og
laðandi, en í sjálfu sér mesti sið-
leysingi. Kristín fékk að láni alt
hans fé, en borgaði aldrei; þá Rad-
riejevski, pólskur æfintýramaður,
ennfremur Dr. Bourdelot, maður
svo sem Descartes, Vossíus, Hugo bráðslægur, er hafði ákaflega skað-
leg áhrif á hugsvinarhátt drotning-
ar. Hann dró huga hennar frá list-
um og visindum, en sökti henni ofan
í hóflausar dansveizlur og hátíða-
höld, er kostuðu offjár. Þá Sten-
berg yfirhestvörð, er eitt sinn hafði
hjálpað drotningunni upp úr vatni.
er hún hafði falliÖ í, og siðast
Pimeutel, spánskur sendiherra, er
svo var áhrifamikill í utanríkismál-
um og trúarskoðunum, að það var
talið að þessi eini maður yrði dýrári
Svíum, en eiga i ófriði við 50,000
Spánverja. Meðan hann dvaldi við
hirð Krstínar, nefndi hann hana
“gyðju Norðurlanda.” En þegar
hann kom til Frakklands, kvað við
annan tón, þá lýsti hann henni svo,
að “hún væri sú andstyggilegasta
norn er nokkru sinni hefði smánað
konungshásæti.” ,
í umgengni sinni við þá karlmenn
er Kristinu geðjaðist að, var hún
með öllu kærulaus og stundum bein-
línir hneykslanleg. Þessi kynsæla
drotning skeytti engum reglum né
velsæmi. Þó er eitt atriði meðal
annars einkennilegt, að öllum sagna-
riturum ber saman um, að ekki hafi
hún haft munaðarlegt samneyti við
neinn af elskhugum sínum, jafnvel
þeim, er hún gaf svo skifti mörgum
miljónum, og leiddu hana i neti sínu
án þess hún vissi af; var hún í því
ólík Kristínu II. og Elízabetu Rússa-
drotningum; hafa menn fært það
til sömu ástæðu og óbeit hennar á
hjónabandi.
Kristín var 28 ára þegar hún lagði
niður völd 1644. Hafði hún þá stýrt
ríkinu í 10 ár. Hégómagirnin knúði
hana til að vera “fágæt” og vonaði
að seinni alda menn rnundu líta á
sig eins og Karl 5. i kvenklæðum, er
hundrað árum áður hafði lagt niður
kórónuna. Það mun og hafa ýtt
á eftir, að hún því frjálsar gæti
fullnægt óskum sínum, en — aðal-
ástæðan var f járhagur ríkisins ; f jár-
hirzlan tóm fyrir svall, mikill hluti
fasteigna ríkisins sóaður burtu, og
sjálf ,kafin í skuldum, hélt hún þó
aldrei orð sín í fjármálum og alt
lánstraust þrotið. Þjónar hennar
fengu annaðhvoyt lítið eður ékkert
kaup. Einu sinni neyddist hún jafn-
vel til að selja silfurborðbúnað sinn
til þess að geta lifað. Meðal allra
stétta þróaðist óánægjan með á-
standið, þó menn lifðu á kóngsdýrk-
unar öld, og bætti lítið um þó rit
höfundur nokkur væri afhöfðaður;
hafði hann ritað bók um ástand
rikisins og nefnt drotninguna aula
og asna.
En Kristín kunhi ráð við þess^i
ástandí. Hún gekk frá öllu saman.
Á mjög f jölmennu þingi, sem haldið
var í Uppsölúm 6. júní 1654, lagði
hún niður stjórn til handa Karli
Gústaf. Var þar öllu svo yel fyrir
komið við þessa hátíðlegu athöfn, að
enginn gat tára bundist. En —•
nokkru áður en hér var komið, var
farið að semja við hana um eftir-
launin, fór hún í fyrstu fram á mjög
há laun, en það var þrefað og þjark-
að eins og í prangarabúð, þar til loks
að samdist svo, að hún fengi 240,-
ooo,R.d, á ári úr ríkissjóðnum. Var
þá lítið eður ekkert handa eftir-
manni hennar.
Kristín var hin ánægðasta með
skiftin og yfirgaf föðurland sitt fá-
;um dögum eftir. Með henni leið
Vasa-ættleggurinn undir lok.
Nú klæðist Kristín karlmanns-
klæðum, setur upp dýra hárkollu og
þar á ofan riddarahatt, hengir sverð-
fetil yfir aðra öxlina en byssufetil
um hina og þannig búin hefur hún
upp ferð sína. Hún leggur leið sína
um Ilamborg, og þaðan til Bryssel i
Belgíu, er þá var höfuðstaður Spán-
verja á Niðurlöndum og fékk þar
ágætar viðtökur við hina ramm-
katólsku hirð.
Það var þá fyrir löngu flogið um
alt, að hún ætlaði að snúast yfir tií
hinnar “einu sáluhjálplegu kirkju,”
páfakirkjunnar. Sjálf var hún með
öllu trúlaus. Kennari hennar einn
var Kalvnstrúar, og gróf hann stoð-
irnar undan þeim lúterska barna-
lærdómj hennar, og upp frá því var
hún sjálfbirgingur í trúarefnum.
Á þeim tíma drotnaði katólskan
við allar helztu konungahirðir í
Norðurálfunni, og því hugði Kristín
að þeim mun ■ meiri ljóma mundi
kasta á sig, tæki hún katólska trú, og
ZICZAG
S
Urvals pappír í úrvais bók
CÆ x.r^rN> t ^■««^il||fnf||1|ririnr|f|(||.|V|VVUO>A^A\QfÚ^
5
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þunni
■vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own”
nota. BiSjiS um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLA KAPA
“Egyptien’’ úrvals, hvítur
vindlinga papplr — brennur
sjálfkrafa -— og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafðir í verksmitSju. BiSjiS
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
af því leiddi svo það, að hún þeim
mun getur gæti notið lífsins en ella.
Sagnfræðingurinn Friis lýsir því
nákvæmlega hvernig Maledo,
Franken, Melines og Kassati, allir
Jesúitar, höfðu leynileg áhrif á
hana heima í SviþjóÖ, og hvernig
henni tókst að dyljast þess, að hún
væri horfin frá trúarskoðun föður
síns, og ætlaði að taka aðra; það
laust líka upp miklu fagnaðarópi í
heimi katólskunnar.
Nú er mönnum það ljóst orðið, að
orsök trúarskiftanna var ekki sprott-
in af innri sannfæringu, heldur ytri
j ástæðum. Sjálf hefir hún tvímæla-
* laust, bæði munnlega og bréflega
1 látið í ljósi, að sér væru allar trúar-
skoðanir jafn kærar. Hún varð
katólskunni jafn óuppbyggileg sem
lúterskunni, og bar enga lotningu
| fyrir kirkjunni eður trúarbrögðun-
um, ekki einu sinni á yfrborðinu.
Það sem rtði mestu um trúarskiftin
^ —samkvæmt hennar eigin orðum—
j var það, að hún vildi lifa í Paradís
I Suðurlandanna, í litskrauti indælla
1 héraða og sólrikra sveita. I Róma-
borg vildi hún ríkja sem drotning
I yfir fögrum listum og vísindum, en
| slíkt var óhugsandi án trúarskift-
j anna. Hún tók katólska trú af sömu
i ástæðum og hún undir öðrum kring-
I umstæðum hefði tekið Múhameðs-
i irú eða Gyðingatrú.
Kristin var skírð í kyrþey í
Bryssel, og dvaldi eftir það við
glaum og gleði mánaðartíma á
kostnað hirðarinnar. Alexander
páfi 7. áleit að jafn dýrlegur sigur
fyrir kirkjuna og það, að leiða í
skaut sitt dóttur Gústafs Adolfs
konungs yrði að fara fram með há-
tíðlegri blæ, og þessvegna gekk
Kristín yfir til katólsku kirkjunnar
með hátíðlegum “serimoníum” í
hallarkirkjunni í Tnnsbruck á Súður-
Þýzkala’ndi, að viðstaddri allri hirð-
inni. Hún las trúarjátningarnar
hægt en þó djarflega og greinilega í
karlmannlegum róm, og sá henni
enginn bregða, og voru áherzlurnar
á latinunni óaðfinnanlegar, svo sem
vænta mátti. Hvernig hún leit á
þenna viðburð, benda orð hennar á,
seinna um kvöldið, eftir að henni
hafði verið haldinn hátíða-sjónleik-
ur: “Herrar mínr! Það var rétt
af yður að sýna mér gamanleik, i
stað þess sem eg skemti yður með
.fíflsleik.”—
Karl Ferdinent erkihertogi í
Innsbruck hafði Kristínu í háveg-
um, og Iifði hún þar með flokki
sínum í mesta “sukki” á kostnað
hertogans, á meðan hún dvaldi í
byrol, og þegar þessi svenska frú
fór, var ekki eftir túskildingur í
fjárhirzlunni.
Loks skyldi þá ferðinni snúið til
Rómaborgar, sjálfu takmarkinu að
öllum hennar hugsjónum. Þegar
hún reið inn í borgina sat hún á
úrvals gæðingi hvftum, en sjálf var
hún búin sem skjaldmey. Alt var
í uppnámi í borginni. Litlu eftir
var hún fermd af sjálfum páfan-
um. Hún settist að í Ternisisku
höllinni, og var einkar ánægð með
kjöi; sín. “Ein tunna af landi (ijó
ekra) á ítalíu er meira verð en öll
Svíþjóð" mælti hún hrifin. Hin
einkennilega og — þrátt fyrir allan
eintrjáningsháttinn — fluggáfaða
og hámentaða kona naut þeirrar
mestu sæmdar og aðdáunar, en eigi
leið þó á löngu áður menn fóru að
verða varir við ýmislegt er þótti ó-
viðfeldið í fari hennar, t. d. kærö-
leysi hennar í látbragði í kirkjunni,
frairíhleypni, blóti og svardögum og
fleira.
Páfinn reyndi hvað eftir annað að
áminna hana, fyrst í gegnum blóm,
og svo munnlega, en árangurslaust.
Tvisvar sinnum kom hún til Frakk-
lands, og fékk ágætar viðtökur af
konunginum. Alt í einu greip
Kristínu poltískt flog, þegar Karl
Gustaf konungur varð bráðkvaddur
í Gautaborg 1660. Þá bauð hún sig
fram til ríkisstjórnra, og seinna í
Póllandi, þegar Johann Casennir
lagði niður völd 1668, en tilboðun-
um hafnað í báðum löndunum.
Síðustu 10 ár æfi sinnar átti hún
góðu láni að fagna í Rómaborg,
Hún var tignuð sem konungborin
drotning fagurra lista og vísinda.
Alexander páfi 7. hafði ánafnað
henni 12,000 lírum á ári, og þó eftir-
menn hans tækju af þessi eftirlaun,
stóð þó efnahagur hennar þolanlega.
Hún lagði sig eftir bókmentum og
listum, og þó það megi þykja ótrú-
legt, þá fór hún einnig að stuðla að
hjónaböndum, er hún fyrirleit fyrir
sjálfa sig. Allra manna þótti hún
rausnarlegust við lista- og vísinda-
menn og kunni öllum betur að meta
störf þeirra. Bókasafn hennar og
málverkasafn, var frægt um alla
Norðurálfuna, og hin krýnda kona
var eitt af minjum borgarinnar, er
enginn ferðamaður gleymdi að heim-
sækja,
Á tvennu valt fyrir henni við páf-
ana, hatri eða vinfengi, og trúað
hefir hún pappirunum fyrir áliti
sínu á þeim páfum, er sátu á stóli
Péturs postula, en það voru þeir
Alexander 7., Klemenz 9., Klemenz
10. og Innócent 11. Álitið er svona:
“Það er mælt, að katólsku kirkjunni
sé stjórnað af heilögum anda, og eg
ætla að fallast á þá skoðun, því nú
hefi eg kynst fjórum af hinum jarð-
nesku stjórnendum hennar, og
hefir enginn þeirra haft heilbrigða
skynsemi.”
Látbragð hennar var ávalt hið
sama. Hún sór og blótaði, og lítið
mátti bera út af svo ekki bættust við
skammaryrði svo sem: þorskur,
asni, lygari, svikari, o. s. frv. Ekki
stóð heldur á stafnum, ef svo bar
undir, jafnvel Vasanan — fjar-
skyldur ættingi hennar — fékk að
kenna á honúm. Þá var hún refs-
ingasöm við þjóna sína, og ef fljót-
lega þurfti með, greip hennar hátign
til hnefanna, og gaf þá laglega á
hann. Sömu örlögum sættu skradd-
ararnir.
Kristín drotning dó í Róm 9. apr.
1689, og var grafin að S.t. Péturs-
xirkjunni. Hún arfleiddi Azzoline
kardínála að mest öllum eigum
sínum; hann hafði verið sá trúasti-
féhirðir hennar, og síðasti uppáhalds
gæðingur hennar, að því er menn
ætla.
—Þýtt fyrir kvöldvökufélagið
“Nemó“ á Gimli, af
Erlendi Guðmundssyni.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551