Lögberg - 29.09.1938, Side 3
LÖUBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1938
3
Business and Professional Cards
Þéir busla mest sem
vaða grynst
'I Heimskringlu frá 24. ágúst er
Hjálmar Gislason aftur á ferðinni
með erindi, sem hann beinir til mín.
Ekki tekst honum frekar en áður, að
halda sér við aðal deiluatriði okkar,
heldur gutlar hann sitt á hvað, og
hleypur úr einu í annað, til að draga
huga lesandans frá aðal efninu.
Þetta auðvitað er af því, að Mr.
Gíslason er farinn að sjá það, að
hann hefir hlaupið á sig, þar sem
hann hefir tekið að sér vörn í máli,
sem honum er ofvaxið, mestmegnis
vegna þess að málstaðurinn er ekki
góður.
Eg lagði þrjár spurningar fyrir
hann í grein minni, sem kom út í
Lögbergi 11. ágúst. Spurningarnar
voru þessar:
1. Hvað er það sem er að gerast
á stjórnmálasviðinu (í Alberta) sem
eg skil ekki, eða hefi misskilið?
2. Hvað er það, sem eg hefi
rangfært um athafnir Social Credit
stjórnarinnar í Alberta?
3. Hvar er þessar blaðalygar að
finna i skrifum mínum um Alberta
stjórnina, sem hann er altaf að
staglast á?
Þarna gaf eg Mr. Gislasyni gott
tækifæri til að sýna það með rökum.
að eg hefði gjört mig sekan um
eitthvað af þessum ákærum hans. En
hann lætur það ógjört, af þeirri á-
stæðu að hann getur það ekki. Alt
það sem eg hefi haft að segja um
Social Credit stjórnina í 'Alberta,
hefi eg stutt með óhrekjandi rökúm,
og þetta hefir Mr. Gíslason séð, og
gripið svo þetta lúalega og gagns-
lausa viðkvæði, sem enginn notar,
nema sá, sem er kominn í “kútinn”
og er “stuck.”
Þessum spurningum mínum svar-
ar Mr. Gíslason með einni órök-
studdri staðhæfingu: “S. G. skil-
ur ekkert í eðli og uppruna Social
Credit stefnunnar í Alberta, og
þess vegna sé það alt bull, sem eg
hafi skrifað um það málefni. Þvi
rökstyður hann ekki þessa staðhæf-
ingu sína með þvi að tilfæra einhver
atriði, þar sem honum finst að eg
sé að fara með rangt mál. Ástæðan
fyrir því að hanrf gjörir það ekki
er sú, að hann getur ekki rökstutt
það. Öll þessi grein Mr. Gíslason-
ar ber þess ljósan vott, að hann hafi
skrifað hana meira af vilja en mætti.
Eg ætla ekki að eyða fleiri orðum
um þetta atriði. Læt lesandann ráða
fram úr því, hvort Mr. Gíslasyni
hafi lukkast að hvolfa grímu yfir
sannleikann.
Nú vil eg í eins fáum orðum og
eg get, sýnt fram á það hvað Mr.
Gíslason er sjálfur óupplýstur um
það sem er að gjörast hér í Alberta
á stjórnmálasviðinu og Um leið færa
nokkur rök fyrir því. Mr. Gísla-
son heldur því fram í þessari grein
sinni, að “Social Credit hreyfingin
sé beint áframhald þeirrar umbóta-
hyggju, sem fram kom í hinum
sameinaða flokki bæ'ndanna (U.F.
A.), sem hafi haldið völdum í fylk-
inu um 14 ára skeið.” Eins og hans
er vandi, færir hann engin rök fyrir
því, að hann sé að fara hér með
sannleikann. Þessi staðhæfing Mr.
Gíslasonar, að Social Credit hreyf-
ingin '1 Alberta sé beint áframhald
af umbótastefnu U.F.A. er hin arg-
asta vitleysa, U.F.A. hefir aldrei
viljað hafa neitt að gjöra með
Social Credit, og erli yfirleitt mót-
fallnir öllu þeirra braski frá þvi
fyrsta. Veit ekki Mr. Gíslason það,
að á meðan U.F.A. sátu við völdin,
þá höfðu þeir bæði Major Douglas
og Mr. Aberhart, að koma til Ed-
monton og skýra þetta nýja stjórn-
arfyrirkomulag sitt fyrir stjórninni.
Er þeir höfðu hlustað á þá, þá
komst U.F.A. stjórnin að þeirri
niðurstöðu, að þessi Social Credit
heimspeki væri aðeins öfgar og
draumórar, sem ekki væri ábyggilegt
að neinu leyti. Á alsherjar fundi,
sem U.F.A. héldu hér í Edmonton
síðastliðinn vetur, var farið hörðum
orðum um Social Credit stjórnina í
Alberta, og hún bannfærð. Alt
þetta hlýtur Mr. Gíslason að vita,
ef hann á annað borð reynir til að
fylgjast með í þvi sem hér er að
gjörast. En ef hann byggir alt sitt
vit og þekkingu á þessum málefnum |
á því, sem hann les í þeim Social
Credit doðröntum, sem Social
Credit nefndin hér í Edmonton gef-
ur út, upp á almennings kostnað, þá
er ekki von á þvi að betur fari fyrir
honum. Eg er nokkuð vel kunnug-
ur því, sem þar er borið á borð
iyrir almenning, og get eg borið Mr.
Gíslason vitni um það, að hann hef-
ir lært þar margar af þeim klausum,
sem hann tilfærir um hina visinda-
legu( !) stefnuskrá Söcial Credit,
svo rækilega, að þar vantar hvorki
svo mikið sem punkt eða kommu.
Svo kemur næst þessi rúsinan í
þessari grein. Mr. Gíslasonar: “Síð-
asta þingið í Alberta afgreiddi yfir
60 lög og lagabreytingar; af þeim
man eg ekki eftir nema 3, sem neit-
að var um staðfestingu, hin standa.”
Þarna þarf Mr. Gíslason að læra
betur. Öll lög, sem lúta að Social
Credit og voru bygð á “The Social
Credit Act,” eru dauð og ómerk; á
seinasta þingi var numið úr lögum
þetta svonefnda “Social Credit Act,”
eftir að dómarinn einn í hæzta rétti
Canada gaf út þá skoðun sína, að
alt þetta Social Credit fyrirkomu-
lag, kæmi í bága við grundvallarlög
Canada, svo nú um marga mánuði
hefir Social Credit nefndin með
sínum “Expert Adviser” setið með
sveitta skallana, við að semja nýtt
Social Credit Act, sem ekki á að
koma neitt í bága við grundvallar-
lögin, og sem hvorki dómstólarnir
né sambandsstjórnin geti raskað, og
þetta nýja lagafrumvarp á að leggja
fyrir næsta þing.
Svo kemur Mr. Gíslason með
þessa aulalegu staðhæfingu um
niðurfærslu stjórnarinnar á rentum
á opinberum skuldum fylkisins.
"Þessa “athöfn” stjórnarinnar, tel-
ur Mr. S. G. “dauða,” en samt er
hún svo lifandi að henni er enn
framylgt í Alberta. Stjórnin borg-
ar ekki, og ætlar sér ekki að borga,
nama það sem hún sjálf ákvað,
helming vaxtanna.” Öll þessi lög
hafa verið dæmd ómerk af dómstól-
unum, og er stjórnin nú að fá leyfi
til að áfrýja þeim dómi fyrir
Leyndarráð Breta. Enn er óvíst
að stjórnin fái það leyfi.
“The Independent Order o.f
Foresters” í Toronto, höfðuðu mál
á hendur stjórninni í Alberta, út af
rentum á $181,000 virði af “bonds”
sem það félag hafði keypt, og krafð-
ist þess að stjórnin borgaði að fullu
vexti á þessum bonds. Dómur er
fallinn í málinu og stjórninni dæmt
ag borða rentur að fullu samkvæmt
því sem sé ákvarðað i þessum bonds.
Þorir Mr. Gíslason að lialda því
fram, að þetta séu bara blaðalygar?
Mr. Gíslason heldur því fram að
það sé bara eitt, sem eg hefi skrifað,
sem hann hafi ekki áður lesið í
enskum blöðum: “var gleði-hlakk
hans yfir því þegar Unwin og
Powell voru settir í fangelsi.” Þegar
eg skýrði frá þessum málaferlum
Unwins og Powell, þá gat eg þess,
að Aberhart-stjórnin gjörði alt, sem
mögulegt var, til að koma öllu
klandrinu á Mr. Unwin, sem auð-
sætt var, að var bara verkfæri í
höndum óráðvands manns, sem var
miklu meira sekur en sá sem hann
brúkjaði sem verkfæri og skálka-
skjól. Eg hlakkaði yfir því, að
svona óréttlæti fékk ekki framgang,
og sá semsvar eiginlega sekur, og
átti að koma undan, varð að taka út
sín makleg málagjöld.
Ein spekin, sem höf. heldur fram
í þessari grein sinni, er þetta: “Hitt
var mér fullljóst, að Social Credit
fyrirkomulagið er enn ekki komið á
i Alberta.”
Þvi er Mr. Gíslason þá að sperr-
ast við að halda uppi málsvörn fyrir
Social Credit stjórn í Alberta, sem
hann segir að sé ekki til?
Næst kemur Social Credit postul-
inn með þá uppgötvun : “Fylkið hef-
ir takmarkað stjórnarvald og stjórn-
in hefir þvi ekki getað stjórnað eftir
sinni vild.” Þarna sýnir Mr. Gísla-
son 'hvað hann er illa upplýstur í
Social Credit kenningunni. Aber-
hart-stjórnin heldur því fram, að
hvert fylki sé fulveðja ríki, og að
Sambandsstjórnin í Oftawa og dórn-
stólarnir hafi engan lagalegan rétt
til að ónýta neitt af þeim lagaá-
kvæðum, sem fylkisstjórnir eða
I fylkisþingið afgreiði. Þetta er ein
snurðan, sem Mr. Gíslason þarf að
greiða úr. Mr. Gíslason segir enn-
fremur, “að Social Credit flokkur-
inn hefir fleiri fylgjendur í Canada
nú, en hann hefir nokkurn tíipa
áður haft, og af honum stendur eng-
um stuggur, nema þeim, sem pen-
ingaráðin hafa.” Það væri fróðlegt
að vita, á hvaða rökum hann bygg-
ir þessa staðhæfingu sína. Ef hann
hefir verið vakandi og lesið eitthvað
af helztu dagblöðum landsins, á
þeim tíma sem Alberta-stjórnin
samþykti “The Press Act,” þá hlýt-
ur hann að muna eitthvað af því,
sem um það var ritað og rætt á þeim
tíma, 'um það fasista tiltæki. Það
var ekki auðvaldið, sem lét mest til
sin heyra þá, heldur voru það verka-
mannasamtökin bæði í Canada og
Bandaríkjunum og svo blöðin sjálf.
Man hann ekki eftir þeim tugum
þúsunda af fólki, sem sendi bænar-
skrár til Ottawa-stjórnarinnar, sem
heimtuðu að stjórnin neitaði að
staðfesta þessi lög. Þetta er sann-
leikurinn, sem er á allra vitund, og
það hefir enga þýðingu fyrir Mr.
Gíslason að neita því. Þó að margir
af fylgjendum Aberharts séu kot-
efnamenn, þá er langt frá því, að
allir, sem eiga við örðug kjör að
búa, fylli þann flokk. Eg þekki
ótal af þeim, jafnvel margir, sem
draga fram lífið á stjornarstyrk, eru
ákveðnir mótstöðumenn stjórnar-
innar.
Ef Mr. Gíslason vill halda áfram
að þrefa um þetta málefni, þá vona
eg að honum takist betur að halda
sér við málefnið, en að undanförnu.
Líka það, að rökstyðja staðhæfingar
sínar. Mér hefir verið bent á það,
að þó Mr. Gíslason sé skýr maður
á mörgum sviðum, þá sé dómgreind
hans ekki ábyggileg í stjórnmálum ;
fyrir nokkrum árum hafi hann ver-
ið öflugur stuðningsmaður C.C.F.,
en alt í einu hafi hann kúvent, og þá
orðið rasandi “yes” inaður Aber-
harts.
Margt er fleira í þessari umræddu
grein, sem eg hefði viljað taka til
yfirvegunar, en það verður að biða.
Þetta er nú orðið lengra mál, en eg
ætlaðist til.
A. Guðmundson.
Jónas Jónsson,
alþingismaður
Að kvöldi þess 23. ágúst s.l. var
kirkja lúterstrúarmanna i Seattle
fullskipuð, eitthvað yfir 2cx> manns
var þar saman komið til þess að sjá
og heyra fyrverandi dómsmálaráð-
herra Islands og núverandi Alþingis-
mann, Jónas Jónsson.
Það er engum blöðum um það að
fletta að það var óblandin ánægja
öllum, sem þar voru saman komnir,
að geta hlustað á mann, sem staðið
hefir fremstur í fylking frelsis og
framfara heima á ættjörðinni, bæði
sem áhrfamikill stjórnmálamaður og
óviðjafnanlegur leiðtogi á ýmsum
öðrum sviðum, þjóðinni til hags og
hamingju.
Alþingismaður Jónas Jónsson
kom fyrir mín augu sem viðkunn-
anlegur alþýðumaður, vingjarnlegur
og yfirlætislaus, enginn reigingur eða
stolt í framkomu hans, eins og vildi
oft brenna við hjá sumum embættis-
mönnum heima, þegar eg var
unglingur.
Eins og Vestur-íslendingum er
kunnugt, er J. J. að ferðast á meðal
landa í Vesturheimi á vegum Þjóð-
ræknisfélagsins í Winnipeg, til þess
að tengja sterkari böndum frænd-
þjóðirnar austan hafs og vestan;
hann er að mínu áliti mjög vel til
þess fallinn, því bæði er maðurinn
vel máli farinn og'f jöknentaður.
J. J. talaði bæði á ensku og ís-
lenzku; fyrst talaði hann á ensku, í
fullan hálftíma og beindi hann ræðu
sinni aðallega til ungu kynslóðar-
innar. Mest var það yfirlit yfir
sögu vora frá landnámstið fram ti!
vorra tima, og svo hvatningarorð að
læra og reyna að halda við móður-
málinu. , Hann sýndi einnig fram á
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 U1 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimill — 401 991
Dr. S. J. Johannesson 2 72 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsimi 70 87 7 Viðtalstími 3—5 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðinffur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building:. Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS s Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver
A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allui; útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Hjelmllia talsimi: 501 562
hvað islenzkan væri mikils verð og
lærdómsrik frá mentalegu sjónar-
miði, þar sem hún hefði verið aðal
tungumál um alla Norðurálfu í
fornöld. Ennfremur gat hann þess,
að enskan væri mjög auðug af orð-
'um, sem væru upprunnin frá nor-
rænum stofni,
Þar næst talaði J. J. á íslenzku
hátt upp í klukkutíma og skýrði frá
framförum á ættjörðinni nú í síðast-
liðinn aldarfjórðung; hann gat þess
að þjóðskuldin væri orðin nokkuð
há, sem lægi í augum uppi þar sem
akvegir væri komnir um þvert og
endilangt landið og brýr yfir fjöl-
margar ár og fljót. En ekki kvaðst
hann vera hræddur um að skuld-
irnar yrðu þjóðinni að fótakefli.
Hann kvaðst róa að því mdð öll-
um árum, að samband milli íslands
og Englands yrði ávalt sem ákjós-
anlegast. Þó það kynni að koma
fyrir að Þýzkurinn legði undir sig
Danmörk og reyndi að gjöra ísland
að herstöð, mundi Bretar aldrei líða
þeim slikt á .meðan nokkur fleyta,
sem þeir réðu yfir, væri ofansjávar.
Þeir mundu ekki kæra sig um að
Þýzkurinn hjefði herstöðvar sínar
rétt vð dyrastafinn hjá sér.
Ræðumaður mintist á það, að Is-
lendingar væru lítið famir að hugsa
um hvað þeir mundu gjöra viðvikj-
andi skilnaði við Dani 1942.
“Vér viljum láta umheiminn vita,
að vér erum færir um að ráða okkur
sjálfir, þó við séum smáþjóð,” sagði
J- J-
Áherzlu lagði J. J. á að samband
milli Vestur- og Austur-íslendinga
héldi áfram að vera sém bezt; hann
kvað æskilegt að Vestur- og Austur-
íslendingar skiftust á mönnum, sér-
staklega að prestar að heiman kæmu
hingað vestur og þjónuðu söfnuðum
hér vestan hafs um tima, og eins
að Vestur-íslendingar sendu presta
heim að þjóna þar um tíma.
DR. B. H.OLSON
Phones: 35 076
906 047
Consultation by Appointment
Oniy
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. P. H. T. Thorlakson
206 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfrœOingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
Arlington Pharmacy
Sérfræðingar í lyfjaforskriftum
796 SARGENT AVE.
vlð Arlington
SlMI 35 550
Finnl oss I sambandi við lyf,
vindlinga, brjóstsykur o. fl.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar.. Leigja hús. Út ■
vega peningalðn og eldsábyrgC af
öllu tægi.
PHONE 94 221
ST. REGIS HOTEL.
285 SMITH ST., WINNIPEG
Pœgilegur og rólegur bústaOur <
miöbiki borgarinnar.
Herbergi $2.00 og þar yfir; m*0
baOklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar máltlðir 40c—60c
Free Parking for Q-uests
Þá mintist J. J. á vestur-íslenzku
blöðin, Lögberg og Heimskringlu;
hann kvað þau ómissandi til við-
halds tungu vorri og þjóðerni í landi
þesju, og þar af leiðandi ættu
landar að styrkja þau af fremsta
rnegni. Hann kvaðst því fylgjandi
að blöðin héldu áfram að köma út
bæði; það skapaði heilsusamlega
samkepni, þó skoðanamunur væri
stundum, ef ekki væri farið út yfir
friðsamleg og skynsamleg takmörk.
J. J. ber óefað mikinn hlýhug til
okkar Vestur-lslendinga. Þar sem
hann er viðurkendur bæði mikil-
hæfur og víðsýnn á stjórnmálasviði
íslands, erum við vissulega glaðir
að hann heimsótti okkur og flytur
vinakveðjur á milli frændanna
austan hafs og vestan,
Vér þökkum því alþingismanni
Jónasi Jónssyni kærlega fyrir kom-
una hingað vestur; vér þökkum hon-
um fyrir alúðlega framkomu og að,
siðustu þökkum vér honum fyrir
hlýleg orð töluð í okkar garð.
Vér óskum honum allrar ham-
ingju á óförnum leiðum, og það er
ennfremur fylsta ósk vor að hann
haldi áfram að vera leiðtogi íslenzku
þjóðarinnar á brautum frelsis og
frama.
J. J. Middal.
Heimsmet í spjótkasti.
Nikkanen Ihefir nú rutt hinu
tveggja ára gamla heimsmeti Jar-
vinen í spjótkasti. Var met Jar-
vinens 77.23 m., en Nikkanen kast-
aði 77.87 m. Þetta gerðist á smá-
móti í Karkula og varð Jarvinen
annar á 77.23 m. Þegar spjótið var
vegið, reyndist það 10. gr. þyngra
en það á að vera.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man...................Elías Elíasson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man...............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...........Arni Símonarson
Blaine, Wash...............Arni Símonarson
BrCdenbury, Sask..................S. Loptson
Brown, Man......................J. S. Gillis
Cavaher, N. Dakota........B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.......;.....O. Anderson
Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann
Edmonton ...................S. Guðmundsson
Elfros, Sask.......Mrs. J. H„ Goodmundson
Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask. ................v.. C. Paulson
Geysir, Man...................EJías Elíasson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man.................O. Anderson '
Hallson, N. Dakota........S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man......Magnús Jóhannesson
Hecla, Man............................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.............John Norman
Hnausa, Man............................Elías Elíasson
Husavick, Man............... .F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn.......................B. Jones
Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson
Langruth, Man...........................John Valdimarson
Leslie, Sask..................Jón Ólafsson
Lundar, Man..............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta.............O. Sigurdson
Minneota, Minn.................I.. .B. Jones
Mountain, N. Dak...........S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjör.nsson
Oakview, Man............. Búi Thorlacius
Otto, Man................................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta.................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash.................... j Middal
Selkirk, Man..............Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak..............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota.........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man. ..................Elías Elíasson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesáon
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.... .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadi................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson