Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 5 Ingigerður Hannesdóttir Einarsson 1862 — 1939 Mánudaginn 22. maí, 1939, andaðist að heiinili sínu, 773 Lipton St. í Winnipeg, Mrs. Ingigerður Einarsson. 26. s. m. var hún hlýlega kvödd í Fyrstu lútersku kirkju af séra Valdimar J. Eylands, sóknarpresti, að mörgum vinuin viðstöddum, og moldu hulin við hlið Rannveigar dóttur sinnar í Brookside grafreitnum. Ingigerður var fædd 11. júlí, 1862, að Presthúsum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi að Presthúsum og kona hans Rannveig Björnsdóttir bónda að Steinum undir Eyjafjöllum, Jónssonar bónda að Steinuin, Björnssonar. — Móður-amma Ingigerðar (kona Björns að Steinuin) hét Guðrún dóttir Jóns bónda að Presthúsum Eyjólfssonar og konu hans Guðríðar Vigfúsdóttur bónda að Hofi á Kjalarnesi og síðar að Hellum í Mýrdal, Jónssonar klausturhaldara að Reyni- stað á Skagafirði, Gíslasonar magister skólameistara að Hóluni í Hjaltadal, Vigfússonar magister skólameistara að Hólum í Hjaltadal, Vigfússonar sýslumanns að Stórólfs- Hvoli, Gíslasonar lÖgmanns að Bræðratungu, Hákonssonar sýslumanns að Klofa í Landi, Árnasonar sýslumanns að Hliðarenda á Rangárvöllum, Gíslasonar. Alsystkin Ingigerðar hétu Jón, Guðrún, Hólmfríður og Margrét. — Hannes faðir hennar druknaði þegar Ingigerður Var um þriggja ára aldur. Aftur giftist Rannveig móðir hennar og átti Jón ögmundsson frá Reynisholti í Mýrdal. Þeirra börn: Jóhannes, Guðný og Þóra. Ingigerður ólst upp méð móður sinni og stjúpa til fermingar aldurs. Þá flutti hún í vist til Guðrúnar systur sinnar, sem þá bjó með inanni sínum, Jóni Finssyni, að Gauksstöðum í Garði á Reykjanesi. 10. nóvember, 1887, giftist hún Jóni IngaEinarssyni, eftirlifandi manni sínum. Voru þau þá vinnuhjú hjá Einari Sveinbjörnssyni bónda að Sandgerði á Miðnesi. Faðir Jóns Inga var Einar bóndi að Gili í öxnadal í Eyjafjarðarsýslu, síðar á Suðurlandi og fluttist seinast til Manitoba-fylkis í Canada, Eiríkssonar úr Skagafirði, sem var bróðir önnu Guðrúnar (1828—1881) konu Jóns fræðjmanns Borgfirðings og móðir þeirra dr. Finns og Klemenz sýslumanns. Móðir Jóns Inga og kona .Einars frá Gili var Jóhanna, systir Höskuldar að Hrauni í Grindavík, Jónsdóttir bónda frá Skarði í Eystri-hrepp, bróðir Gests bónda að Hæli, Gísla- sonar. Árið 1890 fluttu þau hjón til Bandaríkjanna. Settust þau að í bænuin Sayresville í New Jersey ríkinu. Var þar þá mynduð fámenn íslenzk nýlenda. Dvöldu þau þar þangað til 1899 að þau fluttust til Canada. Na*sta ár sett- ust þau að í Winnipeg og áttu þar heimili síðan. Þau hjón eignuðust átta börn. Fjögur dóu í bernsku, en það fimta uppkomið: Rannveig (d. 15. des., 1912) fyrri kona Þ. Þ. Þorsteinssonar í Winnipeg. Hin þrjú, sem eftir lifa eru: Guðmar Jón rafvirki í Winnipeg ókvæntur, Sigur- björg kona Einars B. Jónssonar kaupmanns að Oak Point hér í fylkinu, og Magnea kona Skarphéðins Tómasar Hannessonar erindreka lífsábyrgða í Winnipeg. Ingigerður var lagleg kona á yngri árurn, lág vexti og dökk á hár, sparsöm, þrifin, greiðug og notaleg húsmóðir, trú eiginkona, ástrík móðir en nokkuð ráðrík og gat verið skapþung og angurvær, vinföst og trygg í bezta lagi og vildi í engu vamm sitt vita. Dóttursyni sína tvo, Þorsteip og Jón, fóstraði hún upp með manni sínum og gekk þeim í móður stað. Hún var trúkona hins eldra stíls og leit heiminn jafnf og eilífðarmálin í ljósi barnstrúar sinnar. Frá fyrstu tíð sinni i Winnipeg og fram til dánardægurs, var hún einlægur vinur og stöðugur starfsmaður Fyrsta lúterska safnaðarins. -—Til ættlands síns bar hún hlýjan hug, dvaldi þar í huga sínum löngum stundum æfinnar, og lifði þar upp æsku sína seinustu mánuðina “þegar enga hjálp var hér að fá.” f huganum eldast ei æskunnar lönd, en ummyndast. breytast í vonanna strönd með fjölgandi útgjalda árum. Þess þrengra sem aldurinn afmarkar spor því ásthlýrra speglast hið fjarlæga vor í útlendings trúföstu tárum. . . . Er krossfarinn ótráuður óveðurs gekk og óskertan hlut sinn af mótblæstri fékk, oft þyngri en tæki hann tárum, þá ranglæti móti hann réttarbót hóf: í réttlætis skrúða sitt mótlæti óf— að skrýðast að enduðum árum. Og sértrú hans rétta var hoð jafnt og hann. \ f bitrustu skyldunum guðs veg hann fann, sem helgir menn, hold sitt er þjáðu. . . . Svo þræddi hin framliðna þyrnanna braut, en þessara gjálifu tíma ei naut, sein hjartfólginn helgidóm smáðu. Nú þyrna- og rósa-braut orðin er ein, og andstæður breyttar í samvaxna grein hjá eilífð, sein ýfir ei sárin. Alt andstreymi er borið í Abrahams skaut. En íslenzka þreytan er horfin á braut og sofnuð í æskunnar árin. Þ. Þ. Þ. Bréf Bréf það, sem hér fer á eft- ir er frá Guðmundi S. John- son frá Glenboro. Var hann einn af hljómsveitinni, sein lék að Gimli þann 7. ágúst síðastliðinn. Reit G. S. John- son bréfið til fslendingadags- nefndarinnar þann 21. ágúst s.l. Fanst nefndinni bréfið svo vinsamlegt og hlýlegt í garð fslendinga og íslenzkra félagsmála, að hún áleit rétt að það kæmi fyrir almennings sjónir, og fékk því leyfi hans að birta það. Dnvíð Björnsson. + ♦ Ka'ru herrar:— Þar sem eg var einn, er spilaði á fslendingadagshátið- inni að Gimli þann 7. þ. m. þá langar mig til að segja fá- ein orð til ykkar nefndar- manna hátíðarinnar. Það' sem eg vil minnast á, eru helztu kostirnir sem fylgja þessu hátíðahaldi Vest- ur-íslendinga og prýða það. Við íslendingar vestan hafs vitum að við erum ekki að öllu leyti ennþá afsniðnir og viðskila við íslenzka menn- ing; og ekki erum við ennþá alveg undir það búnir að segja skilið við íslenzka “þjóðarsál” með öllu, sízt við hinir eldri, sem erum fæddir úti á íslandi. Eg er búinn að vera vestan- hafs yfir fimíntíu ár. Eg hefi kynst hérlendu fólki á þvi tímabili. Eg hefi fundið yfir- leitt mjög gott fólk, með góð- ar og göfugar hugsjóiiir. Eg hefi fundið það uppbyggilegt að starfa og lifa meðal þessa góða fólks. Af allri þessari reynslu á hálfri öld verð eg að viðurkenna, að okkar gamla, góða íslenzka þjóðarsál (is- lenzkur mannsandinn dreginn saman í eina heild) er eins göfug, gagnleg og uppbyggileg fyrir okkur fslendinga og af- komendur vora, sem það bezta er finst á meðal helztu menn- ingarþjóða þeirra, er byggja þetta stóra meginland Norður- Ameríku. íslenzka þjóðarsálin er sjálf íslenzka menningin í raun og veru. Þessi ósýnilega, göfuga persóna er okkar “character builder” — menningar vermi- reitur íslendinga í Vestur- heimi, sem hefir reynst okkur prýðilega traustur og ábyggi- legur í meira en hálfa öld. f þessu sambandi sé eg að okkar nyðjar eiga heiintingu á að verða hluthafar og viðtakend- ur, — að taka við og notfæra sér það bezta sem íslenzk menning skilur afkomendun- um eftir í arf frá kyni til kyns. Eg lít svo á; að það beri að þakka íslendingadags hátíða- höldin og nefndum þeim, er að þeim hafa starfað á liðn- um árum, fyrir stór-þarflegt verk, með því að sameina sem mest alla íslendinga á einum stað á sólhýrum sumardegi, ]iar sem vinir geta mætt vin- um, og þar sem menn geta gleymt öllum ágreiningsmál- um sínum, en aðeins skemt sér hjartanlega á mennýigar- legan hátt við að heiðra ó- dauðlega og sístarfandi ís- lenzka þjóðarsál og íslenzka þjóð. Nú eru það aðallega fjórar menningarstofnanir sem hafa KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 haldið vorri íslenzku þjóðar- sál lifandi vestanhafs. og á sama tíma bygt upp karakter og manngildi vor Vesturheims fslendinga, bæði heildarinnar og einstaklinganna. Fyrsta andlega menningar- stofnunin, sem frumbyggjar vorir vekja til starfs á meðal sín vestanhafs, öldum og ó- bornum til blessunar er liit- erska kirkjan. Þar næst verður til sá félagsskapur, sem annast um “fslendingadag” óg stofnar til allsherjar hátíða- halda einhvern góðan blíð- viðrisdag að sumrinu til, meðal fslendinga og hefir 2. ágúst jafnan verið höfuðdagur þeirra hátíðahalda. Þriðja stofnunin, sem hefir orðið til vestanhafs hjá oss, og reynir að gera vora ís- lenzku þjóðarsál göfugri og varanlegri, er Sambandskirkj- an. Þessi stofnun hefir orðið til af sérstakri þörf, sem sé þeirri, að sameina í eina kirkjuheild fjölda marga ís- lendinga, sem ekki voru á- nægðir með ýmsar kenningar lútersku kirkjunnar. En hafa í þess stað í þessu landi frels- isins, sniðið sinn boðskap til fólksins síns sem mest í sam- ræmi við viðurkend vísinda- leg sannindi. Þannig hafa þeir valið sér það, sem manns- andinn veit réttast vera, að sumum sínum aðal boðorð- um. Og finst mér það einnig vera “character builder” að sameina alt þetta fólk í ram- íslenzkan félagsskap. Fjórða stofnunin, sem vill varðveita íslenzka þjóðarsál og þjóðarmenning er Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vest- urheimi. Það aðallega um fram öll önnur félög, vakir yfir karakter og menningu fsíendinga gagnvart þjóðum þeim, sem byggja Canada og Bandaríkin. Þessar þjóðir af misskilningi og stundum af vankunnáttu, dæma stundum allranglega um okkur fslend- ingana. Þetta félag hefir því lyft íslenzkri þjóðarsál upp í hærra veldi, með aukinni þekking á vorri menningu, meðal ensku þjóðaripnar vest- an hafs. Þannig finst mér þetta vera. fslendingadags hátiðahöldin eru sérstaklega gagnleg til við- halds íslenzkum andlegum verðmætum. Á þessum árlegu skemtimótum geta allir verið vinir. Þar eru ekki trúar- hrögð né pólitík gerð að á- greiningsefni, heldur geta allir mæst á einum skemtistað á þessum allsherjar hátíðisdegi fslendinga. Jafnvel er nú þjóðin á íslandi að verða snortin af þörf fyrir einum veðurblíðum skemtidegi fyrir alt fsland árlega. Það mundi gera starfandi alþýðu- á ís- landi lífið tilkomu meira að taka nefið af hverfisteini strits og erfiðis einn sólríkan dag að sumrinu. Mig langar til að benda á tvent, sem eg álít að gerði fs- lendingadaginn vingjarnlegri og skemtilegri. Hið fyrra er, að ef vel orðuð ræða, hæfilega löng, flutt á ensku og stíluð til ungra íslendinga, sem ekki skilja vel islenzku, væri flutt unga fólkinu, þá finst mér að það unga fólk fengi meiri á- huga á þessu hátíðahaldi. Eftir alt saman verða ungir íslendingar að halda áfram að vera góðir íslendingar, þó þeir mæli á enska tungu að- eins. Hið annað atriðið, sem eg álit gagnlegt fyrir daginn, er að hafa hljómsveit (band) á sérhverjum meiriháttar fslend- ingadegi. Þetta gefur degin- um og öllu hátíðastarfinu sem þar fer fram sérstakan hátíða- blæ, og hefur þetta íslenzka mannamót langt upp yfir vanaleg “picnics” — upp í hærra veldi • mannfagnaðar, sem er sérstök þörf hinni gáf- uðu, íslenzku alþýðu. Ekki meina eg að við ætt- um að spila aftur að Gimli, við erum helzt til langt í burtu til þess, og einnig ó- þarflega mannmörg til svo íangrar ferðar. Eg sem hljómsveitarmaður var fremur vonsvikinn með veðrið, eins og það snerist rétt eftir kl. 4, til hinnar miklu rigningar. Þetta skyldi samt skoðast sein sigurmerki til næstu fimtíu ára starfsemi fslendingadagsins. Hljómsveit- in okkar gat því ekki vegna regnsins hjálpað til við skrúð- förina fyrirhuguðu að land- nema minnisvarðanum. Og ekki heldur gátum við gefið hljómleik að kvöldi, svo sem við höfðum búist við að gera. Mér þykir samt vænt um þennan dag að Gimli 7. ágúst. Eg vildi einnig óska þess að fslendingadagsnefndin sæi sér fært að gera daginn að Gimli hátíðlegri og betri en alla aðra daga á öðrum stöðum meðal íslendinga vestanhafs, sem kunna að verða gerðir að mannfagnaðarmótum á kom- andi árum. f þessU efni væri það mjög æskilegt að hafa bará einn dag fyrir alt Nýja fsland, og daginn bara það miklu betri. En svo fer eng- inn líklega eftir því, sem eg helzt vil. fslendingadagsnefndin þarf altaf að vara. Með þakklæti og virðingu til nefndarmanna. G. S. Johnson. STAKA Harmur þjáir muna ininn, mæðan sáir tárum, friður dáinn, framtiðin fjölgar gráum h’árum. Guðmiinditr Víborg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.