Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Idnes -■ov vv Servloe and Satisfaction PHONE 80 311 Seven Lines s# ,# &e. í'or Better vV° > -S Dry Cleaning and Haundry V*0° 52. ÁRGANGUR Hnrold Jóhnnnsson, M.A. Ressi ungi og efnilegi maður leggur af stað austur til Mon- treal á föstudaginn, ásamf frú sinni, þar sem hann tekst á hendur vellaunaða ábyrgðar- stöðu við efnarannsóknar- deild Ogilvie Flour Mills, Ltd. Undanfarin ár hefir Harold starfað að efnarannsóknum fyrir sambandsstjórnina; hann er sonur Gunnlaugs kaup- manns Jóhannssonar hér i borg. Forsœtisráðherra Rúmeníu myrtur Á fimtudaginn þann 21. þ. m., var forsætisráðherra Rú- meníu, Armand Calinescu, myrtur i híl sínum á leið til konungshallarinnar í Bucha- rest; þetta gerðist um hádegis- bil; tveir bílar veittu um hríð forsætisráðherra eftirför; hröðuðu þeir scr mjög; um leið og þeir óku fram hjá, létu illræðismenn, er í bílnum voru, kúlum rigna að forsætis- ráðherra þar sem hann sat í framsæti við hlið ökumanns síns, og beið hann svo að segja samstundis bana af. Sex menn voru skömmu síðar handsamaðir, sakaðir um morðið, og skotnir samdægurs á sama blettinum og forsætis- ráðherra var myrtur. KJÖRINN TIL FORSETA Mr. John A. Vopni, ritstjóri og útgefandi vikublaðsins Davidson Leader, hefir verið kjörinn forseti vikuhlaðasam- bandsins í Saskatchewan: hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Vopni hér í borg- inni; hefir honum lánast hið bezta blaðafyrirta'ki sitt i Saskatchewan. KONUNGSAFMÆLI Síðastliðinn þriðjudag átti Hans Hátign, konungur fs- lands og Danmerkur, Kristján hinn tíundi, sextíu og níu ára afmæli; hefir hann í ríkis- stjórnartíð sinni notið al- mennra ástsælda og heimsólt ísland hvað ofan í annað. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 Or borg og bygð Mr. og' Mrs. E. L. Summers eru nýkomin heim úr þriggja vikna ferðalagi suður um Bandaríki; fóru þau meðal annars til New York. + ♦ Miss Elín Sigurðsson, dótt- ir séra Jónasar A. Sigurðsson- ar heitins, fór suður til New York þann 9. þ. m. til þess, að starfa um hrið við íslands- deild heimssýningarinnar; móðir hennar, frá Stefanía, dvelur hjá systur sinni í Pembina fram eftir haustinu. > -f Þau Mr. og Mrs. Hannes J. Lindal, 912 Jersey Ave., buðu til sín meðlimum Phoenix klúbbsins á sunnudaginn var; þar flutti skáldkonan, Mrs. L a u r a Goodman-Salverson ræðu; aðrir viðstaddir íslend- ingar voru frú Guðrún H. Finnsdóttir, rithöfundur, Mrs. Steindór Jakobsson, systir Mrs. Salverson, og Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson. -f -f Þriðjudaginn 19. sept. s.l. voru gefin saman i hjónaband í lúterslcu kirkjunni í Glen- borO, þau ungfrú Olive Good- ine og Wilhelm Joel. Brúður- in er af enskum ættum, dóttir Mr. og Mrs. Oliver Goodine, er lengi hafa< í Glenboro búið, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Friðbjörns Joel, er búa skamt fyrir norðan Bald- ur, Man. Framtíðarheimili hinna ungu hjóna verður við Baldur. Séra E. H. Fáfnis gifti. -f -f Á fimtudaginn i vikunni sem leið, kom til borgarinnar Miss Anna Bjarnason frá New York. Hún er dóttir Mr. og Mrs. H. Bjarnason, 704 Victor St. Hygst hún að dvelja hér hjá foreldrum sínum mánað- artíma og hverfa svo aftur til New York, þar sem hún hefir mjög góða stöðu sem hjúkr- unarkona við stóra spítala, og hefir haft nokkur undanfarin ár. Sama dag komu einnig til borgarinnar sonur þeirra Mr. og Mrs. Bjarnason, Ottó, verkfræðingur frá Ontario, og kona hans Mable Lydia Brownlee. Eiga foreldrar hennar heima i Port Arthur, Ontario og fór giftingin þar fram daginn áður en þau komu til Winnipeg. Ungu hjónin fóru á laugardaginn á- léiðis til Banff og fleiri staða þar vestra, og ætla að vera þar nokkra daga og koma svo aftur til Winnipeg og vera hér eitthvað, áður en þau hverfa aftur til Ontario, þar sem Mr. Ottó Bjarnason hefir ágæta stöðu há einu af hinum stóru námafélögum. Lögberg óskar hinum ungu og stórmyndar- legu hjónum til hamingju. Þann 16. þ. m. voru gefirr saman í hjónaband í Calgary borg, þau Miss Sigrún Ander- son og Mr. F. W. N. Johnson. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jónas Anderson í Cypress River, Man., en brúðguminn sonur Mr. og Mrs. F. C. John- son i Vancouver, B. C. Rev. A. Patterson framkvæmdi hjónavígsluna. Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð sína til Banff og Lake Louise. Lög- berg flytur þeim innilegar árnaðaróskir. Framtíðarheim- ili þeirra verður í Calgary þar sem Mr. Johnson starfar í þjónustu C.P.F. járnbrautar- félagsins. > > Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., heldur sinn næsta fund í I.O.D.E. salnum, 200 Donalda-byggingunni á þriðju- dagskveldið þann 3. október næstkomandi. Undirbúningur verður þar gerður að Silver Tea, sem haldið verður í T. Eatons Assembly Hall í næsta mánuði, sem og ráðstafanir í sambandi við liknarstarfsemi viðvíkjandi striðinu. Það er afaráríðandi að allir meðlimir sæki fundinn, sem og þær konur, er liðsinni vilja veita; þess er einnig vænst, að nýir meðlimir innritist á fundi þessum. Hin fagra Brúarkirkja var hátíðlega skreytt laugardag- inn 23. sept. s.l., er ungfrú Dorothy Anderson og Jón Harold Nordal voru gift, að fjölmenni viðstöddu. Brúð- urin er dóttir Mrs. B. ,1. And- erson og fyrri manns hennar Jóns Skúlasonar Anderson, en brúðguminn er sonur Mrs. Jakobínu Nordal, ekkju Magn- úsar Nordal er nú er fyrir skömmu látinn. Að gifting- unni lokinni sátu vinir og venzlamenni rausnarlega veizlu á heimili brúðarinnar. Eftir stutta skemtiferð til ýmsra staða í Canada, verður heimili ungu hjónnana að Brú á búgarði brúðgumans. Séra E. H. Fáfnis gifti. -♦- -f Mr. Gísli Johnson, prent- smiðjustjóri, 906 Banning St., kom heim á mánudaginn eftir rúma viku heimsókn til dótt- ur sinnar. frú Bergþóru Rob- son í Toronto. -f -♦- Mr. F. O. Lyngdal, fyrrum kaupmaður á Gimli, kom til borgarinnar á mánudaginn á- samt frú sinni; dvöldu þau í sumar austur við Timmins, Ont., þar sem Mr. Lyngdal rak verzlun í félagi við tengda- son sinn, Mr. Harry Anderson. Þau Mr. og Mrs. Lyngdal eru í þann veginn að leggja af stað vestur að hafi, þar sem þau dvelja að minsta kosti í vetur. Hinir mörgu vinir þeirra árna þeim ánægjulegrar dvalar á hinni fögru Kyrra- hafsströnd. Þriðjudaginn þann 19. sept. mán. lézt nála:gt Bredenbury, Sask. Jónína Sigríður Gísla- son, kona Jóns Gislasonar. Hana syrgja, auk eiginmanns hennar, fimm börn uppkomin og fjöldi vina og vandamanna. Jarðarfor hennar fór fram við kirkju Konkordia safnaðar þ. 21. s. m. að viðstöddum fjölda fólks. Hún var jarð- sungin af presti Konkordia safnaðar. Laugadagsskólinn Laugardagsskóli Þjóðrækn- isfélagsins verður settur í Jóns Bjarnasonar skóla stund- víslega kl. 10 fyrir hádegi á laugardaginn kemur þann 30. september. Eins og að und- anförnu, hefir skólinn einvala kennaraliði á að skipa, og eins og á liðnum árum, verður kenslan ókeypis. Þau foreldri, sem ant láta sér um viðhald ástkæra og yl- hýra málsins, láta það von- andi ekki undir höfuð leggj- ast, að láta börn sín verða þessarar dýrmætu tilsagnar aðnjótandi. Skólinn verðskuld- ar það, að íslendingar styðji hann, og auðsýni honum, og viðleitni þeirri er hann starfar að, sjálfsagða og tilhlýðilega ræktarsemi. Orn Arnarson skáld Á öðrum stað hér í blaðinu birtist langur og fyrir margra hluta sakir prýðilegur Ijóð- flokkur, ortur í tilefni af heimsókn Guttorms ,1. Gutt- ormssonar skálds til íslands í fyrra; höfundur þessa ljóð- máls er örn Arnarson, einn af beztu ljóðskáldum íslenzku þjóðarinnar, þeirra, er nú eru uppi; eru sum kvæði hans snildarverk, svo sem “Stjáni blái,” er Lögberg endurbirti úr Eimreiðinni fyrir tveimur ár- um.— örn Arnarson er ljóðgervi- nafn höfundarins; hann heit- ir Magnús Stefánsson, Norð- mýlingur að ætt, fæddur i Gunnólfsvik við Langanes- strönd. NÚMER 38 Kriálján Goodman látinn Á laugardaginn þann 23. þ. m., lézt að heimili sínu, 576 Agnes Street hér í borg- inni eftir langvarandi van- heilsu, Kristján Guðinundsson Goodman, hniginn mjög að aldri. Kristján var fæddur í Garðahverfi á Álftanesi þann 22. dag júnímánaðar árið 1855; hann kvæntist eftirlif- andi ekkju sinni, Jónu Magn- útdóttur, ættaðri einnig úr Garðahverfi þann 6. nóvember 1880; þau hjón fluttu vestur um haf 1886 og settust þegar að í Winnipeg, þar sem heim- ili þeirra hefir staðið jafnan síðan. Þeim Kristjáni og Jónu varð 9 barna auðið; tvö þeirra dóu í æsku; hin 7 verða hér talin í aldursröð: Valgerður, ekkja í heiina- húsum; Haraldur, kvæntur maður í Cleveland, Ohio; Jóhann, kvæntur maður i Chicago; Árnína McLeod i Selkirk; Kristján Otto og John Valtýr í Winnipeg, og Lilja Bergman, einnig búsett í Win- nipeg; öll eru þessi systkini hin mannvænlegustu og njóta almennra vinsælda. Kristján heitinn var sæmdarmaður, sem ekki mátti vita vamm sitt í neinu; hann stundaði húsa- málningar og, veggfóðrun i Winnipeg í full 35 ár, eða meðan starfsþrek hans entist; var honum hvíldin hinsta kær- komin eftir margra ára þungt sjúkdómsstríð; ástríkrar um- önnunar af hálfu konu sinnar og barna naut hann ávalt sem þá er bezt getur. Systur, Guðrúnu Nellis, að Dauphin. Man., hvtur Kristján heitinn eftir sig. Útför Kj-istjáns fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn, að viðstöddum fjölmennum hópi vina. Prest- ur safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumálin, en einsöng söng Mrs. Connie Jóhannesson. HAKKARORÐ Innilegt lijartans þakklæti flytjum við hér með öllum þeim mörgu vinum. er heiðr- (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.