Lögberg


Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 2

Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANtJAR 1940 Ferð um Paleátínu á Kriáts dögum KAUPIÐ AVALT LUMBER hja THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Eftir ERIK fí. NISSEN Rómverskur hershöfðingi reið eftir veginum, sem lá í austur frá Akka. Vorsólin/ sindraði á hjálmum og brynjum og spjót- um fylgdarliðs hans. Þeir voru komnir inn í fjallendi Galileu upp þröngan dal, en hamra- veggirnir beggja vegna sugu í sig sólargeislana og endurvörp- uðu þeim enn heitari yfir ridd- araliðið. Þetta var heitur dagur og þess vegna vörpuðu þeir káp- um sínum aftur af öxlunum. Hershöfðinginn reið einn á undan i þóngum þönkum. I)ag- inn áður hafði hann stigið á land í Akka og nú átti að hefj- ast handa við trúnaðarstarf það, sem honum hafði verið falið á hendur af Tiberiusi keisara sjálf- um. Hann hafði fengið skipun um að afla nákvaunra og ítar- legra upplýsinga um ástandið í Palestinu. Hvað eftir annað höfðu borist kvartanir frá Gyð- ingum vegna yfirráða Rómverja, en Rómverjar þeir, sem hurfu heim frá Palestinu kvörtuðu aft- ur yfir þvi, að engu tauti yrði við þennan vandræðalýð komið. f því augnamiði að vinna ekki fyrir gíg hafði hershöfðinginn, Valerius, ákveðið að snúa sér til æskuvinar síns, sein hann hafði komist á snoðir um að dvaldi þarna í fjarlægðinni, og hafði gengið í þjónustu rómverska undirkonungsins Herodesar Anti- pas í Galileu, og var þar höfuðs- maður. Hann bjó hér í austri í bæ, sem nefndist Kapernaum. Þá var hann kominn í heima- land þessarar einkennilegu þjóð- ar. Hér var fagurt. Dalurinn, sem hann reið um var eins og aldingarður, og hvert sem hann leit sá hann stóra aldinrunna eða blómskrúð, sem landið var þakið með. Það var ekki að undra að í þessu frjósama landi gæti lifað fjölmenn þjóð. Senni- lega voru Gyðingarnir vegna þessara miklu landskosta svona óþjálir, enda linti ekki klögu- málunum þeirra vegna, þótt Rómverjar létu þá afskiftalausa eins og fúlegg, að hans dómi. Þeir voru undanþegnir her- skyldu, og þeir höfðu fengið ó- átalið að halda trú sinni, sem þó var öllum óskiljanleg. Hann leit svo á, að auk skattanna, sem Gyðingar intu af hendi, bæri þeim einnig að gegna herskyldu og taka þátt í rómverskri guða- dýrkun jafnhliða eigin trúar- siðum. Þrátt fyrir alt þetta umburðarlyndi fór ástandið stöð- ugt versnandi. Samaria og Judea, hinir landshlutarnir tveir, höfðu verið sameinaðir í róni- verska nýlendu, sem fékk það víðtæka sjálfsstjórn, að æðsta valdið eitt var í höndum yfir- foringja rómversku setuliðs- sveitanna, landsstjórans. Þessa stjórnarhætti höfðu Rómverjar aðeins þar sem viltar þjóðir áttu í hlut, sem ekki gátu samlagast rómverskum siðum og lögum. Þrátt fyrir þetta gekk ekki á öðru en uppreistartilraunum. f þessu litla landi, sem ekki var nema 11000 km. að stærð, urðu Rómverjar að hafa hálfan legion setuliðs (3000 menn), sem bjuggu í setustöðvum viðsvegar uin landið, til þess að bæla nið- ur allar óeirðir, en svo virtist, sem Rómverjar gætu hvorki hreyft hönd né fót, án þess að brjóta með því gegn trúársiðum Gyðinga. — Þetta var það, sem Valerius átti að rannsaka nánar, og sem hann vildi fvrst fræðast um hjá höfuðsmanninum, áður en að hann gengi á fund land- stjórans, Pontiusar Pilatusar. Fjarlægðir voru litlar hér í landi. Hann var þegar kominn yfir fjalllendið, þótt nú væri rétt farið að halla degi, og nú hall- aði niður í móti og framundan glitraði G«nesaret-vatnið. Nú kom hann á veg, sem lá* með- fram vatninu, og ef haldið var til suðurs blasti við hin ný- bygða borg, sem Herodes hafði nefnt eftir keisaranum og kall- aði Tiberias. Þangað var ekki lengra en svo, að Valerius sá greinilega höllina með gullnu þökunum, og greindi einnig nokkrar musterisbyggingar, en hann hafði heyrt að þeirra vegna hefðu Gyðingarnir neitað að koma í nánd við borgina. Rétt norðan við krossgöturnar opn- aðist slétta, sem var fegurri og frjórri, en fjalllendi það, sem Valerius hafði haldið um, og enn norðar lá vegurinn í gegnum tvo smábæi að ákvörðunarstað Vral- eriusar — Kapernaum. Það var allstór hær, — stærsti hærinn við Genesaretvatnið og um hann lá mikla lestahrautin frá Damaskus til hafnarborgar- innar Akka. Nú, þegar regntim- inn var liðinn, var þetta mjög fjölfarin braut, af fótgangandi mönnum, vögnum og ríðandi fólki. Það var daglegur viðburð- ur að verzlunarlestir bar að, — úlfaldar undir þungum klyfjum, sem fluttu vörur til hafs, seigl- uðust áfram, stöðvuðust í út- jöðrum bæjarins og hvíldust þar yfir nóttina til þess svo að halda för sinni áfnfm næsta dag. Fisk- veiðar var þó aðal atvinnuvegur bæjarbúa. Það var strax auð- sætt á fjölda þeirra fiskibáta, sem á ströndinni lágu. Vatnið var viðfrægt fyrir fiskimergð, og fiskurinn var næst brauði meg- infæða Gyðinganna. Af þessum sökum var urmull af skipum á vatninu og auk fiskibátanna sigldu þarna stór róinversk flutningaskip og einstakar gulln- ar skemtisnekkjur frá Tiberias. Sigling á vatninu var þó engan vegin hættulaus. Hamslausir fellibyljir bárust yfir vatnið frá hinu þrönga fjalllendi, og um- hverfðu því á augnabliki. Þá ríkti angist í litlu fiskiþorpun- um við vatnið, sem lágu með litlu millibili alt umhverfis vatn- ið, þar sem fjöllin höfðu skilið eftir dálítið landsvæði til bygg- inga og beitar búpeningsins. Valerius inti eftir höfuðs- manninum, og var honum vísað á eitt af stórhýsum bæjarins. Hann steig af baki og um leið og hann barði að dyrum var hlið- ið opnað af hliðverðinum. Kall- að var á þræla og önnuðust þeir hestana og fylgdarlið hans, en dyravörðurinn fylgdi Valeriusi í gegnum hliðið og opnaðist þá Aiður skrautgarður, og í hon- um miðjum var goshrunnur. Höfuðsmaðurinn gekk i móti Valeriusi og heilsaði honum hjartanlega, en sízt af öllu hafði hann búist við að hitta stríðsfé- laga sinn hér úti á hjara ver- aldar. Strax var Valeriusi fylgt til gestaherbergis, herklæðin dregin af honum, hann þveginn og smurður með olíu. Þvínæst klæddist hann rómverskum kirtli, léttum og þægilegum og að því loknu lögðust þeir vinirn- ir á eitt hægindi, sem þremur var ætlað, og stóð við hálf hring- myndað borð. Þeir lágu á vinstri olnboga, en seildust með hægri hendi eftir matnum, sem borinn var á borð af þrælunum. Aðal- lega var framreitt, — eins og al- staðar i Palestinu, —• hv^iti- brauð, en með því var neytt nokkurra smáfiska, þá alskyns ávexti, olífur og fíkjur og ríku- lega var vínið fram borið. Hið fjörgandi vín frá Hebronsdal í Judeu, blandað með vatni, end- urnærði og hresti ferðamanninn til fullnustu, enda fullyrti höf- uðsmaðurinn það, að tveir væru til vökvar, sem endurnærðu lik- amann: að utan olían en hið innra vínið. Er höfuðsmaðurinn hafði int af hendi risnuskyldu sína, skýrði Valerius honum aftur á-móti frá því hvernig á ferðum hans stæði. Er hann gat þess að hann hefði í hyggju að fara frá Kapernaum til Cesarea þar sem landsstjór- inn hafði aðsetur, skaut höfuðs- maðurinn því inn, að landsstjór- inn færi ávalt um þetta leyti árs til Jerusalem, og héldi þar kyrru fyrir meðan hátíð Gyðinganna,— páskarnir — stæðu yfir. Skýrði hann frá því, að Gyðingar frá allri Palestinu söfnuðust þar saman um þetta leyti, en auk þess kæmi þangað fjöldi Gyð- inga frá öllu Rómaveldi, þannig að bærinn fyltist af fólki eins og maurabú. íbúar bæjarins væru um 100,000, en á páskunum þre- faldaðist sá fjöldi, en eins og ástandið væri í landinu, þyrfti þá óhjákvæmilega að fjölga setu- liðinu þar meðan á hátíðinni sta'ði. Þar væru nú um 600 manna liðssveit og auk þess sveit riddaraliðs, en á páskunum færi Pilatus þangað sjálfur til þess að hafa hemil á óróaseggjunum. Ef þú vilt hitta landstjórann verður þú sjálfur að fara þang- að. Þangað á eg raunar sjálfur erindi og skal eg því slást í för með þér, og skýra þér frá á- standinu á leiðinni,” sagði hann að lokum. Morguninn næsta sýndi höf- uðsmaðurinn gesti sinum híhýli sín. Húsið var bygt á sama hátt og flest stórhýsi í Palestinu, í ferhyrning. f bakálmunni voru vistarverur kvennanna, og þar var einnig eldhúsið og í því var brauð bakað daglega. Hveiti- mjölið i brauðin var malað í handkvörn, en hún var búin til úr stórum steini með holu í, en í þeirri holu lék annar steinn minni, sem muldi kornið. f hliðarálmunum var birgða- geymslan og bústaður þrælanna. Á þessum tíma var aðbúð þeirra mjög ill í öllu Rómaveldi, en vegna hinna mannúðlegu ákvæða Moselögmálsins, var hún mikl- um mun betri meðal Gyðing- anna. f framhlið byggingarinn- ar, þar sem hliðið var að göt- unni, lágu gestaherbergin og inn- göngusalur, en frá honum lágu dyr inn í garðinn, en við hlið þeirra aðrar dyr, þar sem geng- ið var upp í sal einn, sem lá á allri efstu hæðinni. Þar kom fjölskyldan saman við hátíðleg tækifæri. Ljósið féll inn á múr- steinsgólfið gegnum op á múr- vegg þeim, sem sneri að garðin- um, en gler var aðeins notað meðal auðkýfinganna. úr þess- um sal lágu tröppur upp á þak- ið, en umhverfis það var girð- ing, og var þar mjög þægilegur dvalarstaður í þessu heita lofts- lagi, nema að eins meðan rign- ingartíminn stóð yfir. Einkum var þetta þægilegt á eftirmið- dögum, þegar sólin var tekin að lækka á himni, og auk þess var þarna hið dásamlegasta útsýni yfir Genesaretvatnið og bæinn með hinum þröngu götum. Hús fátæklinganna voru óftast ein hæð, og var kvikfénaðurinn í öðrum endanum, en fjölskyldan hjó í hinum, og var þangað að- eins upp að ganga eina eða tvær tröppur úr fjárhúsinu. Fátt var þar um hægindi, en gólfið var notað, sem rúm, stóll og mat- borð. Ljósið féll inn um dyrn- ar, og þar var enginn olíulampi í miðju lofti, sem brann stöðugt, enda var það eitt og hið sama að segja um einhvern, “að hann svæfi í myrkri” og það að segja að hann væri fátækur. Rétt hjá húsi höfuðsinannsins sá Valerius nokkuð stóra bygg- ingu einálma, og er hann spurði, svaraði höfuðsmaðurinn því, að þetta væri bænhúsið (Synagog). Valerius vissi vel hvað það var, því að í öllum bæjum Rómaveld- is voru Gyðingar, og þar sem þeir hittust og héldu hvildardag- inn heilagan hvern laugardag. Það, sem vakti hinsvegar undrun Valeriusar, var að heyra, að höf- uðsmaðurinn hafði sjálfur ann- ast byggingu þessa — byggingu samkomuhúss Gyðinganna, — enda þótt hann væri Rómverji. Nú fékk hann einnig það að heyra að höfuðsmaðurinn hefði sjálfur hallast að Gyðingatrú, og lifði eftir hennar boðorðum, — að minsta kosti þeim merkustu. Valerius hafði einnig frétt það, að þeir voru nokkrir, sem hefðu gengið Gyðingatrú á hönd, og hefðu verið umskornir. Skuld- bundu þeir sig til að fylgja í öllu boðorðum Gyðinga og siðavenj- um. Þessa menn viðurkendu Gyðingar þó ekki fyllilega, og því siður hina, sem voru all- nokkrir, sem kallaðir voru guð- hræddir menn, og sem ekki létu umskera sig, en fylgdu þó sið- um Gyðinga um hvíldardag og matarhæfi, og neyttu því hvorki svínakjöts né hlóðs. Undrandi hlýddi Valerius á frásögn höf- uðsmannsins um trú sína á guð Gyðinganna, sem þeir máttu ekki búa til myndir af, og nafn hans — Jahve — ekki nefna. Og þótt höfuðsmaðurinn heiðr- aði guð þeirra, héldi boðorðin, gæfi ölmusur og hefði meira að segja hvgt bænhús, .sem hann sótti að staðaldri hvern hvíldar- dag og aðrar vikulegar samkom- ur á mánudögum og fimtudög- um, forðuðust Gyðingarnir hann með því að hann var ekki um- skorinn, en mörgum þeirra var þó vel til hans. Enginn Gyð- ingur kom i hús hans, og þeir, sem voru kreddufastastir vildu ekkert hafa saman við hann að sælda utan húss. Alt þetta var nægt umræðu- efni, er þeir riðu morguninn eft- ir út úr bænum og lögðu suður á leið. Meðan hestarnir tifuðu eftir mjóum troðningum, sem lágu upp í fjalllendið, reyndi höfuðsmaðurinn að rökstyðja skoðanir sínar, en Valerius ásak- aði hann harðlega fyrir að láta af trú sinni á hina rómversku guði, til þess eins að leita til undrasagna Gyðinganna og dul- trúar þeirra. “Getur þú ekki skilið, hve trú Gyðinganna er hrein og háleit, með því að þeir trúa á einn al- máttugan guð, en Rómverjar trúa aftur á móti á heilan hóp af guðum, sem eiga sér hina andstyggilegustu sögu, og sem raunar enginn trúir á. Sér þú ekki hve alt framferði Gyðing- anna vitnar um mátt guðs þeirra. Til þess hafa þeir öll þessi boð- orð og siðareglur sem aðrir skilja ekki, að menn lifi í sem nánustu samfélagi við hann. Guð býr meðal fólksins, þótt hann sé ósýnilegur, en andi hans dvelur í musterinu í Jerúsalem, ef fólkið lifir hreinu lífi eins og boðorðin bjóða. Því er það Gyðingum lífsskilyrði að varðveita hrein- leikann, og það verður því að- eins gert að boðorðin og siða- reglurnar séu haldnar í heiðri. Af þeim sökum getur Rómaveld- ið og Gyðingdómurinn aldrei átt samleið, með því að Rómaveldið hlýtur að óhreinka lýðinn. Þetta er það, sem ber við á degi hverj- um, og veldur Gyðingum gremju, sem brýst út í óeirðum og upp- reistum, en Rómverjar geta ekki skilið þær orsakir, sem þessu valda.” Þeir voru nú komnir að landa- mærum Galileu, og í fjalllend- inu, sem þeir fóru um opnuðust ávalt nýir og frjósamir dalir, og í þeim stóðu Ijómandi fögur litil þorp, Kana, Nazareth og mörg fleiri. Höfuðsmaðurinn skýrði frá þvi helzta, sem fyrir augun bar, og er þeir sáu Nazareth gat hann þess að mjög merkilegt fyrirbrigði hefði viljað til, en þar ætti spámaður einn hlut að máli, sem fæddur var í Nazareth, en dvalið hafði um skeið i Kap- ernaum. Ungur þræll, sem höf- uðsmanninum þótti mjög vænt um, hafði ' veikst skyndilega og lá fyrir dauðanum, en eitt orð |frá munni spámannsins hafði læknað hann algerlega. Spámað- urinn, Jesú að nafni, átti fjölda áhangenda og ferðaðist um land- ið, talaði og gerði kraftaverk, sem ollu miklum æsingum með og i móti. — Meðal þessarar þjóðar höfðu uppi verið fjöldi spámanna, en enginn þeirra hafði haft ti! að bera jafnmik- inn myndugleik og mátt, sem þessi. Sumir töldu að hann myndi brjóta veldi Rómverja á hak aftur. Valerius skildi ekkert í vini sínum. Var nokkurt vit í því að hann, hraustur Rómverji, skyldi verða svo tryltur og tröll- um gefinn. Það var heppilegt, að nú gafst þeim annað umhugs- unarefni. Þeir voru komnir að landamærum rómversku nýlend- unnar, og þar eð þeir voru róm- verskir borgarar riðu þeir ó- hindraðir yfir þau, en námu svo staðar til þess að horfa á tollheimtumennina að störfum, með því að þar var fjöldi ferða- manna, sem ætluðu til Jerúsalem eins og þeir. — Eins og tíðkað- ist alstaðar í Rómaveldi var tol 1 eftirlitið selt á leigu, en sá er réttindin hafði þannig leigt, lieigði þau síðan öðrum að ein- hverju leyti, og þar eð allir þurftu að hafa sitt, var hitt held- ur ekki að undra, eins og höf- uðsmaðurinn benti réttilega á, að oft risi upp deilur og sjö- unda boðorðið væri þverbrotið. Við öll landamæri þessa lands- hluta Voru tollverðir, og þegar sikattarnir til Róm og muster- isins í Jerúsalem hættust þar á ofan, varð skattabyrðin of þung og margir Gyðingar urðu ör- eigar. Vraleriusi til mikillar undrun- ar lögðu flestir Gyðinganna leið sína til austurs, í stað þess að fara yfir Samariu og beint í suður. Höfuðsmaðurinn gaf honum þá skýringu á þessu, að svo væri mikill fjandskapur mill- um Gyðinga og Samverja, að hinir fyrnefndu kysu heldur að fara þennan langa krók yfir ána Jórdan, yfir Austur-Jordaniu og enn yfir ána og þvinæst yfir* Jericho til Jerúsalem. Fjand- skapur þessi ætti rót sína að rekja til þess, að Samverjar, þótt Gyðingatrúar væru, viður- kendu ekki öll boðorðin, og til- háðu ekki guð i musterinu Jerú- salem, heldur á fjallinu Garzim suður af borginni Samariu. Áður en þeir tóku á sig náðir í gistihúsinu, horfðu þeir stund- arkorn á hið dásamlega útsýni yfir hásléttuna í vestri, — Jiz- reelsléttuna, en ieins og nafnið bendir til (guð sáir sæðinu) var sléttan ákaflega frjósöm, og var nú að vorlagi í fegursta skrúði með hárauðum blómum granat- trjánna, og hvítum blómum myrtunnar, en auk þess úði og grúði af liljum, hyacinthum, tulipönum og anemonum. Slétt- an var gamall sögustaður, og hafði verið vigvöllur frá forn- öld. Hér var það, sem ísraels- menn börðust gegn þeim þjóð- flokkum, siem bjuggu þarna í upphafi, er þeir héldu inn í fyr- irheitna landið, og hér æddu brynvagnar Egyptalandskonungs gegn Josias konungi. En yfir sléttuna miðja lá lestabrautin, og friðsamir kaupmenn fluttu með sér vörur og fréttir frá fjarlægum löndum. Árla næsta morguns yar ferð- inni haldið áfram áleiðis til borgarinnar Samariu, og á þeirri leið fræddi höfuðsmaðurinn Valerius m. a. um það, að eng- inn Gyðingur vildi gefa Sam- verja að drekka, hvað þá p* hýsa hann, til þess að óhreink- ast ekki, og að nafnið Samverji væri smánaryrði meðal Gyðinga. Samverjarnir væru oft og einatt engin guðslömb, og oft vildi það til að þeir réðust á verzlunar- lestir Gyðinga, sein stundum færu yfir land þeirra til að stytta sér leið, og komið hefði það fyr- ir, að á páskahátíðinni hefðu þeir kastað beinum inn á must- erissvæðið í Jerúsalem. en það leiddi aftur af sér að gera varð hlé á hátíðahöldunum, með því að musterið var saurgað, og varð þá að hreinsa það að nýju. í borginni Samariu, sem Hero- des mikli hafði skreytt með feg- urstu musterum og súlnagöng- um, gistu þeir hjá höfuðsmanni einum, en árla daginn eftir héldu þeir áfram ferð sinni, fram hjá hænum Sichem og Garizims- fjallinu, sem musteri Samverj- anna stóð á. Héldu þeir svo enn áfram að brunni ættföðursins Jakobs, þar sem vegurinn skift- ist og liggur annar til Jericho, nálguðust nú Juda-fjöllin, sem en hinn til Jerúsalem. Þeir eru brattari og stórskornari, og því að sjálfsögðu ekki eins frjó- frjósöm, með því að aðeins í daladrögum og einstaka vinjum var gróðurinn jafn ríkulegur og í norðurhéruðunum. Valeriusi gafst gott færi á að kynnast þjóðlifinp á þessari leið sinni. f þorpunum, sem þeir fóru um sáu þeir margskyns þjóðhætti. -— Á einum stað stóð brúðkaup yfir. Með söng og gleðskap hélt blómumskreytt fylgdarlið brúðarinnar með hana álieiðis til húss brúðgumans, þar sem veizlan skyldi haldin. í Ijóðum þeim, sem sungin voru, var hún lofuð hástöfum fyrir fegurð og var brúðhjónunum likt við konung og drotningu. Brúðkaupið sjálft var í rauninni gleðiveizla, með því að það voru festarnar, — heiti föðurs brúð- gumans og brúðarinnar, — sem var bindandi fyrir guði og mönn- um. — f öðru þorpi stóð yfir jarðarför. Á eftir likbörunum gekk fjölskyldan, en auk þess tveir flautuleikarar og grátkon- ur, sem gerðu óskaplegan há- vaða. Þetta var það allra íburð- arminsta sem unt var að hafa, og jafnvel örsnauðasta fólkið varð að hlita þvi. — Hörmuleg- ast var að horfa á limafallssjúku mennina, sem stóðu í tötrum sínum nokkuð frá alfaraleið og æptu og báðu beininga. Ef þeir komu of nálægt hinum heil- brigðu, grýttu þeir hina lima- fallssjúku menn til þess að halda heilsu sinni. Er þeir nálguðust Jerúsalem var fólksstraumurinn þéttari á þjóðveginum, og alt var þetta fólk að fara á páskahátíðina Vms tungumál voru töluð og mállýzkur, en mest bar á hinni hrjúfu mállýzku Galileanna. Margir töluðu grísku, enda sóttu margir Gyðingar frá Grikklandi páskahátíðina, og svo virtist sem flestir í Palestinu skildu grisku. í hópi ferðamannanna voru bæði fyrirmenn, — prestar, embættis- menn og auðkýfingar, sem báru flaxandi kápu ermalanga, — en auk þess alþýða manna, sem var klædd i úlpu, sem á voru göt fyrir höfuð og hendur. Allir voru þeir í hvitum kirtlum undir úlpunum, semi haldið var saman með breiðu og mjög löngu belti, er var vafið mörgum sinnum um mittið og var notað einnig sem vasi. Konurnar voru í svipuð- um klæðum, en þau voru síðari. Á fótum höfðu allir ilskó og vefjarhött á höfði, það var mjög skemtileg sjón að sjá alla þessa ferðalanga, gangandi, akandi eða riðandi á ösnum, alstaðar á veg- inum svo langt sem augað eygði, enda veitti ekki af því að fá ein- hverja tilbreytni í nágrenni Jerúsalem, sem aðallega var grýtt og sendin eyðimörk, með einstaka olíuviðarlundum. Nú sáu þeir Jerúsalem greini- lega. Framundan þeim snar- hallaði veginum niður á við, en þvinæst lá hann álíka brattur upp að borginni sjálfri. Nokkr- um árum síðar stóð þarna róm- verskur her, og hlakkaði yfir öllu því mikla herfangi, sem biðí hans í borginni. í vestri gnæfðí

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.