Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. . JANÚAR 1940
-----------Högfatrg-----------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THK CObUMBlA PHESS, L.IMITKD
«95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG, 69 5 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 uin árið — Borgist fyrirfram
The “Dögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited. 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
I áttina til lífsins
Vetrarsólhvxirf eru um garð gengin, og
daginn tekið að lengja; dauðamörkum fækk-
ar, dagsbrunin hækkar. Og þrátt fyrir blik-
ur og bakka, benda nú eyktamörk til þess,
að á vettvangi íslenzkra mannfélagsmála í
Vesturvegi sé heillavænleg afturelding í að-
sigi; forboði nýrrar dögunar. —
Hún er hvorttveggja í senn, viðkvæm
og þung, ábyrgðin, sem því er samfara, að
vera af góðum stofni, svo sem vér erum Is-
lendingar, arfþegar Egils og Snorra; sú
ábyrgð er fjölj>ætt, og óaðskiljanleg frá til-
veru vorri. En hvernig fram úr ræðst veltur
á manngildi sjálfra vor og hollustu vorri við
þau menningarverðmæti, er hinn norræni
kynstofn trúði oss fyrir; ávalt þegar í
krappan kemur, og mest reynir á þolrif,
bregður upp í liuga vorum vísu Þorsteins
Erlingssonar:
“Eg verð kannske í herrans hjörð
hrakinn meinasauður,
en enginn fær mig ofan í jörð
áður en eg er dauður.”
Oss Vestmönnum er ekki með öllu ó-
kunnugt um þjóðræknislegar krossgötur; vér
höfum verið furðu lægnir í því, að skapa
slík viðhorf með sundrung og tortryggni;
um yfirráðin í mannfélagslegum samtökum
vorum hafa barist af kappi miklu tvenns-
konar stefnur; annarsvegar dánárbleik von-
leysissitefna, en hinsvegar blóðrík sjálfsvarn-
arstefna; en góðu heilli bendir bendir nú í
allra síðustu tíð eitt og annað til þess, að
sjálfsvarnarstefnunni eða manndómsstefn-
unni sé að vaxa fiskur um hrygg og félags-
leg samtök vor að þroskast í áttina til lífsins.
A það er þráfaldlega bent, hvert sálu-
hjálparatriði }>að sé, að búa. sig undir dauð-
ann. En hvað er um undirbúninginn undir
framtakið og lífið?
Vér fáum ekki undir neinum kringum-
stæðum sætt oss við }>að, að dauðinn sé tak-
mark lífsins; oss skilst að líflína sérhvers
manns sé eilíf og óhrökkvanleg; hið sama á
einnig að gilda um mál og menningu ein-
staklinga og þjóða.
Vér íslendingar mælum á þá fegurstu
tungu, sem mannheimar vita um; tunguna,
sem svo er auðug, að hún á orð “yfir alt,
sem er hugsað á jöyðu”; hennar vegna ber
oss öllum að hertýgjast í þjónustu lífsins.
Og því aðeins megum vér, íslenzkir menn,
sjálfbyrgir verða með nokkura von um
“þegnrétt í ljóssins ríki,” að vér sýnum í
glæsilegum nytjaverkum trúmensku við eðli
vort og ætt; að öðrum kosti eigum vér það
á hættu, að standa við brautarendann eins
og lítilmenni og brennimerktir svikarar við
stofn vorn og þann guð, sem að gaf oss
landið. Og vasklegra miklu er það, að berj-
ast til þrautar eins og norrænum mönnum
sæmir, en veslast upp og lifa við lítinn orð-
stír tilgangslitlu og litbrigðasnauðu lífi.
Vér eigum heilög vé að verja þar sem er
þjóðerni vort og tunga; í þeirri vörn má
enginn skerast úr leik, hvernig sem viðrar
og viðhorfir í þann og þann svipinn.
Hönd yfir Kafið
í nýútkomnu hefti af tímaritinu Dvöl,
sem Vigfús Guðmundsson er ritstjóri að, er
gagnmerk ritgerð um kynni og samstarf ís-
lenzkrar æsku beggja vegna Atlantsála; rit-
gerðin nefnist “Ný tengsl yfir hafið,” og er
höfundur hennar ungur Þingeyingur, Karl
Strand, sem nú mun vera í þann veginn að
Ijúka námi í læknisfræði við háskóla Islands.
Til grundvallar fyrir ritgerð þessari liggur
útvarp Vestur-íslendinga til heimaþjóðar-
innar 1. desember 1938; vakti það meðal
annars þenna unga mentamann til meðvit-
undar um þá brýnu þörf, sem íslenzkum
æskulýð heima væri á auknum kynnum við
jafnaldra sína af íslenzkum stofni vestqji-
hafs; þetta gefur augljóslega til kynna, að
þeir, sem frumkvæði áttu að útvarpinu, unnu
ekki fyrir gíg- Ritgerðin á erindi til allra
Vestur-lslendinga, en þó fyrst og fremst til
æskulýðsins og með ])að fyrir augum er hún
endurbirt hér í blaðinu.
Mr. Hepburn samur við sig
Þegar Ontario fylkisþingið kom saman í
vikunni sem leið, lét Hepburn forsætisráð-
herra það verða sitt fyrsta verk, að knýja
fram yfirlýsingu á þingi, er veittist mjög að
King forsætisráðherra sambandsstjórnar og
ráðuneyti hans vegna aðgerðaleysis í sam-
bandi við þátttöku Canada. í stríðinu við
Þjóðverja. Forustumaður afturhaldsflokks-
ins í Ontario og leiðtogi hans í fylkisþinginu,
Col. Drew, lagði blessun sína skilyrðislaust
yfir þingsályktun Mr. Hepburns ásamt fylgi-
fiskum sínum á þingi. Allmargir úr hópi
Liberalþingmanna, greiddu atkvæði á móti
Mr. Hepburn, nokkrir voru fjarverandi, og
enn aðrir voru ófáanlegir til þess að greiða
atkvæði um þingsálybtunartillöguna. Engar
ákveðnar sakargiftir á hendur sambands-
stjórn bar Mr. Hepburn fram, heldur fór
hann eins og köttur í kringum heitt soð svo
að þingheimur var í raun og veru litlu nær
um það, hvert stefndi; slík bardagaaðferð
lætur Mr. Hepburn vel; jafnvel flestum
samtíðarmanna sinna betur, er nú fást við
stjórnmál í þessu landi.
Ætla hefði mátt, að nær hefði það staðið
Mr. Hepburn, að gera fylkisþinginu grein
fyrir eigin gerðum, áður en hann færðist
það í fang að húðstrýkja Mr. King og sam-
starfsmenn hans í ráðuneytinu; en aðalat-
riðið var þó það, að svala hefndarþorsta
sínum á Mr. King, án þess þó að varpa á það
nokkru ljósi hvert tilefni til hefndarinnar sé.
Ekki mintist Mr. Hepburn á það einu orði í
hverju vanræksla sambandsstjórnarinnar
með tilliti til stríðsins væri fólgin; slíkt var
í augum hans hvort sem var ekki ómaksins
vert; en hitt var ofur skiljanlegt, að Col.
Drew fylgdi Mr. Hepburn að mólum í um-
ræddu tilfelli; það hlaut óhjákva'milega að
verða vatn á hans myllu. En um Mr. Hep-
burn er það að segja, að litlar líkur eru til
að vegur hans vaxi við ítrekaðar árásir á
Mr. King; hitt talsvert líklegra, að þeirra
vegna vakni Mr. Hepburn einhverju sinni
upp við vondan draum, sviftur kjóli og kalli.
Samkvæmt fregnum frá Ottawa á mánu-
daginn, hafa flestöll félög Liberala í Ontario
þegar haldið fundi og lýst einróma trausti
á Mr. King vegna stríðsmálanna, auk þess
sem honum hafa borist símskeyti í þúsunda-
tali víðsvegar að úr landinu, er falla í sömu
átt.
-f-M-M-M
Samúð með finsku þjóðinni
Svo má segja, að samúð með finsku
þjóðinni sé lítt skift um allan hinn mentaða
heim; vörn hennar er slák, þó við geysilegt
ofurefli sé að etja, að jafnan mun verða til
einsdæma talin í sögunni; hafa Rauðliðar
fram að þessu sætt hinum verstu hrakförum,
mist ógrynni liðs og tapað hergögnum, sem
nema feikna fjárhæð. En betur má ef duga
skal, því enginn má við margnum, eins og
hið fornkveðna segir; peningahjálp er vitan-
lega í’’innum mikilsvirði; þó er hún vita-
skuld engan veginn einhlýt; þjóðin þarfnast
aukins mannafla eigi hún að fá reist rönd
við þeim rússneska manngrúa, sem Stalin
hefir á að skipa, og líkja má við mý á
mykjuskán; mannhjálpin verður fyrst og
fremst að koma frá Norðmönnum og Svíum.
Peningahjálp berst Finnum víðsvegar
að. Bandaríkin hafa, fyrir atbeina Herberts
Hoover, þegar sent finsku þjóðinni hátt á
þriðja hundrað þúsund dala til líknarþarfa,
og nú er í ráði að safna þar í landi þessu
til viðbótar, hálfri miljón dala. Canáda-
stjórn hefir veitt Finnum hundrað þúsund
dala lán itil þess að kaupa fyrir nauðsynja-
vörur hér í landi. Svíar hafa safnað í þessu
augnamiði freklega þrem miljónum króna, en
mikið fé hefir einnig, safnast á Bretlandi og
í Danmörku og Noregi. 1 Winnipegborg fór
fram dag einn merkjasala til arðs fyrir
styrktarsjóð Finna, og nam upphæð sú, er
inn kom, fimm þúsund og sex hundruð dölum.
Og ekki hefir Island látið mál þetta afskifta-
laust. Dag einn í desembermánuði ^síðast-
liðnum, fór fram merkjasala í Reykjavík, er
gaf af sér hálft áttunda þúsund króna, og
má það óneitanlega kallast vel af sér vikið,
'því ekki hafa allir þar af miklu að taka
fremur en annarsstaðar á yfirstandandi tíð.
Jóns Sigurðssonar félagið
Að því er vikið á öðrum stað hér í blað-
inu, að Jóns Sigurðssonar félagið efni til
skemtisamkomu á Morlboroug’h hótelinu hér
í borginni á föstudagskveldið þann 2. febr.
næstkomandi til liðsinnis þeim hermönnum
af íslenzkum stofni, er innritast hafa í her-
inn vegna núverandi Norðurálfustyrjaldar.
Með þessu vinnur félagið, engu síður en í
fyrra stríðinu, fagurt mannúðarverk, sem
öllum Islendingum er skylt að meta. Þess-
vegna ber þeim að fjölmenna á áminsta
samkomu.
Víðtœkt
þjóðrœknisátarf
Dr. Richard Beck á fáa sína
líka að því er við kemur afköst-
um á vettvangi þjóðræknismála
vorra; hefir hann með fræðslu-
starfsemi sinni i ræðu og riti,
svo víkkað landnám fslands í
Norður-Ameriku, að með krafta-
verkum telst.
Ritgerðir á þrem erlendum
málum um íslenzk efni eftir dr.
Richard Beck, prófessor í Norð-
urlandamálum og bókmentum
við ríkisháskólann í Norður
Dakota, hafa nýlega birzt í víð-
lesnum tímaritum og blöðum í
Bandarikjunum.
í jólahefti mánaðarritsins The
Friend í Minneapolis ritaði hann
á ensku ítarlega grein um Gunn-
ar Gunnarsson, “Gunnar Gunn-
arsson -— An Icelandic Master
of the Novel.” Gagnorð grein á
ensku uin Einar Benediktsson,
“The Dean of Icelandic Poets,”
eftir Dr. Beck, birtist í vetrar-
hefti hins víðkunna ársfjórð-
ungsrits, The American-Scandi-
navian Review; þar er einnig
prentuð þýðing próf. Watson
Kirkconnells á kvæði Einars
‘,Regn.” Þá birti dr. Beck einn-
ig á ensku lengri ritgerð um
Einar í norska vikublaðinu
Grand Forks Skandinav, ásamt
með þýðingu frú Jakobinu John-
son á kvæði hans “Norðurljós.”
Loks ritaði dr. Beck grein á
norsku um Einar í höfuðblað
Norðmanna vestan hafs, Decorah
Posten, einnig er þar birt hin
danska þýðing Olaf Hansens á
kvæðinu “Norðurljós.”
I danska ársritinu Julegranen,
sem gefið er út í Cedar Falls,
Iowa, er birt all-ítarleg grein á
dönsku pftir dr. Beck um séra
Matthías Jochumsson, “Lyr-
ikeren og Salmedigteren Mat»thias
Jochumsson”; er þýðing Olaf
Hansens á “Guð vors lands”
tekin upp i greinina og fylgir
henni mynd af skáldinu og af
Akureyri.
Dönsk þýðing eftir dr, Beck
á æfintýri Einars H. Kvaran
birtist í jólablaði danska viku-
blaðsins Dannevirke, sem einnig
er gefið út í Cedar Falls.
Stjarnan
Á tóna-himni listarinnar hefir
ný stjarna fæðst. Við höfum
séð hana nú undanfarinn tíma
og fylgt henni eftir.
Fyrir nokkrum árum síðan,
sást fyrsti glampi hennar. Smám
saman jókst hann og varð að
ljósi, er dreifði geislum í um-
hverfi sitt. Þessi stjarna íslend-
inga í Winnipeg er Pearl Pálma-
son, unga stúlkan, er hélt sam-
komu sína hér fyrir þremur á\-
um siðan.
Munið þið eftir henni þegar
hún beygði sitt gullna höfuð yfir
fiðluna sína og þið heyrðuð hina
lifandi tóna fiðlunnar svífa til
yðar hljómmjúka og töfrandi.
Þá var sagt: “Hér er stjarna
að myndast.”
Stjörnur listarinnar þurfa að
fara langa og erfiða braut til að
ná fullu Ijósi. Allar þeirra
stundir eru markaðar niður í
stöðuga rás. I morgunstundinni
byrjar starf þeirra, og i örmum
næturinnar svífa þær inn á tón-
svið draumalandsins.
Unga stúlkan hefir nú verið
um nokkur ár að heiman, og
aukist að þekkingu og leikni, hjá
meisturum þeim, er bezt kunna á
Norðurlöndum. Til ættlands
síns fór hún að finna þar ætt-
ingja slna. Þar hlýddi hún á
hin dulrænu öfl, sem faðir henn-
ar og móðir höfðu svo oft sagt
henni frá. Þar fanst henni hún
eiga heima. Miðnætursólina, er
foreldrar hennar sögðu henni
frá, sá hún með sínunt eigin
augum dreifa geislabrotum sín-
um yfir jökulbungur og um-
hverfi.
Hafrænan lék sér um vanga
hennar, sjávarniður og dunur
fossa hljómuðu í eyra hennar,
en með dagsbrún heilsaði hún
morgunstundinni með fiðlu
sinni. ómar hennar blönduðust
saman við stund dagsins í tón-
um fiðlunnar, og ómarnir bárust
að eyrum bóndans, er hafði
vaknað fyr en aðrir. Sagði hann
þá:
“Já, þetta likar mér! Stúlkan
sú arna á einhverntima eftir að
komast áfram í lífinu.”
Nú er hún komin til okkar
aftur, stúlkan okkar, er vaknaði
með dagsbrún þegar aðrir sváfu,
til að knýja fiðlustrengi sína.
Hvað ætlum við að gera til að
sýna að við metum ástundun
hennar? Ætlum við að fylgja
stjörnunni eftir á braut hennar
inn í sal vorrar ungu borgar, 8.
febrúar næstkomandi?
Við skulum allir mætast og
fvlla salinn 8. febrúar. Látum
sjá að við kunnum að skilja og
meta hina upprennandi stjörnu.
G. A. Stefánsson.
Islendingar
í Alftavatnsbygð
Þar eð eg hefi dregist á að
byrja að rita framhald af sögu
Álftavatnsbygðar, til prentunar í
Almanaki Thorgeirssons í Win-
nipeg, vil eg biðja alla, sem geta
að gefa mér upplýsingar um þá
landnema sem dánir eru og af-
komendur þeirra, því það er sið-
ferðisskylda, að láta ekki orðstír
þeirra og afrek gleymast.
Eg vil strax byrja á sögunni,
svo hún geti komið út í Alman-
akinu árið 1941. öllum er það
Ijóst, að ekki er hægt að vinna
svo mikið verk fyrir ekki neitt,
svo eg verð að biðja hvern bón^a
að borga 1 dollar til mín í rit-
laun, en sögu þeirra, sem dánir
eru og hinna, sem ekki hafa á-
stæður til , mun eg rita ókeypis.
Um hitt eru ekki skiftar skoð-
anir, að landnámssaga íslendinga
í Vesturheimi er þýðingarmikið
málefni fyrir alda og óborna, og
hefir bæði þjóðernislegt og bók-
mentalegt gildi, ekki síður en
hin forna Landnámssaga Is-
lands, sem Ari hinn fróði skrif-
aði fyrst, þegar hann fór að rita
íslenzkt tungumál á bækur, og
gerir oss nú mögulegt að rekja
ættir vorar til hinna fornu land-
námsmanna og herkonunga, sem
lifðu fyrir 1200 árum.
Þvi riður á að vanda sem bezt
til. sögunnar, og varðveitö sem
bezt minningu og svip feðra
vorra.
Lundar, 14. jan., 1940.
Sigurður Baldvinsson.
Islenzk framleiðsla
Tilraunir hafa verið gerðar til
bökunar á brauði úr íslenzkum
rúgi í brauðgerð K.E.A., og hefir
hann reynst fullkomlega jafn-
góður erlendum rúgi og virðist
hragð brauðanna sízt lakara.
Þá hafa einnig verið bökuð
rúgbrauð, sem að nokkru hafa
verið blönduð byggi, eða hér
um bil 1/3 bygg og 2/3 rúgmjöl,
og hafa þau hepnast mjög vel.
Rúgurinn og byggið, sem notað
hefir verið í brauðin, eru af ökr-
um K.E.A. í Klauf.
Þá hefir sama brauðgerð einn-
ig prófað að nota kartöflur til
helminga á móti rúgi í brauð
með þeim árangri, að seyddu
brauðin mega jafnvel teljast
betri með en án þeirra. óseyddu
rúgbrauðin mega einnig teljast
mjög sæmileg, þótt ekki sé hægt
að segja, að kartöflurnar bæti
þau.
Er það hæg leið að tryggja
íslenzkum kartöflum markað, ef
lögleitt yrði að brauðgerðarhús-
in notuðu kartöflur í vissum
hlutföllum í rúgbrauð og ef ti!
vill fleiri brauðtegundir. Gæti
það og sparað erlendan gjald-
eyri.
Laugaskóli og Laugalandsskóli
munu í vetur báðir nota islenzkt
byggmjöl til brauðgerðar. Mun
það flýta fyrir útbreiðslu ís-
lenzka; kornsins heimaræktaða
og skilningi á þýðingu þess.
—Dagur, 9. nóv.
Land-spendýr
“Landdýralífið á íslandi
mun yfirleitt vera fáskrúð-
ugra en i nokkru jafnstóru
landi.”
(Þorv. Thoroddsen).
fsland er ægi girt á alla vegu?
sem kunnugt er, og langt frá
öðrum löndum. Ræður því að
líkum, að hér muni fáar tegund-
ir landspendýra, aðrar en þær,
sem forfeður vorir hafa með sér
haft í öndverðu, eða síðar kunna
að hafa verið fluttar til lands-
ins. Fuglarnir þurftu ekki á að-
stoð manna að halda. Þeir
komu hingað á leiðum loftsins
—“með fjaðrabliki háa vega-
Ieysu.” Og sumir undu sér svo
vel, að sezt var um kyrt, og
hvergi farið, þó að haustið þeytti
lúður sinn og boðaði komu hins
kalda og langa vetrar. Lagar-
dýrum var og leiðin greið að
ströndum landsins enda er sæ-
dýralíf hér við land talið “auð-
ugt og margbrotið.” En land-
spendýrum voru allar leiðir ó-
færar, jafnt um blávegu lofts
sem í djúpi hafs og hranna. Þau
komust ekki hingað, nema fyrir
atbeina og aðstoð manna. Fjalla-
refurinn er líklega eina undan-
tekningin. Hann hefir skoppað
hingað á isum einhverntíma í
fyrndinni, skinnið að tarna, og
verið hér ‘fyrir, en forfeður vorir
námu landið.
•
Svo segir hinn lærði maður^
dr. Bjarni Sæmundsson, að spen-
dýrategundir á íslandi og í sjón-
um við strendur þess, sé nú
taldar 46. “Af þeim eru 26 sjáv-
ardýr og 20 landdýr.” — Hann
segir ennfremur: “Eins og al-
kunnugt er, er landspendýralíf
íslands -(þegar um millidýrin
ein er að ræða) mjög fáskrúð-
ugt að tegundafjöldá, miklu fá-
skrúðugra en í nágrannalöndum
vorum, bæði austan og vestan
hafs. Hér á landi eru aðeins 6
landspendýr, sem menn hafa
ekki flutt viljandi inn í landið;
3 þeirra (húsamús og 2 teg.
rottu, hafa fluzt með mönnum,
án vilja þeirra og vitundar, og
hið 4., skógarmúsin, sennilega
líka. Annað hinna tveggja, sem
hafa komist af sjálfsdáðum til
landsins, hvitabjörninn, getur
tæplega talist “heimilisfast” hér,
svo það er að eins eitt, fjalla-
refurinn, sem má telja að orðið
sé íslenzkt dýr, komið hingað
án atbeina mannsins, og engar
menjar finnast hér horfinna
landspendýra. — Til samanburð-
ar má geta þess, að á Grænlandi,
sem að mestu er þakið jökli, eru
þó 8 landspendýr vilt, sem má
telja góða og gilda Grænlendinga
(fjallaref, úlf, hreysikött, hvita-
björn, hreindýr, moskusnaut,
helsislæmingja og snæhéra), í
Noregi 47 lifandi (2 horfin) óg
1 aldauða (mammút) og í Dan-
mörku álíka mörg lifandi og
nokkur aldauða.”
—Dýrverndarinn, des. ’39.
Peningana eða lífið
Tveir menn hittust dag nokk-
urn á skrifstofu. Annar bað
hinn um fjárframlag til kirkj-
unnar.
“Þetta er nú undarlegt,” svar-
aði hann, “að kirkjan skuli altaf
þurfa meiri peninga.”
, “ó,já,” svaraði hinn; “en nú *
skuluð þér heyra: Eg átti einu
sinni son. Þegar hann var barn,
kostaði hann mig mikið, ýmist
þurfti hann skó, ný föt o. s. frv.;
seinna bættist skólinn og ment-
un hans við, og þvi stærri sem
hann varð, því meir kostaði
hann mig. En því miður misti
eg hann. Og nú, þegar hann er
dáinn, kostar hann mig ekki
einn eyri.”
—Dauð kirkja kostar ekki
mikið fé; en lifandi kirkja, sem
vex og breiðist út, þarfnast fjár.