Lögberg - 25.01.1940, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1940
Lífsvefarinn
Eftir “FIONA MACLEOD”
(William Sharp)
I seinasta sinn, sem Mannaleitarinn sást
í Strath-Nair, þá birtist hann ekki Alasdair
Macleod, heldur litla drengnum Art Mac-
arthur, faíddum af Mary Gilchrist, er kynst
hafði konunnar þrautum.
Art var sannarlega lítið barn, er hann
vegna einstæðingsskapar síns hafði vilzt af
leið og lá með grátekka innan burknanna á
lækjarbakka í Dimmadal. Er hann varð
tullþroska maður og enda nálgst ljósaskifti
lífsáranna, var hann enn elskaður af ölliun,
jafnt konum sem körlum, því söngvar hans
voru margir og mjúkir og einlægni hjartans
rík; hann var sanngóður maður, sem enga
andúð bar í brjósti til nokkurs manns.
Það var honum, eins og barni í Strath-
Nair, að Mannaleitarinn birtist; og sumir
st*sja það hafi verið að kveldi þess dags, er
Alasdair Og dó, þó um það geti eg ekkert
sagt. Pin það sem hann sá, og það sem
hann heyrði, var eins og mána-glit, er féll
á hið dimma haf hugar hans, sökti sér í djúp
þess og fylti }>að af dýrðarbjarma til síðasta
dags lífs hans. Art Macarthur átti því ætíð
inst í hjarta þann hugarheim, er þrunginn
var töfrum hins milda, sí-leiftranda dýrðar-
bjarma er knúði fram í sál hans stöðugan
lofsöng. Eg spurði hann eitt sinn hvað til
}jess k.æmi, að hann fengi heyrt það, sem svo
fáir aðrir gætu greint, en hann brosti aðeins
og mælti: “Þegar hjartað er þrungið af
kærleika, drjúpa af því inn í hugann sval-
andi daggardropar, og þá er það sem gleði-
söngurinn ómar svo að undir tekur í heyr-
andans sál.”
Það hlvtur að hafa verið vegna þessa
syngjandi friðar-bjarma, er sál hans fylti,
að margir, er honum unnu, litu til hans sem
ljósbera. Hugur Arts var sem kóralsskel,
er innilukti hinn sí-endurtakandi nið hafsins;
að kynnast houm var sem að heyra og helga
sér andardrátt hins óendanlega úthafs undr-
unar, leyndardóms og fegurðar, er hann var
hinn }>ögli boðberi fyrir. Nú á hann hinn
eilífa friðinn, þar sem hann hvílir undir
Iynginu í f jarlægri heiðarbrekku; en Manna-
leitarinn mun senda hann hingað aftur til að
dreifa ljósi á báru hafsins og bjarma-flóði á
brúna jörð.
Nú skal eg reyna að lýsa þessu sqeul,
sem næst því, er Art Macarthur hafði það
upp fyrir mér, þó hann segði sjálfur, að það
alt væri ekki aðeins barnsdraumur sinn, því
með líðandi árum hefði vaknað að nýju ýms-
ar endurminningar og nýr skilningur vfir
þær lagst, eins og }>á litardýrð og unaðsilmur
skapast á og í þroskandi blómi:
“Oft og einatt er alt þetta fyrir mig
eins og draumur, sem fyrirvaralaust birtist
mér. Aftur og aftur hefi eg revnt að skvgn-
ast inn í hið græna dalverpi hugans, þaðan
sem hann kemur og þangað er hann hverfur
aftur sem leiftur í regnbogans bjarma. Þeg-
ar eg revni að nálgast það fil að ná skilningi
á því hvort þetta sé vængjuð dýrðarsýn í
djúpi sálar, eða það væri vissulega eitthvað,
sem fyrir mig kom á viðkvæmri barnæsku-
tíð, og sjá! — það er morgunsár-bjarmi,
er dagsljósið bugar — stjama, sem hverf-
ur við upprás sólar, — fallandi daggartár.
En ekki mun eg gleyma þessu, nei, aldrei
— aldrei, þar til þögul bla'ja gróandi grasa
hylur augu mín, mun eg gleyma }>eirri rökk-
ursýn, þeim ljósaskiftum!
Bitur eru barnsins tár. Alt sem við
tölum með fánýtum orðum, segir það gegn-
um fljótandi amatár. Óttinn gagntók mig
þenna dag. Mér fanst sem ótal óvinir feldist
þarna í burknafla'kjunum. Stunur andvar-
ans í greium trjánna, og bunuhljóð lækjarins
við hlið mér, er áður bárust mér eins og
ljúflingslag, vroru nú sem ógnandi raddir.
Hinn kyrláti sólbjarmi á burknabreiðunni
vrarð nú fyrir mér sem logandi bál.—
Hinar grimmu verur, er hyldist í skugg-
anum, hefði augun á mér á vanmætti mínum.
Þegar myrkrið legðist yfir myndi eg deyja
í klóm einhverra villidýra. Skyldi mamma
aldrei koma með frelsandi faðminn sinn og
ljúfu ástaraugun, mild eins og kertaljósin
heima?
Nú stöðvuðust grátsitunur mínar, því eg
hevrði fótatak. Með ótfasvipnum, sem á
mér, litla drengnum, var, leit eg við í áttina
þangað sem fótatakið heyrðist úr, til þess að
sjá, hvrer kæmi utan úr auðninni. Það var
hár maður, grannur og þreytulegur, með
síða hárlokka hangandi niður um andlitið.
Fölur var hann, eins og Ijósmynd í mána-
skini. I'egar eg leit í augu hans, hvarf mér
óðara allur ótti. í djúpi þeirra var sem
móður-ástin brosti við mér.
“Og ert þetta þú, Art, lennavan-mo?”
spurði hann, er hann beygði áig niður og tók
mig í fang sér. Nú var eg alls-óhræddur og
tárin horfin af augum mér.
“E'ftir hverju ertu að hlusta, litli
dreng-ur minn,” hvíslaði hann er hann sá
mig leggja með gaumgæfni eyra við einhverj-
um hljómi, er eg vissi ekki hvað vera myndi.
“Það veit eg ekki,” svarað, eg, “en mér
fanst eg heyra söngs-óma þarna innan úr
skóginum.”
Nú heyrði eg þetta áreiðanlega. Það
var undursamlega mjúkt sönglag, og draum-
kent, eins og lágur hörpuómur. Sjálfur
Callum Dall hefði ekki getað knúið fram
dýrðlegri tóna úr belgjapípu sinni, — og
Callum var sjöundi sonur, fæddur inn í milt
mánaskinið.
“Viltu, á þessari nótt nóttanna, koma
með mér, Art litli ” spurði maðurinn og
lagði um leið vrarir sínar á brá mér, er færði
mér friðandi hvíldarkend.
“Það vil eg sannarlega,” sagði eg og
féll þegar í væran svefn.
Þegar eg vraknaði aftur, vorum við
komnir í veiðimannsbústað, sem stóð við
efri brún Dimmadals.
í herherginu stóð langt, óheflað borð,
og eg starði undrandi, er eg sá á því skálar,
stóra mjólkurkönnu, disk þakinn haframjöls-
kökum og }>ar hjá brúnan rúgbrauðshleif.
“Art litli,” sagði maðurinn, sem enn
hafði mig í fanginu, “veiztu hver eg er?”
“Þú ert prins, að eg held,” voru hin
feimnislegu orð, er af vörum mínum hrutu.
“Yissulega, lennav-aghray, er það svo.
Prins Friðarins er eg nefndur.”
“Og hverjir eru það, sem eiga að neyta
alls þessa?” spurði eg.
“Þetta er kvöldmáltíðarborðið, ” sagði
Prinsinn svo lágt, að eg heyrði naumast orð
hans; og mér virtist sem hann hvíslaði:
“Því daglega dey eg og ætíð brjóta hinir
tólf brauðið með mér áður en eg dey.”
Þá tók eg eftir því að sex skálar stóðu
á annari rönd borðsins og aðrar sex á hinni.
“Hvert er nafn þitt, ó Prins?”
“Iosa.”
“Og hefir þú ekkert annað nafn en
þetta?”
“Eg er nefndur Iosa mac Dhe.”
“Og er það hér, sem þú dvelur?”
“Já Art, drengurinn minn litli; þegar
eg snerti augu þín með kossi, þá munt þú og
sjá þá, sem sitja til borðs með mér.”
Að þessu mæltu kysti Prinsinn, sem
kallaður er Iosa, augu mín og þau urðu
skygn.
“Þú munt aldrei framar missa að öllu
sjónina,” hvíslaði hann, og það er þess
vegna, að í gegnum öll mín mörgu ár hefir
gleðin ríkt í sál minni.
Það sem eg nú sá, var óvanalegt og
undravert. Tólf menn sátu við borðið og
horfðu ástþrungnum augum til Iosa. En
þeir voru ekki líkir neinum, er eg hafði áður
augum litið. Háir voru þeir og ljósir yfir-
litum og mikilúðgir sem morgunsár í eyði-
mörk; — allir nema einn, er var drungaleg-
ur og sem skuggi hvíldi yfir ásjónu hans og
í óttaþrungnu augnaráðinu.
Mér virtist sem sérhver þeirra væri hul-
inn ljómandi þokuhjúp. Augu þeirra lýstu
sem stjörnur inni í móðunni.
Aður en liver þeirra um sig braut brauð-
ið eða dýfði skeið í skálina, er fyrir framan
hann stóð, lagði sá þrjár skyttur á borðið
hjá sér.
Lengi horfði eg á þessa borðsgesti, en
var alls óhræddur, því Iosa hélt enn á mér
í faðmi sínum.
“Hverjir eru þessir menn?” spurði
hann mig.
“Synir guðs,” svaraðl eg, án þess að
vita hvað eg sagði, verandi aðeins lítið barn.
Hann brosti við þessu. “Sjá,” sagði
hann og talaði til liinna tólf manna er við
máltíðina sátu, “sjá, þetta litla barn er
vitrara en hinn vitrasti ykkar.” Við þessi
orð breiddist gleðibros um andlit allra
þeirra, nema eins; þess, sem skugginn livíldi
yfir. Hann leit til mín, og þá komu mér í
hug tvær myrkar tjarnir í eyðilegri háls-
brekku, ægilegar vegna nykursins, er í þeim
faldist.
“Hverjir eru þessir menn?” hvíslaði eg
með skjálfandi rödd, vegna hrollsins, er end-
urminningin vakti hjá mér.
“Þeir eru hinir tólf vefarar, Art, litla
barnið mitt.”
“Og hver er vefur þeirra?”
“Þeir vefa fyrir Föður minn, hvers vef-
ur eg er.”
Nú leit eg á Prinsinn, en gat engan vef
séð.
“ Ert þú ekki Prinsinn Iosa?”
‘‘Eg er Vefur Lífsins, Art lennavan-mo.”
“Og hvað eru skytturnar þrjár, þessara
tólf vefara?”
Eg veit nú, að þegar eg leit með barns-
ins augum á þessar skyttur, }>á sá eg að þær
voru lifandi og undraverðar, og engar tvær
eins í augum þess, er á horfði.
“ Þær eru nefndar: Fegurð, Dásemd,
Leyndardómur. ’ ’
Nú settist Iosa mac Dhe niður og tók að
ræða við hina tólf. Allir voru þeir bjartir
og upplitsdjarfir á að líta, nema sá, er til
hliðar gaut dökkum augum sínum. Þegar
eg leit á hvern hinna um sig, fanst mér þeir
hver öðrum fegri; en starsýnast varð mér á
þá tvo, er sátu Iosa hvor til sinnar handar.
“Drengurinn verður draumamaður
fólksins,” mælti Prinsinn; “segið honum því
hverjir þið eruð.”
Þá leit sá til mín, er til hægri handar
sat. Eg laut til hans, himinglaður vegna
ánægjunnar sem eg naut af tilliti hans, feg-
urðar hins bjarta yfijlits og hinnar unaðs-
legu blámóðu liimins er umvafði hann.
“Eg er Vefari Gleðinnar,” sagði hann.
Svo greip hann hinar þrjár skyttur, sem
kallaðar voru: Fegurð, Dásemd, Leyiular-
dómur, og hann óf ódauðlega gyðjumynd, er
sveif með hrífandi gleðisöng út um. allar
áttir guðs grænu jarðar.
Næst var það hann, er til vinstri handar
Lífsvefarans Iosa sat, 'sem til mín leit, og
hjarta mitt tók harðan sprett. Einnig hann
hafði glóbjart hár, en lit augna hans gat eg
ekki greint vegna dýrðarbjarmans er í þeim
skein. “Eg er Vefari Astarinnar,” sagði
hann, “og sit næstur hjarta Iosa.” Svo
greip hann skytturnar þrjár, er nefndust
Fegurð, Dásemd, Leyndardómur, og hann
óf ódauðlega gyðjumynd, er sveif með unaðs-
blíðum ástarómum út um alla jörð.
Þótt barn eg væri, hafði eg, að mér
fanst, enga löngun til að að líta neitt fleira,
þar eð ekkert gæti jafnast á við myndir
Vefara Gleðinnar og Vefara Astarinnar.
En undra blíð rödd söng mér þegar í
eyra, og sem svöl og mjúk hönd væri lögð
á höfuð mér, og sú hin hátignarlega mann-
vera er til mín talaði, mælti: ‘‘Eg er Vefari
Dauðans”; en sá annar fagri engill, er sökt
hafði mér í draumsins næði, mælti: “Eg er
Vefari Svefnsins.” Og hvor þessara um
sig óf með skyttunum Fegurð, Dásemd og
Levndardómur, en eg gait ekki dæmt um það
hvor dýrðlegri var, því Dauðinn birtist mér
sem engill Astarinnar og í augum Draum-
dísinnar leit eg Gleðinnar dásamlega svip.
Eg starði enn á eftir hinum undrafögru
myndum, er út gengu frá þessum tveimur—
frá Vefara Svefnsins ódauðleg gyðja Þagn-
arinnar, og frá Vefara Dauðans hin yndis-
lega Rökkursgyðja með eilífðarljósið í hjarta
sér — þegar eg nú enn heyrði raddir tveggja
annara hinna tólf. Þær birtust mér sem
mildur hlátur andvarans í og gullnir geislar
sólar á “lifandi kornstanga móðu.”
Annar mælti: ‘‘Eg er Vefari Ahug-
ans,” og er hann talaði, fanst mér hann vera
sem boðberi Astar o-g Gleði, Dauða og Lífs,
og eg rétti honum hendur mínar. “Það er
þrótturinn sem eg hefi að flytja,” sagði hann
enn, greip mig upp og kysti. Svo er Iosa
setti mig aftur á hné sér, sá eg Vefara Ahug-
ans snúa að ljósri dýrðarveru við hlið sér,
hans sem Iosa hvíslaði að mér að væri heims-
ins leyniafl, og að hann væri nefndur Vefari
Æskunnar. Ekki veit eg hvaðan að eða
hvernig það kom, en mér virtist söngur og
vængjasúgur berast um loftið, þegar þessir
tveir tóku skytturnar Fegurð, Dásemd,
Leyndardómur, og ófu hvor um sig ódauð-
legar gyðjumyndir og buðu þeim að fara um
víða veröld, syngjandi þar um aldur og æfi
unaðssöngva inn í eyru mannanna.
“Ó, Iosa,” hrópaði eg, “eru allir þessir
bræður þínir? því hver og einn ber þinn
bjarta svip, og í augum þeim öllum skín
geisli þess dýrðlega ljóss er eg nú lít bála
þér í hjarta.”
Aður en hann talaði, fyltist herbergið
unaðslegum söng. Gleðin titraði í taugum
mér, og hefir }>etta lofsöngslag ætíð síðan
ómað mér í eyra, og mun ávalt gera. Þá
skildist mér að þetta voru andardrættir hins
sjöunda og áttunda, níunda og tíunda þeirra
fagureygðu þjóna Iosa er hann nefndi hina
Tólf, og liverra nöfn voru: Vefari Hláturs-
ins, Vefari Táranna, Vefari Bænarinnar og
Vefari P'lriðarins. Hver og einn þeirra
kysti mig svo og mælti: “Við skulum fylgj-
ast með þér alt til enda, Art litli,” en eg
greip hönd eins þeirra og hrópaði: “Ó,
fagra vera, vertu einnig með konunni henni
móður minni!” og til mín ómuðu aftur hin
hreimþýðu orð hans er bar nafnið Vefari
Táranna, }>essi: “Það mun eg gera itil hinstu
stundar. ”
Mér til undrunar sá eg hann þá sömu-
leiðis taka skvtturnar, sem ávalt voru eins,
en þó ekki hinar sömu, • og vefa ódauðlega
mynd. Og þegar þessi Sál Táranna leið út
úr herberginu, fanst mér sem eg heyrði rödd
móður minnar syngja í unaðsblíðum róm, og
eg hrópaði ijt til hennar.
Hin yndisfagra vera sneri sér við og
veifaði til mín. ‘‘Eg skal aldrei vera fjarri
þér, Art litli,” stundi hún, eins og niður
heyrðist af fallandi sumar-regni á laufskrúð
bjarkanna, “en nú fer eg hcim til mín í
hjarta konunnar.”
Nú voru aðeins eftir tveir af hinum
tólf. Ó, sii liimneska unaðsgleði er hreif mig
við að líta }>ann sem nú staðfastlega horfði
í andlit losa mac Dhe. Hann tók upp skytt-
urnar þrjár: Fegurð, Dásemd, Leyndardóm,
og hann óf regnboga-mistur er fylti lier-
bergið; og í þeim dýrðar-bjarma sá eg jafn-
vel þann hinn drungalega hinna tólf líta upp
með gleðibrosi á brá.
“Ó, hvað mundi nafn þitt vera?” kall-
aði eg og rótti fram hendur mínar að hinum
fagra og tignarlega manni. En hann heyrði
ekki til mín, því hann óf hverii regnbogann
eftir annan úr hinu dýrðlega mistri er hann
hafði framleitt, og sendi hvern og einn
þeirra út um víða veröld til að gleðja augu
manna um endalausa tíð.
“Hann er Vefari Vonarinnar,” hvíslaði
Iosa mac Dhe; “og hann er sál allra þeirra,
sem hér eru.”
Svo sneri eg mér að hinum tólfta og
mælti. “Ilver ert þú hinn drembilegi með
skuggann í svip og augum?”
En hann svaraði ekki, og það varð þögn
í salnum. Og allir þarna, alt frá Vefara
Gleðinnar til Vefara Friðarins, litu niður
og sögðu ekkent. Aðeins Vefari Vonarinnar
óf regnboga, sem sveif inn í hjarta vefarans
tólfta.
“Og hver mun þessi maður vera, ó,
losa mao Dhe?” hvíslaði eg.
“Svaraðu barninu,” sagði Iosa, og rödd
hans var dapurleg.
Þá svaraði hann: ‘‘Eg er Vefari Veg-
semdar—” byrjaði hann; en er Iosa leit til
hans, sagði hann ekki meira.
“Art litli,” sagði Prins P'lriðarins,
“hann er Júdas, sem ætíð sveik mig, Vefafi
Óttans.
Þá tók hinn þungbrýndi maður með
dökku augun, er var hinn tólfti, skytturnar
þrjár, sem fyrir framan hann lágu.
“En hvað er þetta, ó, Júdas?” hrópaði
eg, því eg sá, að vefur hans var dökkur.
Þegar hann svaraði ekki laut einn af
liinum tólf fram og leit til hans. Það var
Vefari Dauðans, sem þetta gerði.
“Hinar þrjár skyttur Júdasar Ótta-
vefarans,” sagði Vefari Dauðans, “eru, Art
lhtli, nefndar: Leyniráð, Örvænting, og
Gröfin.”
Að því búnu stóð Júdas á fætur og gekk
út úr salnum. En myndirnar, sem liann
hafði ofið fóru með honum eins og skuggar
hans; og þær dreifðu sér, um víða veröld og
þrengdu sér inn í hugskot og hjörtu mann-
anna og sviku Iosa, sem ei" Friðar-Prinsinn.
Þarnæst stóð Iosa á fætur, tók í hönd
mér og leiddi mig út úr stofunni. Þegar eg
svo leit til baka, sá eg engan Hinna Tólf
nema Vefara Vonarinnar, en liann sat þar
enn og söng háværa og unaðshöfga söngva,
er hann hafði lært af Vefara Gleðinnar, —
sat ög söng þar í regnboga mistrinu og óf
Ijómandi dýrðardjásn, sem glitruðu skært
í ljósi sólar.”
A þessari stundu vaknaði eg, hvílandi
við hjarta móður minnar, er með tár í aug-
um hreyfði varir í bljúgri bænargjörð.
—(Lausl. þýtt úr ensku)—s.
Cfí IIÉLUBLÓMUM ERLU:
Tár hermannsins
(Lauslega þýtt úr ensku)
Hann staðar nam og liorfði heim.
Af hæðarbrún hann sá
hjá læknum kæra kotbæinn
og kirkju skamt þar frá.
Og hermanninum hitna tók
um hjarta, kinn og brár.
Ilann studdist fram á bitran brand,
af brám sér þerrði fár.
Við kofadyrnar kraup á kné
hans kæra festarmey.
Hún blæju hvítri brá á.loft,
sem blakti í hægum þey.
Hann gat ei heyrt þá bljúgu bæn,
er bað hún trega sár,
en blessaði’ hana, hvar hún kraup,
af hvörmum þerrði tár.
Hann var að kveðja’ alt kærast sér,
já, kannske’ í hinzta sinn,
því dæm ei veikbygt hjarta hans,
þó hryndi tár um kinn.
Gakk fram í æstri oddaliríð,
þar æðir voðafár.
Sti hönd, sem reyndist hrausitust þar
af hvörmum þerrði tár.