Lögberg - 14.03.1940, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.03.1940, Blaðsíða 1
X uossjnjaj H -A^ PHONE 86 311 Seven Lines Yr*^'T*v' *»d s A }fl Cle->0^ VnIl£o^ Qot- v Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines At^C , cican!(Vt0^ '■""£0^ Cot- For Better Drv Cleaning and Laundry ö3. ARGANGUE LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1940 NÚMER 11 FRÚ RóSA HERMANNSSON-VERXOX Eins og auglýst hefir verið áður hér í blaðinu, syngur frú Rósa Hermannsson-Vernon i Fyrstu lútersku kirkju þann 19. þ. m. með aðstoð systur sinnar, frú Bjargar ísfeld. Söng- samkoma þessi verður haldin undir umsjá Jóns Sigurðsson- ar félagsins til styrktar eanadiskum hermönnum af íslenzk- um stofni. íslendingar hér í borg hlakka til að þeim nú gefst þess kostur, að hlusta á frú Rósu á ný; hún skeinti þeim iðulega með hinni fögru rödd sinni áður en hún flutt- ist til Toronto, og þeir bjóða hana velkomna í heimsóknina. Stjóroarformannsskifti Hon. A. A. Dysart forsætis- ráðherra i New Brunswick, hefir hvorttveggja i senn, sagt af sér stjórnarforustunni og látið af þingmensku sakir heilsubilunar; hann er liðlega fimtugur að aldri; við stjórnarformensku hefir tekið J. B. McNair, sem fram að þessu gegndi dóms- málaráðherra embætti í fylkis- stjórninni; hinn nýi stjórnar- formaður var fyrst kosinn á fylkisþing 1935; þykir hann af- burða gáfumaður og hlaut á unga aldri Rhodes námsverð- laun.— Dýrtíðin í Islandi Samkvæmt mánaðaryfirliti Hagstofunnar um smásöluverð í Reykjavík í byrjun janúarmán- aðar, var visitalan þá 231, á móti 230 í byrjun desember, en 191 i janúar i fyrra. Af matvöruflokkunum, sem yfirlitið nser til, höfðu 5 hækk- að frá 1. des. til 1. jan. Mest var hækkunin á kornvörum, 7%. Tveir matvöruflokkar, brauð og liskur, stóðu í stað, en tveir lækkuðu og annar þeirra, svkur, um 7%. Aðalvísitala matvaranna hækk- aði aðeins um 1 stig. Var hún 40 stigum (eða 21%) hærri í byrjun janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Eldsneytis- og ljósmetisliður- inn hækkaði hinsvegar um 15 stig i desembermánuði, vegna ha>kkunar kolaverðsins. Var sá liður 55 stigum (30%) hærri en um sama leyti í fyrra. Fatnaðarliðurinn stóð í stað í desember, en hann var 30 stig- um (11%) hærri en um sama leyti í fyrra. Samkvæmt þessu yfirliti Hag- stofunnar þurfti 5 manna fjöl- skylda til fæðis, klæðis og elds- neytis kr. 3037.86, miðað við dýrtíðina i janúar þ. á., en kr. 2565.09, miðað við dýrtíðina i janúar í fyrra, en kr. 1216.43 í júlí 1914.—Morgunbl. 14. febr. Þinghlé fyrirhugað Mr. Bracken hefir lýst yfir þvi í fvlkisþinginu, að þingfundum verði frestað þann 22. þ. m. fram yfir samhandskosningarn- ar; þingstörf öll ganga greiðlega, og samvinna flokkanna yfir höf- uð hin bezta; megin liðirnir í fjárhagsáætlun stjórnarinnar hafa þegar verið afgreiddir svo að segja ágreiningslaust. Málmframleiðsla í Canada Að því er hagstofunni í Ot- tawa segist frá, nam málmfram- leiðslan í Canada árið sem leið freklega $470,000,000; er þetta hámark í framleiðslusögu þjóð- arinnar til þessa tima; en eins og nú horfir við, telja námafræð- ingar miklar líkur á, að um all- mikla aukningu verði að ræða á vfirstandandi ári. ÁVARP TIL BETEL Á 25 ÁRA AFMÆLI ÞESS Frá Lárusi og Rósu Nordnl, Gimli, Mnn. Hér er gott að geta beðið gönguleyfis yfir sundið, og í næði lesa liðið • líf, úr fjölda þáttum undið. Æfikveldsins aftan roði, unaðsríkur, geisla-þýður,— hann er fagur fyrirboði friðarins, sem allra bíður. Oft eru harðir lífsins leikir; leikbræðurnir vægðar-smáir. Hraustir jafnt og heilsuveikir heilir þaðan komast fáir. Inn úr hættum leiksins leita löngum börn að móður armi. Treysta þvi hún vilji veita vinarorð, sem létta harmi. Hingað sækir, hér er varinn hópur barna úr leiknum snú- inn. Sum eru lömuð, sár og marin; sum eru bæði móð og lúin. Mannúð, göfgi, meinin sefa,— mildur geisli’ í húmið sendur. Lengi, lengi Guð mun gefa góðu starfi inóður hendur. —Lártis R. Nordnl. Island fær miljón dala lán í Bandaríkjunum Hér fer á eftir afrit af hréfi frá Guðmundi Grímssyni dómara til Vilhjálms Þór, verzlunar- erindreka fslandsstjórnar i New York í tilefni af lántökunni; er íslendingum það mikið fagnaðar- efni, hve giftusamlega tiltókst um framkvæmdir; átti Guð- mundur dómari í þvi drjúgan þátt, og verðskuldar fvrir það óskifta þökk allra sannra ís- lendinga.—Ritstj. Rugby, N. Dakota, 9. marz, 1940. Herra Vilhjálmur Thor, verzlunarerindreki íslands, Fuller Building, Madison at 57th Street, New York City, New York. Kæri vinur : Eg komst í sjöunda himinn hérna um kveldið þegar eg heyrði það útvarpsfréttunum, að viðskiftabankinn hefði veitt fslandi $1,000,000 (miljón dala) lán síðastliðinn fiintudag. Eðlilega var mér þetta per- sónuleg ánægja sökum þess að eg átti fvrsta þáttinn i því að koma á sambandi við þá fyrir þina hönd og átti einnig hlutdeild í því að endurvekja það samband á þeim tíma, sem útlitið var aft annað en sigurvænlegt. Ánægju- legast af öllu var þó það hversu sigursæll þú varst í þessu máli. Þrátt fvrir þá erfiðleika, sein þú þurftir að yfirstíga, þar sem þú varðst — að nafninu til að minsta kosti — að fá samþykki dönsku sendiherranna, þá hepn- aðist þér samt að útvega miljón dali fslandi til handa, sein ekki teíur þó neina 120,000 íbúa, en Danir fengu einungis þrjár miljónir ($3,000,000) þótt þar séu 4,000,000 (fjórar miljónir) manna. Mér finst þetta blátt á- fram undravert, og eg óska þér hjartanlega til hamingju. Þetta sýnir það að ísland er fært um að ráðstafa sínum eigin málum út á við; þótt vera megi að ekki takist öllum eins vel og þér hef- ir tekist. Þú hefir sannarlega verið sigursæll með afbrigðum í störfum þínum og útvegum bæði í New York og Washington síð- an þú komst vestur. Hvað hefir annars verið af- ráðið um hluttöku fslands í heimssýningunni í ár? Eg er hálfpartinn að vona að fslend- ingar haldi áfram, nema því að- eins að þú álitir aðrar leiðir vænlegri til samvinnu milli ís- lands og Bandaríkjanna. Mér er ant um að vita þetta sem fyrst, þegar það hefir verið afráðið, til þess að eg geti ákveð- ið hvort bráðlega þurfi að velja stað fyrir Leifs Eirikssonar líkneskið. Eg legg hér innan í afrit af síðasta bréfi Vilhjálms Stefáns- sonar. Það er illa farið ef nokk- ur verulegur klofningur skyldi verða í nefndinni. Ef til vill væri bezt að við ákvæðuin þetta sem fyrst. Mér þætti vænt um að fá línu frá þér; og síðar meir verður gaman að heyra greinilega um alt starf þitt í sambandi við lánið. Með vinsemd og virðingu, þinn einlægur G. Grímsson. Stríðinu milli Rússa og Finnlendinga lokið Símfregnir frá Helsingfors á miðvikudagsmorguninn herma, að vopnahlé hafi þá verið hrundið i framkvæmd á öllum vígstöðv- um, og friðarsamningar undirskrifaðir i Moskva. — Fyrstu fregnir gefa augljóslega til kynna, að hér sé um hnefaréttarfrið að ræða þar sem yfirhöndin kveður á um kosti. Fylgir það sögu, að Finnar verði að láta af hendi við Rússa Kyrjálaeiðið, borgina Vipuri, sem er þriðja stærsta borg Finnlands, allar strendur Ladoga-vatns, Hanko herskipahöfnina, nokkrar eyjar i finska flóanum og álitlega sneið af norðaustur Finnlandi, ásamt Kuola- jaervi; verði einnig að tryggja Rússum óhindraðar völuflutninga- leiðir frá Rússlandi um Petsamo við íshalið. Stórmerkur Vestur-Islendingur látinn og Evjólf, sem húsett eru hér i borg, auk Stefaníu Johnson, upp- eldissystur, sem einnig á heima í Winnipeg. Útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn, að viðstöddu afarmiklu f.jöl menni. Séra Valdimar J. Ey lands jarðsöng. Lögberg flytur sifjaliði þessa merka manns innilega hluttekn- ingu í hinni djúpu sorg. Fatagerð í líknarskyni Th. E. Thorsteinson Síðastliðinn laugardag lézt eftir skamma legu á sjúkrahúsi hér í borginni Th. E. Thorstein- son fyrrum útibússtjóri við Roval bankann i Winnipeg, og nú um nokkur undanfarin ár féhirðir Keystone Fisheries, Limited, hinn mesti úrvalsmað- ur, óvenju áhugasamur um ís- lenzk mannfélagsmál, og einn af traustustu starfsmönnum Fyrsta lúterska safnaðar; maður óskift- ur og heill að hverju sem hann gekk, er eigi vildi vamm sitt vita í neinu; er með honum genginn grafarveg einn hinn ágadasti starfsmaður í hópi íslendinga vestan hafs, sem harmdauði er hverjum þeim, er til hans þektu; að slíkum mönnum er mikil eft- irsjá, þó þyngstur harmur sé vitanlega kveðinn að ekkju hans, börnum þeirra og öðrum nánustu vinum. — Þorsteinn heitinn var fæddur á Eskifirði þann 7. október árið 1883; hann fluttist til Vestur- heims 1895, og gekk ungur í þjónustu Royal Bank of Canada. Árið 1912, þann 31. júlí, kvænt- ist Þorsteinn heitinn, og gekk að eiga ungfrú Svövu Frederickson frá Glenlioro, hina mestu ágætis- konu; þeim hjónum varð sex barna auðið; af þeim eru fimm á lífi; öll hin mannvænlegustu; auk þess lætur hann eftir sig tvö systkini, frú Elínu Jónasson Frjór jarðvegur fyrir stjórnmálabyltingu Alexander Kerensky, um eitt skeið forsætisráðherra Rússa, og forvígismaður “hvítu byltingar- inngar,” lét svo ummælt á sunnu- daginn var í samtali við blaðið News Chronicle í London^ að nú horfðist þannig á í Rússlandi sem vera myndi frjór jarðvegur fyrir nýja stjórnarbyltingu þar í landi; eins og nú hagaði til væri að minsta kosti 7.000.000 rússneskra, þegna í þrælakvíum; slíkt ásigkomulag gæti eigi orð- ið til frambúðar, og um leið og Rússar hristu af sér Stalin-okið, væri herveldi Hitlers jafnfraint dauðadænit. Edwin Markham látinn Síðastliðinn föstudag lézt á heimili sínu að Staten Island ameriska ljóðskáldið viðkunna, Edwin Markham, 87 ára að aldri; nafnfrægastur varð hann af kvæði sínu “The Man With the Hoe,” sem að sjálfs hans sögn aflaði honum 250 dala tekna. Sykurgerðarverksmiðja Verkinu við byggingu sykur- gerðarverksmiðjunnar í Fort Garry umhverfinu sunnan við Winnipeg-borg, skilar vel áfram, og er nú líklegt talið, að verk- smiðjan taki nokkru fyr til starfa, en upprunalega var áætl- að; hún mun fullger kosta nokkuð á aðra miljón dala. Fylkisþingið hefir samþykt í einu hljóði; að tryggja fyrirtæk- inu $600,000 ef á þurfi að halda. Nýlega hefir verið sett á stofn hér í borginni verkstofa, sem nefnist The Refugee Clothing Bureau, er gengst fyrir þvi, að búa til föt handa pólskum og finskum börnum, er nú standa uppi munaðarlaus vegna stríðs- ins. Félag hins Rauða Kross hefir boðist til að leggja fram það efni, er unnið skal úr, og brúkuðum fötum i þessu augna- veitir þvi ekki lengur viðtöku miði. Líknarfélög Pólverja, Finna og Gyðinga, hafa lagt fram $■25.00 hvert um sig fyrir- tækinu til stvrktar, en það hefir hækistöð i Old Film Exchange byggingunni; hafa eigendur lán- að fvrirtæki þessu til starfrækslu stóra og rúmgóða stofu ásamt 15 saumavélum og ýmsum öðrum nauðsynjaáhöldum, svo sem stól- um, borðum og hyllum. Að verkinu vinna nú margir sjálf- boðar, sem búa til yfirbuxur, skyrtur, nærfatnað og pils fyrir börn á aldrinum frá 2 til 10 ára. Rauðakross félagið leggur stofnuninni einnig til ull, sem unnir eru daglega úr treflar,. vetlingar, peysur og höfuðföt. Stofnunin veitir þakksamlega viðtöku ullargjöfum og fata- eða dúLa-afgangi úr ull, sem vinna má úr rúmábreiður 36x42 fyrir börn, en stærri fyrir fullorðið fólk; það er margt, sem nota má, og að notum kemur í þessu efni, sé hagsýni og nýtni við- höfð. Stofnun þessi er opin til starf- rækslu frá 9 til 5 á mánudögum og föstudögum, en frá 9 til 12 á hádegi á laugardögum. Vinnu- stofan hefir bækistöð sína að No. 500 Old Film Exchange Build- ing, 365 Hargrave Street. Samvinnufélögum fjölgar Samkvæmt yfirlýsingu Mr. Campbells, landbúnaðarráðherra Bracken-stjórnarinnar, voru 18 samvinnufélög stofnuð innan vé- banda Manitobafylkis á árinu sem Ieið. í Gamall torfbær Guðfinnu frá Hömrum: Að grunni var rifinn gamall bær með gróna veggi og burstir þrjár. Af jörðu hann reis. Nú varð jörð á ný vort jarðneska skjól í þúsund ár. Á blómagrundinni bærinn stóð, að baki hans gnæfði fögur hlíð og seiddi fram bjarta silfurlind, er söng undir veggnum ár og sið. Er fyrstu vorstráin býlið bar, á burstina þröstur kom og söng. Svo vinlega grænt hjá gaddi’ og snæ það gesti vegmóðum bauð sín föng. Það svæfði vetrarins veðradyn og varði ylinn gegn frostsins egg. En gaf i brennandi sumarsól hið svalandi kul úr moldarvegg. Og knyslóðir undu um aldir þar. í örbirgð var treyst á lífsins mátt. —• Á hausti bliknaði bæjarþak með blórna jarðar, í friði og sátt. Á býlisrústum er bvgt á ný. Hið bjarta steinhús er gestur þar, sem gamall torfbær með þilin þrjú um þrekraun gróandans vitni bar. —Vaka. . « ■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.