Lögberg - 14.03.1940, Blaðsíða 4
4
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1940
-----------HögtiErg-------------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COIiUMBIA PKESS, iiIMITIlII)
605 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3 0** um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Við þjóðveginn
BlaðiS Financial Post, som frá stjórn-
málalegn sjónarmiði séð, or með öllu óháð
hinum pólitísku flokkum, (>n sem á hinn lk>g-
inn mun réttilega, teljast slagæð fjármála-
viðhorfsins í landinu, birti þann 9. þ. m. rit-
stjórnargrein um hina ímynduðu þjóðstjórn,
er Dr. Manion er með á prjónunum; vegna
hlutleysis áminsts blaðs, er greinin fyrir
flestra hluta sakir næsta íliyglisverð, og með
það fyrir augum, er í hana vitnað hér í
nokkrum dráttum; aðal inntak hennar er á
þessa leið :
“Blaðamönnum Jiessa lands veitist það
næsta örðugt, að skilgreina þjóðstjórnarliug-
mynd Dr. Manions; kjósendur eru heldur
engan veginn á eitt sáttir um hvað það í
raun og veru sé, sem fyrir foringja íhalds-
flokksins helzt vaki; hver þau meginmál séu,
sem honum einkum sé liugarhaldið um að fá
hrundið í framkvæmd í því falli, að flokkur
hans gangi sigrandi af liólmi þann 26. yfir-
standandi mánaðar.
Foringi íhaldsflokksins hefir gefið út
eina yfirlýsinguna af annari í sambandi við
stefnuskrá sína; að öllu athuguðu, lúta þær
öllu öðru fremur að því, að ef hann verði
sigursæll, ætli hann sér að mjmda þjóðstjórn
er samsett verði1 af beztu mönnum landsins;
mönnum, sem fúsir séu að leggja fram það
bezta, er í þeim býr, án tillits til flokkslegr-
ar afstöðu; mömium, sem svo séu víðsýnir,
að þeir geti unnið saman sem ,ein sál, að
sameiginlegum hugsjónum þeirra allra, er
lýðræði og frelsi unna.
“Þegar eg mynda þjóðstjórn mína,”
segir Dr. Manion, “ætlast eg til þess, að
allir meginþingflokkar eigi þar fulltrúa; eng-
inn verulegur áhrifamaður verður settur hjá
vegna pólitískrar sérstöðu.” Svo mörg eru
þau orð. Dr. Manion tjáist þeirrar skoðun-
ar, að með hliðsjón af því, sem nú hefir sagt
verið, ætti að velja þingmannaefnin í hin-
um einstöku kjördæmum; af einhverjum
furðulegum, eða lítt skiljanlegum ástæðum,
virð'ist Dr. Manion vera búinn að stein-
glevma því, að áður en til þingrofs kom,
var flokkur hans, sem J)á gekk undir sínu
rétta nafni, búinn að útnefna 126 þing-
mannsefni; þá hafði Dr. Manion ekki einu
sinni órað fvrir ]>jóðstjóni hvað ]>á heldur
meir; enn er þess hvergi getiÖ, að hróflað
hafi verið við neinum þeirra, og verða þeir
því sennilega allir \ kjöri undantekningar-
laust sem merkisberar afturhaldsstefnunn-
ar; hverjar þakkir þeir kunna Dr. Manion
fyrir þjóðstjórnarbrennimerkið, kemur vafa-
laust í ljós á sínum tíma. Ðkki virðist Dr.
Manion telja ]>að ómaksins vert, að láta
nokkuð uppi um það, hver séu þau “hygnustu
heilabú,” er vaka eigi yfir velferð þegn-
anna, og leiftra sem lýsihnettir í kórónu
hinnar ímynduðu þjóðstjórnar. Og því ætti
fólkið að gera sér rellu út úr öðru eins smá-
ræði?
BlaðiÖ Peterboro Examiner gerir þjóð-
stjórnarhugmvnd Dr. Manions stuttlega að
umtalsefni; því farast þannig orð: “Hug-
myndin lætur, óneitanlega vel í eyra, en
hvernig hún myndi reynast í framkvæmdinni
gæti orðið alvarlegt álitamál; sterkara er
kveðiÖ að orði í blaðinu Brantford Exposi-
tor, er sker upp úr um það, að eins og til
hagi, “sé canadiskum borgurum alt annað
ofar í huga en j>ólitísk hrossakaup.”
Svo vitnað sé enn í Financial Post,
skal því hér við bætt, að blaðið fer svofeld-
um orðum um þá nefnd, er sambandsstjórn
skipaði þegar í stríðsbyrjun, og gengur undir
nafninu War Supply Board;
“Það var Mackenzie King, er hlutaðist
til um að nefnd þessi yrði skipuð, og henni
falið það hlutverk, að fyrirbyggja hlut-
drægni í samningum um vörukaup til stríðs-
þarfa, án þess að til greina kæmi “trúrra
þjóna verðlaun ’ ’ í pólitískum skilningi; þessi
nefnd, með jafn stórhæfan mann við stýri,
sem Mr. Wallace B. Campbell er, hefir þegar
unnið þjóðarheildinni ómetanlegt gagn, og
sparað þjóðinni fé svo miljónum skiftir.”
Tímaritið National Home Monthly, sem
gefið er út hér í borginni, og er óháð stjórn-
máladeilunum, telur það skyldu sína, eins
og ástatt sé í landinu, fyrir allra hluta
sakir, og þá ekki sízt meÖ hliðsjón af stríðs-
sókninni, að veita núverandi sambandsstjórn
eindregið að málum, því stjórnarskifti undir
núverandi kringumstæðum gæti orðið hvorki
meira né minna en hættuleg.—
Öryggi og eining canadisku þjóð'arinnar
verða bezt trygð með Liberalflokkinn við
völd, og Mackenzie King í fararbroddi.—
Þjóðrækni og þjóðrœkt
Eftir prófessor BICHAIW BECK ’
LTndir þessari fyrirsögn hefi eg hugsað
mér að skrifa öðruhvoru smápistla um þjóð-
ra'knismál vor. Verða þeir ritaðir með það
í huga, að á þeirri starfsemi eru einkum
þrjár hliðar: sú, sem að Islandi snýr, að
sjálfum oss og að þjóðarheild þeirri, sem
vér heyrum til borgaralega og dveljumst
með.
I.
Allir þeir, sem láta sig verulega skifta
þjóðræknismál vor, hljóta að harma það, hve
minkaÖ hefir sala og jafnframt lestur ís-
lenzkra rita í landi hér á síðari árum. Liggja
vitanlega að því skiljanlegar ástæður: fyrst
og’ fremst stöðug fækkun hinna eldri íslend-
inga, örðugleikar á útvegun slíkra bóka, að-
flutningstollur (í Canada) þar til fyrir
skemstu, að óglemvdu slæmu árferði hin
síðari ár. Er því auðsjáanlega við a>ði
ramman reip að draga ,í þessu efni, en á
hinn bóginn flestum vafalaust ljóst, hve höll-
um fæti tunga vor >og menningarsamband
við ísland standa í landi hér, ef lestri ís-
lenzkra rita hrakar framvegis jafn óðfluga
og margt sýnist nú vitna um. Benti Magnús
bóksali Peterson réttilega á þetta í athyglis-
verðu umburðarbréfi, sem hann sendi nýlega
til íslenzku Lestrarfélaganna hér vestra og
annara viðskiftavina sinna.
Mentamenn á Islandi og aðrir þeir, er
láta sér umhugað um samband íslendinga
beggja megin hafsins, víkja einnig þráfald-
lega að þessu máli í bréfum til mín, og telja
nauðsynlegt, að einhverra ráða sé leitað til
þess, að efla á ný íslenzk bókakaup í landi
hér.
Á fyrsta fundi fulltrúaráðs hins ný-
stofnaða Þjóðræknisfélags á Islandi, er hald-
inn var 12. janúar, segist “Morgunblaðinu”
svo frá, að eftir að Jónas Jónsson, alþingis-
maður og formaður félagsins, hafði rætt um
ýmislegt viðvíkjandi lífi og starfi Yestur-
íslendinga og verkefni félagsins, hafi “aðal-
lega verið rætt um það, hvernig- félagið
gæti stuðlað að því, að auka sölu íslenzkra
bóka vestra, sem hér eru gefnar út, og sölu
vestur-íslenzkra bóka hér á landi. (Leturbr.
mín). Komu fram ýmsar uppástungur á
fundinum þessu viðvíkjandi og var kosin
þriggja manna nefiul til að athuga þetta
mál, en í henni eru þessir menn: dr. Guð-
mundur Finnbogason, landsbókavörður, Sig-
urgeir Sigurðsson biskup og Jakob Krist-
insson fræðslumálastjóri. Er samherjum
vorum á Islandi því augsýnilega alvara með
það, að eitthvað sé gert í þessu máli, og
mega þeir vænta fullrar samvinnu stjórnar-
nefndar ÞjóÖræknisfélagsins hér vestra, ef
hennar verður leitað, sem telja mé víst, að
gert verði.
En því vík eg að þessu máli hér, að eg
vil bæði vekja athvgli manna á því, hvað hér
er í húfi, og einnig á hinu, hverjum augum
iþjóðræknir menn og oss vinveittir á Islandi
líta á þetta mál.
Jafnframt er greinarstúfur þessi á-
minning til almennings um það, að hlynna
eftir föngum að vorri eigin bókmentaiðju í
landi hér, þó eigi sé hún eins stórvaxin og
áður var. Hins er þó jafnframt að minnast,
að hún er innt af hendi í hinum andvígustu
kjörum, og á fyrir ]>að, auk annars, skilið
sem óskiftastan stuðning vorn.
A þaÖ ekki sízt við um blöð vor, sem
mjög eiga jafnan í vök að verjast. En eins
og öllum mun skiljast, eru þau sterkasta
tengitaug vor hér í dreiíbýlinu og megin-
stólpi undir brúnni yfir Islandshaf. Eiga
hér við tímabær orð hins ágæta tslendings,
Halldórs prófessors Hermannssonar, er
hann viðhafði nýlega í bréfi til mín: “Það
er um að gera, að halda þessum blöðum við
lýði svo lengi sem mögulegt er, því að þau
eru að'alsambandsliÖurinn milli Islendinga
vestan hafs og austan.” Yona eg, að bréf-
ritarinn láti mig ekki gjalda þess, að eg
þirti þessi ummæli hans í leyfisleysi.
II.
Laukrétt er það athugað (Smbr. grein-
ina “Landkynning” í síðustu “Heims-
kringlu”), að vér, sem stöndum að Þjóð-
ræknisfélaginu, viljuha gjarnan vita um sem
flest af því, sem unnið er í þjóðræknisáttina
af einstökum mönnum og konum íslenzkum
víðsvegar um þessa álfu, og fögnum öllum
fregnum af slíkri starfsemi með þakklátum
huga. Er það í alla staði réttmætt, og öðr-
um til uppörvunar, að þesskonar þjóðræknis-
viðleitni sé á lofti haldið, eins og gert var
BRAEMORE HOSE
This popular Eaton Branded Line is offered in these
six weights:—
2- thread sheer chiffon
4-thread chiffon
3- thread ehiffon
4- thread silk top crepe
7- thread stretchy top
8- thread light service
FIRST QUALITY.
FULL FASHIONED.
POPULAR COLORS.
sizes sy2 to ioy2
Palr' $1.00
Hosiery Section, Mnin Floor, Portage
^T. EATON C?,m.eo
í fyrnefndri grein og í ýmsum
öðrum greinum í báðum viku-
blöðum vorum síðastlið»a viku,
t. d. í greininni “Hljómlistar-
frömuður” (um próf. Hjört
Lárusson og söngflokk íslenzkra
kvenna í Minneapolis) í “Lög-
hergi.” Eiga allir þeir, sem frá
er skýrt í framantöldum grein-
um, þökk skilið fyrir frammi-
stöðu sína og þjóðræknisstarf;
einnig er það þjóðræknisstarfi
voru byr íseglin og styrkur heil-
brigðum þjóðarmetnaði vorum,
hversu vikublöð vor eru jafn'an
reiðubúin til þess, að ljá rúm
sitt fregnum af frásagnarverðum
athöfnum landa vorra á ýmsum
sviðum og kynningarstarfsemi
þeirra í þágu íslands og fslend-
inga.
Hefir það altaf verið bjargföst
skoðun min, að íslendingar í
landi hér, ekki sízt mentafólk
vort á ýmsum stöðum, ætti að
skoða sig sem sjálfkjörna út-
verði íslands og íslenzkrar menn-
ingar og notfæra sér hvert tæki-
færi, sem býðst, til aukinnar
kynningar á landi voru og þjóð.
Er því gott til þess að vita, að
þeim fer sýnilega stöðugt fjölg-
andi í vorum hópi í landi hér,
sem þannig eru skapi farnir og
færa sér í nyt aðstöðu sína til
slíkrar kynningar.
í forsetaræðu minni á þjóð-
ræknisþinginu batt eg af eðli-
legum ástæðuin (meðal annars
vegna takmarkaðs tíma) frásögn
mína um útbreiðslumálin við
helztu störf stjórnarnefndar og
félagsmanna í þá átt, en þakkaði
jafnframt, með eftirfarandi orð-
um, hinum öðrum, sem starfað
höfðu í sömu átt, en eg taldi
eigi upp eða var eigi kunnugt
um: “En hafi þeir allir aðrir
þökk, sem þar kunna að hafa
lagt hönd á plóg. Nógu er sá
akurinn víðlendur.”
Er mér vitanlega þökk á því,
að vita um sem flest af þeirri
starfsemi, en fagna hinsvegar
yfir þvi, að hún er orðin svo víð-
tæk, að hvorki eg, eða nokkur
annar, hefir fullar fregnir af
henni. Ekki er það ætlun mín
að þessu sinni, að fara* út í
neina tæmandi upptalningu hvað
það snertir, enda hefi eg ekki
nægar upplýsingar fyrir hendi.
Geta má eg þó þess, að mér
hafa nýlega borist fregnir um
það, að Guðmundur óperisöngv-
ari Kristjánsson í New York
hafi undanfarið sungið íslenzk
lög á allmörgum meiriháttar
samkomum austur þar og getið
sér hið bezta orð sem fyrri. Þá
flutti prófessor Sveinbjörn John-
son fyrir stuttu síðan ítarlegan
fyrirlestur í Milwaukee um ís-
lenzka menningu og bókmentir
vorar, sem norsk blöð, er mér
hafa borist, fóru lofsamlegum
orðuin um. f “Sunnudagsblaði
Vísis,” er mér barst í hendur á
dögunum, er þess getið, að frú
Rannveig Schmidt i Great Falls,
Montana (Hún er dóttir Þor-
varðar Þorvarðssonar prent-
smiðjustjóra í Reykjavík) hafi á
undanförnum árum flutt yfir 50
erindi um ísland á þeim slóðum,
og með þeim hætti unnið mikið
og gott kynningarstarf. Þessi
dæmi verða að nægja í svip.
En eg er nú svo ágjarn fyrir
hönd Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, að eg vil, að
allir þessir þjóðræknissinnuðu
og þjóðræknis-starfandi menn og
konur af ættstofni vorum, ekki
sizt yngra fólkið, gangi i félag-
ið; með því styrkist vor sameig-
inlegi málstaður og þeir, sem
þeim málum unna og dreifðir
eru víðsvegar um þetta megin-
land, tengjast traustari bönduin.
Qg eg mun ekki verða neitt
feiminn við það, að ámálga það
við þetta fólk, að það leggi Þjóð-
ræknisfélaginu beint liðsinni sitt
með því að ganga í félagsskap
vorn. Eg er líka fasttrúaður á
það, að slik málaleitun fái víða
góðar undirtektir.
Rétt nýlega hafði eg tilefni til
þess, að skrifa Lofti L. Bjarna-
son, háskólakennara í Rikishá-
skólanum í Utah (hann er sonur
hins góðkunna fslendings próf.
Lofts Bjarnason, sem lézt fyrir
skömmu síðan). Færði eg það
í tal við Loft yngra, að hann
ætti að ganga í Þjóðræknisfé-
lagið. Ekki stóð á svarinu frá
honum, og vona eg að hann fyr-
irgefi að eg tek það traustataki:
“I should consider it an honor
to join the Icelandic National
League. In fact I have wanted
for some time to join some
league that would give me an
opportunity of being in closer
contact with ‘landa mína.’ ” 12g
má bæta því við, að Loftur há-
skólakennari er prýðilega að sér
í íslenzku, enda hefir hann
stundað nám við Háskóla fs-
lands og ritað blaðagreinar á ís-
lenzku. Ekki er hann þó ís-
lenzkur nema í föðurætt.
En bréf þessa unga menta-
manns færði mér aðrar góðar
fréttir. Hann tjáir mér nefni-
lega, að hann hafi undanfarið
verið að safna efni til sögu ís-
lendinga i Utah, vinni enn að
því verki, og hafi það fengið
hinar beztu undirtektir hjá lönd-
um vorum þar. Ennfremur
býðst hann til að láta Þjóðrækn-
isfélaginu í té gögn sín viðvíkj-
andi sögu íslendinga þar í rík-
inu, og veit eg, að bæði sögu-
nefndin, sem vinnur nú að út-
gáfu sögu íslendinga í Vestur-
heimi, og söguritarinn, Þorsteinn
Þ. Þorsteinsson skáld, muni taka
því boði með þökkum.
Er Loftur háskólakennari með
þessu verki, eins og margir aðr-
ir landar vorir á öðrum sviðum,
að vinna hið ágætasta þjóðrækn-
isstarf. Verðskulda þeir allir,
sem á einhvern hátt leggja þar
góðum málstað lið, þökk vora og
hvatning til framhaldandi og
aukinnar starfsemi. Það er sam-
eigisleg skoðun og ósk allra vest-
ur-íslenzkra þjóðræknismanna.
Við áramót
Enn er eitt ár liðið í skaut
aldanna, — ár mikilla viðburða í
sögu Norðurálfunnar.
Árið 1939 fór mildum höndum
um oss íslendinga. Árgæzka var
meiri en í meðallagi til lands og
sjávar, — sumarið hið hlýjasta
og góðviðrasamasta sem elztu
menn þekkja dæmi til, heyafli
góður og nýting frábær í öllum
landshlutum. f gömlum árbók-
um mundi slík árslýsing bera
vitni um góða afkomu lands og
lýðs, — eða í þá daga, er kvik-
fjárræktin var eini atvinnuveg-
ur vor. En nú er gifta þjóðar
vorrar svo mjög háð aflaföng-
um úr djúpum hafsins og verð-
lagi þeirra, að óvenju margir
sólskinsdagar er engin trygging
fyrir góðri fjárhagsafkomu ríkis
og þegna. Og svo var sem “gull-
fiskur” vor, síldin, þyldi illa sól-
skinið og hlýjuna í sumar, því
langt var Iiðið á vertíð, er hún
loks leyfði sjómönnum vorum
fang á sér, og rættist þá betur
úr en á horfðist framan af, þótt
aldrei yrði aflinn svo mikill er
vænta mátti eftir veðráttu og
skipastól.
Hið óvenjulega hlýja sumar
hafði í för með sér meiri upp-
skeru garðávaxta, en dæmi finn-
ast tif áður, svo að kartöfluupp-
skera var viða tvítugföld eða
meira, og korn náði góðum
þroska, þar sem til þeirrar rækt-
unar var stofnað. Engin óár-
an eða farsóttir sótti oss heim
á árinu og munu flestir hafa
kvatt það með þakklæti.
En úti á meðal stórþjóðanna
gerðust á árinu stórir atburðir,
sem lengi munu í minnum hafð-
ir. Fjóra síðustu mánuði ársins
geisaði styrjöld um mikinn hluta
Vestur-Evrópu, er hófst með inn-
rás Þjóðverja í Pólland 1. sept-
ember. Og 30. nóvember ræðst
stærsta stórveldi álfunnar, Sovét-
Rússland á eitt af rikjum Norð-
urlandanna og hugði að sigra
það á nokkrum dögum. En eftir
meira en mánaðarskeið er árás-
arríkið engu nær því marki að
sigra en það var á fyrsta degi,
svo frábær er vörn hinnar litlu
þjóðar gegn ofurefli stórveldis-
ins.
Það hefir verið reiknað út, að
í síðasta mánuði, þeim mánuðin-
um, sem kristnir menn halda
minningarhátíð um fæðingu
mannkynsfrelsarans, er boðaði
öllum frið á jörðu, hafi 70 af
hundraði alls mannkyns átt í
styrjöld. Svo fjarri er það enn,
að æðsta hugsjón mannkynsins,
friður meðal allra þjóða, nái
fram að ganga.
Vér islendingar eigum ekki í
ófriði. En vér förum ekki var-
hluta af þeim afleiðingum Ev-
rópustríðsins, er dýrtið er nefnd.
Vér verðum að heyja baráttu
við hana. Vér vitum og finn-
um, að húri muni þrengja meira
og ineira að oss á hinu nýrunna
ári, en vér munum verjast henni
sameiginlega með þeim hætti að
framleiða sem mest handa sjálf-
um oss af þeim nauðsynjum, er
áður hafa verið sóttar “austur
yfir álinn,” en unt er að fram-
leiða i landinu sjálfu. Og enda
þótt eldtungur styrjaldarbálsins
hafi stundum farið sleikjandi
um landhelgislínu vora, síðan
styrjöldin siðastíÞ brauzt út, og
glampar þess sézt frá ströndum
landsins, eigum vér ekki að
þurfa að óttast innrás erlendra
herja. Vopnleysi vort og hlut-
leysi er öruggasta vörn vor, —
sú vörn, sem gagnvart siðuðum
þjóðum er hezta vörn hvers
ríkis, hvort sem það er stórt eða
smátt. Og með þeirri vissu að
enn er fjarlægðin svo mikil milli
fslands og þeirrar villimensku,
er níðist á hinum smáa, hvenær
sem hagsvon er, — getum vér
jafn rólegir og um önnur liðin
áramót boðið hverjir öðruin
gleðilegt ár.—íslendingur 5. jan.
Svíi einn, sem virðist hafa hag-
fræðilega hæfileika, hefir reikn-
að út, að húsmæður gangi að
jafnaði 7 kílómetra á dag innan
veggja heimilisins við heimilis-
störfin.
Sami maður hefir reiknað út
eftirfarandi:
Póstberi gengur 30 km. á dag,
lögregluþjónn 20 og hjúkrunar-
kona 17 km. Ráðherra hefir það
rólegast að dómi Svíans. Hann
getur látið sér nægja 1 km.
•
Vinnukonan (við húsmóður-
ina): — Það kom maður og
sagði, að húsbóndinn hefði orðið
undir bíl, og að honum hefði
verið ekið beint á Landsspítal-
ann. Á eg þá að sjóða alt kjöt-
ið?