Lögberg - 04.04.1940, Page 5

Lögberg - 04.04.1940, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRfL, 1940 5 Melkorka skildi það, að það dýr- mætasta, sem þær geta látið börnum sínum í té, er lífrænn skilningur á göfgi tungunnar og viðfaðma þekking á erfðakostum stofnsins, því ættstofn íslenzkra barna er engu síður göfugur en ættstofn ólafs, þótt til konunga teldist. Melkorka sagði við Ólaf, þegar hún sendi hann í burt frá sér: “Eg hefi kent þér írsku að mæla og heiman hefi eg húið þig sem eg kann bezt.” Eg vildi óska að hver einasta íslenzk móðir gæti sagt þegar hun sendir börnin sín frá sér: “Eg hefi kent þér íslenzku að mæla og heiman hefi eg búið þig sem eg kann bezt.” Geti hún sagt þetta, þá hefir hún verið sjálfri sér og barni sínu trú. Og ef vér sem, þjóðræknis konur og menn höfum stuðlað að því á einhvern hátt að hin íslenzka móðir nái þessu takmarki, þá höfum vér innt af hendi mark- vissa þjóðræknisstarfsemi. Frá Bellingham Þar sem bláöldur Kyrrahafs- ins verða að nema staðar við meginland Norður-Ameríku, og hugsa sig um áður en þær snúa til baka, liggur Bellingham-flói. f hlíðum upp frá ströndinni stendur borgin sjálf, Bellingham, vafin sígrænum trjám, og skreytt rósum og glitrandi blómum. Fegurð borgarinnar og umhverf- isins gefur þannig alls ekki eftir neinum hinna- friðsælu griða- staða hér á ströndinni. Eg held margur hugsi hér svo sem Gunn- ar forðum, að fögur er þessi hlíð, og mun eg héðan aldrei fara. Við hjónin komum hér vestur með lestinni þann 27. febrúar, rétt um hádegi. Fornvinur og góðkunningi Jakob Westford, mætti okkur á járnbrautarstöð- inni. Var ekki við annað koin- andi en að við færum heim með honum og dveldumst á heimili þeirra hjóna svo löng sem dvöl okkar kynni að verða, og höfum við verið þar síðan. Gestrisni fólks hér er framúrskarandi. Veður var hið fegursta, blæja- logn og sólskin, skrúðgræn jörð, blóm útsprungin. Rauðbryst- ingur ásamt fleiri vorfuglum, léku sér glaðir á hlaðinu. En bezt var þó að vera meðal vina og endurnýja kunningsskapinn. Breyting sú, sem þessi ferð okk- ar hefir í för með sér er góð fyrir alla, en þó sérstaklega fyr- ir eldra fólk, sem búið er að lifa mestu starfsárin, og þarf þar af leiðandi ekki eins mikið að hugsa um baráttuna fyrir lífinu. Næstu daga voru svo sífeld ferða- lög og heimsóknir, meðal vina og kunningja, sem kunna þá list vel, að taka á móti gestum og veita glaðar stundir. En brátt urðuin við að fara að fylgjast með félagslífi fólks- ins. í undirbúningi voru söng- sainkomur söngfél. “Harpa.” Kórinn samanstendur af mið- aldra fólki af íslenzkum ættum, að undanteknum tveim konum, sem kveða þó svo vel að íslenzku orðunum, sem íslenzkar væru. En kennari og söngstjóri flokks- ins er tónskáldið Helgi Sigurður Helgason, sem vandar mjög til alls þess, sem hann leggur hug eða hönd á. Enda ber söng- flokkurinn þess auðsæ merki. Fyrsta samkoman var haldin 2. marz í Bellingham. Samkomu- stjóri var Mr. Percy Willouhy, Englendingur, og fórst ágætlega. Hann þýddi á ensku upphöf ís- lenzku laganna, svo að annara lijóða fólk gæti fylgst með efn- inu. Kona hans er íslenzk og syngur í flokknum. Þarna var bara fjöldi af fólki og margir fleiri en fslendingar. Næsta samkoman var haldin í Blaine 0. marz. Hún tókst einnig ágæt- lega, og við sem fylgdumst með kórnum til þess að njóta sem bezt þessa söngunaðar, mættum hér fjölda góðkunningja okkar. f þriðja sinn voru þessir “Hörpu” hljómleikar haldnir í Seattle, j>ann 8. marz. Þar búa margir fslendingar, og kom stór hópur þetta kveld. Frú Jakobína John- son hafði orð fyrir áheyrendum, og talaði fallega til söngkennar- ans og kórsins i heild, um leið og hún þakkaði þessa ágætu ís- lenzku kvöldstund. Þessi söngfélagsskapur er mik- ils virði, og metnaðarmál þeim, sem hér eiga heima. fslenzk þjóðrækni deyr ekki meðan ljóð- in og lögin lifa. Og raddstrengir Hörpu-kórsins eiga þvi sterkan og hljómríkan jiátt í lífi íslend- inga hér á ströndinni. Söngfé- lagið lætur ekki heldur hér stað- ar numið, því nú er það að búa sig undir stóra samkomu sem haldast á 17. júní i sumar í sam- vinnu með lestrarfél. “Kári.” ölluin finst nauðsynlegt að jietta félagsstarf lifi, og menn sjá gagnsemi þess. Já, allir vilja hlýða og hlusta þegar “Harpa” og “Kári” kveðjá inenn til sam- funda. Við, sein hingað höfum komið til aðeins stuttrar dvalar, finnum til þess hve mikið er af gleði og lifi í hug og hjarta fólksins hér, og finnum okkur í mikilli þakk- lætisskuld við alla jiá, sem tekið hafa okkur opnum örmum, ekki aðeins í Bellingham, heldur og viðar hér á ströndinni. Það er gaman að lifa meðan vinirnir eru sífelt að fjölga en ekki fækka. Til allra hér sendum við beztu kveðju og óskum að blómgast megi og lengi lifa fé- lagsskapur og íslenzkur andi á strönd jiessa Kyrrahafs, ekki síð- ur en á ströndum Atlantshafs þar sein fsland heitir. Guðbjörg Freemnn. Suez- skurðurinn Fyrir sjö áratugum v^r Suez-eiðið gróðurlaus og sandi orpin auðn. Úlfaldarnir — skip eyðimerkurinnar — voru flutn- inga- og farartækin milli Mið- jarðarhafs og Rauðahafs. Port Said og Suez voru lítil og sóða- leg pestarbæli. Suez-skurðurinn var grafinn. Hann er um 70 km. á lengd og nær frá Miðjarðarhafi til Rauða- hafs. Hann er aðaltengiliðurinn milli Vesturlanda og Austur- landa. Eftir honum þjóta skip- in, sem annast allan jiorra flutn- inganna milli Asíu og Evrópu. — Hann hefir orðið brezka heimsveldinu hin mesta heilla- þúfa. Port Said og Suez, enda- stöðvar skurðarins, eru nii blómlegar borgir. Það er sennilega Napoleon mikla að þakka, að Suez-skurð- urinn var grafinn. Hann átti þó ekki hugmyndina. Hún er mjög gömul. Pharóarnir grófu skurð, eða réttara sagt skurði. En erfitt er um það að segja, hvað langir þeir hafa verið. Blóma- öld Egypta leið undir lok. Aldir liðu. Vindarnir urpu sandi yfir mannvirkin og enginn vissi hvar Jiau höfðu verið. 1798 fékk Napoleon Bonaparte því til leiðar komið, að hann var sendur með franskan her til Egyptalands. Hann ætlaði að láta gjöra skipgengan skurð gegnum Suez-eiðið. Síðan ætl- aði hann að flytja herinn á skip- um til Indilands og Iosa það und- an brezku krúnunni. Hann leit svo (á, að brezka heimsveldið væri úr sögunni, ef Indland væri losað úr tengslum við Bretland. Napoleon lét franska sérfræð- inga hefjast handa á rannsókn og undirbúningi jiessa mann- virkis. Einum þeirra, Lepére að nafni, fól hann að semja skýrsl- ur um möguleikana á fram- kvæmduin. Sérfræðingarnir fundu enga skurði. Napoleon hóf sjálfur leit eftir þeim, með aðstoð inn- fæddra manna. Hann fann Amr- skurðinn, einn af hinum mörgu skurðum, sem grafnir höfðu ver- ið og síðan hætt við. Hann skipaði svo fyrir, að skurður þessi skyldj grafinn upp og aðr- ar ráðstafanir gjörðar til þess að gjöra hann skipgengan hafa milli. Hann hafði trii á þvi, að hægt yrði að Ijúka verkinu á skömmum tíma. Hann sagði: “Bráðum verður dómurinn kveð- inn upp yfir Englandi.” Tyrkir sögðu Frökkum stríð á hendur. Napoleon varð þá að hverfa frá Egyptalandi til ann- ara vígstöðva. Þar með var af- skiftum hans lokið af þessu máli. Liðugum 30 árum síðar kom nýr maður til sögunnar. Það var Frakkinn Ferdinand de Lesseps. Hann var gjörður að vara- konsúl í Alexandríu 1832, tutt- Ugu og sjö ára gamall. Hann var settur í sóttkví, þegar hann kom til Egyptalands, þar sem kólera hafði komið upp á skip- inu, sem flutti hann frá Frakk- landi. Hann gat því ekki tekið strax við starfi sínu. Franski konsúllinn sendi honum bækur til jiess að lesa. Á meðal þeirra var skýrsla sú, er Lepére gjörði eftir skipun Napoleons, um' skurð í gegnum Suez-eiðið. Lesseps las skýrslu þessa aft- ur og aftur. Hann sannfærðist um að hér ættu Frakkar veglegt verkefni fyrir höndum, að taka við þar sem keisarinn mikli hafði hætt — að grafa Suez- skurðinn. Faðir Lesseps hafði dvalið i Egyptalandi um margra ára skeið og aflað sér þar vina. Einn af þeim var Mehemet Ali. Hann hafði flntt til Egyptalands frá Macedoníu. Hann var tóbaks- kaupmaður. Þegar hann var orðinn sæmilega auðugur, gekk hann í herinn og varð frægur her- maður. Siðar varð hann lands- stjóri í Egyptalandi, er jiá laut Tyrkjum. Mehemet AIi tók prýðilega á móti Lesseps og kvaðst eiga föð- ur hans mjög mikið að þakka. Ali átti 50 börn. Einn af sonum hans hét Said. Hann var mjög feitlaginn á yngri árum. Föður hans geðjaðist mjög illa að því og svelti hann. f hálfgjörðri ör- væntingu leitaði Said til Lesseps. Lesseps gaf honum mat og hjálp* aði honum á annan hátt. Þetta varð til þess að þeir bundu með sér vináttu, sem siðar kom Lesseps í góðar þarfir. Lesseps dvaldi 5 ár i Egypta- landi, en aldrei þorði hann að minnast á þetta mikla áhugamál sitt — Suez-skurðinn — við landstjórann. En nokkrum árum síðar komst Said til valda i Egyptalandi. Hann skrifaði Lesseps þegar i stað og bauð honum í heim- sókn. Lesseps tók boðinu og var tek- ið með kostum og kynjum. Hann sat um færi til að bera áhuga- mál sitt upp fyrir hinum nýja landstjóra. Færið kom. Said féllst á að skurðurinn skyldi grafinn. Leyfið var veitt með því skil- yrði, að ekki yrði byrjað á að grafa skurðinn fyr en soldán Tyrkjaveldis hefði veitt sam- jiykki sitt til þess. Þetta skil- yrði bakaði Lesseps marga og langvarandi erfiðleika. Palmerton lávarður, forsætis- ráðherra Englands, lagði alt kapp á að koma i veg fyrif- að skurðurinn yrði grafinn. Hann gjörði gys að hugmyndinni og varaði landa sína við því að leggja fé sitt í þetta glæfra- fyrirtæki. Þessi afstaða Eng- lands varð til þess að Tyrkja- Soldán, sem vildi þóknast öllum, hvorki veitti né neitaði um sam- þykki sitt. Lesseps ferðaðist úr einu landi í annað, frá einni höfuðborg til annarar, til jiess að vinna mál- inu fylgi. Hann átti erfitt upp- dráttar. Mótstaða Englands var sá þröskuldur, sem allsstaðar varð á vegi hans. Drotning F’rakklands var um langt skeið eini bandamaður hans meðal á- hrifamanna Evrópu. Þegar styrjöldinni lauk milli Frakklands og Austurríkis, fékk drotning Frakklands því til leið- ar komið, að Austurríki var knúið til jiess að styðja að því að skurðurinn yrði grafinn. Þegar svo var komið, varð Tyrkja- soldán að veita samþykki sitt. Lesseps hafði útvegað allmik- ið fé áður en þetta samþykki var fengið, m. a. í Englandi. Hann hófst handa á framkvæmdum löngu áður en samþykki soldáns- ins fékst. En nú gat hann þó fyrst hafist handa fyrir alvöru. Hann hafði þó ekki sigrast á öllum erfiðleikunum. Fjár- skortur krepti fast að honum og oft var erfitt að fást við verka- mennina. Þeir voru úr Egypta- landi og raunverulega aðeins þrælar. En með viljafestu og dugnaði sigraðist hann á öllum erfiðleik- um og skurðurinn var- opnaður fyrir siglingar 17. nóv. 18fi9. Vígsluathöfnin var hin vegleg- asta. Þjóðhöfðingjar og sendi- herrar frá mörgum löndum voru viðstaddir athöfnina. — Enginn var mættur frá Englandi, enda hafði enska stjórnin haldið uppi andstöðu gegn því að ráðist yrði í fyrirtækið fram til hins siðasta. Khedivinn í Egyptalandi komst i mikil fjárhagsvandræði. Að lokum þrengdi svo mjög að honum, að hann óskaði að veð- seljahlutabréf þau, er hann átti í skurðinum. Disraeli var þá forsætisráðherra Englands. Hann fékk njósnir af því hvað Khediv inn hafði í hyggju. Þjóðbræður hans, Gyðingar, skýrðu honum frá þvi. Enska þingið átti ekki setu, þegar Disraeli fékk fregnina. Hann fékk lánað fé hjá fjár- sterkum gyðingafirmum. Þar með náði hann tangarhaldi á 177 þús. hlutabréfum. — Og síðan hefir England haft tögl og hagld- ir í stjórn Suez-skurðarins. Nafn Lesseps mun lengi verða uppi. Elja hans og j>rek, vilja festa og þolgæði sigraðist á öll- um erfiðleikum. Þó að hann hefði flesta valdamenn Evrópu á móti sér, tókst honum að skapa eitthvert mesta mann virki 20. aldarinnar. (Lauslega þýtt). —Þjóðin. T œkif œrisvísur í síðasta hefti var þess getið, að nokkrir vinir Dvalar hefðu sent henni lausavísur um ýms efni. Og af því að margir hafa gaman af tækifærisvísum, þá skulu nokkrar jæirra birtar hér. Og koma þá fyrst fáeinar vísur eftir ólinu Jónasdóttur úr Skaga- firði: Um roskna konu, sem skyndi- lega varð bráðástfangin, kvað hún þetta: Ást ei fipast enn sitt starf, úr þér hripar gigtin, og i svipan einni hvarf árans piparlyktin. Hagyrðingur á Sauðárkróki kastaði fram við ólínu þessum visuhelmingi: Aldrei sá eg ættarmót með eyrarós og hrafni. Ólína botnaði: Þó er alt af einni rót i alheims gripasafni. Gísli á Eiríksstöðum, hinn kunni hagyrðingur, kvað þenn- an fyrrihluta: Margur sýpur heimsku hrönn, hjartað klípa syndir. ólína bætti við: En oftast slipar tímans tönn tizku skriþamyndir. ólína konu: kvað við tilhaldssama Þig hefir tál og tízka vilt til að mála kinnar. En gættu að prjálið geti ei spilt göfgi sálar jiinnar. Björn Jakobsson á Kroppi og Ivristleifur Þorsteinsson voru á- samt fleirum á ferð í bíl á ó- sléttum vegi. Þá varð Birni að orði: Bíllinn hossast undir oss, enginn kossafriður. En Kristleifur svaraði strax: Ástarblossi er aðeins kross, ef hann fosar niður. Siðastliðið vor fóru Snæfell- Jón er efstur í bekknum Fftum foreldrum skilst nær börn, þeifra þarfnast KlerauRna Stund- um verða tregur lærdómur og tár að segja söguna. Teflið engu í tvísýnu um framtíðina þegar augnaskoðun nú í dag getur fyrirbygt vandræði og útgjöld síðar. tjjá EATON'S eru allir gler- augnáfræðingar með fullkomn- ustu þekkingu. Strangheiðarleg- ar ogí djarfmannlegar leiðbein- ingar ávalt veittar hjá oss. Ef þér þarfnist gleraugna, verða þau fyrirskrifuð eins og yður bezt hentar. og sé gleraugna ekki þörf, eða læknisaðgerð er nauðsynleg, verður yður hrein- skilnislega skýrt frá hvoru- tveggja. Komið með börn yðar á EATON’S Optical Parlors í Win- nipeg. Gerið það vegna augna barna yðar! T. EATON C9, WINNIPEG CANADA ingar og Dalamenn hópferð á vegum búnaðarsamhandsins sem leið liggur alla leið austur i Rangárvallasýslu. í hófi, sein þeim var haldið i Þrastalundi af Kaupfélagi Árnesinga og Mjólk- urbúi Flóamanna, þakkaði Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður, i ræðu, forstjóra fyrirtækjanna, Agli Thorarensen, fyrir ágætar (Framh. á bls. 8) The BUSINESS COLLEGE OF TO-MORROW— TO-DAY The MANITOBA initiated: (1) The Grade XI Admission policy in Western Canada. (2) Specialised instruction in Business English. (3) Practical telephone instruction, using our own telephone system. (4) Centralised control of all classroom« by electric broad- cast system. (5) Aptitude analysis charts, including photo, of each student. (6) Limited enrolment, giving more space per student and better facilities for employment. AND—the MANITOBA is Winnipeg’s fastest growing Business College. Day and Evcning Classcs Evenings: Mondays and / Thursdays 7.30 fo 10 p.m. m flíllTOBfl comm€RcmL COLLCGC Premises giving the most spacious accommodation per student in Westcrn Canada. Originators of Grade XI Admission Standard ENTRANCE 4TH DOOR 9 A 'x A^ WEST OF EATON'S 1 nOne i DJ DJ 344 PORTAGE AVE. President, F. H. HROOKS, fí.A., S.F.A.E.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.