Lögberg - 04.04.1940, Qupperneq 6
6
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 4. APRIL, 1940
Fannatöfrar
(Þýtt úr ensku)
Lewis sat rólegur og hreyfingarlaus.
Hún hafði sagt lionum þetta óspurt og af
■eigin hvöt. 1 brjósti hans titraði hulinn og
öflugur gleðistrengur, en andlitssvipur hans
bar þess engin merki, og hún mælti enn
fremur:
“Þetta hefir alt að þessu verið blekk-
ing ein.” Hún talaði nú hratt, með ofur-
litlum æsingi í röddinni og viðstöðulaust.
‘‘En eg la't það ekki viðgangast lengur. Þér
getið ekki ímvndað• yður hvað leið eg hefi
veri og ásakað sjálfa mig fyrir að liafa
þagað. En eg var neydd til þess vegna
hinnar óvæntu komu yðar og þess, að eg
elska föður minn. Hvað eftir annað ætlaði
eg að rjúfa þögn mína, en þegar eg leit til
hans, gat eg ekkert sagt. Eg veit að hann
er breyskur og fyrirlitlegur, og, þrótt fyrir
allar ódáðirnar, svo ósjálfbjarga; en hann
er faðir minn, og ef hann lenti í fangavist
hérna, þá er eg viss um hann kæmist þaðan
aldrei lifandi. En ekkert af þessu getur nú
komið til greina. Það eru takmörk á því,
hve langt eg get gengið, og heldur en að
stíga yfir þau, vildi eg fremur vita hann
dauðan og deyja sjálf. Að þessum takmörk-
um er eg nú komin. Bg get ekki haldið á-
fram með ljótri og hræðilegri blekking að
færa mér í nyt góðvild yðar og drenglyndi.”
Hún dró að sér snöggan, ekkaþrunginn and-
ardrátt og flýtti sér svo að segja ennfrem-
ur; ‘‘Eg hefi sagt yður þetta eins og það
er. Og þér verðið nú að fara. Það er auð-
velt fyrir yður að komast héðan í nótt. Eg
kemst hjálparlaust til Breintzen. Og þér
mnnuð brátt gleyma því, að þér hefðuð
nokkurn tíma kynst mér og mínum óláns-
sama föður.”
Nú sátu þau bæði þegjandi nokkra stund.
Svo teygði hann sig yfir* borðið og tók utan
um hönd hennar. Með einkennilegu og
mjúku brosi um varir svaraði hann svo:
“Alt sem þér 'farið fram á er ómögu-
legt. Eg get ekki gleymt yður, Sylvía. Né
heldur get eg látið yður fara eina til Breint-
zen. ’ ’
Hún horfði auðmjúkum, tárfullum aug-
um til hans. Svo stamaði hún:
‘‘Þrátt fyrir alt, sem eg hefi þó sagt
yður!”
“Eg vissi það allareiðu.”
Nú varð enn lengri þögn. Svo sagði
hún vandræðalega:
“Þér vissuð það! Og samt hélduð þér
áfram?”
“ Auðvitað.”
“Hvers vegna?” Spurninguna bar hún
fram í lágum hvíslingstón.
Þessu svaraði hann stillilega: “Af því
að eg elska yður.”
Enn einu sinni titraði þaninn þagnar-
strengurinn um hugi þeirra. Varir hennar
skulfu er hún sagði svo lágt að naumast var
hl jóðbært:
“En vitið þér ekki, að það er þýðingar-
laust. Eg hefi gefið Karli heitorð mitt.
Það — það var óhjákvæmilegt. ”
“Þér lofuðust honum vegna þess hann
heimtaði það fyrir að rétta föður yðar hjálp-
arhönd ? ’ ’
“Já. En eg get ekki brugðist því.”
Voldug fagnaðaralda strejundi gegnum
Lewis. Auðvitað elskaði hún Karl ekki!
“Eg skil það. Mín hjálp við yður krefst
engra samninga.”
Hún drúpti höfði. Og tárin, sem hún
svo lengi hafði haft hemil á, brutust nú út
og streymdu niður kinnar henni. Við að
sjá hana gráta varð Lewis gag^tekinn af
sárri löngun, er hann ekki fékk fullnægt.
Sv'o hvúslaði hann í hálfum hljóðum:
“Grátið ekki. Það er mér þungbærara
en alt annað.”
Eins og þessu til svars hallaði hún sér
fram á borðið og grét enn beizklegar. En
þegar hann svo reyndi að hugga hana með
því að strjúka mjúklega hönd hennar, sagði
hún með angistar-ekka:
Gerið svo vel að snerta mig ekki. Lofið
mér bara að vera aleinni.”
Hér var ekkert annað hægt að gera.
Hann -staldraði }>ó ögn við og horfði á hana
með sorgþrungnu augnaráði. Þegar honum
svo virtist návúst sín herða á gráti hennar,
stóð hann á fætur og gekk út úr herberginu.
. %
T ó l f t i Kapítuli
Næsti morgun rann upp heiðskír og
fagur; veðrið var nú mildara og bar í sér
loforð um ríkulfgt sólskin. Þótt Lewis hefði
sofið aðeins af og til vaknaði hann snemma.
Lá ])ó enn kyr dálitla stund, með hugann á
nálægð Sylvíu í næsta herbergi og því sem
fyrir hefði komið daginn áður. Honum
leið nú miklu betur en áður. Játning Sylvíu
hafði lyft þungu fargi af liuga hans og hon-
um fanst hann þess nú albúinn að ganga út
á hvaða hættuleið sem væri hennar vegna.
Hann stökk svo á fætur og lyfti upp
gluggablæjunni til að yfirvega veðurlagið
og útlitið til athafna yfir daginn. Meðan
hann stóð þarna við gluggann, breyttist and-
litssvipur hang alt í einu og varð harðneskju-
legur. Úti á strætinu, við næsta götuhorn
all-skamt frá, kom hann auga á þrjá menn,
er voru auð-sjáanlega að ræða um eitthvað af
miklum áhuga sín á milli. Mennirnir voru
farbréfa-yfirlitsmaðurinn frá Innsbruck
jámbrautarstöðinni, lögregluþjónn í ein-
kennisbúningi og hinn einkennilegi litli kunn-
ingi hans frá Gasthof Hohne gistiskálanum
— herra Oberholler.
Við að líta Oberholler kom fyrst undr-
unarsvipur á andlit Lewisar, er brátt breytt-
ist í tortrygnis og jafnvel óttakent tillit.
Endurminningin um samtal hans daginn áður
.við litla manninn, og viðvörunarorð Ober-
hollers fóru eins og leiftur í gegnum hann.
Nú sá hann það um seinan, að Oberholler
vræri enginn verzlunarerindreki, heldur leyni-
lögreglumaður-.
Einmitt meðan Levvis hafði augnn á
þessum þremenningum, skildust þeir að.
Oberholler, sem ráða virtist athöfnum þeirra,
gaf einhværjar fyrirskipanir og hélt svo sína
leið einsamall. LögreglumaðUrinn og far-
bréfa-vfirskoðarinn stóðu eftir kyrrir á götu-
* horninu. Og þeir fóru nú beinlínis að labba
til og frá eftir gangstéttinni í svo sem
tuttugu og fimm faðma fjarlægð frá glugg-
anum, sem Lewis stóð við.
Levvds hafði enn auga á þeim örstutta
stund; svo gekk hann burtu með sjálfsávít-
unar tilfinning í huga. Hann hafði ímyndað
sér að hann væri labs við alla eftirför og
kominn í friðarhöfn. En í þess stað vissi
þó lögreglan, eða grunaði, að Sylvía og liann
væru í þessu nágrenni, þessari götu og jafn-
vel ef til vildi einmitt í þessu húsi. Það var
beiskur vonbrigðisbikar til að tæma svona
snemma að morgninum. Og svo var Ober-
holler! Hver leikur leynilögreglumannsins
væri, gat hann enga hugmynd gert sér um.
En af seinlætis athöfnum hans mætti ráða,
að leikarinn vTæri djúphygginn og slægur.
Með sárri tilfinning um klaufaskap sinn
varð Lewis það ljóst, að nú hlaut hann að
hafa hraðan við, og leit í snatri á úr sitt.
Klukkan stóð á átta. Hann yrði kannske
svo heppinn að hitta opna bílastöð, og hann
varð, hvað sem það kostaði, að ná í bíl,
annars gæti hann ekkert gert til að komast
úr klípunni, er þau væri nú í. Hann greip
hatt sinn, laumaðist út úr herberginu og
niður stigann. Hann heyrði húsmóðurina
vera aðbusla eitthvað í eldhúsinu, og gekk
léttilega inn eftr ganginum að bakdyrum
hússins. Hurðin var óaflæst, svo hann
komst fjTrirstöðulaust út, hljóp niður eftir
mjóum stíg, stökk vfir lágan garð aftan við
húsgarðinn og kom niður á einskonar bak-
stræti, þar sem öskuílátin stóðu í löngum
röðum. Þetta var þó fremur öngstræti
fyrir búðarsendla og ruslhreinsara. Hann
hraðaði sér eftir götu þessari út. í austur-
jaðar bæjarins. Sá hann þar ýmsar bíla-
stöðvar, sem hann gekk fram hjá, af því þær
virtist of nýmóðins og áberandi, unz liann
tók eftir bílastöð, sem auðsjáanlega bar það
með sér, þótt allstór væri, að hér væri lítið
um að vera nú og velgengnisdagarnir liðnir
hjá. Þarna gekk hann hiklaust inn.
Enginn var þar sjáanlegur nema maður
í óhreinum strigafötum að þvo gamlan Fiat-
bíl. Þessi náungi, sem bar sig eins og her-
maður væri, þrátt fyrir tötursbúninginn, gaf
Lewis engar gætur að sið bílahússþjóna um
víða veröld. Að lokum lét hann þó svo lítið
að líta upp.
“Get eg fengið að hitta eigandann hér?”
spurði Lewis.
“Til hvers?” spurði maðurinn stuttlega.
“Eg þarf að fá bíl.”
Maðurinn yfirvegaði Lewis hátt og lágt.
Til þess að sýna sem sig varðaði lítið um
]>að, greip maðurinn afthr upp slönguna og
dembdi vatnsbununni á ný yfir hinn forn-
lega Fiat. Svo mælti liann í styttings-rómi:
“Eg er eigandinn að öllu því, sem hér
er, eins og það leggur sig. En eg sel ekki
bíla. E'g hefi ekkert til að selja. Ef þér
viljið fá fágaða pjáturkönnu eða málaðan
kassa, ])á farið til Schmitz bræðranna hinu
megin við liornið. Þeir selja slíkan hégóma.
Eg er bara vélasmiður, reglulegur völundur.
En ]>að borgar sig ekki,” — hann leit í
kringum sig með hatursfullu augnabráði —
“undir liinni núverandi stjórn. ”
Útlit mannsins og raddhreimur benti
á uppreistarsegg.
“Það er leitt,” sagði Lewis með ein-
kennilegri áherzlu. “Mér ríður mikið á að
fá bíl. Og eg get borgað fyrir hann. Ekki
nýjan bíl, heldur skrásettan vagn, sem er í
daglegri umferð, reiðanlegan og hraðan í
förum, eins og sannur vélavölundur kynni að
hafa í eigu sinni.”
“Jæja, er það svo?” Eigandinn rétti
nú úr sér með nokkrum áhugasvip í andlit-
inu.
“Já, svona er það.”
Maðurinn kastaði þá frá sér slöngunni,
og -um leið hinu fjandsamlega og stirða við-
móti sínu. Hann yfirvegaði Lewis nú aftur
nákvæmlega — og gerði hann svo að trún-
aðarmanni sínum.
“Eg hefi bíl,” sagði hann í lágum rómi.
“En hann kostar meiri peninga en þér hafið
að líkindum með höndum. ”
“Bkki trúi eg því,” mælti Lewis með
ákefð. “Sé það aðeins góður bíll, eins og
eg þarf nú að fá.”
“Góður bíll!” svaraði maðurinn hálf-
háðslega. “Getið þér fengið betri bíl, þá
skal eg lofa yður að keyra á mig í honum ef
þér getið. Sjáið hérna.”
Hann gekk yfir að fornlegu bílaskýli og
opnaði á því dymar. Þar inni var langur og
lágur bíll, gamall og illa málaður með svörtT
um lit, sem farinn var að dofna, leðursætin
slitin og víða sprungin, en undirbygging og
hjól í ágætu ásigkomulagi; bar enda þess
svip, að hér væri farartæki, er aka mætti
með geypilegri og hættuþrunginni ferð, og
eigandinn leit drembilega til þess um leið
og hann hagði:
“Þarna er bíllinn minn. Hann er mín
handaverk, því eg smíðaði hann. í honum
er Mercedes-grind, loftfararvél, tvístæðir
‘ karbúretörar. ’ 1 stríðinu” — hann sneri
sér til hliðar og spýtti duglega — “var eg í
flugvélasmiðju. Er gagnkunnugur flug-
hreyflagerð. Þessi er hástiltur og g*ang-
hljómur hans sem unaðslag. ” Hann opnaði
svo vænghettuna yfir hreyflinum, og kom þá
í ljós falleg og vel hirt vél, sett í fágaðar
kopars og glansandi nikkel umbúðir. “1
þessum bíl hefi eg farið tvö hundruð kíló-
metra á klukkustund. Þér getið fengið hann
fyrir tvö þúsund skildinga.”
An þess að segja nokkuð tók Lewis þeg-
ar upp veski sitt, dróg út úr því tíu seðla og
rétti manninum. Þessi fyrrum flugvéla-
völundur úr stríðinu, sem lukl^an nú lítt lék
sér við, hikaði ögn og yfirvegaði seðlana.
Svo birtist ofurlítið bros á andliti hans.
“Þetta er dálagleg peningaupphæð.
Slíka hefi eg nú ekki skollans lengi séð. Mér
þykir ilt að taka við þessu. En svo eigið
þér bílinn. Og minnist þess aðeins,” bætti
hann við meðan hann braut saman seðlana,
“sem er mjög áríðandi: Verði eitthvað
grenslast eftir um eignarrétt yðar á þessum
bíl, þá hafið þér ekki keypt hann af mér, —
heldur stáluð þér honum.”
“Einmitt það,” svaraði Lewis. “Eg
stal honum. Gerið nú svo vel að setja vél-
ina í lireyfingu. Eg þarf mikið að flýta
mér. ’ ’
Maðurinn þreif kranasveif undan sætinu
og sneri hreyfilásnum með svo miklum ham-
förum, að það var sem hann hygðist að
rvðja um heilu fjalli. Vélin vaknaði þá til
lífs með svo miklum þrumugný, að það virt-
ist eins og bílshúsið ruggaðist á grunninum.
“Sjáið til,” sagði fyrrum eigandi bíls-
ins.
“Eg sé það,” svaraði nýi eigandinn, tók
þrýstingsfast í hönd hins mannsins og vatt
sér svo upp í keyrarasætið. Óðar en hann
með fætinum snerti hemils-fótaskörina varð
honum ljós hin mikla orka, er lireyfivélin
hefði að geyma, og hann stilti hana til
minsta ferðhraða. Þegar hann keyrði þann-
ig út úr bílaskýlinu, kallaði maðurinn á eftir
honum:
“Farið gætilega, vinur minn. Eg vil
ekki að þér farið yður að voða. Kringum
horn fer bíllinn eins og á beinni braut væri.
En ef þér hafið ekki styrka stjórn á honum
á blautri braut, þá drepur hann yður. ”
Eftir tæprar mínútuferð var Lewis kom-
inn að mjóu götunn aftan við liúsið, stöðvaði
bílinn eins hávaðalaust og hann gat, fast við
garðsvegginn, og lokaði vélinni.
A næstu mínútu var hann þotinn gegn-
um bakdyr hússins og upp í herbergi sitt.
Svo flýtti hann sér að horfa út um gluggann.
Varðmennirnir tveir voru enn þarna úti
fyrir. Hvað lengi þeir myndi enn bíða
þarna án þess að hefjast handa til áhrifa-
meiri athafna, var mjög miklum vafa bundið.
Nú var klukkan hálf-níu. Sylvía hlaut vissu-
lega að vera vöknuð. Hann sneri sér því
við frá glugganum og dumpaði á herbergis-
dyr hennar. Hún opnaði hurðina tafarlaust
og stóð alklædd í dvrunum frammi fyrir
honum.
“Góðan daginn!” sagði hann og reyndi
að láta ekkert bera á því, að þau yrði að
liafa hraðan við. “Sváfuð þér vel í nótt?”
“Mjög vel, þakka yður fyrir.” I saman-
burði við geðshræring hennar kveldið fyrir,
kom hún nú fram blátt áfram, þur-eygð og
fremur stirðlega.
“Hafið þér neytt morgunverðar?”
“Nei,” svaraði hún hikandi, en bætti
svo við. “Það eru tveir menn þarna úti —
lögreglumenn, hugsa eg. Nærvera þeirra
hefir fremur skert matarlyst mína.”
Hann, brosti ögn og sagði glaðlega:
“Látið ekki nálægð þessara bjálfa ónáða
yður. En vinur okkar Oberholler er nú kom-
inn hingað — í sínu sanna gerfi. Hann hlýt-
ur að hafa grun um það, að við séum ein-
hversstaðar hér í húsaröðinni. Eg hygg
að liann hafi farið eftir liðsafla til að leita
í öllum húsunum. Og sé yður ekkert að
vanbúnaði, þá mættum við víst eins vel hafa
okkur á kreik héðan. Eg lofa yður morgmn-
verði, eftir að við komumst út á landsbygð-
ina. ’ ’
“Eg er alveg reiðubúin,” svaraði hún
dauflega.
Lewis skrifaði svo í snatri nokkrar lín-
ur á blað til húsmóðurinnar, með afsökun
fyrir hinni snöggu burtför þeirra og þakkir
fyrir góðar viðtökur. Sér þætti leiður þessi
virðingarskortur gagnvart henni, en lofaði
sjálfum sér að koma þarna seinna og færa
fram viðeigandi afsakanir. Svo lét liann
miðann á rnitt borðið, þar sem húsfrúin hlyti
að taka eftir honum, en þau lögðu tafarlaust
á stað, skemstu leið út þangað sem bíllinn
stóð. Þegar þau sluppu út úr bakdvrunum
hevrðu ]>au að barið var hranalega á fram-
hurðina. Burtför okkar mátti ekki seinni
vera, hugsaði Lewls með sér. Svo hjálpaði
hann Svlvíu yfir garðsvegginn, inn í bílinn,
greip þá sveifina og sneri henni með ákafa
til þess að koma vélinni á gtað.
Ef til vildi hafði hann ekki náð réttu
lagi, eða vélin var skammarlega erfið viður-
eignar, en hann sneri og sneri árangurslaust.
Aftur og aftur herti hann á tilraun sinni,
og eitt augnablik kom honum sú hræðilega
ífnyndan í hug, að vélin ætlaði ekki að svara
tilraunum hans, og kaldur svitinn brauzt út
á öllu andliti hans, þegar v^lin þó á sama
augnablikinu vaknaði til lífs með æðishávaða
og höggum eins og úr mörgum howitzer-
byssum væri skotið. Hann fleygði sér más-
andi upp í bílsætið og þaut á stað eins og
kólfi væri skotið.
Lewis var nú algerlega ókunnugt um
leiðirnar þarna í nágrenninu. Hugur lians
var á því að komast bara eitthvað burt úr
Innsbruek. En í áhuganum fyrir því að
komast sem fyrst úr nálægð Oberhollers
varð honum á sú yfirsjón, að snúa inn á
götu, sem hann hélt að lægi út úr bænum, en
rak sig alt í einu á aðalstræti bæjarins. Nú
voru engin tök á að snúa við. Hann varð
að fylgjast með hægfara umferðarstraumn-
um á þessu fjölfama stræti og var sam-
stundis kominn inn í miðja þvöguna.
Lewis bölvaði nú í liuga óheppni sinni.
Þessi lágreisti og svarti bíll hans var, jafn-
vel þótt hægt færi, full-einkennilegur til þess
að vekja á þeim atliygli, og hávaðinn í vél-
inni kom fólki til að líta þangað sem hann
var í bílssætinu, berhöfðaður, klæddur í
peysu og regnkápu, en Sylvía með vasaklút
bundinn um loslegt hár sitt. Það var mjög
ólíklegt að bíllinn og búningar þeirra vekti
enga eftirtekt á sér.
Töfin þarna fanst þeim þungbær, en
eftir all-langa stund komust þau þó úr þröng-
inni og Lewis stýrði bílnum loks út eftir
sveitarveginum.
Þarna tók við krókaleið, er lá mest-
megnis um þéttan furuskóg. Lewis keyrði
hratt, þótt hann aðeins notaði f jórðung véla-
orkunnar. A tuttugu kílómetra leið fór
hann fram hjá æði mörgum þorpum, sem öll
voru með sama þokkasvip og fyrirkomulagi.
Svo komu þau snögglega að laglegum sveit-
arbæ, þar sem við götuna var markaðsflötur
og velbirgar sölubúðir. An þess að stöðva
vélina stanzaði Lewis bílinn framan við eina
álitlegustu búðina og skauzt þar inn. En
þegar hann eftir fáein augnablik kom út
aftur, hraðaði hann sér yfir markaðsflötina
að mjólkurhúsi, sem þar var, og allir regn-
kápuvasarnir voru troðfullir, er hann
smeygði sér inn í bílsætið aftur. og keyrði
tafarlaust á stað um leið og hann sagði:
“Eg lofaði yður morgunverði, þegar
við kæmumst út í landsbygðina, og liann
skuluð þér nú bráðlega fá. Mér þykir slæmt
að ])að er aðeins mjólk, mjúkur ostur og
harðar kökur, sem eg gat fengið lianda
yður. ”
Ilún sat enn hreyfingarlaus og þung-
lyndisleg við hlið hans, en sagði stirðlega
í mótmæla skyni:
“Þér hefðuð ekki átt að stanza til þess.
Það er líklega verið að elta okkur.”
“Eg varð hvort sem var, að ná mér í
landabréf. An þess keyrðum við líklega
í laglegan hring, lentum aftur í Innsbruck
þegar dimma tæki og hittum þar þá náung-
ann, sem tók sér nafnið Oberholler.”
“Hr. Oberholler?” endurtók hún í sama
stirða málrómnum og áður. “Það var þá
með alvöru að þér nefnduð hann í morgun?”
“Vissulega. Litli verzlunarerindsrekinn
hefir nú alt aðra og nýja vöru að sýna.”
»