Lögberg - 18.04.1940, Side 1
PHONE 86 311
Seven Lines
&°x
Co^'
*
Service
and
Satisfaction
PIIONE 86 311
Seven Lines
.ite^
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL, 1940
NÚMER 16
BREZKI FLOTINN VINNUR FRÆGAN SIGUR VIÐ STRENDUR NOREGS
Sóknin harðnar--~Bretar koma
herliði á landí Noregi---Þjóðverjar
bíða ósigur í sjóoruátu við Narvik,
og missa þar 7 herskip.
í síðasta blaði var stuttlega vikið að árás Þjóðverja á Noreg;
hafði hinn þýzki árásarher náð þá þegar á vald sitt ýmsum merk-
um bæjum og hafnarborgum án tiltölulega nokkurar mótspyrnu;
en síðan hafa þau tíðindi gerst gerst, að Hákon konungur hefir
skorað á þjóð sína, að veita alt það viðnám, er í valdi hennar
standi, og verjast hinni illmannlegu árás Hitlers meðan nokkur
vopnfær norskur þegn sé ofar moldu; hefir þetta fylt þjóðina
slikum eldmóði, að vænta má styrkra átaka; snarpar orustur hafa
háðar verið hér og þar innanlands, þó mestar séu hamfarirnar, að
því er símfregnir herma, norður »f Osló; er enn eigi vitað, hvernig
þeirri viðureign lýkur, þó vonandi sé að eitt og annað færist til
hetri vegar fyrir Norðmönnum eftir því sem Bretar koma þar
meira liði á land. En mikilvægustu, og ekki ósennilega örlaga-
ríkustu tíðindin, hafa þó gerst í sjóorustu þeirri hinni miklu, sem
háð var síðastliðinn laugardag við Narvik; fóru þar leikar þannig,
að Þjóðverjar biðu átakanlegan ósigur; mistu þar að minsta kosti
sjö nýtízku herskip, auk allmargra vöruflutningaskipa. Bretar
mistu svo vitað sé á þessum slóðum tvö herskip, auk þess sem
önnur tvö löskuðust nokkuð að sögn. Nú herma nýjar fregnir,
að Bretar hafi komið liði á land við Narvik, og stökt á flótta
árásarsveitum Þjóðverja, er þar voru fyrir. Annað afreksverk,
eða réttara sagt kraftaverk brezka flotans þessa síðustu daga má
telja það, að koma fyrir víðtæku neti af sprengiduflum í Baltiska
hafinu, er lokað getur alveg siglingaleiðum Þjóðverja á þeim
miðum. Hverju svara Þjóðverjar til þegar þannig er komið?
Ráðast þeir á Svíþjóð til þess að opna þar flutningaleið? Vmsir
telja það engan veginn óhugsanlegt, að svo geti farið.
Barna og unglingaálúkan “Cimli Temple,” No. 7
Mynd þessi er tekin af barna og unglingastúkunni “Gimli
Temple, No. 7 á 33. starfsafmæli hennar 1939. Myndin var
tekin í skrúðgarði Gimlibæjar. — Þann 1. desember síðastl.
hélt stúkan skemtisamkomu í kirkju lúterska safnaðarins
á Gimli; fór þar alt fram á íslenzku öllum viðstöddum til,
ósegjanlegs yndis. Frú Kristjana Chiswell hefir verið lífið
og sálin í starfrækslu stúkunnar frá byrjun, og hefir með
því unnið hreint og beint kraftaverk i þjóðræknislegum
skilningi íslenzkunni til viðhalds.
Þýzkir hermenn í Noregi hafa
gert til þess ítrekaðar tilraunir,
að handtaka Hákon konung, en
mistekist fram að þessu.
f ávarpi sínu til norsku þjóð-
arinnar komst Hákon konungur
þannig að orði:
“Eg skora hér með á alla
norska menn og konur að leggj-
ast á eitt um það, að vernda
frelsi og sjálfstæði vors ástkæra
feðralands. Nú hefir verið ráð-
ist á oss af þjóð, sem vér ávalt
höfum verið vinveittir, og þessi
armstyrki andstæðingur ekki i
það horft, að varpa sprengjum
yfir alsaklaust fólk, borgir og
bæi. Konur og börn hafa sætt
villimannlegum ofsóknum. Á-
standinu er þannig háttað, að eg
get ekki skýrt yður frá því hvar
í Noregi eg sjálfur er staddur,
krónprinsinn eða ríkisstjórnin;
þýzkar hersveitir hafa ráðist á
fólk vort þar sem engri vörn
varð viðkomið, og hermdarverk
endurtekin á þann grimmúðug-
asta hátt, sem sögur fara af. Eg
skora á yður öll í dag, börn
Noregs, að standa vörð ásamt
mér og ríkissjtórninni um þjóð-
félagslegt frelsi vort. Eg bið
yður að minnast á þessari al-
vörustund þeirra allra, sem líf
sitt hafa látið fyrir heill vorrar
ástkæru þjóðar, og vors ástkæra
feðralands. Guð blessi Noreg.”—
Bretar hafa sent setulið til
Færeyja, og hafa þar yfirumsjón
þar til striðinu lýkur; ennfrem-
ur flutti canadiska útvarpið þá
fregn á mánudagskvöldið, að
brezka stjórnin hefði ákvarðað
að halda verndarhendi yfir fs-
landi án þess að fullveldi lands-
ins yrði á nokkurn hátt takmark-
að; þá fylgdi það og sögu, að
Canadastjórn yrði ekki ósenni-
lega falin á hendur verndun
Grænlands að einhverju leyti í
samráði við Bandarikin.—
Síðustu fregnir herma, að
brezkir flugm^nn hafi gert sex
loftárásir í röð á Stavanger, sem
er ein allra mikilvægasta flug-
stöð Norðmanna með það fyrir
augum, að koma í veg fyrir að
svo miklu leyti sem unt er, að
þýzki herinn, sem þar er fyrir,
fái komið bolmagni \ið.—
Rúmeníustjórn hefir lagt
bann við útflutningi hveitis úr
Iandinu; eru Þjóðverjar æfir yfir
slíkri ráðstöfun því þeir hafa
alla jafna keypt í Rúmeníu mikið
af þeirri vörutegund.
Frá Stokkhólmi er símað á
miðvikudagsmorguninn, að Bret-
ar hafi króað inni 2,500 þýzka
hermenn í Narvik, og að allmik-
ill liðsafli canadiskra hermanna
sé þegar kominn á land i Noregi.
Síðustu símfregnir frá Stock-
holm staðhæfa, að norskir land-
ráðamenn eigi sök á þvi hve
greiðlega Hitler hafi tekist til um
innrásina til Noregs.
Menning Sturlungaaldar
Dr. phil. Einar ól. Sveinsson
flutti í gærkveldi fyrsta háskóla-
fyrirlestur sinn um menningu
Sturlungaaldar. Var erindið hið
skörulegasta og þar saman kom-
inn margur fróðleikur. Lýsti
fyrirlesarinri vel baráttu þeirri,
er lanldsmenn háðu gegn kon-
ungi, áður en þeir gengu honum
á hönd og sérstaklega þátttöku
alþýðu í þeirri baráttu. Var sú
lýsing all-nýstárleg og hefir varla
komið fram fyrri. Mörgum mun
þykja það athyglisvert, að vísa
Jóreiðar:
“Þá var betra,
er baugum réð” . . .
er ort fvrir 1257, en fvrirlesar-
inn færði rök fyrir þessu. Fyrir-
lesturinn var fjölsóttur, svo að
hvert sæti var skipað í salnum
og var margt fólk, sem eigi
komst í sæti né einu sinni inn í
salinn. Er það mikill skaði, að
ekki er útvarpað slíkum erindum
sem fyrirlestraflokki þessum, og
mun margur útvarpshlustandi
sana þes, svo vinsæll fræðimaður
sem dr. ESnar er orðinn með
þjóðinni. Erindin eru haldin á
mánudögum kl. 8 síðd. i 1.
kenslustofu Háskólan.
—Visir 29. febr.
Miss Snjólaug Sigiirdson
Miss Sigurdson, sein vafalaust
er einn allra hæfasti pianisti
Winnipeglmrgar, aðstoðar við
hljómleika Karlakórs Islendinga
i Winnipeg, er haldnir verða í
Winnipeg Auditorium þann 24.
þ. m.
...
Frá Islandi
••''wiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiraMi™^^
40 úra leikafmæli
Á þessum vetri eru liðin 40
ár frá þvi að frú Svava Jónsdóttir
kom fyrst fram á leiksvið á
Akureyri. Hafa blöð á Akureyri
minst afmælisins á viðeigandi
hátt.
Fyrsta hlutverk frú Svövu var
Lovísa, ung stúlka i “Annar-
hvor verður að giftast” og næst
lék hún Ástu i Skugga-Sveini.
Var hún 16 ára um þessar mund-
ir.
Frúnni telst svo til, að hún
hafi leikið í eigi færri en 50
leikritum á þessum árum. Hún
hefir einnig leiðbeint í einu leik-
riti. Var það er hún bjó á
Sauðárkrók á árunum 1914—21.
Síðasta hlutverk frúarinnar
var Mrs. White í “Apaloppan.”
—Vísir 29. febr.
•
Talstöðvar í fiskiskipum
Frá þvi er íslenzkir fiskibátar
fengu afnot talstöðva hefir örvggi
sjómanna aukist að miklum
mun, en hinsvegar hafa talstöðv-
arnar verið til þess ófullnægj-
andi að því er fjöldann snertir,
og færri bátar hafa fengið tal-
stöðvar en viljað hafa.
Þá hefir sá annmarki verið á
hagnýtingu talstöðva, að not-
Rœðismannasamband
milli Island og
Bandaríkjanna
Frá Washington er símað á
miðvikudaginn, að samningar
séu í aðsigi um stofnun ræðis-
mannasambands milli íslands og
Bandarikjanna; lýsti utanríkis-
fáðherra Bandaríkjastjórnar, Mr.
Cordell Hull yfir því, að kveldið
áður hefði sér borist símskeyti
frá Hermanni Jónassyni forsæt-
isráðherra íslands þess efnis að
íslandsstjórn væri það mikið á-
hugamál, að koma á fót beinu
ra>ðismannasambandi við Banda-
rikin vegna þeirrar breyttu
stjórnarfarslegu aðstöðu fslands
sem hernám Danmerkur hefði
orsakað. Mr. Hull kvaðst hafa
svarað síinskeytinu á þá leið, að
eins og nú hagaði til, myndi
Bandaríkjastjórn verða það ljúft
að opna í náinni framtið ame-
ríska ræðismannsskrifstofu í
Reykjavik.
endur telja afnotagjöldin of há,
og er talið að kröfur þeirra um
lækkun gjaldanna byggist á
sanngjörnum forsendum. Hefir
allsherjarnefnd Fiskiþingsins
haft mál þetta til athugunar og
komst að ofangreindri niður-
stöðu.
Bar nefndin fram svohljóð-
andi tillögu, er samþykt var á
þinginu:
“Fiskiþingið skorar á Alþingi
og ríkisstjórn, að láta nú þegar
koma til framkvæmda hagsbætui
þær fyrir notendur talstöðva í
fiskiskipum, eða aðrar hliðstæð-
ar, er felast í þingsúlyktunar-
tillögu sjávarútvegsnefndar efri
deildar Alþingis 1938, — 123.
mál. Ennfremur skorar Fiski-
ið á Alþingi og ríkisstjórn að
vinna að því, að sem fyrst verði
'fjölgað talstöðvum í landi, sem
fiskiflotinn geti haft talsamband
við, með aðstoð landsímans.”
—Visir 3. marz.
•
Góður afli á vélbátana
Góður afli er nú hjá Hafnar-
fjarðarbátunum, sem hafa róið
að undanförnu.
í gærkvöldi fengu þeir 12—14
skippund á bát og er það all-
góður afli, þar sem þeir róa með
24—30 bjóð. Aflinn er að jafn-
aði seldur í skip til útflutnings,
þingið á Alþingi og rikisstjórn að
engin skiji eru við, sem kaupa
fiskinn.
Níu vélbátar eru gerðir út frá
Hafnarfirði i vetur, þar af átta
með línu, en einn — Njáll frá
Hafnarfirði — með troll.
—Visir 29. febr.
•
Sigurður Eggerz 65 ára
Ef það er rétt að hver maður
sé í raun og veru jafngamall og
honum finst hann sjálfur vera
þá býst eg við að Sigurður Egg-
erz sé eitthvað uin tvítugt þessa
dagana. Eg var nýlega á fundi,
þar sem komið var saman hið
mesta úrval skörunga og ræðu-
garpa. Sigurður tók þar til
máls. Honum tókst það sem
engum öðrum tókst. Hann
kveikti í áheyrendunum. Aðrir
höfðu talað alveg eins viturlega,
alveg eins sannfærandi, alveg
eins rökfast. Enginn talaði eins
skemtilega. Sigurður býr nefni-
lega yfir meiru en hversdagslegu
mannviti. Hann hefir meiri
“esprit” en flestir Islendingar.
Sigurður verður að hafa góð
“viðtökuskilyrði” til að njóta
I sín. Eg loft er þrungið af and-
úð og þumbarahætti getur hon-
um mistekist. En Sigurður er
óvenju laginn á, að sigra þumb-
araháttinn. Og þegar því er náð
færist hann í aukana. Þá verð-
ur hann svo léttvígur, að hann
getur stokkið hæð sína í öllum
herklæðum. Eg þekki engan
mann, sem þarf minna “til-
hlaup” til að lvfta sér hátt i
ræðu.
Sigurður heldur samt aldrei
æsingaræður. Það verður enginn
reiðari eða heiftúðugri af, að
meðtaka orð hans. Hann flytur
örvunarræður. Menn verða bjart-
sýnni, lifsglaðari, djarfari af að
hlýða á hann. Hann gengur
aldrei lærserksgang, ólmur og ó-
viðráðanlegur. Hann er eins og
eldfjörugur gæðingur, sem aldrei
lækkar risið, þó að hann fari á
kostum. Hann þarf ekki að
vera skaflajárnaður á gljánni
fremur en Stjarna, því “þegar
hann þrífur sprettinn, þá beitir
hann tánni.”
Árni Jónsson.
—Visir 1. marz.
Mrs. Laura Goodman-Salverson,
Rithöfundinum víðkunna, Mrs.
Lauru Goodman-Salverson, hefir
nýverið fallið sú sæind í skaut,
að hljóta bókinentaverðlaun
landsstjórans í Canada.
Karlakór íslendinga í Winnipeg
Mynd þessi er af söngflokknum eins og hann var skipaður á hljómleikunum i Winnipeg Auditorium i fyrra; nú
hafa flokknum bæzt nýir kraftar, og allveruleg breytiug orðið á samsetningu hans. Kartakórinn syngur i Audi-
torium þann 2i. þ. m., undir stjórn Ragnars H. Ragnar.