Lögberg - 18.04.1940, Side 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRIL, 1940
Fellur Þessi
Drykkur
WflK*)C
.................
Ur borg og bygð
■eiiiiiiiiiinniin
MA TREIÐSLUBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar i Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
•f -f -f
Dr. A. B. Ingimundson verður
staddur í Riverton þann 23. þ.m.
-f -f -f
TIL LEIGU tvö góð herbergi
að 702 Home St. óskað eftir
öldruðum hjónum.
-f -f f
Mr. Finnbogi Hjálmarsson frá
Winnipegosis er staddur i borg-
inni þessa dagana.
f f f
Mrs. C. L. O. Chiswell frá
Gimli er stödd i borginni um
þessar mundir á Stórstúkuþingi
Manitobafylkis.
f f f
Mr. Torfi Torfason frá Lundar
er einn þeirra erindreka, sem
sitja stórstúkuþing Manitoba-
fylkis hér í borginni.
f f f
Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðs-
son frá Ashern, Man., eru stödd
i borginni um þessar mundir á-
samt tveimur börnum sínum.
f f f
Umsögn um “Pilt og stúlku,”
bíður næsta blaðs. Leikurinn
var sýndur hér á þriðjudags-
kveldið fyrir húsfylli.
f f f
Jón Bjarnason Ladies’ Guild
will hold a Bridge and Whist
Drive in the Academy, Home St.,
on Friday, April 19. Please,
keep this date in mind.
f f f
It may ruin you financially to
drive your car without proper
Automobile Insurance protection.
Rates and particulars gladly
furnished.
We can also arrange the
financing of automobiles being
purchased. Consult us for rates.
J. J. SWANSON & CO.,
308 Avenue Building
Phone 26 821
Þegar þér byggið nýtt hús
er mikils umvert að það sé
auðhitað, og þetta fæst með
notkun hins rétta efnis.
INSULATTNG wall boaro
NotaS til þess að fððra veggi og
loft að innan, heldur húsinu
hlýju á vetrum og svölu um
sumur.
pað getur verið málað, kalso-
minað eða pappirað.
Skrifið á islenzku ef þér viljið
eftir sýnishornum og upplýsing-
um til
ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTO.
BOX 404
WINNIPEG - MANITOBA
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 25. þ. m.
f f f
Kristilegt félag ungra manna
Y.M.C.A., hefir hafið fjársöfnun
meðal almennnigs vegna stríðs-
ins. Peningar eða peningaávís-
anir skulu sendast á skrifstofu
Y.M.C.A., 810 Toronto General
Trust Bldg., Winnipeg.
f f f
Tvö gamalmenni, sem njóta
ellistyrks, geta fengið dvalarstað
um óákveðinn tíma á ágætu
heimili á Gimli, þar sem húsum
ráða tvær aldraðar, íslenzkar
konur. Góð aðbúð, gott fæði og
fylzta hreinlæti ábyrgst. Rit-
stjóri Lögbergs veitir frekari
upplýsingar.
f f f
Gimlibúar halda sína árlegu
Ifestrarfélagssamkomu í Gimli
Community Hall á föstudags-
kveldið kemur; hefir til sam-
komunnar verið vandað hið
bezta, og þarf þvi ekki að efa,
að aðsókn verði mikil. Það er
Gimlibúum til mikillar sæmdar
hve mikla rækt þeir hafa lagt við
lestrarfélag sitt. Ræðumaður á
samkomu þessari verður Mr.
Bergthor E. Johnson.
f f f
Sunnudaginn 14. apríl andað-
ist bænda höfðinginn Sigurður
M. Melsted á heimili sínu við
Mountain, N.D., eftir tveggja
vikna stranga sjúkdómslegu.
Sigurður sál. vax Þingeyingur að
ætt og uppruna (fæddur á Hall-
dórsstöðum í Kinn), en fluttist
kornungur með móður sinni,
sem þá var ekkja, til Ameríku.
Foreldrar hans voru Magnús
Grímsson og Elín Magnúsdóttir.
Voru þau fyrst í Nýja íslandi
en fluttust snemma á árum til
Dakota. Sigurður eftirlætur
eiginkonu sína Rósu Jóhannes-
dóttur Torfason og 10 börn, öll
uppkomin, auk þess tvo bræður
Benedikt og Einar og fjölda ætt-
"mgja. Heimilið, eina mílu
austur af Mountain (í víkinni)
er eitt allra prýðilegasta íslenzka
heimilið í N. Dak. — Sigurður
sál var búhöldur mikill og bjó
um margra ára skeið í afar stór-
um stíl með myndarskap og
dugnaði, og hafði búskapurinn
lánast hið bezta. — Sigurður var
vel gefinn og hinn bezti drengur.
Hann var einlægur og fastur í
skoðunum og ákaflega tryggur
vinur. Gestrisni og höfðings-
skapur einkendu heimilið. Og í
öllum hans áhugamálum og öll-
um hans störfum, voru konan og
börnin honum samhent. Sigurð-
ur var þá er hann lézt og hafði
um nokurra ára skeið verið for-
seti Víkursafnaðar á Mountain.
í þeirri stöðu svo sem á öðrum
sviðum nauf hann að makleg-
leikum mikilla vinsælda. Hans
er sárt saknað af nánustu ást-
mennum og wttingjum en jafn-
framt af bygðarfólkinu. — Jarð-
arförin fer fram frá heimilinu og
kirkju Víkursafnaðar á fimtu-
daginn 18. apríl.
mm
Leyfið oss að skýra fyrir yður
hvernis þér eretið SPARAÐ EITT
LAG AF MÁLI — einnig tima og
peninga ft hverpu málningaverki.
pér þurfið aðeins að skrifa oss,
og við sendum yður ALVEG
ÓKEYPIS tvo skrautlega bækl-
inga, er sýna hvernig spara mft
peninga með því að nota KLING-
KOTE og STEPHEN’S 2-LAGA
MÁLNINGAR AÐFERÐ.
Skrifið í dag (á íslenzku ef vill)
tii
G.F.5tephens&C?limited
Dept. (11) Winnipeg, Man.
KARLAKÓIl ÍSLENDINGA
XVINNIPEG
Hljómleikar
CONCERT HALL, WINNIPEG CIVIC AUDITORIUM
Miðvikudaginn 24. apríl
Söngátjóri, R. H. RAGNAR
G. ERLENDSSON við hljóðfærið
Kórinn aðstoða:
PEARL PÁLMASON, violinist
SNJÓLAUG SIGURÐSSON, pianist
-ffff-fff
Aðgöngumiðar 75 cent og 50 cent
Hefst klukkan 8.30 e. h.
Aðgöngumiðar eru nú til sölu hjá meðlimum kórsins,
hljóðfærabúðum, S. Jakobson, og Thorlakson & Baldwin,
Sargent Ave.
Sumri verður fagnað í F’yrstu
lútersku kirkju á sumardaginn
fyrsta þann 25. þ. m. Verður
þar framreidd máltið, er hefst
kl. 6.30 e. h. Yfir borðum fer
fram hrífandi skemtiskrá. Það
er kvenfélag safnaðarins, er
fyrir samkomu þessari stendur,
og þarf eigi að efa að hún verði
fjölsótt.
f f f
MINNISV ARÐASJÓÐUR
K. N. JÚLIUSAR
Safnað í Canada $166.00
Þeir, sem vilja taka þátt í því
að reisa K.N. minnisvarða, eru
heðnir að gefa sig fram til nefnd-
arinnar sem allra fyrst, því fram-
gangur málsins þolir ekki lengri
bið. Sendið tillög yðar til fé-
hirðis, Friðriks Kristjánssonar,
205 Ethelbert St., Winnipeg.
f f f
THE YOUNG
ICELANDERS’ NEWS
The Young Icelanders’ Archery
Group met at the Federated
Church on Monday evening,
April 15th. Mr. Swan is acting
as instructor for the Club. A
large number of Club members
were present and a very enjoy-
able evening was had by all.
Commencing Friday, April 19,
this group will meet every week
at 8 o’clock sharp in the Fed-
erated Church Hall. Any mem-
bers of the Club interested in
this sport will be welcome to
join.
Don’t forget the Swimming
Class, every Wednesday at 6.15
p.m. at the Sherbrook Pool.
f f f
Námskeið í kriátilegri
fræðslu
Á næstkomandi sumri verður
haldið námskeið í kristilegri
fræðslu (Lutheran Camp) undir
umsjón Bandalags lúterskra
kvenna. Er ákveðið að það
byrji þriðjudaginn 30. júlí og
standi yfir til 8. ágúst. Staður-
inn verður hinn sami og notaður
var síðastliðið sumar — Cana-
dian Sunday School Mission
Camp, tvær mílur fyrir norðan
Gimli.
Sérstök nefnd hefir undirbún-
ing námskeiðsins með höndum,
er hún skipuð af prestunum sr.
Rúnólfi Marteinssyni, sr. Sigurði
ólafssyni, sr. Agli Fáfnis, sr.
Bjarna Bjarnasyni, ennfremur af
fjórum konum: Mrs. H. G. Hen-
rickson, Mrs. J. Snædal, Mrs. V.
J. Eylands og Mrs. S. Olafsson.
Fyrir hönid Bandalagsins býð
eg unglingum yfir fermingarald-
ur, sunnudagaskólakennurum og
öðrum leiðtogum í kristilegu
starfi, að innritast. Öllum fyrir-
spurnum verður svarað greið-
lega. Fyrirkomulag verður ná-
kvæmlega útskýrt siðar í ís-
lenzku blöðunum.
Ingibjörg J. ólafsson,
forseti Bandalagsins.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
Stjórnarnefnd Banadalags lút-
erskra kvenna hélt fund mið-
vikudagskvöld 10. apríl að heim-
ili Mrs. S. O. Bjerring í Winni-
peg. Utanbæjarkonur, sem fund-
inn sátu voru Mrs. S. ólafsson,
Árborg; Mrs. H. S. Erlindson,
Árborg; Mrs. S. Sigurgeirsson,
Hecla. Ársþing Bandalagsins
verður haldið í Argylebygð næst-
komandi sumar dagana 4., 5. og
6. júlí. Verður þetta nákvæmar
auglýst síðar.
Aðátoða við hljómleika
Á hljómleikum Karlakórsins í
Auditorium 24. apríl leikur ung-
frú Pearl Pálmason snildafverk
eftir franska tónskáldið E.
Chausson. Lagið er hún leikur
er nefnt “Kvæði” (Poem) og er
eitt hið fegursta tónverk, sem
samið hefir verið fyrir fiðlu.
Tónverk Chaussons eru þrungin
einkennum hinnar frönsku þjóð-
ar. Verk hans eru að formi skýr
og bygging þeirra ljós, hann
hafði ágætt vald á efninu og
uppistaðan í tónverkum hans
gullfalleg.
Ungfrú Snjólaug Sigurdson
leikur hið mikla piano “Ballade”
aftir norska tónskáldið Edvard
Grieg. Efniviður þess er draum-
kent þjóðlegt lag sem birtist í
einföldum búningi í upphafi
verksins. Þetta lag birtist svo í
mörgum mismunanidi og ólíkum
myndum, sum tilbrigðin eld-
fjörug, önnur þrungin þunglyndi,
sum viðkvæm. í siðustu til-
brigðunum nær verkið stórkost-
legu hástigi, þá dettur aftur alt
í dúnalogn og verkið endar á
viðkvæmri hendingu úr frum-
laginu. Höfundur lagsins, Ed-
vard Grieg er mesta tónskáld
Norðurlanda að Síbeliusi einum
undanskildum. Söngvar hans,
piano og fiðlu lög eru þekt um
allan heim og fá tónskálid eru
almenningi kærari. Meðal Norð-
urlandaþjóða eru verk hans fólki
svo hugþekk og kær að lög hans
eru fyrir löngu orðin almenn-
ingseign.
Hún var jörðuð i grafrcit
bygðarinnar þriðjudaginn 9.
apríl að viðstöddum íjölda bygð-
armanna. Séra Haraldur Sigmar
jarðsöng hina látnu.
Blessunð sé minning hennar.
Friðrik Sumnson.
4- ♦ T
ÞAKKARORÐ
Vér viljum votta innilegt
þakklæti öllum þeim, er auð-
sýndu hluttekningu við fráfall
og jarðarför vorrar ástkæru eig-
inkonu, dóttur og; fóstru, Freyju
ólafson. Vér þökkum blómin,
er prýddu kistu hinnar látnu, og
vér þökkum sérstaklega konun-
um, er hjúkruðu og hlyntu að
hinni látnu í sjúkdómsstríði
hennar og önnuðust heimilið
með stakri alúð og kærleiksþeli
í þrengingunuin.
Brown, Manitoba.
Gísli Ólafson,
Friðrik Swanson,
Eggert Lindal ólafson.
Freyja Ólafson
Að morgni 4. þ. m. andaðist að
heimili sínu Freyja ólafson kona
Gísla ólafson» bónda í íslenzku
bygðinni að Brown, Manitoba,
rúmlega fimtug að aldri.
Hún hafði verið skorin upp í
desember s.l. á spítalanum í
Morden, við innvortis meini, sem
því miður reyndist að vera ó-
læknandi; leið hún miklar þján-
ingar af veikinni þangað til
dauðinn batt enda á hið von-
lausa lifsstríð.
Bygðarbúar, vinir og vanda-
menn gerðu alt sem í þeirra
valdi stóð til að lina þjáningai
hennai* og hjúkra henni af mik-
illi alúð og fórnfýsi, enda var
hún hvers manns hugljúfi í
bygðinni.
Freyja var dóttir Friðriks
Swanson málara í Winnipeg og
Sigurbjargar Sigfúsdóttur systui
J. S. GiHis, er um mörg ár var
sveitaroddviti í bygðinni.
Freyja giftist Gisla ólafson
(Árnasonar) 1917 og hafa þau
stundað búskap í Brown-bygð-
inni síðan og farnast vel.
Þeim Gísla og Freyju varð eigi
barna auðið, en þau tóku dreng
til fósturs, Eggert Lindal ólaf-
son, er þau hafa alið upp, mjög
myndarlegan pilt, er hefir reynst
þeim bezti sonur. Einnig tóku
þau til fósturs systurdóttur
F’reyju Sylvíu Bauer, er hefir
alist upp hjá þeim að mestu
leyti.
I'reyja sál. var frábærlega vin-
sæl i bygðinni, enda var hún
góðum hæfileikum búin. Hún
var atorkusöm við búskapinn og
samhent manni sínum. Hún var
háttprúð, listræn, tilfinninga-
næm og kærleiksrik og vildi öll-
um gott gera, mönnum og mál-
leysingjum.
Bygðarbúar og allir, sem þektu
hana minnast hennar nú með
sárnm söknuði.
Illlllllllllllllllllllllll!llllllllll!llllllllllllllllll!
Messuboð
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 21. apríU.
Guðsþjónusta á ensku kl. 11
f. h.; sunnudagsskóli kl. 12.15;
islenzk guðsþjónusta kl. 7 e. h.
♦ ♦ +
Guðsþjónusta, ferming og alt-
arisganga er áformað að fari
fram í Konkordía kirkju næsta
sunnudag þann 21. þ. m., kl. 11
fyrir hádegi. Allir boðnir vel-
komnir.-—S. S. C.
♦ ♦ ♦
Séra Guðmundur Árnason
messar í Wynyard næstkomandi
sunnudag, 21. þ. m.
Jakob Jónsson.
♦ ♦ ♦
VATNABYGÐIR
Sunnudaginn 21. apríl:
Kl. 11 f. h., ensk messa i
Mozart. Ræðuefni: “The History
and Ideals of Our Church.”—
KI. 2 e. h., íslenzk messa i Wyn-
yard. Ársfundur Quill-Lake-
safnaðar eftir messu. Allir vel-
komnir.
Jakob Jónsson.
♦ ♦ ♦
Séra N. S. Thorláksson prédik-
ar í Selkirk á sunnudagskveldið
þann 21. þ. m., kl. 7.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 21. april messar
séra H. Sigmar í Mountain, N.D.,
kl. 11, í Fjallakirkju kl. 2.30 og
í Garðar kl. 8.
♦ ♦ ♦
Séra K. K. ólafson flytur ís-
lenzka guðsþjónustu i Vancouver
B.C., sunnudaginn 28. apríl. Eins
og að undanförnu verður guðs-
þjónustan flutt i dönsku kirkj-
unni á Burns Stræti og Nitjándu
götu. En í þetta sinn verður sú
breyting á timanum, að ekki
verður byrjað fyr en kl. 3.30 e.h.
Eru allir hlutaðeigendur beðnir
að veita því eftirtekt og útbreiða
messuboðin.
♦ ♦ ♦
Áætlaðar messur um sumar-
málin:
21. apríl, Riverton, kl. 2 síð-
degis, suinri fagnað; sama dag,
Árborg, kl. 8 síðdegis; 28. apríl,
Breiðuvík, kl. 2 síðdegis; sama
dag, Geysiskirkju, kl. 8 síðdegis.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
GIMLl PRES TA KA LL
21. apr.—Betel, morgunmessa;
Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h.
28. apr.—Betel, morgunmessa;
Árnes, jnessa kl. 2 e. h.; Gimli,
íslenzk messa kl. 7 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 1.30 e. h. hvern sunnudag.
B. A. Bjarnason.
Mr. Th. Hallgrímsson fram-
kvæmdarstjóri frá Riverton var
staddur í borginni á þriðjudag-
inn ásamt frú sinni.
♦ ♦ ♦
Mr. Th. Thordarson kaupmað-
ur frá Gimli var staddur í borg-
inni í byrjun yfirstandandi viku.
♦ ♦ ♦
Halldóra Guðmundson (Good-
man), vistkona á elliheimilinu
Betel, Gimli, andaðist þar 6.
aprdl. Hún var fædd 29. des.
1858 að Höskuldsstöðum í Lax-
árdal í Dalasýslu, en kom tii
Canada árið 1882 og flutti ári
síðar til Gimli. Síðastliðin fimm
ár var hún á elliheimilinu. Mað-
ur hennar, Jón Guðmundsson, dó
í Winnpieg árið 1927. Fimm
dætur þeirra hjóna, og einn son-
ur, lifa þau, og eru: Jónasína
Storey, Ft. William Ont.; Guð-
björg Johnston, Calgary, Alta.;
Anna McCarthy, Winnipeg;
Jónína McCarthy, The Pas,
Man.; Kristin Denton, Tacoma,
Wash.; o'g Jón Goodman, járn-
brautarþjónn í Yorkton, Sask.
Jarðarför Halldóru sál. var hald-
in 9. apríl frá Betel, en jarðsett
var í Gimli grafreit. Séra Bjarni
A. Bjarnason jarðsöng.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licensés Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jewellera
699 SARGENT AVE., WPG.
Jakob F. BJarna»on
TRANSFER
Annast greitSlega um alt, sem aö
flutningum lýtur, smáum eöa
störum Hvergi sanngjarnara
verö.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Sími 35 909
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluÖ þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
Light Delivery Truck
PHONE
34 555 - 34 557
SARGKNT and AGNES
“Piltur og Stúlka”
sjónleikur saminn af séra Eyjólfi J. Melan úr samnefndri
sögu eftir Jón Thoroddsen verður sýndur af Leikflokk
Sambandssafnaða Norður Nýja fslands:
Selkirk, þriðjudaginn 23. apríl, klukkan 8 e. h.
Geysir, fimtudaginn 25. apríl, kl. 9 e. h.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551