Lögberg - 13.06.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.06.1940, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1940 Við líkbörur Einars skálds Benediktssonar Eftir Sigurgeir' Sigurðsson biskup. “Svo breiddist út fang svo bjart og sterkt, sera bar hann svo hAtt upp í , daginn mikla.” í dag sameinast íslenzka þjóð- in döpur við likbörur hugljúfs fallins sonar — við kistu Einars Benediktssonar. Til minningar um hann komum vér viðkvæin- um huga — og þakklát fyrir gjöfina, sem hann gaf þjóð vorri —hina miklu fjársjóðu andans, sem mölur og ryð fá ekki eytt. Fallinn, dáinn. Mér finst þessi orð hljóma svo undarlega við kistu hans. Og það er von. Því hann er ekki dáinn. Einnr fíencdiktsson deyr ekki. — Fall- inn. Já, það er satt. Ellin kem- ur öllum á kné. Hinn ytri dauði þyrmir engum. “Hann liggur á börum við línið bleikt.” Svo verður það eitt sinn um oss öll. Likkistan er ímynd og tákn þess, sem eitt sinn á að ske í lífi okk- ar allra. Sá, sem fæðist inn í þennan heim, verður að hverfa héðan aftur. Einn af rithöfjjnd- um þessa lands, sem nýfega er horfinn af sjónarsviðinu, lét svo um mælt, að hann hefði oftsinnis ♦■iþugsað um latnesku orðin “exe- unt omnes” — allir fara út — sem skráð væru í leikslok leik- rita Shakespeares. “Exeunt omnes.” Við förum öll — hverf- um öll lit af leiksviði Mfsins. Og vissulega eru þetta athyglisverð og alvarleg augnablik, þegar samferðamenn vorir eru að hverfa oss sjónum, og ekki sizt er þeir hverfa, sem áttu rödd, er oss var ljúft að hlusta á, sem greip hugann og lyfti honum upp frá hinu hversdagslega, fá- tæka og smáa, upp á ný sjónar- svið, upp i æðri hugheima og draumalönd. — Já, þessi dagur er alvörudagur. Svanurinn er þagnaður — svanurinn, sem söng svo fagran söng um ísland, þjóð vora, mannlífið. Hann, sem átti auga sjáandans, sem sá upp úr öllu hinu jarðneska og jarð- bundna, upp í æðri heima — og henti oss þangað. — Nei — hann deyr ekki. “Sá devr ei, sem heimi gaf lífrænt lóð.” Ljóð hans Jifa — lifa með þeim, sem um ókomnar aldir ganga jarð- Hfsgöngu sína hér og gista þetta land. — Því getum vér sagt ör- ugg: “Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré í dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkva mar- inn, myndasmiðar a n d a n s skulu standa.” En það er oss ekki nóg. Hér við dauðann brennur önnur spurning í brjóstum vor allra. Hvað tekur við? Heldur lífið áfram, þótt dauðinn komi og leggi myrka vængi yfir þá, sem eru oss dýrmætir og kærir? Fá- um vér að sjá nýjan dag fyrir handan, ný tækifæri til Hfs — og fáum vér meira að starfa guðs um geim, við nýjan dag, þar sem hin dýpsta þrá og hinn stærsti, fegursti draumur fær að rætast? Þar sem vinir, er með tárum skilja við gröfina — og ekki geta gleymt hverir öðrum — fá að sjást — fá að hittast aftur “á alhjörtum, eilífum degi?” Vér þráum öll lífið, þessvegna horf- um vér upp við gröfina og leit- um guðs sólbjörtu landa. Einhver fegurstu, sólbjörtustu og huggunarrikustu orð, sein sögð hafa verið í sambandi við dauðann, sagði Jesús Kristur eitt sinn. Þau eru ekki mörg, en þau lejrsa gátur dauðans, og hann vildi hvísla þeim í eyru hvers einasta sorgarbarns hér i hverfulum heimi. Hann sagði: “Eg lifi og þér munuð lifa.” Það var í trú á þessi orð, að Einar Benediktsson sagði eitt sinn: “Þá syngja englar, er lífið þagn- ar.” Það bar hátt á Einari Bene- diktssyni með þjóð vorri. Yfir- burðir hans voru svo miklir og margvíslegir, að hjá því gat ekki farið. Öll þjóðin hlaut að taka eftir honum og fylgjast með hon- um og ræða um hann mörguni stundum — og það gerði hún líka. Eg átti þess kost að kvnn- ast honum náið á því skeiði æfi hans, er æfisól hans var hæst á lofti. Minningarnar frá þeim tímum koma nú fram í hugann, og er það, sem eg segi hér um hann, bvgt á persónulegri við- kynningu, en ekki á dómum eða áliti annara manna um hann. Eg sá hann á fögru og glæsi- legu heimili hans, meðal vina sinna, hinn örláta, stórhuga hús- bónda, og á þaðan minningar um bjartar stundir, sá hann úti í ríki náttúrunnar, þar sem hann ferðaðist um land sitt á góðum fáki, sá hann og hevrði hann dást að náttúrufegurðinni og skoða land sitt, er “sunna. greiddi gullhár sitt fvrir jökul- speglum,” sá hann stíga á skip of vfirgefa land sitt, með stór- um áformum, og koma aftur heim í þrá eftir nýjum fram- kvæmdum. Hann elskaði fsland. Eig hefi aldrei heyrt neinn mann tala í meiri eldmóði og i ríkari sonarást til ættlands síns en hann. Hann sagðist hafa farið viða um heim og séð margt stór- fenglegt og fagurt. En fegurð fslands var í augum hans ofar því öllu. Og hann sá hér óend- anleg skilyrði. Hugmyndir hans uin framtíð fslands voru glæsi- legar. Það voru hugmyndir hug- sjónamannsins, sem mörgum sinnum verður að sjá vonir sínar brezta, en sem þó rætast ein- hvern tima, þó ekki sé nema að litlu leyti, fyr en löngu eftir að hann hefir lagst til hvíldar i gröf sinni. Hann sá glögglega auð- lindir landsins, vissi hvað bjó í fossum og fjöllum þessa lands, í moldinni og á fiskimiðum. Hann sá í anda þá tíma, er unt yrði að veita ljósi yfir alt landið, sjá verksmiðjur rísa við fossana og landslýðinn búa við hamingju i hinu fagra, elskaða landi. f hin- um norræna ættstofni var sá kjarni, sem hann treysti. Þess vegna hvatti hann hana til þess að stefna hátt, til starfa og fag- urra dáða. Hann óskaði að verða auðugur maður, en í þeirri ósk hjó þráin eftir að vinna fvrir fs- land — að nota fjármunina í þágu lands og þjóðar. Það vissu allir, sem vel þektu hann. Stundum Jitu menn misjöfnum augum á líf hans og starf — og ef til vill ekki að ástæðulausu. Hann fann sjálfur annmarka sina og bresti — ef til vill betur en nokkurt okkar grunar. Einu sinni sagði hann við mig: “Það er gott að geta grátið yfir synd- um sínum.” En engum kemur hér dómur í hug, því “. . . einn er stór. Hér er stormahlé. Hér stöndum vér jafnt fyrir drotni.” Þótt hugur hans væri stór og hátt flygi andinn, átti hann við- kvæmt hjarta, sem ekki mátti aumt sjá. Smælinginn átti í honum góðan vin. Og kunnugt var mér um, að hann fór á fund hans i leyndum, til að rétta honum bróðurhönd. Það olli honum eitt sinn' miklum sárs- auka, að hann gleymdi að greiða fátækum manni Mtið viðvik, áður en hann fór í utanför. Eitt hið allra fyrsta verk hans, er hann kom aftur heim, var að fara á fund hans og gefa hon- um upphæð margfalt stærri en hann hafði unnið fyrir. Ljóð hans sýna, að hann átti þrá eftir að rétta hluta þess, sem minni máttar var í viðskiftunum við lífið og mennina. Hann sá í anda bjartari tima renna upp fvrir lítilmagnanum. Líf hans var alt óvenju stórbrotið. Gáf- urnar voru glæsilegar, hug- myndaflugið og skáldandinn svo stór, að vafasamt er að nokkur fslendingur hafi átt meira flug andans en hann. Þess vegna bar svo hátt á honum, bæði i orðum hans og athöfnum og í gleðinni. Hann bar alveg sér- staklega hlýjan hug til íslenzkra stúdenta og hefir á margan hátt sýnt það og síðast með ómetan- legum gjöfum til Háskóla vors. f hópi stúdenta undi hann sér einkar vel. Hann hafði sjálfur átt þrá stúdentsins og skildi hana og eins og hann sæi von fslands í auga óg svip hins unga mentamanns. Það var hátíðleg og ógleymanleg stund, er hann eitt sinn flutti konungi fslands kvæði, umkringdur hundruðum islenzkra stúdenta hér i Reykja- vík, glæsilegur að vtri ásýnd og atgervi andans. Það valt á ýmsu ineð hinn ytri auð, en i anda var hann ríkur, svo ríkur að hann hefir auðgað þjóð sína að andlegum verðmætum, sem aldrei verða fullþökkuð. Hér í jafn stuttu máli, er ekki unt að lýsa þeirri gjöf nema að svo litlu leyti. Það er þessi gjöf, sem allir íslendingar þakka í dag og halda áfram að þakka um kom-. andi ár og aldir. f Ijóðum hans eru glitrandi gimsteinar og leift- ur, sem lýsa íslenzkri þjóð í leit andans. Honum var skáldgáfan heilög. Hann notaði hana vel. Hann yrkir um hin miklu við- fangsefni mannsandans. Stund- um hafa mér komið í hug við lestur kvæða hans orð postulans, sem sagði: “Því að einum veit- ist fyrir andann að mæla af speki” (I. Kor. 12, 8). Harpan hans sem nú er brostin, átti bæði djúpa og fagra strengi, og feg- urst hljómuðu þeir, er hann söng lífinu og hinum mikla skap- ara himins og jarðar söngva sina. — Lífsskoðun hans birtist glögt í Ijóðum hans. Hin lága nautn, sem lokkar, er svikul, gullið, áem margir ætluðu að hann tignaði, er aska í hönd hans, en “bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auð- legð á vöxtum í guðanna ríki.” Andi hans leitar hátt vfir stund og stað. Og nú þakkar þjóðin öll, og ísland harmar soninn, sem unni því svo heitt. Fjöllin drúpa döp- ur, og landið klæðist hvítum klæðum, vetrarskrúðanum, sem minnir á dauðann. Nú kveður hann ekki framar Ijóð sín um sólina, sem skín vfir landið, né stjörnurnar, sem blika á himn- inum, og norðurljósin, né dalina, fossana og fagrar sveitir og ekki um sandana og sæinn. Hann hefir kveðið öll sín kvæði — og alt er orðið hljótt. En vér eig- u m Sögur og kvæði, Hafblik, Hrannir, Voga og Hvamma. Um þenna arf, sem hann gefur oss Ijóðin, sem hann lætur oss eftir, sagði hann: “Mitt verk er, þá eg fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð eg þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafið En insta hræring hugar míns hún hverfa skal til upphafs sins, sem báran, endurheimt í hafið.” Vér erum einhuga um að þakka þenna arf. Lærðir menn og bókmentafræðingar þakka hann, öll alþýða íslands þakkar hann. Eg framber þær þakkir fyrir þúsundir manna, sem i fjarlægð eru, út um allar bygðir lands vors. Rikisstjórn íslands hefir fyrir hönd þjóðarinnar sýnt þakklæti sitt við kveðjurnar, og fer vel á því. Jarðneskar leifar hans verða fluttar á þann stað, sem allri þjóðinni er helgastur og kærastur. Það mun ekki draga úr helgi staðarins á ókomnum öldum, að bein hans liggja þar. — En vér hugsum ekki um Ein- ar Benediktsson i gröfinni. Hann er farinn yfir hafið. “Og eilífð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum.” f fögru kvæði, er hann orti iim móður sina, sem hann unni mjög og sem hann sagði, að hefði átt þann barm, “sem alt kunni að fyrirgefa,” segir hann: “Nú er eg kominn af hafi.” Já, kom- MASSEYHARRIS bezti bindari sem til er Massey - Harris bindarar hafa alla kosti liðinna ára, að viðbættum mörg- um nýum umbótum, sem gera þeim, er stýrir starfið margfalt auðveldara; þessir bind- arar eru endingargóðir, og starf- inn heim. Og það er gott. Þvi sjúkur var hann, og sálin þreytt. Hann þakkar íslandi og þjóð sinni, þakkar alt vinhlýtt og gott, þakkar hjúkrandi hönd, þakkar ættmönnum, ástvinum sinum nær og fjær, og biður þeim blessunar. Og nú rennur upp fögur sól, miskunnarrík, fögur sól guðs. Faðmurinn bjarti og sterki er útréttur — og ber hann heim upp í eilífa daginn. “Komið til min allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita vður hvíld.” — Það hefir dagað yfir draum anda hans, því að hann er risinn frá nóttu i ’eilifan dag. —Eimreiðin. rækslukostnaður lítill. Gírar eru inniluktir til þess að verja þá gegn ryki og óhreinindum. Marg- ar róluvöltur valda auðveldum gangi. Alemite-Zerk smurning, sem auðvelt er að framkvæma. Útbúnaður allur þannig gerður, að bindarinn á við hvaða upp- skeru-aðstæður sem er. pjappari og hnýtari þarfnast minná af tvinna. Til frekari upplýsinga um Massey-Harris bindara, skul- uð þér finna eða skrifa MASSEY-HARRtS COMPANY LIMITED TORONTO MONTREAL AIONCTON WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON SWIFT-CURRENT YORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER Kaupið canadiska framlciðslu til þess að lidlpa til að vinna striðið. Massep-Harrisi áhöld er uerð í Canada. Minningarorð Borist hefir sú fregn sunnan frá Los Angeles, Cal., að látinn sé öldungurinn Þorsteinn Jóns- son (Foster Johnson) 90 ára. Hann dó 8. júní 1939, af hjarta- slagi; hafði verið heilsuveill síð- ari árin fvrir aldurs sakir, geng- ið undir uppskurði við sjón- depru, og mætt þeirri vanheilsu sem ellin ávalt hefir i för með sér. Hann hafði verið á sjúkra- húsi frá því snemma í janúar þangað til seint i marz, en var all-hress eftir það, þangað til kallið kom skyndilega. Þorstelnn var fæddur-26. marz, 1848, í Eyjafirði, á Þverá, hinu forna og fræga bóli, nokkurs konar helgireit Norlendinga, “þar sem Glúmur þrúðgur hló, þar sem Einar spaki bjó.” Um ætt hans er mér næsta ókunnugt, og í æfisögu-broti, eftir hann sjálfan, í sögu íslendinga í North Dakota, eftir Thorstinu Jackson, getur hann ekkert um það, þó el eg þá hugmynd, að hann hafi verið skyldur, ef ekki náskyldur Þorsteini á Skipalóni, Daníelssyni, þjóðkunnum vik- ingi í öllum verknaði, og sá eini fslendingur sem “faðmað” hefir Frúarkirkju i Kaupmannahöfn (Sbr. Ferðalýsingar Dr. Rögn- valdar Péturssonar). Þorsteinn hefir eflaust vaxið upp og þroskast á Þverá, þótt hann geti ekkert um það; en vel get eg hugsað mér, að hann ætti marga dagslægjuna á hinum forna akri, Vitazgjafa, sem aldrei brást, eins og segir i Viga-Glúms sögu. Hann giftist ungur, og tók sér bólfestu i Villingadal, sem er fremsti afdalur af öllum Evja- fjarðardölum. Kona hans var Friðbjörg Guðlaugsdóttir Ei- ríkssonar frá Steinkirkju í Fnjóskadal; var hún yngst af hinum fimm svokölluðu Stein- kirkju-systrum og var valkvendi hið mesta. Hjónaband þeirra varð og lika eitthvert hið feg- ursta og farsælasta, sem eg á æfi minni hefi þekt og vitað; meiri drenglund á báðar hliðar, meiri samiið og ósérplægni er naumast hugsandi; og þessir meðfæddu kostir viku sér aldrei, biluðu aldrei, þótt boðarnir skyllu og blési á móti, eins og oft varð þeirra reynsla sem og annara, var öllu mótlæti niætt við dyrn- ar með brosandi vongleði um bjartari dag. Hjá þeim fékst aldrei griðland fyrir skamm- degisfylgjuna gömlu, en jafnað- arlundin, trúin á sigur Jiess góða, algjör vantrú á alt ilt, gerði líf þeirra beggja fagurt og farsælt; og þessi stoð þeirra og stvtta í gegnum langt og ástríkt hjóna- band, brást þeim aldrei. Frið- björg dó i júni 1920. Þorsteinn og Friðbjörg fluttu vestur um haf 1874, með skip- inu St. Patrick. Þau lentu i Quebec, og þaðan fóru þau til Toronto, ásamt mörgum öðrum úr þeim hóp. Dvölin þar var stutt og héldu margir til Kin- mount, þar sem járnbrautar- vinnu var að fá. Voru margir f þessum hóp, sem mjög koma við sögu Vestur-fslendinga. Vinnan hélst haustið og allan veturinn. Næsta vor fluttu þau Þorsteinn og Friðbjörg til MiII- brook, Ontario, og voru þar tvö ár. Þar hafði Þorsteinn stöð- uga vinnu á sögunarmyllu. f Millbrook fæddust þeim tvö börn þeirra, sem bæði lifa foreldrana: Henrv, búsettur í Tacoma, Wash. og Lilja (Mrs. Lillian Heath) í Los Angeles. Sumarið 1877 fluttu Þorsteinn og Friðbjörg til Winnipeg og voru þar það sumar. Að haust- inu fluttu þau til Nýja íslands og tók Þorsteinn heimilisrétt á 160 ekrum, var land hans áfast við land Skafta Arasonar, þar sem nú er Húsavikur pósthús. Þar bygði hann tvílyft hús, 24x16, úr köntuðum bjálkum, með kjallara undir. Nýja bú- staðinn nefndi hann Steinkirkju; var það vel til fallið, því þar myndaðist fyrsti söfnuðurinn i Nýja íslandi. Það var um haustið að safn- aðarfundur var kallaður á Stein. kirkju, til þess að ræða um safn- aðarmyndun. Mættu þar séra Jón Bjarnason, ásamt nokkrum bygðarmönnum. Var á þessum fundi samþykt að mynda söfnuð, og voru þeir kosnir í safnaðar- nefnd Skafti Arason, KTistján Jónsson, Sigurður Kristófersson, Árni Sveinsson og Þorsteinn. Þegar til þess kom að velja nýja söfnuðinum nafn, sagði séra Jón að nafnið væri sjálfvalið, og bar frpm tillögu að söfnuðurinn yrði nefndur Steinkirkjusöfnuður. Á fundi þessum var einnig sam- safnaðarnefnd falin á hendur öll þykt að byggja kirkju, og var framkvæmd i því starfi; var Árni Sveinsson fenginn til að hrinda áfram verkinu. Kírkjan átti að vera 25x30, og 10 fet undir súð. Var byrjað á verkinu, en aldrei klárað, þvi þá skarst hinn skað- legi vágestur í leikinn, sundrung- in, og litlu síðar hófst útflutn- ingurinn. En messað var í húsi Sigurðar Kristóferssonar. Ef- laust hefir þetta verið fvrsta sporið stigið í Nýja íslandi, i þá átt að mynda söfnuð og byggja kirkju. Þessi söfnuður heitir nú Víðinessöfnuður. Hélt hann sitt sextugasta afmæli um kirkju- jiings leytið 1937. f tvö ár var Þorsteinn i Nýja íslandi, og auðvitað bjó hann mjög svo við sömu kjör og aðrir á þeim neyðartimum; en aldrei gerði hann mikið úr frumbýl- ingsbaráttunni í Nýja fslandi. Enda var það gagnstætt hans eðlisfari að kvarta eða kveina; hann var æfinlega sólskinsmegin i lífinu, hvað sem á dreif. f júní 1879 fóru þau alfarin til Winnipeg; skildu við alt, hveiti i einni ekru, kartöflur i einni ekru, ágætt íbúðarhús, fiskibyttu og ýms áhöld, undir umsjón. “Það var líka hirt” sagði Þorsteinn seinna. Um- boðsmaðurinn skilnaði honum $1.50 fyrir arðinn af uppsker- unni. Það var alt og sumt; en um verðmæti munanna fékk hann glöggari hugmynd siðar meir, þegar mælarnir gengu í gegnum greipar hans í þúsunda tali á hausti hverju. Skömm var vistin i Winnipeg, því um haustið tók Þorsteinn sig upp og flutti til Pembina i Norður Dakota. Þar var hann um veturinn, en festi svo heim- ilisrétt á landi fjórar milur suð- ur af Hamilton, setti upp “shanty” 10x12, og brosti inn i framtíðina, því hann sá gjöld i vændum. Moldin var frjósöm, verð á afurðum sæmilegt, skamt til kaupstaðar, og afstaða þessa nýja heimilis hin allra ákjósan- legasta; enda hefir það margur mælt og margan heillað. Þorsteinn var með þeim allra fyrstu er plöntuðu tré á þessari eyðisléttu, sem brátt varð að blómgarði búsældar. Trén voru plöntuð þar sem þau gátu orðið mest til prýði og skjóls, þvi Þor- steinn var einhver sá allra smekkvísasti maður, sem eg hefi nokkurn tima þekt, hvað híbýla- prýði snerti. Brátt færði hann út kviar sinar og bætti við sig 320 ekrum. Honum farnaðist vel, enda var hann hinn mesti eljumaður. Búskap sinn rak hann þar til 1903, að hann seldi. Gigtin fór að hamla honum frá venjulegum störfum, og lika hafði hann orðið fyrir stórskaða af veðurskemdum. Hann flutti til Cavalier; þar var hann aðeins fá ár, því gigtin ásótti hann því meir sem hann dvaldi hér lengur, svo í burt horfði hann til heilsu- bótar, og til Colorado fór hann. f Colorado rak hann landbún- að i nokkur ár, og leið vel; gigt- in hvarf, og enn brosti og benti framtíðin. Dóttir þeirra, sem búsett var í Los Angeles, hvatti foreldra sina svo mjög að flytja suður þang- að; hiin vissi sem var, að ellin var að færast yfir þau, og hún vildi hafa þau sem næst sér. Þorsteinn seldi búslóð sina og fór til Los Angeles; það var og seinasti áfanginn. Hann settist aði i Inglewood, einni af útborg- um Los Angeles. Hann kevpti tvílyfta byggingu og setti upp matvöruverzlun. Með öllu ATar hann óvanur slíku, en hepnaðist þó vel, þar til Friðbjörg tók meinsemd þá, er leiddi hana til bana. Hún dó, eins og fyr segir, í júní 1920. Eftir það var Þor- steinn mikið á næstu nesjum við dóttur sína, og oft hjá henni langdvölum. “Og nú er hann týndur úr lestaferð lifs,” einn af frumbýl- ings hetjunum. Það var mitt lán að hafa náin viðkynni við hann, hér á árunum, viti á slétt- unum. Sem unglingur var eg í nokkur ár á næstu grösum. Enda kom eg þangað vikulega eða jafnvel oftar. Þær unaðs- stundir fyrnast mér aldrei. Minn góði Þorsteinn og mín góða móð- ursystir, Friðbjörg,, voru söm og jöfn. Þar héldust góðmenskan og gestrisnin i hendur; og ef

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.