Lögberg - 13.06.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.06.1940, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1940 4 !-----------i.ögberg---------------------- GefitS út hvern fimtudag af TH-E COLl MIilA PKESS, LIMITKD 6»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Atök canadisku Djóðarinnar og rœða orsætisráðherra Naumaist munu skiftar verða skoðanir um það, að útvarpssrceða Mr. Kings, sú, er hann flutti á föstudagskvöldið var með hliðsjón af stríðssökninni, væri kröftug og tímabær; hún var þrungin af kvngimagni eldmóðs og réttlátrar reiði jrfir hamförum þeirra ill- ræðisafla, sem látin hafa verið laus, og ógna gervöllu mannkyni; hér fer á eftir inntak ræðunnar: “Ábyrgð sú, sem á canadisku þjóðinni hvílir, verður æ fjölþættari eftir því isem dagarnir líða; þeirri ábyrgð var réttilega lýst í síðustu ræðu Mr. Churehills þar sem hann lýsti yfir því, að í því falli að Bretar og Frakkar sætti hinum verstu óhöppum, kæmi nýi heimurinn til liðs við þá, og héldi uppi látlausri sókn þar til yfir lyki og mann- frelsisstefnan gengi sigrandi af hólmi; hin unga canadiska þjóð, er staðráðin í, að ein- beita allri sinni orku, og öllum sínum auð- æfum að því eina og ófrávíkjanlega marki, að koma landráns- og kúgunarstefnunni á kné; í nafni frelsandi hugsjóna skal slíkt verða fyrst og síðast kjörorð vort. Vér erum brúin eða tengilínan milli hins gamla og nýja heims; brúin, sem tengir saman lýðfrelsi hins norður-ameríska megin- lands og hið foma mannfrelsi Bretlands, þar sem vagga stjórnmálafrelsisins fyrst stóð; um þetta frelsi höfum vér einsett oss að standa vörð, og bægja frá með sameinuðu átaki sérhverju því afli, sem kjósa vill á það feigð; 'sérhvert virki vort verður önnur Calais, og sérhver höfn vor önnur Dunkirk, áður en vér iátum það viðgangast, að þýzk illræðisöfl slökkvi á vitum kristinnar sið- menningar. Hin canadiska j)jóð hefir hvorki sofið á verði né mun sofa á verði; canadiskir her- menn gæta þegar mikilvægra stöðva við New- foundland og Vestur-Indlandseyjarnar brezku; síðan að Þjóðverjar lögðu undir sig Belgíu og Holland, hefir sambandsstjórn hlutast til um það, að mannafli hins cana- diska flota yrði aukinn um því nær fimm þúsundir, og svipað má um loftherinn segja. Fram að þessum tíma hefir Canada var- ið, samkvæmt fjárhagsáætlun, $2,000,000 á dag; nú er það sýnt að betur má ef duga skal, og verður það þessvegna óumflýjanlegt að útgjöld til stríðsþarfa verði aukin til stórra muna. íin þó óneitanlega sé skugg- sýnt í lofti, rofar þó víða til; hinir nýstárlegu leifturstríðsvinningar Þjóðverja ráða ekki úrslitum stríðsins í heild; þeir meira að segja eru til veiklunar á ýmsum sviðum; siglinga- bannið hefir reynst Þjóðverjum óþægur ljár í þúgu, og á því verður hert því meir sem tímar líða; hernaðaraðferðir Þjóðverja eru bandamönnum nií að fullu kunnar, og er hið sama um vopnabúnað þeirra að segja.” Mr. King vék því na*st nokkrum orðum að flugæfingakerfi brezka veldisins, að því leyti sem það snertir Canada; kvaðst hann hafa hevrt því fleygt, að þetta mikilvæga fyrirtæki myndi í rauninni þegar vera fokið út í veður og vind; slíkt hefði samt sem áður við engin minstu rök að styðjast, og á sínum tíma myndi það sannast, að þetta umrædda flugkerfi yrði einn notadrýgsti liðurinn í fullnaðarsigri hinna brezku lýðræðisþjóða. “Fram að þessum tíma hafa Þjóðverjar aðallega verið vorir erkióvinir; 'en eftir því sem lengra líður á má víst telja að orustúvell- irnir færi út kvíarnar; að þjóðir, sem fram að þessu hafa setið hjá, berist þá og þegar á banaspjótujn. En }>ó háski sá, sem yfir vofir sé mikill, er það bót í móli, að augu frjálsborinna manna, og frelsiselskra þjóða, eru nú opnari gagnvart honum, en áður var. Þó óvinum vorum fjölgi á einum stað, geíum vér óhikað trevst því, að á öðrum stnð komi nýir vinir oss til fulltingis; fram- tíðarmikilvægi þeirrar baráttu, sem nú er háð, skýrist með hverjum líðandi degi, og ný áhrifaöfl koma fram á .sjónarsviðið mál- stað vorum til styrktar; samvizka siðmann- aðra þjóða krefst úrslitasigurs yfir kúgunar- öflunum, og rödd hennar verður aldrei þögg- uð í neinu því landi, er lýðræði ann. Yður er kunnugt um það, hve djarf- mannlega forseti Bandaríkjanna hefir í nafni mannúðarinnar hvað ofan í annað ávarpað })jóðir heims; slikar raddir verða ofbeldis- forkólfarnir að sætfa sig við að hlusta á, og áður en lýkur — að hlýða valdboði þeirra. t námunda við París er nú háð ein hin allra grimmúðgasta orusta, sem sögur fara af, og undir úrslitum hennar getur það orðið komið, hver örlög bíða Frakklands í fram- tíðinni. Og þar sem svo ei: ástatt, er það sízt að undra þó Canadamenn kenni nokk- urrar óþolinmæði, finni til nokkurs efa, og beri fram ítrekaðar spurningar.” Þegar hér var komið, gaf Mr. King skilmerkilegt yfirlit yfir rás viðburðanna frá því í síðastliðnum september, er ófriðurinn braust út; flokkaði hann það tímabil í þrent; fyrst mætti nefna aðdynjanda þess ægilega stórviðris, er í aðsigi var, er lýðræðisþjóð- irnar hervæddust, en ólu þá enn í brjósti sterka von um frið; næst í röðinni kæmi stríðið sjálft, og þátttaka þjóðarinnar í því, eins og henni var ráðstafað á aukaþinginu í september; þriðja kaflann mætti nefna leift- urstríð Hitlers, er breytt liefði miklu til um skipulagningu bandamanna vúðvíkjandi stríðssókninni; þessi nýja bardagaaðferð Hitlers væri svo villimannleg, að hún ætti engan sinn líka í sögu mannkynsins; þar hefði djöfulæði haturs og herneskju komist í algleyming. Mr. King lauk meginmáli sínu með svo- feldum orðum: “Vér erum, ásamt samherj- um vorum, viðbúnir langvarandi stríði, og vitum að vér getum unnið það. Hitler er á hinn bóginn einungis viðbúinn skammvinnu stríði, eða leifturstríði, og hygst með þeim hætti að koma oss á kné; á sínum tíma verð- ur það þolið, sem úrslitum ræður. Og hvernig serh hjólið snýst, er hin djarfhuga, canadiska þjóð við því búin, að ganga á hólm við hvers- konar erfiðleika, sem á vegi verða í öruggri vissu um sigurmagn þess göfuga málstaðar, er hún berst fyrir.” Silfurkúlur I heimsstyrjöldinni miklu frá 1914 talaði Mr. Lloyd. George oft um silfurkúlur, en með }>ví átti hann við það skotsilfur, er al- menningur þar í landi sparaði til sigurvæn- legra ráðstafana í stríðssókn þjóðarinnar; að með þessu skotsilfri, þessum silfurkúlum, mætti kaupa nauðsvnlegar vistir, vopn og verjur handa hernum; sama lögmálið gildir enn þann dag í dag. Nú geta allir þegnar þessa þjóðfélags, án tillits til aldurs, lagt hönd á plóginn, með því að kaupa Stríðs- sparnaðarsbírteini, War Savings Certificat'e. Samkvæmt þessari nýju fjáröflunar skipu- lagningu, eins og þegar hefir verið skýrt frá í blöðunum, geta menn keypt fimm dala skír- teini fyrir fjóra dali; tíu dala skírteini fyrir átta dali; tuttugu og fimm dala skírteini fyrir 'tuttugu dali; fimmtíu dala skírteini fyrir fjörutíu dali, og hundrað dala skírteini fyrir áttatíu dali; trygging þjóðarinnar allr- ar liggiir að baki þessum skírteinum; þau eru innleysanleg eftir 7V2 ár, þó sérstök á- kvæði séu jafnframt set.t um það, að leysa megi þau inn fyrir þann tíma, ef ástæður krefja; hér er um arðvænlega innstæðu að ræða, sem engum er um megn að afla sér. Þessi nýju S'tríðs-spamaðarskírteini, gera sérhverjum })jóðfélagsþegn það kleift, að leggja fram eftir ásta:ðum sinn skerf til stríðssóknarinnar; alveg eins gömlum mönn- um, sem ekki geta tekið þátt í herþjónustu, og bömum á skólaaldri.— Stjórn þessa lands þarfnast peninga, og hún þarfnast þeirra þegar í stað; einungis .með peningum, sem fást með sköttum, lán- um og Stríðs-sparnaðarskírteinum, getur stríðs'sóknin að fullu náð tilgangi sínum. Og sé oss öllum í anda og sannleika umhugað um að verja frelsi vort, eða með öðrum orð- um vernda Canada frá rökkurnótt hinnár grimmúðgustu villimensku, eins og Mr. Churehill komst að orði á dögunum, þá verð- um vér að leggjast á eitt um kaup á hinum nýju Stríðs-sparnaðarskírteinum. A Bretlandi innir þjóðin fúslega af hendi hverja þá fóm, sem nauðsyn krefst til þess að vinna stríðið. Á Þýzkalandi lætur þjóðin alt í té, eða með öðmm orðum þá er alt tekið af henni, jafnvel mannfrelsið — til þess að vinna stríðið. Að minna sé í oss sjálfa spunnið, sýnist alveg óhugsanlegt. Og hvað eru smávægilegar peningafórnir, borið sam- an við fórnir þeirra manna, er berjast fyrir frelsi voru, og láta lífið á vígvelli! Naumast getur hjá því farið að eftir- greindar ljóðlínur vekji menn til alvarlegrar umhugsunar, eins og nú hagar til á vettvangi heimsmálanna: “What have I given, bold sailor of the sea, On Earth or Heaven, that you should die for me? What can L give, Oh soldier leal and brave, Long as I live, to pay the life you gave? What tithe or part can I return to thee, Oh, Stricken heart, that thou should’st break for me? The Wind of Death for you hath slain life’s flowers. ít withereth, God grant, all weeds in ours.” Otrúlegt enn satt Eg var að lesa merkilega sögu nýlega — merkilega i vissum skilningi; hlægilega, sorglega, ó- trúlega sögu, en samt bókstaf- lega sanna. Hún er prentuð i tímariti canadiska læknafélags- ins (The Canadian Medical As- sociation Journal). Efni sög- unnar er á þessa leið: Fyrir átta árum (1932) bar svo við að læknir nokkur skar upp konu við botnlangabólgu á spítala í Montreal, en sú borg er í fylkinu Quebec eins og öllum er kunnugt. Þegar til kom fann læknirinn það að meira gekk að konunni en botnlangabólga: hún hafði einnig stórt æxli öðrumegin við móðurlífið. Læknirinn skar í burt bæði botnlangann og æxl- ið. En konunni heilsaðist ekki vel; hún náði sér aldrei eftir uppskurðinn. Eftir nokkurn tíma varð hún alvarlega veik aftur og var að smá-versna þang- að til 1934, þá varð hún svo yfirkomin snögglega að henni var ekki hugað lif. Hún var flutt á spítala og þar kom það í Ijós við x-geislaskoðun að saur- inn hafði staðnæmst í görnunum og ekki komist leiðar sinnar. Konan var því skorin upp í ann- að sinn af öðrum lækni. Þegar hún var opnuð kom það í ljós að drep eða rotnun var í nokkr- um hluta garnanna, og tók lækn- irinn í hurt (i—8 þumlunga af þeim og skeytti svo sainan. Eftir uppskurðinn var farið að athuga hvað það hefði verið, sem olli stiflunni, og sást þá að allstór tuska hafði orðið eftir innan í konunni þegar hún var skorin upp í fyrra skiftið. Þessi tuska orsakaði stífluna og veik- indin. Kjormnni heilsaðist vel á eftir. En hún var ekki ánægð við fyrri læknirinn; höfðaði hún mál á hendur honum og krafðist •$15,000.00 skaðabóta. Auðvitað fékk læknirinn lög- mann til þess að verja sig, og vörn hans er rúsínan í sögunni: “Þessi kona getur ekki höfð- að mál,” sagði hann: “hún er gift kona, hún er ekki sjálfstæð persóna; hún er aðeins eign mannsins síns, eins og hver ann- ar hlutur, sem hann hefir komist yfir; hún getur því ekki höfðað mál fremur en stóll eða kyrna eða annar hlutur, sem maður- inn á.” Maðurinn sjálfur hefði aftur á móti getað höfað skaðabótamál fyrir skemdir á þessum hlut (konunni sinni), sem hann á; en nu er það orðið of seint þar sem nokkur ár eru liðin síðan hlut- urinn skemdist. Hér er því um ekkert mál að ræða.” En dómarinn félst ekki á þessa vörn lögmannsins. Hann dæmi konunni $3,000.00 skaðabætur og allan málskostnað, að því við- bættu að hún gæti höfðað aftur mál á móti Iwkninum og krafist frekari skaðabóta, ef hún fengi ekki heilsuna aftur. Læknirinn áflýjaði málinu til vfirréttar; þar var dóminum hreytt þannig að $3,000.00 skaða- bæturnar voru staðfestar, en hitt felt að konan gæti aftur höfðað mál, ef hún fengi ekki heilsubót. Læknirinn var enn ekki á- nægður; hann áfrýjaði málinu til hæztaréttar i Canada og þar var það úrskurðað í einu hljóði að lögmaður læknisins hefði í upphafi haft á réttu að standa: að samkvæmt lögum Quebec fylkis sé gift kona eign manns- Men’s gatonia SHIRTS Their stripes and fancy pat- terns, their gay hut not too « gay colorings, were planned to JS || match and contrast with this II Summer s smart suitings. WM Their high count English ^% broadcloths feature the famous “Twin-Twist” weave. In fused attached collar style. Included, too, are shirts in plain blue, tan and white, with soft collars attached, or with two sepa- rate matching collars. Sizes 14 to 17, in various sleeve lengths. An Eaton Branded Line at $2.00 —Merís Fumishings Section, Hargrave Shops for Men, Main Floor ^T. EATON C° ins síns eins og hver annar hlut- ur eða skepna, og geti því ekki höfðað mál fremur en aðrir hlut- ir eða aðrar skepnur, sem mað- urinn á. Sjálfur hefði hann get- að höfðað skaðabótamál fyrir það, að þessi sérstaki hlutur (konan hans) hefði verið skemdur, en nú væri það orðið um seinan; málinu var því kast- að út úr rétti. Sig. Júl. Jóhannesson þijddi. Áskorun til Islendinga frá Jóns Sigurðssonar félaginu Bréf það, sem hér fer á eftir, óskaði forseti Jóns Sigurðsson- ar félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, að birt yrði í Lögbergi, og að því yrði fylgt úr hlaði með nokkrum velvildarorðum af blaðsins hálfu; skal hvorttveggja fúslega látið í té. Kjarnaatriði bréfsins er það, að Imperial Order Daughters of the Empire, beiti sér fyrir um fjársöfnun í þeim tilgangi, að gefa Canada- stjórn Bolingbroke Bomber (orustuflugvél), sem áætlað er að kosta muni $100,000. Jóns Sigurðssonar félaginu er, af skiljanlegum ástæðum, ant um, að íslendingar láti ekki sinn hlut eftir ligga að því er snertir þetta nauðsynjamál, þvi að hvað eru lítilsháttar fjármunafórnir borið saman við fórnir hermanna vorra, og það mál málanna, sem í húfi er, framtiðarheill lands vors og þjóðar? Að fslendingar taki höndum saman við Jóns Sigurðssonarfé- lagið, og ljái máli þessu allan hugsanlegan fjármunastuðning, verður ekki dregið í efa. Minn- ist þess ávalt, að margt smátt gerir eitt stórt! Fjárframlög í þessu augna- miði sendist til forseta félagsins, Mrs. J. B. Skaptason, 378 Mary- land St., eða vara-forseta, Mrs. B. S. Benson, Columhia Press, Ltd., Toronto og Sargent; kvitta þær jafnóðum fyrir öll tillög í íslenzku blöðunum. IMPERIAL ORDER DAUGHTERS OF THE EMPIRE Head Office, Toronto, Ont. June 5th, 1940. IMMEDIATE—URGENT Dear Madam Regent;— At the recent annual meeting of the National Chapter held in Saint John, N.B., after consultation with the government, the following resolution was passed unanimously: “That the .Imperial Order Daughters of the Empire raise a sum of at least one hundred thousand dollars ($100,000) for a Bolingbroke Bomber to be pre- sented to the Government.” Because of the urgency, and with the consent of your Provincial Presi- dent, this communication is being sent direct to you, but all donations must go through the proper chan- nels—from Primary to Municipal, to Provincial, to National—in the case of isolated chapters, direct to Pro- vincial. 1. The ways and means of raising the necessary money for this project is being left for each chapter to work out to the best advantage in its own community. It is un- derstood, of course, that contribu- tions from non-members will be most acceptable. 2 One suggestion by which money can be raised is the collecting of old silver, gold and other precious metals. Henry Birks and Sons have already offered the services of their 14 stores across Canada, but we feel sure that your local jeweller, if approached, would also be willing to place a bowl in his window, for contributions of old gold, silver, etc. The crying need at the present time, and if we are going to win this war, is for Planes and more Planes. The $100,000 must be raised in at least a month so we urge you to bend all your energies to raise youi share of this amount. Call a special meeting of your Chapter at once there can be no summer holidays this year for the Daughters of the Em- pire. Every patriotic woman in the Dominion of Canada is urged to do her utmost to answer the call of the Motherland. Yours sincerely, ALICE L. HORKINS, (Mrs. W. B. Horkins) National President. FERMINGAR Séra Carl J. Olson fermdi þessi ungmenni í Vatnabygðunum sunnudagana 26. maí og 2. júní. Þriðji hópurinn verður termdur að Foam Lake innan skamms. Aðrir hópar verða myndaðir í næstu framtíð. Kandahar: Ellen Aldís Auchstaetter Vladimir Fillo Minnie Dorothy Sanders Harold Norman Sanders Gordon Kenneth Sjerven Ástríður Ingibjörg Joyce Sumar- liðason Josephine Guðríður Vopni Leslie: John Franklin Goodman Baldur Guðni Hubert Howe Doris May Sandberg Mildred Joyce Sandberg Arthur Martin Tagseth Louis Norman Tagseth Fjölmenni mikið var á báðum stöðunum.— • Ungmenni fermd í Bræðra- söfnuði í Riverton, sunnudaginn 2. júní: Guðrún Halla Johnson Margret Emily Thompson Margret Valdína Thorsteinsson Joyce Doreen Ólafson Katrín Árnason Lorna Guðrún Jónasson Guðný Helga Johnson Dorothy Anna Sigvaldason Lorna Sigurlaug Jónasson Dorothy Ellen Thompson Sigurður Johnson Thomas Aðalsteinn Jónasson. • Ungmenni fermd af sóknar- presti í Árdalssöfnuði, í Árborg, 9. júni: Agnes Magnússon Gyða Björg Daníelson Margrét Jóhannsson Beatrice Kristin ólafson Kristín Guðbjörg Jóhannsson María Björnsson Ester Valdheiður Erickson Thordur Brandsson Jón ólafur ólafsson Vilberg Líndal Paulson Lloyd Ralph Sigurdson Tobbías Már Thorsteinsson Jónas Sigvaldason Jóhann Páll Gíslason Robert Dean Oddleifsson. Sig. ólafsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.