Lögberg - 04.07.1940, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLI, 1940
-----------Högberg----------------------
GefiC út hvern fimtudag af
THE COliUMBIA PRESS, UMITKD
(05 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritatjórans: t
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Uimited. 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Eitt landránið enn
Þeir voru engan veginn fáir, vítt um
lieim, er fram til skanyns tíma skriðu í (luft-
inu fyrir Josef Stalin, og flatmöguðu sig
\'ið fætur hans; jafnvel íslenzkir menn fundu
ekkert varhugavert við níðingsverk hans
gagnvart finsku þjóðinni, og lögðu á sig
margháttað ómak til þess að bera í bætiflák-
ann eftir sem áður; rauðmenningin svokall-
aða var eina menningin, er þeir fengu komið
auga á, og minnir það að nokkru á ljóðlínur
Stephans G. Stephanssonar:
“Alt er gult í glyrnum
guluveika mannsins.M
Vagl á auga skera sérfræðingar stund-
um af þannig, að slíkt komi að haldi; en sé
um depráða sálarsýn að ræða, verður við-
fangsefnið örðugra að mun og stundum með
öllu óviðráðanlegt; enda mun skynfærum
þeirra manna illa komið, er enn láta hafa
sig til þess, að halda uppi vörn fyrir Stalin
eftir alt, sem á undan var gengið, og enn er
að gerast þann dag í dag, þó finska árásin,
ein út af fyrir sig, hefði átt að nægja til að
opna augu þeirra, ef nokkuð á annað borð
gat opnað þau.
Innrásina á Finnland réttlætti Josef
Stalin, eða öllu heldur reyndi að réttlæta,
með lognum sakargiftum á hendur liinni
finsku þjóð, er hann saiaaði um að hafa
stofnað til hjaðningavíga á landamærunum,
því eitthvað varð að nota að átyllu; þetta
gerði Hitler líka framan af, er hann veinaði
sárast um þrælkun þýzka minnihlutans í
Sudetenland, og þar fram eftir götunum;
nú eru slíkar málamyndaafsakanir úr sög-
unni og máttu auðvitað missa sig; nú er
ráðist öldungis fyrirvaralaust á eitt landið
af öðru, og kné látið fylgja kviði; þannig
var það með Rúmeníu á föstudaginn; að vísu
flaug það fyrir, að Stalin hefði gefið Carol
konungi þriggja stunda umhugsunartíma í
sambandi við afsal Bessarabíu og Norður-
Bukovínu; en nú þykir fullsannað, að tug-
þúsundir rússneskra hermanna hafi komnar
verið inn í Bessarabíu, og byrjáðar að her-
nema landið, áður en konungi barst afsals-
bréfið í hendur til undirskriftar.
Svo var mælt í fornri tíð, að víkingar
færi ekki að lögum; það gera landránsmenn
tuttugustu aldarinnar ekki heldur.
Gefirðu djöflinum litla fingurinn, tekur
hann alla hendina, segir hið fornkveðna;
hvort Stalin sættir sig við Bessarabíu og
Norður Bukovínu, er enn eigi vitað, þó eng-
an veginn þyki ólíklegt, að hann þá og þegar
gleypi Rúmeníu alla með húð og hári. Öðr-
um þjóðum á Balkanskaga, svo sem Bulgaríu,
er þungt innanbrjósts, er telur sig eiga rétt-
mætt tilkall til álitlegrar sneiðar af Rú-
meníu; þá vilja Ungverjar heldur ekki vera
afskiftir, og heimta “mat sinn og engar
refjar.’'’ Svo er mælt, að þessir síðustu at-
burðir hafi valdið þeim Hitler og Mussolini
nokkurrar óværðau vegna þess, að þeir vildi
ógjarna vera truflaðir við undirbúning á-
rásarinnar á Bretland, er þeir hafa hótað
að þá og þegar kæmi til framkvæmda; þess
vegna fylgir það sögu, að þeir hafi farið
þess á leit við Búlgara og Ungverja, að
þeir slæi kröfum á hendur Rúmeníu á frest
þar til hægra yrði um vik með fulltingi og
málafylgju; auk þess leikur orð á, að þeim
fóstbræðrum, Hitler og Mussolini, þyki
Stalin orðinn nærgöngull um of, og séu
farnir að gjóta til hans hornauga. Og komi
til hagsmunaáreksturs, getur veður snögg-
lega breyst í lofti, því enn er það títt, að
úti sé vinskapurinn þá ölið er af könnunai.
Eins og nú horfir við, er naumast ann-
að fyrirsjáanlegt, en alt fari þá og þegar í
bál og brand á Balkanskaga; mcrg áróðurs-
öfl eru þar sýknt og heilagt að verki, er tog-
ast sterklega á og auka vilja áhrifasvæði sín.
Italir vilja ná þar traustari fótfestu en áður
var kostur til. Hitler vill ekki styggja hinn
ítalska fóstbróður sinn; hann lítur girndar-
auga olíulindirnar í Rúmeníu, en Stalin er
kominn þangað á undan með rauða fánann,
og glottir við tönn.—
Nýir þræðir eru vikulega, jafnvel dag-
lega, spunnir í örlagavef þjóðanna, og af-
spunnir eða raktir sundur jafnharðan. Hver
örlög bíða Balkanríkjanna í náinni framtíð,
er að mestu á huldu, þó telja megi víst, að
sumir þeir atburðir, sem nú eru þar að ger-
ast, hafi víðtæk áhrif á úrslit stríðsins og
skipulagningu þess friðar, er saminn verður
að loknum hildarleik.—
Nýtt átjórnskipulag á Islandi
Rikisáljóri eða forseti?
Eftir Jónas Jónsson,
formann Framsókncirfl.
(Framh.)
V.
Nokkrum missirum áður en Kristján
konungur IX. færði Islendingum stjórnar-
bótina 1874 hafði þing og stjóm Dana samið
löggjöf um ríkisstjóra, og er talið að þau
lög gildi enn á Islandi. Samkvæmt þeim var
hugsanlegt að ríkisþing Dana hefði valið
íslendingum ríkisstjóra, ef styrjöld við
Þjóðverja hefði verið langdregin og senni-
legt að konungur hefði ekki um stundarsakir
getað sint störfum sínum á Islandi. Ríkis-
stjóri hefði þá farið með vald konungs vfir
Islandi meðan stóð á styrjöldinni. En í
sambandslögunum frá 1918 vildu Danir ekki
fela Alþingi þetta vald yfir Jslandsmálum,
enda hefir engum þá dottið í hug, að þeir
tímar kæmu, að Danmörk yrði svo að segja á
einu augnabliki tekin inn í annað ríki. Al-
þingi myndi vafalaust hafa notað heimild-
ina um ríkisstjóra 10. apríl s.l., ef lög hefðu
staðið svo til, að Ítslendingar gætu kosið
slíkan forustumann. En svo var ekki. Al-
þingi tók þá það ráð að fela þjóðstjórninni
fvrst um sinn framkva'md konungsvaldsins,
með hinu löglega valdi ríkisstjómarninar.
Alment sætti þjóðin sig vel við þetta skipu-
lag eins og á stóð. En til lengdar munu
menn ekki una því, að blanda saman hinu
æðsta valdi í þjóðfélaginu við framkvæmdar-
valdið. Kom þetta í ljós á fundum þing-
manna í vetur, og algerlega án nokkurrar
tortrygni í garð núverandi ríkisstjómar.
Einn af þingmönnum, sem hafði ferðast í
Evstrasaltslöndunum fyrir nokkrum árum,
þar sem reynt var að sameina á stjórnskipu-
legan hátt störf forseta og forsætisráðherra,
komst þar að þeirri raun, að slíkt skipulag
væri óframkvæmanlegt, nemji í neyðará-
standi til bráðabirgða.
Eg þykist þess fullviss, að ef íslenzka
þjóðin ræður sjálf málum sínum framvegis,
muni þykja óhjákvæmilegt að taka upp nýt't
skipulag í þessum efnum. Virðist þá tæp-
lega nema um tvær leiðir að velja: Ríkis-
stjóra eða forseta. Elf næsta Alþingi telur
fært og hyggilegt að halda núverandi ástandi
lítt breyttu, gæti komið til mála að lögleiða
ríkisstjóraskipulag, bygt á gildandi löggjöf
um þessi efni, með þeirri breytingu, að Al-
þingi kysi ríkisstjórann. Ef þessi leið væri
farin, myndi þjóðin skjóta á frest, ef til vill
um margra ára skeið, þar til friður yrði
saminn, að ganga frá framtíðarskipulagi á
æðstu stjórn hins íslenzka ríkis.
En Vel má vera að þróun atburðanna á
þessum háskatímum verði á þá leið, að Al-
þingi og ríkisstjórn ])vki nauðsyn til bera
að mynda nýtt skipulag, meðan stendur á
heimsófriðnum, alveg eins og Alþingi varð
10. apríl s.l. að gera ákvarðanir, sem enginn
þingmaður hafði leitt huga að tveim dögum
áður. Og ef svo fer, sýnist ekki nema ein
leið opin fyrir íslendinga, og það er að
fvlgja í spor feðra sinna, mvnda lýðveldi
og freista að gera það svo úr garði, að það
geti staðist til lengdar, að því leyti sem þjóð-
inni er það sjálfrátt.
VI.
Ef'tir eitt ár eiga að fara fram almenn-
ar þingkosningar. Þá er líka heimilt fyrir
íslendinga að segja upp sáttmálanum frá
1918. Ef engin breyting hefir þá orðið á
aðstöðu Danmerkur, getur danska þjóðin
ekki fyrir sitt leyti tekið þátt í þeirri endur-
skoðun á sáttmálanum, sem gat annars farið
fram, og mætti því líta svo á, að sáttmálinn
væri fallinn úr gildi. Alþingi myndi þá
samþykkja breytingu á stjórnarskránni, þar
sem forseti kæmi í stað konungs, með Öðrum
óhjákvæmilegum breytingum. Síðan færu
fram kosningar, líka um stjómarskrána.
Jafnframt væri hægt að hafa almenna þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfa frelsistökuna.
Síðan kæmi þingið saman eftir kosninguna,
endursamþykti stjórnarskrána og kysi þjóð-
inni hinn fyrsta forseta. Með þessum hætti
hefði hin litla, veika en frelsiskæra þjóð
komið á nýju og eðlilegu skipulagi eftir að
hin stjórnarfarslegu bönd hefðu rofnað við
Norðurlönd, vegna ófriðarins. Það mætti
þá segja, að íslenzka þjóðin hefði þá, að
formi til, sýnt fullkominn vilja sinn, til að
laga forlög sín eftir breyttum kringumstæð-
um, og freista, að búa svo um mál sín, að ef
um nokkurt réttlæti yrði að ræða á væntan-
legum friðarfundi, þá mætti búast við að
ísiand fengi að njóta þjóÖernis,
landfræðilegrar aðstöðu og sér-
stakrar menningar og lifa fram-
vegis sem frjáls þjóð, við hlið
þeirra ríkja, sem af kocnast úr
gerningahríð yfirstandandi tíma.
VII.
Menn hafa ekki búist við að
þróun þessara mála yrði jafn hrað-
fara eins og reynslan sýnir. Þess
vegna hafa íslendingar ekki rætt,
svo að orð sé á gerandi, hvort þeir
ættu að myncla lýðveldi, og ef svo
væri, hvort i þeim efnum ætti að
hallast að fyrirmynd Bandarikj-
anna eða Frakklands. Allra sízt
hafa menn, svo sem varla er von,
leitt hugann aÖ forsetavali. Þó má
telja eina undantekningu i þessu
efni. Ungur lögfræðingur í Sjálf-
stæðisflokknum hefir fyrir nokkr-
um missirum bent á, að ef ísland
þyrfti forseta, þá gæti komið til
mála, að fá i þá stöðu frægasta ís-
lendinginn, sem nú er uppi, norð-
urfarann og rithöfundinn Vilhjálm
Stefásson.
Eg býst við að þessi ungi lög-
fræðingur hafi ekki rætt þessa til-
lögu í flokki sínum. Sama verð
eg að segja, þegar eg lýsi yfir ein-
dregnu fylgi við þessa uppástungu,
að eg hefi ekki haft um það neitt
samráð við samfilokksmenn mína.
En mér finst hægti að leiða rök að
því, að þessi tillaga sé mjög heppi-
leg, eins og högum er nú háttað í
heiminum. Eg hygg, að það væri
vel farið, að skora á Vilhjálm
Stefánsson að vera ríkisstjóra eða
forseta hér á landi, hvor leiðin sem
yrði farin í þeim málum. ÞaÖ er
ómögulegt að fullyrða, hvort Vil-
hjálmur Stefánsson myndi taka
þessu boði. Hann lifir nú sem ó-
háður vísinda'maður og rithöfund-
ur í New York. En mér finst ekki
ósennilegt, að hann vildi bæta einu
æfintýri, heima á gamla ættland-
inu, við þau æfintýri í heimskauta-
löndum Ameríku, sem skapað hafa
frægð hans.
VIII.
Vilhjálmur Stefánsson er nú
rúmlega sextugur. Hann virðist
vera hei'lsugóður í bezta lagi. Hárið
er enn þykt eins og á ungum
manni, en skotið nokkuð miklu af
silfurhærum. Hann er alinn upp
i rammíslenzku heimili í íslend-
ingabygð í Bandarikjunum, og varð
þar fyrir gagngerðum íslenzkum
áhrifum um leið og hann hlaut
ameríska mentun í elzta og fræg-
asta háskóla Bandaríkjanna. Á
þeim árum þýddi hann á ensku
nokkuð af ísilenzkum ljóðum og
þykja mér þær þýðingar bera af
öðrum íslenzkum ljóðaþýðingum,
sem eg hefi kynst. Eg hygg, að
Vilhjálmur Stefánsson hefði getað
orðið mikið ljóðskáld hvort sem
var á ensku eða íslenzku, ef hann
hefði kosið að fara þá leið til
frægðar og frama.
Vilhjálmur Stefánsson hefir
aldrei breytt nafni sínu til hagræðis
fyrir erlenda menn. Hann hefir
ekki tekið þátt í innbyrðis deilum
íslendinga vestan hafs eða austan.
Afskifti hans af málefnum íslend-
inga á Islandi hafa verið öll með
þeim hætti, sem bezt myndi henta
fyrir mann, sem ætti að starfa um
nokkurra ára skeið fyrir þjóðar-
heildina. Þegar hann kom hingað
heim laust eftir aldamótin 1900
sannaði hann sem mannfræÖingur
ágæti hinnar islenzku fæðu. Höfuð-
kúpur, margra alda gamlar, þar
sem öll bein og tennur voru ó-
sködduð, voru að hans dómi fylsta
sönnun þess, að þjóðin gæti lifað
hraustu og góðu lífi á fraimleiðslu
landsins sjálfs rnikilu meira heldur
en menn hefðu alment talið. Löngu
seinna gerðist Vilhjálmur Stefáns-
son brautryðjandi í þvi, að flug-
leiðin frá Ameríku til Evrópu yrði
yfir fslandi. MeÖ þeim hætti vildi
hann fáta meginveg loftsviðsskift-
anna milli tveggja heimhluta liggja
yfir land feðra sinna með þeim
margháttuðu áhrifum, sem af því
hlutu að leiða. MeÖ þeim hætti
naut ísland hnattstöðu sinnar, rétti
aðra höndina til gamla heimsins, en
hina tiil Vesturheims. Þá hefir
\ ilhjálmur Stefánsson verið mik-
*
il hjálparhella við íslandssýninguna
i New York, og í sambandi við
hana ritaÖ hina þýðingarmiklu bók
um ísland, sem fyr er um getið.
Þar leggur höf. áherzlu á, að ís-
lendingar hafi ekki aðeins uppgötv-
að Ameríku, heldur sé ísland fyrsta
ameríska lýðveldið. Engin bók um
ísland hefir aukið jafn mikið kynn-
ingu manna í Ameríku á ættjörð
okkar eins og þetta rit. Veldur
því jöfnum höndum ritsnild og
frægð höfundarins. AÖ lokum hef-
ir Viilhjálmur Stefánsson nú i vet-
ur, áreiðanlega í samráði við aðra
af forustumönnum landa í Vestur-
heimi svo sem Guðm. Grímsson
idómara og fleiri því líka þjóð-
ræknismenn, unnið að þvi að fá
rannsakað í Washington, hvort
vernd Monroe-kenningarinnar gæti
ekki af eðlilegum ástæðum náð til
íslands. Samkvæmt Monroe-kenn-
ingunni þola Bandaríkin engri er-
lendri þjóð, að sýna lýðveldunum í
Ameríku nokkurn yfirgang. Hins
vegar hafa Bandaríkin aldrei mis-
notað þennan verndarrétt gagnvart
nokkurri smáþjóð. Vel má vera,
að stjórn Bandaríkjanna telji sér
ekki fært, að láta vernd Monroe-
stefnunnar ná til íslands, en hinu
verður ekki neitað, að i málaleitan
VilhjáJms Stefánssonar kemur fram
umhyggja hins góða sonar fyrir ör-
yggi og framtiðargengi þeirra, sem
byggja land föður hans og móður.
IX.
Ef til þess kernur, að ísland
þurfi nú innan skamms tima, í á-
framhaldi af sjálfsvarnarstefnu
sinni frá 10. apríl að velja ti! nokk-
urra ára einn mann til að vera
handhafa hins æðsta valds í land-
inu,^ þá sýnist mér að flest skyn-
samleg rök hnígi að því, að leitast
við að fá Vilhjálm Stefánsson til
að gegna því starfi, og ef hann
vildi sinna þeirri málaleitan, að
gefa honum þess vegna íslenzkan
borgararétt. Lengra seildust Sviar
til lokunnar í byrjun 19. aldar, er
þeir sóttu franskan hershöfðingja
til Parísar, gerðu hann að krón-
prins og síðan að konungi sinum.
Þá sóttu Norðmenn 1905 konungs-
son til Danmerkur, er þeir voru að
endurreisa riki sitt eftir margra
alda erlend yfirráð. Ef Norðmenn
hefðu talið sér henta 1905 að
mynda lýðveldi má telja fullvíst,
að þeir hefðu valið Nansen til for-
seta. Þeir völdu honum þá mikið
tignar- og vandasæti fyrir landið
að vera fyrsti sendiherra NorÖ-
manna i Englandi.
Reynsla annara þjóða sýnir, að í
sviplíkum kringumstæðum og þeim,
sem nú kunna að verða hér á landi,
þykir heppilegt að fá til forustunn-
ar mann, sem er í andlegum skiln-
ingi höfði hærri en allur þorri
manna, manna, sem er hlutlaus um
dægurmálin, og liklegur til að geta
verið það, og mann sem hefir að-
stöðu til að hafa áhrif út á við
til verndar og eflingar þeirri þjóð,
sem er með veikum kröftum að
byrja nýja og erfiða baráttu um
kjör sín og framtíðarlíf.
Eins og aðstaða okkar Íslendinga
er um þessar mundir lítur út fyrir
að þjóðin verði að byggja sér nýtt
stjórnskipulag á hinutn mesta
háskatíma, þar sem hvert misstigið
spor getur haft þýðingarmiklar af-
Ieiðingar um langa framtíð. Fyrsta
nauðsyn er að sameina orku allra
dugandi manna í landinu um hina
eðlilegu lausn þessa máls, og má
segja, að þar sé vel byrjað af hálfu
ríkisstjórnar og Alþingis. En þar
þarf að vera óslitið áframhald.
Það þarf að gera alt, sem unt er,
til að sameina þjóðina um öll meg-
inatriði frelsistökunnar. Og að
minni hyggju myndi það verða
heimaþjóðinni mikll styrkur, að
sýna í verki við val hins fvrsta
forstöðumanns á þjóðarheimilinu,
að við kynnum að meta ættarðar-
ást og djúpa umhyggju fyrir vel-
ferð íslands. Vestan hafs var það
ekki Stephan G. Stephansson einn,
sem segir “heim” um ísland. Þar
eiga tugir þúsunda af löndum í
Ameríku óskilið mál. Bygðir ís-
lendinga í Ameríku eru hlutfalls-
lega jafnmikill stuðningur islenzku
þjóðinni, eins og hin enskumælandi
sjálfstjórnarríki í öðrum heimisálf-
um eru fyrir Bretaveldi.
X.
Atburðir síðustu daga sýna, að
um nokkra stund, ef til vill svo
árum skiftir, höfum við lítil eða
sama og engin skifti við frænd-
þjóðir okkar á Norðurlöndum.
Ameríka er nú orðið nálega eina
friðarrikið, sem við getum átt bein
og hættulítil skifti viÖ. Allar likur
benda til, að þegar ófriðnum lýk-
ur verði okkur Islendingum lifs-
nauðsyn að taka upp fastar, reglu-
bundnar ferðir til Bandaríkjanna,
og eiga þar margháttuð viðskifti,
fjármála- og menningarsambönd.
Við vonum að vísu, þegar friður
kemst á, að geta tengt aftur saman
margá af þeim þráðum, andilegs og
viðskiftalegs eðlis, sem tengt hafa
okkur við frændþjóðirnar á Norð-
urlöndum og i Mið-Evrópu. En
Ameríka má aldrei lokast oftar en
orðið er fyrir Íslendingum. Hún
er nábúi okkar i vesturátt. Hún
er rikt og voldugt land. Þar býr
stór hluti af islenzku þjóðinni, og
afkomendur þeirra munu um lang-
an aldur rækja margháttaða frænd-
semi við Íslenzku þjóðina. I mín-
um augum myndi Vilhjálmur Stef-
ánsson geta unnið mjög þýðingar-
mikið verk í þessum efnum, ef
hann tæki að sér að vera utn stund
forustumaður heimaþjóðarinnar.
Hann er gagnkunnur mönnum og
málefnum i NorÖur-Ameríku.
Hann er mikill ræðumaður og mik-
ill rithöfundur á enska tungu. Rixld
annara íslendinga getur heyrzt um
land okkar en sjaldan víðar. Mál
Viihjálms Stefánssonar í ræðu og
riti getur heyrzt til endimarka
hinna frjálsu enskumælandi landa
í Norður-Ameríku. Með bygð ts-
'lendinga í Vesturheimi, og með
hinu margháttaða menningarstarfi
þeirra vestan hafs með New York
sýningunni, og með landkönnuðar-
og rithöfundastarfi Vilhjálms Stef-
ánssonar er undirbúin hin nýja
aðstaða íslands i Vesturheimi. Til
Bandaríkjanna og Canada á um alla
framtíÖ að liggja fjölfarin þjóðgata
frá Íslandi engu siður en til frænda
og nábúa í Evrópu, Englendinga,
Þjóðverja og Norðurlandabúa,
Með þessum Hnum hefi eg vilj-
að marka fyrstu frumdrætti um
félagslegar framkvæmdir í frelsis-
máli íslendinga eins og það horfir
nú við sjónum manna. Það skipu-
lag um meðferð hins æðsta valds
í landinu, sem tekið var upp 10.
apríl, er heppilegt i bili, en óvið-
unandi til lengdar. Ef þjóðin á
fyrir höndum þá gæfu að mega lifa
frjáls og óháð í landi feðra sinna,
verður hún innan skamms, að velja
annað af þeimi tveimur stjórnar-
formum, sem hér hefir verið lýst.
Ríkisstjórafyrirkomulagið getur þó
ekki varað til frambúðar. Ef hall-
ast væri að þjóðveldisskipulaginu,
þegar sýnilegt er, að ekki verður
unt að framkvæma fyrirmæli satn-
bandssáttmálans eins og ráð var
fyrir gert 1918, er bygt á reynslu
þjóðarinnar frá fornöld, og að því
sem telja má líklegt að jafnan hafi
ihentað eðli Islendinga, ef þeir
hefðu mátt vera í friði fyrir vald-
boði rikari þjóða. í þessu efni
hygg eg, að hið forna lýðveldi gefi
einnig örugt fordæmi um skipulag
hins æðsta valds. íslendingar kusu
spaka og fjölmentaða menn til lög-
sögu, og sýndu þannig, að þeir
viðurkendu fyrst og fremst yfir-
burÖi hins andlega og fræðilega
valds.
Eg álít, að þjóðin eigi nú aÖ
velja sér hinn fyrsta lögsögumann,
eftir svipuðum reglum og forfeður
okkar gerðu. Við eigutn að velja
til hinnar fyrstu forustu frægasta
íslendinginn, sem nú er uppi, mann,
sem sameinar svo sem bezt má vera
þjóðarbrotin báðu imegin hafsins,
og sem sameinar hina fornu þjóð-
legu bókmentir íslendinga við nú-
tímamenningu hinnar mestu fram-
faraþjóðar. Mér finst, að ef unn-
ið væri skipulega að frelsistöku
þjóðarinnar, með þessum hætti, þá
myndi vel fylgt eftir þeirri dirfsku,
framsýni og samheldni, sem full-
trúar þjóðarinnar sýndu í verki 10.
april siðastliðinn.
—Tíminn 4. mai.