Lögberg - 04.07.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.07.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JCLI, 1940 Forlagahjólið Að örlagahjólið hringsnerist vægðar- laust vissi hann vel, en að það gæti enn þeyst með hann inn í tilfinninganna fjötra, gat hann ekki trúað. Ast hans til konu þessarar væri dáin. Engin sveifla örlagahjólsins gæti endurlífgað hana. Er dagarnir liðu, hver af öðrum jókst æsingin hjá Malcolm æ meir og meir út af ástamdinu, er þann hafði nú komist í. Hugur hans var í uppnámi. Fyrir skömm- umtíma hafði hann verið hæst-ánægður með heimili sitt og umhverfi þoss. Nú hafði hann fylzt eirðarleysi og óánægju. Trufl- andi áhrif þrengt sér inn á lífsleið hans, sem honum gramdist mjög. Og hann barðist gegn því, sem hann hugði kulnað og dautt þangað til nærvera Helenar skapaði ham- farir í æðum hans. Var það mögulegt, að upp úr ösku liðins tíma gæti enn risið þrá eftir samneyti við konuna, sem eitt sinn hafði hreyft instu strengi tilveru lians? Hafði hann dregið sjálfan sig á tálar um ör- yggi tilfinninga sinna: til þeirrar fullvissu að ástin til hennar vaui dauð og horfin úr hjarta sínu; að engin upprisa hinna fyrri ástardrauma gæti á'tt sér þar stað? Og ef hann nú enn elskaði haiia, sem liann gat ekki trúað að mögulegt væri, hefði hann þá sálarþrek til að gleyma sársaukaárunum og endurnýja traust sitt á henni. Astand þetta fanst honum óbærilegt. Það varð 'tafarlaust að taka enda. Þegar hann hafði náð {æssum ásetningi, kom Helen til hans þar sem hann sat í skugga mikils furutrés.. Hann leit upp, en sagði ekkert, {)ví hann fann sig of hrifinn af návist henn- ar til þess að geta talað blátt áfram í ró- legum tón. Hún hafði ætíð verið aðlaðandi persóna, og síðustu árin höfðu bæftt þar einhverjn við. Unaðs-fegurð átti hún ávalt. Var þetta nýjia töframagn hennar öflugri sálarglóð? hugsaði hann með sér þegar hann leit á andlit hennar, þar sem hún stóð og sneri ásjónu gagnvart hinum háu fjöllum, er nú voru sveipuð geisladýrð sólarlagsins. Hann tók eftir augnabliks titringi vara henn- ar. Hafði einnig hún orðið að þola hugar- stríð ? Þögnin var óbærileg. Og hann hreyfði sig óþolinmóðlega. Þegar , hún rauf þögn- ina, talaði hún svo lágt að það var sem hún hvíslaði orðunum að honum. “Malcolm, getur þú ekki fyrirgefið mér ?” Hann eins og hrökk við og teygði úr sér. “Sá maður, sem þú áður þektir, Helen, er dauður; ást hans og framsóknarþrá horfnar og sem moldu huldar. Látum hina liðnu tíð eiga sig. Um fyrirgefning er ekki að ræða. {>ví vegna þín hvarf mér allur manndómur. Það verður ekki fyrirgefið; ef svo væri ekki, myndi eg enn standa upp- réttur í lífsbaráttunni og mæta aðkasti heimsins, í s'tað þess að fela mig eins og ó- bótamaður langt frá mannabygðum. Eg elskaði þig. Þú lítiLsvirtir ást mína og hrattst henni frá þér. Til þess hafðir þú fullan rétt. En engin manneskja, karl eða kona* hefir rétt til þess að eyðileggja það innræti, sem skaparinn gróðnrsetti í hvers manns sál: sjálfsvirðing hans. Með hana lifandi heldur hann framsóknarþrá sinni. Án hennar er hann sem ekki neitt. Þetta var það sem þú gerðir mér. Deyddir hjá mér þann hæfileika, sem gert hefði mér mögulegt að standa með upprét.tu höfði meðal annara rnanna.” Hann sneri sér frá henni sárgramur yfir eigin getuleysi til að mæta kringuTnstæðunum rólega og reiðilaus't. “Eigum við að halda heim aftur?'’ “Ejkki enn. Það er svo mikið sem mig langar til að segja, en veit ekki hvernig eg á að koma orðum að því. ” “Hittu það ósagt. Mig langar ekkert til að heyra það. 1 þessu efni verður ])ú að láta stjórnast af vilja mínum.” “En þú verður að hlusta á mig. Eg hefi heimtingu á því að þú heyrir hvað eg heýi fram að bera. Mér voru færðar lyga- fregnir. Lygar, sem eg gat ekki trúað, því eg elskaði þig; en að lokum—-” Hún þagn- aði nú er hún sá reiðiblo'ssann í svip hans. “Lvgar! Hver færði þér þær? Lífs- ferill minn var þér sem opin bók. Þar var enginn hálfleikur. Þú áttir alt það bezta er í mér bjó. Nú segir þú mér, að þú hafir trúað lygum. ” Hann reyndi hið ítrasta til að hafa vald á geðshræring sinni. “Hver færði þér þær ?” endurtók hann í kyrlátari tón. Hún færði sig fjær honum með ótta- titringi, vegna reiðieldsins er hann fékk ekki dulið, en svaraði þó spurning hans með hægð: “Jim. Hann hefði framkvæmt hvað sem vera vildi, jafnvel mannsmorð, til að geta giftst mér. Hann játaði það síðar fyr- ir mér.” Rödd hennar var naumast hljóð- bær, heft af hjartaskerandi endurminningum. “Tuttugustu aldar sorgarsöngleikur! Og þessi Jim. Hver var hann?” “Maðurinn, sem eg giftist. Og svo var sendibréf frá konu, sem ritaði mér þá fregn, að hún væri búin að vera eiginkona þín í heilf ár. ” “Og það sem Jim gat ekki áunnið, tókst konunni að gera?” “Hann skrifaði bréfið sjálfur. Þegar hann var að deyja endurlifnaði samvizku- skíma í sái hans og hann sagði mér þetta.” “Og eg hefði lagt líf mitt að veði um trúfesti þína til mín, að þú hefðir órjúfandi traust á mér. Eg — ó, til hvers er um þet)ta að tala?” Hann sneri sér við til að fara, en hún hafði eitt orð meira að segja. Ef {>að reyndist til einskis, þá gat lífið ekkert veitt henni framar. “Hið helgasta, sem eg á til í eigu minni, er ástin til þín, Malcolm. Er þér ómögulegt að trúa því?” Hann hló. Hló í ofsalegu angursæði. Hann var þrunginn af reiði, en hafði þó vit á að snúa sér við og þjóta niður í ár- gljúfrin. Alt umhverfis hann voru fjalls- tindarnir, sem áður höfðu sefað umbrotin í harta hans og veitt honum friðarró. Nú færðu þeir honum enga hugsvölun. Og konan stóð nú þarna ein og yfir- gefin, með sárt samvizkubi't vegna hins eyði- lagða manndóms, er hún hafði með fram- komu sinni verið orsök til, og virtist nú lífs- brautin framundan sem ófær skuggaleið; hún hugsaði, með gremju við sjálfa sig, um hina óbilgjörnu andúð mannsins, sem hún svo einlæglega óskaði að geta endurvakið hjá ástarglóðina gagnvart sér. Það hafði kostað hana séra hugrekkisraun að ávarpa hann með þeim orðum er hún viðhafði, sem þó reyndist árangurslaust, 4- ♦ Malcolm kom ekki til heimkynnis síns fyr en löng stund var liðin. Þessi þreklegi og svipprúði maður staðnæmdist framan við stóru steinhlóðirnar sínar, og mátti nú sjá á hinu karlmannlega andliti lians rúnalínur, sem þar höfðu ekki verið nokkrum dögum áður. Hann beygði sig eftir trjáflís, sem á hlóðunum lá, kveikti á henni vdð logann í þeim, og brá að pípu sinni; þegar vel var kviknað í tóbakinu tók hann pípuna út úr sér um leið og hann sagði: “Það er vissast fyrir þig, Jack, og Mrs. Brainard að leggja á stað héðan tafarlaust. Veðrið er að breyt- ast, og að lenda í óveðri á heiðarveginum er enginn gamanleikur. ” “Er Slim ferðafær?” spurði Jack. Bróðir hennar blés frá sér stórum reykj- armekki út í loftið áður en hann svaraði. Hann var auðsjáanlega órólegur Slims vegna. “Slim verður að bjarga sér sem bezt liann má, þangað til eg kem aftur. Einhver kemur líka ef til til vill þegar minst varir, og lítur þá eftir honum. ” Malcolm hafði varla slept fram af vörum sér síðasta orðimg þegar fótatak barst þeim að utan og dyrnar opnuðuSt. Þau fjögur er inni voru, litu undrandi augum til dyranna, en Malcolm gekk fram og ávarpaði gestinn í feginsróm. “Eg var einmitt að vonast eftir því að þú k;emir, Ned, því eg þarf að flytja þær systur mína og Mrs. Brainard, niður til Nordegg, og þykir slæmt að skilja Slim eftir einan. Hann meiddist illa þegar hesturinn féll undir honum, er nú með spelkur við fótbroiti.” Aðkomumaðurinn skynjaði þegar af svip fólksins þarna, að hugsanir þess væri þensluþrungnar, en skeytti því engu. “Mér þykir vænt um að eg skyldi rekast hingað. Eg er ekki í neinum flýti, en Alec verður að ná lestinni, og getur orðið ykkur samferða.” Hann steig til hliðar og veifaði hendi að stóram manni með alvörusvip á andliti, er fyrir aftan hann stóð. “Ijeyfið mér, heiðruðu frúr, að kynna fyrir yður vinsælasta manninn í Yestur- Alberta, sem þektur er þar allsstaðar með nafninu Sky Pilot.” 4-4-4- Tveim dögum seinna stóð ofurlítill fólkshópur á stöðvarpallinum í Nordegg. Hafði fólk þetta ferðast gegnum snjóhragl- anda á heiðunum, en aðal-fannkoman hafði verið meðfram járnbrautinni og snjóskaflar hlaðist þar upp, en stóra eimreiðin púaði hreystilega á sporinu, albúin 'til að ryðja sér leið austur á bóginn. Helen og Malcolm stóðu ein sér, og stríddi hún við að dylja tilfinningarnar, sem ógnuðu sjálfstjórn henn- ar, en treysti sér ekki til að segja nokkurt orð og var því þögul. Það var hann, sem þögnina rauf og hafði augun stöðugt á and- liti hennar, eins og hann vildi festa í minni sér hverja svipbreyting er þar birtist. “Mér þykir leitt að geta ekki farið lengra, en eg skil þig eftir í góðum höndum, Sky Pilot fer með þér og Jack.” Hann sagði þetta blátt áfram, eins og hér væri um algenga skilnaðarstund að ræða, þótt hann með sjálfum sér gæti ekki séð, hvernig hann fengi aftur höndlað hina nú helsærðu nægjusemi lífs síns þarna í skjóli canadisku Kleittafjallanna; og hann undraði sig- yfir iþví, ef sársaukinn, sem nú gagntæki hjarta sitt, væri endurrisin ástin á þessari konu, sem óvænt hefði nú aftur komið inn á lífs- leið lians. Hann leit af henni og horfði út eftir veginum, sem þau höfðu komið um frá fjallaheimili hans. Myndi hann nokkurntíma aftur sætta sig við einveruna þar? Hann átti í stríði við löngunina til að láta hugs- anir sínar í ljós með orðum. Þar sem hann enn stóð þarna hikandi, rauf Helen þögnina og sagði með brimöldu-þunga tilfinninganna, er áður vörnuðu henni máls: “Malcolm, taktu mig aftur með þér út í fjallakofann!” “Veiztu hvað þú ert að segja?” sagði hann hörkulega með ákefð. “Já, eg veit það og fyrirverð mig,” svaraði hún svo lágt, að hann varð að halla sér að henni til að geta gripið orðin. “Eg verð að 'tala — segja þér að eg hefi altaf vonast eftir að geta einhvern tíma bætt fvrir það grimma ranglæti, sem eg framdi gagn- vart þér.” Orðin bar hún fram haltrandi, en með örvæntingarinnar ákafa um að fá hann til að trúa sér, því henni fanst sem ástin og lífið sjálft væri að yfirgefa sig. “Þú dvelja að vetrarlagi í afdalabýli mínu?” spurði hann tortryggnislega, “og heyra vindhljóðið sí-hvínandi í greinum snæviþaktra trjágreinanna; hlusta á öskur fjallaljónsins eða org panþersins! Myndir þú verða ánægð — við tvö alein marga mán- uði? Enginn aðkomandi til að dreifa ein- verunni? Aðeins við tvö altaf ein?” Hann var að berjast ákveðið gegn yfirgnæfandi löngun sinni til að láta hana efna orð sín. “Já, og alla tíð!” svaraði hún. Hann færði sig ögn fjær henni, til þess að geta séð befur inn í augun, sem á hann horfðu óhikað úr blóðrjóðu andliti hennar; hann gætti þess að hafa fult vald yfir rödd sinni, er hann sagði í spyrjandi tón: “Er það af ást, Helen, eða af vorkunn- semi og samvizkubiti fyrir háðungina, sem þú bakaðir mér? Er það ástin til þín, sem nú fjötrar mig? Eg veit það ekki sjálfur, en við burtför þína starir angistarframtíðin mér í augu.” “Eg elska þig, Malcolm,” svaraði hún með hægð. Hún var þegar búin að opinbera honum allan huga sinn, og utan að komandi áhrif læddust inn í meðvitund hennar. Eim- reiðarbjallan var farin að láta til sín heyra. Lestarstjórinn, óþolinmóður vegna tafarinn- ar, kallaði alla um borð til burtfarar. “Þú gerir mér þetta mjög erfitt, Mac. Lestin bíður. Og “Sky Pilot” fer með henni. Á eg að fara líka?” “Nei! Þú verður eftir lijá mér Helen, því þú hefir endurvakið vissuna um traust mitt til þín. Eg elska þig enn, og skal aldrei framar sleppa þér.” 4-4-4- Það var óvanalegur atburður þessi hjónavígsla þarna á stöðvarpallinum í fjalia- þorpinu, þar sem vindgolan raulaði sitt ein- raddaða og eldgamla lag, en snjódrífan tvlti sér á alt og alla; eimreiðin stóð púandi milli hárra mjallarveggja á báða bóga; fjalla- hringurinn kom betur og betur í ljós, er skýjaflákarnir dreifðu úr séf: óvanalegur liópur áliorfenda: brekánsvafðir Indíánar og kynblendingar með konum sínum og krökk- um, er héldu sér dauðahaldi í mæðurnar, og að auk nokkrir luralega klæddir menn hvítir, er alt góndi á Malcolm Southern og Helen Brainard þar sem þau stóðu frammi fyrir liinum velþekta Sky Pilot, meðan hann bar fram hin hátíðlegu vígsluorð heilags hjóna- bands. Fám mínútum seinna, þegar lestin þrammaði af stað 'til að berjast áfram aust- ur í áttina þar sem menningin ríkti, sneru þau tvö, sem eftir þunga þraut höfðu sæluna fangað, aftur upp eftir fannþöktum fjalia- stígum — heim á leið.—(Þýtt). KRISTUR Enginn lífsins ræður rúnir rétt — því þykt er fyrir tjald. Spekingar og spámenn lúnir spé og reikna — í engu er hald, — alt eins þótt ’þeir þykist búnir þennan sjá í gegnum fald. Örlagaþræðir óljóst snúnir eiga í fórum máttugt vald. Einn er til, sem hefir haldið hugsjón Guðs — og skilið rétt, greint hans ætlun gegnum tjaldið glögt, sem væri burtu flett, andans sjónum æðsta valdið, allri breytni takmark sett, fékk, þótt ætti æ við baldið aldarfar, ei nokkurn blett. Engum líkur öðrum var ’hann ungi siðameistarinn. Langti af öllu’ í öllu bar hann, er hann flutti boðskap sinn. Lá á heirni myrkra maran, mikla hóf ’hann kyndilinn, bur'tu kreddu böndin skar ’hann, • benti upp — í himininn. Undrun lostnir allir fundu, enginn kendi líkt og hann. Gleymdu flestir stað og stundu, störðu á þennan undramann. Orðin mild og máttug hrundu, magn og unað sérhver fann, fræddu, lýstu, bygðu, bundu, birtu æðsta sannleikann. Þar fór saman orð og andi, ætlun, hugsjón, trú og verk. Aldrei hefir einu landi öðlast nokkur gjöf svo merk. Allar þjóðir bræðra 'bandi binda þráði liönd ’hans s'terk. Það er eins og enn hann standi að því starfi í hvítum serk. Freisarinn góði. Af fátækt minni flyt eg dýpsta þakkarmál. Styrk þú mig, svo vel eg vinni, varist heimsins grimd og tál. Sálar myrkrið gef að grynni, glæð mitt, auk mitt trúarbál. Unn þú mér af auðlegð þinni alls, er göfgar mína sál. Unn þú mínutm innri sýnum öll að sjá þín fórnarspor. Gef að kalda hjartað lilýni’ um, hefjast lát þar trúarvor. —Byrgi eg mig að barmi þínum, bið um trúarstyrk og þor, þakka dýpstu þökkum mínum þér fyrir blessað “Faðir vor.” Eg vil þreyttu höfði halla —hjartans djúpa þörf eg finn, gráta mína örbirgð alla upp við náðarbarminn þinn. Mér er hætt í myrkri að falla, mér finst grýttur vegurinn. —Til þín hátt eg, Kristur, kalla, kom,. mig snertu, Drottinn minn. Kolbeinn Högnason, Kollafirði. —Kirkjuritið. TAK LANDIÐ ÞÉR TIL EIGNAR Eftir C. H. Spurgeon T e xt i: “Sjá, Drottinn, Guð minn, hef- ir fengið þér landið; far nú og tak það til eignar, eins og Drottinn Guð feðra þinna hefir boðið þér. óttast þú eigi og lát eigi hugfallast.” 5. Mós. 1, 21. Til er náðararfðleifð, sem vér ættum að bera áræði til að ávinna oss. og taka oss til eignar. Hverju því, sem einwm trúuðum manni hefir auðnast að ná á sitt vald, er öðrum líka heimilt að taka sér til eignar. / Vér getum orðið styrkir í trú, brenn- andi í kærleika og síauðugir í verki Drott- ins (1. Kor. 15, 58). Ekkert er því til fyrir- stöðu. Leggjum því upp og tökum náðar- arfleifðina til eignar. Hin indælasta trúarreynsla og hin ein- skærasta náð standa oss engu síður til boða en hverjum, sem helzt öðrum af trúarsyst- kinum vorum. Drottinn hefir ánafnað oss það; enginn getur borið brigður á rétt vorn. Leggjum ]>ví upp og tökum landið til eignar! Heimurinn liggur líka opinn fyrir oss, til þess að vér skulum vinna hann til handa Drottni Jesú. Yér eigum ekki að skilja nokkurt land né landshluta eftir óunnið. Hefjumst handa í nafni Drottins, til þess að vér fáum lagt undir oss skugga- liverfi og steinhjörtu fyrir Drottin Jesúm. Látum ekki þá, sem eru fjarlægir Drotni, deýja hjálparvana af þeim sökum, að vér höfum eigi nóga trú á Jesúm og fagnaðar- erindi hans til að leggja upp og taka landið til eignar.— Enginn staður er svo óþverralegur, enginn maður svo ómerkilegur, að hann sé fyrir utan vébönd Guðs náðar. Vík frá oss liugleysis andi! Trú, gakk fram, sigrandi og til að sigra! Þú spyr mig, hvað geti mér gefið á göngunni þolgæði og mátt? “Á leiðinn drakk eg úr læknum, og því ber eg höfuðið hátt.” (Sálm. 110, 7). Sá lækur er eilífa orðið; liið eina, sem fulitreysta má; sá lækur er hjartablóð lambsins, sem leysti mig dauðanum frá. B. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.