Lögberg - 04.07.1940, Page 7
LOGBERŒ, FIMT UDAGINN 4. JÚLl, 1940
7
\
Konur og
dýraverndun
Fyrsta hefti “Dýravinarins” er
8efið út af “Dýraverndunarfélagi
danskra kvenna” (1885). Hafði
lélagið þá starfað um nokkurra
ýra bil, gefið út rit um dýra-
verndun og látið all-mikið til sín
taka. Voru forgöngukonur fé-
'agsins áhugasamar í bezta lagi,
°g höfðu jafnvel uppi ráðagerðir
lIm það, að gefa út á vora tungu
rdling um dýraverndun, er síð-
an yrði sendur hingað til sölu
°g útbýtingar. Tryggvi Gunnars-
son fregnaði hvað i ráði væri og
8ekk þá í málið.
“Tilgangur dýraverndunarfé-
!aga er sá,” segir Tr. G., “að
Vekja hjá mönnum andstygð á
'Gri ineðferð á dýrum og enn
trennir að vekja velvild til
í'eirra, og tilfinningu fyrir þvi,
að menn hafa siðferðislegar
skydur gagnvart dýrunum.
Lýraverndunarféag danskra
^venna hefir þegar gefið út bæk-
11 r i þessum tilgangi, og vildi
einnig koma sinum mannúðar-
Odlu tilraunum til íslands;
^afði það þvi í ráði, að láta
koma út nokkuð á prent uni
betta efni i íslenzkri tungu.
IJegar eg heyrði þetta, þótti
mér vænt um það; eg hafði lengi
®skað, að eftirtekt manna á ís-
landi væri vakin á því, að með-
^erð á dýruin þar þvrfti að vera
^’etri, en nú á sér stað; og að
meiri hlífð, velvild og með-
aumkvun við skepnur væri inn-
raptt landsmönnum, en hingað
til hefir alment verið sýnd.
Cd úr þessu hefir svo samist,
að Dýraverndunarfélag danskra
i'Venna gefur Þjóðvinafélaginu
þessa, móti því, að það leggi
iítið eitt til útgáfunnar og hafi
^°stnað og umsjón fvrir útsend-
'n8 bókarinnar.”
Bókin, sem hér um ræðir, er
fyrsta hefti “Dýravinarins.” Hún
er vitanlega öll eftir erlenda
^ufunda og efni dregið saman úr
^’msuni áttum. Það er alt læsi-
e8t, en sumt ágætt og lærdóms-
r'kt. — Páll Briem, síðar amt-
maður, er þá dvaldist í Kaup-
mannahöfn að loknu embættis-
prófi, íslenzkaði ritið að tilmæl-
um Tryggva Gunnarssonar.
Með riti þessu hefst hin langa
og merka barátta Tr. G. fyrir
bættri meðferð dýra hér á landi.
Hann hafði að vísu sýnt það áð-
ur en hér var koinið — á upp-
vaxtar-árum sínum í Laufási og
búskaparárum á Hallgilsstöðum
— að hann væri mikill dýravin-
ur. Hafði verið miskunnsamari
og nærgætnari við alla málleys-
ingja, en venjulegt var um
drengi á þeirri tíð, og farið vel
með allar skepnur, er hann var
orðinn hóndi.
•
Eftir þetta tók “Þjóðvinafé-
lagið” að sér útgáfu “Dýravinar-
ins,” undir umsjá Tr. Gunnars-
Sonar. Kom næsta hefti tveim
árum síðar (1887) og síðan eitt
hefti annað hvert ár til 191fi
(alls 16 hefti, 48—76 bls. að
stærð). — Tr. G. leitaði þegar
í upphafi til ritfærra manna og
bað þá að skrifa í “Dýravininn,”
en lítt þótti honum þeir taka
undir þá málaleitan í fyrstu.
“Annaðhvort hafa þeir gleymt
því,” segir hann, “eða eigi þótt
málefnið þess vert.” — “Skáldið
gamla á Bessastöðum,” dr.
Grímur Thomsen, reið á vaðið
með afbragðs ritgerð um hesta
og hunda (Hestar og hundar.—
Dj'ravinurinn 1887). Sigldu nú
ýmsir i kjölfarið, einkum
úrvals-klerkar og aðrir and-
lega sinnaðir menn, söfnuðu
dýrasögum eða sömdu sjálfir og
sendu Tr. G. — En hann lét orð-
haga stúdent í Höfn þýða dýra-
sögur úr erlendum málum, og
tína saman ýmsan fróðleik um
eðlisfar dýra, vitsmuni þeirra,
trygð og trúfesti. Þá var og ein-
att brýnt fyrir mönnuMl, að fara
vel með allar skepnur, sýna
þeim góðvild og nærgætni, ætla
þeim nægilegt fóður o. s. frv. —
Þorsteinn skáld Erlingsson var
mikill dýravinur, sem kunnugt
er, og ritaði margt í“Dýravin-
inn.” Og þar birtust mörg hinna
ljúfu og fögru dýraljóða hans,
einkum um fuglana. Sigurður
Hjörleifsson (Kvaran) var og
all-mikið við “Dýravininn” rið-
i
inn og mun hafa annast útgáfu
hans að mestu leyti eitt ár eða
tvö. — “Dýravinurinn” var gott
rit og hafði vafalaust mikil á-
hrif.
•
Tryggvi Gunnarsson mun hafa
vonast eftir þvi, að islenzkar
konur gengist fyrir stofnun
dýraverndunarfélaga og færi þær
að dæmum danskra kvenna og
sænskra. Víkur hann að þessu
oftar en einu sinni í formálsorð-
um þeim, er hann lætur stund-
um fylgja ' “Dýravininum.” Og
svo er að sjá, sem hann hafi
lengi verið vongóður um það, að
konur mundu þá og þegar hefj-
ast handa í þessum efnum, enda
treysti hann þeim hið bezta —
fanst þær í rauninni sjálfkjörn-
ar til forustunnar. — í töðru
hefti ritsins (1887), segist hann
vonast til þess, að ekki líði á
löngu, að stofnuð verði dýra-
verndunarfélög í héruðum lands-
ins, og hætir svo við: “Einkum
er konunum bezt treystandi til
þess.” Hann er sí og æ að
hugsa um dýraverndunarmálin
og gleðst eins og barn, er hann
verður þess var, að störf hans í
þágu dýranna bera árangur og
'eru einhvers metin. — f næsta
hefti (1889) segir hann m. a.:
“í flestum löndum norðurálf-
unnar hafa verið stofnuð félög
til verndar dýrunum og hefir
kvenþjóðin verið þar fremst i
flokki. Þess væri óskandi, að
líkt færi á íslandi.” — f fjórða
hefti (1891) segir hann: “Eg
hefi oftar en einu sinni minst á
það, að eg hefði bezta traust á
íslenzku kvenþjóðinni til þess að
stofna dýraverndunarfélag, eins
og konur í Danmörku og Svía-
ríki þegar hafa gjört; konurnar
voru þar frumkvöðlar dýra-
verndunarfélaganna, en íslenzku
konurnar hafa ekki enn þá lát-
ið til sin taka . . . Konunum er
tileinkuð blíða og viðkvæmni,
er það því eðli þeirra samboðið,
að taka málstað málleysingj-
anna. Þær hafa hingað til átt
lítinn þátt í að stofna félög; en
þá væri vet byrjað, ef þær vildu'
byrja á þvi, að stofna félag til
þess, að vernda rétt skepnanna
og bæta kjör þeirra, sem eflaust
O OTHEIR AID to the World of Business
equals that of the Printing Press.
Every business enterprise calls to its service one
or other of the many forms of printing.
We have been serving Western Business for over
fifty years.
We solicit a larger patronage with modesty and
confidence.
Why not contact our Winnipeg office and learn
what service we can render you.
COR. SARGENT AND TORONTO
Phones 86 327-8
WINNIPEG
yrði landinu jafnframt til miki'.s
hagnaðar.”—
Árið 1891 reyndu nokkrar
konur í Reykjavík að stofna
dýraverndunarfélag. En “und-
irtektir út um landið voru svo
daufar,” segir Tr. G. löngu síðar
(1914), að “ekkert varð úr því,
að félag væri stofnað fyrir alt
landið, en i einstöku sveitum
byrjuðu smáfélög, sem flest eða
öll eru nú liðin undir lok.” Mun
óhtt að fullyrða, að Tr. G. hafi
orðið það mikil vonbrigði, er is-
lenzkum konum tókst ekki að
koma á fót allsherjar dýravernd-
unarfélagi fyrir landið. Þegar
það væri komið á laggirnar og
tekið til starfa, ætlaðist hann
til, að stofnaðar væri undirdeild-
ir við sjó og í sveitum.
•
Dýraverndunarfélag fslands”
hefir nú starfað rúman fjórðung
aldar og verið einn hinn þarf-
asti félagsskapur hér á landi.
Það var stofnað af konum og
körlum, en starfið mun að mestu
hafa lent á karlmönnunum, og
þó einkum á formanni félags-
stjórnarinnar.
Félagsstarfsemi í s 1 e n z k r a
kvenna var enn i nokkurri
bernsku, er “Dýraverndunarfé-
lag fslands” var stofnað, en síð-
an er mikil breyting á orðin.
Konur hafa m. a. öðlast jafnrétti
við karla og margar þeirra starfa
nú all-mjög utan heimilis, eink-
um í kaupslöðum og kauptún-
um. Þær hafa efnt til margvís-
legra samtaka og félagsskapar
síðasta aldarfjórðunginn, sem
kunnugt er, og sýnt til fullnustu,
að þeim er til þess trúandi, engu
síður en körlum, að halda uppi
myndarlegum félagsskap og
berjast fyrir hugarmálum sínum.
-—Þeim láta vel líknarstörfin.
Þær eiga hina mjúku hlýju hönd
og hjartað segir fyrir verkum.
Það er göfugt starf og horfir
mjög til farsældar, að berjast
drengilega fyrir bættum hag
þeirra sem engum órétti geta af
sér hrundið — gerast málsvari
“málleysinganna.” Það væri
mjög ánægjulegt, ef konur vildu
beita sér fyrir stofnun dýra-
verndunarfélaga sem víðast um
landið, og jafnframt vænlegt til
góðs árangurs.
•
Tryggvi Gunnarsson, hinn ó-
trauði og ágæti dýravinur,
treysti konum öllu betur en
körlum til þess, að hafa for-
göngu um dýraverndunarmál.
Fáeinar konur hér i Reykjavík
gerðu tilraun um félagsstofnun
(1891), sem áður segir, en fengu
daufar undirtektir og gáfust upp
við svo búið. — Starfsemi hans
sjálfs (þ. e. Tr. G.) bar allmik-
inn árangur, en samt mun hann
hafa orðið fyrir sárum vonbrigð-
um. — Þá er hann hafði barist
hinni góðu og fórnfúsu baráttu
um þrjátíu ára skeið eða leng-
ur, var hann kominn að þeirri
raunalegu niðurstöðu, að dýra-
verndunar-áhugi þjóðarinnar,
kvenna jafnt sem karla, væri
harla lítill. — “Dýraverndun er
ekki áhugamál þjóðarinnar,”
segir hann á gainals aldri, er
hann lítur yfir farinn veg og
árangurinn af þessum þætti æfi-
starfsins. En hann var bjart-
sýnn maður, hafði ekki mist alla
von og vildi ekki, að upp væri
gefist. — Enn kynni þjóðin-að
vakna til fullrar meðvitundar
um skyldu sína við dýrin — þá
sjálfsögðu skyldu, að fara vel
með allar skepnur og sýna öllu
lífi nærgætni, miskunn og mildi.
—Og enn mun hann hafa alið
þá von í brjósti, að konur yrði
ekki eftirbátar karla í þvi að
gangast fyrir stofnun dýravernd-
unarfélaga viðsvegar um landið,
og tæki siðan mikinn og góðan
þátt í baráttunni gegn dýraníðslu
og harðýðgi i garð allra dýra.—
Því verður ekki neitað, að
mikið hefir á unnist í dýra-
verndunarmálunum undanfarna
áratugi og mörgu verið til vegar
snúið. En hitt er líka vist, að
enn er nóg að vinna og mikil
þörf góðra sjálfboðaliða.
Páll Steingrímsson.
—“Dýraverndarinn.”
Móttökumenn
framlagn i minnisvarðasjóð
K. N. Júlíusar
Kristján Kristjánsson,
Garðar, N. Dakota
G. B. Olgeirsson,
Garðar, N. Dakota
W. G. Hillman,
Mountain, N. Dakota
Th. Thorfinnsson,
Mountain, N. Dakota
B. Stefánsson,
Hallson, N. Dakota
B. Thorvardson,
Akra, N. Dakota
Ásgrimur Ásgrimsson,
Hensel, N. Dakota
S. S. Einarsson,
Upham, N. Dakota
Ólafur Pétursson,
123 Home St.
Winnipeg, Man.
Friðrik Kristjánsson,
205 Ethelbert St.
Winnipeg, Man.
Mrs. B. S. Benson,
695 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
Mr. Sveinn Thorvaldson,
Riverton. Man.
Dr. S. E. Björnsson,
Árborg, Man.
Séra Guðm. Árnason.
Lundar, Man.
Séra E. H. Fáfnis og
G. J. Oleson,
Glenboro, Man.
Mr. Rósmundur Árnason,
Leslie, Sask.
Mr. Fred Thorfinnson og
Mr. Oli Magnússon,
Wynyard, Sask.
Mr. Gunnar Björnson.
Minneapolis. Minn.
Mr. Chris. Johnson,
Duluth, Man.
Mr. Bjarni Dalmann,
Selkirk, Man.
Séra Albert Kristjánsson,
Blaine, Wash.
Mr. Hannes Kristjánsson,
Gimli, Man.
Mr. W. G. Gíslason,
Minneota, Minn.
Canada meginn línunnar ætti að
sendast til einhverra þeirra, sem
tilnefndir eru i Winnipeg.
1 umboði nefndarinnar,
Th. Thorfinnson.
BRÚ Á JÖKULSÁ
Á FJÖLLUM
Vegabætur verða gerðar á leið-
inni vfir Mývatnsöræfi frá Náma-
skarði til Jökulsár á Fjöllum.
Næsta fvrirhuguð stórbrú er yfir
þá á. En hún verður ekki bygð
fyrri en efn í brúna lækkar í
verð. Talað hfr vrð um tvö brú-
arstæði á ánni, undir Grímsstöð-
um og skamt frá Möðrudal, vest-
an við Lambafjöll. Þar rennur
áin í gljúfrum. Þar verður brúin
ódýrust. Sjálfgerður vegur er
suður með ánni vestanverðri milli
þessara brúarstæða.—Mbl.
| Innköllunar-menn !
! LÖGBERGS |
| •
' Amaranth, Man
1 Akra, N. Dakota B. S. Thorvardson
1 Arborg, Man
' Árnes, Man
1 Baldur, Man
’ Bantry, N. Dakota ...Einar J. Breiðfjörð
’ Bellingham, Wash
Blaine, Wasli Arni Símonarson
' Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota B. S. Thorvaldson
Cvpress River, Man
‘ Dafoe, Sask J. G. Stephanson
, Edinburg, N. Dakota
I Edmonton
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota
1 Gerald, Sask
! Geysir, Man
Gimli, Man. 0. N. Kárdal
1 Glenboro, Man
! Hallson, N. Dakota
Havland, P.O., Man Magnús Jóhannesson
' Hecla, Man Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Husaviek, Man 0. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man ....John Valdimarson
| Leslie, Sask Jón Ölafsson
j Lundar, Man Dan. Lindal
j Markerville, Alta
j Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota Páll B. Olafson
Mozart, Sask
Oakview, Man
' Otto, Man Dan. Lindal
Point Roberts, Wash
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man Árni Paulson
Riverton, Man ...Björn Hjörleifsson
! Seattle, Wash J. J. Middal
1 Selkirk, Man.....
Siglunes P. 0., Man Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man
‘ Svold, N. Dakota B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
IJpham, N. Dakota ...Einar J. Breiðf jörð
Víðir, Man Eílías Elíasson
5 Vogar, Man .Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man
Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach, Man. 0. N. Kárdal
Wvnyard, Sask J. G. Stephanson
.... ... -