Lögberg - 15.08.1940, Síða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
V^Vaner(J0^
CO^ | 1K1J < V^°V°
dct6*'
ers
Cot
9^u
Service
and
Satisfaction
-JSauioHSfr
lr°ssjn}?d H .SJJV
OC^DOC^,
53. ÁRGANGUR
PHONE 86 311
Seven Lines
s.«»^
For Better
Cot-
Dry Cleaning
and Laundry
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1940
NÚMER 33
Rás hinna helztu viðburða
Viðtal við Ásmund P. Jóhannsson
byggingameistara nýkominn að heiman
Herm.ráðuneytið brezka gerði
heyrinkunnugt þann 10. þ. m.,
að stjórnin hefði ákv-eðið að
kveðja á brott setulið sitt í
Shanghai og Norður-Kína; var
þess jafnframt getið, að Banda-
ríkjunum og Japan hefði þegar
verið tilkynt þessi ráðabrevtni;
ekki er það vitað hve mikinn
herafla var um að ræða á stöðv-
Um þessum, né hvert á land
hann verður sendur; stjórnin
kvað ráðstöfun þessa gerða vegna
þess að þjóðin ætti i stríði.
•
I
Þýzkar loftárásir á Bretland,
og gagnkvæmar árásir af hálfu
l>rezka loftflotans á þýzkar flug-
stöðvar og vopnabúr, hafa verið
daglegir viðburðir fram til þessa,
og hefir injög verið hert á sókn;
á mánudaginn og þriðjudaginn
gerðu Þjóðverjar eina atrennuna
annari ineiri, og er mælt að í
þvi leifturstríði liafi tekið þátt
hátt á fimta hundrað þýzkra
hernaðarflugvéla; af þeim voru
78 skotnar niður þessa tvo
daga, en Bretar mistu aðeins 19,
að því er fregnir frá London
herma. Hinn brezki forsætisráð-
herra sendi hinu konunglega
Tlugliði opinberar þakkir fyrir
þjóðarinnar hönd fyrir fræki-
legt viðnám gegn hinum þýzka
árásarher.
•
Um þær mundir, er Þjóðverj-
ar ruddust inn á Frakklaml, nanT
‘franski herinn fimm miljónum;
en er Frakkar gáfust upp og
sömdu um vopnahlé, höfðu
Þjóðverjar tekið tvær miljónir
franskra hermanna til fanga,
auk þess sem staðhæft er, að
niannfallið á hlið Frakka hafi
numið freklega hálfri miljón;
nú hafa eftirstöðvar hersins ver-
ið afvopnaðar, og Frökkum ein-
Ungis leyfðnr smávægilegur her,
sein að dómi Þjóðverja nægi til
þess að halda uppi reglu í land-
inu.
Þær italskar hersveitir, er fyr-
lr nokkru réðust inn á brezku
nýlenduna Somaliland í Afríku,
eru sagðar að vera um 40 milur
irá höfuðborginni Berbera; en
sú borg stendur við Adenflóann;
ytir eyðimörk er að fara, og
hitar á þes^um tíma árs lítt þol-
andi; verða herirnir að flytja
nieð sér allan þann vatnsforða,
er þeir framast eiga yfir að ráða;
n sunnudagsmorguninn sló í
hrýnu milli brezkra og italskra
á þessum svæðum, og urðu ftalir
láta undan síga við mannfall
nokkurt; nú hafa þeir þó hafið
árás á ný, og standa þarna yfir
stórorustur svo að segja nótt og
nýtan dag; tekur allmikill loft-
her af hálfu beggja aðilja drjúg-
an þátt í orustum þessum, sem
a‘tla má að verði harðsóttari
•neð hverjum degi; hafa Bretar á
stöðvum þessum harðsnúnum
^nannafla á að skipa, sem stað-
•aðinn er í því að verja Berbera
t6 þess itrasta.
ítölsk loftför sveima daglega
yflr Alexandríu, og varpa
sprengjum án þess þó að veru-
fe8t tjón hafi hlotist af fram til
þessa.
•
Hon. Angus McDonald, flota-
málaráðherra sambandsstjórnar,
_efif verið útnefndur sem inerk-
isberi frjálslynda flokksins við
aukakosninguna í Kingston, Ont.
hjördamii þetta losnaði við frá-
fa9 Hon. Norman Rogers her-
niálaráðherra, er lézt í flugslysi,
en i North \Yaterloo kjördæminu
'erður í kjöri af hálfu frjáls-
lynda ftokksins, Louis O. Breit-
haupt iðjuhöldur í Kitchener;
þingmaður þess, Hon. W. D.
Euler, fyrrum. verzlunarráðherra,
var fyrir nokkru sem kunnugt
er, skipaður í senators embætti.
Forsætisráðherra
hyltur í þinglok
Þann 7. þ. m., eða daginn sem
þingfrestun formlega fór tram,
var liðið 21 ár frá þeim tíma,
er núverandi forsætisráðherra,
Rt. Hon. W. L. MackenzieKing,
tókst á hendur forustu Liberal-
flokksins i Canada; vöktu þeir
Lapointe dómsmálaáðherra, og
Grote Stirling, einn af leiðandi
mönnum íhaldsflokksins, athygli
þingheims á þessum merka at-
burði, og árnuðu forsætisráð-
herra heilla; kvað Mr. Lapointe
Mr. King hafa verið sannan
gæfumatin; hann hefði eigi að-
eins notið frá því fyrsta einlægs
trausts hjá flokki sínum, heldur
og i rauninni hjá þjóðinni allri,
og nú bæri hann það hátt í þjóð-
lifinu, að fáir hefði áður komist
þar til jafns.
Mr. King þakkaði árnaðarósk-
irnar með nokkrum hlýyrðum,
og kvaðst eiga gengi sitt því að
þakka, hve trúnaðar- og sam-
starfsmenn sínir hefði jafnan
revnst sér drengilega og veU
hann kvaðst einnig hafa gilda
ástæðu til þakklætis fyrir það,
hve giftusamlega hefði jafnan
tekist til um samvinnuna við þá,
er andstöðuflokk sinn hefði fylt.
og öðrum augum liti á málin;
enda sagðist hann hafa látið sér
hugarhaldið um það, að særa þá
aldrei pólitisku holundarsári.
Ráðstafanir
hveitinefndar
Canadiska hveitinefndin hefir
gert heyrinkunnar nokkrar nýj-
ar ráðstafanir, sem óhjákvæmi-
legar þykja vegna þess hve mik-
ill er skortur á kornhlöðuplássi
fyrir uppskeru yfirstandandi
árs, sem og tilfinnanleg tak-
mörkun flutningsvagna. Ráð-
stafanir þessar lúta meðal ann-
ars að þvi, að tryggja bændum
sem bezt má verða jöfnuð við-
vikjandi korngeymslunni; er svo
fyrir mælt, að fyrstu kornsend-
ingarnar sé miðaðar við 5 mæla
hveitis, 5 mæla af höfrum og 5
mæla bvggs; þó ábyrgist nefndin
ekki að ávalt sé við hendi það
kornhlöðupláss, sem gert er ráð
fyrir, en með góðri samvinnu
meðal bænda, telur hún nokkurn
veginn víst, að afstýra megi
vandræðum.
Þann 31. júlí síðastliðinn voru
frá fyrri tíð um 270,000,000
mælar hveitis í kornhlöðum
þessa lands, og þegar svo bætist
hér við uppskera Vesturlandsins
í haust, sem áætlað er að nema
muni freklega 400,000,000, verð-,
ur það ljóst hvert vandamál er
hér fyrir höndum.
Reglugerð sú, sem hér um
ræðir ákveður, að ein leyfisbók
gildi fyrir hvert býli, og skulu
færðar inn í hana allar hveiti-
sendingar. Engar hömlur verða
lagðar bændum á herðar viðvíkj-
andi sölu á rúgi og hör; slíkar
frainleiðslutegundir geta þeir selt
hvar sem þeim bezt líkar. Ein-
tök af þessari reglugerð eða
reglugerðum, fást á skrifstofum
Canadian heat Board.
Þingfundum frestað
Á miðvikudagsmorguninn þ.
7 þ. m., var störfum sambands-
þings frestað til þess 5. nóvem-
ber næstkomandi; var þessi ráð-
stöfun gerð með hliðsjón af
stríðssókninni, og lýsti forsætis-
ráðherra jafnframt yfir þvi, að
ef svo byði við að horfa, yrði
þingi stefnt til funda á ný nær
sem þörf krefði. AIls afgreiddi
þingið að þessu sinni 89 laga-
frumvörp. Meðal merkustu laga-
nýmæla, ber að telja frumvarpið
um atvinnuleysistryggingar, er
hlaut svo að segja einhljóða
samþykki beggja þingdeilda.
Árni Eggertsson
fasteignasali kom til borgarinn-
ar úr íslandsför, ásamt frú sinni
á miðvikudaginn í fyrri viku;
voru þau hjónin heiðursgestir
Eimskipafélags fslands í sumar,
og létu hið bezta af förinni.
FRÁ ÍSLANDI
Þrir visindamenn starfa nú á
vegum rannsóknarnefndar ríkis-
ins. Finnur Guðmundsson hefir
stundað rannsóknir á æðarvarpi
norður í Strandasýslu og inun
hann síðar ferðast til fleiri varp-
staða. Er það tilgangur þessara
rannsókna, að afla nákvæmra
upplýsinga um æðarfuglinn og
tiyggja siðan á þeim niðurstöð-
um tillögur um aukning hans.
Steindór Steindórsson vinnur að
rannsókn á gróðurfari hálend-
isins og miðast þessar rannsókn-
ir við það, hversu mikið megi
hafa þar af búpeningi. Jóhannes
Áskelsson vinnur að rannsókn-
um á kalklögum á Vestfjörðum
með tilliti til sements- og áburð-
argerðar. Einnig mun hann
rannsaka járnlögin þar. Þá mun
borinn, sem nefndin hefir til
umráða, verða bráðlega fluttur
til Akureyrar og borað þar eftir
heitu vatni í gili skamt frá bæn-
um. •
Rauði Krossinn og barna-
verndarráð eru búin að útvega
600 börnum úr Reykjavík sum-
ardvöl í sveit og mun þó enn
geta útvegað fleiri börnum dval-
arstaði. Börnin, sem komið hef-
ir verið fyrir, eru flest á eftir-
töldum stöðum: Laugaskóla um
100, Staðarbakka 20, Reykja-
skóla 35, Staðarfelli 50, Stykkis-
hólmi 30, Ásum 30, Brautarholti
(Vorboðinn) 50 og Þingborg
(Vorboðinn) 53. Hin börnin
eru á sveitaheimilum víðsvegar
á landinu, flest i Þingeyjarsýslu.
•
Rikisstjórnin mun í dag gefa
út bráðabirgðalög, "sem geri þá
breytingu á núgildandi lögum,
að norsku skipin, sem flótta-
mennirnir komu á, mega stunda
síldveiðar með norskum áhöfn-
um. íslenzkir menn verða þó
að taka þau á leigu og mun ekki
stranda á því. Þetta er gert til
hjálpar flóttamönnunum.
“\’el hefir konungurinn alið
oss, og vel ól ísland okkur í
sumar,” 'sagði Ásmundur P. Jó-
hannsson byggingameistari, sem
heim kom ásamt frú sinni á
sunnudaginn, er ritstjóri Lög-
bergs hafði tai af honum á skrif-
stofu blaðsins síðastliðinn
þriðjudag.—
Velkominn heim — að heim-
an, góði vinur! Var ekki ferða-
lagið yndislegt og endurhress-
andi?
“Það má nú segja. En þó
tiðin í vor og fram eftir sumri
væri köld og úrkomusöm, og
sólarlitlir dagar á Suðurlandi, þá
var hinn innri ylur fólksins
þeim mun sterkari, er í híbýli
þess kom, því viðtökunum er
naumast unt að lýsa með orð-
um, svo stórmannlegar og ágæt-
ar voru þær; við stóðum allan
tímann í þeim vermireit góð-
vildar og gestrisni, sem mér
skilst, að engin þjóð búi yfir í
jafnríkum mæli og ísland. Ferða-
lagið alt gekk eins og í sögu;
spegilsléttur sjór báðar leiðir svo
ferðin frá Ne\v York til Reykja-1
víkur stóð aðeins vfir i 10 daga,
en til baka vorum við einungis
9 sólarhringa, og inun með því
vera sett nýtt met með skipum
Eimskipafélagsins milli fslands
og Ameríku.”
Þið hjónin ferðuðust báðar
leiðir með Dettifossi, eða var
ekki svo?
“Jú, og góð var vistin, og at-
læti eftir því.”
Vegna róttækra breytinga á
afstöðu fslands, sem þegar eru
kunnar, væri ánægjulegt að
kynnast viðhorfi þjóðarinnar til
hinna breyttu viðfangsefna?
“Ekki er annað ha>gt að segja,
en þjóðin taki sínu breytta við-
horfi með viljafestu og stillingu;
enda þótt nú hafi skapast nýtt
viðhorf í sögu hennar, mun hún
ákveðin í að vinna að úrlausn
vandamála sinna af fremsta
megni.”
Stríðið, og hernám margra
þeirra rikja, er ísland áður átti
viðskifti við hefir að sjálfsögðu
takmarkað siglingar íslendinga
og verzlunarsvið þjóðarlnnar?
‘,Já, — um það verður ekki
vilst. Nú eru siglingarnar ein-
göngu bundnar við England og
Ameríku, og þar af leiðandi
verzlunarviðskifti öll; er nú
sagður góður markaður á Eng-
landi fyrir islenzkar afurðir, sér
í lagi fisk, sem fluttur er þang-
að svo að segja daglega.”
Hvað er um sildina, sem nú er
orðin ein allra mikilvægasta
framleiðslugrein þjóðarinnar?
“Síldaraflinn var orðinn ó-
hemju mikill, en alt mjög óráð-
ið um söluskilyrði, er eg fór að
heiman.”
Hvernig var grasspretta heima
i sumar,
“Sakir kulda og næturfrosta
fram til 6. júlí, var grasspretta
heldur i rýrara lagi; þó tel eg
líklegt , að með góðri nýtingu,
verði heyfengur í meðallagi.”
I Hvað er um garðræktina?
“Garðrækt íslands hefir tekið
iniklum framförum undangeng-
in ár; en vegna óhagstæðrar
veðráttu í sumar benti flest á
algerðan uppskerubrest, einkum
á Norðurlandi.”
Hvernig hagar til um mæði-
veikina i sauðfé?
“Veikin virðist hafa hægara
um sig í þeim sveitum þar sem
hún hefir verið landlæg í nokkur
ár, en breiðist þó, því miður,
ávalt nokkuð út; hafa því bænd-
ur á sýkisvæðinu orðið að breyta
allmjög til um búnaðarháttu;
auka kúabú, fjölga hrossum,
sem og að gefa sig að loðdýra-
rækt; en vegna markaðsþrengsla
horfist þunglega á um sölu grá-
vörunnar.”
Varstu ekki viðstaddur vígslu
háskólabyggingarinnar?
“Jú, þangað var mér boðið, og
naut mikillar ánægju af; athöfn-
in var virðuleg, en hefði þó orð-
ið stórfenglegri að mun, ef Norð-
urlandaþjóðunum, sem nú hafa
verið hernumdar, hefði veizt
kostur á þátttöku; háskólinn er
afar tíguleg bvgging, og framúr-
skarandi vönduð að ölluin frá-
gangi; mun leitun vera á veg-
legra musteri slíkrar tegundar
með öðrum þjóðum; var húsa-
meistari ríkisins, Guðjón Samú-
elsson, sæmdur doktorsnafnbót
við vigsluna; en hann hafði gert
uppdrátt að byggingunni, og
haft á hendi umsjón með verk-
inu alt frá byrjun; háskólinn er
glæsileg, táknræn mynd af fróð-
leikshneigð, tiókvísi og framtaki
hinnar íslenzku þjóðar.”
Þið hjónin voruð heiðursgestir
Eimskipafélags íslands í sumar?
“Já, við vorum það? Eg á
engan þann orðaforða, er túlkað
geti, eða jafnvel gefið i skyn
tilfinningar mínar og þakklæti til
stjórnarnefndar Eimskipafélags-
ins fyrir þann heiður, er okkur
var sýndur með heimboðinu og
viðtökunum á vegum nefndar-
innar heima; ekki get eg hugsað
mér stórmannlegri viðtökur, né
heitari og bróðurlegri alúð, en
Ásm. P. Jóhannsson
gistivinir okkar, ' ásamt ríkis-
stjórn, þjóðræknisfélagi og ótal
vinum og vandamönnum, létu
okkur í té, þar sem allir lögðust
á eitt um að gera okkur dvölina
sem allra uppbyggilegasta og eft-
irminnilegasta. En því miður
var tíminn svo naumur, að okk-
ur veittist ekki nándarnærri
kostur á að heilsa upp á alla okk-
ar mörgu og góðu vini, sem við
þó höfðum fast ásett okkur, og
biðjum velvirðingar á þvi. Og
nú kem eg að síðasta atriðinu.
Eimskipafélag fslands hefir frá
upphafi vega sinna verið óska-
barn íslenzku þjóðarinnar; að því
standa íslendingar austan hafs og
vestan sem ein sál. Hamingjusól
fslands hefir blessað starfsemi
þess, og sú er mín heitust ósk,
að það inegi verða í framtíð
allri órjúfandi tengitaug islenzka
mannfélagsins beggja megin
Atlantsála. — Og nú bið eg Lög-
berg að skila hjartans kveðju
frá okkur hjónunum heim' til
fslands.”
YFIRLIT
Eg hefi horft með ugg og angist
á svo margt, sem fvrir bar,
séð til þroskans leiðum loka
löngu úrelt hugarfar,
þar sem afturhald og heimska
héldu um fornu meinin vörð,
þegar gjöful goðin réttu
glaðri æsku nýja jörð.
Draga séð af orðsins anda
eftir því sem lengra dró,
gamla frelsisstafi standa
stöðuga en dauða þó.
Margt af því er hátign hugans
hafði glæst og stoltast dreymt,
troðið undir fantafótum
fleygt á eld og týnt og gleymt.
Hugsjónir frá horfnum tímum
hrörna, deyja, hverfa sýn,
svarta, langa svikafingur
seilast lengra í átt til mín.
Yfir kaldbak heiftarhugans
hefjast vígabólstra stríðs,
horft á bylinn brjóta og eyða
bygð og menning friðsæls lýðs.
Einstaklinginn ofsókn troðinn
undir tryldri, blindri hjörð,
* galdranornir valds og villu
veifa þokum yfir jörð.—
Austrið nýrri miðöld myrkvast
menning jarðar riðar öll,
hinzti geisli heiða dagsins
hnigur bak við Klettafjöll.
Völl skal mannsins hugur hasla
hnignun hverri og afturför;
aldrei skal vor sála sætta
sig við niddra þræla kjör,
þó að léleg menning molni
morðingjarnir hlaði val,
upp til lífs af akri dauðans
andi frelsis rísa skal.
Páll Gu&mundsson.