Lögberg - 05.09.1940, Blaðsíða 6
6
LÖGBERGK FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1940
Maðurinn sem eg giftiál
Þetta'kveld varð Ernest að vinna leng’i
fram eftir í búðinni, svo eg fór í rúmið áður
en hann kom heim. Eftir að hafa sofið all-
lengi vaknaði eg, og þá var Ernest enn ó-
kominn. Það var glaðatunglskin og við
birtuna af því gat eg séð á stóru vekjara-
klukkuna, sem stóð á borðinu skamt frá
rúminu. Klukkan var orðin eitt um nóttina.
Mig undraði að hann skyldi enn ókom-
inn, fór að hugsa út í hvar hann gæti verið.
Þá heyrði eg óglöggt til einhverra í gang-
rúmi hússins. Eg lagði við hlustirnar. Þá
fanst mér eg þekkja raddir þeirra Ernestar
og frú Schmidt. Eg vildi vita um Ernest,
hvort hann væri kominn eða ekki, svo eg
smeygði m(>r í slopp og fór út úr herberginu.
Það var dimt í hinu stóra gangrúmi, en
ekki niðamyrkur; svo þegar eg leit yfir í
hinn fjarlægari enda þess, varð eg undrandi
og hélt niðri í'mér andanum; þar var þá
Ernest með stjújjmóður sinni. Þar sátu
þau á litlum bekk, sem var undir kringlóttum
smáglugga. Eg gat séð þau við hina daufu
‘ tunglsbirtu. Frú Schmidt var á náttkjólnum
einum.
Eg hörfaði aftur á bak, upp að veggn-
um, því eg varð hraxld um að þau myndu
verða mín vör, og halda að eg stæði á hleri,
eða væri að njósna.
Njósná? Hvað voru þau þá að hafast
að? Ilvað áttu þessir næturfundir að þvða?
Lágt og hljóðlega heyrði eg að frú
Schmidt sagði: “Lilja” þar næst “Ame-
ríkaninn.” Bæði orðin framborin með fyrir-
litningu.
Það fór hrollur um mig. Mér fanst eitt-
hvað svo óheilt og fráhrindandi við frú
Schmidt þar sem hún sat þarna, að eg varð
hálfveik af klýjukendri velgju og óbeitar-
tilfinningu. Hún þrvati sér nú upp að
Ernest, svo ]>að var eins og líkamir þeirra
beggja yrðu að einum, í hálfrökkrinu. Eg
heyrði nú greinilega að hún sagði; “Hún
er ekki rétta konan fyrir þig. Hún er ekki
af þinni gerð, og verður aldrei. Hún værður
þér aldrei til annars en ógæfu á lífsleiðinni.”
pjrnest varð niðurlútur og þagði. Frú
Schmidt þrýsti honum að sér.
“Hún getur ekki unnað þér, góði; liún
ann þér ekki eins og við unnum þér. ”
Þótt hún segði “eins og við unnum
þér,” vissi eg vel, að í rauninni vildi hún
sagt hafa: “eins og eg ann þér.”
Þetta var andstyggilegt, en það var
sannleikurinn, um það var eg ekki í liinum
minsta vafa. Þetta var ástæðan fyrir hinum
dulda illvilja hennar til mín. Það var auð-
vitað ekki hinn minsti ættarskyldleiki með
henni og Ernest. Faðir Ernests hafði tekið
hana á heimilið, þegar hann sjálfur var orð-
inn meir en miðaldra, en Ernest sonur hans
þá orðinn fulitíða maður. Frú Schmidt var
fimtán árum yngri en eldri Schmidt, maður
hennar.
Aftur fór um mig hroílur. Ósjálfrátt
sá eg strax og skildi hvernig ástatt var fyrir
henni. Að öllum líkindum hafði hún óbeit á
gamla manninum, sem hún varð að kalla
eiginmann sinn, en þráði armalög vngri
manns, og hataðist svo við það eða þá, sem
í vegi stóðu. Emest var fríður og ítur-
vaxinn.
“Hún ann þér ekki eins og við gerum,
sonur. ” Hún hélt fast utan um hann. Þá,
jþennan dag, hafði hún fengið vitneskju um
áð við myndum eignast annað barn — og
þessi voru svör hennar við því.
En hvernig varð nú Ernest við þessu?
Það var eins og hann væri ósjálfbjarga og
óákveðinn. Eg gat skilið það vel. Hvaða
kalrlmaður getur hrundið frá sér kvenmanni
sem þrengir sér þannig með líkama og sál
inn á hann? Hann var rólegur í örmum
hennar, með þeirri hugmynd að hann væri
sonur í móðurörmum, til að hlusta á og hlýða
hennar ráðum.
Loksins heyrði eg að hann sagði: “Fyrir
hennar aðhjúkrun komst eg til heilsu aftur,
þegar eg var veikur, og svo vann hún fyrir
mér. ’ ’
“Hún vissi nú að þú mundir ná heilsu
aftur, og þá myndir þú vinna fyrir henni.
Reyndist það ekki réttur reikningur? Ert
þú nú ekki alheill og vinnur inn peninga?
Ekki einasta það, heldur varstu fullgóður
til að taka hana upp úr skólpræsunum í
Chicago og koma henni til þíns föðurlands,
til þess hreinleika og fegurðar sem þar er
og góð„s heimilis. Sonur minn, eg segi þetta
um Lilju af þeirri einu ástæðu að eg hefi
áhyggjur út af framtíð þinni.
Miklar breytingar eru hér í aðsigi. Er
hún sú rétta kona að hafa sér við hlið, þegar
við erum komin til valda?”
Hann stóð nú á fætur. Hún stóð einnig
upp.
“Góða nótt, Ernest,” sagði hún. Hún
tók hann nú í faðm sinn og kysti hann á
munninn — það var lijákonukoss.
Eg fór nú aftur inn í svefnherbergi
mitt; hvernig eg komst þangað, er mér ekki
ljóst; en ofan í rúmið komst eg áður en
Ernest kom inn, og lá þar grafkyr og hreyf-
ingarlaus, þar til hann var lagstur út af.
Með sjálfri mér æskti eg þess ákaft, að hann
snerti mig ekki — mér fanst ef það yrði að
eg mundi tapa öllu valdi yfir sjálfri mér.
En það var ekki svo mikið að Ernest
ýtti við mér, til að vita hvort eg væri vak-
andi. Hann lá kyr og brátt heyrði eg á and-
ardrættinum að hann var steinsofnaður.
Mér varð ekki svefnsamt þessa nótt.
Eg vakti unz eg sá, gegnum herbergisglugg-
ann, fyrstu daufu dagsbirtuna seilast upp
eftir himninum, og smáverða að gullroðnum
■ sólargeislum. Allan þennan tíma var eg að
hugsa, að brjóta heilann, aftur og aftur, en
hvernig sem eg beitti hugsunaraflinu, voru
hugsanirnar reikular og samliengislausar,
því ómögulegt var mér að komast að neinni
niðurstöðu. Það var ekki fyr en eg var
farinn að heyra skröltið í vögnum bændanna
er þeir fóru eftir strætinu með kerrur sínar,
að eg loksins komst að nokkurri niðurstöðu
í því sem eg hafði svo margþreytt mig á að
brjóta heilann um — ef niðurstöðu skyldi
þá kalla, — (*n hún var bygð á þessu. Þessi
hegðun frú Sclimidt við Ernest um nóttina
var ekki á viti bygð. Það var hún sem
þetta framferði hafði, en ekki Ernest. Nú
var eftir að vita hvað hann gerði. Nú varð
hann að afráða hvort hann vildi trúa ályg-
um konu þessarar á mig, ea ekki. Það var
hann sem varð að afráða hvort hann vildi
fara í ástasamband við liana.
Alt var undir því komið, hvað hann vildi,
og alt þangað til eg vissi hver vilji hans
var, gat eg ekkert; svo fvrir mig var þá
ekki annað en að vera afskiftalaus, að sjálf-
sögðu fyrst um sinn. Þotta var niðurstaðan.
Eg veit að fólk segir: “Neyttu allrar
orku þinnar til að halda í manninn þinn.”
Eg hafði ei'nu sinni tekið á öllu, sem eg átti
til að missa hann ekki, og hélt mig hafa
unnið í þeirri viðureign. En nú hafði eg
hvorki krafta, kringumstæður né vilja, á,
að hefja þá baráttu á ný.
Ástir okkar höfðu heldur aldrei átt huga
lians allan. Hann hafði einhverja ofursterka
löngun til að leggja sig með líf og sál eftir
flokksmálum, sem voru þess kyns, að eg
hafði andúð gagnvart þeim. Fyrir þeim
liluta viðfangsefna hans — ef til hefði kom-
ið, — hefðu ástamálin orðið að lúta í lægra
haldi.
Alt þetta tal um, að Þýzkaland hefði
verið kúgað og niðurnítt af þeim, sem unnu
fetríðið, hafði án efa töluverðan sannleik
við að styðjast, og eg gat það, að hina þýzku
þjóð þyrsti eftir réttlæti og jöfnuði, — en
stefnu oð aðfarir Nazista var mér um megn
að skilja.
Nei, nú var bezt að Ernest réði sjálfur
hvað hann gerði. Eg afréð að segja engum
frá því, sem eg hafði séð og heyrt um nótt-
ina, — ekki minnast einu orði á það. Ernest
mundi kannske átta sig síður á hvað rétt
væri í því efni. Yrði það, mundi gæfan
aftur brosa við mér. Ef ekki, þá sýndi það,
að ást hans á mér hefði upprunalega verið
of ótraust til að nokkuð væri á hana að
byggja.
Það gat orðið alllangTir tími þar til eg
fengi úrslitasvar, og allan þann tíma þurfti
eg að umgangast frú S'chmidt, en til þess
vildi eg neyta allrar orku vegna Ernests, að
leggja það á mig, að þola návist hennar, þar
til eg vissi af eða á í þessu efni.
Ernest og frú Schmidt voru eins og þau
áttu að sér að vera, þegar eg kom ofan
morguninn eftir, og var ekki á þeim að sjá
að neitt óvanalegt hefði komið fyrir. Frú
Schmidt var heldur fálátari við mig en áður,
en þó ekki svo áberandi væri. Það var eins
og hún væri líka að bíða eftir hver ákvörðun
Ernests yrði. Gekk nú alt sinn vanagang
nokkra daga, svo það lá við að eg færi að
halda að atburðurinn nóttina sælu hefði
verið illur draumur frekar en raunveruleiki.
Hr. Schmidt var jafnan stiltur og hæg-
látur; hann var mér góður og nærgætinn.
Það var helzt þegar trúmál bar á góma, að
hann var skrafhreyfinn og til með að láta
skoðanir sínar í ljós á þeim. Þess utan var
hann fáorður. Iíann sótti jafnan kirkju, og
hafði mikið álit á Koelner presti. Kona
hans kvaðst vera trúlaus og liæddist hún
oft að krkjurækni manns síns; kvað slíkt
væra barnaskap og ávana; hallmælti jafnan
Koelner presti og var illa við hann.
“Sá maður er nú helzt til tungulangur,”
sagði hún einu sinni. “Þessvegna held eg
helzt að hann bíti hana einhvemtíma í
tvent.”
“Prestinum líkar illa hvernig Nazist-
arnir fara með Gyðinga, og hefir orði á því
við hina prestana,” sagði Minna mér síðar,
þegar eg spurði hana hvernig stæði á þessari
andúð frú Schmidt gagnvart séra Koelner.
Mér fanst það líkara draum en raun-
veraleika að heyra last og níð um þá menn,
sem voru boðberar þeirrar trúar, sem eg
var alin upp við og virti, og að lieyra alt að
því ósvífnslegar árásir gerðar á trúna.
En þá mintist eg þeirra orða, sem séra
Koelner sagði við mig: “Þessi vitfirring
líður hjá.”
“Séra Koelner er búinn að vera fjar-
verandi æði lengi, eða er ekki svo?” spurði
eg-
“ Jú, liann er maður mjög vinsæll meðal
safnaðarfólks síns. Jafnvel Nazistar geta
ekki að honum fundið; það gerir framganga
lians í veraldarstríðinu mikla. Þar særðist
hann og lá á sjúkrahúsi nær heilt ár,” var
mér sagt.
Eitthvað um viku síðar var fólki kunn-
gjört, að Hitler mundi halda ræðu í Maun-
burg. Við það varð, svo að segja, alt í háa
lofti í borginni Flögg með hakakross-merk-
inu í miðju voru á hverri stöng; myndir af
Hitler í ótal gluggum. Bókabúðir allar troð-
fullar af bókum og Ibæklingum Nazista.
“Storm”-herdeildir gengu hermannagöngu
um stiætin og sungu Horst "VVessel söng-
inn, en það var einkasöngur Nazista. Marja
litla lilustaði á sönginn, og fór að klappa
samn litlu lófunum. Þegar eg sá það, fór
um mig kuldahrollur, því viðkvæðið í þessum
söng hermanna Hitlers, sem sunginn var svo
ofsalega, að glumdi um alt, var þannig:
“Þeim mun meira Gyðingablóð, sem undan
hnífsegginni flýtur, þeim mun betra.”
Mér óaði við að hugsa til að Marja litla
ætti að alast upp við ást á öðru eins kvæði
og þessu. Þó voru andlit margra þeirra,
sem eg sá á strætinu mikið fremur góðmann-
leg, og virtist það fólk að svip og útliti öllu
vera gott, heiðarlegt og friðsamt. Hvernig
átti nú að samrýma þetta?
Það var þá helzt að reyna að skilja í
þessum mismun á þann veg, að það væri hin
yngri karlmanna-kvnslóð landsins .— her-
mennirnir, sem um strætin fóru, — sem búið
var að fylla eldmóði stríðslöngunar, valda-
græðgi, hetjudýrkunar, hernaðar, hernaðar-
glæsimensku og ekki sízt Gvðinga-hatri, sem
kom fram í þessum háværa grimdar-söng
þeirra, sem saminn hafði verið við þetta
blóðþorsta-ljóð. Það var þessi flokkur
manna, sem hrópaði af miklum móði: “Hitler
heldur hér málfund í dag!” voru Nazistarn-
ir, þessi óreyndu, flasfengnu ungmenni,
bráðsólgnir í herdýrðina, og ekki síður sólgn-
ir í gjafir þær og dagsdagleg hlunnindi, sem
forráðamenn Nazistaflokksins veittu þeim.
í þessum ungmennaflokk var aðalkraft-
ur Nazista. Það voru fleiri þúsundir af
]>eim í hverri borg í landinu. Það voru vel
æfðar herdeildir. Upp á hverju gat ekki sá
maður tekið, sem yfirráð hafði yfir slíkum
mannafla, — ekki sízt þegar hann kvaðst
vera leiðtogi ])jðar, sem liefði verið kúguð
og kvalin fyrir að hún beið ósigur í stríði,
og af henni teknar nýlendur hennar?
En á sumu af fólkinu, — sem eg sá að
var góðmannlegt á svip — liafði eg trú.
Það voru þeir ekta Þjóðverjar, að upplagi
og eðli. Þeim gat hver amerískur einstakl-
ingur, eins og eg var, treyst. Sá þjóðar-
dráttur, sem í þeim lá, mundi kannske yfir-
gnæfa með tímanum þessar lítt skiljanlegu
stefnur liinna, enda þó þeir væru líka irinan
vébanda ættjarðarinnar.
Þegar eg kom heim, var Ernest að tala
við frú Schmidt um undirbúning undir komu
Hitlers. 1 þetta sinn var talið eingöngai um
})ann málfund. Hr. Sohmidt tók þar nokk-
urn þátt í, en ekki mikinn, né af nókkrum
áhuga. 1 augum hans var djúp hrygð. Aum-
ingja maðurinn! Ef hann hefði verið hjá
mér í uppgöngunni í myrkrinu um nóttina,
og séð hvernig kona hans faðmaði son lians
að sér!
En eg reyndi af ýtrasta megni, að hrinda
frá mér allri umhugsun um þá andstyggilegu
nótt. Eg sá ekki hina minstu breytingu á
Ernest; heldur var sem hann væri aftur að
verða sami ástríki unnustinn og hann var í
Chicago. Hann var aftur orðinn léttari í
lund, ánægðari með lífskjör sín. Af alhug
bað eg að það yrði varanlegt, svo úrræði
þau, sem eg varð að grípa til, fyr eða síðar,
til a vernda sambúð og samband okkar, kæmi
að varanlegum og tilætluðum notum. Þau
óyndis-tilfelli bæði vora full-ísjárverð, og nóg
búin að kvelja mig.
Að morgni þess sama dags og málfund-
urinn átti að vera, var afráðið að við færum
öll að hlusta á Leiðtogann. Þennan sama
morgun fann eg konuna, sem við leigðum
hjá. Hún kom til að finna einhvern, sem
einnig leigði hjá henni.- Eg sá að hún var
Gyðingaættar. Hún var fölleit og grann-
vaxin, og var sem raunir og áhyggjur hefði
rist rúnir á enni hennar og yfirbragð. Hun
brosti vinsamlega þegar liún sá mig.
“Ert þú ekki liin ameríska frú?” spurði
hún, með fremur seinum og liægum fram-
burði á orðunum.
“Jú, eg er liin ameríska frú,” svaraði
eg og brosti einnig.
“Eg á heima skamt hér frá,” sagði hún.
“Eg vil bjóða þér að heimsækja mig, og
drekka lijá mér kaffi. Eg vona að þú komn'
áður en langt um líður.”
Eg þakkaði henni fyrir boðið. “Ame-
ríka,” sagði hún svo, “það er víst stærðaf;
land, eða er það ekki ? Eg átti einu sinni
kost á að fara þangað — ” nú andvarpaði
hún. “Eg sé nú eftir að eg skyldi ekki—”
Auðsjáanlegt var, að háttprýði gekk
henni til, að fara ekki út í tal um þjóðernis-
mál. Eg var rétt að byrja á að tala um
eitthvað, daginn og veginn, þegar eg varð
þess vör, að frú Engel horfði á okkur. Þa
kvaddi húsleigjandinn mig, og fór inn í
húsið. Frú Engel horfði enn á mig með
reiðisvip.
“Þýzkt kvenfólk kveður ekki Gyðinga
með vinsemd.”
“Frú Engel, eg fer þangað sem mér
sýnist, og eg synja engum viðmótsgóðum
viðtals,” sagði eg. Þá varð hún eldrauð í
andliti, um leið og hún fór; heyrði eg að hún
tautaði eitthvað fyrir munni sér. Aðeins
þrjú orð gat eg heyrt — “þig mun iðra — ”
Eg var í þann veginn að svara, en stilti
mig þó. Eg varð að fara varlega vegna
afstöðu minnar við Ernest, og vegna barn-
anna okkar, — umfram alt að varast að
gera eða segja nokkuð, sem gæti orðið vopn
í liöndum frú Schmidt á mig.
Þetta kveld heyrði eg Hitler flytja ræðu
í Turnhalle, hinu mesta stórhýsi í Maun-
burg. Eg sá á ræðupallinum heldur lítil-
mótlegan mann með harlokk lafandi ofan á
ennið, og ofboðlitla “Chaplin” skegg-nobbu
sinn hvoru megin á efri vör, sem voru lilægi-
legir. En þegar hann hóf upp hönd sína, og
fór að tala, þá var sem eg lirykki við, ósjálf-
rátt, sem snöggvast; livernig á þessu stóð,
get eg ekki sagt; hvort það hefir staðið í
sambandi við fólkið í kringum mig eða ekki,
en þegar eg leit á það, þá var það orðið frá
sér numið, svo vart var því sjálfrátt. Hver
dráttur í hverju andliti var strengdur, af
einhverjum eftirvæntingar-ósköpum; það
stóðu í því augnn, er það þrá-starði á hinn
dökk-klædda mann á ræðupallinum.
“Heimurinn hefir egnt okkur — Frakk-
ar hafa auðmýkt okkur — allar okkar þján-
ingar eru Gyðingunum að kenna —” sagði
hann.
Nú fanst mér losnað eitthvert álaga-
farg. Eg heyrði ógang á ræðupallinum, sem
bnga þýðingu hafði.
“—Bandaríkjamenn eru auðvaldssinnar,
sem vilja troða hina þýzku þjóð sem lengst
niður í duftið, meir og meir. Englendingar
eru líkir þeim — Ameríka og England hatar
yður,” liélt Hitler áfram.
Eg mintist nú glaðværa, þýzka fólksins í
Chicago, mundi hve eðlilegt og ánægjulegt líf
])ess virtist vera, meðal liinna annára Ame-
ríkumanna. Var Hitler nokkur alvara þegar
hann sagði þetta?
Enginn í þessum stóra sal efaðist um
það. Fólkið virtist vera í leiðslu.
Eg leit á Ernest. Hánn hafði verið í
Ameríku. Hann þekti lífið þar, og fólkið;
en hann sat eins og væri hann stífur frá
hvirfli til ilja, grimdarlegur á svip, af að
gegnumganga hugarfarslega kvalræðið, sem
Hitler var að útmála.
Nú var Hitler að ljúka við ræðu sína —
“Það eru mínar hugsjónir, sem í dag hafa
orðið ykkar hugsjónir. Þær era bygðar á
“Storm”-herd,eihlum mínum, flokksmerkj-
um mínum, flaggi mínu.” Hann kvaðst
mundi frelsa Þýzkaland; þess yrði ekki
langt að bíða. Fólk þyrfti ekki annað en
bindast sér — þá yrði engin meiri kúgun,
ekkert Gyðingaharðstjórnar-vald framar!
Nú kom mér til hugar manntalsskýrsla
ein, sem eg þá nýlega hafði séð og lesið. Af
henni sá eg, að það voru sextíu miljónir
manna á Þýzkalandi, en þar voru aðeins sex
hupdruð þúsund Gyðingar.
Eftir því, sem Leiðtogi þessi sagði þá
voru sextíu miljónir manna liræddir við sex
hundruð þúsund Gyðinga!
Þetta lilaut'að vera hin mesta bábilja —
annað var ekki sýnilegt. Samt lirópaði alt
fólkið “Heil! Heil! Sumir tóku að gráta.
Allir vildu lúta boði hans og banni.
Svo var þessum málfundi slitið. Framan
við stórliýsið hnappaðist fólkið saman til að
tala um ræðu Hitlers. Einhver sagði:
“Frelsi.” Þá grenjaði einhver nærri honum
upp yfir sig: “Frelsi! Yið hrækjum á
frelsið!” Þá fór hrollur um mig alla.