Lögberg - 31.10.1940, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1940
3
legt, er við ætluðum að matreiða
handa okkur, þá kom þýzkt lið
að okkur óvörum.
Við rukum út úr húsinu og
lögðumst í skotstöðu i fönnina
uppi i brekku. Nú hófst hin
harðasta viðureign, er stóð í
5—6 klukkustundir. Kúlnaregn-
ið um okkur var ægilegt. Einu
sinni þaut kúla rétt yfir nefinu
á mér. önnur tók sundur húfu-
skygnið mitt. Sá, sem næstur
inér var í fönninni, fékk þrjú
sár. Hann varð eftir. Hvort
hann dó þarna, ellegar hvað um
hann varð vissi eg ekki.
Það gerist svo margt í svona
viðureign, sem ekki er hægt að
gera sér grein fyrir.
En okkur var öllum ljóst að
við urðum að halda velli hvað
sem það kostaði. Þarna gátum
við stöðvað framrás Þjóðverj-
anna. Kæmust þeir lengra eftir
vegi þeim, er þeir voru á, þá
var meginstyrkur sveitar okkar
og margt annara hermanna inni-
króað.
Bíll stóð með farangri okkar
fvrir utan kaupfélagsbúðina.
Þar var bakpokinn minn með
öllu «þvi, sem eg hafði tekið með
mér að sunnan. Sprengja kom
i bílinn. Ekkert varð eftir af
honum. Og eg geri ráð fyrir,
að vöruskemman þarna hafi
eyðilagst áður en lauk, með öllu
því sem var. Þar voru vörur
fyrir tugi ef ekki hundruð þús-
unda.
Loks er liðið var að kvöldi
var Hð okkar, sem sunnar var
komið, úr hættu. Nú þurftum
við ekki lengur að standa á móti
framrás Þjóðverja eftir þessum
vegi, er við höfðum varið. En
nú var að komast sjálfir leiðar
sinnar. Við hlupum einn og
einn upp úr skotvörn okkar. Það
var þá ekki nema einn og einn,
sem féll fyrir skotuin Þjóðverja.
Annars mátti búast við, ef við
stæðum upp allir í einu, að vél-
byssur þeirra eyddu öllum hópn-
um.
Eg slapp með kúlu í fótinn
og komst leiðar minnar með
hana. En nú varð eg óvígfær
og fór á spítala í Mo.
Á spitala.
Daginn eftir var 17. maí, þjóð-
hátiðardagur Norðmanna. Þann
dag voru nokkrir Norðmenn
jarðaðir í Mo, er fallið höfðu þar
í nágrenninu. Veður var gott
þann dag. Við heyrðum klukkna-
hringingarnar inn um opna
gluggana. Hjúkrunarkonurnar
framreiddu okkur kaffi með
kökum og borðin voru skreytt
norskum fánum.
Við vorum á sömu stofu ís-
lenzki félagi minn og eg. Þar
voru lika enskir hermenn særðir.
Jafnvel Þjóðverjar voru þarna
á spítalanum. Við rimpuðum
þá saman, ef við náðum til
þeirra. Það voru flugmenn úr
þýzkum flugvélum, er skotnar
höfðu verið niður.
íslendingnum leið bærilega.
Hann var fluttur þann dag til
Bodö. Böntgenmynd var þar
tekin af honum. Kúlan hafði
smogið bak við lungað og sat
þar. Ekki gerlegt að reyna að
nú henni.
Flúði á öðrum fæti.
Daginn eftir tóku Þjóðverjar
Mo. Við vorum þrír á spitalan-
Um svo ferðafærir, að við treyst-
Um okkur til að flýja áður en
Þjóðverjar náðu spítalanum á
sitt vald. Við vorum allir særð-
ir á fæti, og gátum ekki stigið
nema i annan fótinn. En við
komumst í bil og ókum til
Fauske.
Fauske er lítið kauptún. fbú-
arnir munu hafa verið um eitt
þúsund. Þar er spítali. Spitalinn
stóð litinn spöl utan við þorpið.
Við fórum á þenna spitala. Eg
Var rólfær næstu daga og gat
hjálpað til við sjúkraflutninga.
Meðan eg var þarna á spital-
anum lögðu Þjóðverjar Fauske
i rústir.
Sex sprengjum var varpað þar
biður. Þrjár þeirra komu í
miðja húsaþyrpinguna. Það var
nóg. Bærinn brann allur; 5
manns biðu bana, 2 konur og 2
börn og einn hermaður.
En spítalinn slapp. Þrem
sprengjuin var varpað niður, er
komu nálægt spítalanum. Okkur
fanst að þeim hafi verið ætlað
þangað. En þessar sprengjur
gerðu ekki annað en róta upp
vellinum kringum sjúkrahúsið.
Skothríð á sjúklinga.
Siðan hélt eg til Bodö. Þar
var eg þegar Bodö var eytt. Sé
nokkurntíma nokkuð til, sem
heitið gæti helvíti á jörðu, þá
var það í Bodö, daginn sem hær-
inn var lagður i rústir. Það
stóð yfir i 6 klukkustundir.
Mér dettur ekki í hug að lýsa
því, sem fyrir mig bar. Og þó
var það bót í móli, hve lítið
hver einstakur gat Séð og vitað
af því þar sem gerðist.
Eg var þar á spitalanum, en
orðinn sæmilega ferðafær. Spital-
inn var eins vel merktur með
rauðum krossum og frekast gat
verið. Maður sá ekki betur en
að hann væri sérstakur skot-
spónn. 13 sprengjur komu niður
á spítalalóðina.
Tvær sprengjur hittu sjúkra-
húsið. Þær komu sín í hvert
horn byggingarinnar. Eldsprengj-
ur komu niður i þakið. Húsið
fór brátt að loga. Sjúklingarnir
sem voru ósjálfbjarga, voru
bornir út á völlinn umhverfis
spítalann. En flugmenn flugu
þar lágt yfir og skutu úr vélbyss-
um á hið ósjálfbjarga fólk.
Hefði eg ekki upplifað sitt af
hverju áður, hefði eg getað orðið
ærður. En hér var ekki um
annað að gera en ganga að
björgunarstarfinu með köldu
blóði, Oig láta hvorki sprenging-
ar, flugvélahvin, skothríð, eld-
blossa, reykjarsvælu eða óp
særðra manna örvinglaðra eða
deyjandi, á sig fá, þvi í hernaði
lærir maður að gleyma sjálfum
sér, láta sér á sama standa hvort
maður drepst þetta augnablikið
eða hitt, eða á sér kannske langt
líf fyrir höndum. Styrjöld getur
lika kent manni að þykja ekki
eins vænt um lífið og áður.
Rétt er að geta þess að end-
ingu, að áður en eg fór frá
Godö, sá eg hinn islenzka fé-
laga\minn með herdeild eina á
gangi. En eg gat ekki náð tali
af honum. Þar var hann aftur
kominn á kreik með sína byssu-
kúlu i brjóstinu.
—Morgunbl. 22. ág.
2048 bílar á Islandi
árið sem leið
Alls voru til á öllu landinu
2048 bílar 1. júlí 1939, segir í
síðustu Hagtíðindum.
Af þeim voru 936 fólksbflar
og 1112 vörubílar. Meira en
helmingur bilanna, eða 1108
voru í Reykjavik, 660 fólksbilar
og 448 vörubílar. Auk þess voru
101 mótorhjól, þar af 49 í
Reykjavik og 19 á Akureyri.
Af fólksbílunum voru lang-
flesfir Fordbilar, eða 202, þá
Chevrolet 142 og Studebaker 103.
Af öðrum tegundum var mikið
færra, en alls voru tegundirnar
51.
Af vörubílunum voru einnig
flestir Fordbilar, eða 436, þá
Chevrolet 375 og Studehaker 43.
Alls voru tegundirnar 39.
Bílunum fjölgaði árið 1939 um
39 frá næsta ári á undan, eða
um 2%. Af fjölguninni voru 3
fólksbilar og 36 vörubilar.
Af fólksbilum voru 139 al-
menningsbilar, en svo eru þeir
bílar nefndir, sem hafa fleiri
sæti en sex. Almenningsbílarn-
ir voru 51 Chevrolet, 38 Stude-
baker og 30 Ford. 117 vöru-
bílar höfðu fleiri en eitt sæti
fyrir farþega og voru þvi jafn-
framt notaðir til farþegaflutn-
inga. Af þeim voru 41 Chevrolet
og 30 Fordbílar.
—Morgunbl. 15. ág.
Kirkjan og álríðið
Á a 11 s he r j arkirkjuþinginu
mikla i Oxford var samin og
send út um kristnina samþykt
sú um afstöðu kirkjunnar til
styrjaldar, er hér fer á eftir.
Vér finnum vel, hve þetta mál
krefst sterkra átaka og hve alt
það, sem vér höfum fram að
færa, er þróttlitið . . . Það er
aðalhlutverk vort að finna rætur
meinsins og benda á bótina við
þvi.
I' þessum efnuin verður undir-
staðan að vera sú, að vér kristnir
menn erum eitt samfélag, Una
sancta. Allir kristnir menn játa
trú sína á einn drottin, er gjörir
til þeirra þess háttar kröfur, sem
öllum öðrum kröfum eru æðri.
Hér er það æðsta skylda kirkj-
unnar að vera kirkja í raun og
veru, eining, sem ristir dýpra en
allur munur á kynflokkum og
þjóðum.
Stríð er eitt einkennið á þeirri
veröld, sem boða skal fagnaðar-
erindi hjálpræðisins, veröld, sem
ber vitni um ægivald syndarinn-
ar og uppreisn gegn réttlæti
Guðs, er birtist í Jesú Kristi og
honum krossfestum. Engin vörn
fvrir stríði má dvlja þessa stað-
reynd eða gjöra lítið úr henni . .
i
Spurningin um það, hvað sé
vilji Guðs, getur leitt kristna
menn í mikinn vanda, þegar
þjóð þeirra á í stríði. Þar koma
einkum til greina tvær skoðanir.
önnur sú, að striðunum verði
útrýmt fyrir kraft Guðs, sem
veitir mönnum um aldirnar trú-
arþroska og siðgæðisþroska;
frjáls vilji þeirra taki að lyktum
í taumana. Hin er sú, að mað-
urinn sé feldur svo í fjötra
syndarinnar í þessum spilta
heimi, að stríðin verði fyrst af-
numin við endurkomu Krists i
dýrð.
Þessar skoðanir birtast í raun-
inni í þrennskonar afstöðu
manna.
1. Sumir ætla, að stríð, eink-
um í nútimamynd, sé æfinlega
synd — afneitun á kærleikseðli
Guðs, hjálpræði krossins og
samfélagi heilags anda, stríð sé
altaf til tjóns en einskis gagns.
Því aðeins geti kirkjan endur-
fætt þjóðirnar og hafið þær á
hærra stig, að hún vinni gegn
stríðum undir öllum kringum-
stæðum. Þessir menn hljóta því
að skorast undan því að fara í
stríð og hvetja aðra að fara að
dæmi sínu.
2. Aðrir geta aðeins hugsað
sér að taka þátt í réttlátri styrj-
öld, en dómar þeirra eru mis-
jafnir um það, hvað sé réttlát
styrjöld.
(a) Sumir telja, að kristnum
mönnum leyfist aðeins að taka
þátt í stríðum, sem megi rétt-
læta samkvæmt alþjóða lögum.
Þeir álíta, að Guð hafi lagt rík-
inu þá skyldu á herðar í þess-
um svnduga heimi að beita valdi,
þegar háski sé búinn lögum og
reglu. Stríðum gegn þeim, er
rjúfi alþjóða samþyktir og sátt-
mála. megi Hkja við lögreglu ráð-
stafanir, ogl því séu kristnir
menn skyldir til að fara í þau.
En hinsvegar hafi ríkið engan
réft til þess að knýja nokkurn
inann lit í ranglátt stríð . . .
(b) Aðrir ætla, að það sé
“réttlát stríð,” sem háð er til
þess að verja þá, er ráðist er á
ranglega, eða trvggja kúguðum
frelsi. Þeir telja það skyldu
kristinna manna að gripa til
vopna, þegar öll önnur ráð
bregðast. Þeir skírskota til dóms
samvizkunnar f jíeim efnum.
Þótt kristnir menn eigi að vera
fúsir til þess að vera sjálfir
píslarvottar, þá megi þeir ekki
hrinda öðrum út í það með því
að neita þeim um stuðning.
3. Aðrir líta svo á, að engin
friðarviðleitni fái stöðvað strið
á jörðu, þótt ðllum sé skylt að
sinna henni. Guð hafi sett ríkið
til þess að halda uppi lögum og
rétti, og því sé hver kristinn
maður skyldur til að styðja það
eftir megni. Þar af leiðandi
megi hann gripa til vopna fyrir
land sitt, og því aðeins neita her-
skyldu, að hann viti með vissu,
að ríki hans hafi rangt fyrir sér,
hefji t. d. árásarstríð.
Vér viljum ekki halda þvi
fram, að nokkur þessi afstaða
sé eina rétta kristilega afstaðan.
kirkjan verður að leggja áherzlu
á það, að alt þetta fálm sé vottur
um syndina, sem börn hennar
séu flækt í. Hún má ekki friða
sig ineð þeirri hugsun, að þessi
mismunur hljóti að haldast,
heldur verður hún að gjöra alt,
sem í hennar valdi stendur, til
jiess að levsa lir þessu vanda-
máli. Þeir, sem hafa misjafnar
skoðanir, verða að koma saman
og leitast við að læra hverir af
öðrum að skilja vilja Guðs, eins
og hann birtist i Jesú Kristi.
Kirkjan verður að viðurkenna
það, að börn hennar eru einnig
kölluð til þess að vera þegnar
ríkis, og að fyrir þvi getur' orðið
skylduárekstur/ en jafnframt
verður hún að veita hjálp til
þess að koma auga á vilja Guðs
og virða sannfæringu og sam-
vizku hvers manns, hvort sem
hann telur sér skvlt að taka þátt
í striði eða ekki.
Kirkjan verður að hvetja börn
sin til þess að kannast við þá
sök, er þau eigi á striði og að
hernaðarandinn skuli haldast
með þjóðunum. Þrátt fyrir
friðarviðleitni kirkjunnar, hafa
hvorki prestar né leikmenn gjört
það, sem þeir hefðu átt að gjöra,
til þess að eyða orsökum striða
með þvi að andmæla ráðstöfun-
um, sem hafa leitt til stríðs, og
tala af mikilli djörfung máli
sannleikans á stríðstímum. Jafn-
framt verður kirkjan að hvetja
öll börn sin til þess að varð-
veita einingu andans í bandi
friðarins og varast að sá því
sæði, sem ófriður getur sprottið
af.
Kirkjan þarf að minna börn
sin á það, að skoðunin um ó-
skorað fullveldi ríkisins eða
þjóðarinnar, hvort heldur er á
friðartimum eða ófriðar, fær
ekki samrýmst trú kirkjunnar
á Jesú Krist sem hinn eina drott-
in, og má því engan veginn ráða
úrslitum. Það er skylda kirkj-
unnar að vinna þeirri þjóð, sem
hún starfar meðal, en mesta
gagnið vinnur hún henni með
þvi að vera sjálf trú og hlýðin
drotni sínum og hafa fagnaðar-
erindi hans fyrir mælikvarða á
þjóðmálin og stjórnmálin.
Kirkjan, sem játar trú sina á
hjálpræðið fyrir Jesú Krist, lítur
hvern mann þeim augum, að
hann sé “bróðirinn, sem Kristur
dó fyrir.” Hún á þvi ekki aðeins
á friðartímum eða ófriðar að
biðja fyrir þjóðinni, sem hún
starfar hjá, heldur einnig fyrir
féndúm hennar. Ef kristnir
menn í löndum, sem eiga i ó-
friði innbyrðis, vilja biðja í
anda Krists, þá munu þeir ekki
biðja hverir gegn öðrum. Kirkjan
á í orði, verkum og sakrament-
um að bera vitni um það, að
Guðs riki sé veruleiki hátt yfir
þjóðaheiminum. Hún á að
kenna og hlýða orði drottins
sins: Elskið óvini yðar.
Á. K. þýddi.
—Kirkjuritið.
wmjmmm
Thorlakson & Baldwin
699 SARGENT
Sw íví
Ölöf Jónsdóttir Johnson
Fædd 25. desember 1863
Dáin 15. október, 1940
ólöf var fædd að Ytra-Kross-
nesi í Skagafjarðarsýslu. For-
eldrar hennar voru þau hjónin
Jón Jónsson og ólöf Þorsteins-
dóttir; misti ólöf foreldra sína
á unga aldri, og ólst upp eftir
það hjá hjónunum Jóni Guð-
mundssyni og Maríu á Silfrún-
arstöðum í Skagafirði. ólöf
fluttist til Canada um árið 1891
og staðnæmdist við Lundar i
Manitoba. Árið 1893, þ. 10. júlí
giftist hún eftirlifandi manni
sínum, Árna Jónssyni, fluttust
þau þá til Big Point vestan
Manitobavatns, og færði sig það-
an eftir stutta dvöl til Marsh-
land-bygðar, sem er nokkuð
vestar frá vatninu — árið 1901.
Bjuggu þau við allgóð efni þar til
þau brugðu búi og settust að í
Langruth, þar sem þau hafa
dvalið síðan.
Börn þeirra hjóna eru: Anna,
gift Thom. George í Gladstone,
Man., og uppeldisbörn, Helgi
Nordal i Winnipeg, giftur konu
af enskum ættum; Þorbjörg,
gift Agli Anderson í Chicago, og
Sigurborg, Mrs. Albert Evans,
i Winnipeg.
Systkini ólafar voru þau Sig-
ríður, Kristbjörg og ólafur, öll
á íslandi.
Þau Árni og ólöf reyndu örð-
ugleika frumbýlingsáranna og
tókst að sigrast á þeim með
framsýni, atorku og reglusemi,
var hin bezta umgengni utan
húss og innan; gestrisin voru þau
hjón og tóku öllum með opnum
örmum, sem bar þar að garði.
Fáar húsmæður munu hafa
sýnt prýðilegri umgengni á
heimili sínu en ólöf; mun það
sanni næst, að þar var hver
hlutur á sinum stað og hentug-
lega fyrir komið. Hún bar við-
kvæma lund og tók sárt til allra
þeirra, sem bágt áttu, og vildi
liðsinna þeim eftir megni.
Hún var heilsteypt í öllu og
trygglynd með afbrigðum, og bar
húsmóðurlega umhyggju fyrir
heimili sínu og skyldmennum.
Drjúgan, þátt áttu þau hjón í
safnaðarmálum og öðrum vel-
ferðarmálum bygðarinnar; inunu
menn muna atbeina þeirra lengi,
og sameiginlega mannkosti.
Söknuður ríkir nú meðal ást-
vina ólafar, en “aldrei mætzt í
síðsta sinn, sannir Jesú vinir fá.”
Það er allra rauna bótin.
Blessuð verið minning hennar.
S. S. C.
Skoti nokkur kom að konu
sinni i faðmi annars manns. Um
leið og hann dró upp skamm-
byssuna sagði hann :
“Stattu fyrir aftan elskhuga
þinn, falshundurinn þinn. Eg
ætla að skjóta ykkur bæði.”
—Morgunbl.
BORGIÐ
LÖGBERG
Innköllunar-menn
LÖGBERGS
Amarantli, Man..........B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota.........B. S. Thorvardson
Árborg, Man.................Elías Elíasson
Árnes, Man..............Sumarliði Kárdal
Baldur, Man...................O. Anderson
Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðf jörð
Bellingliam, Wasli......Arni Símonarson
Blaine, Wash............Ami Símonarson
Brown, Man......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson
Cypress River, Man.....................O. Anderson
Dafoe, Sask.............J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Páll B. Olafson
Edmonton ...........-...................
Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........................
Garðar, N. Dakota.........Páll B. Olafson
Gerald, Sask...........*.......C. Paulson
Geysir, Man................Elías Elíasson
Gimli, Man. .................O. N. Kárdal
Glenboro, Man.................O. Anderson
Hallson, N. Dakota ........Páll B. Olafson
Hayland, P.O., Man....Magnús Jóhannesson
Iíecla, Man........................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota ...........John Norman
Hnausa, Man................Elías Elíasson
Husavick, Man................O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn................... B. Jones
Kandahar, Sask............J. G. Stephanson
Langruth, Man.........................John Valdimarson
Leslie, Sask.................Jón Ölafsson
Lundar, Man..................Dan. Lindal
Markerville, Alta............ O. Sigurdson
Minneota, Minn..................-B. Jones
Mountain, N. Dakota........Páll B. Olafson
Mozart, Sask.............................
Oakview, Man...............
Otto, Man....................Dan. Lindal
Point Roberts, Wash..........S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta..........................O. Sigurdson
Reykjavík, Man. ............. Árni Paulson
Riverton, Man.......................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash................J. J. Middal
Selkirk, Man..........................Th. Thorsteinsson
Siglunes P. O., Man.....Magnús Jóhannesson
Silver Bav, Man..........
Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...........J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man.........................Eílías Elíasson
Vogar, Man.............Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach, Man..........O. N. Kárdal
Wvnvard, Sask............J. G. Stephanson