Lögberg - 31.10.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.10.1940, Blaðsíða 4
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1940 ------------Högberg------------------------ GefiB út hvern íimtudag af TiLE tOLUMBIA PKEíiS, IjIMITKD BU5 Sar^ent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOK LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3 00 um árið — Borgist fyrirfram The •L.ögberg’' is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ormagna í duftinu Svo má segja að Spánn og Frakkland liggi örmagna í duftinu, og horfist í augu við hverskonar andstreymi; Spánn vegna borgarastyrjaldarinnar, en Frakkland vegna leifturstríðsins, er með furðulegum hætti kom því á skömmum tíma á kné; og þó vitað sé að þjóðir þessar hafi naumast málungi matar, lætur Hitler sér það ekki fyrir brjósti brenna, að kúga þær, að minsta kosti í orði kveðnu, til fylgis við sig, og nota þær sem auglýsingabeitu í þágu hinnar andstyggilegu áróðursstarfsemi sinnar; þá má svo sem finna minna grand í mat sínum en það, en geta hampað framan í heiminn tveim þjóð- um með langa menningarsögu að baki, er bæzt hafi í hóp hinna trúuðu, og svarið hinu nýja Evrópu-skipuíagi hollustu. Af fregnum, sem verið hafa að berast frá Spáni og Frakklandi upp á síðkastið, má það glögglega ráða, hve þunglega horfist þar á um afkomu manna á meðal; verða naumast af þessu dregnar aðrar ályktanir en þær, að til hallæris geti þá og þegar dregið; veldur þar í báðum tilfellum miklu um, hið stranga siglinga og vöruflutningabann Breta, auk þess sem Hitler lætur greipar sópa um sérhver þau fríðindi, er lönd þau, sem hann hefir lagt undir hæl, höfðu til brunns að bera; hann telur til skuldar við Franco vegna aðstoðarinnar í borgarastyrjöldinni, og þó spænska þjóðin sé “visin og beinaber”, þá sé ekki óliugsandi að hafa mætti af henni einhver lítilsháttar not; ekki sízt ef til árásar kæmi á Gíbraltar-virkin; að Frakkar yrði þægir í meðförum, var vitaskuld óhjákvæmi- legt, því hún var alt annað en smáræði þakkarskuldin, sem þeir stóðu í við Hitler fyrir miljónamorðin, vopnahléið, og væntan- lega friðarsamninga! Frakkland og Spánn liggja örmagna í duftinu. Danmörk hefir verið svift frelsi sínu. Holland, Belgía, Pólland, Noregur og tjekkneska ríkið, liggja flakandi í sárum; og nú hefir Mussolini ráðist inn á Grikk- land; mannkynið hefir aldrei áður horfst í augu við önnur eins firn; þeim mun gildari ástæða til sameinaðs átaks af hálfu lýðræðis- þjóðanna unz yfir lýkur, og bundinn hefir verið endi á þenna ægilega djöfladans! Enn um líknarsamlagið Hin árlega fjársöfnun fyrir hönd líkn- arsamlags Winnipegborgar hófst síðastlið- inn mánudag, og stendur til þess 6. nóvember næstkomandi; ekki verður annað sagt, en drengilega hafi verið riðið á vaðið þó víst sé, að sameinaðra átaka verði þörf unz tak- markinu er náð; það er oss öllum brennandi metnaðarmál, að giftusamlega takist til um borgaraleg samtök vor á meðal í þessu efni; skyldur vorar við samfélagið eru margar, og miklar eru þær fórnir, sem hinir ungu sam- borgarar vorir inna um þessar mundir af hendi austan við hið breiða haf í þágu frelsismála mannkynsins. Og hvað eru hin- ar fjárhagslegu fórnir, ef þær þá geta kall- ast því nafni, borið saman við fórnina mestu, fórn lífsins sjálfsf Nú er sumarið gengið um garð; skógur- inn hefir felt fjaðrir og blaðrúnar eikur bíða vetrar; ekki ósvipað þessu er ásigkomulag ýmsra gamalmenna, er dagað hefir uppi og enga eiga að; þau eiga heimting á aðhlynn- ing, og það eiga ekki síður börnin munaðar- iausu, er svift hafa verið móðurlegri og föðurlegri forsjá. Líknarsamlag Winnipeg- borgar hefir í mörg horn að líta; hvorki meira né minna en tuttugu og sex mannúðar- stofnanir styðjast við starfsemi þess; hér er einungis um það að ræða, að inna af hendi sjálfsagðar, borgarlegar skyldur, og annað ekki, þar sem enginn má skerast úr leik. Freklega þrettán hundruð sjálfboðar, konur og menn, eru nú á ferð ujn bæinn í fjársöfnunaiierindum vegna líknarsamlags- ins; allur þessi herskari er í yðar þjónustu endurgjaldslaust; látið engan bónleiðan fara frá heimili yðar eða vinnustöð! Ekki myrkur í máli Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mr. Curdell Hull, flutti ræðu á laugardaginn var, er óhjákvæmilega hlaut að vekja víð- tæka athygli; þó ekki einasta vegna þess hve ítarlega hún glöggvaði afstöðu þjóðarinnar til heimsdrotnunar hugmynda þeirra Musso- lini og Hitlers, heldur og jafnframt með hlið- sjón af því, hve Mr. Hull var berorður um landránsstefnu einveldisherranna, og hver háski myndi af henni stafa um langa fram- tíð, ef hún í yfirstandandi styrjöld gengi sigrandi af hólmi; yrði þar hvorki meira né minna en um gagngerða, menningarlega mvrkvun að ræða, er engan gæti órað fyrir hvenær kynni að verða létt af. Mr. Hul! kvað sér aldrei hafa dulist hvert stefndi í þessu efni; en hitt hefði jafnan valdið sér undrunar, hve áróðursstarfsemin hefði náð sér niðri, og blekt til fylgis við sig hóp manna og kvenna í vesturálfu heims, þar áem ætla hefði mátt að jarðvegurinn væri einna ómóttækilegastur fvrir útsæði af slíkri tegund. Mr. Hull er vitur og varfærinn stjórnmálamaður; hann hefir haft með höndum utanríkismál þjóðar sinnar í síðast- liðin átta ár, og komið þeim jafnan í trygga höfn, þótt oft lægi siglingaleiðin um brim og boða ; hann kvaðst þráfaldlega hafa orðið þess var, að tilraunir hefði verið til þess gerðar, að bera í bætifláka fyrir landráns- stefnuna með fölsuðum afsökunum, svo sem með því, að hina og þessa þjóðina skorti olnbogarúm; stjórn Japana hefði riðið á vaðið 1931 að því er landránsstefnuna á- hrærði; einstöku raddir hefðu ekkert fundið athugavert við það, þó Japanir réðust inn á varnarlítil lönd og þröngvuðu þeim til hlýðni; meira segja hefði tilraunir verið gerðar til afsökunar slíku athæfi vegna land- þrengsla heima fyrir; síðan hefði í raun og veru ein syndin boðið annar^heim; ein yfir- gangsaldan tekið við af annari; nú sýndist það þó naumast hugsanlegt, að nokkur maður tryði því í alvöru mikið lengur, að Hitler héldi uppi stríði vegna landþrengsla einna, eða að svo krepti að þjóð hans heima fyrir, að hún horfði fram á tortíming sakir tak- markaðs olnbogarúms; ekkert af þessu væri fvrir liendi; ásetningur einveldisherranna væri auðsjáanlega sá, að leggja undir sig allan ^heiminn vegna mikilmensku brjálæðis og sjalfsdýrkunar. Mr. Hull lauk máli sínu með því, að fullvissa lýðræðisþjóðirnar, er nú stæði í biturri baráttu upp á líf og dauða gegn ofbeldisöflum hverskonar, um allan þann efnalegan og siðferðilegan stuðning, er þjóð sín framast mætti láta af hendi rakna til fullverndar persónufrelsinu í mannheimum. ♦♦♦♦♦♦ Guðfinna frá Hömrum Það væri synd að segja, að íslenzkar konur kveddi sér ekki hljóðs á vettvangi ljóðagerðarinnar í samtíð vorri; er óþarft í þessu sambandi, “að þylja nöfnin tóm, því þjóðin mun þau annarsstaðar finna. ” En nú hasla þær sér völl, ein af annari, er svo fagurlega kveða, að þær fylla flokk hinna ljúfustu svanasöngvara vorra; af þeim skáld- konum, sem sungið hafa lengi, og náð ljóð- eyra íslenzkrar þjóðar, eru kunnastar þær Jakobína Johnson og Hulda; þær eru báðar þingeyzkar, og búa yfir auðugum tóntöfrum heimahaga sinna; hjá þeim báðum fer saman málsmildi og markviss strengjatök; að þing- eyzkar konur sé eigi útsungnar enn, sanna nýiegar ljóðaperlur Guðfinnu frá Hömrum öllu öðru betur. Hvat manna es þat? Hver er Guðfinna frá Hömrum? Vér höfum það fyrir satt, að þessi gáfaða skáldkona sé frá Hömrum í Reykjadal, hafi ung lagt stund á hljómlist og gefi sig við hljómlistarkenslu á Húsavík; þó skiftir það vitaskuld mestu máli, að hér á ferð íslenzk kona, sem yrkir eins og sá, sem vald hefir, og knýr úr ljóð- gígju sinni sjálfstæða og sigurmagnaða hljóma; ein hinna íslenzku daladætra, er drukkið hefir inn í minningaheim sinn bernskumyndir úr gamla torfbænum, sem liðinn er undir lok, og andað þeim síðar frá sér í ljóðtöfrum út í lífið; að gígja Guðfinnu frá Hömrum sé margþætt, verður ekki dregið í efa; einungis úrvaísskáld yrkja kvæði eins og “Hófatak. ” / “Þey, þey, eg heyri hófatak, er hærra á loftin dró. Um Bifröst, sem tengir himin og heim og hvelfist um land og sjó, fer ástin á drifhvítum draumafák og dauðinn á bleikum jó. Við þá, sem þannig yrkja, stendur íslenzka þjóðin í djúpri þakkarskuld. “Gott ey gömlum mönnum” Eftir dr. Guðm. Finnbogason. í landnámu er getið um mann, sem hét Glúmur Þorkelsson, er tók gamall kristni. Hann baðst fyrir at krossi: “gott ey gömlum mönnum, gott ey ærum mönn- um.” Prófessor Jón Helgason hefir fært sterk rök að því, að þetta “ey”, sem er ritað með y, sé sama orð og auja, sem kemur fyrir i dönskum rúnaristum og merkir heill, en að “ærum” sé þágufall fleirtölu af æri, sem þýðir yngri. Merking bænar- innar er þá þessi: Góða heill gömlum mönnum, góða heill yngri mönnum! Mér finst þetta fögur bæn og lýsa hlýju hugarþeli. Það er eðlilegt, að gamall maður bæði fyrst fyrir gömlu mönnunum, þvi að þeirra þarfir hafa staðið honum skýrast fyrir hugarsjón- um og til þeirra hefir hann mest fundið. En hann minnist líka yngri mannanna og felur þá lika í bænum sinum. Það er orðið lítið um útgáfu bænakvera í voru landi á síðari tímum, en ef gefið væri nú út slikt kver, vildi eg mælast til þess, að í það yrði tekin þessi gamla bæn. Hún er bæði mann- leg og kristileg. En hvað mundum vér þá hafa í huga, er vér bæðum gömlum mönnum góðra heilla? Vér get- um ekki búist við því að breyta með bænum vorum lögum nátt- úrunnar. Vér getum engu breytt um það, að ellin komi fyr eða síðar með gjafir sínar til þeirra, er ná háum aldri, og þær gjafir hafa sjaldan verið taldar góðar eða lofaðar af mönnum. Þeim er lýst í ýmsum Ellikvæðum, sem vér eigum frá fyrri öldum, en hvergi/ í styttra máli en í þessari vísu, sem eignuð er Stefáni ólafssyni i Vallanesi: Ellin að gerir hallast, aftrast fýrri kraftar, hrukkar hörundið blakka, hærur á kolli nærast, tennur taka úr munni trosnaðar að losna, dvinar dugur og ræna, dregið hold sígur að moldu. Páll ólafsson kveður svipað um ellimörkin: Fótum er þróttur þrotinn, þreytt brjóst mæðir hósti, hár og skegg er að hærast, heyrn og sýn er að dvína; farið er fyrri ára fjör úr augum snörum; án em eg orðinn vina, ellinni meir það hrellir. Þetta bíður flestra, sem ná háum aldri, eins og Jón Hallsson kveð- ur í Ellikvæði sinu frá fyrri hluta 16. aldar: Elli trú eg að engi yngismaðurinn forðast kann, lætr hún eftir honum lengi, að lyktum frá eg hún pretti hann, þó þykist mann stoltr og sterkr í limum öllum, kann hún flestum .að koma á kné, þótt kaskir sé, jafnvel konum sem köllum. Einhver átakanlegasta sagan um það, hvernig ellin kemur jafnvel hraustustu mönnum á kné, er það, sem segir frá Agli Skallagrimssyni á gamals aldri: Egill Skallagrímsson varð maðr gamall, en í elli hans gerð- isk hann þungfærr, ok glapnaði gerðisk ok fótstirðr. Egill var þá at Mosfelli með Grími ok Þórdísi. Þat var einn dag, er Egill gekk úti með vegg ok drap fæti ok fell; konur nökkurar sá þat ok hlógu at ok mæltu. “Far- inn ertu nú, Egill, með öllu, er þú fellr einn saman.” Þá segir Grimur bóndi: “Miðr hæddti konur at okkr, þá er vit várum yngri.” Þá kvað Egill. Vals hefk váfur helsis; váfallr em ek skalla; blautr erum bergis fótar borr, en hlust er þorrin. Merkingin er þessi: Eg hefi riðu í hálsinum; mér er hætt við að detta á skallann; eg er hættur að vera kvenneytur, og heyrnin er þrotin. Egill varð með öllu sjónlaus Þat var einhvern dag, að veðr var kalt um vetrinn, at Egill fór til elds at verma sig, matseljan ræddi um, at þat var undr mikit, slikr maðr sem Egill hafði verit, at hann skyldi liggja fyrir fótum þeim, svá at þær mætti eigi vinna verk sin. “Ver þú vel við,” segir Egill, “þótt ek bökumsk við eldinn ok mýkjumst vér við um rúmin.” “Statt þú upp,” segir hon, “ok gakk til rúms þins ok lát oss vinna verk vár.” Egill stóð upp ok gekk til rúms sins ok kvað. Víðan var um muninn á fyrri æfi hans, er konungur sæmdi hann gulli og hafði gaman að orðum hans, og nd, er hann hvarflaði blindur við eldinn og varð að biðja konuna að amast ekki við sér. Sagan heldur á- fram: “Þat var enn eitt sinn, er Elgill gekk til elds at verma sik, þá spurði maðr hann, hvárt honum væri kalt á fótum, ok bað hann eigi rétta of nær eldinum. “Svá skal vera,” segir Egill, “en eigi verðr mér nú hógstýrt fótunum, er ek sé eigi, ok er of daufligt sjónleysit.” Þá kvað Egill. Langt þykki mér, ligg einn saman, karl afgamall, án konungs vörnum; eigum ekkjur allkaldar tvær, en þær konur þurfa blossa. Hér er orðaleikur. Ekkja var líka kölluð “hæll.” Egill segir því að sér sé kalt á hælum. Álíka raunaleg er visan, sem Hólmgöngu-Bersi kveður í elli við Halldór fósturson sinn, son ólafs pá: Liggjum háðir í bekk saman Halldór ok ek höfum engi þrek; veldr æska þér, en elli mér, þess batnar þér en þeygi mér. I þessum tveimur smámynd- um frá elliárum þessara tveggja afreksmanna sjáum vér raunir ellinnar: annars vegar söknuð- inn yfir því, að fyrri þróttur er horfinn, hins vegar skilnings- leysi þeirra, sem hjá eru og finst gamla fólkinu ofaukið, þegar það er ekki lengur sjálfbjarga. Og þá vík eg aftur að bæninni: Gott ey gömlum mönnum. Hún getur að líkindum lítið hamlað elli- mörkunum, en á hitt kynni hún að hafa einhver áhrif, hvernig menn eru við gamla fólkið. Og böl ellinnar verður að sama skapi léttara sem gamalmennin eiga meiri samúð og skilning að mæta. Góðir menn og vitrir hafa nú að visu á öllum öldum skilið skyldurnar við gamla fólkið og gefið reglur um breytn- ina við það. f 3. Mósebók stend- ur: Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gam- almennið. Og Hávamál segja: Að hárum þul hlæ þú aldrigi, oft er gott þat er gamlir kveða. Alkunnugt er, að Spartverjar báru mikla virðingu fyrir göml- um mönnum og fræg er sagan um það, er margir spartverskir sendiherrar voru staddir í leik- húsi i Aþenuborg. Kom þá inn roskinn maður, en hvergi var sæti. Enginn Aþenungur stóð upp og bauð honum sæti, en Spartverjar spruttu allir á fætur og buðu honum sæti. Þá var klappað mikið í leikhúsinu, en einn Spartverjinn sagði: “Aþen- ingar vitá hvað rétt er, en þeir vilja ekki gera það.” Og það er eftirtektarvert, að griska orðið geraios merkir bæði gamall og æruverður og likt er um latneska orðið antiquus. Það sýnir, að menn töldu skylt að heiðra ell- ina. Eg held að það væri ekki sízti mælikvarðinn á hvert þjóðfélag, hvernig staða gamla fólksins er þar. Marmið þjóðfélagsins á að vera það, að samstilla þarfir og kjör allra þegna sinna þannig, að hver maður njóti sín sem bezt og vinni þar með að vel- gengni annara. Æskuárin eru og eiga að vera fyrst og fremst þroskaskeiðið og undirbúning- urinn undir lifið, fullorðinsárin starfsár, og elliárin hvildin að loknu aðalstarfi æfinnar. Vér mundum segja, að það þjóðfélag væri bezt, þar sem æskuárin veittu mönnum beztan þroska Iíkama og sálar, starfsárin væru bezt- notuð til þarflegra starfa og elliárin yrðu kærkomin og þolanleg hvild eftir erfiði starfs- áranna. En hér bindur hvað annað. Því betur sem æskuár- unum er varið til þroska, þvi heilladrýgri verða að jafnaði starfsárin, og elliárin fara mjög eftir þvi, hvernig æsku- og starfs- árunum hefir verið varið. Það eru gömul máltæki, að “hvað ungur nemur gamall fremur” og að “lengi man það, er ungur getur.” Og það mun vera al- menn reynsla, að þeir sem hafa einhver andleg áhugamál, sem þeir eru gagnteknir af, eldast að jafnaði betur og líður betur í ellinni, en hinum, sem hugsa litið og hafa ekki áhuga á öðru en hversdagslegum hlutum. Þvi kveður Steingrímur Thorsteins- son. Oflof valið æsku þrátt elli sæmd ei skerði: andinn getur hafist hátt, þótt höfuð lotið verði. Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum: fögur sgl er ávalt ung undir silfurhærum. En um föður Steingríms, Bjarna Thorsteinsson amtmann, sem var blindur á efri árum, kvað Matt- hías Jochumsson: En sál varð sól í sjónar-myrkri, mannvit máni, minni stjörnur: Var hans hugar-hof sem hallar-salur ljósum lýstur um lágnætti. Sem eldgneistar út úr myrkri komu bráðskörp hins blinda orð; hafði og enginn hans undirmanna skarpsýnni þrótt, skygn eða blindur. Ef við hugsum aftur til Egils Skallagrímssonar i ellinni, þá getum við rent grun í, að það hafi gert honum ellina þolan- legri, að orðspeki hans var enn söm við sig, eins og hin til- greindu orð hans og vísur sýna. Andans afl hans var óbilað, þó að honum væri ekki hógstýrt fótunum. Margir munu hafa átt þvi láni að fagna, að þekkja eitthvert gamalt fólk, karla eða konur, sem voru full af fróðleik, sögum og ljóðum, sem þeim var yndi að miðla öðrum, einkum börn- um og unglingum. Þegar börn- in sátu við hné þeirra og teyguðu fræðslu og lífsreynslu, þá var þar fegursta dæmi þess, sem ætti að vera reglan, að ellin rétti æskunni þroskaðan ávöxt hugs- unar sinnar og reynslu og lifi þannig upp æskuna á ný. Betra hlutskifti getur ellinni ekki hlotnast. En þetta getur þvi miður ekki veitst öllum gamalmönnum, og þar sem enginn veit, hver kann að verða gamall, væri það for- sjálni að láta alla menn læra i æsku eitthvað til handanna, er þeir gætu stundað í hárri elli s'éi til afþreyingar, þó að þeir jafri" vel mistu sjón og heyrn. Mest er þó um það vert, að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.