Lögberg - 21.11.1940, Page 1
PHONE 86 311
Seven Lines
*****
Co*
Service
and
Satisfaction
r':a • rfuiojj £þ
noSsjní?tI « -SJJV
53. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÖVEMBEIR, 1940
PHONE 86 311
Seven Lines
A
JO* | IK« 'Vg'Í0^
For Better
Drý Cleaning
and Laundry
Cot‘
\TrMF,B 4-7
Italski sjóflotinn sœtir hinum verstu
hrakförum; að minsta kosti tvö
orustuskip hins fyrsta flokks gerð
ónothœf; tvö beitiskip og tvær
hjálparsnekkjur úr sögunni
Aðfaranótt þess 12. yfirstand-
andi mánaðar, réðust brezk loft-
för að ítalska sjóflotanum þar
sem hann lá við festar í Taranto
höfn, og gerðu slíkan usfa, að
telja má víst, að slikt gerbreyti
hernaðarviðhorfi öllu í Miðjarð-
arhafinu; tvö hin stærstu orustu-
skip ítala urðu þannig á sig kom-
in vegna þrálátra tundursprengja,
að til þess að fyrirbyggja að þau
sykki samstundis á höfninni var
þeim siglt í strand, og það jain-
framt staðhæft af hálfu brezka
stjórnarvalda, að þau hafi með
öllu gerð verið ósjófær; sömu
útreið sættu tvö beitiskip og
tvær hjálparsnekkjur; þessa
sömu ncVtt sökti hinn brezki flug-
floti einnig þremur ítölskum
vöruflutningaskipum u n d a n
\ralona-höfn í Albaníu.
Þegar Mr. Churchill skýrði
Krupps vopnaverk-
smiðjurnar í Essen
verða fyrir stór-
skemdum af völdum
brezka loftflotans
Frá London er símað á þriðju-
daginn, að árásir hins konung-
lega, brezka loftflota á Krupps
vopnaverksmiðjurnar miklu i
Essen á Þýzkalandi, hafi orsak-
að svo gífurlegar skemdir, að
framleiðslan í verksmiðjum þess-
um hafi minkað um helming.
Þenna sama dag láta fregnir frá
London einnig þess getið, að
brezkar loftsprengjur hafi stór-
vægilega laskað þýzka skipið
Europa, þar sem það lá við
festar á höfninni í Bremen;
þetta er annað. stærsta skip
þýzka verlunarflotans, eða um
49 þúsund smálestir.
Fylkisþing kemur saman
Siðastliðinn mánudag kom
fylkisþingið í Manitoba saman til
funda, og var sett af hinum nýja
fylkisstjóra, Hon. R. F. Mc-
Williams; þetta er fyrsta þing
hinnar nýju samsteypustjórnar,
en síðasta þing núverandi kjör-
tímabils, og því jafnframt spáð,
að kosninga verði eigi langt að
bíða. í stjórnarboðskapnum lýsti
fylkisstjóri yfir, fyrir stjórnar-
innar hönd, einbeittum og sam-
einuðum átökum fylkisbúa
stríðssókn canadisku þjóðarinn-
ar viðvíkjandi; þá var og vikið
að því, að stjórninni væri það
kappsmál, að fá áliti Sirois-
nefndaritinar hrundið í fram-
kvæmd eins fljótt og því fram-
ast yrði viðkomið, jafnframt því
sem áherzla yrði á það lögð, að
knýja fram ýms önnur lagaá-
kvæði landbúnaðinum til öryggis
og viðreisnar.
Nýjustu fregnir
Ungverjaland hefir formlega
gengið i bandalag við Þýzkaland,
ftaliu og Japan; samningar í
þessa átt, voru undirskrifaðir í
Vinarborg síðastliðinn þriðjudag.
Boris Búlgaríukóngur vitjaði á
fund Hitlers á sunnudaginn var,
og er nú talið líklegt, að þess
verði eigi langt að bíða unz
Búlgaria innlimist í kúgunar-
samábyrgð Hitlers og annara ein-
ræðisherra.
neðri málstofu brezka þingsins
frá þessum glæsilegu sigurfregn-
um, ætlaði lófaklappi og fagn-
aðarlátum aldrei að linna. Flota-
málaráðherrann, Mr. Alexander,
lét þess jafnframt getið, að með
þessum nýja stórsigri Breta á
hafinu, hefði flotastyrkur ftala
rýrnað um helming.
Bretar panta stórkost-
legar matvælubirgðir
í Canada
Hon. James Gardiner land-
búnaðarráðherra, er nýlega kom-
inn heim frá London, þar sem
hann sat á ráðstefnu við þá
brezka stjórnmálamenn, og við-
skiftafrömuði, er um kaup á
matvælum annast fyrir hönd
hinnar brezku stjórnar; afleið-
ing af ferð Mr. Gardiners til
London varð sú, að stjórn Breta
ákvað að panta frá Canada til
notkunar á næsta ári canadiskar
matvælategundir fyrir $105,741,-
000, og er þá ekki meðtalið það
hveiti, sem héðan verður flutt út
til Bretlands.
Frá Islandi
Fréttamaður Tímans hefir átt
símtal við Baldur Guðmundsson
kaupfélagsstjóra á Patreksfirði.
Miklir óþurkar hafa verið þar
vestra í sumar eins og svo víða
um land. Saltfiskurinn hefir leg-
ið á þurkreitunum í þorpinu
síðan í júlímánuði. Hefir eigi
tekist að þurka hann og er nú
verið að taka hann í hús hálf-
blautan. Á slíkan hátt hefir
gengið til um fiskþurkun í sum-
ar víðar á Vestfjörðum. Hins-
vegar var í minsta lagi saltað
af fiskaflanum þar sem annars-
staðar.
•
Síðastliðinn föstudag og laug-
ardag gerði hið versta norðaní-
hlaup um land alt, hvassviðri og
hret. Snjóaði í bygð, alt niður
að sjó, um gervalt Norðurland
og á Suðurlandi urðu fjöll al-
hvít niður til miðra hlíða. Uppi
á hálendinu var stórhríð þessa
daga. Frostlaust mun þó hafa
verið í bygð niðri. i dag var al-
hvítt í Eyjafirði og víðar.
•
Samkomulag hefir nú komist
á milli Tryggingarstofnunar rík-
isins og yfirstjórnar brezka setu-
liðsins hér þess efnis, að allir
verkamenn, sem vinna í þjón-
ustu setuliðsins hér á landi og
verða fyrir slysum við vinnuna,
skuli fá bætur í samræmi við
íslenzk lög beint frá brezka setu-
liðinu, í stað þess að vera slysa-
trygðir á venjulegan hátt. Slysa-
tryggingardeild Tryggingarstofn-
unarinnar mun kynna sér allar
kröfur um slysabætur á hendur
brezka setuliðinu og fylgist með
því, að þær verði afgreiddar í
samræmi við alþýðutryggingar-
lögin. — Samningurinn um þetta
var undirritaður 6. sept. af for-
stjóra Tryggingarstofnunar rik-
isins, er ráðuneytið fól að ganga
frá samningunum, og Col. E.
Temple, fyrir hönd breka setu-
liðsins. Ákvæði samningsins
Kjörinn heiðursdoktor
Fjöldi manns heimsótti sendi-
herra Dana, Fr. Sage de Fon-
tenay á heimili hans við Hverf-
isgötu í gær í tilefni af sextugs-
afmæli hans. Meðal þeirra, sem
heimsóttu sendiherrann voru
prófessorar við heimaspekideild
Háskólans, er tilkyntu honum
að deildin hefði kjörið hann
heiðursdoktor við Háskólann i
»
viðurkenningarskyni fyrir hve
vel hann hefði unnið að auknu
samstarfi danskra og islenzkra
ívsindamanna svo og með tilliti
til vísindastarfa hans sjálfs.
Nokkrir vinir hans hér í bæ
gengust fyrir heiðursveislu, sem
haldin var í veislusölum Odd-
fellowa. Þar var svo margt, sem
húsrúm frekast leyfði. f
Félagsmálaráðh. Stefán Jóh.
Stefánsson stjórnaði samsætinu,
en dr. Guðmundur Finnbogason
landsbókavörður hélt ræðu fyrir
minni heiðursgestsins, þar sem
hann m. a. rakti hvílíkum sér-
stökum hæfileikum sendiherrann
er búinn til að vera sendiherra
Dana á fslandi.—Mbl. 25. sept.
Iðnarborgin Coventry
sœtir þungum busifjum
vegna þýzkra lofárása
Þrjú hundruð mnnns biða bnna,
en sjö hundruð sættu mismun-
nndi meiðslum. Mnti eignatjóns
enn eigi lokiðm
Coventry er sögufrægur og
fagur iðnaðarbær á Englandi,
um 75 mílur norðvestur af Lon-
don; íbúatalan nemur því sem
næst 190,000. Þann 14. þ. m.
veittust þýzkir flugvargar að
borgrnni, og orsökuðu þar ofan-
greind spjöll; er staðhæft, að
minsta kosti 500 þýzk sprengju-
flugför hafi tekið jiátt i þessari
illvígu árás. ,
taka og til slysa, sem orðið hafa
á tíinabilinu frá 4. júlímánaðar,
en þó hófst vinnan hjá setulið
inu.
•
íslenzku togararnir Egill
Skallagrímsson og Hilmir, björg-
uðu 40 skipbrotsmönnum við
Englandsstrendur fyrir nokkru
siðan. Hafði kafbátur skotið
farkost þeirra, belgiskt flutn
ingaskip, í kaf. Þetta. er í
þriðja skifti í suinar, sem ís-
lenzkir togarar bjarga stórum
hópi útlendra skipbrotsmanna.
•
Nýtt samkomuhús var í sumar
reist á Snæfjallaströnd við ísa-
fjarðardjúp. Ungmennafélag
sveitarinnar gekst fyrir fram-
kvæmdum þessum, og reistu
meðlimir þess það í sjálfboða-
vinnu að langmestu leyti. Að
nokkru leyti eru húsveggirnir
hlaðnir úr torfi og grjóti, en að
nokkru leyti eru þeir úr timbri.
Húsið hlaut vigslu snemma í
sumar og hefir verið tekið til
nötkunar, svo sem til var ætlast,
í þágu ungmennafélagsins og
hreppsbúa. Formaður ungmenna-
félagsins er Ásgeir Sigurðsson
að Bæjum á Snæfjallaströnd.
•
Sigurgeir Sigurðsson biskup
vígði hina nýju kirkju í Hauka-
dal í Biskupstungum síðastlið-
inn sunnudag. Eins og kunnugt
er, keypti danskur maður,
Kristian Kirk, sem nú er látinn,
Haukadal fyrir nokkru. Lét hann
friða landið, byggja upp kirkj-
una og gera margvíslegar um-
bætur, og færði síðan þjóðinni
að gjöf. Kirkjuvígslan fór fram
við fjölmenni. Fjórir prestar
aðstoðuðu bislcup við athöfnina.
Voru það séra Eiríkur Stefáns-
son á Torfastöðum, séra ólafur
Magnússon frá Arnarbæli, séra
Gísli Skúlason að Stóra-Hrauni
og séra Guðmundur Einarsson
að Mosfelli. Jón Helgason,
fyrrum biskup, var einnig við-
staddur. Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri, sem viðstaddur var,
mintist við þetta tækifæri Krist-
ian Kirk í ræðu, er hann flutti
í hófi, sem fram fór að aflok-
inni vígslu.
•
Barnaskólanum í Stykkishólmi
hlotnaðist vegleg gjöf nýlega.
Á gullbrúðkaupsdegi sínum 6.
sept., afhentu þau Ásgerður Arn-
finnsdóttir og Ágúst Þórarinsson
skólanum bókasafn sitt til eign-
ar. Er það safn allmikið og
gott.—Tíminn 10. sept.
Frederick H. Fljózdal kosinn heiðurs-
forseti Bandalags Járnbrautarmanna
Eftir prófessor Richard Beck.
íslendingurinn Frederick H.
Fljózdal — Fred Fljózdal, eins
og starfsbræður hans nefna
þennan vinsæla verkalýðsfor-
ingja, var kosinn heiðursforseti
Bandalags Járnbrautarmanna
(Brotherhood of Maintenance of
Way Employes) á þingi þess í
Quebec, Canada, seinni partinn í
júlí á liðnu sumri. Hafði hann
hjartarætur, að iesa þann' fagra
vitnisburð, sem þessi landi vor
fær frá samherjum sínum á
langri leið; en sá er kjarni þess
vitnisburðar, að þó Fljózdal hafi
um langt skeið staðið í fylking-
arbrjósti og stormur þvi oft um
hann staðið frá andstæðingum í
skoðunum, þá hafi enginn þeirra
nokkuru sinni borið brigður á
drengskap hans, sanngirni og
Islandskvikmyndin
Undanfarnar vikur hefir Guð-
laugur Rósinkranz yfirkennari
sýnt allvíða norðanlands og
austan íslandskvikmynd Sam-
bands íslenzkría samvinnufélaga,
er Vigfús Sigurgeirsson ljós-
myndari tók.
Fréttamaður Timans átti i
gær tal við Guðlaug, sem þá
var nýkominn til bæjarins úr
sýningarförinni. Lét hann mjög
vel af dómum þeim, sem kvik-
myndin hefir hlotið, hvarvetna
þar sem hún var sýnd.
—Myndin var fyrst sýnd hér í
Reykjavfík fyrir þrem vikum,
mælti Guðlaugur. Síðan hefi eg
ferðast með hana um Norður-
Iand og Austurland og haldið 25
sýningar á 15 stöðum. Var
myndin sumsstaðar sýnd tvívegis
sama kvöldið og jafnvel þrisvar
Dálitlir erfiðleikar voru sums-
staðar um húsnæði til að sýna i,
vegna þess að útlenda setuliðið
hefir tekið flest samkomuhús til
sinna nota. Á Sauðárkróki lét
þó setuliðsforinginn rýma sam-
komuhúsið vegna sýningarinnar,
en á Reyðarfirði varð að sýna í
verzlunarbúð Kaupfélags Héraðs-
búa. Var þar nóg rúm fyrir á
annað hundrað áhorfendur,
—Hvernig aðsókn hlutu sýn-
ingarnar?
—Aðsóknin var mikil alstaðar.
Mér telst svo til, að á fjórða
þúsund manns. sé búið að sjá
myndina. Viða kom fólk mjög
langt að til að geta átt þess
kost að sjá hana. Til dæmis
kom fólk úr Axarfirði á bifreið-
um um 60 kílómetra veg.
'—Hvernig féll fólki kvikmynd-
in í geð?
—Allir, sem hana sáu, hafa
lokið upp einum munni um
það, hversu eðlileg hún sé; altaf
eins og maður hafi atburðina
sjálfa fyrir augum sér. Fólki
þótti ekki síður mikið varið i
hana, þótt hún sýni fyrst og
fremst dagleg vinnubrögð, sem
hvert mannsbarn í landinu kann-
ast við. Og mörgum þótti gam-
an að sjá sjálfa sig eða kunn-
ingja sina við vinnu, á hestbaki,
eða í réttum. Fólk þekti þarna
skepnur sinar, kindur, hesta,
kýr og hunda. Ýmsir sögðu, þeg-
ar þeir höfðu horft á myndina,
að þetta hefði verið sú bezta
skemtun, sem þeir myndu eftir,
og að þá iðraði þess ekki að hafa
farið, þótt þeir hefðu átt langt
að sækja.
—Verður myndin ekki sýnd
víðar?
—Jú, síðar meir á að sýna
hana á Suðurlandi og Vestur-
landi, og að sjálfsögðu verður
hún einnig sýnd aftur hér í
Reykjavik.
—Tíminn 13. sept.
Frederick H. Fl józdnl
gegnt forsetastöðunni samfleytt
í 18 ár og baðst undan endur-
kosningu; æskti hann þess, að
yngri hendur tæki nú við stjórn-
artaumum þessa fjölmenna og
öfluga félagsskapar, en til hans
teljast eitthvað fimm luindruð
þúsund járnbrautarmenn í
Bandaríkjum Norður-Ameríku,
Canada, Newfoundland, Alaska
og Canal Zone. Varð þingið við
tilmælum Fljózdals, þó að hinir
500 fulltrúar létu, hinsvegar,
mjög ákveðið i ljósi, að þeir
hörmuðu það, að hann segði af
sér þeirri stöðu, er hann hafði
skipað svo farsællega um langt
skeið.
Að það var ekki sagt út í blá-
inn, sýndi sig bezt í ársskýrslu
Bandalagsins að þessu sinni, er
bar vott um aukið félagatal,
bættan fjárhag og víðtækari sam-
vinnu og trygð við málstað
þeirra meðal félagsmanna. Þarf
engum getum að því að leiða, að
hinn fráfarandi forseti hefir átt
sinn mikla þátt í því, að hagur
félagsskaparins stendur með
slíkum blóma.. Það kom einnig
á margan hátt fram af hálfu
þingfulltrúa.
Fréttaritari blaðsins Labor,
höfuðmálgagns verkamanna í
Bandaríkjunum, komst þannig
að orði í einni fréttagrein sinni
frá þinginu, að í sögu amerískra
verkalýðssamtaka væri ekkert
það, er hrifi hugann meir, held-
ur en frásögnin um Fred H.
Fljózdal, hinn hógværa íslend-
ing, er hefði tekið við stjórn
verkalýðsfélags á fallandi fæti,
en með þolgæði, festu, lægni, ó-
trauðu starfi og forsjálni hefði
hafið það til jafns við hin öfl-
ugustu verkalýðsfélög og áunnið
því virðingu allra járnbrautar-
manna og framkvæmdarstjóra.
Aðalritstjóri fyrnefnds blaðs
sló á sama streng í ræðu á þing-
inu, þar sem hann mintist mjög
fagurlega starfsemi Fljózdals og
konu hans í þágu verkamanna.
Hve ástsæll Fljózdal hefir orð-
ið í starfi sínu og hver ítök hann
á i hugum starfsbræðra sinna,
kom þó eftirminnilegast fram i
þakkarávarpi þvi (testimonial),
sem fulltrúar þingsins fluttu
honum jafnframt og þeir lýstu
því yfir, að þeir hefðu kosið
hann heiðursforseta Bandalags-
ins. Vermir það manni um
hugrekki. Slikt er að halda
merki islands hátt á lofti á er-
lendu starfssviði, og er bæði til
áminningar og fyrirmyndar.
Þegar það varð hljóðbært, að
Fljózdal hefði sagt af sér for-
setaembættinu, bárust honum
fjöldi þakkarbréfa og heillaóska,
meðal annars frá Daniel Willard,
forseta Baltimore og Ohio járn-
brautarfélagsins; S. J. Hunger-
ford, forseta Canadian National
járnbrautarkerfisins, og William
Green, forseta Bandalags Ame-
rískra Verkalýðsfélaga (Aineri-
can Federation of Labor). Fara
bréf þessi hinum lofsamlegustu
orðum um nytjaríka starfsemi
Fljózdals í þágu járnbrautar-
manna og amerískra verkalýðs-
samtaka í heild sinni. Fer Wil-
liam Green um hana svofeldum
orðum : “Enginn getur til fulln-
ustu metið gildi hinnar ágætu
starfsemi þinnar um margra ára
skeið. Þú hefir áunnið þér var-
anlega aðdáun embættismanna
og félagsmanna í alþjóða félags-
skap þínum og einnig innan
Bandalags Amerskra Verkalýðs-
félaga.”
Enginn skyldi þó halda, að
Fljózdal hafi Iagt niður vopnin
í þágu starfsbræðra sinna, þó að
hann hafi sagt af sér forseta-
stöðu félagsskapar þeirra; ekk-
ert væri honum fjasr skapi, enda
tók hann það kröftuglega fram í
ársskýrslu sinni, er hann sagði:
“Góður hermaður stendur i fylk-
ingunni til leiksloka; og sókn
min undir merki Bandalagsins á
hendur þjóðfélagslegs réttlætis-
skorts fellur aldrei niður, meðan
eg get hafið upp raust mína gegn
honum.” Er sú afstaða drengi-
leg og i fullu samræmi við hið
bezta í íslendingseðlinu.
Eg hefi áður (i Almanaki ó.
S. Thorgeirssonar fyrir árið
1936) rakið allítarlega æfisögu
Fljózdals og starfsferil, og vísa
lesendum þangað til frekari
fræðslu um þennan mikilhæfa og
inerka landa vorn. Nokkurra
megindrátta skal þó getið hér.
Fljózdál er fæddur 19. desem-
ber 1868 að Aðalbóli i Hrafn-
kelsdal í Norður-Múlasýslu, son-
ur hjónanna Árna Brynjólfsson-
ar og Kristrúnar Jónsdóttur; nær
tiu ára að aldri fluttist hann
vestur um haf með fósturforeldr-
(Framh. á lils. 5)